Lögberg - 23.12.1920, Blaðsíða 8
Bls. 16
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. DESEMBER 1920
BRÚKIÐ
ÁBYGGILEG
------og-------
Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna
UÓS
AFLGJAFI!
ÞJCNUSTU
i
TRAOC MARK( RCCI5TCRED
SifniS amSúð inuii og Couoons fyrir Premíur
Jólastj
0
Jólanóttin var byrjuð.
Hávær gleði ríkti úti 1i $trætum
borgarinnar. Bæði fullorönir og
!örn hröðuöu sér í stórtiópum til
aS hakla jólin hátíðleg í hinum
ýmsu kirkjum bæjarins bömin
hlökkuöu til að sjá hve fagurlega
kirkjurnar voru skreyttar, hlökk-
uðu til aö hitta þar leiksystkini sín
og htökkuöu til jólagjafanna, sem
þáu áttu von á. Saman viö þá til-
hlökkun var lika fléttuö lotningar-
full gleði yfir sögunnni undur-
fögru um hin fyrstu jól. — Full-
oröna fólkið var lika glatt, það
gladdist í gleði barnanna og lifði
upp aftur sín eigin æskuár — árin,
þegar allar áhyggjur og raunir
framtíðarinnar voru huldar.
6mur þessarar gleöi barst inn í
þak'herbergi á stóru húsi á fjölfar-
inni götu bæjarins. Þar inni lá lít-
it tólf ára gömul stúlka; yfir hinu
föla barnsandliti hennar hvildi
draumkend ró. Hún hafði lagt
frá sér bók, sem hún haf ði verið að
lesa í, og hafði auðsjáanlega gleymt
því, að hún var heilsulaus aumingi;
hafði gleymt því, að úti var nist-
andi kuldi og inni í herbergi hennar
ónotalegt — hún var í huganum
stödd á grænum grundum í Bette-
hem og hlustaði þar með fjárhirð-
unum á söng englanna.
Dyr herbergisins opnuðust, vel
búin kona kom inn er sagði blíð-
lega: “Eg er að fara af stað með
t)örrnmum á jólatrés-samkomitna,
ertu viss um að þér ekki leiðist á
meðan ?’
“Já, frænka, en mig tangar til að
þú færir rúmið mitt yfir að glugg-
anum, dragir upp blæjuna og lofir
mér að setjast upp og horfa á
stjömurnar í kvöld.”
Frænka hennar ýtti rúminu yfir
að gluggganum. reisti hana upp og
tilóð koddum í kring um hana, dró
svo gluggatjaldiö frá og spurði
Iivort það væri nokkuð fleira, sem
bún mætti gera fyrir hana. — “Nei,
ekki held eg það, nema mig langar
að biðja þig að fleygja jæsstt bréfi
út á götuna. Þú veizt hvað margir
hafa sent mér jólagjafir, en eg get
engum gefið neitt, svo eg skrifaði
þetta bréf i kvöld, en veit ekki
hverjum eg á að gefa það. Ef við
látum það á gangstéttina finnur
það máske einhver, sem það gerir
eitthvað gott.”
“Eg skal gera það fyrir þig,
góða,” og frænka hennar brosti
góðlátlega að þessum barnaskap,
tók við bréfinu og lagði það á
gangstéttina, um leið og hún fór af
stað.
Umferðn á götunni var farin að
minka. Maður einn gekk þar hægt
og niðurlútur. Það var engin
jólagleði í sálu hans; hann varð
ekkert var við glauminn í kring um
sig; 'hann fann einungis til þess, að
veðrið var kalt og að vindurinn blés
hörkulega. Ósjálfrátt varð honum
litið olan á gangstéttina, þar sá
hann saman brotið blað. Hann tek-
ur það upp, færir sig nær götuljós-
inu og les:—
“Kæri vinur,—
Gleðileg jól! Þar setn eg get
engum gefið jólagjöf og hefi ekki
annað að gera en liggja i rúminu
alla daga, ætla eg að skrifa þér
þetta jólabréf til að segja þér hvað
Guð er 'góður.—
Einu sinni var eg frisk og lék
mér eins og hin börnin og átti
heima hjá pabba og mömmu, og j>á
hugsaði eg mest um leiki og brúð-
urnar mínar. Svo fór pabbi frá
okkur, fór í stríðið. Hann sagði
mér, að það væri skylda sín að fara,
en mig langaði svo mikið til að
hann væri kyr. Eftir að hann var
farínn, báðum við mamma guð á
hverju kvöldi að passa hann og láta
hann koma heim aftur. — Svo einn
dag kom drengur með gult umslag
til mömmu; — eftir að hann var
farinn sagði mamma mér, að pabbi
kæmi aldrei til okkar, þvi guð hefði
lofað honum að koma heim til sin.
