Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1920. Bta. S Nelly frá SKorne Mills. Eftir Charles Garvice. “Ellinor hefir mikið farið fram þessar síðustu viikur,” tautaði hún, “og eg býst við að sumum mönnum lítist vel á liana. Eg er viss um að hann er ógiftur, annars hefði hann minst n konu sína — hann hefði ekki getað forðast það, þegar eg talaði við hann í fyrsta skifti. Þrír hestar — hum — Ellinor lítur vel út. Eng- inn getur liaft sterkari löngun en eg, til að stofna hjónaiband, sem mörgum konum er þó gjarnt til;,en það væri sannarlegt lán að koma lienni fyrir í góðar hendur. Nei, hann má ekki hugsa um að yfirgefa okkur, fyr en hann er alheilbrigður, og það verður ekki fyr en eft- ir nokkrar vikur.” Drake gekk ófan að hesthúsinu með Diek, til að líta á hestana, og öðru hvoru leit bann út um dyrnar eftir Sjóúlfinum, sem leið með hægð um sjávarflötinn. Var liann að syrgja stúlkuna, sem sveik hann? Langaði hann til að vera ú skipinu hjá vinum sínum, og taka Þátt í hinu hugsunar- lausa spaugi og meiningarlausu gleði? ITann vissi það naumast sjálfur; hann hélt sig syrgja þessa fögru stúlku, sem hafði svikið hann, en hann var ekki viss um það. Frá beitilandinu hins vegar heyrðist kindarjarmur, kýr kallaði á kálfinn sinn; tjörulykt frá hesthúsinu lagði út, lítii suínarþoka huldi bakkana, sem að no'kkru leyti umkringdu liiminbláa hafið. Það livíldi friður yfir Shorne Mills — friður, sem hafði huggandi áhrif á manninn, er var svo þreyttur af heimsglamrinu. Eitt augnablik gleymdi hann sorgum sínum — handleggs- meiðsli sínu — skuldunum og kvíðanum og hcnni, sem hafði svikið hann. Svo heyrði hann alt í einu fallegu röddina hennar Nelly. Hvað söng hún? “Þótt ár séu liðin — heitt ann eg þér — seg, manstu eftir — eða gíeymt heör mér?’ Ilörð beiskja réðist á þann, og hann tílutaði: “Þær eru allar eins — engils andlit, en stálhjarta og rödd. Guð varðveiti mig fyrir þeim! ’ ’ 8. Kapítuli. Nokkrar vilcur liðu, handleggur Drakes var nú næstum jafngóður, en enn þá var hann í Shörne Mills. Friður og fegurð þessa pláss töfraði hann og tafði burtför hans. Hann var svo þreyttur af heiminum og öllum vonbrigðnnum, isem hann liafði orðið fyrir, og hann hrylti við að liugsa til meðaumkunar vina sinna, því hann vissi að þeir mundu aðallega .aumkast yfir sér og hreyttu kringumstæðunum. Veðrið var indælt, loftið ilmandi, og að því er skemtanirnar snerti, þá voru það siglinga- ferðir á Annie Laurie og skemtigöngur langs með hafnarkampinum, með pípuna í munnin- um, hlustandi á spjall sjómannanna, sem hann tók stundurú Jiátt í, og að veita ungfrú Nelly tilsögn í, hvernig hún ætti að liaga sér á baki hestsins. “Þér þarfnist ekki mikillar tilsagnar,” sagði hann fyrsta daginn, sem þau urðu sam- ferða ríðandi — það var áður en honum var albatnað í handleggnum, ^g frú Lorton fylti loftið með kvíða sínum fyrir óhultleik hans. “En það eru fáeinar bendingar, sem eg held eg geti gefið yður, og sem muni gera yður að full- kominni reiðstúlku.” “Er ekki fullkomin, býsna kjarnyrt!” sagði Nelly. Hún snéri andliti sínu að honum. og hin unga, fjörlega fegurð þess óx við hið geisl- andi bros, sem lék um varimar og dansaði í augum4hennar. Hann leit á hana með aðdáun án þess að svara strax.” “Þér eigið mjög hægt með að verða full- komnar,” sagði hann svo, “þér hafið alla hags- muni — æsku, heilbrigði, krafta og meir en nóg af kjarki.” “Eg ætti að hneigja mig og þakka fyrir hrósið,” sagði Nelly með hægum hlátri. “En það er því ver ervitt að hneigja sig á hestbaki. Verið því svo góður að gera yður ánægðan með 'kinkun.” Hún kinkaði kolli gletnislega og brosandi. “En þér megið alls ekki spjara bend ingarnar yðar. Eg vil fegin læra og eg skal vera hlýðin og auðmjúk.” Hann hló, eins