Lögberg - 23.12.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.12.1920, Blaðsíða 4
Bls. 12 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. DESEMBER 1920 í kjarrinu við engið Eftir J. Magnús Bjarnason. I. í morgxm var eg að lesa: “In the South Seas” eftir Robert L. Stevenson. Þar eru þessi vísuorð eftir skáld eitt á Suðurhafs- eyjum: “Ca nuiúmaó ka lani, úa kalhae lúna, Úa pipi ka maka ó ka hókú.” Og þýðing þessara orða kvað vera á þessa leið: “Fagurt var hið háa og breiða liimin- hvolf, og mörg vor uaugu stjarnanna. —” I>etta minnir mann á hina fögru vísu eftir Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal.: Uppi’ á himins bláum boga bjartir stjömuglampar loga.” Öll skákl um allan heim og á öllum öldum eru livert öðru náskyld. Þau geta verið hvít, gul, eirrauð, móleit, eða blá, þau geta átt heima á Islandi, Englandi, Japan, og Samóa; þaU geta verið háskólagengin, eða bara sjálfmentuð, cða jafnvel ómentuð; en samt eru þau náskyld. Hið lítt uppfrædda skáld á Suðurhafseyjum var alveg eins hrifið af stjömudýrð nætur- himinsins og hið háskólagengna, listfróða, bráðgáfaða íslenzka skáld. Þau láta hér að- dáun sína í ljósi á líkan hátt, og kveða við raust — annað á einu einfaldasta máli heimsins, en hitt á hinni dýrustu tungu, sem til er á jarð- ríki — íslenzkunni — Skáldkonan hörunds- dökka á 'bakka Nigex--fljótsins í Afriku oi*ti ljóð á tungu svertingjanna um Mungo Park, hinn fræga skozka landkönnunar-mann, það ljóð var, ef til vill, eins hugnæmt og fagurt og ljóð hinnar ástríku Sapfó; það var eins þrungið af meðaumkun ok kvennlegri hjartagæsku og nokk- urt kva^ði, er Cristina Rossetti hefir ort, og eins þýtt og ljúft og beztu ljóð Unnar Bene- diktsdóttur og Elizabetar Bi*owning. — Tem- binoka konungur á Apemama í Gilbejts-eyj- um var gott skáld, að sögn, og orkti allra mestu kynstur af hörpuljóðum á tuugu eyjarbúa. “Eg syng um unnustur,” sagði Tembinoka; “eg syng um unnustur mínar ofif skóginn og hafið. Samt er það ekki alt satt, sem eg syng um — mest af því er lygi.” Það var skáldið sem talaði,. Ifann söng sem sé um unnustur, sem hvergi voru til, nema í heimi ímyndunarinnar; hann söng um skóga, sem hvergi voru til á jarðríki; og hann söng um haf, sem livergi sást á landabréfum hvítra manna. Temibinoka söng ekki um “menn og hertýgi,” eins og Ver- Kilíus; heldur söng hann um unnustur og skóg- ínn, eins og- Salómon konungur, og um lmfið, eins og þeir Byron lávarður og Holgeir Draeh- mann. Tembinoka var einvaldur harðstjóri, en hánn hafði samt viðkvæmt hjarta og gat grátið eins og barn. “Þú hefir víst aldrei fyr séð konung gráta,” sagði liann við Lloyd Osbourne, kvöldið áður en R. L. Stevenson og fólk hans fór alfarið frá Apemama. “En konungur er maður, þrátt fyrir alt, finnur til og Setur grat- ið.” Daginn eftir flaug það eins og fiski- saga um alla eyjuna, að Tembinoka konungur hofði grátið. Þá sagði hann við Stevenson: “í gærköldi gat eg ekki talað — var of mikiLl hér”. Og lmnn lagði hönd á brjóst sér, það var eins og haun hefði viljað segja með Agli iSkaUagrímssyni: “Mjök esumk tregt tungu at hra'ra toftvægi ijóðpundara. ” Þeir vom að ýmsu mjög lákir: báðir skáld, stórir í lund, kappar miklir og herskáir, vinir vina sinna, og fundu sárt til þess, að raissa ástvini sína og ættingja. II. Eg les nú oftar Robert Ijouís Stevenson en nokkurn annan rithöfund. Eg hefi reynt að safna öllu, sem eg hefi getað, eftir hann og um hann. Eg hefi æfinlga verið hrifinn af