Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1920. /Jiska er æfí gköU, Alt, sem lærlst þá I ..it at «els)uu. epl Ufslns i t> Þ t l'ílsunginn. Þá fóru fætur Fílsungans að linast og liann sagði gegn um trýnið, sem nú var nálega fimm feta langt: “I)ú er bjer dóg bodið!” . Þá skreið Ornjurinn ofan af bakkanum, Vafði sig í reipahnút um afturfætur Fílsungans og tal- aði svo: “Ógætni, óreyndi ,ferðafíll, við skulnm r.ú alvarlega stunda lítilega að færast í auka, ella lízt mér líklegt vera, að þessi hersnekkja með sjálfkrafa kviki og skelplötum á þiljum (og, Ijúf- lingur, með þessn meinti hann Krókódílinn) muni til langframa spilla framtíð þinni.” Svona taln þessir Ormar alla tíð, Tvílitir Berg-Ormar, sem kyrkja það sem þeir hringa sig um. Svo hann togaði og Fílsunginn togaði og Krókódíll togaði; en Fílsunginn og Bergomurinn tvíliti toguðu betur og að lokum slepti Krókódíll- inn taki á trýni Fílsungans, með smell sem hcyrð- i.st upp og niður alla ána Limpopo. . Þá settist Fdsttnginn niður, hart og skyndi- lega, en gætti þess fyrst að segja ‘Takk fyrir’ við Bergotminn tvílita; og næst gerði hann það að vera góður við sitt auma, togaða trýni, og vafði um það svölum bananablöðum og hengdi það ofan í ána Limiiopo, grá-græn-golandi og smitandi, til að kæla það. “Til hvers gerirðu þetta?” sagði Bergorm- urinn tvíliti. “ Afsaka mig,” svaraði Fílsunginn, “en trýn- ið mitt er illa gengið úr lagi, og eg er að bíða eft- ir, að þð rýrni.” “Þá verðurðu að bíða lengi,” sagði Bergorm- urjnn tvíliti. “Sumt fólk veit ekki hvað því er vel gert.’L Þar sat Fílsunginn í þrjá daga og beið þess að trýnið á honum minkaði. En það styttist aldr- ei, og hann varð að skjóta augunum í skjálg. Því, Ó, ljúflingur, þú munt sjá og skilja að krókódíl'linn hafði togað það þangað til að það var orðið að þeim rétta og slétta rana sem allir fílar hafa þann dag í dag. 1 lok þriðja dagsins kom fluga og stakk hann í herðakambinn, og áður en hann vissi af, sveiflaði hann rananum og drap fluguna með honum. “Kosturinn fyrsti!” sagði Ormurinn. ‘ Þetta hefðir þú ekki getað með smásmíðis trýni. Reyndu nú að riærast eitthvað.” Áður Fílsunginn vissi hvað hann var að gera, teygði hann ranann, reif upp stóra flyksu af grasi, sló henni við framfæturnar til að hrista af henni ry'k og tróð henni svo upp í sig. ‘Annar kostur,’ sagði Bjarg-ormurinn Tvíliti, sem kirkir Jmð sem hann hringar sig um. Ekki hefðurðu getað þetta með smásmíðis trýni. Finst þér ekki sólskinið vera í heitara lagi?” “Jú, það er heitt,” sagði Fílsunginn, og áður en hann vissi, þvað hann gerði, þá greip hann upp stóra dillu af leðju af baikka hins mikla Limpopo fljóts, sem er grájgræn-golandi og smitandi, og sletti því á höfuð sér; það varð líkt svalri, votri leðju-hettu sem lak og draup úr fyrir aftan eyrun. “Kosturinn þriðji!” sagði Bjarg-ormurinn Tví-liti “Ekki hefðirðu getað þotta með smá trýni. Hvernig inundi þér líka að verða flengd- ur upp á nýtt?” “Afsaka mig,” sagði Fflsunginn. “Það mundi mér alls ekki líka. ” “Hvernig mundi þér þá líka að flengaj ein- hvern,” spurði Ormurinn. “Það mundi mér líka frábærlega vel,” sagði Fílsunginn. / “Jæja,” sagði Ormurinn, “þér mun reynast nýja nefið þitt mjöggagnlegt til að flengja fólk.” “Þökk fyrir” sa£ði Fílsunginn; “eg skal minnast þess; og nú ætla eg að halda heimleiðis til.alls frændfólksins og reyna það.” Svo Fílsunginn , fór heimleiðis yfir Afriku þvera, vingsaði og sló rananum alla leið. Þegar hann langaði í ávexti að eta, þá tók hann þá af trjánum en beið ekki þess að þeir féllu niður, sem hann var áður vanur að gera. Þegar hann lang- aði í gras þá sleit hann það upp en lagðist ekki á hnén til