Lögberg - 19.08.1920, Blaðsíða 8

Lögberg - 19.08.1920, Blaðsíða 8
Bfs. 8 LÖGBERG FIMTUADGINN 19. ÁGÚST 1920 BRÚKIÐ CRofN Safnið nmbúðaoum og Coupoa* fyrir Premíur Or borginni Fiskimannafélagið H. B. O. F. heldur fund í Selikirk Hall, 29. ágúst, kl. 1 e. ih. Hávarður Elíaseon frá West- Jbourne, sem verið hefir á búnað- arskóla fylkisins undanfarandi hélt heimleiðis fyrir helgina. Mrs. Lára Freeman frá Gimli kom til borgar ásamt syni sínum og dvaldi hér nokkra daga. Fögnuður mikill fór yfir borg- ina er það fréttist, að sykur hefði lækkað í verði—um eitt cent pundið, hversu lengi sem stendur. Mr Jón Sigfússon, Lundar Man. kom til bæjarins á mánudaginn. Séra Hjörtur Leo kom til foorg- arinnar frá Lundar á mánudag- inn. Mr. Jóh. Halldórsson kaupmað- ur, Lundar, Man., kom til bæjar- ins á mánudaginn í verzlunarer- indum. Til sölu í Árborg, Man., gott í- búðarhús, fjós og iheyhlaða; inn- girt, gott vatn, einnig fylgja 10 ekrur af landi iþessari eign skamt frá, vel til fallnar til lóða út- mælingar. — G. S. Guðmundsson, Framnes, Man. ÁBYGGILEG IJÓS AFLGJAFI W ONDERLAN THEATRE ----—og------ Vér ábyrgjumst yður varanlega og ósiitna ÞJCNUSTU I Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jatnt fyrri VERK- jj SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. CONTRACT í DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að í máliog gefa yður kostnaðaráællun. Miðvikudag og Fimtudag “Bright Skies” | j j A Brentwood Special Einnig síðasti kapítuli af “Aventures of Ruth” THkOt MAftK.RCOSTCREO Winnipeg Electric Railway Co. Mr. Guðm. Jónsson, Vogar P.O., Man., kom til borgarinnar i byrj- un vikunnar. Björn Methusalemsson, kaup m.aður að Ashern, Man., kom til iborgarinnar á mánudaginn. Mr. F. Snædal, kaupmaður frá Steep Rock, kom til bæjarins um helgina. Mr. Hallur Magnússon frá Lundar Man., kom til bæjarins snöggva ferð á mánudaginn. Mr Loftur Jörundarson skrapp norður að Lundar, Man. til þess að sækja tengdamóður sína, er þar hefir dvalið að undanförnu, þau komu heim á mánudagsmorgun- inn. Mr. Jón Benjamínsson, sem skor inn var upp á almenna sjúkrahús- inu hér 'í horginni fyrir nokkru, er nú orðinn allvel hress, og fór á laugardaginn norður að Lundar til Benjamíns sonar síns. Dr S. Björnsson frá Ártoorg kom til bæjarins um síðustu helgi með islezka konu frá Howardville sem hafði orðið fyrir hryggilegu slysi. Slysið vildi til á þann hátt að sonur konunnar Mrs. Goodman var að skjóta til marks meö kúlu- rifli, og toar móður toans á milli byssunnar og marksins rétt í því að drengurinn hleypti af byssunni og kom kúlan í höfuð konunnar, ^þegar Mrs. Goodman kom til toæj- arins, var hún með fullri rænu og bar sig eias og hetja. Von er um að kúlan náist og konan verði aftur alfrísk. Mr3. Ragnh. Ólafsson, ekkja Böðv. heit. Ólafssonar, var stödd hér í hænum í vikunni sem leið, að heimsækja dóttur pína Mrs. Kater. — Hún var á leið til Glad- stone, þar sem sonur hennar Jón býr, áður en hún fer aftur heim til sín í Alberta. Gefin saman í hjónaband þ. 10. ágúst s.l. voru