Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 8
Bls. 8 LÖGBERG FIMTUADGINN 2. SEPTEMBER 1920. BRÚ KIÐ CRofH Safnið ambnðnnum og Coupons fyrir Premíur 0r borgi mni Séra Friðrik Hallgrímsson pré- dikar í Fyrstu lút. kirkjunni á sunnudagiíin kemur að morgni og að kveldi. Mrs. Paul Reykdal frá Lundar, Man., er stodd hér í bænum að heimili bróður síns, herra Árna Eggertssonar. Frú Stefanía Guðmundsdóttir, leikkona frá Reykjavík, er vænt- anleg ásamt þremur börnum sín- um hingað vestur með Lagarfossi, til þess að heimsækja föður sinn og skyldmenni, sem búsett eru hér vestra. Vonandi fá Vestur-íslend- ingar að njóta listar frúarinnar á leiksviði hér vestra áður en hún fer heim aftur. Séra Jónas A. Sigurðsson, sem veitt hefir Fyrsta hít. söfnuði Winnipeg prestsþjónustu þrjá undanfarna sunnudaga, er nú á förum aftur til safnaða sinna Churchbridge og messar í Kon kordía söfnuði á sunnudaginn kemur 4. þ.m. Guðsþjónustur þær er séra Jónas flutbi hér, voru prýðis vel sóttar, enda er hann frábærlega snjall og andríkur kennimaður. peir sem búa í “blocks” hér í borg, una illa þvi, hve mjög leiga hefir verið færð upp í sumar, hafa haldið fundi og reynt að koma á samtökum til að hnekkja því. Eigendur taka því vel, að það mál verði rannsakað í heyr- anda hljóði, svo allir fái að vita hvert 'leiguféð gengur úr þeirra höndum, segjast lítinn ágóða hafa af eignum sínum. Leitað er til stjórnarinnar um nefndarskipun til íhugunar. Líklega vinnur sú r.efnd ekki fyrir ekki neitt, og bæt- ist þá cignirnar. Jóhannes Lögberg P., um helgina. bóndi Einarsson frá var á ferð í borginni Prestar kirkjufélagsins íslenzka og lútersika höfðu með sér fund í West Selkirk í síðustu viku mjög uppbyggilegan að sögn. Allir þjónandi prestar kirkjufélagsins voru þar viðstaddir, nema forseti kirkjufélagsins, séra Björn B. Jónsson, sem var fjarverandi sök um veikinda, og séra Adam por- grímsson, er sendi skriflega af- sökun. Auk þess voru á fundin- um þeir séra Hjörtur Leo og séra Runólfur Runólfsson, er nú gerð- ist meðlimur prestafélagsins. — Tvær opinberar samkomur voru háldnar í sambandi við fundinn, sem voru vel sóttar. Mr. Bergthor E. Johnson kom utan frá Lundar eftír helgina. Hann sagði skógarelda mikla kring um bygðir fslendinga, eink- um að norðan og vestan, en skaða hafði hann ekki heyrt getið um á skepnum eða mannvirkjum. Mr. Hjálmar A. Bergmann lög- maður, kom til borgarinnar á mánudaginn ásamt fjölskyldu sinni sunnan frá Gardar, N. D. Mr. Bergmann hefir dvalið um hríð á heilsuhœli í Battle Creek, Mich. sér til hvíldar og heilsuibót- ar. Varð honum dvölin suður þar til hinnar mestu hressingar. Mr. og Mrs. Einar P. Jónsson komu sunnan frá Gardar, N. D. á mánudaginn. Kvöldskemtun heldut kvennfé- lag Fyrsta lút. safnaðarins á gras_ fiötinni við kirkju safnaðarins fimtudagskvöldið 2. þ. m. kl. 8 e. h. pað er óþarfi að fjölyrða um þess- ar samkomur kvennfélagsins, menn vita að það býður fólki aldr- ei upp á annað en það bezta sem völ er á, og svo geta menn reitt sig á að verður í þetta skifti. Inngangur kostar að eins 10 cent en veitingar verða seldar á staðnum. Munið eftir kvöldinu — fimtu- dagskvöldinu kemur 2. sept. n. k., og láta ekkert hindra ykkur frá að koma. Mrs. Dora Lewis, sem getið var í síðasta blaði fyrir frábæra náms yfirburði, hefir náð þeim frama, að vera kosin í allsherjar íorstöðu nefnd þess félags, hveri skóla- deild hún hefir veitt forstöðu. Sá heiður tjáist vera einstakur fyrir þá sök, að enginn hefir hlotið hann