Lögberg - 19.08.1920, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.08.1920, Blaðsíða 2
bis. Z LÖGBERG FIMTUADGUMN 19. ÁGÚST 1920 Minni Islands. Ræða flutt af Dr. M. B. Halldórs- son að Gimli 2. ágúst 1920. íaland mun vera }?að land, er misjafnasta dóma fær ^f öllum löndum heims. Hefir það verið svo frá því það fyrst þektist. pann ig segja fornsögurnar frá því, að þegar fyrstu landkönnunarmenn- irnir komu þaðan til Noregs, þá sagði sinn hvað. Einn t. d. sagði að þar drypi smjör af hverju strái og var því kallaður pórólfur smjör, líklega að maklegleikum, því hann hefir víst verið skrum- ari í fleiru. Aðrir' kváðu það einkis nýtt, enn aðrir sögðu frá kostum og göllum eins og þeir voru. petta helzt við enn þann lag í dag. Jafnvel íslendingar, sem heim koma frá Ameriku, telja það annaðhvort, allra landa bezt, (þeir koma vanalega í júní og fara aftur í ágúst, og sjá því að eins beztu hliðina á landinu.) eða þá “kríusker sem leggjast ætti í eiði.” Hvortveggja eru miklar fjar- stæður, því þó ísland hafi marga og ágæta kosti hefir það þó til- finnanlega galla, en að það sé byggilegt sést bezt á því að það hefir framfleytt 80—120 þú&und manns nú í nær hálft ellefta hund rað ár. Og þó má með sanni segja að, þegar skógarnir eru undan skildir (og þá má rækta á ný) hefir það enn sama fram- leiðslukraft og það hafði í land- r.ámstíð. Enginn veit hver auðæfi þar kunna að vera falin í jörðu, ,því fáir 'hafa eftir þeim leitað. Enginn hvað agka má framleiðsl- una því það mun nærri sanni sagt að það sé þvínær ósnert enn af mannáhöndum, pað er afstaða íslands, sem vald- | síðan alla leið niður aldirnar. til þess að jafna alla menn niður á við. Aðdáunarvert er það að lesa um hvað “hándýrt” mannslífið var gjört á íslandi jafnvel í heiðni, hversu þrælahald dó út af sjálfu sér; hvernig “trúnni var tekið af lýði” alveg ófriðar og blóðsúthellingalaust, sem hvergi annarstaðar átti sér stað á Norðurlöndum. Hvað hólmgöngur voru snemma bann- aðrar, þó sum kristin lönd séu enn ekki komin svo langt, að leggja þær niður. Eða þá um undrið það er aldrei hefir annarstaðar átt sér stað í mannkynssögunni fyr eða síðar, að nýlenduþjóð fari fram úr feðra- þjóðinni í skáldskap á fyrsta mannsaldri. Andlegt atgjörfi er vanalega seint að þróast í hvaða landi sem er, og þegar nýlendur myndast eru afkomendur frum- byggjanna því langt á eftir í þeim efnum þjóðinni sem nýlendan myndast frá. petta hefir sýnt reynsla mannkynsins svo langt til baka sem sögur ná, alstaðar nema á íslandi. Til dæmis má nefna að það liðu nærri tvö hundr- uð ár, frá því að pílagrímar sett- ust að í Nýja Englands þangað til að Longfellow fæddist, og mun hann, þó ágætt skáld væri, aldrei verða tekinn fram yfir beztu skáld Englendinga, en það liðu að eins 25 ár frá því að Skallagrímur settist að á Borg, og þar til að Egill fæddist, en hann tekur langt fram öllum norskum skáldum. Ekki einungis þeirrar tíðar mönn- um heldur líklega bæði fyr og síðar. Og Egill var enginn til- viljun, Honum fylgdu: Hallfreður, pormóður, Kormákur og Sighvat- ur að eg ekki nefni fleiri, allir á fyrstu hundrað árunum.