Lögberg - 28.10.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.10.1920, Blaðsíða 4
Bls 4 LOGBRHG, JTIMTUDAGINN 28 OKTOBER 1920. 1‘ogbag j Gefið út hvern Fimtudag af The Col- g umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & | Sherbrook Str., Winnipeg, Man. T \J,SIMI: GAHRY »1C <>g 117 Jíón J. Bíldfell, Editor (Jtan&skrift til blaÖsins: 1 TH£ C0LUMB»\ PRtSS, Ltd., Bcx 3172, Winnipeg, Ma<l- Utanáskrift ritstjórans: tDITOB LOCBERC, Bcx 3172 Winnipeg, M«n. s |_______________________________________________________________________________________ ■ VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. -4^27 jliB»i9lligH«!rastk>i;fflaa».diE«i:it.,iP'.-,iíp|j.;H,.::niiilimMi;>:;!;iiiii»;'y!iini!:ii:iH«»:T!ilTinn!imi»niiinuii'i!:!iii,;';''iiy Frank Frederickson. Nýlega áttuxn vér tal við hinn efnilega landa vorn Frank Frederickspn, sem nýkom- inn er frá Islandi, þar sem hann var flugvéla- stjóri síðastliðið sumar. Vér biðum með talsvert mikilli óþreyju eft- ir því að fá að heyra hvernig honum hefði lit- ist á sig, þar lieima á lapdi friÖra sinna. Ekki samt af því, að vér þráðum svo mjög að fá almenuar fréttir þaðan, þær höftim vér allgóðar úr blöðum, bréfum og frá einstakling- * um sem koma að lieiman, og eins þeim sem heim til ættjarðarinnar fara í kynnisferðir, og þeim sexn á þann liátt fara, fer nú fjölgandi með ári hverju. En það er nálega alt eldra fólk- fólk sem fa'tt er og uppalið út á íslandi, og er því að vitja a'ttjarðar og æskustöðva, en það eru þeir staðir sem hverju óspiltu mannshjarta eru kærir. En í’,rank Frederickson er fæddur í þessu landi, hér liggja æskus}X)riii hans, æsku endur- minningarnar , æskudraumamir, og landið jietta — Canada er hans h^imaland. Hvernig skyldi honum lítast á sig heima á Islandi ? Svo kom Frank inn í skrifstofuna til vor í vikunni sem leið, hann var glaður og ræðinn eins og hann á að sér að vera. Þegar hann var sestur, sögðum vér við hann: “Svo þér leizt illa á Islandf” “Illa á ísland,” svaraði Frank Frederick- son, “noi, það er nú öðm nær, það er dásainlegt land — eg hafði ekki hugmynd um hve dásam- legt það var fyr en eg sá það. — Sjórinn, fjöll- in, dalirnir, fossarnir, árnar, vötnin, loftslagið og litbreytingarnar. — Náttúran íslenzka hún heillar huga manns eins og hið aðdáanlegasta málverk meistarans.” “En fólkið, hvernig féll Jær við það>” spurðum vér. “Mér féll vel við fólkið,” svaraði Frank, “það er viðmótsþýtt, gestrisið, og vill alt fyrir mann gera. En það er eitthvað að, það er eitthvað sem vantar í líf þess til fyJla það á'huga og eldmóði. Hugsaðu þér á sumrin er lítið nm leikfimi á meðal þess annað en fótspyrnu boltaleiki, og þeir vekja áhuga, lijá fáum öðr- um en þeim sein taka þátt í þeim. Svo kemur veturinn, þungur dimmur, með siyddur og bylji. Þá hefir fólkið ekkert til skemtunar annað en kvikmyndahúsin, og dans- samkomurnar sem standa yfir frá því snemma á kveldi og fram á morgna, — sém eyðir and- legu og líkamlegu þreki fólks þegar það sækir þær um of. Þar í höfuðstað landsins er fólki ekkert lioðið í skemtunar eða leikfimis áttina sem byggir upp, lífgar og híessir, og þó væri hægt að liafa þar almenna leiki, sem fólk gæti tekið þátt í svo sem Hockey og fleira. Og þess þurfa íslendingar með ekki síður en aðrar þjóð- ir. ' i Svo er annað sem þarf^ð lagast, og það er fjarlægðin sem er á milli þjóðarbrotsins vestan hafs, og þjóðarinnar