fyrri úr þeim parti lands- ins. í blaði því, sem frá þessu skýrir, er nefndur mesti fjöldi samtaka, sem þessi íslenzki kven- maður er riðinn við, flest með grískum nöfnum. Elín Sæmundardóttir Tómasson móðir Kristínar Hannesson að 853 Banning Str. Winnipeg lést 25. ágúst s. 1. Elín sál. var ættuð úr Stafholtstungum í Mýrarsýslu á íslandi, fluttist vestur um haf árið 1887 og hefir dvalið hér síð- an. Elín sál var 90 ára gömul þegar hún lést, og hafði þá verið blind í tuttugu ár. Hún var jarðsett af séra Runólfi Marteins- syni, en séra J. A. Sigurðsson flutti húskveðju. 25. þ. m. lést að heimili foreldra 3inna Mr. og Mrs. Hinrickson: Sigþór Mattheas Hinrickson 314 mánaðar gamall drengur — einka. barn þeirra hjóna. Hann var jarðsunginn af séra J. A. Sigurðs- syni í Brookside grafreitnum 25. ágúst. TtUOC MAAK, RCCI5TCRCP BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Domlnlon Ttras »tlf a relSum tiðndum: Getum tlt- v«*aB hvaBa tegund sem þér þarfnlst AðcerSum og “Vulcanlzlng’’ sér- stakur gaumur geflnn. Battery aBgerBlr og blfrelBar tll- búnar tll reynslu, geymðar og þvegnar. ADTO TIKK VCLOANIZIXG CO. 308 Oumberland Ave. Tals. Garry 2707. OplB ðag og nðtL Guðsþjónustur verða haldnar í J. Bjarnasonar- söfnuði Hayland Hall 12. Sept. enn einn útgjaldaliður áJ (Fermingarbörn verða spurð kl. 12—2). 1 Betel söfnuðu 19. sept. í Hólsöfnuði 26. sept. í Skálholtssöfnuði 3. okt. í J. Bjarnasonarsöfnuði (Hay- iand Hall) 10. okt. (Ferming). Adam þorgrímsson. Jónas Pálsson er á ný reiðubú- in að veita nemendum móttöku í kenslustofu sinni 460 Victor Str. Einnig hefir hann ágæta kennara með sér, sem kenna undir hans umsjón. Á þann hátt gefst fólki tækifæri að læra samkvæmt þeirri reglu sem Jónas kennir, undir hasn umsjón og fyrir mjög sann- gjarnt verð. Mr. Kristján Júlíus skáld kom til borgarinnar vestan úr Vatna- bygðum á miðvikudagsmorguninn. Mr. Edward Torlakson kom til bæjarins á sunnudaginn frá Cald- er, Sask. Hann mun hafa í hyggju að stunda nám við Wesley College í vetur eins og í fyrra. Mr. Jón Sigvaldason frá River- ton kom til borgarinnar á mið- vikudaginn ásamt dóttur sinni. Albert Jóhannsson að innheimta fyrir Hecla P. O. umdæmi. ar Tómasson hefir tekið þann starfa að sept. 1920. er hættur Lögberg í En Gunn- góðfúslega sér frá 1. Sigurjón pórðarson bómdi frá Hnausa P. O. Man., 'kom til bæjar- ins í vikunni í verzlunar erind- um. Ungfrúrnar María og Theodora Iíermann, fóru suður að Gardar N. Dakota síðastliðinn fimtudag, í kynnisför til skyldfólks sína. pær komu heim aftur á mánudag- inn. Mannalát. 25. þ. m., lézt kon- an Valgerður Guðamundsdóttir Anderson að 641 Sargent Ave. Winnipeg. Hún var fædd á ís- landi 2. jan. 1840, kom til Ame- riku með manni sínum Jóhanni Jóhannessyni, sem hún misti 1874. Valgerður sál. var jarðsungin af séra J. A. Sigurðssyni í Brook- side grafreit. Piano spil! Um leið og eg nú byrja kenslu- starf mitt þetta næstkomandi kensluár, vildi eg leiða athygli fólks að því, að eg hefi nú ráðið kennara mér til aðstoðar, sem kenna í mínu húsi og algjörlega 3amkvæmt minni fyrirsögn. peir sem stunda nám hjá aðstoðar kennurunum, eru auðvitað mínir nemendur eftir sem áður, og eg því álbyrgðarfullur fyrir kennsl- unni. Nemendur aðstoðar kenn- aranna spila á samkomum mínum eins og lærlingar mínir, þegar þeir eru þess megnugir. í þessu samibandi, vildí eg biðja foreldra sem eru að leggja á sig kostnað Og erviði við að menta börn sín í hljóðfæraslætti að fara með þeim á sem flestar samkomur