Lögberg - 19.08.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.08.1920, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST 1920 Bla. 3 Nelly frá Shorne Mills. Eftir Charles Garvice. Hún leit spyrjandí á hann, eins og hann gæti skýrt fyrir henni orsökina. En Ýernon þagði. “Eruð þér búinn með vindlinginn? Þér reykið ákafar en Dick. Nú, eg hefi annan til- búinn og — þegar þér eruð búinn að reykja hann, þá verðum við eflaust að halda heim á leið. Mig vantar — bíðum við — hvar eru nú fiskarnir? —■ þarna, þökk fyrir, þá er alt eins •og á að vera—” Þau drógu upp seglin, og Annie Laurie rann út úr þessari litlu, lygnu vík, út í opinn sjó. Þegar Vernon stýrði í áttina til Shorne Mills, stundi hann óafvitandi. Honum hafði líka fundist þessi ferð svo frjáls og skemtileg, og síðari hluti dagsins virtist þrunginn af ó- umræðilegri ánægju og friði. Hann. furðaði sig á því, eins og Nelly. Því fyrir einum eða tveimur dögum síðan — eða var það mánuður •eða ár? — hafði hann verið svro óánægður og alveg sannfærður um, að lífið væri ekki þess vert að lifa — en í dag — En h\rað hún var falleg unga stúlkan, í .grysprjónaða jakkanum með dökka skínandi hárið imdir rauðu húfunni.. Alt í einu hrópaði Nelly: “Skip að koma, hr!” og þegar Vernon leit af henni, sá hann skemtiskútu líða áfram yfir kyrlátu bláu bylgj- urnar, skínandi í sólinni og næstum því jafn- hliða með Annie Laurie. “Þarna kemur iskemtiskip,” sagði Nellv, “og það er mjög skrautlegt.” Hjann horfði á það og skygði fyrir augun með hendinni. “Mig furðar hvaða skip þetta getur ver- ið?” sagði Nelly. “Það liggur kíkir í skápn- tim undir stýrissveifinni, takið þér hann. Get- ið þér sóð nafnið?” Hann leit í gegnum kíkirinn, og þegar hann sá nafnið æpti hann ósjálfrátt. “Hvað sögðuð þér?” spurði Neily. “Ekkert nema það er mjög skrautlegt skip,” svaraði hann kæruleysislega . “Já. Mér þætti gaman að vera í slíku skipi,” sagði Nelly. “Þætti yður það ekki gaman líka?” Hann brosti beiskjulega. “Eg er vel ánægður með Ainnie Laurie,” svaraði hann. Hún leit efandi á hann, svo hló hún. “Þökk fyrir hrósið — en þér getið ómögu- lega metið þenna gamla bát meira, heldur en þetta skrautlega skip. Mér þætti gaman að vita hver á það? En hve hratt það líður á- fram. Mér þætti sannarlega \rænt um að eiga slíkt'skip.” “Þætti yður?” sagði hann og leit ein- kennilega til hennar. “Máske þér einhvern daginn —” Hann þagnaði og hristi öskuna af smá- vindlinum. Nelly hló. * “Ætluðuð þér ’að segja, að sá dagur gæti komið að eg eignaðist slíkt skip? En það rugl! Það eru þess konar viðburðir, sem mað- ur les um í bókum, þegar sá klóki og gamli herra segir drengnum, að ef hann vinni liart og sé heiðarlegur og óþreytandi, þá geti hann máske •eignast skrautvagn og tvo hesta, eins og vagn- inn, sem af tilviljun ók fram hjá þeim.” ‘ ‘ Lífið er fult af möguleikum, ’ ’ sagði hann og horfði á 'skipið, sem eftir að hafa siglt til hliðar við þau um stund, snéri við og stefndi til hafs. “Eg hélt það ætlaði til Shorne Mills,“ sagði Nelly i kvartandi. ‘Einstöku sinnum kasta skip akkeri hérna, og mig langaði svo til að sjá. það.” “Langaði yður,” sagði hann með sömu undarlegu röddinni og áður. “Það skiftir nú litlu hvað eg vil eða ekki