Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. R E Y NIÐ Þ AÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 33. ARGANGUR WfNNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 2. SEPT, 1920 NUMER 2&36 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Haft er eftir Gooderham, þeim er lengi hefir búið til Whiskey í þessu landi, að nú sé það sund lok- að,hann sé búinn að búa til sein- ustu flöskuna sem búin verði til í hans áfengisverkstæðum, enda ekki sagður alveg á nástrái, karl- inn. Einhver braut sig inn í miðstöð H. N. W. M. P. í Montreal, og hafði þaðan á burt með sér yfirhafnir og annan klæðnað, sem talið er eitt hið mesta dirfskuverk, að bekkjast til við þá þaulæfðu löggæslumenn. Eitt stóra félagið, Waterloo Kerosene Tractor Company hefir verið dæmt til þúsund dala sektar fyrir að segja rangt til um tekjur sínar eftir kröfu Dominion stjórn- ar að sögn, hver sök sýnist útgerð hafa verið fyrir politi réttinum hér í borginni, ef trúa má því sem á prent er sett þar um. Sendiherra Breta í Ameriku, Sir Auckland Geddes opnaði sýning- una í Toronto fyrir helgina og sagði í ræðu sinni, að ekki litist sér brautin slétt sem framundan væri, en eggjaði fólk til að taká við höggum og skellum án þess að láta það á sig bíta. “En minnist þess, að efnaleg velgegni ein út af fyrir sig getur aldrei gert neina þjóð mikla,” mælti hann. Ekki væri unt að einangra sig, heldur yrði að taka þeim usla og ánauð sem veröldinni væri samfara og bera sig vel, hvað sem á gengi. Til þess þyrfti andlega hreysti og efnalegan undirbúning ekki síður. Kormflutningar eru nú byrjaðir austur á 'bóginn. Á hverjum degi fara lestir hlaðnar korni af nýskornum ökrum, gegnum Winni- peg borg. pað ihveiti sem hingað til hefir flutt verið, er úr Mani- toba en rúg úr Alberta fylki. Ef veður helzt eins gott og að undan- förnu, ibyrjar kornflutningur fyr- ir alvöru í næstu viku til korn- myllu stöðva fyrir austan bæinn, en mestu flutnings annir standa árlega yfir seinni hluta september nánaðar. Pað lítur út fyrir, að efna eigi til herflota fyrir þetta land, ef satt er það sem í fréttum er haft, að þrjú skip verði send hingað til lands sem upphaf að byrjun á flota. Skipin eru nefnd Aurora Patriot og Patrician. peim á að fylgja eitthvað af neðansjávar- bátum, að sögn Ekki tilgreinir fréttin, hvort keypt séu fyrir iandsins hönd, eða send hingað af Bretastjórn til varðhalda og strandgæslu, né hvort um það hef- ir verið beðið, og þá ekki af hverj- um. Til þess að boða trú í þessu landi hefir safnast fast að mil- jón dollara í trúboðssjóð meþó- dista undanfarið ár. Biskup Mennonita í Sask., nefnd ur Franz Harder, er sagður dæmd- ur til 10 dala sektar fyrir brot gegn skólalögum þess fylkis. Hann neitaði að borga og kvað hafa verið dæmdur í fangelsi. Borgarstjóri í Toronto, hefir gengist fyrir því, að matsölum þar í borg skuli stefnt, sem sannir verði að sök um fjárdrátt og sett út menn til þess að sanna með hvaða prísum matvörurnar eru seldar; ætlar sér að sögn, að láta svifta þá verzlunar leyfum, sem gera sig seka í óhæfilegum fjár- drætti. Hon Arthur Meighen, stjórnar- formaður, hélt ræðu í Toronto, þar sem einn hinna nýju ráðgjafa sækir til kosninga. Hann