þau Hjálmur Frí- mann Daníelsson og Miss Hólm- fhíður Johnson. Séra Jóhann Bjarnason gifti og fór hjóna- vígslan fram að heimili bióður brúðarinnar, Mrs. Ragnheiðar Johnson í Árborg. Brúðguminn er sonur þeirra Daníels Sigurðs- sonar og konu hans Kristjönu Jör- undsdóttur, er búa í Grunnavatns- bygð. Dóttir þeirra en systir Hjálms, er frú Jensína kona Gutt- orms skálds á Víðivöllum við ís- lendingafljót. Hjálmur var svo arum skifti í stríðinu. Er hann lærður búfræðingur og er nú í þjónustu stjórnarinnar sem eftir- litsmaður með búskap heimkom- inna hermanna, þeiira er fengið hafa lán úr landsjóði til bújarðar- kaupa og búskapar. Brúðurin er skólakennari, dóttir Ólafs ólafs- sonar Johnson og Ragnheiðar Bjarnardóttur frá Lækjardal í Húnvatnssýslu. Ólafur lézt að heimili sinu, þar sem nú er Ár. toorg, í september 1906. — pau Mr. og Mrs. Daníelsson lögðu af stað ií brúðkaupsferð, strax eftir hjónavígsluna. Framtíðarheim- ili þeirra verður í Áhborg, þar sem Mr. Daníélsson hefir látið byggja gott og vandað íbúðarhús. Séra Jónas A. Sigurðsson pré- dikaði í Fyrstu lút. kirkju í Winni- peg á sunnudaginn var, bæði að morgni og kveldi, af mikilli snild. Hádegis guðsþjóustan var venju fremur vel sótt, en kvöld- guðsþjónustan prýðisvel, eftir þvi sem maður á að venjast um þetta leyti árs. Safnaðar fulltrúarnir hafa samið við séra Jónas um að veita Fyrsta lúterska söfnuðinum prestþjónustu út þenna mánuð, svo hann prédikar bæði að morgni og að kveldi ii kirkju safnaðarins á sunnudaginp kemur 22. þ. m., og líka síðasta sunnudaginn í mánuðinum, þann 29. Á meðan séra Jónas A. Sigurðs- son dvélur hér í bænum, verður hann til heimilis að 766 VictorStr í húsi toerra Árna Eggertssonar, þar sem hann er að finna til við- tals á hverjum degi. Hægt er að ná i hann í talsima, númerið er A. 9502. Kennara vantar. við Riverton skóla no. 587. parf að hafa second eða third class pro- fessional certificate. Kensla byrjar 1. sept. S. Hjörleifsson, skrifari. Jóns Bjarnasonar skóli. Gjöf í ibyggingarsjóð: Óli W. Olafson, Gimli.... $500.00 Gjafir í reksturssjóð: Miss E. Julius, Gimli ..... $10.00 Sveinn Björnsson, Gimli.... 5.00 Mr .og Mrs. H. O. Hallson 3.00 S. W. Melsted, gjáldk. GENERAL MANAGER Vel á stað faricf. pann fyrsta ágúst siíðastliðinn, héldu íslendingar við Mary Hill pósthús kveðjusamsæti þeim hjón- um Mr. og Mrs Björn Johnson, er þar hafa lengi átt iheima, en eru! nú flutt til Lundar toæjar. Sam- ’ sætið var mannmargt og hið á- nægjulegasta í alla staði. Bygð- armenn leiddu heiðursgestina út með vönduðum gjöfum. Var Mrs. Johnson afhent úlnliðsúr af skíru gulli, en Mr. Johnson leðurtaska og skrautbúinn göngustafur. Mörg hlýleg orð voru mælt í garð þeirra hjóna með alúðarþökkum fyrir samveru og nytsöm störf í þarf- ir bygðarinnar. Mr. og Mrs. Johnson biðja Lögberg að flytja öllum þeim, er tolut áttu að sam- sætinu, sem og sanjsveitungum öllum í heild sinni innilegustu þökk fyrir gjafirnar og vináttu- merkin. Mánudaginn þann 25. octóber skal atkvæðagreiðsla fara fram í fylkinu um