— Og þannig hefir þ^ð gengið og ofbeldis eins og Rússland er nú á dögum, þær dygðir er þúsund árum seinna fluttust frá íslandi til Ameriku, og ollu því að íslend- ingar bygðu upp blómlegar bygðir hvar sem þeir settust að, að þeir eru vel metnir hvar sem þeirra getur, að þeir urðu fyrri til að skipa sæti í þingsalnum og ráð- herra 'höllinni en í fangelsis klef- unum. Alt þetta er í alla staði mögu- legt, því það er í fullu samræmi við lögmál lífsins — lög lifsins herra sem ákvað að ómenska og varmenska beri með sér sína eigin eyðileggingu, en að dugur og mann kostir skuli eflast og þróast að eilífu. Frá Islandi. ið hefir því hörðustu búsifjun- um. Eins og allir vita er það í miðju Atlantshafi og heyrir til jafnt Europu og Norður Ameriku, að því liggja tveir hafstraumar annar að suðaustan hinn að norð- ^ustan. Hinn fyrri er þess bezti bjargvættur færir því sól og sumar, vor og vestanvind. Hinn síðari er þess mesta meinvættur, gengur í lið með norðanvindinum til að drífa að því rekís (í^inn eins og þar er kallað), og tekst þetta að jafnaði 4—5 hvert ár, með þessu er landið svo að segja dreg- ið út úr temprunarbeltinu þar sem það á heima og gjört að heim- skautalandi — íslandi. Að eins þegar ís er við land, sem er 2—20 vikur 4.—5. hvert ár, ber ísland nafn með réttu. pað vildi svo iila til vorið sem Hrafna Flóki var | fornöld íslands án þess að á vík- pað er eitthvað í íslandi er eflir ndlega hæfileika, befir frá því fyrsta og gjörir enn í dag. Eng- inn veit hvað það er, en þetta sýnir reynslan og henni verður aldrei mótmælt. Ekki er ól-ík- legt að írska blóðið er blandaðist því norska í landnámstíð eigi mikinn þátt þar í, þvl írar voru á þeim dögum mentaðasta þjóð Norður Europu og höfðu verið kristnir því nær 300 ár. Eitt ís- lenzka skáldið, Kormákur, heitir beinlínis írsku nafni. En hver.n- ig sem á því stendur þá er það víst, að aldrei fyr né síðan hefir það komið fyrir að nýlenduþjóð hafi farið fram úr feðraþjóðinni i andlegum efnum á stuttum tíma. Ekki mun hæfa að tala Gunnar Egilsson hefir verið skipaður umboðsmaður stjórnar- innar í ítaliu og Spáni. Fór hann héðan með Gullfossi og fjölskylda hans með honum. Sezt hann að í Genua. , í sýnishorni (nokkrum smálest- um) af leir, sem tekinn var úr fjalli í önundarfirði og rannsak- að var í Svþjóð í vetur, reyndust vera alt að 70% af járni, og það fyrirtaks járni. Er það óvenju mikið og er sennilegt að innan margra ára verði byrjaður járn- iðnaður hér á landi. Félag mun vera myndað í þeim tilgangi. Sjúkrabifreið kemur hingað von- andi áður langf um líður. Hefir bæjarstjórnin fengið tilboð um útvegun slíkrar bifreiðar, og mun hún kosta 21,800 kr. Prestastefnan 1920. um þar, að ís lá við norðurland og sá hann til hans, af einhverri heið- inga sé minst, en eg ætla að vera stuttorður um þá, því eg verð að arbrún og nefndi svo landið af ill- játa að þeir islenzku víkingar er kvittni eða óviti