sagði ýtarlega frá afrekum Borden- stjórnarinnar og talaði langt og lögmannlega um þá sakargift að hún ihefði spilf verði. “Bændur í Colchester”, mælti hann, “hafa kveðið upp úr um það, að spillmg Unionista stjórnarinnar væri sem sterkur óþefur fyrir vitum alþýðu- manna í Canada.” pví til andmæl- is gat hann þess að einungis ein sakargift í þá átt hefði verið borin íyrir fjármálanefnd á þingi, í hverri bændur og liberalar ættu sæti ekki síður en Unionistar og þeirri sakargift hefði hrundið ver_ ið, sem ástæðulausri. Foringi bændaflokksins, Crerar, hefði ver- ið meðlimur Union stjórnarinnar meiri hluta þess tíma sem hún sat að völdum, og mundi líklega segja, ef aðspurður, að ekki vissi hann um neina “spilling”. Meðlimír bændaflokks á þingi væru með öllu ókunnugir svo kallaðri “spill- ing” með því að þeir hefðu aldrei hreyft því máli á þinginu. peir vissu ekki um neina spillingu, ella kynnu ekki að svifta af henni blæjunni á þingi. Hvort sem væri, þá mundi varla verða mik- ið lið að bæta einum bónda til í hóp þeirra. Stjórnarformaðurinn kvað fast að því, að ibrautir landsins væru reknar með rögg og viti og fyrir utan “Politics” og svo skyldi og verða framvegis. Um tollana talaði hann mikið, að færa þá upp til að vega upp á móti útgjöldun- um landsjóðs. Meðal annars gat hann þess, að tollur á áhöldum til akuryrkju hefði numið rúml. 20 per cent, þá hveitiprísinn var 75 cent, en nú er hveitiverðið væri yfir 2 dali, næmi tollur á áhöldum bænda að eins ríflega 14 percent. Hann kvað útgjöld landsjóðs kom- in upp í 350 miljónir árlega, en tollana niður í 23 per cent á toll- uðum varning að meðaltali. Hann virtist vilja miða tekjurnar við útgjöldin, sem nú er alltítt. Eldur geysar í skógunum ná- lægt Banff, Alta, hafa sumir ver- ið slöktir. Um tjón af völdum eldanna er ekki getið. í Windsor Ont., eru svo margir fangar flestir sekir um vínbanns- iagabrot, að þeir. komast varla fyrir í fangelsunum. peir verða að standa upp á endann og sofa til skiftis, ella sofa standandi. Gamall maður andaðist í feygð Galiciumanna nálægt Gimli og var læknir sóttur svo seint, að hann varð ekki að liði. Sá lét ^sér grunsamlegan þykja dauðdag- ann og synjaði dauðavottorðs. Eigi að síður var karlinn jarðað- aður. En grafinn var hann upp síðar og líkið skoðað og vitni yf- irheyrð. Síðan var það að strák- ar tveir barnungir voru teknir fastir fyrir að hafa hent grjóti í þann gamla, og af þeim áverkum er hann fékk þar af, á hann að hafa sálast. Sagt er að strákarnir hafi kannast við að þeir hafi hent í karlinn, af því hann hafi lagt til þeirra. Hópur Amerikumanna, auðugra að sögn, hafa verið á ferðalagi um vesturland og keypt mikið af jörðum. peir spáðu því, að um 100,000 Amerikumanna mundu flytjast hingað næsta ár og fara að búa hér, með því að vesturland- , ið væri hið girnilegasta og dæileg- asta til að stunda búskap í. Lögfræðingar hafa fund með sér í Ottawa þessa daga við for- sæti Sir James Aikins, fylkis- stjóra sem er formaður atvinnu- félags lögfræðinga í landi þessu. peir fylgja því, að meira samræmi verði í löggjöf hinna einstöku fylkja í landi þessu, og líka að fylkin verjist of nærgöngulli í- hlutun landstjórnarinnar á sviði löggjafarinnar. Tillaga