Eftir það var mamma aldrei kát
eins og hún hafði verið, og svo
varð hún veik í langan langan tíma;
eg vissi ekki hvort eg ætti að biðja
guð að láta hennt batna, eg vissi,
að mbba mundi langa til að hún,
kæmi til sín, og eg vissi að hana j
arnan.
tangaði til þess. — Þegar mamma
dó, fór eg til frænku; nú eru marg-
ar vikur síðan eg varð veik, eða
læknirinn segir eg sé veik og veröi
að liggja kyr í rúminu. Samt finn
eg oft ekkert til. Guð passar mig
alla daga og lofar mér að dreyma
svo inndæla drauma á nóttunum.
Þá er eg æfinlega frísk og leik mér
eins og hin bömiú. í kvöld ætla eg
að þakka guði fyrir að hafa lofað
! bæði pabba og mömmu oð koma
heim til sín, og eg ætla að þakka
honuni beztu jólagjöfina, sem hann
gaf okkur öllum, og eg ætla að
reyna að sjá björtu stjörnuna —
jólastjörnuna.—Hefir þú séð hana?
Er hún að leiða júg til barnsins í
j Betlehem?
Þín Lilja.”
Við daufu birtuna af götuljósinu
| les hann bréfið einu sinni—tvisvar,
svo virðir hann fyrir sér húsið, þar
sem bréfið hafði legið. Hann sér
gluggatjald þakherbergisins dregið
frá og sér inn um gluggann föla,
j fagra barnsandlitið, sem horfcði
| með aðdáun upp til stjarnanna,
eins og til að reyna að skilja þá
kenningu, sem þær hafa að flytja.
Vegfarandinn gengur hægt á-
fram. Þetta atvik hafði vermt
hjarta hans, hafði vakið margar
hugsanir sem hann svo lengi hafði
verið að svæfa,; hafði fært hann
inörg ár aftur i tímann. Hann
mintist jæss, l>egar hann hafði
hugsað líkt því sem þetta barn
gerði, og mintist atvikanna, sem
höfðu breytt honum. Af mannleg-
um breiskleika fanst honum öll þau
atvilc hafa verið öðrum að kenna.
Hann mintist þeirra góðu áforma,
sem hann hafði haft, þegar hann
giftist fyrir tólf árum síðan — og
svo komu erviðleikar, — konan
hans hafði yfirgefið hann, og hann
var einn eftir með litlu fimm ára
stúlkuna sína. Og svo hafði hún
veikst; hann leitaði beztu lækna, og
þegar þeir gátu ekkert hafði hann
beðið eins heitt og hann gat, að
henni batnaði. Hann var ekki bæn-
heyrður. Síðan hafði hann aldrei
beðið og reynt að hugsa aldrei um
trúarefni, lifað einmana og gleði-
snauðu lífi. Og nú hafði bréfið
sýnt honum, að fleiri höfðu beðið
og ekki verið bænheyrðir, en trúðu
}x>; sýnt honum, að fleiri voru ein-
mana í jólagleðinni en hann. And-
litið, sem hann sá gegn um glugg-
ann, minti hann á andlit stúlkunn-
ar hans síðustu dagana hjá honum.
—Hann hraðaði sér heim, ákvað að
heimsækja munaðarlausu stúlkuna
næsta morgun , bygði marga loft-
kastala viðvikjandi því hvað hann
skyldi gera fyrir hana*
Næsta morgun klukkan niu var
dyrabjöllunni hringt að heimili
Litju. Gesturinn bað um leyfi að
tala við húsfreyju, sýndi benni
bréfið og bað um leyfi til að þakka
litlu stúlkunni fyrir það. Sorgar-
svip brá fyrir á andliti konunnar,
er hún svaraði: “Svo þetta bréf
var þá siðasta verk litld Liljit —•
hún var glöð og frtsk þegar eg bauð
henni góða nótt í gærkvöldi—i
morgun kl. sjö var hún dáin.”
Gesturinn Jtagði ttm stund—Dá-
in—hún, sem hann hafði hugsað
sér að gera svo mikið fyrir; hún,
sem hafði vajdð hann eftir öll
þessi ár, var farin—og hvert? Var
hún komiti til Iitlu stúlkunnar
hans? Hann vissi það "ekki—vissi
ekkert nema að hann var fávís og
viltur og var að fálma út í myrkur
vonleysis eftir einhverju afli, sem
mætti leiða hann.