það, hvort vínföng skuli mega flytja inn í fylkið sam- kvæmt vínsölulögum Canada. At- kvæðisbærir skulu haga sér eftir kosningalögum landsins, atkvæða- greiðsla toyrjar í sveitum kl. 8. að morgni og skal lokið kl. 6 að kvöldi, og úrslitin eiga að gerast heyrum kunn þann fyrsta nóv. Ef innflutningsleyfi er hafnað af kjósendum, verður banntími á- kveðinn með stjórnarráðs úrskurði tovenær 'byrja skuli. — Konur hafa auðvitað atkvæðisrétt í þessu máli jafnt og karlar. Hr. Th. Breckman frá Lundar var í borginni á þriðjudaginn, og lét vel yfir sér og öðrum í sinu nágrenni. Mr. Bergur Johnson, Árborg, Man., kom til toorgarinnar á mánu- daginn og hélt heimleiðis næsta dag. pann 18. þ. m. (miðvikudag) lézt á Almenna sjúkralhúsinu í Win- nipeg Miss Lilja Johnson, skóla- kennari frá Lundar, Man., dóttir Mr. og Mrs. Einar Johnson, er heima eiga þar í bienum, en systir Bergþórs E. Jotonson, lögfræði- nema og þeirra toræðra. Bana- meinið var taugaveiki. Lilja heit- in var að eins 22 ára að aldri, einkar vel gefin. Jarðarförin fer fram sd. 22. þ.m. kl. 2, í grafreitn- um við heimili I. Sigurðssonar, 5 míl. austur af Lundar. Húskveðja að heimili foreldranna kl. 11 f.h. í siíðasta Lögbepgi var minst á samþykt kirkjuþings lí sumar að stofna ibyggingarsjóð fyrir Jóns Bjarnasonar skóla, enn fremur á það drengilega tilboð Árna A. Johnson í MOzart, að gefa í þann sjóð $500 ef aðrir 9 fengjust ti'l að gefa álíka upphæð fyrir árslok. Saskatchewan á toeiðurinn fyrir tilboðið, en fyrstu peningarnir í sjóðin komu frá Gimli. Mr. óli W. ólafsson, sem um margra ára skeið var verzlunarmaður og öll- um að góðu kunnur, nú ráðsmaður á gamalmennaheimilimu Betel á Gimli, gaf á mánudaginn í þess- ari viku fyrstu peningana í bygg- ingarsjóðinn að upphæð $500. Guð veri lofaður, fyrir þann frá- bæra drengskap, sem stendur á bak við þessa gjöf. “Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist”. Honum sé dýrðin um aldir alda. “Á sínum tíma munum vér uppskera, bræður, ef vér ekki letjumst.” Braeður, ekki aðeins io heldur hundrað. pað eru óefað 100 vest- ur-íslendingar, sem hafa nógu mikil efni, ásamt kristilegum áhuga og íslenzku drenglyndi, að þeir vilja gefa $500 hver til þess að skólinn eignist sómasamlegt heimili. Og nú er þörfin jafnvel enn til- finnanlegri en áður var toent á. Eigandi hússins, sem skólinn hefir fimm undanfarin ár notað, hefir nú hækkað húsaleiguna úr $45 upp í $75 >um hvern mánuð. Við vaxandi erviðleika með leigu hússins verður ekki fram- vegis toúið. Já, vér tökum á móti minni gjöfum en $500, en þetta kemst ekki í framkvæmd, nema efna- mennirnir gjöri eins vel og göf- ugustu fátæklingarnir hafa stund um gjört meðal vor. Almáttugur guð leggi folessun sína yfir þessa Ibyrjun, og gefi að hún aukist og margfaldist, öllum okkar lýð til blessunar um ókomn- ar aldir. Rúnólfur Marteinsson. BIFREIÐAR “TIRES” Ooody»>ar os Ðomlnlon Ttroa atiS 4 relSum bðndum: Qotum rtt- v«(a8 hvaBa tesund sem |>ér þarfnlat. A8|ei8un og “VulcsnizlnR’’ sér- atakur gmumur getlnn. Battery aSgarBtr og blfrelSar ttl- bönar tll reynalu, seymda’- og þvacnar. AUTO TIRE VUI.OAVIZINO CO. 308 Cumberland Are. TalH. Garry 2707. OplB ítig og nótL Föstudag og Laugardag Bessie Barriscale “The Luck of Geraldine Laird” Mánudag og prið'judag William S. Hart “Wagon Tracks” Phone: Garry 2616 JenkinsShoeCo. 