þar sem þau geta iheyrt hljóðfæraslátt, og hvað helzt á þær samkomur, sem haldnar eru af unglingum á þeirra reki. Ekkert vekur eins áhuga hjá unglingunum eins og áð veita þeim eftirtékt, sem eru áhugasam. ir og komast þar af leiðandi vel áfram. Fátt mun auðveldara, en að gera lærdóminn að einhverjum áhugaleysis draumórum, sem að lokum endar með hugsunarlausri skifting á tíma og peningum milli kennaranna og nemendanna. Dóm- greind á hljóðfæraslætti, sem öll- um öðrum, þroskast að eins við samanburð, eða með öðrum orðum að læra að skilja hvað er gott og hið gagnstæða. Jónas Pálsson. > Okkur langar til að bæta fáein- um orðum við grein frá Betel sem stóð í Lögbergi 22. júlí s. 1., um heimsókn kvefélagsins Djörfung frá Icelandic River 9. júlí. pess var ekki getið í þeirri grein, að þegar kvennfélags kon- urnar voru búnar að bera á borð fyrir alt heimilisfólkið, sem ról- fært var, lögðu þær sinn dollarinn hjá hvorum bolla alls gamla fólks. ins, og sömu reglu fylgdu þær við öll gamalmennin, sem ekki gátu fært sig úr herbergjum sínum og setið til iborðs með hinu fólkinu. peim öllum færðu þær góðgjörð- irnar og létu einn dollar fylgja til hvers eins. petta er í annað skiftið sem þessar konur hafa sýnt sinn kær- leika til Betél og þeirra sem þar búa, með því að heimsækja heim- ilið í hóp með veitingar og gjafir. Fyrir fjórum árum sumarið 1917, komu þær til okkar færandi hendi. Héldu öllu heimilisfólkinu veizlu ! og gáfu 25 dali til heimilisins í peningum. pessar heimsóknir, gjafirnar sem þær komu með og þann kær- leika sem stendur á bak við alla þeirra fyrirhöfn hjá þessum góðu konum þökkum við innilega, og biðjum Guð að launa á þann hátt sem hann sér þeim fyrir beztu. Ásdís Hinriksson, Elinora Júlíus. Forstöðukonur á Betel. f sambandi við þessa ofanrit. uðu grein viljum vér geta þess, að hr. Jaköb Briem hafði sent oss samhljóða leiðréttingu, sem því miður hefir óviljandi týnst í prentsmiðjunni. Á þessari yfir sjón biðjum vér vin vorn Briem og alla hlutaðeigendur velvirðing- ar- Ritstjóri. LJÓS ÁBYGGILEG | ------og-------AFLGJAFI Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna ÞJCNUSTU Vér æskjum virðingarfyl»t viðskifta jafnt fyrri VERK- SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main9580. CONTRACT ! DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að ! máliog gefa yður kostnaðaráællun. Winnipeg ElectricRailway Go. j ! ONDERLAN GENERAL MANAGER Gjafir til Betel. Fríða Sveinson, Vancouver..,. John Johnson, Brandon......... Kvenfél. Fjallkonan, Lang- ruth, Man................... Girls Century Club, Eyford.... Borgun af dánargjöf Aðal- steins heit. Jónssonar .... $100 Innilegt þakklæti fyrir gjafirnar. J. Jóhannesson, féh. 675 McDermot ave., Wpg. $30 $10 $25 $25 Fundarboð. Meðlimir Jóns Sigurðssonar fé- lagsins, eru 'beðnir að fjölmenna á fund þess þriðjudagskvöldið 7. sept. n. k. í neðri sal Goodtempl- arahússins. Minningarrits málið verður þar til umræðu, og fleiri áríðandi mál- efni. Skýrnir framkvæmdar af séra J. A. Sigurðssyni síðastliðinn sunnudag: Elízabet, Jóhann, Sig- urþór, börn Siguiiþórs Sigurðsson- ar og Maríu Eriku Sigurðsson. Úlfar Kristófer, barn Sigurðar- Davíðssonar og Sigríðar Davíds- son. Helene Elizabeth Bailey, .barn W. J. Bailey og Regina Octavia Bailey. Mr. Jónas Stefánsson skáld frá Kaldbak kom til bæjarins norðan úr Mikley á miðvikudaginn. Miss Rúna Jóhannsson, Gardar, N. D., kom til borgarinnar á mánu. daginn og dvelur hér nokkra daga. LEIÐRÉTTING. pegar eg birti