þess eins og fyr var liann vanur. Þegar flugurnar bitu hann, þá braut hann laufgaða grein af tré og blakaði henni; og hann gerði sér nýja svala, hettu-dillu úr leðju, hvenær sem heitt var. Þegar honúm leiddist á ferðinni yfir Afriku þá kvað hann við sjálfan sig með rananum, en dyn- urinn var hljóðsterkari en blástur margra lúðra. Hann lagði lykkju á leið sína til að hitta gilda Flóðameri (sér óskylda) og flengdi hana vel og lengi til að ganga úr sikugga um, að Berg-ormurinn Tvíliti hefði sagt honum satt til um nýja ranann hans. Annars tíndi hann upp melónu börkinn sem liann hafði fleygt á lelðinni til Limpopo — því þetta var þrifinn þykkskinnungur., Eitt kvöld í rökkrinu kom hann til baka til allra sinna kæru kunningja, hringaði ranann og sagði. “Sæl verið þið!” Þeir urðu fegnir að sjá hann og sögðu strax, “Komdu hérna og faðu flengingu fyrir þína óseðjandi forvitni.” “Púh.” sagði Fflsunginn, “eg held þið hérna vitið ekki mikið um flengingar, en eg kann til með þær og nú skal eg sýna ykkur.” Með það rétti hann úr rananum og sló niður tvo svo þeir steiptust um koll. “ó, Bananas,” sögðu þeir, “livar lærðirðu þetta bragð, og hvað er að nefinu á þér?” “Eg fékk nýtt nef hjá Krókódílnum á bakka hins mikla Limpopo fljóts, sem er grá-græn-gol- andi, óg smitandi ,” sagði Fílsunginn. “Eg inti hann eftir hvað hann æti í miðdagsmat og hann fékk mér þetta til æfinlegrar eignar.” “Það er reglulega ljótt,” sagði frændi hans, Loðinn Api. “Ljótt er það,” sagði Fílsunginn. “En notalegt er það,’ og þar með tók hann rananum um einn loðinn fót Apans, brá honum á loft og snaraði lionum í bíflugnabú. Eftir það hýddi sá .vondi Fílsungi alt frænd- lið langa lengi, þangað til því var orðið mjög heitt og fjarska liissa. Hann plokkaði f jaðrir úr stéli •Strútfrænku, dró háa frænda, Gíraffann á aftur- löppinni um þyrnirunn, og þegar gilda Flóða- frænka blundaði í vatni á málum, þá öskraði hann, eða spýtti vatnsstroku í eyra hennar. En aldrei leyfði hann neinum að snerta fuglinn Kolokolo. Loksins gerðist svo óvært að hans kæru forn- vinir fóru burt einn og einn sér í flýti til bakka hins mikla fljóts Limpopo sem er grá-græn-gol- andi, með sóttarviði allt í kring, til að fá ný nef að láni hjá Krókódílnum. Þegar þeir komu aft- ur, tókust flengingar af með öllu; og frá þeim tíma, ó, lúflingur Ijúfi, liafa allir fílar sem fvrir þig bera, og eins hinir, sem þú sérð ekki, alveg samskonar rana og Fílsunginn forvitni. Ur “Just So Stories” eftir R. Kipling. --------------o--------- ÚR“THE IDYLS OF THE KING” I. 1 sambandi við in vanalegu hátíðarhöld Arth- ur konungs á jólum, páskum og hvíta sunnu, fóru fram margvíslegir leikir, en ein aðal skemtanin voru burtreiðarnar, þar sem frægustu riddarar ríkisins og aðkomnir riddarar frá öðrum löndum reyndu með sér og þótti það hin ágætasta skemtun. "\Hvítasunnuhátíð ein var í undirbúning hjá Artliur konungi og átti að haldast í Camelot, og streymdi fólk þangað úr öllum áttum, því eins og vant var, áttu leikar og burtreiðar að fara þar fram, og áttu burtreiðar kapparnir að keppa um demantsstein einn mikinn og fagran, er Arthur' konungur liafði gefið til verðlauna. Artliur konungur var sjálfur ferðbúinn ásamt riddprum sínum og gekk ásamt Lancelot á fund drotningar til -þess að kveðja har^i. En þegar þangað kom, þóttist Lancelot skilja á augnaráði drotnngar, að hún vildi að hann yrði heimá og færi hvergi til leikanna. Hann biður svo Arthur konung að fvrirgefa, þóttliann yrði að breyta á- formi sínu og sagðist ekki fær til burtreiðar sök- um gamalla sára, sem liann bæri og væru illa gróin. Ef að Arthur konung liefir eitthvað grun- að, að alt væri ekki með fehlu, lét hann