Tveimur dögum síðar stóð hann
við kistu Lilju, virti fyrir sér eng-
ils-andlitið, er þar lá, þögul og heit
bæn leið frá brjósti hans — sú
fyrsta bæn, sem hann hafði beðið
síðan litla stúlkan hans dó. Svo
beygði hann sig niður, kysti á
föla ennið og sagði lágt: “Eg þakka
jólagjöfina þina — þú hefir sent
mér sjálfan mig eins og eg hefi
verið, þú bentir mér á stjörnuna,
sem lýsir til barnsins í jötunni —
—. Segðu litlu stúlkunni minni
Jiað. Segðu henni, að sú stjama
muni leiða mig heim — til guðs og
hennar.
7. /. P.
Til leigu
herbergi í vesturbænum, rétt við
Sargent Ave., hentugt fyrir einn
eða tvo einhleypa.
Upplýsingar að 668 Lipton St.
w
ONDERLAN
THEATRE
D
Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jatnt fyrri VERK-
SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. CONTRACT
DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að í
máliog gefa yður kostnaðaráæílun. ! .
Winnipeg EleetrieRailway Go.
GENERAL MANAGER
Miðviku og fimtudag
ISURA Aoki (Mrs. Hayakawa)
“Loked Lips”
Einnig
REI) RIDERS NO 1
“The Girl and the Law”
Föstu og Laugardg
WILLIAM DESMOND
“A Broadway Cowboy”
Mánudag og priðjudag
“The Little Café”
og einig
“Sinbad the Sailor”
f
♦?♦
Bækur til jólagjafa.
X
f
t
f
f
t
X
f
t
♦?♦
The WelIim>ton
Grocery Co.
óskar öllum sínum Viðskiftavinum og öllum
íslendingum fjær og nær
Gleðilegra Jóla!
og blessunarríks og farsæls NÝÁRS
með þakklæti fyrir góð og greið viðskifti á liðnum
tíma og von og vissu um framhald á þeim í komandi
framtíð. — Vinsamlegast
TH. THORARINSSON H. BJARNASON
f
t
t
J|>^mJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJ»?
ÍHE«
6. J.”
Óskar öllum sínum viðskiftavinum
Gleðilegra jóla
Hjartanlegt þakklæti fyrir alt
hið umliðna
Gunnl. Johannson
646 Sargent Ave.
Blómsturkarfan í bandi .... c. 75
Stafrofskver séra Adams .... 50
Sögur Breiðablika ........ $1.00
Almanakið fyrir 1921 ..... c. 50.
Bókaverzlun Ó. S. Thorgeirssonar.
674 Sargent Ave., Winnipeg.
Nýkomið hingað vestur
íslenzkt málsháttasafn
Finnur Jónsson
setti saman
Gefið út af hinu íslenzika Fræði-
félagi i Kaupmannahöfn.
Kostar $3,50.
Bókaverzlun ó. S. Thorgeirssonar.
674 Sargent Ave. Winnipeg.
Nýjar bækur.
Bóndadóttirin, ljóð eftir Gutt-
orm J. Guttormsson, verð í bandi
$1,50.
ógróin jörð, sögur eftir Jón
Björnsson, ib. $3.75, ób. $2.75
Segðu mér að sunnan, kvæði eft-
ir Huldu, ib. $2.75, ób, $1.75.
Mannasiðir eftir Jón Jakobson,
í bandi $2.45 ób. $1.65.
Drengurinn, saga eftir Gunnar
Gunnarsson, í þýðingu eftir porst.
Gislason, ób. $1.25.
Morgun, tímarit Sálarrann-
sóknarfélags íslands, 1 árg. $3.00.
Samtíningur, 14 smásögur eftir
Jón Trausta, $3.30.
16. árgangur Óðins $2.10.
íslandskort $1.00.
Bókaverzlun
HJÁLMARS GÍSLASONAR.
506 Newton Ave., Elmwood,
Winnipeg.
Kennara vantar við Riverton
skóla, no. 587. þarf að hafa
“Second class professional Certi-
ficate.” Kenslustarf byrjar 1. jan.
1921.
S. Hjörleifsson sec. treas
Riverton Man.
MRS. SWAINSON, aB 696 Sar-
gent ave. hefir ávalt fyrirliggj-
andi úrvalsbirgðir af nýtízku
kvenhöttum.— Hún er eina ísl.
konan sem slíka verzlun rekur í
Canada. íslendingar látið Mrs.
Swainson njóta viðskifta yðar.
Talsími Sher. 1407.
Fowler Optical Co.
LIMITED
(Áður Royal Optical Co.)
Hafa nú flutt sig að 340
Portage Ave. fimm húsum
vestan við Hargrave St.,
næst við Chicago Floral
Co. Ef eitthvað er að aug-
um yðar eða gleraugun í ó-
lagi, þá skuluð þér koma
beint til
Fowler Optical Co.
IíIMITED
340 PORTAGE AVE.
j
Phone: Garry 2616
JenkinsShoeCo.
