Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 2
 lí.s. 2 LÖGBERG FIMTU ADGuW N 2. SEPTEMBER 1920. Rœða flutt að Árborg, Man., 2. ág. 1920. af Dr. S. E. Björnsson. Minni lslands. Heiðraði forseti! Kæru tilheyrendur! Einhvers staðar stendur ritað, að hver sá, er tungu hefir, hann tali. Mun átt við það, að hver .tnaður eigi að temja sér um fram alt heilbrigðar skoðanir. Og að sjálfsagt sé fyrir hvern mann að læra að láta í ljós skoðanir sínar hvar sem vera skal. Ræðuhöld eru ómótmælanlega fögur list. En því miður verða þó fáir af fjöld- anum snjallir ræðumenn, jafnvel þó æfing sé r.ægileg. Margir líta svo á, að betra sé að sýna vilja í verki, en að vera sífelt þiggjandi orðsins. Óragir leggja þeir þvi út á djúpið og drepa við árum. En hversu oft berst ekki báturinn afl- vana undan straumi? Ræðarinn er slakur og árarnar vinna á víxl. pá verður árekstur og skipbrot. Hann, sem hugðist geta yfirunnið straumkast náttúrulögmálsins með harðri hönd, hverfur oss sjónum, og eftir hann sjást örfáar hrukk- ur á yfirborðinu. Ekki má skilja orð mín svo, að mér standi stuggur af viðleitninni. pó varhugavert sýnist í fyrsta áliti bg hverjum einum sjálfsagt að kanna vaðið og jafnvel reyna til þrautar; því sem betur fer siglir margur farsæl- Jega fullum seglum til hins fyrir- heitna lands, og verða nöfn þeirra letruð um aldur og æfi á skygðan skjöld sögunnar. pá er betra far- ið en heima setið. Pað er gott að koma á íslenzk mannamót. Mörg slík mót eigum vér í endurminningu liðinna ára heima á ættjörðinni. Vér heyrum um fram alt “ástkæra, ylhýra] málið, allri rödd fegra.” Bergmál! a.-skuáranna teigist fram úr instu! fylgsnum vorrar eigin sálar. Vér: lítum andlitin sömu og fyr. Oss finst jafnvel að veðrið og öll nátt-] úran sé að minna á íslenzkan vor- dag með brosandi ii.uiieik æsk- unnar. Frelsis söngvar fóstur- jarðarinnar hljóma til vor með andblæ árroðans yfir loft og lög. Ómar söngva þeirra, er bergmál- uðu sál skáldsins, hljóma enn frá fjöru til fjalls. Slík eru íslenzk mannamót öllum þeim, er fluzt hafa heiman af ættjörðinni á fullorðinsaldri. íslenzk tunga í sögu og söng er arfurinn dýrmæt- asti allra þeirra, er vilja kannast yið sitt eigið þjóðerni. Ljóð skáld- ^anría eru svaladrykkur þyrstum sálum, er endurnæra og lífga þann metnað, er Mfsskilyrði er .hverri þjóð. Eins og vorið blíða vekur alt líf á jörðinni, þannig vaknar þjóðarsálin við rödd hróp- andans til nýs lífs og nýrrar full- komnunar. Skáldin hafa kent þjóðinni að elska landið sitt, ætt- ^jarðarkvæðin hafa borið blessun- arrikan ávöxt í þjóðlífinu. íslend- ingar geta nú sungið með skáld- inu Steingrími Thorsteinssyni heilum huga og hvar í heimi sem er: “Svo traust við ísland mig tengja bönd, ei trúrri binda son við móður. Og þó að færi eg um fegurst lönd og fagnað yrði mér sem bróður, mér yrði ,gleðin að eins veitt til hálfs. Á ættjörð minni nýt eg fyrst mín sjálfs. par elska eg flest. par uni eg bezt. við land og fólk og feðra tungu.” Munu ekki líkar hugsanir þessum hreyfast í dag með oss, er hingað höfum flutt? Er ekki einhver rödd hið innra hjá oss, er býður oss að taka undir með skáldinu og segja: “Á ættjörð minni nýt eg fyrst mín sjálfs. par elska eg flest. par uni eg bezt, við land og fólk og feðratungu.” Mér finst einmitt þetta vera laukrétt lýsing á vorum eigin til- finningum, þegar