Lögberg - 23.12.1920, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.12.1920, Blaðsíða 5
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN, 23. DESEMBER 1920 Bls. 13 sem aegir í 'kvæðinu), og ætluðu þeir uð vera komnir inn í vígið áður en Leimamenn vöknuðu. Að eins einn syf.iaður varðmaður var á fótum, raulaði hann fyrir munni sér, og ugði ekki að sér. En á harmi vígisgrafarinnar (eða dík- isins, sem var í kring um kastaann) óx þistill; og vissu ekki hin- ir berfættu Yíkingar fyr til en þeir stigu á þistilinn. Ráku þeir j»x upp org mikið, og vakti það hermennina, sem undir eins gripu til vopna og ruddust út iír kastalanum. Varð þar blóðugur hardagi, sem lauk þannig, að Skotar gengu af Vikingunum dauðum. Og komu Vfkingar aldrei til Skot- lands eftir ]>að. (Eða svo segir skáldið), En upp. frá þeim degi var þistillinn líkingarmynd (emblem) Skot- lands, og er það enn þann dag í dag. XF/. Arið 1890 (eða 1891) sendi séra David Luther Roth mér blaðið “The Indejændent, ” sem var gefið út í Banda- ríkjunum. — Það ár voru í blaðinu ýmsar smágreinar um Island eftir mann, sem Smitli hét og var prófessor við Col- umibia College, ef eg man rétt. Hann hafði ferðast lil Is- lands og verið þar um kyrt einn vetur, eða lengur, og var bann gestur séra Þórarinns Böðvarssonar. Var próf. Smith mjög hrifinn af séra Þórarni, og dáðist m.jög að gáf- um hans og fyndni. — Einu sinni sagði próf. Smith við séra Þórarinn: “Falleg eru fjöllin á Islandi.” — “En hvað eru þau í samanburði við hin iniklu og fögru fjöll í Nýju- Jórvík,” svaraði séra Þórarinn og brosti. — Prófessor Smith þýddi á enslku kvæðið “þú stóðst á tindi Hcklu hám” eftir Jónas Hallgrímsson. Það bvrjar svona á ensku: “Thou stoodst on Hekla’s highest peak, O’er hill and dale thy glanccs sweeping.” XVII. Eitt af Canada-skáldunum er Frederick Augustus Dix- on. Reyndar er hann fasddur á Englandi (1843, en hann kom til þessa lands um tvítugt og var kennari í Rideau Hall allan þann tíma, sem Dufferin jarl var landstjóri í Canada. Honum mun hafa verið hlýtt til íslendinga eins og jarlinum. Mörg af kvæðum Dixons þykja fögur og angurblíð en einna mest þyir koma til kvæðisins sem hann kallar: “Hinc Yllæ lachryme;” það er óviðjafnanlega þýtt og angurblítt, og byrjar svona: “ Last night there came a guest, And tve shuddered, my vife and 1; A guest, and I could not speák; A guest, and she could hut cry; and he went, hut with no good-hye.” lOg það endar svona: : '“// to you carne that terrihle guest We so dreaded, my wife and I. You will know why 1 coidd not speak, You will knov why she could hut cry — You have seen your own baby die.” XVIII. Lurencé Marelus Larson, prófessor við Ulinois-há- skólannr hefir þýtt KONUNGS SKUGGSJA á ensku, og kallar ritið “The Kings Mirror.” Haiin gefur það í skyn á formála, að Ivar Bodde muni vera höfundur þessa stór- merkilega rits. En ívar Bodde var norskur prestur og mik- ill gáfumaður og mun hafa lifað fram á þrettándu öld — mun hafa verið kominn nm þrítngt árið 1200. Dr. Finnur .Tónson segir (og enginn þekkir fornritin norrænu betur en hann), að KONUNGS SKUGGíáJÁ sé samin um 1250. Þá hefir fvar Bodde verið kominn um áttrætt, eða verið jafn- vel