Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 4
Bl* 4 IiOUBKKG, riMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1920. 'er erg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- iimbia Press, Ltd.,(Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIiSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor (jtanáskrift til blaðsins: THE C0LUN|BIA PRESS, Ltd., Box 3172. Wnnlpeg. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árift. nnBiiíiHiiinnwmiiiiiiiiiiinii!iii!iiiBnmiiiinniiiiiffl0iim;fniinHmiunmniiiiiT3 Kirkjan og verkamannamálin. Því hefir verið haldið fram og það rétti- lega, að kraftur kirkjunnar og kenningar henn- ar ei'gi að sýna sig máttugar í að boða mönnum .Tesám Krist og hann krossfestan, þeim til sáluhjálpar, — í að fegra og verma svo hin köldu hjörtu mannanna barna, að þau þrái að verða aðnjótandi fegurðar þeirrar hinnar al- fulikomnu, er oss er sýnd í kenningum og hér- vistariífi frelsara mannanna, og finni kærleiks- eldinn hans. sem svo elskaði mennina, að hann dó fyrir þá, verma líf sitt. En þótt vér trúurn þv-í staðfastlega, að það sé aðal verkefni kirkjunnar að annast hið andlega ástand manna, þá viljum vér ekki stað- hæfa, að hún hafi ekki rétt til að skifta sér af veraldlegum málum, þótt verksvið hennar hljóti að sjálfsögðu að vera takmarkað á því svæði. Vér verðum að skilja og viðufkenna, að kirkjan á að skifta við fólk, sem er háð verald- legum málum, og liKernig hún fer að ná til þess og leiða það að fullkomnunar takmarkinu, verð- ur að vera lagt í hennar s'kaut að miklu leyti. Annað atriði er vert að athuga. Kirkjan er og hefir verið stórt veldi í heiminum, og á að vera það, en það eru fleiri stofnanir en kirkjan, sem eru stórveldi, fleiri mál sem krefjast eyra og athygli manna, en kristindómnrinn, og eitt þeirra er verkamannamálið. Það mál er eitt af þeim veraldarmálum, sem hvað alvarlegast er, elcki einasta í einu iandi. heldur öllum löndum. A Spáni hefir verkamannamálið verið erf- itt viðfangs eins og víðar, verkamenn þar sótt svo hart fram í byltingaráttina, að til ógæfu virtist horfa og ríkið gat engu tauti á komið, ■ sein orðið gæti,til þess að stemma stigu fyrir peim, og þegar svo var komið, skarst. kirkjan í rí’kinu, kaþólska kirkjan, í leikinn, og hefir á örstuttum tíma breytt hugsunarhætti fólksins á Spáni í verkamanna málunum. Byltinga ald- r.n, sem í þessum málum hafði risið á Spáni, stefndi mjög í syndiealista áttina. Kaþóls'ka kirkjan tók sig til og myndaði fé- iag, er hún nefndi Sindicatos Catolicas, og er félag það í deildum, undir umsjón prestanna í hinum ýmsu bvgðarlögum. 1 riti einu merku er skýrt frá þessum fé- lögum og stefnu þeirra á þessa leið: “Vinnufólk sem er þekt að því að vera á- byggilegt og vinnugefið er tekið inn í þessi fé- lög, og nýtur þar hagmaðar frá byrjun. Nefnd í þessum félögum sér þeim fvrir atvinnu sem er sæmilega borguð, og atlæti við störf sín sem saanir- frjálsum manni. Þegar einhver félags- manna veikist, sér félagið honum fyrir læknis- hjálp og meðölum, og ef sá veiki er f jölskyldu maður, þá sér félagið fjölskyldu hans fyrir líf- eyri á meðan hann eða hún getur ekki unnið. Ef einhverjir af félagsmönnum geta ekki fengið atvinnu, og eru nauðuglega staddir, lán- ar félagið þeim fé með mjög lágum vöxtum unz fram úr rætist