639 Notre Dame Avenue Síðustu Ágúst byrgðir af Góíu Regnkápunum Vanaverð $10, $12 og $13 Útsöluverð $7.50. Vanaverð $25 og $28 Útsöluverð $18.50. Biðið ekki þangað til rigningin skellur á. White & Manahan, Limíted 500 Main St., Winnipeg — — MRS. SWAINSON, að 696 Sar- gent ave. hefir ávalt fyrirliggj- andi úrvalsbirgðir af nýtízku kvenhöttum.— Hún er eina tel. ikonan sem slíka verzlun rekur I Canada. íslendingar látið Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. Talsími Sher. 1407. Brúkaður viðar “Furnace” til sölu með sanngjörnu verði. Frek- ari upplýsingar fást hjá G. Good- man, 786 Toronto St. ’ ---------------- I Prestafundur verður haldinn í Tilkynning. Eg undirritaður tilkynni hér- með að eg hefi tekið að mér lög- fræðisstarf Jóhanns K. Sigurðs- sonar er lézt 15 júlí síðastl. Held eg áfram lögfræðisstarfi hans á Mr. Edward Johnson Árborg, Man., kom til borgarinnar snöggva ferð fyrri part vikunnar. Séra Sigurjón Jónsson, áður restur að Barði í Fljótum, hefir ú fengið veitingu fyrir Kirkju- æjarprestakalli í Hróarstungu, samt Hijaltastaðar og Eiöa sókn- m og flutt þangað með fjöl- kyldu siína siíðari toluta júnímán- Mr. Kristján Bjarnason um- boðssali, Árborg Man., kom til borgarinnar siðastliðinn laugar dag i vertflunarerindum. Landar góðir! Veitið athygli auglýsingunni frá Walters Studio, sem nú toirtist í blaðinu. Eig- andi ljósmyndastofunnar er ung- frú Kristín Bjarnason, og foefir hún stundað ljósmyndasmíði árum saman. Líklegast er hún eina íslenzka stúlkan vestan hafs, sem rekur slika iðn fyrir eigin reikn- ing. Látið hana sitja fyrir við skiftum yðar. par fáið þér toeztu myndirnar. Pau hjón porbjörn Tómasson g Ágústa Guðmundsdóttir, sem iga heima hér í borg, urðu fyrir ví mótlæti að missa yngsta barn itt Guðmund Gísla Halldór, nærri jö mánaða gamlan á föstudaginn 3. þ.m. Hann var jarðsunginn á íánudaginn af séra Runólfi Run- lfssyni. Hr. G. Sölvason Selkirk Man., hefir tekið að sér það starf, að inn- heimta fyrir Lögtoerg í Selkirk- umdæminu, frá 1. ágúst þ. á. Um leið þökkum vér herra Sam. Maxon sem nú hefur lagt þann starfa niður, fyrir vel unnið verk í því efni. Alt það fólk sem kynni að hyggja á íslandsför um þessar mundir, ætti að lesa vandlega aug- lýsinguna í blaðimi um ferð “Lag. arfoss” frá Montreal í lok sept. mánaðar. Sparnaðurinn við það að ferðast með Lagarfossi, er svo mikill að furðu sætir. Eins og aulýsingin ber með sér, er far- þegjarými skipsins takmarkað mjög og tekur þwí ekki lengi að fylla það. Nú þegar hafa pantað far milli tuttugu og þrjátíu manns Allar frekari upplýsingar gefur skrifstofa Mr. Árna Eggertssonar McArthur Bidg. Winnipeg. Mríj, Th. Hansson frá Langruth Man., kom til bæjarins í síðustu viku, hún kom með tvö