nöfn þeirra nem- enda Jóns Bjarnasonar skóla, sem hefðu staðist próf mentamála- deildarinnar, og það var sama sem að birta þau rétt að segja öll, sagði eg að Sveinn Magnússon, Lundar, hefði ekki staðist próf í sögu. Eg fékk þær upplýsingar á menta- mála skrifstofunni, en jafnvel þeim þar getur skjátlast stundum, og svo fór í þetta sinn. Hann stóðst prófið með fyrstu (1B) ein- kunn. petta hefir hann skriflegt frá mentamála skrifstofunni sjálfri, og bið eg velvirðingar á þessari missögn minni. Úr því eg er að minnast á þessi atriði þykir mér við eiga, að gera nokkra viðbót við frásögn mína um þá, sem sköruðu fram úr við prófið. í 9. bekknum voru þrír unglingar, sem fengu fyrstu á- gætis einkunn (1A): Victor Jón- asson, Theódís Marteinsson og Garðar Mélsted. petta var í mannkynssögu, og var eina náms- greinin í þeirri deild, sem krafist var prófs í. Fyrir nokkru sðan var nafn gefanda í Elfros til Jóns Bjarna- sonar skóla birt í lista í Lögbergi. Nafnið var Mrs. Jóh. Hallson; þetta var skakt, átti að vera: Mrs. Jónanna Halldórsson. pessi synd var samt ekki mér að kenna, en engu síður bið eg velvirðingar á þessu. R. Marteinsson. w THEATRE Miðvikudag og Fimtudag Mary MacLaren “The Road to Divorce” Föstudag og Laugardag ‘Blind Husbands’ Von Stroheims undra mynd Mánudag og priðjudag Mary Miles Minter “Jennie, be Good” Jó ons Bjarnasonar SKÓLI tekur aftur, ef Guð lofar. til starfa þriðjudaginn 21. September, í sama húsi og undanfarandi ár, að 720 Beverley stræti í Winnipeg. Ráðnir kennarar við skólann eru: ; séra Rúnólfur Marteinsson, B.A., B.D., skóla- stjóri og kennari í kristindómi og íslenzku. ungfrú Salóme Halldórsson, B. A., kennari í tungumálum. ungfrú May Anderson, B.A., kennari í stærð- fræði og náttúruvísindum. Markmið skólans er: kristileg menning, ræktarsemi við íslenzkan feðTaarf, hollusta við hið nýja föðurland vort og góð fræðsla í öllum greinum, sem kendar eru. Jóns Bjarnasonar skóli var eini miðskólinn í Manitoba og Saskatohewan, sem veitti tilsögn í íslenzku síðastliðið ár. Sendið umsóknir til undirritaðs, sem veitir allar nánari upplýsingar. R. MARTEINSSON, skólastjóri. Pakkarávarp Af hjarta þökkum við öllum þeim sem á einn eða annan hátt leituðust við að létta sjúkdóms- stríð okkar kært elskuðu dóttur, og systur Lilju Johnson. pökk fyrir peningagjafirnar og blómin sem henni voru send í legunni laungu. pöldc fyrir hvert hlý- legt orð og hjálp; alt voru það geislar frá göfugum hjörtum semj vörpuðu birtu á síðustu stundirn- j ar. Við teljum engin nöfn, þau eru svo mörg, Guð þekkir þau öll og ,hann biðjum við að launa öll- um sem glöddu Lilju okkar fyr eða síðar, og að síðustu þökk til þeirra mörgu sem sendu blóm- kransa á kistuna hennar og allra sem sýndu okkur samúð með nær- veru sinni við jarðarförina. Einar Johnson Oddleifur Johnson Stefán E. Johnson Bergthor Emil Johnson Kjartan Ingimundur Johnson. Phone: Garry 2616 JenkinsShoeCo. 639 Notre Dame Avenue Wonderland. Áður langt um líður verða mynd ir sýndar á Wonderland, sem bera af öðrum sem sýndar hafa verið í ár. “Te Road to Divorce” er einn sá geðugasti leikur sem Mry McLaren hefir veitt oss. Sá verður sýndur miðvikudag og fimtudag. “Blind Husband” verð- ur sýndur föstu og laugardag, í hverjum von Storheim hefir náð hámarki sinnar skemtunar. Nærsta mánudag og þriðjudag sýnir sig Mary Meles Minter hin fríða í “Johnnie be Good”. par á eftir koma “The Great Air Robbery,” Mitchell Lewis í “The Last of His People”, Priscilla Dean í “The