fyrir þeim.” Þetta eru nokkrar af skyldum félagsins til meðlima sinna. En á meðal s'kylda félagsmanna við félagið eru: “Félagsmenn meiga ekki gera verkfall. Ef um óánægju, eða ósamlyndi er að ræða á milli verkamanna þeirra er í félagi þessu eru og vinnuveitenda, þá fara verkamenn með á- greiningsmál sín til Sindicatos Catolicos, og' þeir jafna sakirnar við vinnuveitendurnar. I öllum tilfellum hafa vinnuveitendur ver- ið fúsir að viðurkenna rétt félagsins í þessum efnum, því þeir vita að fyrir því vakir ekki að eins velferð eins flokks manna, heldur og mann- félags heildarinnar. Framleiðendur þurfa efcki undir þessu fvrirkomulagi að óttast að iðn- aðar stofnanir þeirra verði eyðilagðar sökum verkfalla, þeir þurfa heldur ekki að vera hrædd- ir við, að þær verði sprengar í loft upp af a>stum og heiftfullum verkamönnum, né heldur brendar af þeim. Þeir hafa trvggingu fyrir því að þetta get- ur ekki komið fyrir og þeir eru fúsir að gefa tryggingu fyrir því að breyta sómasamlega við verkafólk sitt í staðinn.” Bankar hafa verið stofnaðir í sambandi við þetta nýja félag, og eru einn liðurinn í starf- skrá félagsins, þeir eru stofnaðir með því að seija hlutabréf í þeim bæði til félagsmanna og annara sem kaupa vilja. Ákveðið félagsgjald, verða allir félagsmenn að borga, og er því gjaldi s’kift í tvent, gengur annar parturinn til þess að standa straum af félags kostnaðinum, en hinn parturinn er lagð- ur inn í einn slíkann bánka. og epu sömu vextir greiddir af þeirri innstæðu fólksins, og hlut- höfum bankans eru borgaðir. Um sjö hundruð þúsund hafa þegar inn- ritast í þetta félag, og er það nærri því 3% af allri þjóðinni. Hvað úr þessari hreyfingu kann að verða, er ekki gott að segja, en merkileg er hún, og vaxtarmögulegleika hefir hún til góðs eða til ills. -----o----- Heimshættan mesta. Eftir Sisley Hudlestone. IV. -yj. Hin óstjórnlega auðæfagræðgi og skemt- ana fýkn, sem eg þegar hefi drepið á, er sönn- un þess að efnishyggjan hefir vísað hugsjóna- lífinu á dyr. í mörgum tilfellum er þessari samfélagsóreiðu þannig varið, að ókleyft má heita að koma lögum yfir hana. Á öðrum sviðum koma hin andlegu gjaldþrota einkenni fram í beinum lagabrotum, eða reglulegri fyrirlitning á lögum og rétti. Flest blöð Norðurálfunnar ræða að ein- hverju leyti um þessi alvörumál, hvert frá sínu sjónarmiði. Skifta þau venjulega vandræðum þessum, eða orsök þeirra í tvo flokka, til fyrra flokksins teljast glæpir, sem framdir eru í augnabliks æsingu, helzt út af óreglu í ástar- málum, eða léttúð, en í hinu tilfellinu birtist ó- sóminn í algerðu virðingarleysi fvrir mannlegu lífi og einstaklings eignarrétti. Sjálfsagt mætti leiða rök að því að í báðum tilfelium séu orsakirnar þær sömu. Það hefir komið svo mikið los á siðferðis meðvitund fólksins, að slíks mun eigi áður dæmi í sögu mannkynsins. Óhætt mun mega fullyrða að þessi ófögnuður sé bein afleiðing stríðsins. Hin eðlilegu sambönd karls og konu hafa truflast. Hjónaskilnuðum fer alt af fjölgandi. Stríðið sjálft undirbjó jarðveginn í þessu til- liti. Það var því tæpast við annari uppskeru að búast, en raun hefir á orðið. Hjónskiln- uðum á Englandi fjölgar svo gífurlega með hverjum deginum sem líður, að hugsandi fólld ofbýður með öllu. En í Paris var ástandið þannig, að um síð.l. áramót biðu 120,000 