Lögberg - 26.08.1920, Side 3

Lögberg - 26.08.1920, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1920. Bts. 3 Nelly frá Shorne Mills. Eftir Charles Garvice. “Það hefi eg alls ekki gert,” sagði Drake rólegur. “Við liöfum eins og þú sagðir, alt af verið góðir vinir. Hann hefi'r alt af verið svo góður við mig síðan eg var drengur — góð- ur og umburðarlvndur. Við höfum aldrei skifzt á ónotaorðum. En þú þekkir frænda minn — þú veizt hve ákafur stjórnmálamaður hann er. ■ Hann er afturhaldsmaður sam- kvæmt gömlum siðum, einn af þessum gömlu hægri mönnum, sem nú munu naumast vera fleiri til. Eg veit ekki hvort þeir hafa rétt fyrir sér eða ekki, eg veit að eins, að eg er þeim ekki samþykkur. Hann bað mig um að taka stöðu í hægri manna flokknum — það var ekki ervið vinna, svo eg hefði getað það. Plestir menn mundu hafa gert það, en eg gat það ekki. Eg skifti mér lítið af meginreglum eða stefnum — hvorki í politik né siðferðis- iegu tilliti — en skoðanir frænda míns get eg ekki samþykt. Eg var neyddur til að neita stöðunni. Hann varð gramur í iskapi og sendi mér bréf með svo hörðum og reiðum orðum, sem eg aldrei á æfi minni hefi heyrt fyr. Svo giftist hann ungri, ameriskri stúlku.” Lucille stundi. “Þetta var heimska af þér”, tautaði hún. “Hv'að gat þetta gert þérf” Drake fylti pípuna sína aftur og brosti beiskjulega meðan hann kveikti í henni. “Þetta er þá þín skoðun?” sagði hann. “Þér finst að eg hafi breytt heimskulega. Máske þú lítir rétt á, en því ver gat eg ekki séð þetta málefni frá þeirri hlið. Eg dró upp fánann minn, svo eg tali hátíðlega, og nú verð eg að dlíða fyrir það. Gifting frænda míns bætir litlum lávarði Anleford við mannkynið í heiminum, að lfkindum.” “Hún er mjög ung“, tautaði Lucille. “Já,” svaraði Drake. “Svo eg ex illa staddur; eg hefi alt af búist við að erfa Ang- lemere og peningana frænda míns, en nú er öll von úti um það. Hann eignast efunarlaust erfingja, sem erfir alt það, sem hefði átt að verða mitt. Eg skrifaði þér og sagði þér frá því, þó það væri ekki nauðsynlegt; en eg áleit \ réttast að segja þér frá öltu, Lucile. Eg efast ekki um að blöðin hafi hjálpað mér með að skýra fyrir þér, að sá maður, sem þú varst heit- bundin, væri ekki lengur erfingi að greifa- dæminu Angleford og peningum lávrarðar Ang- Jefords, en blátt áfram Drake Selbie, sem er einkis virði og sokkinn í skuldir.” Hún þagði og hann hélt áfram: “Eg bað þig um að verða konan mín, Luce, af því eg elskaði þig,” sagði hann. “Þú ert sú fallegasta stúlka, sem eg liefi nokkurntíma séð. Eg varð ástfanginn af þér í fyrsta sinni er eg sá þig — við dansleikinn hjá Horn Wallis. Manstu eftir því? Eg óskaði þess af heilum huga að þú yrðir kona mín; eg óskaði þess innilegar en eg h’efi nokkurs annars óskað á æfi minni. Mansit þú ekki eftir þeim degi, þegar eg bað um liönd þína í Taplow Wood — Þegar við urðum samferða í skóginum í rign- ingunni? Og þú sagðir “já,” og frændi minn varð svo glaður. En nú er alt brevtt. Eg er að eins Drake Selbie með litlar tekjur og miklar skuldir nú liefi eg enga von um að verða lávarður Angleford og eigandi þess, sem því nafni fylgir. Og nú langar mig til að vita hvað þú segir um þessa umbreytingu ? ” Hún gaf honum aftur hornaugia. “Þú