Lögberg - 04.11.1920, Side 5
LiOGBERG, FÍMTUDAGINN 4. NOVEMBER 1920
sé þægileg og gangi fljótt. Eins
og nú er ástatt, þarf maSur, sem
vill komast frá Reykjavík til Ak-
v ureyrar, að verja þremur dögum
til þess, ef hann fer sjóleiðis, en
lndveg er hann -miklu lengur. 1
flugvél mundi hann fara sömu
leið toeint yfir landið á þremur
tímum eða þar um bil. í þriðja |
lagi má nota fluvélar til landmæl-1
inga. Er það mjög farið að tíðk-j
ast að taka Ijósmyndir úr loftinu !
og nota sem landabréf. 1 fjórðaj
lagi má nota flug'báta til strand-
varna hér við land til þess að hafa
eftirlit með fiskiskipum og varnav
þeim tþess að veiða í landhelgi. í
fimta lagi gætu flugvélar aðstoð-
að' skipin við síldveiðar, fundið
hvar síldargöngur eru og vísað
skipunum á þær. I sjötta lagi
kemur það oft fyrir, að vélbátar
lenda í hrakningum og hafviTlum,
og hvaða aðferð er þá fljótari til
að finna þá en sú, að senda flug-
bát út. í sjöunda lagi má koma
upp flugkenslu í landinu sjálfu,
íslendingar geta lært listina heima
hjá sér.
Nú skal vikið að örðugleikun-
um sem eru á flugi hér á landi og
hindrunum þeim, sem af veðráttn-
fari og fjalllendinu eru rhnnar.
Eftir því sem mér hefir verið
skýrt frá, er flug að kalla má ó-
gerningur að vetrarlagi hér á
landi. pað er nauðsynlegt að
rannsaka þetta. Ef veturnir eru
ekki mun strangari hér en þeir eru
t. d. 1 Edinburg á Skotlandi, þá er
ekkert því til fyrirstöðu að hér sé
flogið á vetrum. En þar eð mér
er þetta etkki kunnugt af eigin
reynd, þá vil eg ekki gera ráð fyr-
ir neinu vetrarflugi hér í bili.
Dvöl mín hér í sumar ihefir fært
mér heim sanninn um, að hér eru
mjög oft ágætir flugveðursdagar
að sumrinu. Við þetta bætist að
þrjá mánuði af árinu er hér í
rauninni dagsbirta bæði nótt og
^lag, og leiðir af því að hægt er að
fljúga hvenær sem er sólarhrings-
ins, þegar tækifæri gefst. Með
tækifæri á eg við það, að á nótt-
unni er oft sérlega kyrt loft mjög
hentugt flugi. Skýin eru öhag-
stæð flugferðum en þó er oft mjög
auðvelt að komast upp fyrir þau
°g síðan kompásstefnu á
ákvörðunarstaðinn. pokur eru
hættulegar og verður ávalt að
reyna að forðast þær. Eg hefi
ekki séð nema fáa þokudaga í
Reykjavík, hvernig sem að aðrir
landshutar kunna að vera í bví
ti'lliti. 1
Eg ileyfi mér nú að gera dálít-
inn útúrdúr og birta dálítinn
kafla úr grein, ®em birtist í enska
blaðinu “AreopTain’’ 0g fjallar
um leiðbeiningar fyrir flugmenn
á ferð, með þráðlausum skeytum.
Byggist þetta á uppgötvuninni á
stefnu rafbylgja. Hygg sg að
þetta dæmí geti hjálpað fólki til
þess að skilja, hvernig flugferðir
Loftskey tamiðun.