heima. Austur og Vest- ur-l^endingar þurfa að færast miklu nær hver öðrum en þeir eru nú. Þetta.hefir máske eitt- hvað lagast nú í seinni tíð, en það er ekki ná- Lægt því viðunanlegt enn, og að mínu áliti kemst það ekki í lag— kemst ekki á þann rckspöl sem það þarf að komast, og á að komast, fyrri heldur en unga fólkið beggja megin hafsins, kynnist betur, og færist nær hvert öðru en það er nú. Unga fólkið að vestan þarf að fara heim til Mapds í stór hópum og dvelja þar sumarlangt hjá ættmönnuín og vinum, og hið sama þarf unga fólkið á íslandi að gjöra — koma fe.stur til okkar og vera hér lengri eða skemri tíma til að kynnast. Þá fyrst fara Austur og Vestur-íslendingar að skilja og meta hvorir aðra, og þá fyrSt verður bræðra- bandið tryggt og sterkt þó vök skilji vini.” Þannig fórust Frank Fredericksyni orð, og er }>etta eins glöggur skilningur á afstöðu Austur og Vestur-Islendinga sem mest má verða hann hefir lágt fingurinn á hjarta púnkt þjóðernislegrar tilveru vor Vestur-lslendinga, og eins fyrir mögulegrar og æskilegrar sam- vinnu, og stnnúðar Vestur og Austur íslend- inga í framtíðinni. < Vestur-lslendingar leggið þessa bendingu Franks Frederieksonar á hjartað og látum oss á komandi árum og það sem fyrst fara að senda hópa Vestur-íslenzkra ungmenna í sumarfrí- inu heim til íslands. i Um notkun loftskipa á íslandi til fólks eða vöruflutninga var Mr. Frederiekson frem- ur vandaufur, sagði að fyrst og fremst, væri ekki nema um sumarmánuðina að tala í því sambandi, og jafnvel þá, væru stórir annmark- ar á að fafa yfir landið sökum þess hve afar ervitt væri að lenda, og jafnvel ómögulegt á stórum svæðum á landinu, og þess vegna mundu flugmenn verða fremur ófúsir á að gefa sig við flugferðum upp til lands. AfturJtvað liann ekkert því til fyrirstöðu að ftugferðum yrði haldið uppi með fram ströndum landsins, með flugvélum sem hægt væri að lenda jafnt á sjó og landi og kvaðst hann hafa farið til Englands í þeim erinda- gjörðum að útvega íslenzka flugfélaginu slíkar vélar sem nú væru orðnar algengar. Vélarnar sem hann sagðist hafa ráðlagt Islendingum að kaupa, sagði hann að bæru um 800 pund af vörum, og fjóra farþega, og sagði •hann að hægt væri að fara í þeim, frá Revkja- vík og norður á Akureyri á hálfum öðrum klukkutíma. Auk þess að flytja farþega, vörur og póst, sagði Mr. Frederickson að þær gætu verið sjáv- arúfgerðinni til ómetanlegs gagns með að leita t'iskjar, því bæði færu loftskipin svo óendan- lega miklu fljótara yfr, heldur en fiskiskipin og svo sæjust síldartorfurnar miklu betur úr loft- inu heldur en af skipunum. Frank Frederickson er nú á förum austur til Tórontoborgar, þar sem hann hefir verið fenginn til að sýna fluglist sína af flugfélagi, og dvelur þar um mánaðartíma. » , --------o--------- A afturfótum. 1 síðasta blaði Heimskringlu er ritstjóri blaðsins, kunningi vor að reyna að hvítþvo Meighen stjórnina í sambandi við hækkun flutn- ingffgjalda í Canada. En kunningi vor að Heimskringlu, veit að slíkur hvítþvottur er vandasamt verk að því leyti, að ef þvotUirinn tekst illa þá verður það sem þvo átti Ijótara eftir en áður, og svo hefir farið með Meighen stjórnina, því allir þeir sem lesa þessa grein, sjá að ritstjórinn ritar þar fremur af skyklurrækni, en af sannfæringar- afli. / Heimskringla segir, að vér vitum vel að járnbrautaráðið feé óháður dómstóll í járn- brautamálum. Nei, vér vitum þetta ekki, af