Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.09.1920, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. SEPTEMBER 1920. Bfe. 5 Komið til $4 King Street og skoðið Electric Washing Machine Það borgar sig að leita upplýsinga City Light & Power 54 King Street þegar hafa orðið við þessum til- mælum vorum . En, enn þá vant- ar margar fleiri, nokkrir sem hafa sent skýrslur hafa ekki sent mynd með, eins og við höfum á- valt ibeðið um. petta tefur fyrir, og drátturinn er að verða tilfinn- anleg langur. Okkur langar til að ibókin verði vönduð, og viljum við því ibiðja alla er þetta lesa að styðja að því, að okkur verði send. ar þessar skýringar tafarlaust. í fjarveru Mrs. Búason ritara nefndarinnar, tekur Mrs. Skafta- son, að 378 Maryland Str. Wpg., á móti myndum og æfiágripum til 1. okt. þessa árs. pá fara prent- ararnir að taka við af okkur. Not- ið tækifærið áður en það verður of seint, og sendið myndirnar og æfiágripin nú þegar. Nefndin. Nýlátin er hér í bænum frú Andrea Andrésdóttir, kona Hann- esar Jónssonar kaupmanns. Fyrirætlanir “Dansk-islansk lægsselskab”. an- Til bænda er selja rjóma! Vér getum nú boðið allra hæzta verð út í hönd fyrir rjóma og greiðum allan kostnað, er af flutningnum leiðir. Vér leggj- um oss í framkróka með að gera viðskiftavini vora ánægða; eigum líka í vissum skilningi hægra með það, þar sem vér fá- umst einungis við smjörgerð, og þrjátíu ára reynsla vor í þeirri grein ætti að gefa bændum hvöt til þess að senda rjóma sinn beint til THE MANITOBA CREAMERY COMPANY, LIMITED 846 Sherbrooke Street WINNIPEG A. McKay, framkvæmdarstjóri MANITOBA Meðmæli Bank of Toronto =!= og líttu sem örninn mót sólu, sjá heiðríkt er austrið og húm- skýjum svift; þau hurfu fyrir morgunsins gjólu.” Bjartsýni og áhugi vinanna hef. ir áhrif á aðra og vinahópurinn fer sí-stækkandi. Fleiri hjörtu verða snortin og meiri fúsleiki til að vinna málefninu gagn kemur í Jjós. En mikilsvert er það, að allur stuðningur, sem menn veita mál- efninu er veittur af fúsum og iglöSum huga. “Komu þá allir, sem gáfu af fúsum huga oig með ljúfu geði, og færðu drotni gjafir til að gjöra af samfundatjaldið”. “ísraelsmenn færðu drotni þessar gjafir sjálf- viljuglega.” pannig er sagt frá þeim anda, sem knúði fram gjafir ísraels- manna til tjaldbúðarinnar, þegar þeir reistu hana á eyðimerkurför- inni. petta er svo fagurt dæmi, að það er öllum til fyrirmyndar. Gjafir af “fúsum huga”, ‘með ljúfu geði” og “sjálfviljuglega” eru ávalt sannar gjafir. pað voru gjafir ísraelsmanna. Kona vestur í Leslie, Mrs. S. Sigurbjörnsson, finnur ótilkvödd hvöt hjá sér til aS stofna til sam- komu til arðs fyrir skólann. Hún safnar saman munum til útsölu, leggur þar til stóran skerf frá sjálfri sér og fær fólk til að skemta. prátt fyrir óskaplega ó- hagstætt veður, varð ágóði sam- komunnar liSugir $90. Hún á þakkir skilið fyrir alt, sem hún jagði á sig til að koma þessu í framkvæmd og fólkið fyrir allan stuðning, sem þaS veitti svo sam- koman gæti hepnast. Alt var þetta gjört af “fúsum huga og með ljúfu geði”, og af þeim