Loftsiglinga ráðuneytið gaf út
svohljóðandi tilkynningu 4. júní
“pað kom greinilega í Ijós ný-
lega, á flugi frá Crydon til Chelms
ford hve mikið gagn fluglistinni
er orðið að loftskeytamiðun og
þráðlausum taláhöldum. Tutt-
ugu mínútum eftir burtförina tal-
aði flugmaðurinn þráðla-ust við
Ci-ydon, sagðist hafa vilst í þoku,
eg spurði hvar hann væri niður
kominn. í Crydon var nú fund-
ið, með loftskeytamiðara sem
hafði verið settur þar, hvar flug-
maðurinn væri niður kominn, og
kom það þá fram, að hann hafði
farið miklu austar en rétt var
leið. Var hann Tátinn vita þetta
með loftskeyti og breytti flug-
maðurinn stefnu eftir því, og
fimm mínútum síðar spurði hann
hvort hann færi nú í rétta stefnu.
Var honum gefið svar við því. ___
Komst flugmaðurinn fyrir bragð-
ið heilu og höldnu til Chelmsford
rétta leið, og sparaði bæði tíma og
eldsneyti, auk þess sem hann hefði
máske þurft að lenda margar míl-
ur frá ákvöfðunarstaðnum.
Eins og kunnugt er, er miðbik
íslands að mestu leyti hraun og
hrjóstur og alveg óbygt. Ef taka
þyrfti neyðarlendingu einlhver-
staðar þar, yrði flugmaðurinn að
bíða marga daga þangað til hon-
um kæmi hjálp. Og vegna þess
hvernig landslaginu er háttað,
mundu vélar máske stundum
brotna við nayðarlendingu. Af
þessari ástæðu virðist það vera
rétt athugað, að flugbátar mundu
henta betur hér á landi og mundu
þá flugleiðirnar lagðar umhverfis
landið með ströndum fraih, þar
sem vogar og víkur væru hent-
ugri lendingarstaðir.
Annars er ekki auðvelt að segja
um hvaða gerð véla mundi henta
hér bezt, fyr en nákvæm rannsókn
hefir leitt í ljós hvort lendingar-
staðirnir eru fáir, ófullnœgjandi
og strjálir eða eigi. Við nánari
athugun verður niðurstaðan ef til
vill sú, að landvélar með flotholt-
um reynist hentugastar hér. Með
öðrum orðum vél, sem bæði getur
Tent á sjó og landi. Sjóvélar og
landvélar eru bygðar af mjög mis-
munandi stærð og bera venjulega
tvo til átta farþega. pessar vélar
má einnig nota til póstflutninga
og farangurs — Fjölda margar
flugvélasmiðjur í Englandi eru nú
að reyna að smíða sem sparneytn-
astar flutningvélar og eru marg-
ar þessar vélar kamnar á markað-
inn fyrir viðunanlegt verð. Reyn-
ast þær ágætlega og eru dagiega
notaðar til flutninga í Evrópu.
pessar vélar eru búnar öllum hugs
anlegum þægindum fyrir farþeg-
ana og standa þar ekki að baki
beztu járnbrautarvögnum. Sá sem
sér farþegaklefa hinna nýtísku
fugvéla í fyrsta .skifti, á bágt með
að skilja, hvernig hægt sé að gera
þá svo vel úr garði. peim finst
það hrein og bein opinberun.
Nálega allir þeir, sem þekkja
lítið eða ekkert til flugs finst svo
sem orðin “flug” og “hætta” séu
næstum óaðskiljanleg. Og því
miður flestir geta talist í þeirra
flokki, sem lítið eða ekkert þekkja
til flugs. pess vegna er ákaf-
lega erfitt að sannfæra almenn-
ing um að flug sé tiltölulega mjög
áhættulítið. —
Satt er það, að flugslys koma fyrir,
en í blöðunum er svo mlkið rætt
um þessi flugslys, án þess að
minnast á hve mikið flogið er, að
fólk fær algerlega rangar hug-
myndir um þetta atriði, og heldur
að flug og dauði sé hvað öðru
bundið og forðast alt sem flug
heitir eins og pláguna. Nýjar
skýrslur um samanburð á hættu
við ferðalög í flugvélum og járn-
brautarlestum sýna, að í hlutfalli
við farna vegalengd, eru slysin
færri á flugvélum en í járnbraut-
unum. Og ennfremur hefir það
komið fram, að 9 af hverjum 10
flugslysum eru flugmanninum að
kenna en ekki vélinni. pað er
nauðsynlegt að núlifandi kynslóð
sýni fluginu meiri áhuga. Flug-
ið er lífsskiiyrði og mun verða
einn meginþátturinn í framförum
allra þjóða. Og vegna fluglist-
arinnar og þeirrar þýðingar sem
efling hennar hefir í för með sér,
ættu menn að aðgreina hugtökin
“flug,” og “hættu.”