ísland, eftir þess vesta óvini ísnum og einhver ó- heillanorn olli því að þetta nafn festist við, í staðinn fyrir nafn það er því hafði verið gefið næst á undan — Garðarshólmi er líklega hefir þótt of langt. Nafnið hefir verið og er fslandi htekkur, því það er aldrei nefnt svo á nafn að ekki fari hrollur um þann er heyrir í fyrsta sinn og ætíð er fyrsta spurningin um það hin sama “er þar ekki óttalega kalt?” pað er nafninu að kenna að íslendingar eru skrælingjar í huga ókunnugra manna, þeir líkja því saman við Grænland. pað fæl- ir frá landinu stóran hóp af ferða- mönnum á hverju ári, en þeir sem koma, koma margir með hálfgerða ólund, standa ekki nógu lengi við til þess að ólundin fari af þeim, og bera svo landinu söguna eftir því. Pví það þarf ekki meira til en að það sé dimt upp-yfir eða maður hafi kvef, að eg ekki nefni höfuð- verk, gigtarsting, eða tannverk til þess að allt sýnist svart í augum ó'kunnugs manns. Sérstaklega ef hann af ein'hverjum ástæðum býst við litlu góðuf pað hefir snemma verið tekið eftir því að nafnið ís- land lét illa í eyrum, því víst hef- ir Eiríkur Rauði haft það i huga þegar hann nefndi land það er hann fann Grænland, og sagði hreinskilnislega að hann gerði ast að nafninu. En þó miður tækist með nafnið á ættjörð vorri, vanst það upp og meir en það á irniflytjendunum landnámsmönnunum. Aðdáan- legt er að lesa. um höfðingjana norsku, er þeir þó flýðu harðstjórn og ofbeldi heima fyrir, fóru ekki út í neinar stjórnmálalegar öfgar þegar til íslands kom, heldur settu á stofn lög og rétt hver í sínu landnámi, eftir þeim reglum er þeir höfðu vanist, “og undu svo glaðir við sitt” í staðinn fyrir að herja hver á annan og hrifsa hver af öðrum. Stíngur þar mjög í stúf við það er víða á sér stað nú á dögum, þar sem heilar þjóðir í ráða- og auðnuleysi byltast úr einni kúgun- inni í aðra, en enginn ratar meðal- hófið, það stíngur mjög í stúf við suma af niðjum þessara mikil- menna hér í landi, er nú hreykja sér upp á hverri hundaþúfu til að rífa nið.ur öll Iög og allan rétt — eg hefi mestar mætur á, voru þeir víkingarnir er öld eftir öld réru undan jökli, og úr 'öðrum veiði- stöðvum, til að færa björg og bless un hverjum sem til gat náð. Eða þeir víkingarnir, er liíka öld eftir öld, stóðu yfir fé sínu í hvaða veðri sem var, oft klæðlitlir og matar- lausir myrkranna á milli, (eg tala um þessa menn í þátíðinnij því mér er sagt, að hvorugt eigi sér leingur stað) og þeir Víkingarpir er nú á hverjum vetri draga net sxn upp um ísinn á Wpg. vatni, ] þó frost verði 50 fyrir neðan zero og þar yfir. En mest allra víkinga met eg þann víkinginn er þessi bygð fæddi af sér, á sinum fyrstu ár. um, en sem hefir lagt undir fóst- urjörð síína meiri og stærri lönd, en nokkur annar maður hefir gjört á þessum mannsaldri, og sem hefir sýnt hvernig nota megi mikinn hluta þessa víðáttumikla lands, sem áður þótti einskis virði. Eg á við víkinginn andlega og líkamlega, afburðamanninn Vil- hjálm Stefánsson. Pegar vér eins'og í dag, minn- umst lands