639 Notre Dame
Avenue
■
j Talsími Sher. 572
£>aMMNMMM|M
The Ceiifcral Grocery
541 Ellice Ave.
Tals. Sher. 82
Óskar öllum gömlum og nýjum viðskiftavinum
Gleðilegra Jóla
Og
Hagsæls Nýárs
með þakklœti fyrir öll viðskiftin á liðnum tíma
og vonast eftir framhaldi á viðskiftum þeirra
og mun reynast þeim sanngjarn og áreiðanleg-
ur í framtíðinni eins og á liðnum árum.
J. J. Thorvardson, Eigandi
BIFREIÐAR “TIRES”
Goodypar og Ðomlnion Tlrea «tlP
& relCum hðndum: Oetum rtt-
vecaB hvaBa tfifrund aem
bér þarfnlat.
AtSger8um og “Vulcaniring” eér-
etalcur gaumur geflnn.
Battery aBgerBlr og bifrelBar tll-
brtnar til reynslu. geymdar
og þvegnar.
AiTTO TIRK VUIiCAJÍIZIJÍG OO.
809 Oumberland Ave.
Tals. Garvy 2707. OplB dag og nött
J ólagj afip
f
Stórkostlega niðursettar á flutnings-
sölu vorri. Salan heldur áfram til Að-
fangadagskvelds kl. I 0.
Búðinni lokað milli Jóla og Nýárs
meðan verið er að flytja það
sem eftir er óselt til 480 Main
street næst við Ashdown’s.
■ Með kærri þökk fyrir góð viðskifti í liðinni
tíð og von um aukin.
I Gleðileg Jól!
| WHITE & MANAHAN, Ltd. |
500 MAIN STREET
IWI«!ilMllliailMIIIM8Mi!»liilM[ii;MilllMliMttlMP!íMm»!IIM!iilM!IMI!H»;illMlliHI—Wi?
■
rNcyrin hin fullivOMNp
| AT-CANAniSKU FAllpEGA
SKIP TIIi OG FRÁ
Uverpool, Glasgow, I.ondon
Southhampton, Havro, Antwerp
Nokkur af skipum vorum:
Empress of France, 16 tons I
Kmpress of Britttin, 14,500 tons J
Melita, 14.000 tons
Minnedosa, 14.000 tons
Metagama, 12,600 tons
Appiy to
Canadian Faeific Ocean Service
364 Main St., Winnipeg
ellegar
H. S. BARÐAL,
894 Sherbrooke St.
Hangikjöt til Jólanna
w og Nýársins
Læri .......... 33 eent
Síður .;.......30 cent
Frampartar.....22 cent
Það hefir verið venja vor á undanförnum árum að hafa
ávalt á reiðum höndum fyrirtaks hangið kindakjöt til
hátíðanna og þeirri reglu fylgjum vér enn. Þetta hangi-
kjöt er bæði ljúffengt og ótrúlega ódýrt. — Vér höfum
einnig beztu tegundir alifuglakjöts og óþrjótandi byrgð-
ir af öðru kjöti og nýjum fiski.
G. EGGERTSON & SON
Tvær Búðir
693 Wellington Ave. 798 Sargent Ave.
Phone: A 8793 Phone: Sher. 6382
I WEVEL CAF
w
6 >2 SARGENT Ave. Phone Sher. 3197
Jólakökur og Jólabrauð
Chocolate kassar - Vindlar - Candy
Kaffi og Máltíðir
TOYOU
Giftingar- og Afmæliskökur
Vér seljnm 21 máltíða-miða (meal ticket) fyrir $8.C0
(38c hver máltíð)
m
iíi>SiaSiSSi»Si9Si9Si5þSi»Si»Si9»i5tSi3-aiá
WHO ARE CONSIDERING
A RUSINESS TRAINING
Your selection of a College is an important step for you.
The Success Business College of Winnipeg, is a strong
reliable school, highly recommended by the Public and re-
cognized by employers for its thoroughness and efficiency.
The indvidual attention of our 30 expert instructors places
our graduates in the superior, preferred list. Write for
free prospectus. Enroll at any time, day or evening
classes.
The
SUCCESS
peir sem kynnu að vita um heim-
ilisfang Emmu Goodman, áður að
Cold Spring P. O. Man., eða gætu
veitt upplýsingar um móður henn-
ar, geri svo vel og geri undirrituð-
um aðvart sem allra fyrst.
Oliver G. Otto.
R. F. D. N. 1 Box 99
Kent, Washington.
BUSINESS COLLEGE, Ltd.
EDMONTON BLOCK—OPPOSITE BOYD BUILDING
CORNER PORTAGE AND EDMONTON
WINNIPEG, MANITOBA
!
HnBHiHiuaniaiiawaiiaiBHiiiiBiiiaiiiBiiiiHMiiiiBnainiBíHiiiiaiiiiBwiBiiiBfflainB!!