og hann hefði gaman af einhverju. “Ungfrú Nell, eg get ekki hugsað mér yð- ur hlýðna og auðmjúka,” sagði hann. “Hald- ið þér taumunum dálítið nær hálsi hestsins — já, svona. Þá eigið þér hægra með að herða á þeim ef hann rasar — sem hann gerir naumast á þessum vegi. Og réttið betur úr yður — svona\—nú getið þér látið hestinn ganga eins og hann vill.” Nelly kinkaði. “Þetta er indælt”, sagði hún. “Það er gott að fá að vita dálítið. Mér þætti gaman að geta riðið eins fallega og þér. Það er eins og þér og hesturinn sé eitt.” Hann var dálítið vandræðalegur yfir þessu hrósi. ^ “Ó, eg hefi riðið alla æfi mína,” sagði hann, undir allskonar kringumstæðum og á allskonar hostum — þá venst maður því smátt og smátt. Látið hann nú fá lausa taumana, þá skulum við láta þá brokka spottakorn.” Þau voru nú komin upp á hæðina og riðu eftir veginum langs með litlu heiðar bersvæði, og eftir að hafa athugað fögru persónuna við hlið sína, benti liann henni að ríða út á bersvæð- ið. Meðan þau riðu þannig á hægu stökki, varð Drake hugsandi og utan við sig. Fegurð lands ins, blái himininn, hreina, bjarta loftið, alt þetta hafði huggandi áhrif á hann. En hann fór að hugsa um hvers vegna hann í raun og veru væri enn þá kyr á þessum afskekta stað, og hvers vegna hann gerði sig ánægðan með þá litlu skemtan, að kenna ungri stúlku að sitja á hesti og halda taumunum rétt. Hvers vegna var hann ekki á Sjóúlfinum, sem lávarður Furtfley hafði skilið við Sout- hampton höfninni, eða í Skotlandi með ein- hverjum af þeim óteljandi ferðafélögum, sem liöfðu boðið honum að koma með sér, og þar sem hann væri velkominn gestur — eða, hvers vegna var hann ekki að klifra í Alpafjöllunum, rrieð einu eða öðru Alpafélagi. Þannig riðu þau þegjandi yfir liið marg- lita bersvæði, sem krákurnar flugu krunkandi yfir, eins og þær kveinkuðu yfir hve einmana- legt plássið var. Nelly var Hka hugsandi, því þó að henni væri v^tt tiisögn í að ríða, var hún of góð reiðmær til þess, að hugsa eingöngu um að stjórna hesti sínum. • Hafði lnin ekki riðið yfir þetta svæði á liálftömdum smáhesti án söðuls og með snæri _í stað beizlis. Hún hugsaði um vikurnar sem liðnar voru síðan maðurinn, sem reið við hlið hennar, féll af hestbaki rétt við fætur hennar, og hún furð- aði sig á hve ánægð hún hefði verið þessar vik- ur. . Pað hafði naumast liðið nokkur dagur án þess hún og hann hefði orðið samferða á skemti- göngu, eða verið á siglingu bæði tvö, eða setið * og talað sgman á skipabryggjunni. Hún end- urkallaði í huga sinn fyrstu siglingaferðina á Annie Laurie; eftir það- höfðu þau siglt henni mörgum sinnum, og hann hafði verið svo alúð- legur, svo skemtilegur, að hún var farin að skoða hann sem gamlan vin, eins konar annan Dick. Stundum var hann alvarlegur og þögull, næstum því ömurlegur; en vanalega var hann fjörugur og vingjarnlegur, rólegur og um- hyggjusamur, sem eðlilegar og blátt áfram ung- ar stúlkur, eins og Neliy virða mikils. Meðan liún reið við hlið hans, leit hún á fallega andlitið, sem var svo alvarlegt og hugs- andi. og hún reyndi að gera sér grein fyrir því hvað það væri, sem gerði hann svo ígrundun- arsaman. A/lt í ein snéri hann sér að henni. “Nei þér þurfið ekki mikla tilsögn,” sagði hann brosandi. “Þér riðíð ágætlega. Með dálítilli æfingu — ef þér að eins munið að halda taumunum dálítið lengra frá yður — verðið þér eins góð reiðmær og lafði Lucille.” “Hver er lafði Lucille?” spurði hún. Hann varð dálítið vandræðalegur eitt augnablik. “Ó, hún er alkunn reiðmær af viðhafnar- fólki,” sagði hann kæruleysislega. “Eg er mikið upp með mér,” sagði Nelly. “Og eg er yður þakklát fýrir tilsögnina. Eg vona að þér haldið áfram að veita mér tilsögn, enda þótt yður finnist eg vera góður nemandi.” Hann