var gerð um, að fylkin kæmu sér saman um, að orða lög sín öll á sama veg um samskonar atriði, oig hafa sem mesta samvinnu í löggjafarstarfi. Fulltrúar frá stjórnum hinna ýmsu fylkja teljast hafa setið fund þenna. Bretland f fréttum er sagt að konungur láti skamta mat í sínum aðseturs- stað, Balmoral höll vegna hárra prísa á matvöru, sem gengur jafnt yfir heimafólk og aðkomumenn; átta lóð af sméri og álíka af sykri má hver fá á dag, átta lóð af keti stórgripa eða kinda og tvö af asti, þar með teljast liðlega tvö lóð af soðinni sætu, en um vökvun þegir fréttin að öðru leyti, hvort hún er skömtuð. Á Egyftalandi hefir verið órói að undanförnu, sem haldið var niðri meðan stríð stóð, með harðri hendi. Um tilhögun stjórnar þar í landi hafa Bretar haft ráða- gerðir síðan, með ýmsum forkólf- um hinna egipsku þjóðernisum- brota, sem sagt er að hafi leitt til þeirrar niðurstöðu, að þeir egipsku fái fríari hendur til sjálfstjórn- ar en áður. Bretastjórn hefir tilkynt Banda- ríka stjórninni að endurgjalds verði leitað af Breta hálfu fryir átta stórskip pýzkra, er Ameriku- menn slógu eign sinni á, meðal hverra var skipið Imperator, er notað var til að flytja hermenn Bandaríkjanna frá Frakklandi, að stríði loknu. Skipadeild Bandaríkj- anna hélt þessum skipum út af áþví að allmörg skip tilheyrandi Standard Oil félagsins, lentu í höndum Breta, tekin af þeim í pýskum höfnum, að því sagt er. Stjórn Bretlands hefir sent her- skip nokkur til borgarinnar Danz- ig, að gæta hagsmuna brezkrá manna, en ekki til íhlutunar í ó- friði, að öðru leyti, að sögn. Bresk- ir verkamenn leggjast hart á móti hernaði og hóta alsherjar verk- falli, ef ekki verði látið að orðum þeirra í því efni. Á því stjórnin bága aðstöðu, er Frakkar skakka leikinn með krafti gegn Bolshe- vistum og heimta liðsinni Bret- anna í jþví efni, en mikill hluti landsmanna stenduy því í mót. -----o------ Bandaríkin Eldur kviknaði þar sem North- land Pine Lumber Company hafði trjáviðarkesti í Minniapolis. Brun- inn olli skaða sem metinn er til miljónar. Lýst er því, að ef Repúblíkana- flokkur kemur sínum manni að, muni uppsettur verða dómur í deilum milli allra þjóða. í því efni hefir mikið gert verið af nafn kendustu lögvitringum af ýmsum löndum á síðasta missiri. Af hálfu Ameriku manna hefir Mr. JEliuh Root starfaði í því máli. Sagt er að járnbrautarfélög í Bandaríkjunum ætli sér að mæta kauphækkun þeirra sem á braut- um vinna, nýlega um garð geng- inni, með því að fækka brautar- þjónum. Til að mynda er þess getið um Pennsylvania járnbraut- arfélagið, að það hafi sagt upp 12000 mönnum, helzt þeim er tekn- ir voru meðan stríðið stóð og mest var að gera. í erfðaskrá sinni gaf auðkýfing- urinn Vanderbilt, sem nýdáinn er, ýmsar gjafir er námu meira en 13 miljónum dala; listaverk ýms gaf hann listasafninu í New York, háskóla sem ber nafn ættarinnar gaf hann fjórðung miljónar en dóttursonum tveim miljón hvor- um. Ekki eru menn neins vísari hve miklu auður karlsins nam, er mestallur gekk til sona hans. í tilefni af einhverri rannsókn viðvíkjandi fjárdrætti hefir hinu stóra verzlunarfélagi Marshall F’ield verið stefnt til að leggja fram allar sínar viðskiftabækur til skoðunar. Talið er að