börn þeirra hjóna, þau hin yngstu til lækn- inga. Messuboð. Sunnudaginn 22. ágúst, verður haldin guðsþjónusta í Húsavíkur kirkju í Víðinesbygð, kl. 2 e. h., allir velkomnir. Sama dag verð- ur haldin guðsþjónusta >á gamal- mennahælinu Betel kl. 10 f. m., engin guðsþjónusta í Skjaldborg þann sunnudag. Páll Björnsson frá Le Pas, sem dvalið hefir hér í toæ og á Girnli, fór heim til siín aftur í vikunni. Wonderland. pótt iheitt sé í veðrinu og margt fólk úr bænum, þyrpist fólk þó ávalt á Wonderland til að sjá hin- ar ágætu myndir. —Miðviku og fimtudagskvöld er sýnd mynd, sem nefnist “Bright Skies”, með Za Su Pitts i aðallhlutverkinu og ennfremur síðasti kaflinn af “Ad- ventures of Ruth,” þar sem Ruth Holland nær hámarki listarinnar. En á föstu og laugardag sýnir Wonderland hrífandi kvikmynda- leik, sem heitir: “The Luck of Geraldine Laird” og leikur Bessie Barriscale þar aðalpersónuna. Margt fleira er þar einnig að sjá girnilegt t ilfróðleiks. Kennara vantar við Odda skóla r.o. 1830, verður að hafa second class kennaraleyfi. Kenslu tími frá 15. sept. til 15. des., og frá 1. marz til 30. júní. Umsækjendur tiltaki kaup og sendi umsóknir til undirritaðs. A. Rasmusen, Sec.- Treas., Winnipegosis, Man. KENNARA vantar við Brú skóla No. 368, karl eða konu, verður að hafa Second Class kennara bréf. Skóli toyrjar 16. ágúst; tilboðum fylgi skýring um Certificate og hvaða kaupi búist sé við, Skrifið T. S. Arason, Se„ -Treas., Cypress River, Man. Sendið Rj ómann til félagsins sem toezt fullnægir kröfum tímans. pér viljið fá smjörfituna rétt mælda, rétta vigt, hæsta verð og fljót ski'l. Vér ábyrgjumst yður alt betta. 68 ára verzlunarstarfsemi vor er sönnun þess hve vel almenn- ingur hefir treyst viðskiftum vorum. Sendið eftir Merkiseðlunum. er sýndir voru í næsta blaði hér á undan. Vér vitum að yður falla eins vel viðskifti vor og nokk- urra annara samskonar félaga, ef ekki betur. CANADIAN PACKING CO.. Limited Eftirmenn MATTHEWS. BLACKWELL. LIMITED Stofnsett 1852 WINNIPEG. MAN. KENNARA vantar við Egilson S. D. No. 1476, Swan River, Man. frá 1. sept. 1920 til ársloka. Um- sækjendur skýri frá mentastigi og kaupgjaldi og snúi sér til S. J. Sigurdson, Sec-Treas., Egilson S. D., No. 1476, Swan River, Man. Fowler Optical Co. (Áður Royal Optical Co.) Hafa nú flutt sig að 340 Portage Ave. fimm húsum vestan við Hargrave St., næst við Chicago Floral Co. Ef eitthvað er að aug- um vðar eða gleraugun í ó- lagi, þá skuluð þér koma beint til Fowler Optical Co. LIMITKD 340 PORTAGE AVE. sömu skrifstofu að 214 Enderton Selkirk dagana 24,-26. <þ. (Block, 334 Portage Ave., Winnipég Hefst hann klukkan 10 f. .h. að og vinna hjá mér tveir íslenzkir heimili séra N. Stgr. Tfoorláks- lögfræðisnemar’ >eir Björn M’ sonar. Að kveldi sama dags verð-l Paulson Bergthor Emil Jolhn- ur samkoma haldin í samkomu-1 son’ sv0 eg er relðu'húinn að taka húsi ísl. safnaðarins, undir um-,^ mér verk fyrir íslendinga og sjón safnaðarnefndarinnar, sem,mega bréfaviðskifti vera á ís- pllum er boðið að vera