Lögberg - 14.10.1920, Blaðsíða 8
Bta. 8
LOGBERG FIMTUADGINN 14. OKTOBER 1920
BRÚKIÐ
Safnið umbúðanum og Coupons fyrir Premíur
Úr borginni
Til leigu í Block stórt herbergi
fyrir tvær stúlkur. Fæði selt ef
óskast. Fón A8014.
Kvenfélag Skjaldborgar safn-
aðar hefir ákveðið að halda þakk-
lætishátíð mánudagskvöldið 18.
okt. 1920, kl. 8. Gott prógram, á-
gætar vöjtingar. Inngangur 35c.
Mr. Árni Sveinsson, óðalsbóndi
frá Argyle, var staddur í borginni
fyrri part vikunnar.
Mr. Jón Pétursson, sem dvalið
hefir hér í bænum síðan í vor,
fór I fyrri viku út til Vogar P.O.,
og býst við að dvelja þar vetrar-
langt að minsta kosti.
Mr. Friðibjörn Fredrickson, frá
Glenboro, kom til bæjarins fyrri
part vikunnar.
GJAFIR TIL BETEL. í Sept.
í minningu um Mrs. Frank Jó-
hannsson, Cavalier, N. D., d. 28.
febr. 1920, frá eiginmanni henn-
ar, foreldrum og systkinum, af
hent af systur hinnar látnu, Mr3.
Hansínu Erlendsson, Gimli.Man.,
að upphæð .............. $125.00
Mrs. og dóttir H. Valdason ,
Winnipeg, ............... 2.00
Mr. og Mrs. Fred Bjarnason,
Winnipeg, ............... 5.00
Mrs. Stgr. pórarinsson, Wpg 2.00
Mr. og Mrs. B. Lindal, Bever-
ley St., Winnipeg........ 1.00
Mrs. Ingibj. Fríman, Gimli 5.00
M. G. Jónsson, Blaine ..... 3.00
Mrs. Joe Laventure, Wpg. 5.00
Mrs. 01. Thorgeirsson, Wpg 7.00
Mrs. Hjörtur Lárusson,
Minneapolis ............. 5.00
Gísli Sveinsson, Gimli.... 5.00
Mrs. P. Magnússon, Gimli 5.00
Innilegt þakklæti,
J. Jóhannesson, féh.
675 McDermot St.
TRADC MARK, RCCISTCRCD
Menn eru beðnir að athuga vel
auglýsinguna um þakklætishátíð
þá, sem haldin yerður í Fyrstu lút.
kirkju mánudagskveldið 18. þ.m.
undir umsjón kvenfélags safnað-
arins. Prýðisvel hefir verið til
samkomunnar vandað, að því er
viðkemur ræðum og söng, og er
þess að vænta, að fólk noti tæki-
færið og láti hvern bekk fullskip-
aðan verða.
Takið eftir—Eftir 1. nóvember
verða til leigu 2 herbergi vel hit-
uð, með góðum skilmálum að 792
Notre Dame Ave. Sömuleiðis ósk-
að eftir ráðkkonu á sama stað.
Eitt barn ekki til fyrirstöðu.
i Fundur fyrir alla.
Fundur verður haldinn í neðri
saf Good Templara hússins, föstu-
dagskvöldið klukkan 8, til þess að
skýra fyrir fólki atkvæðagreiðsl-
una, sem fer fram 25. okt., og
einnig til þeess að vekja áhuga
og hvetja til samvinnu meðal
íslendinga í bindindismálinu. Eft-
ir að alt lofið og hólið og skjallið,
sem íslendingum hefir verið gef-
ið, bæði af sjálfum þeim og öðr-
um, ættu þeir ekki að láta sitja
á sér með að vinna með jafn góðu
málefni og nauðsynlegu og vín-
bannið er. Á fundinum verða
góðir ræðumenn. Allir velkomnir.
Nánar síðar.
Hjónavígslur framkvæmdar af
aéra Rúnólfi Marteinssyni, að 493
Lipton St., Winnipeg: Benedikt
BaJckmann ólafsson og Guðrún
Florence Lillian Paulson, bæði til
heimilis í Winnipeg, 16. okt. -
Sigurður Torfason og Margrét
Guðmundína Sigurðsson, bæði frá
Árborg, Man., 9. okt.
Allir eru boðnir og velkomnir í
Jóns Bjarnasonar skóla föstudags-
kvöldið 22. þ.m. Sönglistin hefir
lofað að skemta þar, og íslenzka
kaffikannan ætlar að veita hverj-
um sem hafa vill. Sérstaklega er
fólki boðið að sjá bókasafn skól-
ans. Silfurskálin verður við dyrn-
ar til að taka á móti gjöfum til
skólans, eftir því sem hver vill
láta af hendi rakna. Komið til að
eiga góða stund með kunningjum
ykkar.
