Lögberg - 19.08.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.08.1920, Blaðsíða 6
BU. i LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST 1920 ÚR“THE IDYLS OF THE KING” , Svik drotningarinnar le Fay Niðurl. Morgan le Fav fékk vilja sínum framgengt, og stóð hún við hvíluna J>ar sem Aá*thur konung- ungur lá tsofandi; en enn þá einu sinni leit út fyrir að fyrirætlanir hennar ætluðu að mishepn- ast, og hjarta hennar fylstist vonleysis gremju. Artliur konungur lá í hvílunni og svaf; við hlið hans lá sverðið Excalibur og hélt hann liend- inni um hjöltu sverðsíns og sá Morgan le Fay strax að ógerningur var að ná því án þess að vekja konunginn. Hún litaðist um í herberginu og sá hvar skeið ar sverðsins héngu við rúmgaflinu og gladdist hún vfir, að ferð hennar yrði þó ekki alveg til ónýtýis. Hún tók skeiðarnar og faldi þær í fell- ingunum á fötum sínum, og fór svo út úr her- berginu. Eftir það var viðstaða hennar stutt hjá nunn- unum, heldur tók hún hest sinn og lagði af stað hið bráðasta. Hún var varla komin lír hlaði þegar Arthur konungur vaknaði, og sá undir e>ns að skeiðarn- ar af sverði sínu voru horfnar. Hann kallaði heimilisfólkið fyrir sig, o& spurði hvort nokkrum hefði verið leyfður að- gangur að svefnherberginu á mf'ðan hann hefði sofið. “Herra,” svaraði forstöðukona klausturs- ins, “það hefir engimi komið hingað nema frænd- , kona þín, Morgan le Fay. Hún beiddi um leyfi að fá að líta inn til )>ín, því hún sagðist ekki mega bíða eftir því að þú vaknaðir.” v Art.hnr konungur stundi við, og mælti: “Það er frænka mín, kona hins trúlynda Sir Uriens sem vill svíkja mig„. Hann bað Sir Ontz- lake búa sig til ferðar >hið bráðasta, og þegar hann var til búinn kvaddi Arthur konungur og lagði á stað ásamt Sir Ontzlake eftir vegi þeim sem Mor- gan le Fay hafði farið er hún fór í burt frá klaustrinu. Þeir félagar riðu hart, og leið ekki á löngu áður þeir kornu þar að sem maður einn sat yfir kúm meðfram veginum, þeir kölluðu á hann og spurðu, hvort hann hefði séð nokkuð til manna- ferða þá um daginn. “Herrar mínir”, svaraði maðurinn, “fyrir örstuttum tíma síðan reið hér fram hjá kona fork- unar fögur, og í för með henni voru fjörutíu ridd- arar.” Arthur konungur furðaði sig stórum á því hvar Morgan le Fav hefði fengið alla þá fylgd- armenn, þvú hann þóttist vrita að það hefði værið hún og engin önnur sem eftir veginum fór. Hann þakkaði hjarðmanninu fyrir upplýs- ingarnar og reið af stað ásamt Sir Ontzlake eftir vegi þeim sem hjarðmaðurinn benti þeim á að konan og riddararnir hefðu farið, og eftir að þeir höfðu riðið um stund, komu þeir út úr skógar- belti sem gatan hafði legið í gegnum, og fram- undan þeim lá slétta mikil, og þar sáu þeir ferða-, fólkið á undan sér, þar sem að það reið í langri lest eftir sléttunni, og glampaði >sólin á skildi og herklæði riddaranna. Og þeir keyrðu hesta sína sporum og hertu eftirreiðina. En svo vúldi til, að þegar Iþeir Arthur kon- ungur og Sir Ontzlake komu út úr skóginum, að Morgan le Fay drotningu varð litið til baka og hún sá mennina og vissi að þjófnaðurinn hefði komist upp og að þeim var veitt eftirför. Hún snéri sér tafarlaust til manna sinna, og bað þá halda áfram ferðinni unz þeir kæmu í dal einn þröngann og grýttan og bíða sín þar. En hún sjálf vék út af veginum og reið sem af tók í áttina til vatns eins, sem þar var ekki langt í burtu. Vatn þetta var einkennilegt að því leyti að engin skepna fékst til að drekka úr því, né heldur sáust nokkrir fuglar svnda á því, eða heyrðust kvaka við strendur