vil, því nú siglir það inn í skurðinn,” sagði Nelly. Haun bældi niður stunu, sem mest líktist gleðistunu, og stýrði bátnum heim á leið. “ Komið Iþér nú,” sagði Nelly og snéri sér að honum, þegar hún var búin að festa bátinn, “eg er hrædd um að við fáum snevpu. Þang- að til núna hefi eg gleymt því, að mamma vissi ekki að þér fóruð með mér.” “Hvað ætli hún segi þá við yður?” sagði hann, því nú datt honum það fyrst í hug, að hann hafði verið aleinn með ungu stúlkunni í margar stundir. “Ó, hún verður ekki kvíðandi mín vegna. Mamma er vön við að eg annaðhvort ríði mér til gamnns — þegar eg get fengið hest lánað- an — eða sigli Annie Laurie ásamt Brown — •en hún verður kvíðandi yðar vegna. Minnist þess að þér eruð sjúklingur.” “Eg er ekki lengur sjúblingur — að und- anteknum handleggnum alheilbrigður. ” Þegar þau gengu upp brekkuna, mættu þau Dick, sem reíð svo fallegum hesti, að Nelly hafði aldrei séð hans líka, og hún stóð kyr og horfði ú 'hann með opnum munni. “Halló, Nell— Halló, hr. Vernon! Já, eg er að hreyfa hann ofurlítið eftir ferðina í þrönga járnbrautarvagninum. ’ ’ “Það er rétt”, sagði Vernon. “Kunnið þér vel við bann?” “Kann vel við hann?” sagði Dick með eldmóði. “Eg hefi a'ldrei riðið hesti, sem líkja má við þenna, og hinn er einls stórkost- legur. Og” — bætti hann við í lágum róm — “ kvennsöðullinn er kominn.” En Nelly, sem hafði óvanalega góða heyrn, heyrði Iþetta. “Hver á að fá kvennsöðulinn,” spurði hún blátt áfram og grunlaus. En Vernon hikaði nú ekki. “Hann er handa vður, ef þér viljið láta svo lítið að nota hann, ungfrú Nelly. Þetta var í fyrpta skifti, sem hann nefndi hana ung- frú Nellý, en hún veitti því enga eftirtekt. “Handa mér?” hrópaði hún. Nú voru þau komin að hesthúsinu hans Sandy, og Diek fór af baki og teymdi hestinn inn til hins hestsins. “Lít þú á hann, Nell!” sagði hann hx-if- inn. “Er hann ekki aðdáanlegur?” Nelly leit á hann, og roðnaði og fölnaði á víxl. “ó, en — þetta get eg ekki þegið,” starn- aði hún. Drake Vernon hló. “Hvers vegna ekki?” sagði hann ákafur. “Eitt fyrir annað, ujigfrú Nelly. Þér fáið ekki leyfi til að vera sú, sem alt af gefur. Þér hafið verið svo góðar við mig — farið með mig gins og prins, og þess vegna getið þér ekki meitað að ríða hesti, sem eg á, og sem er að stirðna og deyja af hreyfingarskorti?” Nelly leit af honum á hestinn og af hestin- um á hann. “Mér kemur þetta svo á óvart,” stamaði hún. “Eg ætla að spyrja mömmu.” “Alveg rétt,” sagði Vernon, sem nú var farinn að þekkja “möimnu”. Nelly yfirgaf Dick og Vernon, sem stóðu hjá hestunum og töluðu um þeirra góðu hæfi- jeika. Dick var utan við sig af fögnuði og að- dáun. “Eg hefi aldrei séð fegurri eða betri hesta en þessa, hr. Vemon”, sagði hann. “Eg held pæstum að þessi geti tekið þátt í veðhlaupi.” Hann hafði einmitt unnið verðlaunin við hermanna hesta veðhlaup, og Vemon kinkaði sanfþykkjandi. “Þér verðið endilega að fá svstur vðar til að ríða honum,” sagði hann. Meðan hann talaði, settist hann á rönd hins bratta þjóðvegar, sem lá niður að hafnarkamb- inum. , “Látið þér hestana inn,” sagði hann. “Eg kem að fáum mínútum liðnum.” En mínútumar urðu að klukkustundum. Hann leit hugsandi og utan við sig út á hafið. Hann hugsaði um hið