þeirri ein- földu ástæðu að það er ekki rétt. Járnbrautarnefndin er háð því valdi laga- lega sem hún fékk vald sitt frá. Eða hvernig var hægt að áfrýja þessu fJutningsgjaldamáli til stjórnarráðsins, ef að járnbrautarnefndin var því óháð? Ilvaða rétt hafði stjórnarráðið til þéss að svo gott sem segja nefndinni að hún hefði svo gott sem dæmt rangann dóm, og skipa henni að gjöra betur, ef stjórnarráðið hefði ekkert yf- ii henni að segja? Nei, sannleikurinn er sá, að stjórnarráðið gat með fullu valdi ónýtt dóm nefndarinnar, en ástæðurnar fyrir því að það gjörði það ekki eru sennilega tvær. Sú fyrst, að það hefði bakað sér reiði þess félags sem gat orðið eins voldugur óvinur, og það er máttugur vinur — Canada kyrrahafs brautarfélagsins. I öðru lagi sú, að járnbrautarnefndin hefði orðið að segja af sér. Og þannig mist em- bætti sín, en sumir þeir sem í nefndinni eru kváðu vera góðir vinir Meighen stjórnarinnar, og hefðu máske þóst grátt leiknir ef hún hefði tekið þann veg. Að þetta sé rétt athugað, má sjá af því, að síðan Meighen stjórnin var í þessum gapa- stokk út af flutningsgjalda málinu, hefir hún verið sett í annan af verzlunarnefnd ríkisins, út af sykurmálinu, og þorði stjórnin ekki ann- að en setja dóm þeirrar nefndar til síðu, sem sýnir að stjórnin hafði úrskurðarvaklið. Sannleikurinn er sá, að báðar þessar nefnd- ir eru undirgefnar þingi, stjórn og þjóð, og livorug þeirra hefir fullnaðar úrskurðarvald. Að mæla því bót að lagður sé aukaskattur a afurðir rnanna í Canada til þess að jámbraut- arfélögin geti auðgað sjálf sig á 'þessa árs uppskeru þeirra manna er neyddir eru til að selja strax sökum fjárskorts, er að voru áliti Iiin mesta ósanngirni, eða réttlæta framkomu þeirra er völdin höfðu til þess að laga þetta, en brast siðferðislegan þrótt til að gjöra það. Vér erum hræddir um að í Canada sé ekki búin til nógu rnikil sápa til þess að hvítþvo þá í hugum manna. Heimskringla segir að stjórnin hefði getað afnumið hækkunina á flutningsgjöklunum með- an á nýrri rannsókn stóð, en það hefði verið hættuspil sökum þess að C. P. R. hefði eflaust farið í mál við stjómina, og að líkiytlum unnið i»að og fengið skaðabætur hjá ríkinu sem svar- ar upphæð þeirri sem hinn nýji flutningstaxti hefði veitt-þeim. Þetta er náttúrlega ekki rétt, því ef stjórnin hafði lagalegan rétt til að fresta framkvæmdum í ]iessu máH, þá cr auðsætt að hvorki félagið né heldur nokkur annar, gat komið fram ábyrgð ' á hendur henni fyrir það. Nei, það var aldeilis ekki getuleysi sem hamlaði Meighens stjórninni frá þessu, heldur mat hún meira hag Canda Kyrraljiafs brautar- félagsins, en fólksins. Síðast í þessari Heimskringlu grein stend- ur að það sé jafn sanngjarnt að kenna Meighen ✓ stjórninni um hækkun flutningsgjaldanna og að kenna Norris stjórninni um hækkun á spor- vagna fargjakli í Winnipeg. Þetta er í mesta máta fráleit samlíking. .íárnbrautamefndin þáði vald sitt og umboð frá Dominionstjóm og þingi, og hún er því milliliður á milli tveggja málsaðilja, fólksins í Canada, eða réttara sagt umboðsmanns þeás, sem er stjórnin í Ottawa annarsvegar, en járn- brautar félaganna hinsvegar. Doininion stjórnin er því beinn mklsaðilji í ]>essu sambandi. Sporbrautafélagið í Winnipeg, fær vald sitt og réttindi frá Winnipegbæ, eða Winnipegbú- um, sem sjálfir ráða sínum flutningsmálum að fullu. Dómararnir, hvort heldur það er þjóð- nytjadómari eða