Mrs. Nanna Bjerring, sem átt
hefir heima hér í bænum um
mörg ár, fór niður til Gimli um
síðustu mánaðamót; hefir hún, ,
leigt sér þar bústað og bjóst við! ?ersem hann stigur í þarf-
að dvelja nyrðra vetrarlangt að lr 0 s J5®88’ er ta^a vill sér far
íslendingar í Vatnabygðum ættu
að fjölmenna á hljómleika sam-
komurnar, sem próf. Svb. Svein-
björnsson er að undirbúa vestur
þar. Fyrsta samkoman verður í
Foam Lake mánudagskveldið 18.
þ.m., en samkomurnar í hinum
bæjunum verða auglýstar síðar.
pað er andleg uppbygging í því
að hlusta á hljómleika prófess
orsins.
BIFREIÐAR “TIRES”
Goodyear og Dominion Tires »tlC
á reiSum höndum: Getum ttt-
vegaB hvaBa tegund sem
þér þarfnlst.
ABgerBum og “V’ulcanizing” sér-
stakur gaumur gefinn.
Battery a&gerBlr og blfreiSar tli-
búnar tll reynsiu, geymdar
og þvegnar.
AtlTO TIRE VUL.OANIZING CO.
SOB Oumberland Ave.
Tals. Garry 2707. OplB dag og nött
Sendið Yðar
RJQMfl
til
C. P. Co.
Sendið eftir merkiseðlum —
Sendið oss einn eða tvo rjóma-
dunka — Reynið viðskifti vor
— og dæmið af eigin reynslu.
Canadian Packing Co.
LIMITCD
Eftirmenn
Matthews-Blackwell, Limited
Stofnsett 1852
WINNIPEG, MAN.
ÁBYGGILEG
uós
Og
AFLGJAFI j
Vér ábyrgjumst yður varanlega og ósiitna
ÞJCNUSTU
Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jafnt fyrrí VERK-
SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. C0NTRACT
DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að
máliog gefa yður kostnaðaráællun.
Winnipeá ElectricRailway Go.
GENERAL MANAGER
w
ONOERLAN
THEATRE
Miðvikudag og Fimtudag
Marshall Neilan myndin.
‘The Rivers End”
og CYRIL MAUDE
“Winning His Wife”
Föstudag og Laugardag
Frank Mayo
“The Red Lane”
Mánudag og pritfjudag
Mary Miles Minter
og “Pirate Gold”
O það blaðið sem er
DOrglO ódýrast, stærst og
bezt, L Ö G B E R G
peir Vestur-lslendingar, sem
hafa kynnu í hyggju að takast á
hendur ferð til ættjarðarinnar,
ættu að kynna sér auglýsingarnar
um skipagöngur Canadian Pacific
Ocean Service, sem birtast í Lög
bergi næstu mánuði. Skipin eru
öll hin fullkomnustu að þægindum
og verð fargjalda afar sann
gjarnt. Mr. H. S. Bardal hefir á
hendi eins og að undanförnu um-
boð fyrir línuskip þessi, útvegar
farseðla og veitir allar ppplýs-
ingar, er að ferðunum lúta. Mr.
Bardal er kunnur að lipurð og
samvizkusemi og telur ekki eftir
minsta kosti; með henni fór ung
sonardóttir hennar, er hún hefir
tekið til fósturs. Mrs. Bjerring
er systir þeirra O. W. Olafssonar
ráðsmanns á Betel og S. F. Olafs-
sonar eldiviðarlcaupmanns hér í
bæ.
Á gamalmenna heimilinu Betel
dó þ. 14. f.m. Ólafur Björnsson á
T9. aldursári, og var jarðsunginn
í Gimli grafreit þ. 16. s.m., af séra
N. S. Thorlakssyni. Var Ólafur
heitinn búinn að vera vistmaður
á Betel 4 ár, og var vel látinn
mjög. Hann var ættaður úr
Vopnafirði, sonur Björns Hannes-
sonar, bónda á Fremra-Nýpi, og
konu has Snjófríðar, dóttur Jóns
bónda á Kóreksstöðum í Hjalta-
staðaþinghá. Systursonur hans er
Björn B. Jónsson á Mýrum í Nýja
Islandi, en frændi Björn gamli
Magnússon, sem nú er á Betel.
Við systurson sinn, Björn, ráð-
stafaði ólafur heitinn útför sinni,
enda sá Björn um hana.
fyrir milligöngu hans.
Wonderland.