ekhert á því bera, lieldur kvaddi og fór, en Lancelpt varð eftir heima hjá drotningu. En Arthur konungur var ekki fyr úr augs^fn en Guenevere drotning fók til máls og spurði Sir Lancelot því hann færi ekki „til leikjanna líka. benti á, að meiri hluti riddaranna við hirð Arth- urs væri orðinn þeim andvígur og þeir myndi tala illa um þau og áform þeirra, og leggja út á versta veg að þau væru ein heima í fjarveru hins trú- fasta konungs. Tennyson lætur Sir Lancelot svara: “Are you so wise? you were not once so wise, My Queen, that summer, you loved me first. Then of the crowd you took no more account Than of the myriad ericket of the mead, When its own voice clings to eaeh blade of grass, And every voice is nothing. As to knights, Them surely can I silence with all ese. But now my loyarworship is allowed Of all men: Many a bard. without offence Has linked our names together in his lay, 'Lancelot, the flower of bravery, Guenevere, The pearl of beauty : and our nights at feast Have pledged our union, while the King Would listen smiling. How, then? is there more? Has Arthur spoken aught? or would your self, Now weary of my service and devoir. Henceforth be truer to your faultless lord?” Tennyson lætur drotninguna svara á þessa leið:— “Arthur, my lord, Arthur the faultless king, The passionate perfection, my good lo"rd — But who can gaze upon the sun in heaven? He never spake a word of reproach to me, He never had a glimpse of my untruth, He cares not for me: only here to-day There gleam’d a vague suspicion in his eyes; Some meddling rogue has tamper’d with him —else \ Rapt in his fancy of his Table Round, And swearing men to vows impossible, To make them llke himself: but friend, to me He is all fault who hath no fáult at alh For who loves me must have a touch of earth, The low sun makes the colours: I am yours, Not Arthur’s, as you know, save by the bond. And therefore hear my words: Go to the jousts: The tiny-trumpeting gnat oan break our dream When sweetest; and the vermin voices here May buzz so loud—we scorn them, but they sting.” Afleiðingin af þessu samtali Guenevere og Lancelot verður sú, að hann fer til leikanna. Á leiðinni kemur hann til Astolat, þar sem hann skiftir um leikklæði og búning og kyntist þar hinni fögru Elaine, sem dó úr sorg yfir því að Lancelot vildi e'kki eða gat ekki midurgoldið ást hennar. Frá Astolat fór hann með yngri bróður Elaine áleiðis til leikjanna. -Skamt frá Camelot b,jó einsetumaður einn. er Lancelot þekti. Þangað fóru ferðamennirnir og beiddust þar gistingar á meðan á leikjunum stæði, því á daginn sögðust þeir vilja fara til leikjanna, en um fram alt bað Lancelot einsetumanninn að segja ekki til sín, því hann vildi taka þátt í þessum leikjum óþektur, svo enginn gæti sagt að orðstír.hans dragi móð úr þeim, sem reyna vildu. Eins og við mátti búast vann óþekti riddar- inn sigur við burtreiðarnar og hlaut að'verðlaun- um gimsteininn góða og lof allra, sem viðstaddir voru. En áður en Arthur konungur gat fengið að vita hver hann var eða náð tali af honum, var hann farinn og enginn vissi' hvert hann hafði farið. * Óþekti riddarinn, sem náttúrlega var Lance- lot, hafði sig burt frá leikjunum undir eins og burtreiðunum var lokið, og fór ásamt fylgdar- manni sínum heim til einsetumannsins. Þegar þangað kom, tók einsetumaðurinn eft- ir því, hve fölur Lancelot var, og hafði orð á. Kom það þá í ljós, að Lancelot var hættulega særð- ur. Fylgdarmaður hans, Lavaine, hélt heim til Astolat og sagði fréttirnar, og fór Elaine systir hans tafarlaust til einsetumannsins og annaðisi Lancelot, sem lá þar dauðvona í langa tíð, en fyr- ir hennar óþreytandi