Til þess að koma á flugferðum
á íslandi þarf fyrst og fremst að
láta áreiðanlegan mann rannsaka
grandgæfilega flugvallstæði um
land alt . pað er máske réttara
að kveða greinilegar að orði og
segja nytsamar flugferðir, því til
annars þarf ekki marga lending-
arstaði. — Er það sannfæring mín
að flugferðir mundu verða íslend-
ingum að miklu gagni því um leið
fengju þeir kost á að komast fljótt
úr einum stað í annan og póstur
og annar flutningur, sem mikið
liggur á, yrði fluttur um landið
jafn fljótt og bezt gerlst erlendis.
Til þessara ferða þarf auðvitað
vélar, sem geta verið lengi á lofti
og viðurkendar eru fyrir vandaðan
frágang. Til þess þarf auðvit-
að mikið fé og er ólíklegt að ein-
stakir menn mundu vilja leggja
það fram, því þess er aðgæta, að
undirbúningurinn kostaði svo
mikið, að hann fengist ekki endur-
goldinn fyr en eftir nokkuð mörg
ár. En hvað sem því líður, þá er
nauðsynlegt, að fundnir séu og
merktir allir staðir, sem hægt er
að nota fyrir lendingar og sömu-
leiðis athugað hvaða Víkur og
vötn eru 'hentug fyrir flugbáta.
Beinar flugferðir milli Reykja-
víkur og Akureyrar mundu að
öllum Tíkindum verða fjöicia
manns til hins mesta hagræðis.
Er því fyrst að athuga lending-
arnar á báðum þessum stöðum.
pegar maður hefir komist að raun
um að svo sé, er næsta skrefið
að rannsaka staði, þar sem
lenda megi á leiðinni, ef neyð kref-
ur, og merkja þá. Og því fleiri
aem þessir staðir yrðu, því hættu-
minni yrðu flugferðirnar. Á
sama hátt yrði að rannsaka flug-
leiðir milli allra þeirra staða sem
góðra samgangna þarfnast og enn
fremur með fram póstleiðum og
símaleiðum. Með því að flestir
bæjir á íslandi eru við sjó, er
einnig vert að gefa því gaum,
hvernig til hagi með lendingar
fyrir flugbáta. pegar þetta alt
hefir verið rannsakað, er það til-
tölulega auðvelt að afráða hvaða
vélategundir hentugast mundi að
nota og hefja síðan flugferðirnar
svo skjótt sem verða má.
Kostnaðurinn við að koma flug-
ferðum á fót á íslandi og starf-
rækja þær, mundi verða mjög mik-
ill. En hinsvegar er ómögulegt
að segja það með vissu fyrir fram
hve miklar tekjurnar mundu
verða. Er því ósennilegt að ein-
stakir menn mundu vilja leggja
fé sitt í fyrirtækið, þar sem ei er
viss von um einhvern arð og þar
sem öTTu fénu yrði í rauninni var-
ið til tilrauna fyrstu árin. pegar
menn fyrst hafa sannfærst um, að
hægt sé að reka 'hér flug til gagns
og hvaða vélar eigi að kaupa,
verður einnig að athuga hvað það
kosti að koma upp vélaskálum og
laga flugvelli. Verðið á vélun-
um er ákveðið og geta menn feng-
ið að vita það hjá verksmiðjunum
hvenær sem beðið er um það.