vors og þjóðar, er eins að gæta, ekkert oflof bætir einu gyrisvirði við veruleika þeirra, ekkert last, þó einhver vildi það fram bera, dregur úr þeim minstu vitund. Vara-lof er lítils virði, þó marg- það til þess að menn skyldu hæn- ur láti það nægja, en lofsorð fær ættjörð vor af hverju sínu af- kvæmi er stendur svo í stöðu sinni að lofsvert sé. pað er skylda vor að sjá um að ættland vort, fái meiri og meiri blessun af oss hlotið, að vér komum svo fram í hvívetna að íslands sæmd megi æ meiri og meiri af oss vaxa, að vér sjáum um að hvorki vér né niðjar vorir, stöndum nokkrum mönnum að baki í: sið- ferðislegu, vitsmunalegu, líkam- legu né verklegu tilliti, að taug- arnar sem “þúsundir ísvetra ófu” digni aldrei, og þó að íslenzka blóðið blandist í þúsund liðu, þá feli það í sér frækorn þeirra dygða er fluttust til íslands frá Noregi og írlandi fyrir þúsund árum, og ollu því að landið varð frá upp- hafi heimili staðfastrar stjórnar, þar sem lög og réttur sátu að völd. um með hæfilegu samræmi, milli frelsis einstaklingsins og skyldu hans við þjóðfélagið, í staðin fyr- ir að verða að eiturdíki óstjórnar Prestastefnan hófst mánudag- inn 28. júní 1920 með opinberri guðsþjónustu í dómkirkjunni, þar sem séra Friðrik Friðriksson pré- dikaði út af textanum Jer. 52, 13- 13. Að lokinni guðsþjónustu var haldið upp í samkomuhús K. F. U. M. þar sem fundirnir skyldu fara fram. Á fyrsta fundi voru þegar mættir prófastarnir séra Magnús Bjarnason á Prestsbakka, séra Eggert Pálsson, Breiðaból- stað, séra Kjartan Helgason, Hruna, séra Árni Björnsson, Görðum, séra Jón Sveinsson, Akranesi, prestarnir séra por- varður porvarðsson, Vík, séra Erl. pórðarson, Odda, séra ófeigur Vigfússon, Fellsmúla, séra Ólaf- ur Finnsson, Kálfholti, séra Ólaf- ur V. Briem, Stóra-Núpi, séra Eiríkur Stefánsson, Torfastöðum, séra Gísli Skúlason, Stóra-Hrauni, séra Brynjólfur Magnússon, Stað, séra Friðrik J. Rafnar, Útskálum, séra Jóhannes porkelsson, dóm- kirkjuprestur, séra Bjarni Jóns- son Rvík, séra Magnús porsteins- son Mosfelli, séra Halldór Jóns- son, Reynivöllum, séra Einar Thorlacius, Saurbæ, séra Eiríkur Albertsson, Hesti, séra Gísli Ein- arsson, Stafholti, séra Einar Frið- geirsson, Borg, séra Sig. Ó. Lárus- son, Stykkishólmi, séra Jón Árna- son, Bíldudal, séra Böðvar Bjarna- son, Rafnseyri, séra Sigurgeir Sigurðsson, ísafirði, séra Guðlaug- ur Guðmundsson, Stað, séra Lárus Arnórsson, Miklabæ, séra Stanley Guðmundsson, Barði, séra Gunnar Benediktsson, Grundarþingum, séra Friðrik Friðriksson, Reykja- vík, háskólakennararnir þrír, séra Haraldur Nielsson prófessor, séra Sig. P. Sivertsen professor og séra Magnús docent og uppgjafaprest- arnir séra Sig. Gunnarsson præp. hon. og séra Jóhannes L. Jóhann- esson. Síðar bættust við pró- fastur séra Jón Guðmundsson, Norðfirði, séra Björn porláksson, Dvergasteini, séra Sigurður Jó- hannesson, Berþórhvoli og séra Ól.'Magnússon, Arnarbæli, og að auk uppgjafaprestarnir séra Kr. Daníelsson præp. hon. og séra Skúli Skúlason