eldri, — Er ekki meiri líkindi til að íslenzkur múnkur hafi ritað KONUNGS SKUGGSJA heldur en norskur prestur? XIX. Eg hefi verið að lesa söguna “Les Miserahles” eftir Vietor Hugo. Það er voldug skáldsaga. Sagt er að Ein- ar Hjörleifsson Ivvaran sé nú að þýða þessa sögu á íslenzku. Ilann er allra manna færastur til þess, því hann er stórskáld og ritar íslenzku betur en flestir aðrir núlifandi menn. Victor Ilugo er björt stjarna á himni heimsbókmentanna. Og “Lcs Miserahles” er mikil saga og meistaralega samin. Engin skáldsaga sem eg hefi lesið, hefir aðra eins söguhetju sem hún. Jean Val.jean er fnábær mannkostamaður; og biskupinn í Digne er alveg einstakur mannvinur, tnímaður, og vitinaður. — Þetta er í fjórða sinni, sem eg liefi lesið “Les Miserables.” Sú saga er ávalt ný, eins og Njála, og maður les hana af kappi. XX. “Black Beauty” er bók, sem allir unglingar ættu að lcsa — og jafnvel allir fullorðnir líka. Það er æfisaga hests, og er hann sjálfur látinn segja söguna. Það var Anna Sewell, sem ritaði þessa ágætu bók. — Anna er faxld í Yar- mouth á Englandi þann 30. marz 1820. Hún dó í apríl 1878. Einhver ætti að verða til að þýða “Black Beauty” á íslenzku. Ef til vill hefir það þegar verið gjört, þó eg hafi ekki orðið þess var. XX/. Um engann rithöfund (sem ritað hefir á enska tungu) í Canada hefir mér þótt eins vænt um og E. Pauline John- son (Tekahionwake). Mér þóttu strax kvæðin hennar fall- eg, sögurnar hennar fallegar, og myndin af henni falleg og elskuleg. Eg drakk í mig Ijóðin hennar og sögurnar henn- ar; eg elskaði hana; og eg næstum tilbað hana ef svo mætti að orði kveða. Hún er fdd í Ontario, og dó í Vanoouvcr, B. C. vorið 1913. Faðir hennar var Gcorge Ilenry M. Joknson, aðalhöfðingi Mohawk-Indíánanna, og móðir henn- ar het Emily S. Howell frá Bristol á Englandi. Var því faðir skáldkohunnar hreinn Indiáni, en móðirin ensk. Árið 1894 fór E. Pauline Johnson til Englands og gisti lijá kon- ungs-fólkinu þar. Gaf hún þá út safn af kvæðum eftir sig og nefndi það: “The White Wampum.” Hafa kvæði henn- ar jafnan verið í miklu áliti, og eins sögurnar hennar: “Leg- ends of Vancouver— Eg hefi farið um ýmsar þær stöðv- ar, sem um er getið í “Legends of Vancouver.” Eg sá “ljónin” daglega í 4 ár; eg horfði oft á Siwash-klett; eg hefi staðið við Capilanó-gilið; eg hefi oft farið um Stanley Park og setið hjá “systrnnum sjö”; eg hefi ekið í bifreið í kring um Point Grey; eg hefi tínt skeljar á Kitsilanó-fjörunni; og eg liefi reikað kringum Coal Harbor, þegar tunglið var lágt á vcstur loftinu. “O! lure of thc Lost Lagoon — I dream to-night that' my paddle blurs The purple shade where the seaweed stirs — / hear the call of the singing firs In tlie hush of the golden moon.” Þannig söng E. Pauline Johnson um hið “Týnda Lón” við “Dauðsmannsey”. Nágranna-kona mín í‘ Grandview í Vancouver-borg sagði mér og konu minni margt um skáld- 'konuna, og alt var það gott og fagurt og elskulegt. XXII. 1 “Don Juan” eftir Byron lávarð er þessi lína í XCII. erindi í Canto XV.: “It mákes my hlood boil like the springs of Ilecla.” — Eu í Colliers útgáfunni af ljóðum Byrons lávarðar er þessi skýring eða athugasemd: “ Hecla is a famous hot-spring in