anda á allur styrkur til skólans að vera sprott- inn. Á þessu sumri hafa vinir skól- ans á ýmsum stöðum komiS til mín með $5 eða $10 eða $25 eða $50 sem gjafir til m'álefnisins. peir hafa gjört þaS algjörlega af eigin hvöt, án þess um væri beðið, og þegar eg hefi þakkað, hafa sumir sagt, að þetta væri ekki annað en sjálfsögS skylda. Sannarlega er þá af “fúsum huga og með ljúfu geði” gefið. Svo bæti eg því við, að allir þeir, sem verSa vel við, þegar þeir eru beðnir um styrk, gjöra það engu að síður af “fúsum huga og með ljúfu geSi.” pakkir séu öllum drenglyndum vinum og stuSningsmönnum. R. Marteinsson. paðan útskrifaðist hún með heiðri og gekk svo þar í miSskóla, fékk fyrstu ágætis einkunn (1A) við prófið úr hverjum bekk, og þegar hún útskrifaðist þaðan, vann hún $60 verSlaun fyrir latínu og stærðfræði og þar að auki verð- launapening landstjórans fyrir á gætasta framkomu í skólanum. Næsta ár hóf hún nám viS Manito'ba háskóla (College deild. ina). paðan útskrifaðist hún síð- astliðiS vor eftir hið vanalega fjögra ára nám, og hefir menta ferillinn þar verið engu minni sig- urför en miðskólanámið. tJr hverjum einasta beldc hefir hún útskrifast meS 1A einkunn og þar að auki verðlaunum. Fyrsta árið fékk hún $60 fyrir latínu og stærðfræSi, annað árið $40 fyrir stærðfræði (og ávann sama heið- ur fyrir þýzku.nám), þriSja árið $100 fyrir stærðfræði og nú síðast, er hún útskrifast, gull-medalíu fyrir stærðfræSi. (Úr þeim beJck eru aldrei veitt peninga-verð- laun). Nú skyldi einhverjum detta í hug, að hún að eins væri náms- mær, sem ekki gjörSi annað en sitja yfir bókum nótt og nýtan dag. En það er þvert á móti sann- Jeikanum. Hún er mjög félags- lynd og tók mikinn þátt í sam- kvæmislífi háskólans meðan hún var þar. Hún hefir þegar fengið allmikla æfingu sem kennari og hefir henni hepnast það mjög vel. Jlún er stefnuföst, tápmikil og stjórnsöm. Hún er hinum beztu kennar hæfileikum búin. Hún er nú ráðin til að kenna stærðfræSina í Jóns Bjarnasonar skóla. Skólastjóri verður sá saini og verið hefir. Og Miss Halldórs- son, sem öllum er að góðu kunn fyrir starf hennar í Jóns Bjarna- sonar skóla síðastliðinn vetur, verður þar tungumála kennari eins og í fyrra. R. Marteinsson. Mannfagnaður. Um náttmálabil síðastliðins sunnudags (29. ágúst), streymdi úr öllum áttum mikill fjöldi bif- reiða hlaðnar farþegum, er stað- næmdust við íbúðarhús séra Páls Sigurðssonar að Gardar N. Da- kota. Prestur hafði að heiman verið um daginn og síst átt gesta von. Fekk það honum því meir en lítillar undrunar, er hamn kom heim um kvöldið að húsi sínu þéttskipuðu af gestum. Einhvern veginn höfðu sóknar- börn séra Páls komist að því að þenna dag var afmæli hans, og þau því ráðið með sér í kyrþey að gera honum óvænta heimsókn. Eftir að fólk hafði komið sér fyrir í sætum, stóð upp forseti Gardar safnaðar, Mr. Benoný Stefánsson og bað sér hljóðs. Kvað hann tilgang heimsóknarinn- ar vera þann að færa séra Páli innilegustu árnaðaróskir sóknar- barna hans á afmœlisdaginn, og njóta með honum sameiginlegrar ánægjustundar. Sagðist