hefir þá ekki fengið bréfin nnín?” spurði hún. Hann hristi höfuðið. “Það er mjög leiðinlegt” sagði hún “en það er ekkj mér að kenna. Pabbi — þú veizt eflaust hvað hann liefir sagt og hánn segir máske satt. Hann sagði að — þar eð þú vær- ir nú eyðilagður, yrði hjónaband okkar alveg ómögulegt, að — að trúlofun okkar yrði að rjúfa. Það er sannarlega ekki mér að 'kenna, Drake; þú veizt hve fátæek við erum, og að auð- ugur ráðahagur er mér alveg nauðsynlegur; pabbi er stórskuldugur og við eigum naumast eitt cent af peningum — skuldheimtumenn eru sífelt á ferð til okkar á hverjum degi, og nú verðum við að fara frá London, af því eg gat ekki borgað reikninginn fyrir fötin mín. Það er blátt áfram ómögulegt fyrir mig að giftast fátækum manni. Eg yrði honum að eins til byrðar og pabfú — pabbi líka — þú þekkir pabba. Og svo — svo slkrifaði eg þér, Drake, og sagði að við vrðum að rjúfa trúlofun okkar.” > V Hún þagnaði snöggvast og leit í kring um sig; hún vissi að Drake horfði alvarlegur á sig. “Mér þykir þetta auðvitað leiðinlegt,” bætti hún, “þú veizt að mér þykir svo vænt um þig. Eg held að enginn í heiminum jafnist á við þig — svo — svo fallegur — og alt af svo elskulegur og nærgætinn. En hvað á eg að gera? Eg má ekki breyta á móti vilja pabba og annara. Eg get ekki gifzt þér, Drake.” Hann leit á hana með beisku brosi, og enn þá beiskari svip í augum sínum. “Eg skil þig,” sagði hann, “eg skil þig of- ur vel. Þegar þú sagðist elska mig, elska mig svo afarheitt af öllu hjarta, þá áttir þú við að þú elskaðir Drake Selbie, erfingjann að Angle- ford, hinn tilvonandi eiganda að Anglemere og peningum lávarðar Ánglefords; og nú, þeg- ar frændi minn hefir gifzt og ef til vill eign- ast barn, sem rænir mig bæði nafnbótinni og peningunum, dregur þú þig í hlé. Þú spyr ekki um neitt, þú býður mér enga fórn. Þú hættir við þeíta eins og það sé sjálfsagt, sé eina rétta aðferðin. ” “Þú talar um þetta með líknarlausum orð- um, Drake,” sagði hún og hnyklaði brýrnar. “Eg leiði þetta í ljós á sannan og réttan hátt,” svaraði hann, “þú getur ekki neitað því. “Sá maður, sem situr hér í dag, er allur annar en sá, sem þú varst heitbundin. Hann er að ytra áliti hinn sami, en hann er að eins ekki erfingi lávarðar Anglefords núna. Svo yfirgefur þú hann. þú hefir eflaust rétt fyrir þér. Þannig haga menn sér í þessum heimi, þar sem þú og eg erum uppalin.” “Þú ert miskunarlaus Drake,” tautaði hún og strauk vasaklútnum yfir þurru augun. “Eg segi^að eins sannleikann,” svaraði h.ann, “eg ásaka þig ekki. um neitt. þú ert fædd í sama heimi og eg; við erum bæði fram- leiðsl nýja tímans. Að giftast mér væri mis- grip, sem þú vilt ekki framkvæma. Eg hefi engin önnur ráð en hlýðnast ósk þinni; frá þessu augnabliki erum við að eins vinir — ekki ókunnug — það eru karlar og stúlkur af okkar stétt aldrei. Farðu aftur til Sjó- ttlfsins með Archie og frú Horn Wallis, og fyndu þér betri mann.” Hún stóð upp dálítið föl, en með fullri sjálfstjórn. “Mér þykir vænt um þú tekur þessu svo rólega Drake,” sagði hún. “Þú ert líklega ekki reiður við mig — ert þú? Þú veist hve fátæk við erum. Eg verð að fá mér góðan ráðahag og — og —” “Vertu sæl!” sagði hann. Hann var svo alvarlegur, svo fráhrind- andi og kuldalegur, að sjálfstjórn hennar brást eitt augnablik, hún stóð og horfði ýmist á hafið eða á hörkulega andlitið hins fyrir- litna heitmögs síns. Aftur rétti hann fram hendi sína. “Vertu sæl, Luce,” sagði hann. “Þú hefir veitt mér tilsögn.’ ’ “Við hvað áttu?” spurði hún. Hann brosti. “Þú hefir kent mér, að kvenfólk skevtir að eins um metorð og peninga, og að án þess yfirgefa þær mann. Vertu sæl.” Hún leit hikandi og spyrjandi á hann. “Þið siglið Sjóúlfinum líklega suður á leið?” sagði hann. “Vilt þú gera svo vel að biðja föður þinn að símrita mér, hvar hann verður að finna, það getur verið að eg þurfi að brúka hann, en það verður ekki í bráðina. Það gleður mig að þið getið notað hann. Vertu sæl.” * Hún tautaði “vertu sæll” og gekk hægt ofan þrepin, en Drake fylti pípuna sína aftur. Svo stóð hann skyndilega á fætur, elti hana og náði henni. Hún nam staðar og snéri sér við, en hafi hann búist við að sjá geðshræringu í andliti hennar, þá skjátlaði honum, því svipur hennar, sem nýlega var dálítið hiæðslulegur, var nú glaður og rólegur. “Hinkraðu við eitt augnablik,” sagði hann . “Eg ætla að biðja þig að minnast ekki á það við neinn, áð þúhafir fundið mig liér.” Hún leit á hann undrandi og forvitin. “Að minnast ekki á að eg hafi séð þig hérna?” en endurtók hún. “Aluðvitað ekki ef þú vilt það — én hvers vegna?” “Astæðan finst þér líklega léleg,” svar- aði hann kuldalega. “En tilfellið er, að eg geng hér undir öðru nafni — það hefir svo mikið verið talað um nafn mitt síðustu dag- ana, að mér hefir leiðst það.” “Einmitt það. \Jæja þá skal eg ekki segja pabba frá því — en hverjum á hann þá að sím- rita viðvíkjandi skipinu?” spurði hún. “Hann má senda símritið til Sparling,” svaraði hann. “Afsakaðu að eg truflaði iþig. Vertu sæl.” Hún hneigði sig og tautaði “vertu sæll” i annað skifti um leið og hún hélt áfram. En þegar hún hafði gengið fáein skref stóð hún kyr og hugsaði um hina undarlegu beiðni hans. “Þetta er undarlegt,” tautaði hún, “ætli •liér sé nokkur önnur ástæða? Eg þekki mennina — og Drake er ekki betri en allir aðrir. Nú — það skiftir nú litlu. Guði sé lof að það er aifstaðið. Maður má alt af treysta kurteisi Drakes; hann er of göfugur til þess að þræta eða tala hörkulega við stúlk- ur. Mér þykir leitt að verða að brjóta trú- lofun okkar — og eg óska þess innilega, að frændi hans hefði \ekki drýgt þessa heimsku — því Drake og mér hefði eflaust komið vel saman. En eins og nú stendur — er það eins og pabbi segir, alveg ómögulegt. — Mig furðar að þeir skuli ekki koma, eg er að deyja af þorsta.” Aður en hún var komin ofan á hafnar- kampinn, kom fylgdaílið hennar á móti henni. Allir voru glaðir og ánægðir og skemtu sér yfir því, að Sir Archie liafði skrikað fótur og dottið á sleipu jörðinni, svo hann háfði fengið græna bletti á hvítu bómullarfötin sín, og lafði Lucille tók líka þátt í hlátrinum. “Eg er nú samt sem áður leið yfir því, að eg varð ykkur ekki samferða upp,“ sagði hún. “Það er svo leiðinlegt að sitja alein og hugsa; en máske Sir Archie vilji vera svo al- úðlegur að skemta mér aftur,” sagði hún með saklausum, glaðlegum barnshlátri. ---------o-------- 7. Kapítuli. Drake heyrði hlá|turimn þeirra, þar sem hann sat og reykti pípuna sína og