Iceland.” XXIII. Stundum þegar angurværð grípur mig, þá les eg “Ru- báiyát” eftir Omar hinn persneska. Efnið í þ'essum fögru erindum er svo hugðnæmt, og formið og málið (á hinni ensku þýðingu) svo aðlaðandi að það lætur mig í svipinn gleyma öllu öðru, <>g færir einhverja draumkenda ró vfir huga minn. “—open then the door! You know how little while we have to stay. And, once departed, may return no more.” Eg man, hvað ungur íslenzkur prestur bar þessi vísuorð vel fram, einu sinni, þegar hann var gestur minn í Marshland. Eitt kvöld las hann alla “Rubáiyát” fyrir mig. Síðan hefir mér Jiótt unun að lepa þessar vísur. — 1 annað sinn las hann fyrir mig söguna: “The Fall of the House of Usher,” eftir Edgar Allan Poe. Og síðan hefir mér þótt sú saga einhver sú bezta, sem Poe hefir ritað. En engann Islend- ing hefi eg þó heyrt lesa eins vel sögur og Einar skáld H.jör- leifsson Kvaran. Þegar inaður er kominn um XXIV. fimtugt, J>á fer hann að lifa í endunninningum að meira eða minna leyti. Ýms at- vik og æfintýri frá æsku-árunum koma fram á sjónarsvið hugans og knýja hann til að lifa það alt yfir aiftur, ek'ki sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö sinnum. — Nii um tíma hefi eg verið að ryfja upp ýmislegt. sem fyrir mig kom, þegar eg var drengur í Nýja Skotlandi. Þáð er einhver bjarmi yfir því öllu, og eitthvað ljúft og töfrandi við J)að. Og ])að lokk- ar og laðar huga minn lengra og lengra inn á land endur- minninganna. Eg hitti þar aftur leiksystkini mín og æsku- vini, og tíni þar upp gullin mín: buldusögurnar og vöggu- ljóðin. XXV. \ Um enga bók þótti mér vænna í æsku en “Þúsuud og eina nótt”. Og enn hefi eg gaman af að lesa )>ær sögur. í dag las eg æfintýri Sindbaðs. Þau glöddu mig eins og forð- um. Ef til vill er “þúsund og ein nótt” orsök í því, að eg aefi ávalt haft sterka löngun til þess að rita kynjasögur. — En eftir að þessi mikla heims-styrjöld er algerlega um garð gengin, verður engin saga nefnd “kynjasaga” — jafnvel ekki “Heljarslóðar-orusta.” eða frásögnin um Skuldar-bar- daga. Bókmentirnar taka þá aðra stefnu en áður, og trúar- brögðin verða alt önnur en verið hefir. — “Vituð ér enn eða hvat?” XXVI. Ekki held eg að það sé rétt, sem einhver á Islandi ritaði hér um árið, að eg hafi orðið fyrir áhrifum af sögum Marvats. Eg las að vísu sögur lians af kappi, þegar eg var unglingur, en hann varð mér aldrei eins ær og Charles Dickens, Eg held að að og hafi um tíma verið miklu hrifnari af Alexander Dumas heldur en af Maryat. Eg á þar við Alexander Dumas hinn eldri. Sumar sögur hans las eg tvisvar og þrisvar. Sögurnar hans um hina þrjá ágætu varðmenn (“Trois Mousquetaires”) gat eg alt af verið að lesa, þegar eg var um tvítugt. Þeir Porthos, Árainis, Athos og d’Artagnan urðu ástvinir mínir. Eg tók þátt í öllum hinum kynlegu æfintýriun þeirra, í dagdraumum mínum, og mig dreymdi um þá á nóttunni. En mér fanst þeir alt af vera í insta eðli sínu sannir Islendingar — ekki Frakkar, heldur blátt áfram Islendingar. — Eg las líka “Greifann af Monte Cristó” með allra mestu áfergju—en að eins einu sinni. Eg fann ekki í jieirri sögu eina cinustu persónu, sem minti mig á Islending. — Mér þótti snennna sérlega vænt um Washington