kjósendur kvenn- kyns í Bandaríkunum séu 26,883- 566, en af karlkyni teljast atkvæð- isbærir 29,577,690. Ekki þykj- ast kosningafróðir vita, hver áhrif þessi mikli viðauki við kjósenda- tölu muni hafa á ladnsmálin, en margir fagna þessari nýbreytni og telja mikinn sigur unninn fyr- ir jafnrétti og viðreisn ánauðugra hjá þjóðinni, pg mest sé í það var- ið, að kvennþjóðin hafi öðlast þessa réttarbót með stríði og erf- iðismunum, en ekki fengið hana að skenk, með því að þar við hafi þeim bfezt vísdómur og þrek. pær konur sem barist hafa fremstar í flokki fyrir atkvæðun- um segja að réttur þessi hinn nýji veiti konum færi til að leggja á sig meira verk og meiri ábyrgð í þarfir þjóðarinnar. Bandaríkja stjórn lætur rann- saka í kyrþey hvernig á stendur um innræti og fyrirætlanir Wrang els hershöfðingja, áður en hún lætur uppi hvort viðurkenna skuli stefnu hans og það vald sem hann virðist hafa í suðurparti Rúss- lands. Bolsheviki stjórn hefir sent til Washington ýtarlega greinar- gerð um skilmála fyrir friðargerí við Pólverja, hvar segir, að þeir séu því samþykkir, að austurpart- ur Póllands skeri úr með atkvæða- greiðslu hvoru ríkinu þeir vilji tilheyra, því pólska eða rússneska. Express félögum í Bandaríkj- unum hefir leyft verið að hækka flutninga gjald um 12 per cent, sem sagt er að nemi yfir 30 miljón dölum árlega á öllöm þeim flutn- ingi sem félögin annast. Stálskip svo mörgum hundruð- um skiftir, ætlar stjórnin að láta selja. pau voru smíðuð til flutn. inga í stríðinu. Svo er að sjá, sem mjög sé fast- lega sótt nú á dögum að leita að olíu í jörðu, enda eru fréttir tíð- ar, að olíu uppsprettur hafi fund- ist til og frá, bæði í Canada og Bandaríkjunum. Fjörutíu og tvö gufuskipafélög í New York, hafa fundin verið sek af sambands dómi um laga- brot þeirrar artar, að hafa sak- næm samtök til að hefta og spilla viðskiftum, þar með talin öll hin stærstu sem skip eiga í förum. Hvaðanœfa, Verkamenn í Píntsch á Prúss- landi eyðilögðu allmikið af loftför- um og hergögnum, er þaðan átti að \ sendast og afhendast stórveldun- um fjórum, sem herfang. Verka- menn þessir þóttust vita, að her. gögn þau mundu ætluð Pólverjum til styrktar þeim í stríðinu móti Bolshevistum á Rússlandi, eða létu í veðri vaka að þeir tryðu því. pó víða hafi kraumað í heimin- um upp á síðkastið, er svo sagt, að hvergi hafi iharðari viðureign staðið en á Ungverjalandi, þar sem ilokkar hafa rutt hver öðrum frá völdum og oiSÓtt hverir. aðra. Seinustu fréttir herma, að líklegt sé að konungsstjórn komist þar á aftur, þýkir það vænsta ráðið út úr vandanum, og muni franska stjórnin fylgja því. Marskálkurinn Foch tjáist hafa í hyggju að koma hingað til Can- ada næsta vor. Til þess að örfa fólksfjölgun af barneignum, hafa sum héruð á Frakklandi heitið verðlaunum hverjum kvenmanni, sem eignast fleiri en þrjú, 200 dölum fyrir hvert. Sagt er að til Berlin hafi safn- ast mikill hópur Bolslhevista stór- auðugra, er búa á dýrum og dæi- legum stöðum, koma á dýrustu skemtistaði með fríðkvendum skrautlega búnum og gljáandi af gimsteinum. Eftir þeim er haft, að glæsilegt gleðilíf eigi sér stað í Moskwa, með leikjum og látalát- um, en vant sé að sjá, hve lang- an aldur það eigi, með því