liðna, sem honum fanst vera svo langt, langt í burtu, síðan hann þenna dag sigldi Ajinie Laurie. Svo vaknáði hann alt í einu til meðvitund- ar. Það heyrðist hávaði á hafnarkambinum fyrir neðan hann. Raddir, tilgerðarlegar raddir tízkufólks, ómuðu upp til hans. Hann hreyfði sig órólegur, fylti pípuna og kveykti í henni, sem hann fékk lánaða hjá Dick. Hann heyrði fótatak margra manneskja, sem gengu ppp brekkuna. Eina röddina kannaðist hann við. Hann reykti úr pípunni, lagði annan fót- inn ofan á hinn og beið með döprum svip. Raddirnar færðust nær, og sagði ein af þeim komandi: “Mér dettur ekki í hug að ganga hærra upp. Það er hugsunarlaus krafa að lieimta, að maður skuli ganga upp þessa bröttu brekku. Og svo er líiklega ekkert að sjá hér uppi — er það?” Við að heyra þessa hreimfögru og dálítið þreytulegu rödd — eins og tilgerðar stúlkur yanalega tala — beit Drake Vernon á vörina og roðnaði í kinnum. Hann stóð að hálfu leyti upp, en hné niður aftur, eins og hann vissi ekki hvort hann ætti að ganga með henni, eða vera þar sem hann var; en svo krosslagði hann fætuma aftur, lagði pípuna frá sér og beið rólegur. “Þér verðið endilega að koma alla leið upp að toppnum, lafði Lucille!” sagði draf- andi karlmannsrödd. “Hér er verulega fögur útsjón.” “Eg skeyti ekkert um útsjónir, og eg fer ekki feti lengra, Archie. Eg bíð hér þangað til þið komið aftur, þá getið þér lýst útsjón- inni fyrir mér — en sem betur fer, getið þér það ekki.” Meðan hún sagði þetta, gekk hún fáein fet upp á við og fór inn í opna ferhyrninginn, sem var hvíldarstaður og var til hliðar við tröppu- þrepin, og þar stóð hún skyndilega gagnvart hr. Vernon. Hann stóð upp og tók ofan hattinn, en hún starði á hann undrandi, eins og hún gæti ekki trúað sínum eigin augum. Svo hrökk hún ,við; fallega andlitið hennar stokkroðnaði og fölnaði svo aftur, og hún sagði með lágri rödd, eins og hún vildi ekki láta hann hevra til sín: “Drake!” “Drake!” Hann leit á hana með spyrjandi brosi eins og eitthvað í róm hennar og roða væri þýðing- armikið og hefði sagt hounm eitthvað. “Já, Luce,” sagði hann. “Hvers vegna ert þú komin hingað?” Unga stúlkan, sem ýmist var rauð eða föl, starði á lávarð Drake Selbie eins og hún væri fögur myndastvtta. Hárið var gulgylt; aug- un, sem nú voru galopin, höfðu undrunarsvip blandaðan ótta, Voru dökkbrún á lit, sem per- sónur er ekki þektu hana, álitu benda á djúp-; ar tilfinningar. Hún var mjög grannvaxin, en yndþileg í öllum hreyfingum. Hún var framleidd af náttúrunni — af list og tízku. Önnur tímabil hafa veitt okkur fegurð, sameinaða andríki og sál, með göfugri sómatilfinning og gofugum hugsunarhætti; endir 19. aldarinnar framleiðir tízkstúlkur eins og lafði Lucille Turfleigh. Þær eru frá vissu sjónarraiði aðdáanlegar persónur. Þær eru mjög nettar — með hinni fáguðu fegurð, sem mentun og takmaralaus viðhöfn framleiðir. Það hvílir yfir þeim skært nett yndi — eins og stóru hvítu liljugrasi. Þær geta verið töfrandi; þær líta út eins og þær eigi hreinskilna sál, þær virðast anda frá sér skáldskap og hárri mentun. Þær líða í gegnum lífið eins og rósablóm á yfirborði •straumlítillar ár. Þær eru indælar að líta á þær, skemtilegar að umgangast — þær hafa að eins einn galla — þær liafa ekkert hjarta. Þær hafa fleygt frá sér öllum erfikenn- ingum, eins og menn flevgja frá sér gömlum, ónýtum fatnaði; þær eru svo fágaðar, svo vel siðaðar, svo hámentaðar, að þær hafa ekki lært annað en að lilæja að allri viðkvæmni — þær líta á hana með fyrirlitningar meðaumkun. Það er að eins eitt, sem þær virða mikils, og það er unaðsleg nautn. Þær tilbiðja gull- kálfiim — dansa kringum liann — hann er þeim eitt og alt, af því að eins haun getur veitt þeim lífsgleði og nautnir. Það eru peningar sem nú á dögum stjórna öllu. Þeir geta veitt oss alt: munað, viðhöfn, metorð, vald, stöðu, áhrif— alla fegurð lífsins. Það er sú trúfræði, sú trúarjátning, sem þær innræta liörnum sínum, sem býr í huga þeirra, þó þær tali ekki um ]>að — og það var þessi trúfræði, sem lafði Lucille aðhyltist og var uppalin við. Saga hennar líkist annara heldri stúlkna sögu. Faðir liennar, lávarður Turfleigh, var írskur aðalsmaður. Hann hafði erft nafn- bótina og mörg lönd eða bújarðir, sem hann hafði naumast séð allar, en hann tók lán og veðsetti þær. Allir af ættinni Turfleigh höfðu verið léttúðugir og hugsunarlausir í breytni sinni, en þessi Turfleigli tók þeim öllum fram i eyðslusemi og léttúð. Sem ungur maður var hann nafnkunnur fvrir eyðslusemi. Hver skildingur, sem hann náði frá landeignum sín- um eða lánveitendum, var notaður til allskonar nautna og skemtana, sem hann gat ekki án verið. ^ Hann giftist seint, og lafði Lucille var einkabarn hans. Hann hafði gifst ríkri stúlku og eytt auð hennar, en hún dó áður en hún varð vör við afleiðingar misgrips sín's. Hún skildi Lucille eftir handa. manni sínum, og hún var uppalin samkvæmt venjum hans og lífsskoð- unum. Það var áð eins eitt, sem lafði Lucille virti nokkurs, og það voru peningar. Hún var vanin við að meta velmegan og peninga meira en alt annað, svo að áður en hún yfirgaf barna-, herbergið vissi hún, að liún varð að velja sér auðugann og viðeigandi mann, og í þessu skyni var hún alin npp og tamin. Hún hafði lært að hlæja að öllum tilfinn- ingum og viðkvæmni, og að skoða alla aðdáun einkis virði, ef hún kom ekki frá miljóna eig- anda, að hæðast að ástinni, ef hún kom ekki frá stórríkum höfðingja. Hún hafði tekið próf við skóla höfðingjanna og tízkunnar, ög gert það með heiðri. Fallegri k\rennpersóna en Lucille var ekki til í landinu, og fáar voru yndislegri í framkomu; herramennirnir hrós- uðu henni, listamálararnir keptu um þann heið- ur, að fá að hengja mynd hennar í sýningar- höllina, blöðin gátu um alt sem hún sagði og gerði og um allar sigurvinningar hennar; kon- unlegar persónur brostu með samhygð til þess- arar tízkudrotningar, og ekki ein einasta per- sóna — lafði Imcille síst af öllum — fann til þess, að þessi algerfis fullkomleiki var holt og tómt hvlki án sálar og hjarta, að bak við þessa töfrandi, vndislegu persónu, ríkti sjálfselsk- andi, lélegt og tilfinningalaust eðli. “Drake” sagði hún aftur. “En hvað ert þú að gera hér? Eg hafði emgan grun um—” Hann benti henni að setjast, og þegar hún hafði afchugað sfeinflötinn nákvæmlega settist hún og horfði á liann forvitin, en þó með dálít- illi feimni. Hún leit ‘út eins og fallega máluð mynd, þar sem hún sat við bröttu, rauðu Devon klett- ana