leit alvarlega á hana. Nú var sá rétti tími til þess, að segja henni frá því, að hann ætlaði að. yfirgefa S'horne Mills. “Eins og eg sagði, þarfnist þér ekki mik- illar tilsagnar,” sagði hann; “en eg vona að þér leyfið mér að vera með yður á skemtireið- um meðan eg er hér. Nú verð eg bráðum að fara.” “Verðið þér?” spurði hún. Kvennfólk lærir miklu fyr en menn að stjórna rödd sinni, og rödd hennar var fremur kæruleysisleg, eða í öllu falli viðeigandi kvart- andi. Hann kinkaði. “Já, eg verð því ver að yfirgefa Shorne Mills.” “Fyrst þér vilj'ið það nauðugur, hvers vegna farið þér þá? En hvers vegna segið^ þér í rauninni, því ver?” spurði hún enn þá kæruleysisleg. “Já, mér er nauðugt að 'yfirgefa Shornfe Mills, af því mér hefir liðið svo vel liér,” sagði hann, og neyddi hestinn til að brokka. Hún leit til hans, um leið og hún lét líka sinn hest brokka. “Hefir yður liðið vel hér? Hafið þér verið glaður? Það er undarlegt. Þetta er svo kyrlátt, eyðilegt og afskekt pláss.” “Það er máske einmitt þess vegna,” sagði hann. “Eg þrái alls ekki að koma aptur til London — til heimsins.” Hún leit á hann björtu, saklausu augunum sínum, og hann mætti augnatilliti hennar allra snöggvast; svo leit hann aftur á bersvæðið brúnaþungur. Það er eins konar töfran við plássið liérna,” sagði hann. “Það er svo fagurt og kyrlátt, en í London er mikill hávaði, gaura- gangur og —” Hann þagnaði. Hún lét hestinn sinn brokka hægt. “En verðið þér ekki glaður yfir því að fara héðan?” spurði hún. “Það er svo leið- inlegt hér fyrir yður. Þér eigið efiaust marga vini, sem verða glaðir yfir að sjá yður og þér yfir því að sjá þá.” Hann brosti dálítið háðslega. “Vinir?” sagði hann beiskjulega. “Hef- ir úokknr marga vini? Mér þætti gaman að vita hve margir af kunningjum mínum verða glaðir yfir því að sjá mig. Þeim mun finn- ast ]iað skemtilegt að vorkenna mér.” “Að vorkenna yður? En hvers vegna?” spurði hún og leit til hans undrandi. Drake boit á vörina. “Ó, — eg hefi verið dálítið ólieppinn þessa síðustu tíma,.” sagði hann. “Það þykir mér mjög leitt,” sagði Nelly. Hann liló beiskjulega. “En það er ekki meira en eg mátti búast við — gleyinið nú ekki því, sem eg hefi sagt yður um taumana — já, þannig þetta er rétt.” “Eru það fjárhagsleg óþægindi?” spurði hún hálfhrædd. “Þegar fólk er óheppið. virð- ist mér það altaf vera eitthváð með peninga.” Hann kinkaði. “Eg hefi mist dálítið af peningum síðustu tímana,” sagði hann, og forðaðist að segja nánar frá. “Og — og nú verð eg að fara frá Shorne Mills.” “Mér þykir það sorglegt,” sagði liún með barnslegu hreinskilninni sinni, án þess að gera tilraun til að dylja sorg sína. “En — við — við höfum næstum vanist því að skoða yður sem emn af okkar hóp. Þykir yður leitt að fara héðan?” Hann leit í sfeklausu augun hennar og hnyklaði brýrnar dálítið. “Já, mjög leiðinlegt,” svaraði hann. “Það er eins og eg sagði, eitthvað töfrandi við þetta pláss — það er svo friðsamlegt, svo fagurt, svo afskekt — svo langt frá heiminum sem eg hata.” “Sem þér hatið? En hvers vegna hatið þér hann ?” spurði hún. Hann beit aftur á vörina. “Af því hann cr falskur,” svaraði liann. “Enginn karl eða kona hugsa það, sem þau segja, eða segja það sem þau hugsa.” “Hvers vegna viljið þér þá fara þangað aftur?” spurði hún. “En allar manneskjur í London geta ekki verið svo slæmar og falskar,” bætti hún við liugsandi. • ^ “Ó nei, — raunar ekki allar,” svaraði hann. “En eg hefi líka verið óheppinn í kunningjavalinu — eins og Yoltaire segir. Hann leit aftur utan við sig yfir land- svæðið. Hann var að hugsa um spurningu hennar: “Hvers vegna viljið þér þá fara þapgað aftur?” Það er þó heimskulegt að hugsa að liann yrði kvr í Shorne Mills. Þetta rólega lif hafði verið liolt og