sögum lmns o£f kvæðum. “Barnagarðurinn” •hans er eitt af því langbezta, sem til er í ensk- um bókmentum — af þeiri tegund. “IIow do jrou like to go up in a swing, IIp in the air so blue? Oh, I do think it the pleasantest thing Plver a ehild can do!” Uann þekti tilfinningar barnanna, því hann var sjálfur bam alt frá vöggunni til grafar- innar. Ifann var sannur barnavinur, og hann var líka einbeittur talsmaður dýranna. Gra- ham Balfour segir í æfisögu Stevenson’s, að einu sinni hafi hann (Stevenson) séð mann vera að berja hund, og hljóp hann þá til og hjálpaði hundinum. Reiddist ]>á eigandi hundsins og sagði byrstur: “Þetta er ekki þinn hundur!” “Það er hundur guðsj’ sagði Stevenson, “og eg er til að vernda hann!” Stevenson mátti ekkert aut sjá og rétti öllum bágstöddum og undirokuðum iijálparhönd þeg- ar hann mögulega gat, — þnátt fyrir æfilangt heilsuleysi, hefir hann verið sérlega bjartsvnn og sí-glaður. “Brief day and bright day and sunset red, Early in the evning The stars are overhead.’’ Þannig yrkir enginn, sern er þunglyndur. Rit- máti og orðfæri Stevenson’s er afbragð, og lýs- iugar hans framúrskarandi ljósar. Allar sö^- ur hans ern þrungnar af skáldlegu fjöri, o<* maður Jes j«rr af rnesta kappi, eins og Þúsund °9 *na nótt. Ez held að eg hafi haft einna rnesta ánægju af að Iesa sögumar hans: “The New Arabian Nights,” og “The Island Nights’ Entertaimnents.” Stevenson var skozkur, og var fæddur í'Edinborg þann 13. dag nóvem-’ bermánaðar 1850; hann dó þann 3. desember 1894, að heimili sínu Vailíma á Samóa í Kyrra- hafinu, rúmlega 44. ára gamall. Eyjarskeggj- ar í Samóa kölluðu hann Tústitala (það er: sá er segir sögur). Þeir elskuðu 'liann allir, — Að Stevenson hefir þótt mikið varið í íslendinga- sögur má marka af því, að hann segir í bréfi til E. L. Burlingame: “Eg vona að þú látir mig fá frá bókabúð þinni áframhaldandi safn ' af íslendinga-sögunum (á ensku). Eg fæ aldr- ie nóg af þeim sögum; eg vildi að það væri til níu þúsund af þeim.”------- III. Nokkur af ensku-mælandi skáldunum hafa þekt all-mikið til íslenzkra bókmenta, og sum þeirra jafnvel kunnað norrænu, William Morr- is hefir, án efa, verið sérlega vel að sér í nor- rænni tungu; Sir Walter Scott var vel lieima í suinurn Islendinga-sögunum eins og til dæm is “Eyrbyggja-sögu”. Um Thomas Gray er sagt: “Hann kunni íslenzku til fullnustu, sem á þeim tíraa var lítt þekt tunga.” Ilann þýddi úr rorrænu eitt eða tvö kvæði, sem vöktu mikla eftirtekt á Englandi á síðari hluta átjándu aldar. Thomais Gray *er fæddur á Englandi 1716, en dó árið 1771. Það er eins og fáir kannist við neitt af ljóðum hans nú á dögum, nem/a “Grafreitsljóð” (Elegy written in a Country Churchyard). Hann var einn með þeim al'lra lærðustu mönnum í Norðurálfunni á sinni tíð. — Mér skilst það á einu af bréfum Robert Louis Stervensons, að Edmund Gosse hafi kunn- að íslenzku, Gosse er skáld gott, og hann var mikill vinur Stetvensons, — þá var William MtotberweM (1797—1835 einn af ensku (eða >kozku) skáldunum, sem þektu íslenzkar bók- mentir. Mig minnir að eg læsi í æsku kvæði, sem kallð var: “Jarí Egill Skallagrim,” eftir Motherwell. — Af ljóðskáldum Bandaríkjanna jiektu mörg til norrænna og íslenzkra bók- mtenta, til dæmis: Henry Wadsworth Longfell- ow, James Russell Lowell, Bayard Taylor, Ed- gar Ellen Poe, og fleiri. En af söguskáldum Englendinga og Bandaríkjanna hafa þessir þekt einna mest til íslenzkra formsagna: Robert Michael Ballantyne (1825—1894, Washington Ii-ving, Ilaill Caine, H. Rider Haggard, Maurice Iliewlett, Robert Louis Stevenson og Charles Kingsley. Og þá má ekki gleyma skáldkon- unni Mary Howitt, Ijóðskóldinu William Cullen Bryant, og hinni bráðgáfuðu s’káldmær Beatrice Helen Barmby. Þau voru sannir vinir ís.Iands og íslenzkra bókmenta. IV. Einn af hinum stærri skáldsagna-höfund- um Englendinga á átjándu öldinni var Horace Walpole. Ilaim var sonur hins nafnfræga stjórnmálamanns Sir Robert Walpole, og er fæddur 1717 og dáinn 1797. Ilann var skóla- bróðir og vinur skáldsins Thomas Gray, og hef- ir 'þvií vafalaust jvekt mikið til norramna bók- menta og skilið íslenzku. Má vel vera, að sag- an “The Castle of Otranto” haifi orðið til vegna þess, að Horace Walpole hafi kynst Fornaldar- sögum Norðurlanda — einkum Völsungu. Auð- vitað byggji eg þetta á líkum, og af þeirri á- stæðu, að Thomas Gray (vinur hans) var allra manna bezt að sér í íslenzku og norrænum fræðum. — Horaoe Valpole kunni vtel að segja sögu, og gat gert kynjasögur mjög sennilogar. Engum leiðist að lesa sögur hans, þó sumum þyki þær næsta ótrúlegar, jafnvel Macaulay IávTarður gefur það eftir, og er samt langt frá því, að hann hrósi Horace Walpole. En Sir Walter Söott hefir ritað vel um hann, og telur hann með beztu skáldsagna-höfundum sinnar aldar. \ V. Fáir 'meim hafa þekt betur ætt sína í tutt- ugu liðu, eða meir, heldur en Thomas De (juincey (J 785—1859). Hann segir að for- feður sínir hafi komið frá Noregi á tíundu öld- inni og sezt að í þorpinu Quincey í Normandi- inu á Frakklandi. En til Englands kom ættin með Vilhjálmi sigurvegara. Og nokkru síðar fluttist grein af þessari merkilegu ætt norður til Skotlands. Bæði þar og eins á Englandi náði ætt þessi afar-miklum völdum. Og jarl- amir í Winehester voru af þessari ætt. Nokkr- ir af De Quincey ættinni fluttust til Ameriku á seytjándu öld; þeir sleptu De úr nafninu og nefndu sig blátt áfram Quincey eftir litla þorp- inu á Frakklandi. Gæti eg vtel trúað því, að John Quincey Adams (Bandaríkjaforseti) hafi verið af þessu bergi brotinn. — Tliomas De Quincey vár mikill rithöfundur og rithá'ttur hams sérlega einkennilegur. Hann neytti ó- píums í mörg ár, en tók xit miklar þrautir við að venja sig af því; og það er alveg óvíst, að hann hafi nokkurn tíma getað vanið sig af því til fulls. Hann ritaði meðal annars “Confessi- ons of an English Opium-eater” (Skrifta-mál Englendings, er neytti ópíums). Mun hann vera einna frægastur fyrir það rit. Hann var gáfumaður mikill og varð snemma mjög vel að sér í grísku og grískum bókmentum; er sagt, að þegar hann var aðeins fimtán ára, hafi hon- um verið létt nm að mæla á gríska tungu. Hann mun um eitt skeið hafa átt heima nálægt Gras- imere, í nágrenni við hinn svonefndu “Vatna- sfcáld”: Wordsworth, Southv, og Coleridge. VI. Mér finst alt af að skáldið Ben Jonson (1572—1637) hafa verið af íslezkum adtum; ekfci þó vegna nafnsins, heldur af þeirri óstæðu, að margt af því sem hann ritaði, er forn-ís- lenzkt í innsta eðli sínu. Ilann var bróðgáf- aður, namsmaður hinn niesti, og hugprúður með afbrigðum. Sextán ára gamall innritað- ist hann við háskólann í Cambridge á Englandi. flann gat ser inikla fragð í orustum á Frakk- landi og Belgiu, haði þar einvígi við frægasta kappa óvinanna, í augsýn beggja lierflokk- anna, og bar sigur úr býtum. Þegar hann var -7 ára gamall, byrjaði hann að rita hin frægu leikrit sín, sem að mörgu leyti eru eins merki- leg og leikrit William