þess. Enginn maður visísi hve djúpt það vrar, en það lá þarna og bauð byrgin kyrlátt og flötur þess var sléttur sem spegilgler. Þegar Morgan le Fay drotning kom til vatns- ins, fór hún af l>aki, tók sikeiðar sverð>sins Ex- calibur veifaði þeim yfri höfði sér og tautaði: “Hvað sem um mig verður, skal eg sjá um að Arthur konungur nái þessum skeiðum aldrei framar.” Svro henti hún þeim út á vatnið, og þegar skeiðarnar klufu loftið var eins og eld- glæring sindraði út frá gimsteinum skeiðanna, svo klufu þau flöt vatnsins og sukku, til þess aldrei að sjást framar. Þegar skeiðarnar voru -sokknar, sté Morgan le May aftur á bak heisti sínum, og reið sem hrað- ast á eftir liði sínu, því hún vissi að Arthur kon- ungur og Sir Ontslake mundu ekki vera langt í burtu, og hún óttaðist að þeir niundu ef til vill ná sér áður en hún næði að komast til manna sinna í dalinn. En það varð þó ekki, hún náði til manna sinna áður en þeir sem eftir leituðu komust til dalsins. Hún beiddi menn sína fela sig á bak við stóra steina Sem þar voru vríða um dalinn, og er þeir höfðu g.iört það, brevtti hún mönnunum og sjálf- um sér í kletta, með fjölkvrngi sinni svo enginn gat þekt þá frá hinum verulegu og alþektu klett- um dalsins. , Þegar Arthur konungur og Sir Ontzlake komu í dalinn, lituðust þeir um eftir ferðafólk- inu, en gátu hvrergi séð nein merki þess þótt þeir leituðu um allan dalinn, svo þeir urðu að snúa aftur heim til sín. Eftir þetta sást Morgan le Fay drotning aldrei í Camelot, né heldur leitaðist hún upp frá því við að vinna Arthur konungi neitt grand. Eftir að hún hafði breytt liði 'sínu aftur í sína fyrri mynd, fór hún heim í land sitt og dvaldi þar það sem eftir var æfinnar unz hún, á- samt öðrum drotningum, kom til þess að flytja A(rthur af vestur stríðsvellinum, særðan til ó- lífis. Og 'þótt Morgan le Fay hefði brotið mjög á móti Arthur konungi, reyndi hann samt aldrei að hefna fvrir þau brot. Sverðsins Excalibur gætti Arthur konungur á meðan hann lifði, en skeiðarnar sá hann aldrei framar. Það hefir verið getið um Merlin áður og hvernig hann þjónaði Arthur konungi. Holl- usta hans við Uther Pendragon var óþreytandi og einnig til sonar Arthurs, og átti Arthur honum mikið gott upp að unna. Honum átti Arthur það þakka, að liann naut arfleifðar sinnar. Hann smíðaði öll skip konungsins, og sumir segja að hann hafi gjört höllina að Camelot af fjölkyngi sinni án )>ess að nokkur annar legði þar hönd á verk. Höll sú var hin skrautlegasta, og þar sat Arthur konungur allar helztu veizlur ársins og hátíðir svro sem, jóla, páska og hvítasunnu há- tíðir. Merlin hafði lært fjölkyngi sína hjá'manni að nafni Bleise, hann var fjölkunnugur mjög og átti heima í Northumberland, þeim sama, er skrá- sett hefir æfintýri Arthurs og riddara hans. En þar kom, að Merlin gerðist meistara sín- um meiri að kunnáttu, og notuðu óvinir hans það til þess að telja fólki tríi um, að hann væri ekki af “ menskum mönnum kominn, heldur ætti hann kyn sitt að rekja til undirheima, og jafnvel til myrkrahöfðingjan>s sjálfs. Einu sinni kom Merlin að máli við Arthur konung og mælti: “Sá tími nálgast er eg má ekki lengur þér þjóna konungur, því jörðin mun gleypa mig lif- andi, og mundir þú þá vilja gefa lönd og lausa aura, fyrir að eg mætti aftur hverfa til þín.” Arthur konungur varð hryggur við þessa fregn,og mælti: “Þegar þú sérð hættuna notaðu þá kunnáttu þína til þess að sneiða hjá henni.” “Það er ekki hægt,” svaraði Merlin. Til hirðar Arthurs konungs var komin mær ein sem Vivien hét. Hún var fjölkunnug