að bændurnir vilji hafa keisara- stjórn en verkamenn ýfist viS þvingunar erfiði. Um sjálfa sig segir þetta glyslífisfólk, að fólkið í Rússía hatist við sig, enda sé það líkast þeim er fengið hafi stóran arf eftir auðkýfingsstjórn- ina, og eyða honum án þess að sjást fyrir. Soviet stjórnin á Rússlandi hef- ur samið frið við ríki Armeniu- rnanna í Litlu Asiu. Foringi nokkur í Mexico hefir gert uppreisn móti þarverandi stjórn, með 400 illa vopnuðum mönnum. Ástæðan var, aS sögn, að hann gerði stjórninni reikning til kaups fyrjr miklu fleiri rnenn,, var þá skipað að koma með þá til liðskönnunar, hvar viS honum varð svo hverft, að hann gerði uppreisn. ------o------ Þjóðernismál Vestur- Islendinga. Einhverstaðar Ihefir verið bent á það fyrir stuttu, að býsna hljótt væri um tilraunir þær, sem gerðar hafa verið með Vestur-lslending- um til þess að vernda og útbreiða þjóðerni þeirra. petta er hverju orði sannara. pað er ef til vill of mikið sagt, að enn viti ekki allir landsmenn hér Til Sigríðar Scheving. Kveðja frá kvenfélagskonum Vídalínssafnaðar. Þar nætursólin vakir yfir vogum, Og vöggu barnsins hreyfir fjalla iblær, Þar bvlgjan deyr með djúpum andartogum, Við daggartárum jarðarblómið hlær : Með hjartað fult af ást og æskuvonum Við Islands móðurhjartað fæddist þú, — Og festir trygð við einn af Islands sonum, Við áa frægð og mál og feðratrú. Þú, ein af hinum allra beztu konum, Sem ættarjörðin Vesturheimi gaf, — Þú átt enn fangið fult af kærleiksvonum Og fórnarstyrk, — er margir nutu af. Þú kona, móðir, kristna félagssystir, Þitt kyrra líf og heita bamatrú Það sýnir oss að enn þeir verða fyrstir, Sem elska bæði Guð og menn sem þú. Að eiga fangið fult af æskuvonum, Að fæðast upp við móðurjarðar skaut. Það dulmagn erfa er dylst með góðum konum,— 1 dagrenning að halda svo á braut Og fylgja sól—að sólarhvarfsins löndum, Úr sólargeislum vefa dagsins lín, Aið enda líf á kyrrum kærleiks ströndum 1 kvöldsins ró, — er æfisagan þín. Jónas A. Sigurðsson. A ferðalagi mínu barst mér bréf frá ágætri konu í kvenfélagi Vídalínssafnaðar í N. D. Var til þess mælst, að eg sendi tvö eða þrjú erindi er syngja mætti í kveðjusamsæti, er halda átti, undir lok ágstmánaðar, Einari Scheving og konu hans, við burtför þeirra vestur á Kyrrahafsströnd. Er- indin áttu að vera frá kvenfélagskonum til frú Sig- ríðar. Ferðbúin voru þau suðurferðar er fregnin um samsætið, haldið 22. ág., barst til Winnipeg. ÍYrir þá s'kuld er Lögberg vinsamlega beðið að skila þeim hlutaðeigendum, með þessum skýr- ingum. J.A.S. af því, að beggja megin Atlants- hafsins hafa fslendingar hafist handa til þess að tryggja þjóö- ernistaugarnar. En hitt mun ekki of mælt, að mikill þorri manna mun líta svo á, að hér sé ekkert alvörumál á ferðinni, sem nái til allrar þjóðarheildarinnar. En þetta er mikill misskilning- ur. íslendingum hérna megin hafsins getur ekki staðið og má ekki standa á sama um hvað verð- ur um fimtung allrar þjóðarinnar. Pað væri hraparlega að verið, ef þjóðernisbandið væri ekki traust- ara en það, að stærra þjóðarbrot- inu gilti einu, þó hið minna hyrfi í botnlaust þjóðahafið vestræna. þessari þjóðernis varðveizlu landa sinna vestan hafs. Og þeir gera það bezt með því