beið eftir því, að ferðafólkið færi, hann beit, á jaxlinn beiskjulega, stundi og yfti öxlum. Litlu síð- ar stóð hann upp og gekk upp brekkuna. Lucille hafði f raun og veru breytt, eins og hann hafði búist við. Hún hafði heit- bundist lávarði Selbie, sem var orðinn arflaus sökum giftingar frænda síns. Hann gat'*ekki búist við Iþví að lafði Lucille Turfleigh mundi standa við loforð sitt undir slíkum kringum- stæðum. En ótrygð hennar féll honum sárt, þó hún gerði hann ekki ógæfusaman. Hann furðaði á því að verða þess var, að það var fremur dramb hans en ástartilfinningin, sem liafði særst. Það er dálítið leiðinlegt fyrir hégómagirnina og sjálfsvirðinguna að heyra það frá þeim kvennmanni, sem maður áleit að elskaði sig, að hún áliti ómögulegt að giftast sér, af því maður hefir mist eigur sínar og framtíðar útlit, og þó að Drake væri ekki í- myndunargjarn, fanst honum þessi reynsla fremur þjáandi. “Hún hefir aldrei elskað mig,” tautaði hann beiskjulega. Hún sagði ekki eitt ein- asta orð, sem benti á sorg. Hún hefði fund- ið til meiri sorgar að verða að missa uppá- haldshest. Þær líkjast hver annari allar sam- an! Guði sé lof að þetta kom fyrir en ekki eftir giftinguna. Nú — eg er nú sem betur fer laus við þær!” Meðan hann talaði við sjálfan sig, heyrði liann kallað: “Hr. Vernon! Hr. Vernon!” Úti í garðinum sem lá eins og hjalli við bakkann, stóð Nelly. Hún hafði tekið af sér hattinn, svo vindurinn gat leikið sér að hrokkna hárinu liennar og augu hennar hlógu glaðlega til hans. “Teið er tilbúið,” sagði hún með skíru, viðfeldnu röddinni sinni, sem hann kunni svo vel við. “Hvar hafið þér verið? Mamma er orðin óróleg og hrædd um yður, og eg hefi átt bágt með að sannfæra hana um, að yður hafi ekkert óhapp viljað til, og að eg hafi ekki skilið yður eftir á hafsbotninam. ” Hann ibrosti til hennar, en bros hans var mjög alvarlegt, og það sá hún. “Hafið þér orðið fyrir óhappi?” spurði hún um ’leið og hún opnaði girðingarhliðið fyrir honum, og saklausu augun hennar litu kvíðandi á hann. “Eruð þér veikur — eða uppgefinn? Já, það eruð þér auðvitað — mér þykir það slæmt. ’ ’ Hann hniklaði brýrnar og svaraði næst- um hörkulega: “Eg er alls ekki þreyttur, af hverju ættí eg að vera það? Hvers vegna haldið þér það?” Nelly varð ofurlítið bilt við. “Mér sýnist þé.r svo fölur og þreytuleg- ur,” svaraði hún lágt og með svo blíðum róm, að hann fyrirvarð sig. “Já, eg er máske_ dálítið þreyttur,” svar- aði liann afsakandi óg strauk hendinni um ennið, eins og liann vildi slétta hru,kkurnar, sem lafði Lucille hafði framleitt. “Aftur- bata',maðurinn vðar er dálítið óþolinmóður, ungfrú Nelilv —- þér verðið að fyrirgefa hon- um,” “Það er ekkert að fvrirgefa.” svaraði hún róiega. “Það er hugsunarlaust af mér, að láta yður vera svo lengi úti, og eg verðskulda ónot- * in, sem mamma sagði við mig. En nú verðið þér að koma inn og drekka te, — annars sneypir mamma mig enn þá meira.” Þau gengu inn í dagstofuna, þar sem frú Lorton sat mikillát við teborðið, og þegar hún hafði fengið hann til að setjast á hægindastól- iun, byrjaði liún strax: . “Það er hugsunarlaust af Ellinor að láta yður vera svo íengi úti; þér hljótið að vera þreyttur. Eg veit hve þreyttur maður verður, eftir að hafa