mjög. — Sumir staðhæfa að hún hafi staðið Merlin framar í þeim fræðum. Hún gerðist Merlin mjög handgengin, og með lipurð og hlýleik sem þó var uppgerð, tókst henni að ná velvild hans og ástúð. En hún þreyttist fljótt á samfélagi við Merlin og fór að hugsa um að losna við hann, og fanst að vegur sinn og orðstýr mundi stórum vaxa ef hún gæti haft ráð manns þe>ss er fjölkunnugastur og ráðabeztur þótti þar um slóðir. Einu sinni kom Vivien að máli við Merlin, og fór fram á að hann færi með sér í heimsóknar- ferð til Ban’s konungs í Benwick og varð hann við þeim tilmælum. Svo var það einn dag er þau voru á gangi saman í landareign Ban’s konungs, að Merlin benti Vivien á stein einn mikinn og einkennilegan sem hann sagði að væri töframannasmíði og var steinn sá listaverk að >sjá. Vivien stakk upp á, að Merlin skyldi ganga í steininn, svo hann gæti betur sýnt sér furðuverk þetta, laust Merlin þá á steininn svo hann opn- aðist og gekk inn, en þegar hann var kominn inn, lbkaði Vivien steininum með fjölkyngi sinni er hún hafði numið af Merlin. Þannig rættist spádómur Merliös um sjálfan sig að haún yrði jarðsettur lifandi. Menn furðuðu sig mjög á hvarfi Merlins við konungs hirðina, því -þeir höfðu enga hugmynd um það sem orðið var unz einn af Round Table riddurum Arthurs konungs var á ferð fram hjá þessum sama steini og heyrði Merlin rekja raun- ir sínar í steininum. Riddarinn bauðst til að brjóta steininn, en það vildi Merlin ekki, sagði, að á einkis manns færi væri að leysa sig frá sínum vandræðum nema Vivien, sem steininum lukti. Þannig komu svik konu þessarar Merlin á kné, og fyrir þá sömu ástæðu stóð Arthur kon- ungur hjálparlaús uppi, þegar hann varð að mæta skapadóm sínum. ---------o-------- Elízabet Fry. Þú hefir máske aldrei komið í fangelsi. Það er óviðkunnanlegt að heyra jámhurðina skellast aftur á eftir þér og vera kominn inn í gerði, sem grjótgarður er alt um kring og upp úr standa járn- gaddar allsstaðar, svo að fangarnir geti ekki komist út yfir hana og þannig náð frelsi sínu. Þeir, sem þetta hafa reynt, skilja, hve ömur- leg eru þessi orð, sem stóðu og jafnvel standa enn í messuforms bókum kirkjunnar, “að þér mætti þóknast að auðsýna miskunn þeim sem í myrkva- stofu sitja” Og það var ósegjanlega miklu verra að vera fangi fvrir handrað árum síðan heldur en það er í dag. Og sérstaklega var það svo fvrir kven- fólk. Þá var þeirra lilutskifti, er fyrir því óláni urðu, svo að orð fá iraumast lýst angist þeirra og kvölum. Konur, sem fyrir rétti höfðu verið dæmdar, hvort heldur að þær voru saklausar éða sekar, og þær, sem hafðar voru í Jialdi og ekki var búið að dæma, mentaðar konur og göfugar, og konur, sem fa'llnar voru jafnvel lægra en skyn- lausar skepnur, voru allar látnar dveíja í myrkva- stofu ásamt ófyrirleitnum og lágt föllnum glæpa- mönnum. Kona ein göfug varði mestum hluta æfi sinn- ar til þess að breyta þessu. Á þeim tíma, þegar ástand það hið hryggi- lega, sem á er minst, átti sér stað, lifði Kvekara- kona, sem Elizabeth Fry liét. Hún var sanntrúuð kona og ávextir trúar hennar komu fram í því, að hjálpa og líkna öðrum. Hún trúði því, að hjálpsemin hefði betrandi áhrif jafnvæl á vont fólk. Hún sjálf hafði einu sinni verið hégómagjörn og léttúðug og hún vissi hve ervritt var að losna við þá lesti og verða góð og alvörugefin. Þegar Mrs. Fry var einu sinni spurð um glæp, sem einhvern mann hafði hent, svaraði hún: “Eg spyr aldrei um glæpi annara, því oss sjálfum er að meira og minna leyti ábótavant.” Hún hugsaði aldrei um glæpi manna, heldur um sálir þeirra. Hún leit í augu glæpamannanna, en aldrei á glæpaferil þeirra. Kona þessi hafði heyrt sögur af fangelsinu í Newgate og beiddi uin leyfi að mega skoða það, sem henni var veitt. Fvrsta skiftið, sem hún kom þar, fylgdi fangavörðurinn henni í gegn um fangelsið. 