um ísland er að ræða. Hve nær sem vér rennum huganum 'heim, vaknar ætíð ein- hver söknuður hjá oss. Söknuð- ur yfir því, að fá ei lengur notið alls þess, er æskan bauð oss að njóta í faðmi föðurlandsins. Sökn- uður yfir því, að fá ei lengur not- ið fegurðarinnar er í æsku hreif mest hugann heima. Eg tala til þeirra um fram alt, sem líkt er á- statt fyrir og mér. Eg vil minna yður á það, sem mest heillaði huga minn í æsku. Skáldin hafa stutt á þann streng í ljóðum sínum. Við lestur þeirra ljóða hefir oss hlotn- ast endurskin frá liðnum árum ljóss þess, er birtist oss fyr í hinni íslenzku náttúru. Náttúru- fegurð sú á varanlegt gildi. Hún er ekki á hverfanda hveli vafin hugmynda skrúði skáldanna. Miklu fremur er hún undirrót afls þess, er vakið hefir hið andlega líf þjóðarinnar til meðvitundar um sjálfstæði sína. Hún hefir drepið úr dróma frelsisþrá þjóðarinnar, og kent mönnum að þekkja ljósið frá myrkrinu. Hún hefir þrengt sér inn í hjörtu og heila fólksins og vakið það til meðvitundar um skyldurnar til sjálfs sán, til þjóð- ar sinnar og til föðurlandsins. Pannig hafa raddir vorsins hrifið þjóðina til starfa. Miðnætursól- in hefir vakað á verði yfir vonum landsins öhd fram af öld. Um hana kveður Einar Benediktsson eitt af sínum beztu kvæðum, og er eitt erindið svona: “Á unnar varir eldveig dreypist, um axlir hæða skarlat steypist. Alt logar skyn í himins hyr og heimsró—sem í Edens lundi. pað er sem ihafið hvíli á sundi og himnavagninn standi kyr. Svo allir ljóssins sveigar sveip- ist í sigurs port um kveldsins dyr.” Svo margt heillar hugann heima, að engin orð fá því lýst. Myndin verður þó skýr í huga manns og þennir manni að bera djúpa lotn. ing fyrir allri þeirri óviðjafnan- legu fegurð í ríki náttúrunnar, er auganu mætir á vegferðinni. Ó- sjálfrátt fer maður þá að syngja með skáldinu Steingrími Thorst. þessi gullfögru vers: “Sólin ei hverfur né sígur í kaf, situr á norðurheims straumi. Vakir í geislum hver vættur er svaf vaggar í Ijósálfa glaumi. Sveimar með himni ið sói. gilta haf sem í draumi. Miðnættið glóir við gullskýja bönd, Glymur af himneskum söngum, Tveir kveða svanir við rósfagra rönd raddhljóðum sætum og löngum. Hljómar um æginn, ómar við strönd út með dröngum.” Vér minnumst íslands í dag. Vér minnumst landsins “norð- ur við iheimskaut í svalköld- um sævi.” Talað hefjr verið um náttúrufegurð þess einungis, og um það dularfulla vekjandi afl, er hún hefir fyrir þjóðina. ís- land á líka sögu, sem vér ættum að hugleiða einmitt á þessum degi. Baráttan, sem þjóðin hefir átt til varnar sjálfstæði sinni, á ef til vill hvergi sinn líka í mann- kynssögunni. Sagan er að sumu leyti harmssaga undirokaðrar þjóðar. pið þekkið öll frásögurnar um fornaldar menningu þjóðar- innar. pér ihafið efalaust lesið um “feðurna frægu, og frjálsræðis- hetjurnar góðu,” er “fluttu aust- íin um hyldýpis haf” í “sælunnar reit”, eins og Jónas Hallgrímsson kvað. ísland átti í fornöld marga góða mannkosta menn; menn, er elskuðu frelsið og jafnvel fórnuðu lífi og eignum fyrir það, ef þörf þótti. ísland átti þá einnig marga vitmenn og mentámenn. Skáld þjóðarinnar sungu fegurst kvæðin fyrir konunga og höfðingja erlend- js. Slíkir menn voru ætíð í mikl- pm metum hafðir, sem ei var að pndra. Merkasti rithöfundur forn- aldarinnar ó Norðurlöndum mun hafa verið Snorri Sturluson, f. 1178. Hann orti Háttatal, um Há- Þjáðist dag og nótt MELTINGAR KVILLAR LÆKN- AST AF “FRUIT-A-TIVES” Little Bras D’or, B. C. 1 “Eg þjáðist hræðilega af maga. kvillum og hægðaleysi svo árum skifti. Fékk kvalir eftir máltíð- ,ir, uppþemibu, sífeldan höfuðverk og svaf illa á nóttum. Loks sagði mér einn kunningi frá Fruit-a- tives. Eftir viku var hægðatepp- an lagfærð og bráðlega var eg laus við kvalir, höfuðverk og alt það eymdar.