Bretar eru nú forgöngumenn
■í loftsiglingum. Félögin sem
smíða vélarnar halda uppi reglu-
bundnum flugferðum til ýmissra
staða fjær og nær. Eru flug-
ferðirnar milli Paris og London
orðnar einna kunnastar út um
heiminn. Félög þessi hafa þeg-
ar fengið nokkra reynslu í því, hve
dýrar flugvélarilar séu í rekstri
og hafa sett fargjöld sín og farm-
gjöld eftír þeirri reynslu. Hið
nafnkunna Handley Page félag í
Cricklewood selur farmiða frá
London til Paris fyrir 10 og
hálft sterlingspund aðra leiðina,
en 19 sterling«pund fyrir báðar.
Mega farþegar hafa 30 pund í
fari sínu, en borga 1 sh. 6 d. fyrir
það, sem umfram er. Vegalengd-
in milli London og Paris er 194
enskar mílur. Fyrir flutning
milli þessara staða taka flugfélög-
in ensku frá 2 s. til 1 s. 3 d. eftir
því hve sendingin er stór. Og
þau fullyrða, að ef ávalt væri-
nægur flutningur handa vélunum
báðar leiðir, mundi hægt að hafa
taxtann þréfalt lægri. Engum
blandast hugur um, að flugferðirn
ar yrðu dýrari hér á íslandi en
þær eru í Bretlandi og flutnings-
gjöldin þar af leiðandi hærri. En
þess ber einnig að gæta, að flutn-
ingar hér á landi eru afardýrir
með þeim samgöngutækjum sem
nú eru og það er íhugunarvert,
hvort póstflutningar um landið
eru ekki svo dýrir nú, að flutning-
ur í loftinu gæti ekki orðið ódýr-
ari.
Reynsla sú, sem fengist hefir af
byrjun loftferða í ýmsum löndum,
sýnir áþreifanlega, að það hefir
verið miklum erfiðleikum bundið
að fá fé til þess að hrinda mál- í
efninu áleiðis. pessvegna hafa!
Stjórnir margra ríkja styrkt ríf-1
lega félög þau, er reynt hafa að |
koma flugferðum á fót á heilbrigð-'
um og hagsýnilegum grundvelli.
Mín skoðun er sú, af því að eg á-!
lít að flug mundi verða landinu I
til mikils gagns, að stjórnin hérj
eigi að taka málið í sínar hendur i
og reyna að komast í samband við j
eitthvert enskt félag, sem smíðar
flugvélar, og ná samningum við
það um að senda hingað flugbáta
og flugvélar um sumartímann og
gera tilraunir með póstflutning
og farþegaflutning milli stærri
bæja hér á landi. Stjórn Flug-
félags íslands hefir fengið mig til
þess að fara til Englands, áður en
eg fer heim til Canada, eingöngu
vegna áhuga hennar fyrir fluglist-
ínni, til þess að reyna að beina at-
hygli enskra flugfélaga að flug-
ferðum hér á Tandi, og þeim end-
urbótum í samgöngum, sem flugið
geti komið til leiðar hér á landi.
Ef hægt er að koma hér á fót flug-
ferðum þannig að þær borgi sig,
þá er versta þrándinum, sam-
gönguvandræðunum, rutt úr götu,
°g nýtt tímabi'l með breyttum og
betri háttum rennur upp í öllu
viðskiftalífi. Petta álit eg lífs-
spursmál fyrir alla fslendinga, því
ekki dugir að láta sér nægja að
standa kyr í sömu sporum, og sjá
aðra gera það, sem maður á að
gera sjálfur.
Vinabönd.
Við berustum áfram með byltinga straum
í brimróti líðandi tíða;
Og örlaga-höndin hún víhar oss veg,
Við verðum þeim boðum að hlýða.
Og gleðin oss fylgir á framtíðar braut,
Við finnum þar líka tárin.
Og innan um ljósið og brósandi blóm
pá blæða þau ólífis sárin.
Við leitum að frama og frægðanna sól,
og freistandi ^er glit hennar bjarta.
En margur við hástól þann byggir sinn bæ,
Með brotið og vonlaust hjarta.
