Lögberg - 30.09.1920, Page 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta ver3 sera verið
getur. R E Y N IÐ Þ AÐ!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Main St. - Garry 1320
33. ARGANC.UR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 30. SEPT, 1920
NUMER 39
Helztu Viðburðir
Síðustu Viku
Canada.
Síma starfsmenn mjög margir
hafa sótt til borgarinnar á alls-
herjar fund, er stóð í nokkra daga,
þar sem þeir réðu ráðum um hagi
gína. J?eir kusu í sína stjórnar-
nefnd mann, sem átt hefir heima
í Winnipeg.
peir sem tjón 'biðu af bruna í
Manitoba fá skaðabætur hjá
fstjórnum sveita er fyrir því urðu,
en fylkisstjórnar formaður hefir
lofað að greiða helming bótanna
úr fylkissjóði.
Viðarsölumenn í British Colum-
bia kröfðust þess fyrir tollanefnd,
að tollar haldist á við í því horfi
sem nú eru þeir, en þeir nema 30
af hundraði unnins trjáviðar. í
fylkinu teljast 26 þús. manna hafa
atvinnu við viðarvinnu, og tekjur
þeirra nema 29 miljónum dollara
árlega.
Hreyfimyndafélag með miljón
dollara höfuðstól er í myndun í
Canada, og er það hið fyrsta, er
hér hefir verið myndað. Fyrsta
viðfangsefni þessa nýja félags er
saga Ralph Connors, “The For-
eigner” og er hugmyndin að halda
svo áfram að sýna ií hreyfimynd-
um skáldsögur ’ canadiskra höf-
unda, svo sem Parkers, Drum-
monds, Service, Steads, Durkins,
Ingersolls og fleiri. — Landi vor,
Bjarni Björnsson, tekur þátt í að
mynda sögu Ralph Connor’s, The
Foreigner.
Látinn er í Victoria, B.C., Hon.
Robert Beaver, fyrverandi borg-
arstjóri í Victoria og forsætisráð-
herra í British Columbia.
Hagfræðiskýrslur frá Ottawa
sýna, að vöruforði í frystihúsum
víðsvegar um landið hefir aukist
i flestum tilfellum upp á síðkast-
ið. Skýrslur þessar sýna, að 1. þ.
voru í geymslu 23,825,514 pund
af rjómabúasmjöri, en 1,315,709
pund af heimatilbúnu smjöri.
Hefir þ'ví forði smjörbúanna auk-
ist um 32.37 af hundraði frá þvá
næsta mánuð á undan. ForSinn
þó 23 af hudraði minni en í sama
jnánuði í fyrra. Smjörlíkisforð-
inn nemur 438,298 pundum. Ost-
ur 16,041,019 pund, egg 14,615,300
tylftir í kæligeymslu, en 866,794
tylftir geymdar á annan hátt; og
hefir eggjaforðinn aukist um 15
af hundraði á síðasta mánuði. —
Alls eru í geymslu 28,069,530 pd.
af svínakjöti, og er það 15.75 af
hundraði minna en á sama tíma í
fyrra.
Frá 1. nóv. næstkomandi verður
skattur sá, er “luxury tax” nefn-
ist, innheimtur á annan hátt, en
verið hefir að undanförnu. Verð-
ur eftir þann tíma notuð sérstök
tegund frímerkja við innheimt-
una, sem nú eru í gerð. Tekjum-
ar, sem ríkisféhirzlan fékk af
skatti þessum í síðastliðnum mán-
uði, námu sex miljónum dala. Er
þó almælt, að margra bragða hafi
verið neytt til þess að komast hjá
greiðslunni og i nokkrum tilfellum
bein sviksemi í þessum efnum
orðið uppvís.
Félag stjórnarþjóna í Ottawa
h'efir ákveðið að láta fara fram
atkvæðagreiðslu innan vébanda
sinna fyrir 1. nóv. næstkomandi,
til þess að láta skera úr, hvort
•deild þeirra skuli ganga í Ame-
ríska verkamanna sambandið eða
eigi.
John Morriison, sá er skipaði
ful'ltrúasæti í fylkisþinginu fyrir
Jtuperts Land síðastl. kjörtímabil,
þefir verið endurkosinn í kjör-
•dæmi sínu án gagnsóknar. Hann
er eindreginn stuðningsmaður
Norrisstjórnarinnar.