præp. hon. Var synodus þannig að þessu sinni setin af 42 andlegrar stéttar mönn um, auk biskups og nokkurra guðfræðiskandídata og stúdenta. Er það betri fundarsókn en nokk- ur dæmi eru til áður á presta- stefnu vorri. Biskup setti prestastefnuna, á- varpaði fundarmenn með stuttri ræðu og lagði fram dagskrá. Var svo fundi frestað til kl. 4l/2. kl. 4/2 hófst fundur að nýju. Gaf biskup yfirlit yfir helztu við- burði ársins frá því er síðasta prestastefna var haldin. Mintist hann tveggja látinna presta, annars í embætti (séra Árna porsteinssonar, Kálfatjörn), en hins úr tölu uppgjafapresta (séra Lárusar Benediktssonar frá Selár- dal), og fjögurra látinna kvenna af prestkonustétt, frú Helgu Árna- dóttur frá Skarðsþingum, frú Steinunnar Jakobsdóttur frá Kvennabrekku, frú Sigríðar Jóns- dóttur á Kolfreyjustað og frú Ingibjargar Brynjólfsdóttur frá Prestsbakka. Lausn frá prest- skap höfðu tveir prestar fengið (séra porv. Jakobsson, Sauðlauks- dal og séra ól. ólafsson, Hjarðar- holti). Lausn frá prófastsstörf um hafði séra Björn Jónsson á Miklabæ fengið og í hans stað ver. ið skipaður prófastur séra Hálf dán Guðjónsson Sauðárkrók, en i stað séra Ólafs i Hjararholti ver- ið settur séra Ásgeir Ásgeirsson í Hvammi, Fimm prestaköll höfðu verið veitt síðasta fardagaár en fjögur verið laus nú í fardögum. Fjórir nýjir pre3tar höfðu "bæst í hópinn (séra Sig. Ó. Lárusson, séra Gunnar Benediktsson, séra Stanley Guðmundsson og séra Lár- us Arnórsson). pá mintist biskup nýrra laga frá Alþingi, launalaganna, lag- anna um lífeyrissjóð embættis- mannanna og ekkjutryggingu Loks fór fram úthlutun styrktar- fjár. Um kvöldið flutti docent Magn ús Jónsson erindi í dómkirkjunni um Símon Pétur. priðjudagsmorgun hófst fund- ur á ný. Flutti biskup erindi um Jón biskup Vídalín sem kenni- mann og var á eftir rætt um minnisvarða Jóns Vídalíns og skorað á presta að leita frekari samskota. kl. 4/2 flutti Sig. P. Sivertsen fyrirlestur um bókmentir síð-gyð- ingdómsins og einkenni þeirra. Skýrði þá biskup frá utanför sinni á síðastliðnu hausti og þeim mál- um, er í sambandi við hann stæðu og vörðuðu íslenzku kirkjuna. Á sama hátt skýrði próf. Sig. P. Si- vertsen frá hinum norræna kirkju lega fulltrúafundi í Vesterby- gaard, sem hann hafði sótt sem fulltrúi íslands. Kl. 9 um kvöldið flutti biskup erindi í dómkirkjunni um “trú og þekking.” Miðvikudagsmorgun kl. 9 hófst fundur enn á ný. Docent Magnús Jónsson bar fram tillögu frá Prestafélagi íslands um afnám prestakosningarlaganna. Var svo- hijóðandi (breytingar) tillaga samþykt: “Fundurinn skorar á biskup að leita fyrir milligöngu prófasta á- lits og umsagna héraðsfunda um það, hvort 'tiltækilegt þætti að, breyta prestakosningarlögunum á þá leið, að söfnuður, prófastur, biskup og guðfræðisdeild Háskól- ans eigi þar hver sitt atkvæði, en atkvæði biskups ráði ef at- kvæði eru jöfn.” i pá gaf biskup yfirlit yfir messu- gjörðir og altarisgöngur. Alls hefðu messur í landinu verið ca. 3,600 líkt og' árið áður, og tala altarisgesta hefði