Irving. Fáar bækur hefi eg lesið eins oft og “The Sketch liook” og “The Alhamhra”. — En aftur las eg minna eftir William Makepeace Tliackery, og enn minna eftir George Eliot (Mary Ann Evans Cross). Samt álít eg þau bæði mestu skáldsagna höfunda, sem ritað hafa á enska tungu — jafnvel meiri en þá Sir Walter Scott, Oharles Dickens og Robert Louis Stovenson, sem mér eru svo kærir. Eg man að eg hafði mikla unun af sumum köfhun í sögunni “The Newcomes” eftir Tlmc- kerav; og eg las af miklu kappi söguna “Romola” eftir George Eliot. Sagan “Adain Bede” þykir meira meistara-verk en “Romola”. En það eru ekki æfinlega meistara-verkin, sem unglingarnir liafa mest gaman af að lesa. * Þeir vilja æfintýr- in framar öllu öðru. Og þau þurfa að vera sennileg, fögur og góð. " XXVII. 1 dag er bjart veður og fagurt. (Það er sá 27. maí). En það var frost í nótt; og nú er vindurinn á norðan. Samt syngja litlu fuglarnir fyrir sunnan húsið. Þeir syngja sólarljóð og vögguljóð, en ekki vor-vísur. Eg sé það á svartfuglinum. að honum finst það vera komið haust. Og froskurinn er orðinn þögull, alveg eins og liann hafi orðið fyrir sárum ástvina-missi. svo En hrafninn ber sig áivalt karlmannlega; hann er orðinn vanur við vosbúð og volk, að ekkert bítur á hann. XXVIII. Það var George Henry Lewes, sem hafði það eftir ein- hverjum rithöfundi, að það væri penninn, sem skapaði gáfu- manrjinn og snillinginn. “Notaðu pennann,” sagði hann'; “það er enginn töfrakraftur í honum, en hann heldur huganum frá því að reika og hika.” — Það er eitthvað til í þessu.' Gáf- ur suinra manna hafa að engu orðið sökum þess, að J>eir nentu ekki að beita pennanum. En aðrir menn með meðal-gáfur hafa orðið heimsfrægir rithöfundar, af því ])eir voru ekki pennadrættir.—Einhver sagði það um Oliver Goldsmith (1728- 1774), að hann talaði eins og ræfill, en ritaði eins og engill. Og ekki ]>ótti James Boswell neinn sérlegur gáfumaður, og þó gat han)i sér ódauðlega frægð, af því að hann reit æfisögu Dr. Samuel Johnson’s.', Það rit sýnir, að höfundurinn hefir liaft dæmafátt starfsþol og óbilandi ástundun. — George Ilenry Lewes var góður vinur Geoi'ge Eliots og hvatti liana til þess að rita sögur. Sjálfur var Lewes frægur fyrir það, að rita á ensku æfisögu Johanns "Wolfgangs Goethes. Og er það álitið að vera mjög merkilegt rit. Lewis var af velskum ættum (frá Wales), fæddur í Lundúnum á Englandi árið 1817, og dó árið 1878. Phillip Gibbs (fregnritarinn frægi) gat um það í vor (1918, að hann hefði séð nokkra Kínverja við vinnu nærri skot- gröfunum á Frakklandi. Hann segir að þeir hafi vepð frem- ur stórvaxnir menn og kraftalegir, en undarlegir nokkuð og sí-hlæjandi — að þeir hafi Iilegið að öllu, sem þeir heyrðu og sáu, jafnvel að fallbyssu-dynkjunum og sjálfum sprengikúlun-1 um, þegar þær komu niður skamt frá þeim, — það minnir mig á Kínverja, sem eg sá vestur í Vaneouver, B. C., vorið 1912. ÞÁ j var eg og kona mín lijá íslenzkri konu, sem bjó í húsinu nr. j 990 á Seymor-stræti í Vancouvor-borg, J>essi íslenzka kona séldi mat (og húsnæði) og keypti hún allan fisk og garðávexti sem hún þurfti á að lialda, af Kínverja nokkrum, sem kom þangað tvisvar í hverri viku. Þessi Kínverji var á