forseta vel, og í lok ræðu sinnar, afhenti þann heiðursgestinum bánkaá- vísun, sem afmælisgjöf frá söfn uðinum. — Séra Páll þakkaði heimsóknina og gjöfina með fag- urri og viðkvæmri ræðu. Kvaðst hann verða mumdu langminnugur vináttunnar og hlýhugans, er heimsóknin bæri vott um. Auk þessara tveggja, sem hafa nefndir verið, tóku einnig til máls Halldór Reykjalín, Gama- liel porleifsson, S. S. Laxdal, Jón Jónsson, Guðmundur Davíðsson, Stefán, Hallgrímsson, Hjálmar A. Bergmann og Einar P. Jónsson. Hinir tveir síðastnefndu voru staddir á Gardar um þessar mund- ir og boðið að taka þátt í samkom- unni. Á milli ræðanna skemtu menn sér við íslenzka söngva. — Kvenn- félag safnaðarins reiddi fram rausnarlegar veitingar og hlýtur að hafa haft viðbúnað mikinn þvi óþrotlegar sýndust vistirnar, þótt hátt væri þar á annað hundrað manns, til að gera þeim skil. Séra Páll mýtur almennra vin- sælda í söfnuði sínum, og kom það skýrt og ákveðið í ljós í ræð- unum öllum jafnt. pótt til heimsóknarinnar væri stofnað af Gardar söfnuði, þá var þó við- statt allmargt fólk úr hinum lút- erska söfnuðinum þar í bygðinni, er árna vildi afmælisbarninu heilla. — Samsætið var hið ánægjuleg- asta í alla staði, og sleit því eigi fyr en lamgt var liðið á nótt. nu Fyrir rúmu einu ári síðan var stofnað í Kaumannahöfn félag eitt með því markmiði, að hagnýta sér yms náttúruauðæfi á Vestfjörðum. Hafa menn haft óljósar fregnir af starfsemi félagsins til þessa, en hitt hafa menn vitað, að í fyrra- sumar störfuðu menn að rann- sóknum vestra fyrir tilstilli félags Frumkvöðull þessa fyrirtæk ís er Kristján Torfason kaupmað- ur á Flateyri, en ýmsir fjármála- menn danskir hafa slegist í félags skap með honum og myndað hið svonefnda “Dansk-islandsk An- lægsselskap”, sem nú hefir starf- að í rúmt ár. Fyrir skömmu hélt félag þetta aðalfund sinn í Kaupmannahöfn. Slcýrði þá formaðurinn, Schiöler víxlari, frá starfsemi félagsins og fyrirætlunum, og er sú skýrsla fróðleg mjög. Fer hér á eftir útdráttur úr henni eftir dönsku blaði, og hyggjum vér, að mörg. um muni forvitni á að heyra um fyrirtælanirnar, sem eru æði stór- fenglegar. Fyrst kemur lýsing af Vest- fjörðum og þar skýrt frá, að hafn- ir séu þar íslausar árið um í kring vegna Golfstraumsins. í botni Arnarfjarðar renna þrjár ár til sjáfar og er 210 metra hár foss í einni og 306 metra hár foss í ann- ari, en í hinni þriðju er 700 metra fallhæð, en elcki óslitin. Hefir fé- lagið náð afnotarétti þessara fossa. Á Flateyri við önudarfjörð er höfn góð og djúp. Á Kristján Torfason jörðina Sólbakka og mestan hluta kaupstaðarlóðarinn- ar. Á skaganum milli Súganda- fjarðar og Arnarfjarðar eru járn- námar, og hefir félagið einnig eignast afnotaréinn af þeim. Pegar félagið var stofnað í fyrra, náði Kristján Torfason einn ig einkarétti til saltvinslu úr sjó við ísland, sem áður hafði verið í höndum félagsins “Islands Salt og kemiske Fabrikker”. Fyrirætlanir félagsins eru: — 1. járnvinsla úr áðurnefndum námum, 2. virkjun vatnsaflsins, og 3. notkun rafórkunnar til salt- vinslu úr sjó. Samhliða