Fylkiskosningar í New Bruns-
wick eiga að fara fram 9. okt.
næstkomandi. Líklegt er talið, að
frjálslyndi flokkurinn undir for-
ystu Foster yfirráðgjafa, muni
bera sigur úr býtum. Félög
hinna sameinuðu bænda útnefna
að líkindum þingmannsefni í all-
mörgum kjördæmum, og það gera
íhaldsmenn sennilega líka, en al-
ment álitið, að þeir muni fá þarna
eitthvað svipaða útreið og í Nova
Scotia síðast.
Bændastjórninni í Ontario hef-
ir verið borið það oft á brýn, að
hún væri stéttdræg. Blaðið
Canadian Countryman flutti ný-
lega eftirfarandi smágrein, sem
svar við þessum ákærum: “Að af-
stöðnum síðustu fylkiskosningum
í Ontario, þegar sýnt var orðið,
að bændaflokknum nýja yrði fal-
ið að mynda stjórn, ákvað fram-
kvæmdarnefndin að stjórn fylk-
isins skyldi halda fundi með
vissu millibiili til að ráðgast við
forvígismenn bænda um hitt og
þetta, er að nýrri löggjöf og laga-
breytingum lyti. Af þessu varð
þó ekki. Hefði Drurystjórnin
kvatt til slíkra funda, gætu ntenn
ef til vill haft einhverja átyllu
fyrir þvá, að hún bæri frekar hag
sinnar eigin stéttar fyrir brjósti,
en annara fk)kka í fylkinu. En
bændastjórnir eiga samt sem áður
það sammerkt við flestar aðrar
stjórnir, að þær gætu ekki þó þær
vildu verið mjög hlutdrægar. Að
bændastjórnir kosti kapps um að
bæta úr misréttinu og óréttinum,
sem bændur iðulega hafa orðið að
þola af völdum annara stjórna,
oft líklega fremur af skilnings-
leysi og vanþekkingu á högum
þeirrar stéttar, en af ásettum ill-
vilja, er ekki nema svo sem sjálf-
sagt. En það út af fyrir sig, að
Drurystjórnin kvaddi ekki fram-
kvæmdarnefnd bænda til fundar
við sig, eins og gert hafði verið
táð fyrir í fyrstu, kemur af því
einu, að hún sá enga ástæðu til
þess að ráðgast við einn flo'kk
fr^mur en annan; hefði sjálfsagf
verið jafnfús á að kveðja verk-
smiðju eigendur til fundar við sig,
ef svo hefði borið undir. Drury-
stjórnin, þótt sitthvað megi að
henni finna, er vahalaust sann-
asta fólksstjórn, er enn hefir set-
ið að völdum í Ontariofylki.”
Sagt er, að borgarstjórnin í
Ottawa sé því hlynt, að borgin
taki að sér strætisbrauta flutn- [
ingana og kaupi alt samgöngu-|
kerfi rafbrauta félagsins.
Tilraun var nýlega gerð til að
sprengja í loft upp hús eitt á Tim-
othee stræti í Montreal. Allír
gluggar hússins brotnuðu til agna !
cg flísar úr veggjunum þeyttust
yfir í næstu stræti og gerðu spell
nokkur. í húsi þessu býr frönsk
ekkja, og hefir sú verið rækilega
■yfirheyrð af lögreglunni, en gat
engar upplýsingar veitt; kvaðst
með engu móti geta í því skilið á
hvern hátt sprengiefni hefði ver-
ið komið inn í húsið.
Manntal í Canada skal fara i
fram einhvern tíma á næsta ári. j
— Árið 1916 fór fram manntal í j
vesturfylkjunum í sambandi við!
ákvæði stjórnarinnar um fjártil-
lagið til fylkja þeirra, en næsta
ár verður mann talið tekið um alla
Canada. Fyrsta manntal í Can-
ada var tekið 1871. — Áætlað er,
að fólkstala í landinu sé nú um
átta miljónir og sjö hundruð og
fimtíu þúsundir.