Pví stundum, þá stiginu hæsta er náð
Og stríðið og erfiðið liðið,
Við finnum að fjölmargt er dýrra í heim,
En frægðin og stórverka miðið.
Við leitum að auði og allsnægtum lífs,
Og álítum lífið sé gaman;
Ef kórónu gullsins við hreykt getum hátt
Og hrúgað þar gimsteinum saman.
En, þegar við auðæfin höfum loks hrept,
þá hnossið það finst okkur byrði.
Við finnum að alt, já, alt er það hjóm,
Og annað er meira virði.
Já, heimurinn fjársjóð á fegri en gull
Og frægðanna töfrandi ljóma.
Sem vekur það hreinasta og helgasta í sál
Og hjartans dýrustu óma.
En það eru vináttu-böndin svo blíð,
Er binda svo sterkar trygðir,
Er ná yfir alheim, hvert einasta líf,
Og út yfir dauðans bygðir.
Bergthor Emil Johnson.
Chamberlain’s
Sanngirni œtti að Njóta fylgis
Síðan 1914 hafa sum eínin í Chamberlain’s Tablets hækkað
fjórum og fimm sinnum í verði frá því sem var fyrir stríö-
ið. pó hefir engu verið breytt að því er efnablöndunina
snertir, — sömu efnin eru notuð og í sömu hlutföllum. Yér
höfnum eftirlíkingum sjálfir og biðjum yður einnig að
hafna eftirlíkingum í staðinn fyrir Chamberlain’s.
KOL
EF YÐUB VANTAR
f DAG—
PANTIÐ HJÁ
D. D. WOOD & SONS, Ltd.
Phones: N 7641 — N 7í)42 — N 7308
Skrifstofa og Yard á horni Ross og Arlington
Vér höfum að eins beztu tegundif
SCRANTON HARD COAL —Hin beztu harðkol
....Egg, Stove, Nut og Pea.
SAUNDERS CREEK — Stór og smá beztu
Canadisk Kol.
DRl MHELLER (Atlas)—Stór og smá, beztu
tegundir úr því plássi.
STEAM KOAL — að eins þau beztu, — Ef
_______þéreruðíefa þá sjáið oss og sannfærist.
Uppáhald Mæðranna
Hóstameðal handa börnum verður að vera skaðlaust. pað
þarf einnig að vera ljúft aðgöngu. Verður að vinna verk
sitt tafarlaust. Chamberlain’s hóstameðal hefir alla þessa
eiginleika og er uppáhald mæðra. ,... 35c. og 65c...
Chamberlain’s
Læknar höfuðverk að fullu
Höfuðverkur stafar því nær ávalt frá maganum en bezta
meðalið er Chamberlain’s Tablets sem styrkjá lifrina, og
mýkja magann og hreinsa yfirleitt innýflin. Engin hætta
á að höfuðverkur ásæki fólk aftur.
Home Remedies Sales
Frá Islandi.
Sandnáma er mikil hér á botni
hafnarinnar, og mokar botnskafa
þar upp bezta steypusandi. Hafa
ógrynni af honum verið flutt upp
aö austurlandinu til þess að mynda
undirstöðu undir hinum nýja aust-
urbakka, sem verið er að fylla upp.
Um fjöru stendur þessi tilbúna
sandeyri upp úr, og hafa ein-
hverjir fengið leyfi til að taka úr
henni steinsteypusand, því að nú
er verið að gera veg þangað niður
til að moka honum upp.
Þjóðsagnasafn eitt mikið hefir
Sigfús Sigfússon á Eyvindará í
h.vggju að koma á prent innan
skamms. Hefir verið prentað
boðsbréf að því á Austurlandi.