verið heldur hærri en undanfarin ár. Kl. 4]/2 siðd. bar nefnd kosin af Skæðum Kláða útrýmt að fullu NOTKUN pESSA MEÐALS BER ÁGÆTAN ÁRANGUR Wasing, Ont. “Eg þjáðist af svo illkynjuðum útbrotum eða kláða, að rúmfötin urðu stundum gegnvot. í fjóra mánuði samfleitt mátti svo heita, að eg hefði aldrei viðþol og engin meðul dugðu fyr en eg fór að nota ‘Fruit-a^tives” og “Sootha Salva”. Alls ihefi eg notað þrjár öskjur af “Sootha Salva” en tvær af “Fruit-a-tives” og er nú alheill.’’ G. W. Hall. Bæði þessi ágætu meðul fást hjá kaupmönnum fyrir 50c. hylkið eða 6 fyrir $2.50, og gegn fyrirfram borgun beint fr Fáruit-a-tives, Ltd, Ottawa. Reynsluskerfur kostar 25c. Prestafélagi íslands fram tillögur um húsun prestssetra á ríkiskostn að, og var svohljóðandi tillaga samþykt: “Fundurinn telur nauðsynlegt að héraðsfundir láti uppi skoðan- ir sinar um málið. 1. hvort halda skuli í bújarðir handa prestum eins og verið hefir. 2. hvort byggja s'kuli í hverju prestakalli sérstakt húsnæði handa prestin- um, er hann búi í leigulaust. 3. það, að sjá sér fyrir húsnæði og hækka þá launin að sama skapi.”1 Fóru þá fram umræður um biskupskosnihgu og var samþykt tillaga í þá átt, að við fráfall bisk- ups skyldu prestar þjóðkirkjunn- ar og kennarar guðfræðisdeildar Háskólans kjósa biskup á þá leið að prestar hvers prófastdæmis og guðfræðisdeild háskólans kjósi hver um sig kjörmann. pessir kjörmenn kjósi svo Ibiskup, sem er rétt kjörinn fái hann helming greiddra atkvæða. Fái enginn helming atkvæða, veitir konungur embættið óbundinn af kosning- unni. Séra Kjartan Helgason flutti ísl. kirkjunni kveðju frá Vestur- íslendingum en biskup þakkaði. pá var samþykt tillaga frá séra Eggert Pálssyni um að skora á kirkjustjórnina að gangast fyrir hækkun hins lögákveðna kirkju- gjalds (2 álnir á landsvísu í stað 75 aura). Loks þákkaði biskup góða fund- arsókn og óskaði öllum'góðrar heimkomu, og var þá fundi slitið. —-ísafold 12.—19. júlí 1920. MINNI ISLANDS. Giœli 2. ág. 1920. Vor snævi þakta feðrafold, með ‘fjöll og dali víða. Vor söguríka móðurmold og margra frægðartíða. Við þig oss tengja bræðrabönd og binda, hvert sem vitjar önd. Og þín við minnumst enn í óð, þó annað byggjum landið. í a‘ðum rennur enn þá blóð, sem eyikur trygðabandið. Því bömum þínum hug og hönd þó hefir rétt í önnur lönd. Við minnumst þín, því mætan arf og merkan frá þér eigum. Og þó að þjóða stórt sé starf, þá stærast af því megum: Að fsland er vor ættarströnd og alt eins frægt og stærri lönd. Þó hér í landi enn þá átt ' þér arfa trygga og dætur, er sögu þína hflfja hátt og hafa á þér mætur. Og hugur oft um lög og lönd vill leita heim að þinni strönd. Við minnumst þín á meðan sál í munar brjósti hrærist, og tignum þig á meðan mál á mjókum vömm bærist, og réttum yfir hafið bönd og helgum þér vor trygðabönd. Bergthor Emil Johnson. MINNI NÝJA ÍSLANDS. / Gimli 2. ág. 1920. Landið ykkar, bygðin breið, Brosir við, sem tignarveldi; Er undir björtum bjarkafeldi Hvílir rótt, við Ránar leið. Reypist hvergi