að giska 35 ára gamall, lágur maður vexti, en svaraði sér vel að gild- leika. Iíann gat, vel hafa verið tíu árum eldri. eða tíu árum yngri, en mér sýiulist hann vera, því það er mjög ervitt fyrir hvíta menn að gizka á um aldur liinna gulu manna. Það ein- kennilega við þenna Kínverja var það, að hann gat ekki neitt sagt. án þess að hlægja; og hann virtist ávalt hlægja eðlilega og hjartanlega. Reyndar lýstu augun engri gleði — þau voru æfinlega hörð og köld — en allir vöðvar andlitsins lýstu ofsa- kæti, og ])að var eins og krampi gripi hverja taug í herðum hans og handleggjum. Hann hló. þegar liann heilsaði; liann hló, þegar hann sagði frá því, hvað fiskurinn væri dýr; hann hló, þegar liann þakkaði fyrir eitthvað; hann hló dátt, þegar j hann mintist á það, hvað veðrið væri skemt, og hváð fiskurinn j væri í lágu verði, og hvað ástandið í Kína væri voðalegt; hann ætlaði að springa af hlátrþþegar hann kvaddi mann, og hann veltist um af óstöðvandi hlátri, þegar hann var kominn upp í vagninn og sagði hestinum að lialda af stað. Skömmu eftir að við komurn í húsið nr. 990, Seymor-stræti, réð hin íslenzka kona í þjónustu sína ungan Kínverja, sem hét Li Ilæng (sam- kvæmt íslenzkum stöfum). Hann átti að hjálpa til við mat- reiðslu og þvo upp af borðuín. Hann var lítill vexti, en ekki ófríður mjög í sjón að sjá, hreinlátur og fremur vel til fara. Hann var ótrúr við vinnu og sveikst um; var forvitinn og spé- hræddur fram úr öllu hófi. Vondur var hann við köttinn og virtist sjá eftir hverjum bita, sem í hundinn fór. Stundum söng hann; en söngur lians líktist ýmist ýlfri í úlfi eða fugl- tísti. Augu hans voru alt af til hálfs aftur; en hann gaf þó öllu mjög nánar gætur. Hann las ofurlítið í ensku, en gat ekki nefnt “r” og notaði “p” í staðinn. Aldrei borðaði hann, Jiegar aðrir sáu til. Ilann þurkaði sér aldrei um andlit og hendur með þurru liandklæði, heldur vatt hann lmndkæðið, sem hann hafði þvegið sér með, og þurkaði sér á röku handklæðinu. Einu sinni var hahn í burtu heilan sólarhring; en þegar hann kom aftur, var hann á lafafrakka og gaf okkur kínverskar linetur. Halin sagði að sér þætti Sam Súi (brennivínið) mjög gott, því að ]>að lífgaði sálina, og kvaðst. hann hafa tekið sér duglega í staupinu, þegar liann hefði frétt að keisarinn í Kína hefði verið drepinn. Hann var bitur óvinur keisara-ættar- innar kínversku, eftir því sem hann sagði, en áleit forseta góðan. Hann kvaðst ætla að láta klippa af sér hárfléttuna löngu, ætla að vinna'baki brotnu um nokkur ár og verða ríkur, fara svo heim til Kína með alla peningana, kaupa sér þrjár ungar konur, J)egar þangað kæmi, og eta og drekka og vera glaður. — Að síðustu sagði ihin íslenzka búsmóðir Iians lion- um upp vistinil? og borgaði honum kaup hans að fullu. Hann fór í burtu með allra mesta J)ótta-svip og kvaddi engan; en hann fór í burt meðjiandklæðið, sem honum hafði verið léð fvrsta daginn. sem hann var þar. XXX Eg kann ekki neitt í grísku, nema. stafrofið, og Jiekki J)ví ekki ]>á Hómer og Æskýlos nema í 'þýðingum. — Eg man, að })að var Dr. Níels M. Lambertsen, sem kendi mér gríska staf- rofið, og eg á Jmð enn skrifað með haus hendi. Dr. Lamb- ertsen var sonur Guðmundar Lambertsen, ]>ess