Bændablaðið Farmers Sun telur
tíma vera kominn til að breyta
stjórnarskrá Canada þannig, að
allir þingmenn efri' málstofunnar
verði þjóðkjörnir eins og nú tíðk-
ast í Bandaríkjunum.
■538^.':
Dr. Glover, læknirinn í Toronto,
er kveðst hafa fnudið óyggjandi
ráð við krabbameinum, hefir haft
afar mikla aðsókn og tekist í mörg-
um tilfellum vel, ætlar nú á næst-
unni að lýsa aðferð sinni fyrir
fjölmennu þingi lækna, er koma á
saman í Ottawa innan skamms.
------o-----
Bandaríkin
Úr skýrslum er sá fróðleikur
unninn, að í Bandaríkjunum hafi
nautn áfengra drykkja verið
helmingi minni árið 1919 en fyr-
irfarandi ár. Nautn áfengis nam
árið 1918 1,701,827,271 gallónum
eða 15 gallónum á hvert manns-
barn að meðaltali, en 1919 var vín-
nautnin 992 miljón gal'lónur, eða
rúmlega 9 gallónur á hvert höfuð
að meðaltali. petta hefir vínsölu-
bannið fært vínnautnina niður.
Félag hefir verið myndað í
Maryland, sem hefir sett sér það
mark og mið að fá Valsted bind-
indislögin numin úr gildi, og
Jeiða vínsöl aftur að stóli í
Bandaríkjunum. Talsmenn sína
. ætlar félag þetta að senda um alt
land til þess að telja fólki trú um,
að Bakkus sé því ómissandi föru-
nautur í lifinu.
Látinn er í Minneapolis, Minn.,
presturinn John Nathan Kildal,
JÓN VÍDALÍN.
Er norrænn aðall til Islands fór,
Menn ancllega reyndust skyldir Þór.
Svo Megingjarða og Mjölnis högg
Á mannlífi okkar finnast glögg.
1 helgri víking, við heiðin tröll,
Sér ha«laði margur kappinn völl. —
Og einn varð hinn kristni Ása-Þór,
1 andlegri víking frægur, stór.
En ættarlandið, með1 eld í sád,
Og ódauðlegt, fagurt guðamál:
Þitt frægðarorð barst um fold og Rán,
En—fyrir þitt mikla barnalán.
Og gullmunni íslands, guðmóð lians,
Nú gleymir víst okkert barn vors lands.-
En ekkert túlkar—sízt örstutt ljóð,
Hvað íslenzkri var hann kirkju og 'þjóð.
Er góðskáldin kváðu um goðmeim þín,
Hví gleymdu þau—Jóni Vídalín?
II.
Vér eigum margar orkulindir,
Og ótal bjartar jökulmvndir,
Er auðgað gætu allan heim. —
En lýsa naumast landsins börnum,
Er leika sér að skeljum, kvörnum,
Og meta ekki hinn sanna seim.
Þar undi og margt af andans mönnum,
Þeim orkulindum tærum, sönnum,
Er auðga mættu andans heim :-—
Háir — eins og hamra fjöllin,
Hreinir — eins og vetrar mjöllin.; —
Meistari’ Jón ber mjög af þeim.
III.
Um syndir kirkjunnar sagt er margt,
Af sonum — er brugðust henni.
Og “sumt er gaman, en sumt er þarft”,
Er segja þau íturmenni.------
En þekkiugin nýja vel það veit
Hver vitans a n d 1 e g a gætti,
Ilver sögur og ljóð og sálma reit,
Ilver siðu og menning bætti;------
Ilver fægði sverð og skygði skjöld
Og s'kefti andans spjótin,
Sem vitrir bera á vorri öld
á vizku og frægðar mótin.
Hver lýsti anda og lyfti heim
í Ijós næst Guði sönnum ;------
— Þó nú sé vegið vopnum þeim
Til vígs — gegn kristnum mönnum. —
Hver lagði rækt við lýðsins vit
Og landi skóla reisti, —
Hver þýddi erlend úrvals rit
Og andans fjötur leysti. —
Hver ól upp flesta andans menn, —
Þá andagift hjá Jóni,
Er hljómaði—og hljómar enn—
Sem heróp Guðs á Fróni.
IV.