hjóna- skilnaðarmál dóms. Eins og sjá má af þessu, er heimilið, hornsteinn þjóðfélagsins í stórkost- legri hættu. Ymsir þeirra manna, sem bjartsýnastir oru, balda þ\n fram, að svona ástand geti ekki varað lengi, fólkið hljóti að vakna til meðvitund- ar um hættuna innan skamms og finna réttu áttina aftur. Eg efast ekki um að svo verði, en það tek- ur langan, langan tíma. Mismunurinn á tölu kynjanna í stríðslöndunum, er óeðlilega mikill; menn á giftingaraldri tilfinnanlega færri en stúlkur. Eðlishvatirnar eru ávalt samar við sig, tölumismunur kynjanna dregur ekki úr þeim, gerir miklu fremur það gagnstæða. Á Englandi nemur tala kvenna á giftingar- aldri fullri miljón umfram menn, og á Frakk- landi, er mismunurinn þó langt um tilfinnan- legri, þar sem tala slíkra kvenna, kemst eitt- hvað yfir tvær miljónir. Það þarf enga sál- arfræðislega rannsókn til að sanna það, að slík- ur aragrúi hraustra kvenna á bezta aldri, með enga von um neina fullnæging heilbrigðra eðlis- hvata, hlýtur að verða óvinveittur hjónaböndum og heimilislífi. Jafnvel þar sem tölumismun- ur kynjanna, er sáralítill, verður alt af eitthvað af konum útundan vegna fjölda síns, sem inn- an vissra takmarka hafa í för með sér siðferð- is hættu fyrir þjóðfélagið. Vinnan, ekkert annað en vinnan, getur verndað þessi olnboga- börn í heild sinni frá því að villast út á glap- stigu. Stríðið, mannfallið mikla, hefir brotið lög á þessum konum, og öll lagabrot hefna sín í einhverri mynd. Við rannsókn glæpa, sem sagt er að framd- ir hafi verið í augnablik æsingu, hefir tekin verið upp ný aðferð, — það er að segja hlutað- eigendur, eru reyndir og dæmdir samkvæmt hinum “óskrifuðu lögum”. Slíkum “lögum var til skamms tíma sjaldan beitt. Ef maður dró konu á tálar, þá hlaut hann, eða að minsta kosti átti að hljóta refsingu, samkvæmt fyrirmælum hegningarlaganna. En nú hefir heimilunum verið splundrað, þeir sem valdir voru að verki sýknaðir, samkvæmt anda þessara “óskrifuðu laga” og tilverknaðurinn afsakaður með því, að hann hafi framinn verið í ógáti eða augna- bliks geðshræringu! Einkum hefir þó þessi vegur verið farinn, þar sem um var að ræða hermenn eða hermanna heimili, er sætt höfðu truflun. Á Frakklandi má svo að orði kveða, að allir glæpir séu fyrirgefnir, ef framdir eru í augnablik geshræring, eða ef hægt er að sann- færa dómstólana um að svo hafi verið. Virð- ing fyrir lögunum sýnist stöðugt vera að þverra, virðing fyrir heimilislífinu sýnist fara þverrandi og virðing fyrir helgi mannlegs lífs vera orðin næsta takmörkuð. Frönsku og Þýzku dagblöðin, eru full hryðjuverka og glæpasýningum, en þau ensku af sönnum eða ósönnum býltingatilraunum. Þetta er alt eðlileg afleiðing stríðsins og ó- kjara þeirra, sem fólk átti við að búa meðan á því stóð. Enskur rithöfundur skýrir orsakir núver- andi glæpa-ástands á þessa leið, og mér finst hann hafa meir en lítið til síns máls. 1. Menn, sem höfðu tilhneigingar til glæpa fyrir ófriðinn, en veigruðu sér við morðum, sökum afleiðinganna, eru nú lausir við þann ótta, treysta á fyrirgefninguna. 2. Glæpamenn þeir sem dæmdir höfðu ver- ið, en látnir voru lausir og gengu í herþjónustu, hafa nú aftur tekið upp sitt fyrra líferni, lítt á- talið af réttvísinni. 3. Atvinnuleysi og dýrtíð hafa í mörgum tilfellum hrint, áður heiðvirðum borgurum, út á glæpabrautina. 