réttvísisdómarar fylkisins, eru eins og járbrautrnefndin milli liðir á milli tveggja málsaðilja, fólksins í Winnipeg ann- arsvegar, en sporbrautarfélagsins hinsvegar. En Norris stjórnin var ekki og getur ekki orðið málsaðilji í því máli, á meðan bæjarbúar ráða ]>ví að fullu. --------o-------- Nýjar bækur. Vertíðarlok, 119 blaðsíður áttablaðabrot, höfundur Magnús Jónsson frá Fjalli. Kostn- aðarmenn S. Christie og G. J. Oleson, Glen- boro Man. Prentsmiðja Columbia Press Utd. Winnipeg, 1920. Það má svo að orði kveða, að bók þessi fjalli helzt um alla skapaða hluti milli himins og jarðar. Er það ef til vill ein, af veiku hlið- um bókarinnar hvað hún grípur inn í margt og því tæpast að vænta af höfundi, þótt skýr sé, að hann geri öllum umtalsefnum sínurn jafn- góð skil, og það tekst honum heldur ekki hvergi nærri alstaðar, að því er mér finst. Skáldsögúr höf. sem í bókinni birtast ]>ykja mér lakastar; efni þeirra þó engan veg- inn aðfinsluvert, en framsetningin þunglama- leg og síður en svo aðlaðandi. — Sem sagna- skáld, er Magnús Jónsson ekki sterkur á svell- inu, en samt er hann rithöfundur sem vel borgj ar sig að kynnast. Lífskoðanir alltir, eins og þær koma.fram í “Vertíðarlokum,” bera þess ljósan vott, að höfundur er djúpskarpur maður, með ákveðinn vilja ogást á sannleiksleit manns- andans. \ í forinála bókarinnar, kemst annar útgef- andinn, hr. G. J. Olesen, þannig að orði: “Magnús Jónsson frá Fjalli í Skagafjarðar- sýslu á Islandi, höfundur þessa rits “Vertíð- arlok”, er áður allvel kunnur Vestur-lslend- ingum. Hefir hann vakið eftirtekt á sér oft fyrir velritaðar blaðagreinar og sérprentuð ritverk. Hefir hann verið í hópi frjálslyndra manna, og þegar hann hefir tekið penna í hönd, hefir hann gert það sem málsvari sannleikans og frjálsra hugsana; hefir hann haft til brunns að bera 'mikið af viti og vel rökstuddum sann- leika.” / Eftirmáli fylgir bókinni, saminn af höf- úndinúm sjálfum, og er hann tekinn upp orð- rétt: “Þegar sjómaðurinn hefir lokið vertíð sinni í fiskiverinu, fer hann vanalega að hirða afla sinn, gjöra hann tilreiddan fyrir sölu á heimsmarkaðinum. Hann færir því aflann í það ásigkomulag og klæðir hann í þær umbúðir, sem hann hyggur að samrýmist bezt við smekk þeirra, sem eiga að njóta aflans. Þetta gjör- ir hann til þess, að aflinn komi sem fyrst að notum og hann sjálfur fái sem fyrst laun verka sinna. Af því að aflatímí minnn er nú hjáliðinn, þá er eg einnig kominn í vertíðarlok. Eg tók því dæmi sjómannsins, fór að hirða upp afla- hlut minn, sem eg hefi dregið úr hafi lífsins á hinum ýmsu miðum þess á vertíð minni. Eg hefi skift aflanum í flokka og klætt hinar ýmsu tegundir í mismunandi búning. Eg hefi sett sýnishorn af þessum vertíðar- hlut í framanritaða bók og sendi liana þannig frá mér, inn í hinn íslenzka menningarstraum, til gildisrannsóknar og framboðs og gef þannig minn persónulega andans ávinning aftur til lífsins í vertíðarlokin. Eg hefi lagt meiri á- herzlu á það, að reyna að láta efnið í bók lvessari vera satt og heilbrigt, en að fegra bún- ing þess. Af því eg gat ekki gjört betur, þá ætla eg ekki að biðja afsökunar á því, hve öllum frá- gangi þessarar bókar er ábótavant. Þar á inóti æski eg eftir leiðbeiningum og leiðrétting- um, frá þeim sem betur kunna; og munu þær verða Jiegnar með þökkum, ef þær verða sann- gjarnar og studdar meðvgóðum rökum. Við erum hér, til þess að leiðbeina