er lengi bjó í Reykjavík og Beneidikt Gröndal segir að verið liafi listamað- ur mikill. Dr. Lambertsen var líka sannur listamaður og drcngur góður. Mér þótti innilega vænt um hann, því að eg fann að hann hafði viðkvæmt hjarta. Ilann var meðal-maður á ihæð og fremur þrekinn, en var orðinn nokkuð lotinn í herð- um, þegar eg kyntist honum, og var Iiann þó á bezta aldri ])á. Hann var dökkur á hár og skegg, en var vel bjartur á hörund. Hann hafði mikið og fallegt efrivararskegg. Og mátti heita fríður maður sýnum. Hann var kverkmæltur nokkuð, en þó góður söngmaður, og hann var vel að sér í söngfræði. Sí- skemtinn var hann og glaður í viðmóti, cn kvartaði aldrei, liversu erfitt sem gekk. Avalt var hann í síðum lafafrakka, þegar eg sá hann, og hann gekk við staf. ATt. af var hann mjög fatækur, því hann setti lítið upp fyrir læknis-störf sín, og vihli aldrei við neinu taka af fátækum; en flestir Vestur- Islendingar voru fremur efnalitlir á þeim árum, er 'hann var læknir þeirra. XXXI. Nú kvað Sir A. Conan Doyle, skáldsagnahöfundurinn góð- frægi, hafa snúist til andatrúar. Þeir verða fleiri en Einar Hjörleiísson Kvaran rithöfundarnir, sem hallast á þá sveifina. Skeð getur að andatrúin verði aðal-trúarbrögð mannkynsins um næstu Jnisund ár, eða lengur. Á tíma nevðarinnar og hörmunganna grípa menn í hvert stráið, sem flýtur ofan strauminn, hvað trúmál snertir. Reyndar er það vissa, en ekki trú, sem menn biðja um nú á dögum, og segja menn ekki eins og forðum: “Styrk þú trú mína;” heldur: ' “ Sannfærðu mig! ’ Menn vilja út af lífinu komast í samband við fvam- liðna og tala við ])á, eins og maður talar við mann í talsíma (telephone); og mann langar íil að annað líf sé sem allra lík- ast Iiinu bezta og og bjartasta, sem maður þekkir í þessuin heimi. . Og andatruin virðist hafa margt gott og fagurt eg aðlaðandi fram að bjóða. En hvort fyrirbrigðin, sem kon.a í l.lós á tijraunafundum, eru frá öðrum heimi, eða stafa frá óþektum öflum mannskálarinnar, um 'það getur enginn lifandi maður sagt með neinni vissu enn þá sem komið er. XXXII. Það er Percy Bysshe Shelley (1792—1822), sem segir: “How ivonderful is de'ath! Death and his hrother sleep!” Eitthvað er líkt með þeim báðum: duðanum og svefninum. Maður veit aldrci, hvenær maður sofnar — maður er ætíð kom- mn yfir landamæri vöku og svefns fyr eli mann varir; og mað- ur veit ekki, að maður hefir sofnað fyr en hann er vaknaður aftur. Eins er það að líkindum með dauðann, að emrinn veit hvenær hann stígur yfir landamæri dauða og lífs. ' Má vel’ vera, að engnnn viti um ])að eftir dauðann, að hann lifði liér í heimi. Ap líkindum gleymir hann öllu því liðna, en lifir einskonar draumahfi; og draumur hans verður þá, án efa, bjartur eða dnmnur, ljúfur eðæ,erfiður, alt eftir ])ví, sem æfi íans og,hugsunarháttur og breytni hefir verið hér 4 jörðunni. ,°''!