að kaupa og lesa tímarit það, þjóernisfélagið gefur út, og ætlað er að flytja greinar um andleg málefni, tungu, bók- mentir og alla samúðarviðleitni beggja þjóðarbrotanna. Og jafn- framt með því, að efla ætternis- bandið milli Vestur- og Austur- íslendinga. Og jafnfámenn þjóð og vér, hefir ekki getu til þess að glata fimtung sínum, sem ef til vill er kjarnbezti hluti hennar. pví til Ameriku fóru ekki alt af ■mestu aukvisarnir. — ísafold. Elliró. Ellin fær svo umsýslað, að eyðist fjör og kraftur; sökumst eigi þó um það. petta bætist aftur. Mönnum þó sé hulið hér hvað við muni taka, efa eg síst að yfir mér andar hollir vaka. Engu kvíða ættum vér, örlaga kyrrist særinn, þegar komið yfir er andans landamærin. Helg þar Ijómar lífsins sól, lokin dimm er gríma, upp þá renna andleg jói eilífs friðartíma. Helju grand ei hræðast ber, harm þótt skapað f ái; stormi lík hún æstum er yfir veiku strái. Hvað sem oss að höndum ber, huggun bezta gefur, von um líf sem eilíft er; alla sorg það kefur. Menn þó hrífi heljar klær, heims og firri auði, eitt er víst að engann slær eilífur kvaladauði, pótt vér heimi hrökklumst frá hót ber ei að lasta; óðara munu allir þá, elli'belgnum kasta. S. J. JóhannesHSon. Byggingarsjóður Jóns Bjarna- sonar skóla. Sólin sendir ýlgeisla sína til hinna sofandi frækorna á vor- morgni, og sólargeislinn með yl sínum og kærleiksríkri iðni vinn- ur um síðir á. Fræið lifnar og dafnar, og sýnir þakklátsemi sína til sólargeislans með útbreiddri, angandi fegurð. Einhverjir menn, sem vísindi ,iðka, halda því fram, að Loftið sé fult af skeytum, að vér gætum >ess vegna fengið óteljandi skeyti ef vér að eins hefðum tækifæri til >ess að veita þeim móttöku. MargvíMegar þarfir mannanna penda út skeyti sín um hjálp. parfirnar eru að leita að hjörtum, sem vilji veita boðberum þeirra viðtöku. Nytsamar þarfir finna vanalegast göfug hjörtu. pá eru Sem betur fer, er þetta heldur ekki alþjóðarálit. pað sýnir fé- lagið “íslendingur”, sem stofnað var hér á síðastl. vetri og hjálpa á íslendingum vestan hafs til þess að verjast áhrifunum vestra, sem þurka vilja út þjóðernissvip- inn og létta undir með þelm í því að halda við andlegu samneyti við móðurlandið. Og skiftir það mestu máli í þessu efni, að íslendingar sjálfir vestan hafs, munu hafa brennandi áhuga á því að við halda þjóðern- iseinkennum sínum og halda lif- andi náinni viðkynningu milli þjóðarbrotanna. Undir því er lika alt komið. Væru þeir fúsir á að tínast í mergðina vestur þar, innlimast og gleymast eftir nokkra mannsaldra, þá getum við hérna megin lítið eða ekkert gert til að afstýra fþví. En nú hefir það sýnt sig að ís- lendingeðlið er enn snarlifandi í þeim. Og það hefir jafnframt sýnt sig, að þeir vilja mikið gera, til þess að halda því eðli vakandi og geyma það eftirkomendum sín. um, svo það þurkist ekki út. Og það er þjóðernis skylda okkar, að mæta þeim í þessari baráttu og leggja þeim það lið, er vér megum bezt í té láta. petta er því meiri nauðsyn, sem nú er óvenjulega öflug Ihreyfing vakin í Ameriku til þess að bræða öll þjóðarbrotin þar saman og steypa þau í ameriskt mót. pessi hreyfing er fram komin m. a. vegna þess, að alinnlendir menn munu hafa séð fram á það, að hin