I lyfting bar engan hærra’ en hann
Á helgri trúar skeið,
Þar orðgnótt heilags anda brann
Sem eldur’ á Hórebs meið. —
“Svo býður Drottinn”,—boðaði hann,
Unz “buldur heimsins” dvín. —
Sú djörfung hrífur enn margan mann
Hjá meistara Vídalín.
Hann sótti þann eld, sem aldrei devr; —
Hans orð voru þrumugnýr,
En leiftur andans sá goðageir,
Sem geig því illa býr.
En hjá þeim meistarans mælsku hjör
Og mæki sannleikans, —
— 1 hjöltunum — leyndist lækning, fjör,
Og lífsteinn kærleikans.
V.
1 ormagarði aldar sinnar sló
Hann orðsins hörpu, fögrum guða tónum.
— Og lengi slíkir strengir óma þó
Að slitnir sé — í okkar miklu Jónum.
En nú er skift um Skálholts fornu dýrð,
Og skykkja meistarans er löngu'töpuð;
I trúarlífi leiðtoganna rýrð,
Og landsins kirkja í svipað ástand hröpuð.
Er andagift og trúardjörfung dvín
Og doðans hjátrú vex í trúarflagi,
Þá skortir okkur einmitt Vídalín —
1 efans tízku og heimsins músanagi.
En þú, sem íslenzk blessar börnin þín
Og bæði ert Guð og faðir allra-þjóða :
Ó, sendu okkur annan Vídalín, —
Og annan Hallgrím,»trúarskáldið góða!
VI.
Við lands vors hjarta, í faðmi fjalla,
Hinn frœgi biskup dó.
1 lýðsins hjarta, um lands tíð alla,
Lifa mun hann þó. —
Jónas A. Sigurðsson.
llö
varaforseti norsku kirkjudeildar-1
innar lútersku í Ameríku, 63 ára
gamall. Séra Kildal var forseti
St. Olaf háskólans í Northfield,
Minn. Árið 1905 var hann sæmd-
ur orðu Ólafs helga af Noregs-
konungi. Hinn látni lætur eftir
sig ekkju og fjögur börn.
Tekjur járnbrauta í Bandaríkj-
unum síðastliðinn maímánuð voru
$32,000,000 meiri en þær voru í
sama mánuði árið 1919, og er það
dálagleg framfærsla.
Látinn er í New York Jacob H.
Schiff, nafnkunnur fjármálamað-
ur af Gyðingaættum.
Umboðsmaður Soviet stjórnár-
innar á Rússlandi, Witty Schach-
man að nafni, hefir verið tekinn
fastur í Chicago, og í fórum hans
fundust skipanir frá Soviet-
stjórninni á Rússlandi um að
vinna af alefli að því að hrinda á
stað verkföllum og vekja óánægju
meðal verkalýðsins, svo hægra
yrði að hrinda landinu út í borg-
arastríð. í skjölum þessum fanst
tilkynning stjórnarinnar á Rúss-
landi, eða umboðsmanns hennar,
um að hið sama yrði reynt í Japan,
Kína, Hindustan og á Tyrklandi.
pessi skjöl sýndu og, að nýlega
hefði Schachman tekið á móti 20
þús. dollars og borgað 15 þúsund
aftur út. pessi Schachman var
áður prívatritari Lenins, fæddur
í Odessa á Rússlandi, flúði þaðan
20 ára gamall til þess að komast
hjá herþjónustu, fluttist til Can-
ada og vann þar um tíma, fór svo
til Chicago, þar sem hann hefir
að því er virðist unnið í klæðskera-
búð. Hann er 27 ára gamall.
Stigamenn með grímur fyrir
andlitum réðust á járnbrautarlest,
sem var á leiðinni til Chicago,
skamt fyrir utan borgina, og
rændu sex póstsekkjum og komust
í burtu með þá. Skaðinn metinn
alt að áttatíu þúsund dollars.
Landbúnaðardeild Bandaríkja-
stjórnarinnar hefir gefið út áætl-
un um, að mais uppskera þar í
landi á þessu ári verði 3,131,000,-
000 bush, og er það sx miljónum
meira en sú uppskera var í Banda-
ríkjunum árið 1912.
Toll skrifstofa Bandaríkjanna
nefir gefið út skipun um, að lækn-
ar megi ekki gefa út ávtísanir á
vínföng, ekki einu sinni handa
sjálfum sér.
