Lögberg - 23.12.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.12.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verS sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSlMI: Garry 2346 - WINNIPEG jíQftef a. Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. Garry 1320 33. ARCANC.UR WHMNIPEG, MANITOBA, i ^ Ur Enok Arden ^ EFTIR TENNYSON Jón Runólfsson þýddi. NUMER 51 Strandraðir langra kletta klýfur gjögnr; í gjögri því er frauð við fölan sand; við bryggju gegnt er þyrping rauðra þaka; þá hrörleg kirkja; hærra upp fer gata að mylnu er gnæfir liátt í hlíð ; en bak við ber gráa og sendna heiðarbrún við himin, og hauga, sem frá fornöld Dana gnæfa, og þar er hnotskóg’r haustsins gestum þekkur í skámyndaðri skrúðlaut heiðarinnar. Fyr hundrað árum hér í þessu gjögri, þrjú börn frá þremur húsum, Anna Lee, smámeyja þorpsins fríðust, Filip Ray, son mylnuannsins ríka. og Enok Arden, munaðarlaus og ófágaður angi, son fiskimanns, er hafði í vetrarveðrum einhverju sinni brotið fley og íarist — sér léku innan um fjörurusl og rekald, ryðgaðar festar, kaðla, dumbrauð dráttnet og róðrarbáta ráðið þar til hlunns. Úr lausum sandi bjuggu þau sér borgir og horfðu á brimið þvo þær aftur út, eða’ eltu fram og flýðu holskeflurnar, og lótu dug hvern Iítil fótspor eftir, sem Hka dag hvern aldan nam á brott. Þröng helliskró í gljúfravegginn gdkk; þar létust börnin búa, hafði Enok þá annan daginn forráð, Filip hinn, en hússins frú var Anna æ hin sama; samt vildi til, að vildi Enok skipa húsbónda sessinn heila viku í senn: “Því eg á húsið; liún er konan mín.” “Mín kona líka,” greip þá Filip fram í. “og skiftumst á og búum báðir jafnt.” Er slóst í hart, og Enok orkumeiri. hélt velli, fyltust augun bláu Filips af táraflóði ráðalausrar reiði: “Eg hata þig,” kvað óp hans við til Enoks; grét þá af samharm litla konan líka og bað þá deila eigi um sig og sagði hún vildi vera litla brúðurin beggja. Að morgni liðnum bernsku rauðra rósa, er sunna lífs í hádags hæðir svifin með nýjum varma vakti beggja hjörtu, þá feldu báðir ástarhug til hennar. og tjáði Enok henni allan vilja, en Filip ól í hjarta þrá og þagði; samt virtist mærin þýðast Filip fremur, en unni hinum þótt hún það ei vissi, og hefði að spurð óðar sliku neitað. Nú varð það Enoks fasta mark og mið, að draga saman, spara í und og æð, og eignast bát, og bólstað handa Önnu: svo loks með þetta áform fyrir augum, eí fangasælli garp til sjóar gat, né varfæmari ef í krappan komst und brimisorfnum björgum þeirrar strandar, en Enok. Auk þess hafði ’ann verið með vamingsskipi ár í utanferðum, fullnaðarskil á farmanns prófi gjört, og mannslíf liafði ’ann þrisvar sinnum sótt í voðagrcipar hvítfyösandi hranna, og var af öllum mikils virtur maður, og hafði um tvítugt eignast fley og fasteign, og Önnu búið einkar snoturt hreiður á miðri leið upp mylnustiginn bratta. Svo var það gullinn aftan einn um haust, að unga fólkið hafði tóm sér tekið, og farið hver, sem vetliug valdið gat með körfur sínar tínupoka og töskur á hnotskóg upp í Hesliskógar-skál. Dvaldist þá Filip (faðir hans lá sjúkur) og komst ei fyr en stundu seinna af stað; en er hann kleif í hálfan lieiðarbrattanii, rétt þar sem kjarrið fer að kögra barminn. á Hesliskál, hann Enok sá og Önnu sitjandi saman, tvö, með tengdar hendur, hin stóru gráu augu, og útitekið andlit hans lýst upp hægum, helgum loga, er brann sem hóglátt, heilagt fórnarbál; það Filip sá og dapran dóni sinn las í augum þeirra og yfirbragði; en—þá, er sá hann vera lagða Ikinn við kinn, hann stundi við og hrökk sem helsært dýr í skóginn þar sem skálin dýpst lá fyrir, og duldist meðan glaðværð hinna gall, — þá myrku stund; svo stóð liann upp og fór - með brigðlvona beisk og hungrað hjarta. Svo