verið veikur, og minsta áreynsla getur verið liættuleg—viljið þér ekki ofur lítið af konjaki í teið yðar, hr. Vernon? Að eins ein teskeið getur stundum haft ósegjanlega fjörg-, andi áhrif. Ekki? Eruð þér alveg viss um það? Og hvað er það sem Richard segir mér um tvo hesta? Hann kom áðan þjótandi inn og ruglaði eitthvað um tvo hesta, sem hann hefði sótt til Shallop.” Drake leit upp, utan við sig á svip. “Já, það eru mínir hestar; eg mátti til að fá þá liingað, þeir voru að eyðileggjast af hreyfingarleysi. Eg varð að fá þá til beitiland- anna hérna og svo einhvern til að ríða þeim, má- ske Dick og ungfrú Nellv vilji vera svo væn að hreyfa þá?” ’ Nellv hló lágt. “Þetta er hyggileg aðferð til að koma þessu í framkvæmd, mamma, er það ekki? En eg hefi sagt hr. Vernon, að eg geti ekki þegið þenna greiða hans. Það er alt annað með Dick—” “Hvað er það, sem er alt annað með Dick? Hvað talar þú svo djarflega um mig að mér fjar verandi?” sagði ungi maðurinn, sem kom inn og settist við teborðið. “Þér megið ómögulega ■láta þessa uppgerðar mótstöðu villa yður sýn, lir. Vernon. Þetta er gamla sagan um Richard þriðja, sem neitaði veldisstólnum. Á morgun situr Nelly áreiðanlega á hestinum—er það ekki satt, Nell? Og þér verðið að búa svo vel um handlegg yðar, hr. Vernon, að þér getið orðið lienni samferða á liestinum vðar. Hún verður máske ekki svo mikillát að neita ókunnum manni að fylgja sér — eg meina vður — en hún skeyt- ir ekki um hin hvgnu ráð bróður síns og rekur nefið upp í skýin, sem eg ávalt segi henni að sé þarflaust, þar eð það snýr áður nægilega mikið upp á við.” Nellv leit á frú Lorton, sem brosti með um- urðarlyndi og tígulegum svip eins og drotning, sem á að ráða fram lir vandasamri spurningu. “Ef hr. Vernon hefir verið svo alúðlegur að bjóða að lána þér hest, væri það óþakklátt og benti á siðmenningarskort, að neita því, EIK- nor,” sgði hún. “Sjáðu nú,” agði Dick. “Þér ber að þakka fyrir tilboðið, Nell—en eg held þú lærir aldrei fagra siðu—þó þú á endanum lærir má- ske að ríða. Sáuð þér skemtiferðaskipið, hr?” sagði hann við Drake. Drake kinkaði kæruleysislega. “Það var verulega fallegt skip,” sagði Dick aðdáandi. “Á því hefir eflaust verið heldra \T ✓ • .. 1 • timbur, fialviður af öUum Wyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og ai.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og .jáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limitad HENRY AYE. EAST WINNIPEG Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví ekki að t>úa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Vatve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- maignsaðferðir. Vér höfum einnig Autonwbile og Tractor Garage, hvar oér geitið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sa eini, sem býr til Batteries, er fuJlnægja kröfum tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnaista í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT MOTOR SCHOOL, -Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. fólk; eg mætti sumu af því uppi á bakkanum. Það var mjög skrautlega ‘klætt. Þú hefðir átt að sjá það, mamma!” bætti hann við. “Þú hefðir án efa virt það samkvæmt verðskuldun, en eg gat ekki annað en staðið og glápt á