þessu er það markmið félagsins að ná sam- vinnu við íslendinga um ýms önn- ur atvinnufyrirtæki. Félagið var stofnað með 700,000 króna höfuðstól og hefir helm- ingur þess fjár gengið til að kaupa áðurnefnd réttindi og eignir. Til að rannsaka járnnámana, fékk félagið norskan námafræð- ing, og ti’l þess að mæla fossana og gera áætlanir um virkjun þeirra Hoth vatnsvirkja- -verkfrœðing. Enn fremur kom hingað til íslands í fyrra sumar Schou prófessor til þess að skoða stöðvarnar. Er hann í stjórn félagsins. Eftir þeim rannsóknum, sem farið hafa fram, er það upplýst að járnmálmurinn (Ibrúnjárnsstenn) nær í gegnum allan skagann milli Önundarfjarðar og Súgandafjarð- ar. Er járnlagið 25—40 centi- metra þykt í láréttu leirlagi í þús- und feta hæð í fjallinu. Er talið, að þarna séu 20—30 miljón smá- lestir af járni. Sjö sýnishorn voru tekin af járninu og rannsök- uð. Reyndust þau hafa inni að halda 50—74% af járnoxyd eða 55% af hreinu járni. Enn fremur hefir fundist íremst í nesinu lag af postulíns- leir, sem Holmboe verkfræðingur hefir mikla trú á að megi nota. Er í honum 33% af aluminumoxyd, og má nota hann bæði í eldfastan leir og til aluminiumvinslu. Hafa þeir sem starfað hafa að rannsóknunm fryir félagið hér á landi, mælt með því, að komið verði hér á fót reynsluverksmiðju eigi stórri og séu þar reynd efni þau, er fundist hafa. Auk þess gem járnið hefir verið reynt í efna rannsóknastofum, var 5 smálesta sýnishorn sent til verksmiðju í Arboga í Svíþjóð, og prófaði hún járnertsinn í stórum stíl og reynd- ist hann mjög vel. Skýrslur Houth verkfræðings sýna, að fossarnir eru sérlega hag anlegir til virkjunar. Er hægt að sameina þá alla í eina aflstöð við bæinn Borg í ‘Arnarf jarðar. botni. Er í ráði að leiða Dynj- anda á sunnan að og Hofsá norð- an að eftir pípum í safnþró ofan- vert við Mjólkurárfoss, og verður þá hægt að fá þar 310 metra fall- hæð á öllu vatninu. Er hægt að safna vatnsforða til renslisjöfn- unar i Krókavatni svokölluðu og tekur það 25 miljón rúmmetra af vatni. En renslið í ám þessum er mun jafnara en gerist i öðrum löndum, og þarf því minni jöfnun en annarstaðar. Gert er ráð fyrir, áð vatnsaflið verði 7.65 rúmmetrar á sekúndu 5 vatnsminstu mánuði ársins og og 12.70 rúmmetrar í sjö vatns- meiri mánuðina. Jafngildir það 30.800 og 51.000 hestöflum óbundn um, eða 35.000 HA á túrbínuásana og 33.000 rafmagnshestorkum. Frá safnþrónni fyrir ofan foss- inn í Mjólká verður vatnið leitt eftir 920 metra löngum pípum, sem eru 105 metrar í þvermál. Úr Mjólkárfossunum er hægt að fá 14.200 HA úr Dynjandaá með Svíná 14.300 og úr Hofsá 6.700 hestorkur þegar hann er kominn til önundarfjarðar. Gert er ráð fyrir, að virkja fyrst 12.400HA, og er talið að sá kraft- ur muni kosta 4—5 miljónir króna kominn til önundarfíar^ar- Eins og áður er sagt, er fyrst og fremst haft í hyggju að nota vatnsaflið til saltvinslu, samkv. einkaleyfinu, sem félagið hefir, en þar að auki á að nota kraftinn til vinslu og bræðslu járnertsins. Vegna peningaleysisins sem nú er sá félagið sér ekki fært að byrja eins