Ilefir hann vonir um, að norskt for-
lag, alþekt og öflugt, gefi út safnið,
ef nógu margir áskrifendur fást að
því. Safn þetta er feikistórt. Hef-
'r Sigfús verið að safna til þess
síðan um tvítugsaldur. Kennir þar
margra grasa. Er safninu skift í
ló flokka. Ekki ætti að standa á
því að nógir áskrifendur fengist
hér, því þetta mun vera hið merki-
legasta safn, og ekki vanvirðulaust
fyrir íslendinga, ef það kemst ekki
út þess vegna.
brá Staðarfelli i Hvammsfirði
fóru nýlega 3 menn og einn kven-
maður út í eyju þar á firðinum að
líta eftir heyi. Á Ieiðinni hvolfdi
bátnum og druknuðu allir sem
honum voru. Mennimir hétu:
Gestur Magnússon, Magnús Guð
finnsson og Þorleifur Guðmunds
son.
Kvæðabók er von á í vetur eft-
ir Þorst. Gíslason ritstjóra. Kvaf
sú bók verða um 20 arkir að stærð.
Þurkar voru um helgina síðustu
og munu menn hafa reynt að nota
þá til þess að bjarga einhverju af
htyjum sínum. 1 gær byrjaði aftur
sama votviðrið. Sumstaðar þar
sem engjar eru blautar, kvað vera
erfitt að bjarga heyjum, því alt er
þar á floti.
Bændur hér sunnanlands kvað
viða vera mjög illa staddir vegna
þess að heyskapurinn hefir brugð-
ist svo hraparlega. Svo er sagt, að
margir nmni verða að hætta bú-
skap vegna heyskorts. Heyrst hef-
ir, að Hvolhreppurinn eystra sé
sérstaklega illa staddur, en ná-
kvæmar fréttir þó ækki fengnar
þaðan.
Júlíusi Havsteen hefir nú verið
veitt Þingeyjarsýsla.
Bryggja sú, er Hauksfélagið
hefir verið að láta byggja, má nú
heita fullgerð. Eru skip farin að
leggjast við hana.
Verðlagsnefndin er nú fullskip-
uð. Hefir stjórnin skipað þá tvo
tnenn, sem henni bar^og eru það
Björn Þórðarson hæstréttarrit. og
Geir Sigurðsson skipstjóri. Mun
nefndin taka til starfa strax og
liggur mikið og margbreytilegt
verkefni fyrir henni.
Háskólinn var settur 6. okt. kl. 1
e. h., Voru viðstaddir kennarar og
nemendur, þeir sem komnir voru
til bæjarins og nokkrir gestir.j
Guðmundur Finnbogason, rektor
háskólans, hélt ræðu og ávarpaði
hina nýju stúdenta. Skrásettir
voru alls 15 nemendur, 5 } lækna-
deild, 5 í lagadeild, 2 i guðfræði-
deild, og 3 í heimspekideild. Allir
stúdentar eru ekki enn þá komnir
til bæjarins og kann vera að fleiri
verði skrásettir síðar.
tilgangi minum^að gagni má verða,
jafnvel bréf hans til einstakraj
manna veröa þakklátlega þegin.—1
Menn eru beðnir að Iáta þess get-j
ið, ef þeir lána eitthvað er þeir
senda mér.—íslenzku blöðin í Vest-j
•irheimi eru vinsamlega beðin að
taka linur þessar til birtingar. —
—Aritun min er: Sigurður Páls-
son. Hverfisgötu 94, Reykjavik.
Við finnum okkur skylt að þakka
öHum þeim, sem tóku þátt í veik-
indum föður okkar, og sem heiðr-
uðu útför hans með návist sinni.
f þessu sambandi ber að minnast
sérs.taklega Dr. Brandsonar, er
studdi föður okkar með ráði og
dáð til síðustu stundar. Líka vil
eg gripa tækifærið að þakka öll-
um þeim af .hjarta, sem tekið hafa
þátt í kjörum drengsins mins.
Með munaðarleysi og veikindum
hefir Guð toúið ihonum ítak í
brjósti ótail margra, karls og
konu, sem hafa sýnt hoihim fram-
úrskarandi manngæzku og látið
sér ant um hann.
Virðingarfylst
S. S. Christopherson
H. Christopherson
G. Christopherson.
öll rit Gests Pálssonar.