“The River’s End”, einn af
frægustu kvikmynda leikjum, sem
sézt hafa á seinni árum, verður
sýndur á Wonderland miðviku-
fimtudags kvöldin, þar sem Cy-
ril Maude sýnir snild sína. En á
föstu ogð laugardags kvöld verð-
ur sýndur leikur sem nefnist The
Red Lane og leikur Frants May
þar aðal hlutverkið. Næstu viku
gefst fólki kostur á að sjá Mary
Miles Minter í hinu fræga leik
kaflanum aí “Pirate Gold.”
Lúðvik Holm frá Framnes P.O.,
Man., var á ferð í bænum í vik-
unni. Hann kom með vagnhlass
af gripum til að selja og fékk hann
7Vá ^pent hæst fyrir pundið í þeim
á fæti, og er það hálfu centi undir
hæsta markaðsverði, sem boðið
var þann dág.
TIL SÖLU
“Dray Busines” og húseign á
tveimur stórum lóðum, í Árborg,
Man. Einnig fylgja 10 ekrur af
landi skamt frá, inngirtar.
% Section af timburlandi, um
50,000 fet af spruce og 50,000 fet
af popla timbri, 4% mílu frá Ár-
borg, $1,200 útborgað eða $1.500
á tíma. Verð $2,000.
345 ekrur af hey- og kordviðar-
landi, 35 ekr. brotnar, 5H mílu
frá brautarstöð, 1% m. frá skóla.
Byggingar eru 5,000 dala virði,
telefónn að leggjast þar um. Verð
$18.00 ekran.
G. S. Guðmundsson,
Framnes, Man.
12. þ.m. lézt að 273 Simcoe St.
hér í bænum, Björg Jónsdóttir
Samson, móðir Jóns og Samsonar
fyrrum lögregluþjóna hér í borg,
80 ára að aldri. Björg heit. lá
rúmföst þrjár vikur, og stundaði
dóttir hennar, Steinunn Björnsson
frá Mountain, N.D., hana í þeim
veikindum.—Jarðarförin fer fram
frá 273 Simcoe St. kl. 2 e. h. í dag.
Hinnar látnu verður síðar getið
hér í blaðinu.
ÞVÍ EKKI SITJA VIÐ ÞANN
ELDINN ER BEZT BRENNUR
Frá því eg gerðist einkaeigandi að Central Grpcery verzluninni, 54^ Ellice Ave. hefi eg ásett
mér að selja matvöru eins ódýrt og nokkur annar kaupmaður i borginni. Þeir, sein fá hjá mér
lánaðar vörur gegn 30 daga gjaldfresti, greiða iðeins sama verð og hinir sem borga út í hönd
við búðarborðið og flytja með sér vöruna heim. Með öðrum orðum, 30 daga gjaldfresturinn hefir
enga hækkun í för með sér.
Hér er aðeins bent á nokkur dæmi kjörkaupa vorra á hinum ýmsu matvöru tegundum:
H
No. 1 Creamery Smjör
No. 1 Dairy Smjör
Corn, No. 2 tin, vanaverö 25C. nú... 20C
Peas, vanaverö 22C, nú
Jelly Powder, Pure Gold, 2 fyrir... 250
Kelloggs Corn Flakes, vanaverð 15C 2 fyrir 25C
Tea: Nabob, Melrose, Blue Ribbon. 65C
Sykurverð þessa viku:
Granulated, pundið ............... -2ic
Brown, pundið....................... 19°
Molasykur, pundið.................. 251C
No. iB Santos Kaffi, malað í búðinni fyrir
hvern og einn sem þess óskar, vanaverð
6oc pundið, nú á.................. ..50C
Hefi einnig Epli í kössum og tunnum til
vetrarins á mjög sanngjörnu verði.
Central
Grocery,
Phone Sh. 82
541 Ellice Ave.
J. J. THORWARDSON, Eigandi
aauiiiiuniii
IIH
/^5
$5 Niðurborgun
Veitir yður tækifæri
á að kaupa
NYJAN
VETRARFRAKKA
Vér höfum nú fullar byrgðir
til vetrarins af
Hlýjum Ulster Yfirfrökkum,
vel fóðruðum, með þykkum
kraga. — Verð frá
$40 til $60
Gerið yður að reglu að
kaupa hjá
White & Manahan,
Limited
500 Main St., Winnipeg
Fowler Optical Co.
EIMITED
(Áður Royal Optical Co.)
Hafa nú flutt sig að 340
Portage Ave. fimm húsum
vestan við Hargrave St.,
næst við Chicago Floral
Co. Ef eitthvað er að aug-
um yðar eða gleraugun í ó-
lagi, ])á skuluð þér koma
beint til
Fowler Optical Co.
EIMITED
340 PORTAGE AYE.
Phone: Garry 2616
JenkinsShoeCo.