giftust þau og klukkur þorpsins klingdu glaðlega við, og árin liðu liðugt, sjö sældarár við hagstæð kjör og heilsu, við sanmautn ásta, heill og heiðurs starfsemd, og gleði barna: mær var fyrst þeim fædd. Hið fyrsta sinn er fyrsta barn lians grét, sú göfug þrá hann greip, að hafa sparnað, fá ekið svo úr öngum, að hann gæti •veitt barni sínu betra lífs uppeldi, er verið hafði hans og móður þess. Tveim árum síðar sama þrá hann vakti, er sveinbarn kom í viðbót til að verða í einverunni engill móður þess, er Enok barst um reiðisollna rán, eða’ upp til lands hann fór, því sannast sagt, þá kendu margir klárinn hvíta’ hans Enoks. og sæföng hans í sælyktandi vandlaup, og andlit hans, sem ekki að ei'ns var með snarprauð bitmörk þúsund votrar-veðra hjá krossi torgsins alþekt, heldur eínnig á laufstigunum hinu megin heiðar, alt þangað, er ]>ú ýtréð þenjast sér •sem páfuglsstél, og portljónshvolpinn standa sem vörð við hlið hins aldna höfuðbóls, er neytti fanga Enoks frjádag hvern. 1 Með ‘‘Santa Claus” eg fór í ferð, og ferðin sú var til þess gerð að sjá hvað fyrir sjónir bar og segja þcim, sem heima var. Og karlinn fór í feldinn sinn og frakkann gráa tók eg minn, og beint til Eatons bar oss “car”; við búðardyrnar stanzað var. Og alt var þar nú uppljómað, sú undra birta fyrst í stað mig gjörði blindan augum á, svo ekkert fyrir bii;tu’ eg sá. Við genguni þar um gólfin sex, með gólfi hverju dýrðin vex, og ljósin skinu líkt og sól— mér leizt þá komin “Brandajól”. Og silfur djásn og demantar f í dyngjum lágu alls staðar, þar lék sér fugl á laufgri grein og ljósadýrðin á hann skein. 1 kristalsskálum fiska fjöld með fimum leik þar kepti’ um völd, og hver þar öðrum fram hjá flaug í fagurskrýddum geislabaug. Og öll þau dýr, sem örkin bar, í einum hóp við sáum þar, og “gamli Nói” á gráum kjól með grallarann þar sat á stól. Og þar var eitt og alt að sjá, sem auga barnsins gleðja má; en þar var alt svo afar dýrt, með orðum það eg get ei skýrt. 0g þarna kaupir þjóðin prúð. En því á “Santa” enga búð, sem gefur börnum gullin sín? Það grípur ekki sálin mín. Með Sánkti Kláusi. Fyrir börnin. eg fór í Og hann, sem ekkert aumt má sjá og er að gleðja börnin smá, og færir sjúkum brauð og blóm,— hans budda, eins og mín, er tóm. Það var svo fyr og verður enn, það vita ba‘ði guð og menn, að eg á mitt og þú átt þitt,— og því á hver að éta sitt. Og Úlrikku í svip eg sá, hún sat og spann með hrelda brá, og gullið lá við hennar hlið— en hjartað skorti ró og frið. Hún hafði kosið hlutverk það, sem liugur girntist fyrst í stað, en síðar henni harma jók og hjartans friðinn burtu tók. Og rokkinn sinn hún þeytti þar og þreytan hold og æðar skar; hún gat þar ekki glaðst um jól. og gull var hennar eina sól. í lielli sínum sat og spami, með sárum fingrum gullið vann, og ár og síð liún sat.þar ein, og sólin aldrei þangað skein. En of eg liefði auðinn þann, sem Úlrikka í lielli spann: fyrst sérhver búð er fleytifull, eg færi og keypti barnagull. Yfir sögu er farið fljótt, svo fólki býð eg góða nótt. Á blaðið ritað ekki er alt, sem karlinn sagði mér. K. N. Skammdegið. Á alstirndan himininn heiðan eg horfi um skammdegis kvökl, sú fegurð er faðmandi gleði, on fölleit er jörðin og köld. Og stjörnurnar leiftrandi ljóma svo langt sem að geimurinn nær, hið lægra um löndin og liöfin er ljósvefur tindrandi skær. Þá vorhiminn brosir oss bjartur og blómskreytt er jörðin og fríð, oss sýnist ei efra sv*o inndæll sem einmitt á skammdegis tíð. Því meir sem að myrkvar á jörðu er máttugra ljósið af hæð, því harðar sem hretviðrin næða er heitari kærleikans æð. Og það var á skammdegis skeiði að skaparinn gaf oss þá sól, sem bendir á brosandi eilífð og boðar oss gleðileg jól. M. Markússon. Jólin Hvítt eins og blað