viðstaddir. |lenzku- Einnig hefi eg opnað Inngangur verður ekki seldur, en la2askrifstofu afi Arborg Man., og samskota leitað, sem ganga í )'erð >ar annan fjórða fimtudag byggingarsjóð samkomutoússins, * hverjum mánuði. Vonast eg sem verið er að stækka, og verður eftir viðskifturn fstendinga og á- þetta fyrsta samkoman, sem í því byrgist að alt verk skal fljótt og er haldin eftir breytinguna. prír ve* ^endi leyst. prestar og einn lögfræðingur, Vyrðingarfylst flytja þar ræður og margt fleira ' Allan R. Hill, verður þar til fróðleiks og skemt- Lögfr. 214 Enderton Bldg., Wpg. unar. I Phone A 205. Veitið Athygli! “Lagarfoss” kemur til Montreal um átjánda september næstík. — Getur flutt 30 farþega á fvrsta farrými, en 13 á öðru. Siglir væntanlega frá Montreal um mánaðamótin. Fargjald á fyrsta farrými frá Montreal til Réyikjavíkur, kr. 350, en á öðru kr. 200. Fyrsta farrýmis fargjald báðar leiðir, kr. 500, eu á öðru kr. 350. Eimskipafélag íslands KENNARA vantar við Árdal- skóla No. 1292, með annars eða fyrsta flokks mentastig. Kenslu- tími frá 1. sept. til 30. júní. Um_ sækjendur tiltaki kaup og sendi tjltooð til undirritaðs. — I. Ingj- aldsson, Sec.-Treas., Artoorg, Man. Kennara vantar. fyrir Vestri S. D. nr. 1669 frá 2 september 1920, til 24. des. 1920. Usækjendur tiltaki mentastig og kaup. Tilfooðum veitt móttaka til 20. ágúst 1920. Mrs. G. Oliver sec treas. Framnes P. O. Man. Kennara vantar. fyrir Víðir skóla no. 1460 frá 1. sept. þessa árs, til síðasta júní 1921. Verður að hafa að minsta koíti 3. class professional menta stig. Umsækjendur tiltaki kaup og æfingu, og sendi tilboð til undir- ritaðs fyrir 25. ágúst 1920. J. Sigurðsson Sec. treas Víðir Man. Kennari óskast. við Siglunes skóla no. 1399 fyrir •þrjá mánuði, frá 15. sept. til 15. des. Umsækjendur til taki mentastig og æfingu, sömuleiðis kaup sem óskast. Tilfooðum veitt móttaka til 28. ágúst 1920 af J. H. Johnson Vogar P. O. Man. TO YOU SPARID 35% PLÓGUM YÐAR Sérstök kjörkaup á þrí og fjór bóttom Lacross plógum Vér vorum svo hepnir að kaupa inn nokkuð af þessum plógum við sama verði og átti sér stað fyrir stríðið, en slðan toefir þó $100 verið ibætt við verðið 'á hverjum plógi annars- staðar. Vér sendum þá hvert sem vera skal jafnskjótt og pöntun kemur S vorar hendur. $285.00 fyrir fjór-bottom, en $200.00 fyrir þrí-bottom. SendiS hraðskeyti eða hringið upp N 1387 TBACTIONEERS Ltd. 445 MAIN STREET WINNIPEG. WHO ARE CONSIDERING A BUSINESS TRAINING Your selection of a College is an important step for you. The Success Business College of Winnipeg, is a strong reliafole schooi, highly recommended toy the Públic and re- cognized toy employers for its íhoroughness and efficiency. The indvidual att.ention of our 30 expert instructors places our graduates in the superior, preferred list. Write for free prospectus. Enroll at any time, day or evening classes. i Tíí SUCCESS BUSINESS COLLEGE, Ltd. EDMONTON BLOCK—OPPOSITE BOYD BUILDING CORNER PORTAGE AND EDMONTON WINNIPEG, MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.