639 Notre Dame
Avenue
Skemtisamkoma
Fyrir ALLA
VerSur haldin undir umsjón Jóns Sigurðssonar félagsins, I.O.D.E
í Goodtemplarahúsinu, á Sargent Avenue
Fimtudagskveldið 21. Október 1920
Agóðinn rennur allur í sjóð minningaritsins.
Afarfjölbreytt skemtiskrá. Spil og Dans.
Aðgangur kostar 50 cents.
Þakklœtishátíð
í Fyrstu Lút. Kirkju.
Mánudaginn 18. Október 1920
undir umsjón kvenfélagsins.
Byrjar með sálmasöng og bœn.
PRÚGRAM.
1. —Organ Solo.........................Mr. S. K. Hall
2. —Samsöngur.........................Nokkrar stúlkur
3. —Vocal Solo....................Miss Dorothy Polson
4. —Framsögn........................................
5. —Quartette.......................................
6. —Ræða.....................Séra Rúnólfur Marteinsson
7. —Vio]in Solo.....................Miss Nina Paulson
8. —Vocal Solo...................Miss Freda Johannson
9. —Piano Solo.....................Miss Anna Sveinson
Byrjar kl. 8. Aðgangur fyrir fullorðna, 50C, fyrir börn 25c.
VEITINGAR
Að heiman með Lagarfossi
Eg var einn af yfir 70 manns,
er komu að heiman frá Islandi
með Lagarfossi í síðustu ferð
hans, og þótt eg væri dálítið
kunnur utanferðum, hafði eg þó
aldrei til Ameríku farið áður, og
kunni því mikils að meta góða
leiðsögn, sem bæði eg og allir, er
þurftu, fengu nægilega hjá hr.
Árna Eggertssyni, sem fúslega
tók á sig margvíslega fyrirhöfn
til að greiða götu þeirra er þurftu,
og var það megnið af farþegum,
sem þurfti á hjálp að halda bæði
með peningaskifti, ferðabréf og
fleira, og leysti hr. Á. Eggertsson
alt vel af hendi. Kann eg honum
mínar allra beztu þakkir fyrir og
veit eg fyrir víst, að svo mun hver
og einn segja af oss, er nutum
aðstoðar hans. Beztu þökk fyrir,
hr. Eggertsson.
Pétur Sigurðsson.
MRS. SWAINSON, að 696 Sar-
gent ave. hefir ávalt fyrirliggj-
andi úrvalsbirgðir af nýtízku
kvenhöttum.— Hún er eina ísl.
konan sem slíka verzlun rekur 1
Canada. Islendingar látið Mrs.
Swainson njóta viðskifta yðar.
Talsími Sher. 1407.
Mr. Brynjólfur Jósefsson, Glen- j
boro, Man., kom til borgarinnar1
fyrri part vikunnar. |
SPARID 35%
PLÓGUM YÐAR
Sérstök kjörkaup á þrí og fjór bottom Lacross plógum
Vér vorum svo hepnir að kaupa inn nokkuð af þessum
plógum við sama verði og átti sér stað fyrir stríðið, en síðan
hefir þó $100 verið bætt við verðið á hverjum plógi annars-
staðar. Vér sendum þá hvert sem vera skal jafnskjótt Dg
pöntun kemur í vorar hendur.
$285.00 fyrir fjór-bottom, en $200.00 fyrir þrí-bottom.
Sendið hraðskeyti eða hringið upp N 1387
TRACTI0NEER5 Ltd.
445 MAIN STREET
WINNIPEG.
TO YOU
heldur
Próf. S. Sveinbjörnsson í
Hljómleikasamkomu
SS Þ Foam Lake Town Hall
FYLLIÐ HÚSIÐ
TILKYNNING
Eftir 20. þ. m. byrja eg að stunda lækningar hér í bænuin.
Lækningastofa mín verður að 637 Sargent Ave.
Heimilis sími N 5124. Nánar siðar,
Winnipeg, 12. okt. 1920.
SIG. JÚE. JÓHANNESSON
WHO ARE CONSIDERING
A BUSINESS TRAINING
Your selection of a College is an important step for you.
The Success Business College of Winnipeg, is a strong
reliable school, highly recommended by the Public and re-
cognized by employers for its thoroughness and efficiency.
The indvidual attention of our 30 expert instructors places
our graduates in the superior, preferred list. Write for
free prospectus. Enroll at any time, day or evening
classes.
The
SUCCESS
BVSINESS COLLEGE, Ltd.
EDMONTON BLOCK—OPPOSITE BOYD BUILDING
CORNER PORTAGE AND EDMONTON
WINNIPEG, MANITOBA