betra að vera. Öld nú sér hvað á að gera. Framtíð öll, svo hýr og heið. Ykkar kæra kjörlands gmnd, Kostarík og full af vonum: Gefur vkkar göfgu sonum Fögnuð ríkan, fé í mund. Frumþjóð samt ei sagan gleymir; Sveitin minning ykkar geymir, Hér sem höfðuð harða stund. COPENHAGEN Munntóbak Búið til úr hin- um beztu, elstu, safa - mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum Þetta er tóbaks-askjan sem hofir að innihalda heimsin bezta munntcbek Prýði gæfan öld aÆ öld Yfekar þessi frónsku kynni. Helgi ykkar mæra minni: Fegurð hrein og föngin völd; Finnist hvergi ræktin meiri; Tápið ríka, tökin fleiri Em við ykkar tún og tjöld. Jón Kernested. TIL CANADA. Gimli 2. ág. 1920. í fornöld vér komum konunga til, ’ og kváðum þeim sögufræg ljóð, því mildingar kunnu á kveðandi skil. Hón kætti þá, hugdjarfa þjóð. Úr drengs'kapar-verkunum drápunum í sér dróttirnar fléttuðu kranz, sem tundurbjart, iðandi tunglsljós óð ‘ský þau telgdust í sálu hvers manns. Þú, Canada, fósturland, kærleiks af vl vér kjósum að flytja þér brag. Frá miðnætursólinni sildum þín til, að svipast um framtíðar hag. Og hví ekki, fóstra að færa þér ljóð, sem frægð þinni lyfti á sprett? Því mikilhæf ertu—og margvís er þjóð, þó misjafn sé sauður í rétt. A'Tiátíðisstundu eg heillir þér flyt, og hamingju um lífdaga bið. A öldunum næstu í öndvegi sit og alþjóða forsigla frið. Og fyrirmynd vertu á farsældar braut og fágaðu siðgæði öll. Með ljúfmenteku og snilli læknaðu þraut, en—landplágum haslaðu völl. Þú hefir þúsundföld þakklætis verk nú þjóðviltum unnið í hag. Þótt Rng sértu enn þá—stór ertu og 'sterk, á stórræðum kantu bezt lag. Hjá þjóðunum sumum komið er kvöld, en kraftaverks morgun hjá þér. Nú óðum blóingast þér álit og völd, já, eins langt og skáldaugað sér. Og fagurleit ertu á fjörvaxtar braut, og framtíðin heiðrík og björt. Þó ein þjóðin falli, önnur þar hnaut í útfirin — koldimm 0g svört. Og hrynji í ösku og gleymskunnar glæ hin grunnþrytu þjóðskúma nöfn, þá sigldu í blíðasta suðve<stan blæ á sögunnar gullbjörtu höfn! , K. Ásg. Benediktsson. K5E5ESE5ESE5E5E5ESE5ESESE5E525E5E5Eít Leggið peninga yðar inn á PROVINCE OF MANITOBA SAVINGS OFFICE Með því að skifta við Sparisjóð Fylkisstjórnarinnar fáið þér 4% í vöxtu—einum þriðja meira en vana- legt er. , K E> rU 18 Öll Innlög Ábyrgst af Stiórninni pagnarskyldu stranglega gætt—enginn að vita um viðskifti yðar. annar fær Má Taka Út Peninga Nær Sem Er Stjórnin stofnaði þessa Sparisjóði yður til hjálpar. í þessum stofnunum er Dollarinn ávalt Hundrað (100) Centa virði. Leitið upplýsinga hjá fyrstu Sparisjóðs- deildinni, sem stofnuð var að 872 Main Street, Winnipeg (Milli Dufferin og Selkirk Sts.) Opin skrifstofa: frá 10 f.h. til 6 e. b., en á laugardögum til kl. 9 e. h. Aðrar skrifstofur að 335 Garry Street 274 Main Street Ef þér eigið heima utan bæjar, þá skrifið eftir bæklingnum: “Banking by Mail’” Utanáskrift: PROVINCE OF MANITOBA SAVINGS OFFICE 335 Garry St„ Winnipeg (

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.