Bretland
Ensk blöð hafa um þessar mund-
ir getið mjög þriggja merkis-
manna á Englandi, sem allir eru
nú vel við aldur, en þeir eru lá-
varður Halsbury, fæddur 1825;
lávarður Lindsey, fæddur 1828,
og Sir Harry Doland, sem borinn
er í heim þenna 1829. Allir hafa
menn þessir verið mikið við opin-
ber mál riðnir og tekið öflugan
þátt í hinum margvíslegu nytja-
fyrirtækjum þjóðar sinnar, og
halda enn óskertum líkams og sál-
arkröftum. Frá því að sá elzti
þessara þrimenninga fæddist, hef-
ir Bretland haft 19 forsætisráð-
gjafa og 5 konunga; hafa í tíð
þessara manna flest menningar-
tæki nútímans verið fundin upp
og innleidd, svo sem járnbrautir,
ritsímar og talsímar, gufuplógar,
saumavélar, ljósmyndavélar o. fl.
Aukakosning á fram að fara
innan skamms í Telford kjördæmi,
sem liggur í einum útjaðri Lon-
donborgar. Hiti mikill hefir þeg-
ar komið í undirbúning við kosn-
ingu iþessa. Sá er um kosningu
sækir af hálfu stjórnarinar, heit-
ir Frederick Wise, og hafa þeir
Lloyd George og Bonnar Law þeg-
ar heitið honum persónulegu lið-
sinni. Verkamannaflokkurinn hef-
ir útnefnt þingmannsefni fyrir
kjördæmið, en fyrir hönd frjáls-
lynda flokksins sækja þrír menn.
Fergn frá Lundúnum getur
þess, að Hon. Wm. M. Hughes, for-
i
sætisráðherra í Ástralíu, sé um
þær mundir að leggja niður völd
og hætta stjórnmála starfsemi að
fullu og öllu. Mr. Hughes er
fæddur í Wales árið 1864 og flutt-
ist til Ástralíu tvítugur að aldri,
en hefir haft á hendi stjórnarfor-
ystuna í landi sínu siðan 1915. —
Síðustu tvö árin hefir hann veitt
forstöðu samsteypustjórn, er að-
eins hefir tveggja atkvæða meiri-
hluta í neðri málstofu þingsins.
Fjármálaráðgjafi Manitoba-fylkis kosinn
í Le Pas með miklum meiri hluta atkvœða
<
Kosning til fylkisþings fór fram í Le Pas kjördæminu þriðju-
daginn 28. þ.m. — Var Hon. Edward Brown, fjármála ráðgjafi í
Norrisstjórninni i Manitoba kosinn með miklum meiri hluta um-
fram gagnsækjanda sinn, Allen Norgrove, þingmannsefni verka-
mannaflokksins, er tapaði tryggingarfé sínu.
Bæjarfréttir.
Skáldið Magnús Markússon varö
fyrir þeirri sorg að missa son sinn
Philip, 21 árs að aldri, sáðastliðið
mánudagskveld. — Philip heitinn
var bráð efnilegur maður og hvers
manns hugljúfi. Er hans sárt
saknað af fjölmennum vinahópi. -
Jarðarförin fer fram frá tJtfarar-
stofu A. S. Bardals kl. 2 e. h. næst-
komandi laugardag.
Veðrátta hefir verið mjög vot-
viðrasöm að undanförnu og kaldur
norðanvindur s»»ma dagana. Nú
er þó hlýrra í veðri aftur, enda
ekki álitlegt ef strax þyrfti að
fara að kynda með kolum til hlý-
inda í húsum, með því háa verði,
sem á þejm er nú.
Séra Björn B. Jónsson, kirkju-
félagsforseti kom heim i gær
sunnan frá Battle Creek, Mich.,
þar sem hann hefir dvalið um
hríð sér til heilsubótar. — Hefir
honum batnað stórum við dvöl-
ina syðra og tekur nú aftur til
sinna fyrri starfa yngdur og end-
urhrestur. Er slíkt vinum hans
hið mesta fagnaðarefni.
Næstkomandi sunnudag prédikar
séra Björn B. Jónsson við báðar
guðsþjónustur í Fyrstu lút. kirkju.