4. Hin almenna óánægja allra stétta, með á- standið eins og það nú er, hefir verið orsök til óteljandi hermdarverka. — Fólk veit ef til vill ekki alment af því, en þó er það engu að síður satt, að ógnir stríðsins hafa dregið svo mjög úr tauga styrk kynslóðar- innar, veikt dómgreindina og lamað lífsþrótt- inn, að það hlýtur að taka feyki langan tíma að koma jafnvægi á að nýju. Menn vilja helzt láta reka á reiðanum, afskiftalitlir um sína eig- in velferð, en afskiftalausir með öllu um hag nágrannans. Menn kæra sig kollótta þótt samgöngutæk- in séu í ólagi, þótt framleiðslan þverri og pen- ingamarkaðurinn verði bandvitlaus, — hugsa ekki um annað en svalla í dag þótt sulturinn vofi yfir á miorgun. En út yfir alt tekur þó kæruleysið, sem einstaklingar og yfirvöld sýna munaðarleysingjunum, ungum og gömlum. Austurrísk og rússnesk börn geta soltið í hel í þúsundatali, án þess að fjöldinn rumskist eða hrærist til meðaumkunar. Einstaka mönnum víðsvegar um heim, gekk þó þetta hörmunga á- stand til þjarta og reyndu að vekja athygli al- mennings á röddum munaðarleysingjanna, sem orðið höfðu stríðógæfunni að bráð. En hverj- ar urðu undirtektirnar? Stórblöðin risu óð og uppvæg gegn annari eins óhæfu, töldu forgangs- mennina seka xnn um “ propaganda; ” eða þeir hefðu með öðrum orðum gerst talsmenn “óvina- þjóðanna!” Viðbjóðslegri fyrirslátt hefi eg aldrei áður þekt. Menn, sem þannig skrifa, hljóta að vera gersneyddir öllum mannúðar og réttlætis til- finningum. Þannig héldu þeir samt áfram að skrifa, líklegast vegna þess að þeim var ljóst, hvað helzt féll í kramið, hvað bezt hentaði dýrs- legasta lesendahópnum — stærsta hópnum, sem blöðin studdust við! Hvernig sem maður veltir fyrir sér mál- unum, verður eigi annað séð en að stríðið, með öllum fögrum fyrirheitum, er í samband við það voru sett, hafi stórspilt mannkyninu í heild sinni. Þeir sem hæzt tala um dygðimar, sem sprottið hafi upp úr blóðgum vailnum, eru að eins brjóstumkennanleg flón. Það er engu líkara en slökt hafi verið á vitum vitsins, og Norðurálfu þjóðirnar séu að hverfa dýpra og lengra inn í myrkraveldið, — sortann. þar sem dýrseðlið, öfundin, kæruleysið, ágirndin og efnishyggjan þrífast bezt. Ein- hvera tíma birtir þó af degi á ný, en hvað nóttin verður löng er öllum hulið. — E. P. J. --------o-------- Gunnar írá Hlíðarenda. Hlíðarenda hetjan prúða, hár og þrekinn, snar og beinn, 'gekk á milli glæstra búða, Gunnar, klæddur tignar skrúða, fránhýr, bjartur, frjáls og hreinn. Ferðum ytra frá hamn tjáði, fleins við gný á sæ og láði frægri sigur fékk ei neinn. Þá var bjart um velli víða, vit og göfgi héldu ráð, yfir svein og svannann blíða sólin skein á hólmann fríða, frelsið krýndi lög og láð, f jör og hreysti. dáð og dygðir djúpt um allar landsins bygðir höfðu traustum tökum náð. Gunnar frækinn merkra manna margra þáði verðugt hrós, hann þar meðal höfðingjanna hugði víða leið að kanna— þarna mætti ’ann dýrri drós. Hann var glæstur hreystimögur, hún var skrautleg, kæn og fögur, strax hjá báðum brunnu Ijós. Lengi bíða ekki eirði ’ann, einkamálin flutti þíð. Kosti og lesti hennar heyrði ’ann Hrúti frá, en ástin reyrði ’ann, Hallgerður var heitin fríð. Nú var ekki Njáll í ráðum, nornir Skuldar vöfðu þráðum yfir kappans auðnu tíð. Hallgerður á Hlíðarenda harðráð þótti, flá og köld, marga drengi lét hún lenda ?