mörgu og ólíku þjóðábrot voru að eflast og mynda sérstæðar heildir. Iíefir áður verið nokkuð skýrt frá þessari hreyfingu hér í blaðinu. En nú vilja þeir hinir sömu fella alt inn í sömu heildina, rjúfa öll þjóðernis takmörk og þurka út er- lendan svip. fslendingar hérna megin hafs- ins ættþ því að fygja með athygli Frá Islandi. Náttúrugripasafninu fiskotnað- ist fágæt gjöf á sunnudaginn. pá færði Joh. Obermann hinn holl- enski og frú hans safninu tígris- dýrsfeld, er þau höfðu haft með sér sunnan frá índlandi. Innbrot var gert í Hljóðfæra- hús Reykjavíkur um helgina. Var þar stolið um 20 krónum í pening. um og einhverju af vörum. Lög- reglan leitar að sökudólginum. Landlæknir G. Björnsson er ný- kominn úr eftirlitsferð til Vest- mannaeyja. Var honum haldið heiðurssamsæti af eyjarskeggjum. Landlæknir segir afskaplega mik- inn fisk kominn á land í Eyjunum og yfirleitt almenn velmegun manna.. Silungsveiði í pingvallavatni hefir verið með minna móti í sum- ar. Bændur þar eystra segja að veiðin minki árlega og er senni- iega um að kenna hinni miklu murtuveiði úr vatninu á haustin. Fyrra laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ásta ólafsdóttir (heitins Sveinssonar gullsmiðs), og Magnús Erlends- son gullsmiður. Enn fremur Carlotta Albertsdóttir og Jón Bjarni Helgason verzlunarmaður. Póstbifreið gengur nú að Garðs- auka á hverjum fimtudegi >og flyt- ur hún farþega auk póstsins. Til pingvalla fer bifreiðin fastar ferðir á hverjum laugardegl með póst og farþega og auk þess á þriðjudögum þegar nógu margir farþegar gefa sig fram. Eru fargjöld með póstbifreiðunum meira en þriðjungi ódýrari en með öðrum. þær eins og skeyti, sem finnur móttökustöð, eða geisli, sem vekur til lífs. Hugsunin um það, að Jóns Bjarnasonar skóli eigi ekkert heimili, að hann hafi verið starf- ræktur í 7 ár í heimilsleysi, að hann er líklegast eini lúterski skólinn á þessu meginlandi, sem svo er ástatt fyrir, hlýtur að koma til svo góðhjartaðra manna sem Vestur-íslendingar eru, með krafti til að snerta hjörtun. pörf skól- ans á heimili sendir skeyti sín út um alla söfnuði vora. pau skeyti geta ekki annað en náð til göfugra hjartna. Einn göfugur drengur með gott hjarta hefir bæzt við í hóp þeirra, sem lofað hafa $500 í byggingar- sjóðinn eða gefið. pann sem bæzt hefir við, má eg eíkki nefna öðru vísi en “vin skólans í Minnesota”, en þó eg megi hér ekki nefna nafn hans, er það réttnefni, það orð sem hefir verið notað til að tákna hann, því hann er sannur vinur þessa málefnis, og orðið “vinur” hefir djúpa og fagra merkingu. pökk sé þessum drenglynda vin, og vonandi feta nú margir í fót- spor hans. Göfugir, kristnir Vestur-íslend- ingar, sem guð hefir blessað í svo rikulegum mæli, 'bæði í stundleg- um og andlegum efnum, pörf Jóns Bjarnasonar skóla á heimili, svo brýn og óhjákvæmileg, sem hún er, sendir skeyti til yðar. Leyfið þeim boðberum að ná hjartarötum yðar. pá verður ekki fjárskortur í bvggingarsjóðinn. Og þá blómg- ast og blessast Jóns Bjarnasonar skóli. . Lifi vestur-íslenzk hjartagöfgi! Saskatóhewan, Nýja ísland og Minnesota hafa riðið á vaðið. pörfin sendir skeyti sín til allra. R. Marteinsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.