og bláa gljáandi sjóinn að baki til. Hún var í úrvals sjóferðafatnaði, og Drake varð ó- isjálfrátb-að dáðst að honum, en liann vissi að þetta var alt hégómi og flysjungsháttur, og að hálfu leyti ósjálfrátt gerði hann samanburð á þessum skrautfatnaði og bláa pilsinu og grys- prjónaða jakkanum, sem Nelly liafði verið í — gaman að vita hve langt er síðan hún fór. Hend- ur og andlit Nellys eru brúnar af sólskininu; lafði Lucilles andíit hvítt og skært eins og kín- verskt iWstuIín. og hendur sínar gevmdi hún í livítum glófum. Á þessu augnabliki virtist honurn liún vera leikmey sem leikur hlutverk í einhverju sjávarleikriti, og í fvrsta skifti síð- an hann hafði kynst henni, athugaði liann hana gagnrýnandi, og þrátt fvrir hinn fagra tízku- búning, vakti hún meiri óvild hjá honum eni aðdáun. “Furðar þig á að sjá mig, Luce?” spurði hann. “Já, auðvitað,” svaraði hún. “Eg hafði engan grun uni að þú værir hér. Eg hefi skrif- að þér — tvisvar sinnum.” “Hefir þú?” sagði hann. “Það var fall- ega gert af þér. Eg hefi ekki fengið bréfin þín, en það er mér að kenna en ekki þér, eg beiddi Sparling að senda mér engin bréf.” Hún virtilst dálítið feimin og gróf í sand- inn með skrautlegu sólhlífinni sinni. “En hvað ert þú að gera hér?” spurði hún. “Og hvað er að handleggnum þínum? Hann er nií í umbúðum.” “Já,” saraði liann kæruleysislega, “eg hefi ferðast um Devon og Sommerset; mér fanst London óþolandi og svo fór eg hingað. Eg ætlaði að skrifa þér, en einmitt þá vap eg ekki í því skapi að eg gæti skrifað nokkrum, ekki einu sinni þér. Eg viltist á einni skemti- reiðinni minni, og þegar eg reið ofan brekku, eg viðurkenni að eg reið kæruleysislega og hugsunarlaust, fældist hesturinn og eg datt af baki. Eg braut handlegginn og meiddi mig á höfðinu. Ó, þú þarft ekki að liræðast,” bætti hann við, til þess að verjast uppgerðar með- aumkun hennar, ~“nú er eg aftur orðinn frísk- __•• 1 * •V1* timbur, fialviður af öllum i Nyjar vorubirgðir tegUndum, geirettur og ai.- j konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og .jáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir | að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limltad HENRY AVE. EAST WINNIFEG Automobile og Gas Tractor Sérfræðisga verður meiri þörf en nokkru sinni áthir í sögu þessa lands. Hv£ ekki að búa si« undir tafarlauat? Vér kennum yður Garage og Traetor vinnu. Atlar tegrundir véla — L head, T head, I head, VaWe in the head 8-6-4-2-1 Cylinder véJar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- maigrneaðferðir. Vér 'höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar eer getið féngið að njóta allra mögulegra æfinga. S’kóli vor er «a .ini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcanhring verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnaista í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. ur og handlegguriun verður brúklegur aftur innan skamms.” “Mér þykir þetta leitt ”, sagði húu og leit snöggvast á hann. “Þú ert þreytulegur og útlitsdaufur.” “ó, mér líður nú vel,” svaraði hann. “En fyrst eg hefi nú &agt þér hvers vegna eg er hér, ert þú máske svo góð að segja mér ástæðuna til nærveru þinnar?” “Eg kom hingað með “Sjóúlfinum”,” sagði