umönnun tókst lienni að bjarga lífi hans og græða sár hans að fullu. Þegar Lancelot var heill orðinn kvaddi hann Elaine og hélt til hirðar Arthi^rs konungs. og Guenevere drotningar; en Elaine* varð svo mikið um þann skilnað að hún náði sér aldrei aftur, en fölnaði upp og dó eins og blóm er haustfrostin hafa níst. Framh. --------o--------- Sagnir um merkisstaði á Englandi Folkstone. Folkstone er ekki gamall bær í þeirri mynd, sem vér þekkjum hann nú, því það er að eins síðan að járnbrautin kom þangað, að hann hefir náð vinsældum hjá fólki, sem skemtistaður. En það var merkilegur staður í tíð Róm- verja og nú er þessi forni bústaður Cæsars á með- al hinna merkilegustu skemtistaða á Englandi. Löngu síðar gerði kona ein stað þennan fræg- an. Það var St. Eamswith, sem bygði þar nunnu- klaustur á sjöundu öldinni. Kona þessi var dótt- ir Eadibalds konungs í Kent, sem var heiðinn; en eftir daga hans tók dóttir hans kristna trú og gjörði heil mikið til þess að útbreiða kristindóm- inn. Klaustrið, sem St. Eanswith reisti, eyðilögðu Danir á herferðum sínum. En árið 1885, meir en 1,100 árum eftir að St. Eanswith dó, fanst gröf hennar og var hún opnuð og kistan, er var gjörð úr blýi, var tekin og jarðsett í kirkju þar á staðn- um, sem ber nafn hennar. Einu sinni var Elízabet Englandsdrotning á ferð nálægt Folkstone, og fór borgarstjórinn út frá bænum til þess að árna henni heilla og flytja henni kveðju bæjarbúa. Ilann hafði með sér háan stól, sem liann setti við veginn og stóð svo upp á. Þegar drotningin kom, ávarpaði hann hana á þessa leið: ‘ ‘ Háæruverðuga Drotning, fólkið í Folkstone lýtur þér með lotning.” Lengra^komst hann ekki, því drotning greip fram í fyrir honum og mælti: “Háæruverði heimskingi á hólnum,* hafðu þig ofan af stólnum.” Þetta var nú ekki sérlega kurteist svar til þess að gef borgarstjóra. en í Jm daga voru menn ekki að hugsa um að breyta við borgarstjórana hvorki í orði né í verki eins og þeir sjálfir vildu. Skarðaborg hin gamla. Þeir sem hafa komið til Scarborough vita, að bænum er skift í tvent, að það eru tveir bæir, þótt í daglegu tali sé að eins talað um einn. Það er eldri bærinn, með sínum bröttu göt- um og stígpm, og rauðleitu múrsteinsbyggin\ um, þar sem sjómennirnir búa /eins og feður þeirra hafa gert í mörg hundruð ár, og nýi bær- inn, með sínum skraiutlegu húsum, breiðu og vel hirtu götum, er kallaður “Napel” Englands. En jafnvel Scarborough hin eldri ertingur bær og nýr, í samanburði við Scarborough hina gömlu, sem Rómverjar bygðu, þó að nafnið eigi ekki ætt sína að rekja til þeirra, heldur til hinna herskáu forfeðra vorra, Norðmanna. Þeir gáfu þessum bæ nafn, og nefndu hann Scardeburg, sem meinar bergkastali. Árið 1066 komu þeir Haraldur harðráði og Tosti og herjuðu á bæinn, en þegar þeir gátu ekki sótt hann með neinu móti, báru þeir að honum eld og brendu húsin, tóku fólkið af lífi og rændu öllu, sem þeir gátu. Eftir það lagðist Scarborough í eyði um tíma, því bæjar þessa er ekki getið í bók þeirri, sem Vilhjálmur hinn sigursæli lét semja um bæi og staði á Englandi. Síðar var kastali einn mikill bygður á sama stað, og á hann sögu mikla ásamt eldra parti bæjarins, sem þá tók að byggjast. Margir bardag- ar voru þar háðir og mörg æfintýri skeðu. Og- það var í þeim kastala sem George Fox, kvekar- inn nafnkunni, var hneptur í fangelsi og farið var mjög illa með; til dæmis fékk hann ekkert til mat- ar í þrjár yikur annað en eitt brauð. Engiun vl- ur komst inn í klefa þann, sein hann var í, og svo illa súðaður var hann, að í hvert sinn sem regn kom eða snjór, þá fenti og rigndi inn í klefann. Þegar loks að konungurinn komst að því, að Fox væri ekki