1 annað sinn sem hún kom þar, fór hún ein, þrátt fyrir það þó fangavörðurinn sýndi henni fram á, hve hættulegt það vræri fyrir hana; og þegar það hafði engim áhrif á Mrs. Fry,^ benti hann henni á, að hún skyldi skilja eftir alt femætt, sem lmn hefði meðfeðis og bætti við: “Eg sjálfur þyrði ekki að fara einsamall inn í þetta vellandi liof svnda og svívirðinga. ’ ’ En það aftraði ekki áformi Mrs. Frv. Hún fór inn til fanganna og fór ein; og hún náði hylli kvenfólksins sem þar var, með því að sýna því samúð og umönnun. Það fyrsta, sem Elizabet Fry reyndi að gjöra til þess að bæta kjör fanganna, var að setja á stofn skóla á rneðal þeirra. En hún átti fremur erfitt uppdráttar með það, því yfirnxenn fangelsisins hlógu að þeirri tilraun og kváðu hana mundu verða með öllu árngurslausa. En Mrs. Fry lét sig það engu skifta og liélt áfram tilraun sinni og náði fastari og fastari tökum, unz skólahugsjón hennar sigraði algerlega. Næst tók hún að venja fangana við þarflega iðju, og aftur mætti hún háði og mótspyrnu yfir- mannanna, og aftur sigraði hún, og iðnaðurinn, sem þetta fólk framleiddi, óx ár frá ári. Það er athugunarvert, að jafnvel góðhjartað fólk og vel hugsandi, heldur því þráfaldlega fram, að ekki sé til neiris að * vera að reyna að hjálpa þeim, sem fallið hafa, til þess að byrja nýtt líf, og þetta er satt að því leyti, að það væri ekki til neins fyrir slíkt fólk að reyna slíkt. Elizaeth Fry var vriss um, að fyrirtæki sitt mundi hepnast og það hepnaðist. Hún trúði. Hún vissi, að guð er góður og að hann mundi leiða til siguns hið góða málefni. Kona þessi var dóttir auðmanns nokkurs og hún var gift auðmanni, svo hún hefði getað lifað liægu og áhyggjulausu lífi. Hún hefði getað sent peninga ti'l þess að hjálpa öðrum til þess að líkna, en notið sjálf hvíldar og allsnægta á heimili sínu. En á hverum morgni, þegar hún vaknaði, hugsaði hún um Hjörtun, sem hryggust slá og tárin, sem tíðast streyma. Hún tók þá að sér, sem lægst voru fallnir. Hún leitaði þá uppi, sem vonleysiskuldinn hafði gagntekið. Svo vér finnum hana um borð á skip- unum á meðal bandingjanna, að biðja fyrir þeim. Sitjandi í myrkvatofu á meðal glæpafólks til þess að lesa fyrir það úr biblíunni, og í klefa kvenna þeirra, sem dæmdar voru til dauða, sat hún nótt eftir nótt til þess að benda huga þeirra og hjarta til hans, sem er vinur allra manna, og líka þeirra, sem mannlífið hefir fótum troðið. Hugmynd hennar um meðferð þess fólks, sem lögin hafði brotið eða framið ranglæti, var sú, að stuðlaætti að því að það versnaði ekki heldur batnaði, að fangelsin væru ekki eða ættu ekki að vera hegningarhús, heldur hús til betrunar. Hennar þráVar að geta sýnt lægst fallna glæpa- manninum, sem til væri, að hann gæti orðið að betra manni, ef hann sjálfur vildi betrast. Að vera kastað í myrkrastofu, er ógurleg hegn- ing. Að verá lokaður inni eins og villidýr, er ægi- leg niðurlæging. En jafnvel inn í fangelsin, sem eru nauðsynleg, getur andi Krists og kærleikurinn komist. Náð og miskunn mannkynsfrelsarans, sem skilur þrautir jafnvel hinfe lægst fallna glæpa- manns, getur friðað hjörtu þeirra og komið þeim til þess að gleyma börmungum sínum. Þetta sannaði Elizabeth Fry og hóf hið fagra lífsstarf sitt á þeim grundvelli. Mikil breyting til