ástand sem fylgir maga- kvillum. Eg hélt áfram með þetta ágæta ávaxta lyf og er nú heill heilsu, hraustur og fjörugur.” Robert Newton. 50c. hylkið, 6 fyrir $2.50, og reynsluskerfur 25c. Fæst ;hjá öll- ,um lyfsölum eða sent með pósti beint frá Fruit-a-tives, Limited, .Ottawa. HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góÖan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum FOR RMa^HOME / / iw* -- A EATONS FÁLLanbWINTER OGUE , • 1 / prtT'/-' >.•. »x / V ft, EATON’S Nýja Verðskrá er fullkomnari og stærri í þetta sinn en nokkru sinni áður og fullnægir öllum heimilis og bænda þörfum. pessi stóra bók inniheldur 600 blaðsíður fullar af EATON^S kjörkaupum, sem stuðla mjög að því að draga úr dýrtíðinni. par getur að líta fatnað fyrir karla, konur og börn, enn fremur húsgögn, akuryrkjuverkfæri, vél- ar og því um líkt, sem einungis EATON félagið er fært um að bjóða almenningi. — pessi nýja verðskrá fæ«t nú með pósti. Ef þér hafið ekki þegar fengiS eina, er vissara að panta hana strax. Sendið nafn og Iheimilisfang yðar taf- arlaust. iT J n y liii T. EATON C<? Js • ' ■" , WINNIPEG LIMITED í CANADA kon konung og Skúla hertoga, Gylfaginning og Skáldskaparmál, sem alt finst í Snorra Eddu/Hann ritaði einnig Heimskringlu og Noregskonunga sögur frá upphafi og til 1177. Bæði þessi rit eru fræg um öll Norðurlönd. Margt fleira ritaði hann, er ekki er tími til að segja frá hér. petta dæmi dugir til að sýna hversu mikill andlegur gróður lifði með þjóð- inni þegar á tólftu öld. Einmitt þ^ssi maður, Snorri Sturluson vegna þess að hann lenti í óvináttu við Hákon Nor- egskonung, hlaut að láta lífið fyrir morðvopni innlends manns er konungur hafði fengið til að vinna illræðisverkið. pað var Giss ur porvaldsson er varð þannig verkfæri í höndum útlends valds, ekki að eins til að myrða Snorra heldur og til að selja landið í hend ur konunginum 1262—4. pannig hófst harmsaga íslands fyrir verk þessa Júdasar er hlífðist ekki við að mýrða einn bezta mann þjóðarinnar og svíkja land sitt fyrir vináttu útlends þjóðhöfð- ingja. Sjálfstæði landsins var þannig selt Noregs konungi á hendur. Lýðveldis tímabilið varð að út- lendri kúgunarstjórn er þrengdi að kostum landsins á allar lundir. Tímabllið sem hér fer á eftir er hörmungatími fyrir þjóðina. Ofan á óstjórn bætist hallæri og drep#- sóttir og þjóðin fær varla rönd við reist. “íslands óhamingju verð- ur alt að vopni. Eldur úr iðr- um þess, ár úr jöklum breiðum bygðum eyða,” kvað eitt skáldið um það. Árið 1387 lenti ísland undir yf- irráð Dana og mun hagur þjóðar- innar lítið hafa batnað við þau skifti. Pjóðin var eins og Svanur í sár- um. Henni var varnað flugs því vængirnir voru lamaðir. Fjall- konan horfði hljóð á fjörbrot frels isgyðjunnar, er lá vafin viðjum erlendrar kúgunar. Skraut þekk- ingar og manndóms var horfið. Vanþekking og vesaldómur höfðu | flutt búferlum inn í landið. poka