hver öðrum og leiða hver annan. Eg sendi svo þetta safn mitt út í hafrót iífsins og vona að innihaldið veiti ofurlítið lið i framsóknarstríði mannsandans. Að endingu legg eg svo fram öll mín and- ans öfl í þá innilegu ósk og von, að öllum þcim, scm vilja eiga og athu'ga bókina mína, megi hlotnast vaxndi anclans útsýni, vaxandi vel- gengni og blessun á öllum sviðum lífsins. Og að þeir megi sjá og skilja hinar sönnu leiðir að bástóli sannleikans og kærleikansT” Með vinsemd t.il allra manna. Magnús Jónsson. New Westminster, B. C., 4. Marz, 1920 Höf. bókarinnar er nú orðinn háaldraður maður og blindur £yrir nokkru, að því er eg frekast veit. Samt er hann enn að reyna að sjá og láta aðra sjá sýnir, er hefja mættu and- ann í æðra veldi. — Skoðanirnar eru kannske stundum nokkuð einræningslegar, en þær eru settar fram af svo mikillí einlægni, að lesandinn getur ekki annað en borið virðingu fyrir þeim. Bókin kostar í kápu $1,25 og fæst hjá útg. G. J. Olesen ritstjóra, Glenboro Man. E. P. J. * J?að er þjóðernisleg og mjög áríðandi skylda að allir spari. Ráddu með sjálfum ' þér hvað mikið þú getir lagt til hliðar sérhvern börgunardag. Eftir að hafa ákveðið hvað þú getir sparað, fastsettu þá að sú upphæð skuli fyrst tekin aí kaupi þínu og lögð í sparisjóðinn. OPNA REIKNING NÆSTA BORGUNARDAG HJA THE ROYAL BANK 0F CANADA Höfuðstóll og varasjóður ----- $38,000,000 Allar eignir -------- $590,000,000 Auðvelt að spara ÞaS er ósköp auövelt aS venja sig á aö spara meö þvi aö leggja til síöu vissa upphæö á Banka reglulega. 1 spari- sjóösdeild vorri er borgaö 3% rentur, sem er bætt vió höfuöstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, SELKIRK BRANCH, P. B. TUCKER, Manager W. E. GORDON, Manager. Hveiti! Hveiti! Islendingar sem hafa hveiti til sölu œttu að lesa eftirfarandi auglýsing Members Winnipeg Grain Exchange — Members Winnipeg Produce Clearing Association. LICENSED AND BONDED By the Board of Grain Coihmissioners of Canada North-West Commissiomi Co. Limited Telephone A 3297 216 Grain Exchange, Winnipeg, Man. íslenzkir Bændur ! Um leið og vér ávörpum yður, óskum vér fyrst af öllu, að þér hafið haft arðsama uppskeruí ár. En vér vonum einnig að þér hafiö lesið og athugað auglýsingar þær og greinar, sem birzt hafa í íslenzku blööunum iðuglega þau síðastliðin sex ár, er vér höfum stundað kornverzlun, og að þær hafi sann- fært yður um, aö það væri yðar eigin hagnaður að láta ís- lenzka kornverzlunarfélagið, The North-West Commission Co., Ltd., selja korn yðar/ það er ekki eins og riýtt og óreynt félag væri að höndla korn yðar, þegar þér sendið þaö til vor. Eftir sex ára starf sem kornsölumenn fyrir bændur, er það sannfæring vor, að þekking vor geti orðið yður hagur þetta ár. Eins og það er hagur fyrir bændur að yrkja land sitt vel, eins er það hagur vor að selja korn það, sem oss er trúað fyrir, svo vel, að bændur verði ánægðir. En til þess að geta það, þarf maður sá er selur, að hafa reynslu og þekkingu á kornverzlun og hínu breytilega markaðsverði á komvörunni. í ár, þegar markaðurinn er opinn til hæstbjóðanda, má búast við mjög breytilegum og mismunandi prísum, og þegar svoleiöis er, vill oft til, að menn selja þegar sízt skyldi, en geyma þá selja ætti. peir sem vildu geyma korn sitt um lengra eða skemmri tíma, ættu að senda til vor það sem þeir hafa. Vér skrifum hverjum sem sendir oss korn, þegar vér álítum að selja ætti. Einnig gefum vér daglega prísa og á- lit vort um markaðinn þeim viðskiftavinum vorum, er þess æskja. Vér borgum ríflega fyrir fram borgun, ef æskt er. Ef vigtar útkoma á vagnhlössum, sem oss eru send, ekki stendur heima við þaö, sem í þau hefir verið látið, gjörum vér það sérstaklega að skyldu vorri að sjá um, að slíkt sé lag- fært. Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa, að vér skoðum sjálfir kornið í hverju vagnhlassi, sem oss er sent, svo að rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað. petta er nokkuð, sem flest stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna, láta sér nægja úrskurð verkamanna sinna. Einnig eiga flest þeirra sín eigin korn- goymsluhús, svo það er þeirra hagnaður, ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag. pað er ætíð gott að vita, þegar mað- ur sendir korn, að einhver líti eftir, ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að einhver sjái um, að slíkt sé strax lagfært. Margir bændur halda því fram, að það borgi sig betur að draga hveiti og aðrar korntegundir í næstu korn- hlöðu, þar sem vinnulaun eru há eins og í ár. En ef þeir vissu hvað þeir tapa af vigt við það, mundu þeir hafa aðra skoð- un. Ef þér hafið fylt járnbrautarvagn og viljið selja inni- hald hans áður en hann fer á stað, þá símið oss númerið á vagninum og munum vér selja kornið strax fyrir hæsta verð. Sendið oss svo “Shipping Bill” af því og munum vér borga Ú1 á það ef heiðst er eftir og afganginn, þegar vigtar út- koman fæst. íslendingar! Vér mælumst tií, að þér sendið oss sem mest af korni yðar í ár. Vér erum þeir einu landar, sem reka þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn umboðssölu- launum. Vér höfum ábyrgð og stjórnarleyfi og gjörum oss far um að gjöra viðskiftamenn vora ánægða. Vér þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við oss, og vonum að þeir, sem enn ekki hafa haft viðskifti við oss, gefi oss tækifæri til að selja korn þeirra í ár. Vér á- byrgjumst áreifianleg viðskifti og gjörum vort ítrasta til að i glöra bændur ánægða. Hannes J. Lindal. Pétur Anderson. — ... —■==_ --------- Verðlaunum útbýtt. Að endaðri guðsþjónustu í Fyrstu lút. kirkju á sunnudaginn var, afhenti dómsmálastjóri Hon Thomas H. Johnson, iþeim af læri sveinum Jóns Bjarnasonar skóla verðlaun, er beztar einkunir hlutu við hin almennu próf mentamála deildar fylkisins síðastliðið vor, samkvæmt ósk skólastjóra. Mr. Jöhnson gat þess að 56 nem- endur frá Jóns Bjarnasonar skóla hefðu skrifað við hið áðurnefnda próf, og hefðu 53 stafiist það, en að eins 3 fallið. Eins og menn vita skrifa mörg hundruð manns frá miðskólum úr öllu Manitoba fylki við þetta próf, og sagðist Mr. Johnson að þegar hann hefði séð hvernlg nemendur frá Jóns Bjarnasonar sköla 'hefðu staðið við prófið, hafa farið að at- huga hvernig að nemendum frá skólum sem eru á sama stigi og Jóns Bjarnasonar skóli er, hefði faristy við prófin, og sagði Ihann að til jafnaðar hefðu áttatíu af hundr- í'fii staðist þau, en tuttugu af hundr aði fallið. Og hefði því nemendum Jóns Bjarnasonar skóla farist mikið betur, þar sem nálega níutíu og fimm af hundraðj hefðu staðist prófið en að eins milli fimm og sex af 'hundraði fallið, og væri það gleðiefni öllum aðstandendum og velunnurum skólans. Mr. Johnson skýrði frá að þeir af vinum skólans sm lagt hefðu

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.