það. Það var áreiðanlega tigið fólk—því eg talaði við einn af bátsmönnunum. Skipið heitir “Sjó- úlfurinn”; þekkið þér hann, hr. Drake?” “Eg hefi heyrt talað um hann,” svaraði Drake. “Eg hefi gleymt nafni skipseigandans, sem bátsmaðurinn sagði mér — en það er mjög tig- inn maður. Það var fjöldi af tízku og nafn- bótafólki nleð skipinu. Einn hét Sir Archie og lávarður og lafði Turfleigh—faðir og dóttir — þau þekkið þér máske?” “Já, eg hefi heyrt talað um þau,” svaraði hann. “Má eg mædast til að fá annan tebolla, frá Lorton? Þökk fyrir. Siglingaferðin hefir aukið lyst mína. “Mér þykir vænt um það,” sagði frúin. “Turfleigh! Eg hefi heyrt eða séð það nafn e-inhvers staðar.” “Afsakið,” greip Drake fram í fyrir henni, “ef Dick er l)úinn með teið sitt, vil eg feginn fara ofan í hesthúsið og líta eftir hestunum.” “Já—komið þér,’” sagði Dick ákafur. Frú Lorton horfði á eftir manninum, þeg- ar Imnn gekk út með Dick. “Ellinor, hr. Vernon hlýtur að vera vel- niegandi,” sagði hún ígrundandi og með á- nægjulegt bros um munnvikin. “Þrír hestar! Hefir þú tekið eftir skyrtuhnappnum bans? Það er svört perlsa, sem hlýtur að hafa kostað mikla peninga, og yfir allri persónu hans hvíl- ir nokkuð—nokkuð, sem þú, kæra Ellinor, skil- ur ekki eða tekur ekki eftir, en sem er eftirtak- anlegt fvrir mig, sem þekki heiminn. Var hann ánægðnr með sjóferðina í morgun?” “Já, það held eg,” svaraði Nelily hugsun- arlaust. Hún horfði á eftir háa manninum, sem gekk ofan brekkuna. Frú Lorton hóstaði lágt, og bros hennar varð enn þá ánægjulegra. “Hann gat ekki fengið betra né hollara pláss,” sagði hún, “og eg treysti því, að hann hugsi ekki um að vfirgefa okkur, fyr en hann er heilbrigður. Eg verð gð vekja eftirtekt hans á því, hve vænt okkur þykir um að hafa hann hér, og hve mikið nærvera hans fjörgar okkar öm- urlegu og einmanalegu tilveru.” Nellv hló lágt. “Mér finst hr. Vernon ekki vera mjög fjörgandi,” sagði hún, “að minsta kosti ekki alt af,” bætti hún við, er hún mnndi eftir he glaður hann var á Annie Laurie. “Þér skjátlast algenlega, Ellinor,” sagði frú Lorton fremur hörkulega. “Eg álít hr. Vernon mjög skemtilegan og viðfeldinn mann, og eg mun sakna hans mikið. Eg vona því að þú gerir alt hvað þú getur til þess, að gera veru hans ‘hér eins þægilega og unt er, og koma hon- um til að dvelja hér sem lengst. Þrjá hesta hefir hann—” hún hóstaði á bak við hendi sína af gömlum vana,— “hefir hann — hum — ‘hef- ir hann talað nokkuð um stöðu sína og tekjur, Ellinor?” Nelly roðnaði og hristi höfuðið. “Nei, mamma,” sagði hún dálítið gremju- lega. “Hvers vegna ætti hann að gera það? Við erum ekki forvitin.” “Auðvitað ekki!” svaraði frúin. “Eg hefi máske gallá, en forvitni er ekki meðal þeirra. Mér datt í hug að harin hefði máske minst á sjálfan sig og fjölskyldu sína, og um—hum— um fjárhag sinn.” Aftur hristi Nelly höfuðið. “Ekki eitt orð,” sagði hún. “Og eg er ekki forvitnari en þú, mamma. Hvað kemur það okkur við, hver hann er eða fjölskylda hans? Að fáum dögum liðnum fer hann og við sjáum hann að líkindum aldrei aftur.’” Meðan hún sagði þetta yfirgaf hún glugg- ann og fór að syngja; frúin hlustaði á ungu, fögru röddina hennar brosandi.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.