og myrkur lagðist i land og ó>hug- ur féll á þjóðina. Engin vorsól vermdi lengur hið kulnaða fræ hinnar fornu hetjulundar. Aldir liðu með frelsisvonir þjóðar- innar visnaðar á vetrargaddi harðstjórnarinnar, hjálparvana með öllu. Eins og steingjörfing stúrin og döpur á fótstalli fornr ar menningar starandi gegnum auðn og myrkur inn á framtíðar- landið; inn í frelsis heimkynni nýrrar menningar og þroska. En öll él byrta um síðir. Dag- renning nýs og betra tímabils hefst í sögu íslands. Fram í dagsljósið fara að koma menn er tala hughreystingar orðum til þjóðarinnar. pessir menn senda út boðskap sinn í ljóðum og ritum.landshornanna milli: Nýj ar hugsjónir frelsis og framfara tóku að festa rætur í þjóðlífinu. Fram á sjónarsviðið koma menn eins og Hallgrímur Pétursson, ein hver mesti kennimaður þjóðarinn- ar. Hann orti sterka og bjart- asta trú á Krist inn í þjóðina. pá hefst endurreisn hinnar kristnu kirkju í nýrri og fegurri mynd. Jónas Hallgrímsson skáldið góða orti sín fegurstu kvæði um móður- málið og ættjörðina. Hann reynd ist beztur talsmaður þeirra hug- sjóna er Jón Sigurðsson barðist fyrir í þarfir íslands. Ljóðin hans voru lesin og lærð og sung- in af allri þjóðinni er var þyrst í nýjar hugsjónir og nýjan fróð- leik. Jónas Hallgrímsson sá gleggra flestum öðrum ,að: “tign bvr í tindum en traust í björgum fegurð í fjalldölum en í fossum afl.” Hann sá fegurð í fífilbrekkum, smáragrundum og berjalautum ekki síður en jarðskjálftum og eldgosum þá er: “Titraði jökull, æstust eldar, öskraði djúpt í rótum lands”. fslands verður ekki svo minst að Jón Sigurðsson stjórnmála- maðurinn frægi sé ekki fyrstur og fremstur talinn í sögu landsins. Hann var maðurinn sem fyrstur, ásamt Fjölnismönnum byrjaði að kynna sér afstöðu íslands gagn- vart Danmörk. Við rannsóknir sínar komst hann að þeirri niður- stöðu að samband þessara landa stæði á þeim grundvelli sem nefnd ur var “Gamli sáttmáli”. í þeim lögum eins og kunnugt er var tek- ið fram að það skyldi vera einn konungur, en erfðalög konungs- ættar, og vist árlegt gjald til konungs frá fslandi. Að öðru leyti áttu að vera innlend lög og landinu átti að stjórna af jarli skipuðum af konungi. Jón Sigurðsson hélt því fram að fyrst ísland var í öndverðu sambandsland Noregs, háð Gamla sáttmála, að sömu lög ættu að gilda um samband íslands við Danmörk því engin önnur sam- bandslög hefðu verið búin til fyr en hin svo kölluðu Stöðulög 1871 og stjórnarskráin 1874. pað voru einmitt þessi nýju sambandslög sem gerðu fslend- ingum erfiðara fyrir með að setja fram réttarkröfur sínar. pví þegar Danir sáu að íslendingar, með Jón Sigurðsson í broddi fylk- ingar fóru að færa sig upp á skaftið með að heimta rétt lands- manna, þá gáfu þeir út þessi “Stöðulög” og. þrengdu þeim upp á þjóðina án samþykkis af hálfu íslands; og við það varð að sitja; því við ofurefli var að eiga. pað sýnir bezt við hvað þjóðin hafði að stríða í viðureign sinrp við Dani á þeim árum. Starf Jóns Sigurðssonar í þarf- ir íslands var mikið og fagurt eins og viðurkent hefir verið af öllum þorra þjóðarinnar. Hann barðist góðri baráttu fyrir öllum þeim réttarbótum sem unt var að fá landi og lýð til heilla. Hvern- ig hann gjörði það verður skráð um aldir ókomnar í sögu lands- ins. Hann fékk alþingi reist við og stofnsett á ný í Reykjavík. pegar Danir vildu innlima