ágt í mold til Heljar senda, víðtæk urðu vígagjöld. Ætíð Gunnar góðra vina geymdi trygð. í sókn við hina, hlaut um sveitir sæmd og völd. Ýmsir högg í annars garði áttu þá með stálin blá, einn þar sótti, annar varði, aflið stælti þankinn harði, Gunnar einatt atgeir brá. Loks var kappinn lista slvngi lýðmæringum af á þingi sekur dæmdur Fróni frá. Þegar búinn síðsta sinni svásu bóli reið hann frá. fegurðin í Fljótshlíðinni fyr svo aldrei stóð í minni— aftur sneri hetjan há. Einn af mörgum var hann veginn, vífið honum kinnhest sleginn mundi þegar mest á lá. Gunnar lifir enn í æðum, aldrei gleymist listin há. Fjör og þrek úr fornum glæðum finst í verki, hug og ræðum, hvar sem íslenzk hjörtu slá. Enn þá flýgur ör af boga, aldir kynda vafurloga Hlíðarenda hólraans frá. M. Markússon. Hveiti! Hveiti! íslendingar sem hafa hveiti til sölu œttu að lesa eftirfarandi auglýsing Members Winnipeg Grain Exchange — Mem'bers Winnipeg Produce Clearing Association. LICENSED AND BONDED By the Board of Grain Commissioners of Canada ortSi-West CommissiomCoo Limiled Telephone A 3297 216 Grain Exchange, Winnipeg, Man. tslenzkir Bændur ! Um leið og vér ávörpum yður, óskum vér fyrst af öllu, að þér hafið haft arðsama uppskeruí ár. En vér vonum einnig að þér hafið lesið og athugað auglýsingar þær og greinar, sem birzt hafa í íslenzku blöðunum iðuglega þau síðastliðin sex ár, er vér höfum stundað kornverzlun, og að þær hafi sann- fært yður um, að það væri yðar eigin hagnaður að láta ís- lenzka kornverzlunarfélagið, The North-West Commission Co., Ltd., selja korn yðar. pað er ekki eins og nýtt og óreynt félag væri að höndla korn yðar, þegar þér send;ð það til vor. Eftir sex ára starf sem kornsölumenn fyrir bændur, er það sannfæring vor, að þekking vor geti orðið yður hagur þetta ár. Eins og það er hagur fyrir bændur að yrkja land sitt vel, eins er það hagur vor að selja korn það, sem oss er trúað fyrir, svo vel, að bændur verði ánægðir. En til þess að geta það, þarf maður sá er selur, að hafa reynslu og þekkingu á kornverzlun og hinu breytilega markaðsverði á komvörunni. í ár, þegar markaðurinn er opinn til hæstbjóðanda, naá búast við mjög breytilegum og mismunandi prísum, og þegar svoleiðis er, vill oft tfl, að menn selja þegar sízt skyldi, en geyma þá selja ætti. peir sem vildu geyma korn sitt um lengra eða skemmri tíma, ættu að senda til vor það sem þeir hafa. Vér skrifum hverjum sem sendir oss korn, þegar vér álítum að selja ætti. Einnig gefum vér daglega prísa og á- lit vort um markaðinn þeim viðskiftavinum vorum, er þess æskja. Vér foorgum ríflega fyrir fram borgun, ef æskt er. Ef vigtar útkoma á vagnhlössum, sem oss eru send, ekki stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum vér það sérstaklega að skyldu vorri að sjá um, að slíkt sé lag- fært. Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa, að vér skoðum sjálífir kornið í hverju vagnhlassi, sem oss er sent, svo að rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað. petta er nokkuð, sem flest stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna, láta sér nægja úrskurð verkamanna sinna. Einnig eiga flest þeirra sin eigin korn- geymsluhús, svo ,það er þeirra hagnaður, ef flokkunin er gjörð bóndanum i óhag. pað er ætíð gott að vita, þegar mað- ur sendir korn, að einhver líti eftir, ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að einhver sjái um, að slíkt sé strax lagfært. Margir bændur hálda því fram, að það borgi sig foetur að draga foveiti og aðrar korntegundir í næstu korn- hlöðu, þar sem vinnulaun eru há eins og í ár. En ef þeir vissu hvað þeir tapa af vigt við það, mundu þeir hafa aðra skoð- un. Ef þér hafið fylt járnbrautarvagn og viljið selja inni- hald hans áður en hann fer á stað, þá símið oss númerið á vagninum og munum vér selja kornið strax fyrir hæsta verð. Sendið oss svo “Shipping Bill” af því og munum vér borga úl á það ef beiðst er eftir og afganginn, þegar vigtar út- koman fæst. íslendingar! Vér mælumst til, að þér sendið oss sem mest af korni yðar í ár. Vér erum þeir einu landar, sem reka þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn umboðssölu- launum. Vér höfum ábyrgð og stjórnarleyfi og gjörum oss far um að gjöra viðskiftamenn vora ánægða. Vér þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við oss, og vonum að þeir, sem enn ekki hafa haft viðskifti við oss, gefi oss tækifæri til að selja korn þeirra í ár. Vér á- byrgjumst áreiðanleg viðskifti og gjörum vort ítrasta til að gjöra bændur ánægða. Hannes J. Lindal. Pétur Anderson. Auður er bygður á sparsemi Ef þú þarft að vinna Kart fyrir peningum þín- um, þá láttu paningana vinna Kart fyrir þig. Sparisjóður vor borgar 3 prct. árlega og er vöxt- unum bætt við höfuðstólinn tvUvar á ári. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, SELKIRK BRANCH, W. H. HAMILTON, Maaagcr. W. E. GORDON, Manager. Af sjálfshvöt. Fremur er það erfitt, að hugsa sér þann Vestur-íslending, sem tæki beiðni um að styrkja Jóns (Bjarnasonar skóla með önuglyndi pg ókuneisi. Sumum finst, af einverjum ástæðum, að þeir geti ekki styrkt hann, en prúðmenni geta menn verið engu að síður. Samt má ekki foúást við, að allir menn séu fyrirmyndir meðal vor fremur en annara; en vonandi eru þeir Vestur.íslendingar, sem ill- yrðum hreyta í garð skólans, svo fáir, að þeir megi teljast algjör- lega hverfandi stærð. pví hvað er Jóns Bjarnasonar skóli annað en tilraun vestur-ísl. kristni til að vernda og folessa æskulýð vorn á hinni nýju þjóðlífsforaut hér vestra? Getur nokkur heilvita maður látið sér blandast hug um, að þetta er eitt hið mesta ræktarmerki við íslenzkan feðra- arf, sem VesturJslendingar hafa nokkurn tíma sýnt? Getur ekki hver hugsandi maður séð, að ekk- ert annað, sem Vestur-íslendingar hafa gjört, sýnir eins glöggan skilning á framtíð kirkju vorrar og þjóðar í þessu landi, eins og einmitt skólafyrirtækið? í raun og veru er það tæpast hugsanlegt, að nokkur Vestur-Í&lendingur sé önugur eða illyrtur í garð svo göf- ugs málefnis. Enda fjölga vinirnir óðum. Ávísanir á Evrópu. Vér getum verið yður hálp- legir með að senda pen. inga með pósti eða síma til eftirfylgandi staða: Bretlandseyja Frakklands ítalíu Belgíu Serbíu Grikklands Danmerkur Svíaríkis Noregs Roumania eða Svisslands. THE RDYAL BANK OF CANADA Höfst. og varsj. $35,000,000 Allar eignir $558.000,000 Og til allra hinna mörgu vina skólans vildi eg segja, með orðum-h skáldsins Steingríms Torsteins- sonar: "Og enninu snjóvgu til ljóe- hæða lyft

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.