viðfeldið, hann hafði verið f jörugri og sterkari nú, en i mörg undan- farin ár. “Maður er ekki alt af sinn eigin hús- bóndi, ” svaraði hann eftir litla þögn. Nelly leit á liann. “Eruð þér það ekki?” spurði hún kvíð- andi. “Eg hélt að þér væruð .alveg frjáls og gætuð gert hvað þér vilduð —” Hann hló beiskjulega. “Vitið þér hvað eg ætlaði að gera, ef eg væri alveg frjáls, eins og þér haldið að eg sé, ungfrú Nelly?” spurði hann. “Þá skyldi eg kaupa ejna af þessum bújörðum —” hann benti á eina af þeim minstu með fátæklegum húsum, sem stóðu við hlið engjanna — “og eyða þar því, sem eftir er af æfi minni, borða skyr og reka kýr og svín út á beitilandið.” Hun hló. “Eg get ekki ímvndað mér að þér gerið það,” sagði hún. “Nú — þá get eg keypt mér bát og farið að veiða fisk.” “Það væri miklu betra,” sagði hún og kinkaði. “En stundum er veðrið afarslæmt. Eg hefi séð kvennfólkið standa á hafnarbryggj- unni og klettunum, starandi út á sjóinn í storm- inum með náföl andlit, bíðandi eftir feðrum sínum, mönnum og unnustum.” ‘ ‘ Enginn kvennmaður mundi fara að kvíða fyrir mér,” sagði hann. “Haldið þér þá ekki að við, mamma og eg, mundum kvíða forlögum yðar í ofsaveðri?” sagði hún. Hann leit til hennar, en augu heniiar voru saklej*sisleg, og ekki hið minsta dekur í brosi hennar. !!/• .. 1 • tknbur, fjalviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegu^um, geirettur og al»- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ----------------- Limftad-------------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEtí Automobiie og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví ekki að foúa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Valve in the foead 8-6-4-2-1 Cylinder vólar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Autoraóbile og Tractor Garage, hvar oer getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er «a eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum tímans. Vulcanteing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan foátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa O'ss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. já, fjölskyldan er góð við liana — ekki af því að hún þurfi að umgangast þetta hefðarfólk — þér munið eflaust ungrfú Nelly, að hún er barnfóstra — og að frúin . er of fín kona til þess, að vilja skifta sér af börnunum nema lít- ils háttar. Það er mjög tígin fjölskylda sem hún er hjá, ungfrú Nelly — hún hefir afar tigna nafnbót — og þangað kemur svo margt heldra fólk næstum daglega. Emma segir, að þar séu næstum alt af gestir, er dvelji þar þangað til seint á kvöldin. Emma var svo djörf í seinasta bréfinu að biðja mig að flytja yður kveðju sína og segja, að hún voni að fá að sjá yður, ef þér komið til London. ” Nelly kinkaði vingjarnlega. “Það er ólíklegt að eg komi til London,” sagði hún, “en ef eg skydi gera það, þá skal eg heimsækja Emmu.” Konan horfði forvitnislega á Drake, og hann skildi vel þýðingu augnatillits hennar, en að því er virtist vissi Nelly ekki um þýðingu þess. “Er þetta maðurinn, sem dvelur lijá ykk- ur, ungfrú Nelly?” sagði konan. “Eg vona að yður sé að ibatna í handleggnum, herra minn?” Drake svaraði vingjarnlega, og þegar Nelly var búin að tala við tvær ungar stúlkur, sem höfðu nálgast liana hálf feimnar, stóÖ hún upp. “Kæra þökk fyrir mjólkina og kökurnar, frú Trimble. Við vorum svo svöng, var það ekki, hr. Vernon?” “Jú, það vorum við áreiðanlega,” sagði Drake. Frú Trimble geislaði af ánægju. “Þér vitið ungfrú Nelly, að þér eruð alt af innilega velkomnar, eg vildi helzt þér kann- nð hingað á hverjum degi. Það er indæll hestur sem þér ríðið.” “Já, er hann ekki fallegur?” sagði Nelly. “Hr. Vernon á hann, og hefir verið svo góður að lána mér