ís- land í dánska ríkiun 1848, og láta íslendinga l'úta sömu lögum og stjórn og Dani, hvað Jón nei við. Hann hélt því fast fram að ís- lendingar ætti forn landréttindi sem ekki væri unt að taka frá þeim Hann krafðist þess þá að íslend- ingar fengju innlenda stjórn og innlenda löggjöf. Gekk hann svo hart fram í baráttunni að þjóðin eins og vaknaði af svefni við rödd hrópandans og fylgdi honum fúslega að málum. Leiddi þetta til þess að Danir létu undan í ibráð og stofnuðu til þjóðfundar á íslandi 1851. Á þessum þjóðfundi er byrjun á frelsisbaráttu íslendinga og nýju iJmabili í sögu þjóðarinnar, héldu Danir enn fast fram hinni sömu innlimunarstefnu og fyr. pá var það sem Jón Sigurðsson stóð upp úr sæti sínu og sagði “Eg mótmæil í nafni konungs og þjóðar þessari aðferð og áskil þinginu rétt til að klaga til konungs vors yfir lög- leysu þeirri sem hér er höfð í frammi.” Risu þá fundarmenn flestallir upp og mæltu sem einum rómi. “Vér mótmælum allir.” pað eru þessi orð og sú einlæga hetjulund sem stóð þar á bak við, sem hafa grafist óafmáanlegu letri inn í ísilenzkt þjóðlíf og gefið þjóðinn fegurst eftirdæmi. pví er minning Jóns Sigurðssonar í heiðri höfð, að hann kendi þjóð- inni “Aldíei að víkja”, og að hver maður ætti að berjast sem dreng- ur og sannur íslendingur fyrir ísland. Baráttan um f járhagsskilnað íslands og Danmerkur hélt svo á- fram um 20 ár unz ríkisþing Dana gaf út Stöðulögin og síðan stjórn- arskrána eins og áður er getið. Stjórnarskráin um sérmál ís- lands var árangurinn af allri stjórnfrelislbaráttu íslendinga síðan 1848. Með henni kom lög- gjafarvaldið og þar með fjárveit- ingarvaldið að mestu leyti í hend- ur þjóðarinnar sjálfrar. Átti al- þingi að hafa það á hendi ásamt konungi. Framkvæmdarvald í ýmsum greinum var tekið af ráða- neytinu danska og lagt í hendur landshöfðingja. Mikið vantaði þó til þess að slík réttarbót væri fullnægjandi. Aðal yfirstjórn allra sérmála/ landsins var enn sem fyr í höndum dómsmála ráð- gjafa, sem var einn af dönsku ráðgjöfunum. Varð það til þess að hnekkja ýmsum málum sem al- þingi vildi koma til leiðar. Sem dæmi má benda á það að undirlagi ráðgjafans neitaði konungur 23. sinnum að staðfesta lög er al- þingi hafði samþykt. Vakti þetta meðal annars sterka óánægju meðal íslendinga. Varð það þó til þess að þeir fóru að heimta meiri réttindi. Baráttan fyrir því aó fá innlendan ráðgjafa var því hafin, og endaði hun með því ! Framh. á 7. bls. Leggið peninga yðar inn á PROVINCE OF MANITOBA SAVINGS OFFICE Með því að skifta við Sparisjóð Fylkisstjórnarinnar fáið þér 4% í vöxtu—einum þriðja meira en vana- legt er. Öll Innlög Ábyrgst af Stiórninni pagnarskyldu stranglega gætt—enginn annar fær að vita um viðskifti yðar. Má Taka Ot Peninga Nær Sem Er Stjórnin stofnaði þessa Sparisjóði yður til hjálpar. í þessum stofnunum er Dollarinn ávalt Hundrað (100) Centa virði. Leitið upplýsinga hjá fyrstu Sparisjóðs- deildinni, sem stofnuð var að 872 Main Street, Winnipeg (Milli Dufferin og Selkirk Sts.) Opin skrifstofa: frá 10 f.h. til 6 e. h., en á laugardögum til kl. 9 e. h. Aðrar skrifstofur að 335 Garry Street 274 Main Street F.f þér eigið heima utan bæjar, þá skrifið eftir bæklingnum: “Banking by Mail’” Utanáskrift: PROVINCE OF MANITOBA SAVINGS OFFICE 335 Garry St., Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.