hún. “Pabbi er í honum núna. Hann sagði að þú hefðir boðið sér að lána hann — það hefir þú líklega gert — er það ekki?” Drake kinkaði kæruleysislega. “Sjóúlfinn má faðir þinn nota, þegar hann vi‘11,” sagði hann. \ “Nú, pabbi bauð fáeinum persónnm að verða samferða: Sir Archie Walbrooke, frú Horn Wallis og manni hennar og lafði Pir- bright.” Drake kinkaði kæruleysislega. Hann þekti þetta fólk mjög vel, hann hafði umgeng- ist það og eytt peningum sínum handa því. Lafði Lucille hélt áfram með afsakandi róm: “Við fórum fyrst til Solent til að sjá kappsiglingarnar, og þar eð þær voru búnar, virtust allir skemta sér vel, svo pabbi — þú þekkir hann — stakk upp á því, að við skyld- um sigla með fram Devonströndinni. Þetta hefir verið mjög skemtileg ferð; Sir Archie hefir verið mjög fjörugur og frú Horn Wallis hefir líka stutt að því, að gera samræðurnar skemtileg^r. ” “Mér þykir vænt um það, að þú hefir skemt þér, Luce,” sagði hann og leit á fallega andlitið með kaldranalegum svip. “Við höfðum engan grun um, að þú værir hér,” sagði hún, “annars hefði eg skrifað þér, og beðið þig að verða okkur samferða, enda þótt eg haldi að þú undir þessum kringum- stæðum —” Hún hugsaði sig dálítið um, svo sagði hún hálffeimin, sem gerði hana enn þá meira töfr- andi. “Eg sagði pabba, að e'ftir það sem átt * hefir sér stað, væri ekki viðeigandi að lána skip- ið þitt. En þú veizt hvenig pabbi er. Hann sagði, að þó að ásigkomulagið hefði breyst, þá væri tilboð þitt, að lána okkur Sjóúlfinn, ó- brevtt, að þú hefðir sagt honum, að þú ætlaðir ekki að brúka bann á þessum árstíma, og að það væri synd og skömm að láta hann standa ónotaðann. Svo komu þeir mér til — gagn- stætt vilja mínum, því mátt þú trúa — að verða samfeyða, og nú er eg hér, eins og þú sérð. ’ ’ Drake kveikti í pípnnni sinni og saug hana tvisvar sinnum»eða þrisvar. “Egisé það,” sagði hann. “Eg þarf lík- lega ekki að segja þér, að þú ert velkomin í mínu skipi, Lucille, eins og alstaðar þar sem eg hefi vfirráð. Eins og þú segir, er ásigkomu- lagið breytt. Hve mikið það er breytt, hefðu máske brefin þín, ef eg hefði fengið þau, sagt mér. Hvað hefir þú skrifað mér? Ó, vert þú ekki hrædd,” bætti hann við með daufu brosi, þegar hún snéri sér frá honum og risp- aði mynd í sandinn með sólhlífinni sinni, “eg hefi rólegan liuga og get vel þolað það. Eg er fær um að heyra óþægilegar fregnir. Seg þú sannleikaim blótt áfram án til'lits til mín. Þú hefir auðvitað heyrt síðustu nýungina?” Hún leit til hans hornauga, og þrátt fyrir tilfinningaskort hennar, titruðu varir hennar dólítið. “Auðvitað, hver er sá sem ekki hefir heyrt hana? Allir í heiminum vita það. Gifting lávarðar Auglefords birtist okkur öllum eins og þruma, eins og elding frá heiðum himni. Engum hafði til hugar komið að hann mundi breyta svo heimskulega. ” Drake leit þannig á hana, sem hann hafði aldrei haldið að sér væri mögulegt — rólegur og bíðandi. ‘ ‘ Engum hafði dottið í hug, að hann mundi gifta sig aftur,” sagði hún. “Hann er nú orðin gamall maður. Og þú og liann liafið alt af verið góðir vinir. Hann — hann var svo hreykinn yfir þér og þótti svo vænt um þig. Hvers vegna fórst þú að þræta við hann?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.