fljótt og það víldi á járn- vinslu og hefir það þvi verið í samningum við útlent félag um að það tæki að sér að starfrækja nám urnar fyrstu árin, gegn ákveðnu gjaldi á hverja smálest, sem fram- leidd væri. Kraft þann, sem félagið kann að hafa aflögum frá saltvinslunni og járniðnaðinum, hugsar það sér að nota til að vinna áburð úr loft- inu og selja nálægum sveitum til ljósa og annarar notkunar. Gerir félagið ráð fyrir, að bjóða hlutað- eigandi héröðum til kaups eitthvað af hlutabréfum í fyrirtækinu og yfirleitt að hafa samvinnu við landsmenn um alt það, sem við verður komið. Er talið að fyrirætlanir félags- ins séu nú svo vel undir búnar, að hægt sé að byrja nú þegar á framkvæmdum. Að það hefir ekki þegar verið gert kemur af þvi, að peningamarkaðurinn er svo hvikull nú, að það hefir þótt of viðurhlutamikið að ráðast í fyrir- tækið, þangað til fjárhagsmálin færu að komast í betra horf. pannig hermir hið danska blað frá skýrslu félagsins og reynir nú á hvort lendir við orðin tóm eða ‘hvort framkvæmt verður bráðlega eitthvað af hinum stórhuga áætl- unum þessa félags. Eg brúka ætíð TME CANADIAN SAIT CO. UMITEO mjög ódýr eftir því sem nú ger- ist, kostar að eins kr. 3,50. “Mannsiðir”, hin nýja bók Jóns Jacobson, sem áður hefir verið getið, er nú komin út í vandaðri og smekklegri útgáfu. Eru þar ýmsar réglur fyrir hegðun manna og framkomu á samkomum, opin- berum stöðum og í heimahúsum )g um leið vikið að ýmsum ósiðum sem nú tíðkast. Ber þar margt skrítið og skemtilegt á göma, enda er bókin fjörlega rituð. Verður hennar nánar getið síðar. Einar Kvaran. Hann dvelur nú í Danmörku. Kom hann um dag- inn til Stege, og getur “Möens Tidende” þar komu hans. Segir þar m. a. að Einar hafi skrifað nokikrar bækur, “einkum á ensku og frönsku” (“væsentligst paa Engelsk og Fransk”)! Nýtt met í hæðarflugi setti Frank Frederickson á sunnudag- inn var. Flaug hann 11,800 fet loft upp og var alls eina klukku- stund og þrjár mínútur í ferðinni. Fór hann fyrst upp að Esju og síð- an til Hafnarfjarðar og var að smástíga á leiðinni og miðaði hon- um ágætlega upp á við þangað til komið var í 10 þúsund feta hæð, en þá miðaði vélinni ekki eins vel upp og áður. Hitamæiir var eng- inn með í ferðinni, en eftir ágisk- un flugmannsins mun hafa verið 8 stiga frost efst uppi. “Drengurinn” eftir Gunnar Gunn- arsson er nýkominn út i íslenzkri þýðingu eftir porstein Gíslason, 8 stiga frost efst uppi. Útsýni og hafði hún áður birst í Lögréttu.1 var fremur gott, en þó hvarf Mörgum finst þetta bezta saga Reykjavík sjónum tvisvar sinnum G. G. og margt er líka sérkennilegt fyrir skýi. Farþegi í förinni í henni og vel skrifað, lýsing á! var Friðþjófur Thorsteinsson. æfiferli og sálarlífi manns, sem Hafa menn aldrei orðið “háfleyg- heldur áfram að vera barn í viss- j ari” hér á landi, en heimsmetið er um skilningi alla æfi. Bókin er nærri þrisvar sinnum hærra. Nýr kennari við Jóns Bjarnasonar skóla. Miss. May Helga Anderson, sem er ráðin kennari við Jóns Bjarna- sonar skóla í stærðfræði og nátt- úruvísindum, er að vísu kornung, en