batnaðar hefir orðið í sam- bandi við fangelsin í heiminum, en vér ætturn að keppa að því að gjöra þau svo að þau gjöri hvem þann mann, er inn fyrir dyr þeirra koma, heil- brigðan á sál og líkama. Það var hugsjón Elizabeth Fxy, og það er markmið, sem vér og þeir, sem á eftir oss koma, verðum að keppa að. Fílsunginn. Sú var tíðin, þó Iöngu sé liðin, 'ljúflingur, að fílar höfðu ekki rana, heldur svart og digurt nef, á stærð við stígvél, sem þeir gátu hreyft til beggja hliða, en ekki tekið neitt upp með því. En það var fíll,—nýr var hann—fílsbarn var hann—svo frá- munalega forvitinn, að hann var alla tíð að spyrja spurninga. Og sá átti heima í Afríku og fylti alla þá heimsálfu með frámunalegri forvitni. Hann spurði sína háu frænku, strútinn, af hverju stél- f jaðrir hennar væru eins og þær væru en ekki öðru vísi, og sú leggjalanga frænka skelti hann með harðri, harðri hornkló. Hann spurði hinn háls- langa herra, gíraffan, af hverju hann væri flekk- óttur, og sá hávaxni ættingi hans klappaði honum með hörðum, hörðum hófum. Ekki batnaði hon- um forvitnin fyrir það. Hann spurði frænku sína, hina gildu flóðameri, af hverju hún væri rauð- eygð, og sú gilda frænka hans, flóðamerin, skelti liann með breiðum, breiðum hófum. Og hann spurði sinn loðna frænda, apann, af liverju melón- ur væru svona, og sá loðni ættingi hans lagði að honum loðna, loðna lófa. Alt um það batnaði hon- um ekki forvitnin. Hann spurði spufninga um hvaðeina sem fyrir bar, sjón, heyrn, tilfinning, og allar frænfkur og allir frændur flengdu hann. Og ennær hann forvitinn, eftir sem áður! Einn fagran morgun í jafndægrin var það, að þessi óseðjandi fílsungi spurði nýrrar og nettrar sumingar, sem hann hafði aldrei spurt um áður. Hann spurði að þessu: “Hvað hefir krókódíllinn til matar?” Þá sögðu allir: “ uss-isus's!” háum og hrædduin rómi og flengdu hann strax í stað, umsvifalaust, langa, langa, lengi. Seinna, þegar þetta var afstaðið, kom liann þar er fuglinn Kolokolo sat í þymirunni, og sagði við hann: “Pabbi hefir flengt mig, mamma hefir flengt mig, allar mínar frænkur og al'lir mínir frændur hafa flengt mig fyrir óseðjandi forvitni; og enn vil eg vita hvað krókódíllinn leggur sér til munns og matar!” “Þá sagði fuglinn Kolokolo og k\rað við ámát- lega: “Farðu að bökkum hins mikla Limpopo- fljóts, sem er grá-græn-golandi og ismitandi, með sóttartrjám alt í kring, og þar skaltu komast að því.” Næsta morgun, þegar ekkert var eftir af jafn- dægfunum, af því alt far hafði farið að skomu og sköpuðu, þá tók þessi óseðjandi fílsungi vætt af bananas (þær smáu, rauðu) og vætt af sykur- reyr (þann langa, purpuralita) og seytján melón- ur (grænar og stökkar voru þær) og kvaddi alt sitt kæra kunnlið. ‘ Verið þið nú sæl. Eg er farinn á stað til hin's mikla Limpopo fljóts, sem er grá- græn-golandi, með sóttartrjám alt umlxverfis, til þess að fá að vita hvað krókódíllinn hefir til mat- ar.’ Og það flengdi hann alt saman enn þá einu sinni til fararheilla, þó hann bæði það með mestu kurteisi að lxætta. Svo fór hann sinnar leiðar; honum var dálítið heitt, en ekki var hann neitt hissa, át melónur og fleygði berkinum, því að hann gat ekki tínt hann upp. Hann fór þá frá Graham Town til Kimberley og frá Kimberley til Khama’s lands og þaðan í austur og norður og át melónur alla leið, þangað til hann kom að bökkum hins mikla Limpopo fljóts, sem er grá-græn-golandi og smitandi, með sóttartrjám alt í kring, rétt eins og fuglinn Kolo- kolo hafði sagt. (Framh.) -o-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.