einn af uppreistarmönnum skipaði liann að láta hann lausan. Ölkekla eða uppspretta fanst snemma á tím- um í Scarborough, en hundrað árum eftir að hún fanst, fór landið umhverfis hana á nokkuð stóru svæði áð síga þar sem brunnarnir voru, fór vatnið í þeim sí-lækkandi unz það þraut með öllu og lileðslan innan í brunnunum fór að standa upp úr hingað og þangað á þessu svæði mörg fet. Bergið, sem kastalinn stóð á, klofnaði og sprakk, og að síðustu sökk öll pessi landspilda, sem farin var að síga, með húsum og skepnum fimtíu fet niður, og með henni hrundi partur af berginu, sem kastalinn stóð á, í sjóinn. Book of Knowledge. --------o—------- Drengurinn sem lærði að fara með eldinn. Palissy. Fyrir fjögur hundruð árum átti heima í Sin- áþorpi á Frkklandi, skamt frá Garonne ánni, drengur einn, er Bernard Palissy nefndist. Landið umhverfis var fagurt mjög og mátti svo heita að það stæði í blóma allan ársins hring. A sumrum þöndust gróðursælir akrar í allar áttir, eins langt og augað eygði, en er fram að hausti leið, hrostu hlíðarnar við sjónum vegfarandans þrungnar af fullþroska vínviði. Lengra norður á bóginn tóku við heiðar flákar skrýddir marg- víslegu fjölgresi, er hér og þar risu upp úr slétt- unni fallegir og frjósamir valhnotu skógar. 1 skógarjöðrunuin sáust sællegar svínahjarðir, er safnað höfðu miklum mörfum af hnetufóðrinu, en voru þó eftir sem áður í óða önn með því að grafa upp ætisveppi úr rótarflækjum trjánna. Þegar bændurnir er svínin áttu, sáu livað þau höfðust að, ruku þeir upp til handa og fóta til að safna þess- um dýrindis sveppum, er bæði voru næsta góm- sætir og auk þess hin bezta verzlunarvara, sem ríka fólkið keypti mikið af. En skógar Perigord fylkis höfðu aðra ein- kennilegri íbúa en svínin og uinsjónarmenn þeirra eða eigendur. Þar vann sægur manna að gler- gjörð, og hafði gjört svo árum saman. Það voru mennirnir, sem bjuggu til hið marglita og skraut- lega gler, sem þýkir ]jrýða öllu öðru fremur marg- ar veglegustu dómkirkjur Fralkka. Þessir gler- gerðarmenn Urðu að hýrast langt í burtuMrá öðr- um iðnaðarmönnum, því svo þótti atvinna þeirra gróf. Auðvitað hefðu ríkir aðalsmenn ef til vill getað búið til skrautlegt gluggagler án þess að hneiksla vini sína, en þegar fátækir verkamenn áttu í lilut var nokkuð öðru máli að gegna. Um það leyti voru flest hús ger af timbri og það því talið hættulegt að hafa hvítglóandi gler- ofnana í miðjum bænum. Þess vegna var á- kveðið með lögum að menn þeir, er slíka atvinnu stunduðu, yrðu að hafa bækistöð sína langt fyrir utan bæinn. Glergerðarmennirnir í Perigord höfðust við í skógi, þar sem þeir hjuggu bjálka fyrir þurkun- arofninn, og mikið óx af burknum, sem muldir voru í smágert duft er notað var til glergerðar- innar. Bernhard hefir vafalaust átt marga góða kunningja í skóginum; hann var þar daglegur gestur og kostaði kapps um að kynnast sem allra bezt öllu því, er fyrir eyru og augu bar. Og áð- ur enn langt um leið hafði liann fengið talsverða vitneskju um, hvernig búa mátti til gler, svo fag- urgljáandi, að það líktist tindrandi gimsteinum. Það voru hreint ekki svo fá efni, sem glergerðar- mennirnir notuðu við, iðnað sinn, þeir tíndu sam- an steintegundir og plöntutrefjar og þeir urðu að vita upp á hár hvernig blanda skyldi ákveðinn lit á hverja glertegund um sig. En svo kom það oft fyrir, eftir að glergerðar- maðurinn hafði ef til vill varið fleiri klukkustund- um til efnablöndunarinnar, að ofninn varð of heitur og sprakk utan af öllu saman, — ónýtti lieils dags verk á broti úr sekúndu. Var þá auð- vitað ekki um annað að gera en byrja á nýjan leik. Framh.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.