Sem erfingi Gests sál. Pálssonar
bróður míns, ihefi eg ásett mér a6
safna í eina heild öllum þeim ritum
hans, prentuðum og óprentuðum,
sem hægt er að komast yfir. Til
þess að ná þeim tilgangi, leita eg
hér með liðsinnis og góðvildar allra
GIGT
Stómiprk hFémnlæknÍng fundin nf
mannl er þjáfiist sjálfur.
Um voriB 1893 «ðttl a« mér vöBva
og flogagigt mjðg illkynjuB. Bg
W&Bist i þijú 4r viBstöBulaust eins og
þeir einir geta sklliB er llkt er ástatt
fyrir. Fjölda lækna reyndi eg ásamt
ögrynnt meBala en allur bat! varS aB-
elns um stundarsakir. Loksins fann
eg meSal er iæknaBl mig svo, aS
sjúkdðmurinn hefir aldrei gert vart
viB sig siBan. Hefi læknaS marga,
suma 70 til 80 úra, og íirangurlnn
varS sú sami og I mtnu eigin tilfelli.
Eg vil láta hvern, er þjáist á líkan
h&tt af gigt, reyna þenna fágæta
læknisdöm. SendiB ekki cent, sendiB
aBeins nafn og áritan og mun eg þá
senda ySur frítt meBal til reynslu.
Eftir aB þér hafiB reynt þesaa aB-
ferS og sýnt slg aB vera þaB eina,
sem þér voruB aS leyta aB, megiB þér
senda andvirSiB, sem er einn dollar.
En haflB hugfast aB eg vil ekki pen-
inga yBar nema þér séuB algerlega
anægBir. Er þaB ekki sanngjarnt?
Þvt aB þj&st lengur þegar lækning
er f&anleg ökeypis. FrestiB þessu
ekki. SkrlfiB I dag
Mark H. Jackson, No. 857 G. Dura-
ton Bldg., Syracuse. N. T.
Mr. Jackson &byrgist.
rétt og satt.
Ofanskr&S
þeirra manna hér á landi og í Vest-
Um nafn kvenmannsins er urheimi, sem í höndum hafa hvers-
ekki getið. Sex manns voru á þessu
heimili og er þetta því mikil blóð-
taka fyrir það.
Guðm. Eggerz sýslumaður Ár-
nesinga hefir sótt um lausn frá
embætti vegna heilsubilunar. Hann
og frú hans og dóttir fóru til Dan-
merkur og ætla að dvelja þar fram
eftir vetri.
konar ritgerðir eftir hann. Sér-
staklega legg eg áherzlu á að fá
alt það, er ekki hefir birzt á prenti.
Bið eg alla slíka menn að sýna
málaleitun þessari þá góðvild, að
senda mér annað hvort til eignar
eða til láns til afritunar, sérhvað
það er þeir eiga eftir hann, hvort
heldur sögur, sögubrot, frumsamin
ljóð, þýðingar eða hvað annað, er
Læknaði eigið kviðsiít
VIU atS lyfta kistu fyrlr nokkrum &rum,
kvIC8litnatJi eg afarilla. Lœknar trögBu aö
ekkert annað en uppskurtSur dygBi. Um-
búBir komu aB engu haldi. Loksins fann
eg rftts, sem læknatSi mlg atS fullu. SltSan
eru Mt5in mörg &r og hefi eg aldrei kent
nokkurs meins, vinn þó hartSa stritvinnu
vits trésmítSi. Eg þurfti engan uppakurtS og
tapatSi engum tlma. Eg býtS ykkur ekkert
til kaups, en veiti upplýsingar á hvern h&tt
þér getitS læknast &n uppskurtSar; SkrifitS
Eugene M. Pullen, Carpenter 130G Mar-
cellus Avenue, Manasquan, N. J. KlippitS
penna mitSa úr blatSinu og sýnltS hann fólki
er þj&ist af kvitSsliti—met5 þvl geti^S þér
bjargats mörgum kvitsslitnum fr& þvl at5
leggjast & uppskurtSarbortSÍB.