fyrir helgirit ITjarn eftir sólstaf bíður. Senn fær það bjartari silfurlit, Svellið og hrímkögrið fegra glit, Tíminn til ljóshafs líður. Fríður er Vetur á veldisstól! Vori hann ljær sinn blóma; ITvítblómgað vor, þegar liækkar sól, Heilsar með dýrðarljóma. Ljósið það bjarmar um hugskot livert Hríslast, sem eik, og kvikar, Þar, sem var helskúum haustsins snert, Hálmlitað, mánaskinsfölt og bert, Blómgast og aldin blikar. Bikar, sem leiftrar, er lvft, svo önd Ljósveigar sterkar hrífi; Vakin til starfs er á vorri hönd Vetrarins kristalslífi. Ritar á mjallir og svellin. sól Sólgeisla fjaðurpenna, Komin sé niður af stjörnustól, Stigin ofan frá Guði jól Húmkolum heims að brenna. Kenna, með flughröðum funastaf Fannanna leturbrauta, Opnaður sé fyrir handan haf Himinn til beggja skauta Gutt. J. fíuttormsson. Þorri. Frosin saman láð og lögur,— lagt með silfri hélukögur vefst um liálsa, hraun og fell. Norðangarður hlátur-hreykinn hygst að vinna síðsta leikinn------ móta alt í eilíft svell! Dyngjufjöll úr fönn þú reisir, fáki bylja tryldum þeysir yfir stórvötn ísi lögð. Vilt þú engum ylhug sýna, — alla neyða’ á skoðun þína, — klakans túlka trúarbrögð? Yfir þinni þinghá lýsa þúsund glampar stjöniudísa, kristals sjóli silfurhár! Skrýddur bryirju hvítri hringa, lilægir þig- mökkvinn skafrenninga, — falla af augum frosin tár. Síðla gleymast fingraförin,— flestir bera lengi örin Hræsvelgs eftir hríðar-grip. Bókfell þyngstu búsifjanna, brot lir sögu flestra manna þekkja má í Þorrans svip. Framrás margra ljúfra linda lengi vel þér tókst að binda, — svefnþorn stinga sumri og yl. Þó má heyra’ í hi’önnum skafla hjartslátt nýrra gróðrarafla — sólardraumsins sigurspil! Einar P. Jónsson. Móðir mín. Þó völt sé ást og veik sé trú, Og vanþökk æst, Eg get ei, móðir, gleymt að þú Ert Guði næst. Að enginn hefir elskað mig Sem einmitt þú. Sem kærleiksfórn þú fram barst þig, Það finn eg nú. Þín bezt og fegurst æfiár Þú öll gafst mér. — Og öll þín mörgu móðurtár Nú muninn sér. Ef ægði harmur, hætta, sótt Og heimurinn: Þá baðstu Drottinn dag og nótt Fyr’r drenginn þinn. Þú kendir forðum “Faðir-vor”, Og “ fyri rgef. ’ ’— Og öll mín gengnu grafarspor Það geymt eg hef. Það lítið, sem eg lærði gott, Eg lærði af þér, — Sem þó færð lítinn þakkarvott, — Ög það frá mér. Að lýsa þér — og lífsfóm þín, Ei leyfist mér; — Því þú ert bara — módir mín, — — Alt mér það er. Eg heyri enn þá, mamma mín, Þitt: “ Mér éi gleym!”------- Veit þú og börnin bíða mín,--------- Eg brátt kem----------heim. Jónas A. Sigurðsson. Til skáldsins JÓNASAR A. SlfíURÐSSONAR (Kveðið eftir að hafa lesið kvæði hans í Lögbergi (25.-10,-’17): “Eg kveð.” Þótt einn eg ráfi’ um eyði-strönd, eg yl og kærleik skil. — Eg tek þér, Jónas, hlýtt í hönd, því hjai'ta á eg til. I Og eins á meðan anda’ eg dreg, og ei er brjóstið kalt, æ móðurmálið elska eg, svo undur blítt og snjalt! Og vina bros og viðkvæm tár, eg vel í minni ber, þau mýkja ögn hin sollnu sár or svektum þjaka mér.-------- II. (Sbr. jólablaði Lögbergs 1919.) Já, Lóukvakið ljúfa þitt víst lengi mun eg geyma, (því löngum þráði’ eg landið mitt og lóusönginn — heima.-------- Mitt bernsku’- og tæsku-yndið varð alt eftir á feðra láði, og því er fyrir skildi skarð að Skapa-noraa ráði! Og hér eg tóri útlegð í unz æfiskeiðið þrýtur! — Oft svört í lofti sveima ský, svo sólar lítið nýtur. En þegar lipurt Ijóð og gott eg les á — feðra tungu, þá líða skýiu leiðu brott, og léttast. kjörin þungu. Mig gleður stórum geisli hver, ! sem gæfan væn mér sendir, og fyrir það eg ungur er í anda, — hvar sem lendir. Eg kvæðin góðu þakka þér, og þjóðskáldunum öllum. Að sólarlagi syngið mér með svanarómi snjöllum. (25.-12.-’19) J. Ásgeir J. Líndal.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.