á þó að baki sér einn hinn glæsilegasta mentaferil, sem ís- lendingum í þessari heimsálfu hefir enn hlotnast. Er því ástæða til að skýra nokkuð frá henni. Hún er fædd og uppalin í Sel- kirk-bæ í þessu fylki og er 20 ára að aldri. Hún er dóttir Sigurðar heitins Andersons, sem dáinn er fyrir allmörgum árum, ættaður úr Fljótsdalshéraði á Islandi, og konu hans Bjargar, dóttur ólafs og Margrétar Nordals í Selkirk. Miss Anderson ólst upp í Sel- kirk og gekk þar í Barnaskóla. SKOFATNADAR-TIDINDI 600 P0R AF KVENSK0M Frá Islandi. Um Minningarrit íslenzkra hermanna vestan hafs. Hvernig gengur með út-komu þessa rits? Munu margir spyrja og er það ósk okkar að greiða úr þeirri spurningu eftir beztu föng- um, með eftirfylgjandi línum: Fyrir nærfelt tveim árum siðan tók Jón Sigurðssonar félagið það að sér að sjá um útgáfu þess og var það af þeim ástæðum. 1. að við áttum betri skýrslur yfir nöfn ísl. hermannanna, en nokkurt annað félag ( frá því er við vorum að senda jóla kassana). 2. af því að við höfðum svo miklum vinsældum að fagna að við vissum að okkur mundi verða vel til að fá okkar ritfærustu menn til að skrifa ritgjörðir fyrir þetta fyrirhugaða rit. Og í þriðja lagi fanst félaginu, það vera helg skylda þess að gera alt til þess að koma þessari bóka- útgáfu í framkvæmd — alt sem hjálpaði til þess að geyma minn- ingu drengjanna okkar, sem bezt, var okkur skylt og Ijúft að vinna. Alt gekk okkur að óskum nema með að fá skýrslur (æfiágrip her- mannanna). práfaldlega höfum við beðið um þær skýrslur í blöð- unum, og margir af vinum okkar út.um landsbygðirnar, hafa gert sér mikla fyrirhöfn að útvega þær. Fyrir það er félagið þeim innilega þakklátt, og ölluim þeim sem nú Á Suðurlandi (hafa tún brugð- ist mjög víéa og orðið miklu lak- ari en á horfðist í vor. Nýting á töðunni mun aftur á móti hafa orðið góð hjá öllum þeim, sem snemma byrjuðu að slá, því þeir munu hafa hirt undan um síðustu helgi. porskafli er nú orðinn allgóður á Norðurlandi, einkum Eyjafirði. Fá bátar í róðri frá 3—5000 pund og sækja aflann stutt. Síld er enn engin gengin inn á fjörðinn. 1 klukkustund og 40 mínútur var Jónatan porsteinsson austan frá ölfusárbrú og hingað til Reykjavíkur kvöldið sem hús hans brann. Vita menn ekki til, að sú leið hafi verið farin á svo stuttum tírna. Söng sunnan frá Englandi heyrðu loftskeytamennirnir á Mel- stöðinni nýlega. Mikil gerast verkin mannanna! Lík Pálma Pálssonar yfirkenn- ara kom hingað með Gullfossi í síðustu ferð. Fór jarðarförin fram í dag að viðstöddu fjölmenni. Kuldatíð var svo mikil á Norð- urlandi síðari hluta síðustu viku, að í Laxárdal í Skagafirði snjóaði alt ofan að bæ einn daginn. Gras- spretta kvað þó vera allgóð, en ó- þurkasamt um nokkurt skeið fyr- irfarandi. PUMPS 0XF0RD Vanaverð $8 til $ 1 5 útsöluverð $4.95 Þar ámeðal Colonial Ties, brúnir og svartir Pumps.ogOxford Colonial Pumps. Búnir til hjá Blatchford & Smarden Vér erum að hætta. Alt verður að seljast KILGOUR’S AÐEINS KVENSKÓR 289 Portage Ave. Tals. A3993

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.