Shakespeare’s, og langt um framar, hvað mál og form snentir. John Dryden (1636—1700) segir um Ben Jonson: ‘ • Ef eg á að líkja honum við Shakespeare, verð eg að viðurkenna, að hann hafi færri lýti sem s'káld, en að Shakespeare sé djúpvitrari. Shak- espeare var Hómer, eða faðir sjónleika-skáld- anna ókkar; Jonson var þeirra Virgelius, fyr- irmynd að vandvirkni í rithætti; eg dáist að honum, en eg els'ka Shakespare.” — Ben Jon- son var gjörður að hirðskáldi (Poet-Laureate) á Englandi, og fékk hann hundrað pund sterl- ing í laun um árið, það þótti inikið fé á þeim dögum. VII. Það er heitt í dag (31. maí, 1918). Skógur- inn er að laufgast. Grundirnar fyrir vestan húsið eru orðnar grænar á lit. Eg sá litla, heiðbláa fjólu í lautinni, sem er á milli hússins og kartöflu-garðsins. Það er fyrsta fjólan, sem eg hefi séð ú þessu vori. Fjólan er elsku- legt blóm; hún er ímynd hins hæverska, yfir- læislausa og saklausa; hún er blóm barnanna og — skáldanna. Samt hafa mörg stærri skáld- in sungið rósinni meira lof heldur en fjólunni. Það er eins og þeir Shakespeare, Byron, Goet- he, og Omar hinn persneski hafi haft meiri mæt- ur á rósinni, en nokkru öðru blómi, William Wordsworth söng um baldursbm og hina gulu narsissu, James Russell Lowell um fífil- inn, Mary Tighe um liljuna, og Thomas Moore um smárann. En það er Bjarni Thorarensen, sem segir: “En þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má, en ilmur horfinn innir fyrst, urtabygðin hvers hefir misst.” VIII. Það rignir. Skógurinn er að mestu laufg- aður orðinn, og einstaka mýfluga er farin að gera vart við sig. Eg hefi séð eina slöngu, þetta vor, en hún var fjörlítil að sjá. Það er en mjög fátt um orma og pöddur, sökum kuld- ans og þurksins. Jafnvel sjálfir maurarnir eru hálf-sofandi og aðgjörðalausir. Þeim finst víst einhver ruglingur vera kominn á árstíðirn- ar. Eða svo fanst einum Indíánanum héma um daginn að sögn: “Vorið er orðið band-vit- laust” sagði hann; “það dansar aftur á bak.” En nú (þann 4. júní) er vorið loksins komið fyrir fult og alt. Eg heyri þórdunur í suðri, þar er Öfcu-Þór á ferð með hafra.sína og lemur á hrímþursum. — Aldrei kann eg rétt vel við hugmyndina um hafrana í sambandi við Þór. Eg hefði kunnað betur við, að stærri og sterk- ari dýr hefðu verið látin draga reið hans hina miklu. Hugroyndin um hafrana dregur úr og rýrir ásmegin Þórsj Og mér finst að Sir Edward Coley BurneJones hafi verið þar á sömu skoðun og eg, þegar hann málaði mynd- ina frægu af hinum sterka Norðmanna guði. — Burne-Jones er faxldur í Birmingham á Eng- landi, þann 28. ágúst 1833, og dó þann 17. júní 1898. Ilann var mikill vinur s'káldsins William Morris, og hefir því að líkindum verið mjög vel kunnugur Eiríki Magnússyni M, A, Burae Jones var ’einstakur listamaður, og var að miklu leyti lærisveinn hins fræga málara og skálds Dante Rossetti (1828—1882). Kona Burne-Jones var móðursystir skáldsins Rud- yard Kipling. IX % Dæmisögur, þegar þær eru góðar og lær- dómsríkar, eru í mifclu áliti. Aldrei missa dæmisögur Æ'sops gildi sitt. Fullorðnir og börn lesa þær með mikilli unun aftur og aftur, 'þær eru ávalt nýjar fyrir unga og gamla af öll- um þjóðum. Robert Herbert Quick mælir með því í hinni ága:tu bók sinni: ‘ ‘ Educational Re- formers, ” að börn séu látin lesa þrjár bækur samtímis eða samhliða, og að þær séu þessar: hók um dýr og ýmsa hluti, ljóðabók (skólaljóð), og snuísögur eða dæmisögur Æsops. Hinn niikli barnakennari J. H. Pestalozzi (1746- 1827) notaði mikið dæmisögur við kennslu í barnaskólum, og ritaði sjálfur margar dæmi- sögur, sem hafa Jiótt prýðisgóðar. Pestalozzi var spekingur að viti og góður skáldsagnahöf- undur. Eftir hann er skáldsagan fræga: “Leonard og Gertrude,” sem er í raun og veru uppeldisfræði. Pestalozzi var svissneskur, og inun þýzkan hafa verið hans móðurmál en frakknésku inun hanna hafa kunnað líka mjög vel. 1 skáldsögu sinni lætur hann Geirþrúði segja við skólakennarann: “Það er gott og blessað, að börain læri eitthvað; en hitt er þó meira áríðandi að þau verði eitthvað.” — Það yar John Gay (1688—1730, sem hafði svo mik- ið yndi af að rita dæmisögur (fables), að hann orti nóg ií tivö stór bindi. Gay ritaði líka hið makalausa leikrit, sein Mr. Rich kom á fram- færi, og leikið var í Lundúnum í sextíu og þrjú kyöld í rennu, og í mörgum öðrum bæjum á Englandi, Skotlandi og Irlandi, í alt að jirjátíu til fimtíu kvöld í rennu. Leikritið hét: “Begg- ar’s Opera.” Og var sagt um J>að — og það með sanni — að það hefði auðgað Gay, og glatt Rich. Eða, eins og það er á ensku: “It made Gay rich, and Rich gaý. ” X. Það var Spánverjinn Miguel De Cervantes Saavedra (1547—1616), sein ritaði hin maka- lausu: ^ “Æfintýri Don Quixote frá La Manc- ha.” Sú er sögð að vera alveg einstök í bók- mentum heimsins. Og er sagt að nrargur hafi aftur og aftur orðið máttlaus af háltri við lest- ui þeirrar sögu. Aldrei hefi eg séð neinn kafla úr ”Don Quixote” á íslenzku. En eg las alla söguna í enskri Jiýðingu veturinn 1903__4. Þá átti eg heima á Gardar í Norður Dakota. JÓLA-ÓSK VÉR þökkum öllum vorum viðskiftamönnum fyrirvið- skifti þeirra síðastliðið ár, og treystum því að geta gert betur fyrir yður á hinu komandi ári. ®f)c Bopal Pattfe of Cattaba Höfu&stóll og varasjóður............................$38,000,000 Allar eignir........................................$598,000,000 Auðvelt að spara ÞaS er ósköp auðvelt að venja sig á aö spara meB þvi aö leggja til síðu vissa upphæS á Banka reglulega. í spari- sjóSsdeild vorri er borgatS 3% rentur, sem er bætt vitS höfuöstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, SELKIRK BRANCH, P. B. TCCKEK, Managcr W. E. GORDON, Manager. Eg man að eg hafði gaman að lesa söguna, en ekki varð eg máttlaus af hlátri. Eg dáðist að mörgu, sem frá er sagt í sögunni. Mér þótti vél sögð sagan, sem Cardenió segir, og eins saga mannsins, sem Tyifcir tóku til fanga. En einna bezt sögð er sagan af vinunum ítölsku, þeim Anselmo og Lothario; enda þótti prestinum það, þó honum þætti hún ótrúleg. — Cervantes lætur Sanchó Panza segja við Don Quixote, húsbónda sinn, að málshættiniir komi svo ört upp í huga sér, að hann sé í vandræðum með að vita, hvern þeirra hann eigi að láta koma fyrst fram á varirnar í það og það skiftið. (Og þarna er góð sneið til o'kkar, sem erum sí- skrifandi og sí-kveðandi. Gamla Don Qnixote leiddist mjög- að heyra hina mörgu málshætti hins góða, einfalda þjóns síns. “Sexbíu þúsund púkar taki málshættina þína,” sagði Don Öuixote. “Hví í ólukkanum reiðist þú af því,” sagði aumingja Sanchó, “þó eg hagnýti mér það sem eg á sjálfur!” — En boðorð þau og heilræði, sem hinn undarl legi Don Quixote gefur Sanchó Panza rétt áður en hinn síð- arnefndi tókst. á hendur landstjóra embættið,, eni þess verð (sum af þeim að minsta kosti), að vera lærð utanbókar. “Ef vogarskálar réttvísinnar halda ekki jafnvægi í höndum þín- nm,” segir Don Quixote, “þá sjáðu um það, ai5 það sé