hann.” “Þökk fyrir. En þá yrði eg að hætta við að vinna fyrir tilveru minni með fiskiveiðum,” svaraði hann glaðlega. “Eg gæti ómögulega ábyrgst að orsaka frú Lorton meiri kvíða, en eg hefi þegar gert.” “Eigum við að láta hestana fara á stökk aftur?” spurði hann litlu síðar. “Við getum riðið til bóndabýlisins þarna,” hún benti á hús- þak, sem sást spottakorn frá þeim, “og fengið mjólk að drekka. Eg er mjög þyrst.” Hún talaði rólega og glaðlega, eins og hvorki hennar eða hans orð hefðu fest sig á minni hennar. Og andlit Drakes varð glað- legra meðan þau riðu yfir bersvæðið. Kona kom út úr húsinu og heilsaði Nelly með innilegu brosi, og hneigði sig fyrir Drake. “Þetta eruð þá þér ungfrú Nelly,” sagði hún ánægjulega. “Eg hélt hálft í hvoru að þér hefðuð gleymt okkur. Bobby! Bobby! Komdu út og haltu í hestana. Það er ungfrú Nellv frá Shorne Mills!” Berfættur lítill drengur rjóður í kinnum kom hlaupandi út og hló framan í Nelly, þegar hún laut niður og klappaði kollinum hans. Nelly og Drake fóru af baki hestanna, og konan gekk á undan þeim inn í eldhúsið og dagstof- una. Það var svo lágt undir loftið í stofunni, að Drake varð að beygja sig, og hái og granni líkaminn hennar Nelly, sýndist enn hærri und- ir lága bjálkþakinu. Konan kom með tvö glös með mjólk í og fáeinar kökur, og Nelly borðaði og drakk með beztu lyst og virtist hafa gleymt Drake, sem sat bak við, dreypti á glas- ínu sínu og horfði utan við sig á hana. Hún var vel kunmlg þessari konu, manni hennar og börnum; hún spurði um tennur þess vngsta, meðan hún laut niður að hinu sofandi barni, og spurði með ákafa eftir elztu dótturinni, sem stuncjaði vinnu í London. “Já, þökk fyrir. Emma segir að sér líði mjög vel,” sagði konan, ‘‘að minsta kosti mundi henni líða þar betur, ef hún hefði meira o'g betra andrúmsloft, liún kvartar yfir skorti á lofti. Henni finst ekki vera nóg loft þar, handa öllum þeim manneskjum er þar eru. Ó Frú Trimble leit aftur alvarlega á Drake; en Nelly skili nú ekki heldur hið spyrjandi rannsakandi tillit hennar. “Fyrst við tölum um Emmu, þá skal eg seigja yður, ungfrú Nelly, að eg hefi bréfið hennar í vasa mínum og er fús til að lána yður það — áritaninnar vegna. Hún er efst á blaðinu — og ef þér skyldu ð koma til Lon- don —” Nelly tók við bréfinu og bjó vel um það í barmi sínum. “Eg verð fegin að mega lesa það, frú Trimible. Emma og eg vorum góðar vinur, og bréfið skuluð þér fá aftur.” Fjölskyldan öll tók sér stöðu fyrir utan húsið, til þess að sjá Nelly frá Shorne Mil]^ ríða burt,‘ og Drake varð að haga sér kænlega, til þess að geta látið skilding í óhreinu hendina hans Bobby, án þess að Nelly sæi það. Þau riðu stundarkorn þegjandi, þessi heim- sókn hafði haft áhrif á Drake. Ást þeirra til Nelly hafði verið svo greinileg í allri framkomu hennar, að hann fann — já, hann fann eitthvað líkt því, sem hann stundum fann til, þegar hann hafði verið í kirkju. Svo mundi hann eftir augnatilliti konunn- a:r. Það var engum efa bundið, að fólkið í Sliorne Mills tengdi saman nöfn þeirra. Já, hann varð að fara. Hún söng lágt, á meðan að hún reið við hlið hans, og þau skiftust naumast á tíu orðum á heimleiðinni, en Nelly virtist vera glöð og á- nægð, þegar hún nam staðar fyrir utan girð- ingar hliðið og rendi sér niður úi ' söðlinum og lágt gleðióp kom yfir varir hennar. “Þetta hefir verið indæl ferð,” sagði hún, þegar hann leit spyrjani á hana. “Er nokkuð fegurra og indælla en hestur?” Hún klappaði hálsi hestsins, sem leit til hennar með auðsveipni og þakklæti í augum sinum. Drake leit af hestinum á ungu stúlk- una, en sagði ekkert, og á sömu sekúndunni kom Dick út, til að taka á móti hestunum og fara með þá í hesthúsið. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.