Dept. H.
WINNIPEG,
850 M4IN STREET
MANITOBA
Tilkynning
Vér leyi'um oss að tilkynna lesendum Löjgbergs.að hinir
göfnlu sjúkdómar sem taldir hafa verið lítt læknandi, svo
sem gigt, mjaðmagigt, lendagigt, maga kvillar, lifrar og
nýrna veiki, ásamt öllum tegund kven-sjúkdóma, láta fljótt
undan og læknast án uppskurða við vora nýju . >
Nature Cure Method oí Treátment
í fjölda tilfellum hefir fólk þannig læknast, .sem taiið
var gersamlega ólæknaandi. Vor nyja lækningaraðferð
inniheldur alt það bezta úr Osteopathy, Chiropractic, Newro-
pathy, vatnslækningum, nuddi, fæðuvísindum og rafmagns-
aðferð við Gylliniæð og Gigt, hefir reynst frábærlegaa vel.
öllum fyrirspurnum svarað fljótt og kurteysislega.
Viðtal ókeypis.
Gerið boð fyrir Dr. Simpson, hann talar íslenzku.
Skrifstofutími: 10 til 12 f.m., 2 til 4 e.h. og 7 til 9 á
kveldin, að undanteknum sunnudögum.
Einnig má gera mót við oss í sima með því að hringja
upp A 3620.
Dr. J. NICHDHN Nature Cure Institute,
Offíce: Room2, 602 Main Street, nálægt ^lexander Ave.
Winnipeg, Man.
DYGÐIR NORRŒNU KAPPANNA
————— '•'».“
Gott (élagslíf, samhugur, samvinna, einkenáa
grundvallarhugsjónir ,
Hinna sameinuðu bænda í Manitoba
peir eru sameinaðir í þeim tilgangi að bæta Tcjor
almennings, venja fólk á að hugsá fyrir sig
sjálft, útiloka það að samvizkulausir stjórnmála-
menn og okurfélög geti haldið áfram að raka
saman fé með verndartollum. peir trúa því, aö
innbyrðis samvinna hljóti að verða þjóðlífinu
til blessunar og sæmdar
1 Sveitarfélaginu
hyggjast hinir Sameinuðu bændur að ná tHgangi
stefnuskrár sinnar með fundahöldum, ræðum og
ritum. Takmarkið það, að sérhver borgari Iesi,
hugsi og starfi áóháðum grundvelli.
A viðskiftasviðinu
hyggjast hinir Sameinuðu bændur að ná tilgangí
sínum með samvinnu-félagsskap í kaupum og
sölum. peir starfa í sameiningu við The United
Grain Growers, Ltd., og The Manitoba Co-opera-
tive Dairies, Ltd.
t stjórnmálum
er skoðun Sameinuðu bændanna, að verndai*toIl-
arnir í Canada í því formi, sem nú eru þeir, séu
þjóðinni til vandræða og ættu að vera lækkaðir
til muna eins fljótt og því verður við komið, og
aðrir tekjustofnar fundnir í staðinn, Eintök af
stefnuskrá hinna Sameinuðu bænda, fást hjá
Aðalskrifstofunni.
Sérstök útbreiðslustarfsemi allan Nóvember
til að fá nýja félaga og nýja kaupendur að “Grain
Growers’ Guide”, málgagni hinnar nýju fram-
farastefnu, svo og til að safna í- sambands-kosn-
ingasjóð í hverju kjördæmi. . *
Þér eruð beðnir
að rita yður inn í félagsskap vorn og vinna með
oss að því mikla og göfuga starfi, að hrinda þeim
háu hugsjónum í framkvæmd, að Canada megí
með ári hverju verða hagsælla land börnum sín-
um öllum. —
Frekari upplýsingar viðvíkjandi' starfsemi þessari
fást hjá ritara að 306 Bank of Hamilton Bklg-
Winnipeg, Man.