-1;l,raftur man»s og minni hverfi að mestu við þau vista- s itti, J)a er samt ekki ólíklegt, að hugsjónir manns og ýmsar nugmyiidir fylgi iionum yfir um til landsins ókunna. — Kn UU^1UU veit J10/tf um Þetta, nema Guð — “hann veit, hann veit, IIANN veit!” XXXIII. Sumarið er komið fyrir fult og alt — með suðvestan golu og tuglasong,^ þetta er yndislegur morgun og minnir mig á /}?7onr iSlö'í' “'Seasons” (Árstíðum) eftir Jaines Thomson (1700—1748 (: “ From hrightening fields of ether fair disclosed, Child of the sun, reftdgent Summer comes. In pride of youth, and felt through Naturc’s depths He comes attended by the sultry Hours. And ever-fannin breezes, on his ivay.” Fegurð og blíða náttúrunnar lyftir h.jarta manns til guðs. Mér finst alt af að eg vera kominn inn í “Guðs Hús”, þegar eg geng út í runnana hérna við engið á blíðum sumar-morgni. Og mér finst þá í raun og veru, að hin eina sanná guðsþjónusta sé að fara fram aH í kringum mig. CHAMBERLAINS meðdl ættu að vera á hverju heimili. Chamberlain’s Liniment er ó- viðjafnaniegt sem gigtar á- burður, einnig mjög gott við Lumbago, liða- veiíki, tauga tognun ,bólgu, vöðva sárind- um og meiðsl- um. Líka gott við biti, kláða o. fl. ‘‘’i I .VdTNtMir-f«f cuíKr. m VrftHn-i m. IWtOH'O. CXItOt SHALC Sl/X r' RneiMATisM * -Meuw o »c-»rr*. 1 f UHF. DMH. Ekkert sppvss betra til að pjjjj. bera á og nugga úr herð- ar og bak, ef maður þjáist af bakverk eða öðrum vöðva- sárindum. Verð 35 cent og 65 cent. „^„.lerlain's 9idS%í l Prepai láce ry ^ _____— 1£* i fo takethf ^ ú'MusTdrd PlasWrs ' Lihi m<nt‘ Chamberlain’s Mustard Palm gerir sama gagn og Mustard plástur, er langtum þægilegra til brúkunar og bezti áburður af þeirri tegund, sem enn hefir ver- ið búinn til. Verð 60c askjan. Chamberlain’s Cough Remedy ?BS> mmm r" ro* COGGHS C.ÖLDS CR0U9 JJJJd WMOC«*S»«. rOUCM •MOMt.Nin* SORE THR0AT INf ÍUENLA er bezta hósta- og kvef meðalið er menn þekkja Mæðrum er sér- staklega ráðlagt að gefa það börnum sínum. Hefir það reynst þeim ágætlega á undanfömum árum og mun reynast eins vel framvegis. — Jafnvel við kíg- hósta hefir með- alið reynst vel. 35c og 65c. Annað hóstmeðal, sem reynst hefir ágætlega er Chamberlain’s Cold Breakers; sérstaklega hefir það reynst vel fullorðnu fólki, bæði við hósta, kvefi og höfuð- verk. Chamberlain’s Cold Brea- kers gefa góðan og skjótan bata. Verð 50c. Við kveisu og inn- antökum er ekkert jafn gott og Cham- berlain’s Colic and Diarroea Reme- dy. Kveisa og inn- antökur eru svo al- gengar að flaska af þessu ágæta meðali ætti því að vera á öllum heim- ilum. Verð 35 cent til 60 cént. KOL EF YÐUR VANTAR í DAG— PANTIÐ HJÁ D. D. WOOD & SONS, Ltd. Phones: N 7641 — N 7642 — N 7308 Skrifstofa og Yard á horni Ross og Arlington Vér höfum að eins beztu tegundir ( SCRANTON HARD COAL —Hin bezlu harðkol ....Egg. Stove, Nut og Pea. SAUNDERS CREEK — Stór og smá beztu Canadisk Kol. DRUMHELLER (Atlas)—Stór og smá, beztu tegundir úr því plássi. STEAM KOAL — að eins þau beztu, — Ef þér eruð í efa þá sjáið oss og sannfærist. JUNIPER TABLETS (k« K|*own VCiJncy »od Bladdet Rrnedict ! fsiwtuw it*í<£ ciin Tmii. Omk* PAICE, 50 CEKTÍ Nýrnaveiki er sífelt að fara í vöxt. Juniper Tab- lets eru góð- ar við öllum kvillum sem frá ný’-unum stafa. pær hreinsa blóð- ið og koma lagi á þvag- rásina. Verð 56 cent Ef þú þáist af höfuðverk þá reynudu Chamberlain’s TABLETS 254 3HAMBERLA1N MEDICINE Dept. H-----— Co., Ltd. Toronto, Canada. Fæst hjá öllum lyfsölum og íjá Home Remedies Sales, 850 Main St., Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.