Mr. Jón porsteinsson gestgjafi
á Gimli kom til borgarinnar í
verzlunarerindum fyrri part vik-
unnar.
Fyrir nokkry síðan gátum vér
um það í Lögbergi, að hr. Sveinn
Thorwaldson, fyrrum bankastjóri
á Mountain, N. D., ætlaði að flytja
alfarinn ásamt fjölskyldu sinni til
California. Upp í ferð þessa
lögðu þau 3. ágúst í bifreið. Ferð-
in gekk ágætlega og auk þess að
verða miklu kostnaðarminni held-
ur en að ferðast með járnbrautar-
lest, naut ferðafólkið meira næðis
og skemtunar á þennan hátt. Til
California kom það fyrsta septem-
ber eftir 28 daga ferð og hafði þá
farið 2,875 mílur vegar. Mr.
Thorwaldson hefir sezt að í
Fresno, Ca., þar sem framtíðar-
heimili hans verður og er utaná-
skrift hans 1873 Ferger Ave.,
Fresno, Cal.
Jón skáld Runólfsson fer út til
Lundar, Man., í dag. Hann ætlar
að dvelja þar um tveggja mánaða
tíma og vinna að þýðingu sinni á
kvæðinu Enok Arden eftir Tenny-
son, sem hann hefir haft á prjón-
ubum alllengi. EkWi ólíklegt að
Mr. Runólfsson gefi svo kvæði
þetta út á prenti, og mega menn
þá búast við góðum frágangi á
þýðingu kvæðisins, því Jón er
vandvirkur mjög, sem alkunnugt
er orðið fyrir löngu.
Meðlimir St. ísafoldar, I.O.F.,
eru beðnir að koma á fund regl-
unnar, sem haldinn verður í Odd-
fellows Hall, Kennedy St., fimtu-
dagskv. 7. okt. par gefur að heyra
æðsta mann reglunnar, Mr. W.
Hunter, S.C.R., frá Toronto, og
Mr. Hand, V.S.C.R. Gott og mik-
ið prógram og vjeitingar og marg-
ir nýir meðlimir'teknir inn.
1 J.W.M., R.S.
Með Lagarfossi, er fór frá
Montreal til íslands 29. þ.m., fóru
þessir íslendingar og lögðu á stað
frá Winnipeg á sunnudagsmorg-
un 26.: Sveinbjörn Hjaltalín, Tan-
taljon, Sask.; Sigurður Sigvalda-
son, Sigríður Jónsdóttir, Lára
Hermann, Gróa Kristjánsdóttir,
Aðalbjörg Helgason, Thyri Bene-
dicktson, Thorun Nielson, Jónína
Pálsson, Thorvaldur Jónsson, Jó-
hannes Bjarnason og Sigurgeir
Jónasson, öll frá Winnipeg; Jó-
hann Bjarnason og Mrs. Margrét
Bjarnason, East Kildonan; Jón
Sigurðsson, Selkirk; O. Johnson,
Detroit, Mich.; Carl Thorlakson,
Wpg.; Jónína Fredrickson, Sigur-
veig Fredrickson, Guðrún Fred-
rickson, Kristín Fredrickson og
Inga Fredrickson, allar rá Mouse
River, North Dakota; Thorgeir
Jónsson, Kandahar, Sask., og Guð-
mundur Reykholt, Wynyard, Sask.
Mr. Hjálmar porsteinsson frá
Gimli kom til bæjarins um síð-
ustu helgi.
Kvöldskemtun (At Home).
tilefni af því að prestur Fyrsta
lút. safnaðar, séra Björn B. Jóns-
son, er kominn heim með endur-
I bætta heilsu, frá heilsuhæli því
er hann hefir dvalið á í liðinni tíð,
þá hafa fulltrúar safnaðarins á-
samt nokkrum konum úr söfnuðin-
um undirbúið kvöldskemtun föstu-
dagskvöldið kemur 1. okt., kl. 8, í
sunnudagp skólasal kirkjunnar.
par gefst fólki tækifæri að heilsa
prestinum og mætast eftir sum-
arhvíldina, Einnig hefir verið
undirbúið gott prógram og veit-
ingar, alt ókeypis. Komið, hafið
góða kvöldstund. Allir velkomnir.
/