hjarta- gæzkan, en ekki gullið, sem orsakar mundangs-hallann.” Og aftur segir hann: “Ef málefni óvinar þíns verður lagt fyrir þig, Jrá .gleymdu öllum mótgjörðum og hugsaðu eingöngu um málavöxtu.” — Thackeray sagði það, að það útheimti úreyzlu, sem mörgum væri um megn, til J>ess að skilja Don Quixote. Margir lesa söguna cingöngu vegna sögunnar sjálfrar — hafa mest gaman af að lesa um hina fáheyrðu hrakninga hins heiðvirða riddara frá La Mancha, og þeim finst bann aldrei hafa verið nógu oft barinn — en taka ekki eftir hinu napra hóði, sem liggur í gegnum alla þessa löngu sögu eins og fagur-rauður þróður. Thackeray hefir líka sagt (og hann vissi hvað hann sagði), að börn og alþýðufólk lesi “Gulliver’s Travels,” eftir Jonathan Swift, vegna sögunnar eingöngu; og að fáir sjái og skilji háðið í “Jonathan Wild” eftir Henry Fielding. XI. Eg rakst á það nýlega í neðanmáls-grein í “Alhambra” eftir Washington Irving, að Márar á Spáni hafi kallað Vík- ingana norrænu: Maius, Segir arabis'kur sagnfræðingur, að Víkingarnir hafi um langt skeið siglt suður um Njörfa- sund sjöunda hvert ár, gengið á land í Andalas, og farið eldi og brandi um bygðirnar þar við sjóinn; og að þeir hafi á stuudum farið alla leið suður til Sýrlands til þess að ræna og rupla. XII. Maður er nefndur A. Heaton--Cooper og á heima í Amb- - leside í Westmorland á Englandi. Hann hefir ritað lag- legt kver um firðina í Noregi. Og minnist hann dálítið á fomsögur 1-slendinga og Eddurnar. Kemur hann með þetta úr “Ilábarðsljóðum”: “Át ek í hvíld — áður ek heiman fór — síldur ok hafra.” Hann segir að Snorri Sturluson hafi haft kjarnan í Eddu sína úr elztu ljóðum Kelta og Islendinga. Og hann segir að Norðmenn hafi óbeinlínis lært af Rómverjum að sigla. Má vel vera að þetta sé rétt. * XIII. Hon. William Herbert, bróðir Carnarvon jarls, mun hafa þýtt “ Þryms-kviðu ” á ensku í byrjun nítjándu aldar. Og árið 1811 gaf hann út kvæði eftir sig í sjö köflum, og hét það “Helga”. — En Byron lávarður glettist við haim í “English Bards and Scotch Reviewers,” og segir þar: “Ilerbert shall wield Thor’s hammer, and sometimes, In gratitude, thou’lt praise his rugged rhymes.” XIV. Sagnfræðingurinn franski Augustin Thierry (1795— 1856) hefir vafalaust verið allvel kunnugur norrænum bók- mentum, hvort sem hann hefir ktinnað rorrænu eða e'kki. Þegar hann ritaði hina miklu sögu sína: “Histoire’dp la Conquete de la l’Angleterre par les Normands,” hefir hanD lesið með athygli Heimskringlu Snorra Sturlusonar, á latínu, og eins hin miklu rit, sem Þormóður Torfason skrifaði á latínu (Torfæi Historia Norweg). XV. Það má telja George Murray með Canada-skáldunum, þó hann sé fæddur á Englandi. Hann fékk mentun sína við háskólann a Oxford. Ekki veit eg, hvenær hann er fæddur; en eg veit, að hann fluttist til Canada árið 1859, að hann kendi við gagnfræðaskólann í Motreal þangað til 1892, og að hann var enn á lífi árið 1900. Eftir hann er kvæðasafnið: “Verses and Versions,” sem gefið var út 1891. Eitt af allra merkustu ljóðum hans er “The Thistle” (Þistillinn), og má sjá af því, að Murray hefir lesið um Víkingana og að- farir þeirra á S'kotlandi. Hann segir að einu sinni í fyrnd- inni hafi víkingarnir gengið á land á Skotlandi um nótt og nm- kringt vígið Slaines, sem var kastali og jarlssetur. Voru allir í fasta svefni í kastalanum, þegar víkingamir komu þangað; en þeir fóru hljóðlega og voru berfættir (eftir þvú

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.