Virgin of Stamboul”, Dorothy Philips, Tom Mix og hin goðum- líka Nazimova. Mrs. Ein#r P. Jónsson, að 920 Lipton Str.. tekur nú á móti piano- nemendum að heimili sínu eins og að undanförnu. Sími N 6260. — Fluttir! Þann I. ágúst síðastliðinn fluttum vér Aðalskrifstofu vora ámiklu hentugri stað að 214 Avenue Block 26S Portage Ave. The Winnipeg Supply & Fiiel Cd. Ltd. WINNIPEG Símar N. 7615-6-7 Nýtt stafrófskver hefir séra Adam porgrímsson samið, og er von á því á markaðinn innan fárra daga frá prentsmiðju O. S. Thorgeirssonar. Kver þetta er að sögn sérstaklega shiðið eftir þörfum vestur-íslenzkra ung- menna og barna og kemur því í góðar þarfir. Sér Adam porgrímsson, Hay- land P. O. Man., kom til borgar- innar ásamt syni sínum á þriðju- daginn. Sagði presturinn, alt gott að frétta úr bygðarlagi sínu. SPARID 35% á PLÓGUM YÐAR Sérstök kjörkaup á þrí og fjór bottom Lacross plógum Vér vorum svo hepnir að kaupa inn nokkuð af þessum plógum við sama verði og átti sér stað fyrir stríðið, en síðan hefir þó $100 verið ibætt við verðið 'á hverjum plógi annars- staðar. Vér sendum þá hvert sem vera skal jafnskjótt og pöntun kemur lí vorar hendur. $285.00 fyrir fjór-bottom, en $200.00 fyrir þrí-bottom. Sendið hraðskeyti eða hringið upp N 1387 TRACTIONEERS Ltd. 445 MAIN STREET WINNIPEG. YOU YFIRBUXUR háar á baki Gerðar af bezta 'bláu Denin, ábyrgstar að endast vel og lengi $3.75 Afar sterkir vetlingar og ökuglófar $1.00 til $2.50 Afbragðs Vinnubuxur $6.50 til $8.50 White & Manahan, Limited 500 Main St., Winnipeg Fowler Optical Co. (Áður Boyal Optical Co.) Hafa nú flutt sig að 340 Portage Ave. fimm húsum vestan við Hargrave St., næst við Chicago Floral Co. Ef eitthvað er að aug- um yðar eða gleraugun í ó- lagi, þá skuluð þér koma beint til Fowler Optical Co. l.IMITKD 340 PORTAGE AVE. Sendið Rj • / omann til félagsins sem bezt fullnægir kröfum tímans. pér viljið fá smjörfituna rétt mælda, rétta vigt, hæsta verð og fljót ski'l. Vér ábyrgjumst yður alt þetta. 68 ára verzlunarstarfsemi vor er sönnun þess hve vel almenn- ingur hefir treyst viðskiftum vorum. Sendið eftir Merkiseðlunum. er sýndir voru í næsta blaði hér á undan. Vér vitum að yður falla eins vel viðskifti vor og nokk- urra annara samskonar félaga, ef ekki betur. CANADIAN PACKING CO.. Limited Eftirmenn MATTHEWS- BLACKWELL. 1 LIMITED Stofnsett 1852 WINNIPEG. MAN. MRS. SWAINSON, að 696 Sar gent ave. hefir ávalt fyTÍrliggj- andi úrvalsbirgðir af nýtízku kvenhöttum.— Hún er eina ísl. konan sem slíka verzlun rekur í Canada. íslendingar látið Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. Talsími Sher. 1407. 1 pakklæti. Mitt hjartans þakklæti eiga lín- ur þessar að flytja öllum, sem á einn eða annan hátt sýndu mér hjálp og hluttékning við lát minn- ar ástkæru eiginkonu, Guðnýjar Eyjólfsdóttur Thomson s. 1. júní. Blaine, Wash., 16. ág., 1920. Ellis G. Thomsen. WHO ARE CONSIDERING A BUSINESS TRAINING Your selection of a College is an important step for you. The Success Business College of Winnipeg, is a strong reliable school, highly recommended by the Public and re- cognized by employers for its thoroughness and efficiency. The indvidual attention of our 30 expert instructors places our graduates in the superior, preferred list. Write for free prospectus. Enroll at any time, day or evening classes. Thc SUCCESS L- RUSINESS COLLEGE, Ltd. EDMONTON BLOCK—OPPOSITE BOYD BUILDING CORNER PORTAGE AND EDMONTON WINNIPEG, MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.