Lögberg - 13.01.1921, Blaðsíða 3
Bls.3
LÖGBERG, FIMTUÐAGINN, 13. JANúAR 1921
Nelly
frá SKorne Mills.
Kfiir Charles Garvue,
Hún stóð oít beið o,cr horfði utan við sig út
nm gluggann. Hljóðið barst nær og nær, og
loks sá hún reiðmanninn. Um leið og 'hún huldi
sig mcð blæjunni, veitti hún honum nákvæmt
athygli. En svo hopaði húu á hæl æpandi —
næstum af hræðslu. Því maðurinn, sem reið
upp trjáganginn til Anglemcre, var mjög líkur
Drakc. Alt í einu hvarf hann fram hjá hcnni
með niðuvlútt höfuð, og hún sá að eins andlit
hans eina sekúndu í tunglsljósinu, en dreymdi
hana — eða var hugsjón hennar að blekkja
iiana? — Eða var þetta í raun og veru Drake
sjálfur?
“26. Kapítuli.
Nelly la vakandi í margar stundir og
inigsaði um manninn, sem kom ríðandi eftir
.trjáganginum í tunglsljósinu.
'Henni fanst ómögulegt að sér hefði skjátl-
að, og þó — hvernig gat Drakc komið híngað,
og hvers vegna skyldi hann ríða eftir trjágang-
inum á þessum tíma kvölds.
-óð sjá hann — ef það vairi hann — vakti
gömlu íustina 'í huga hennar — það þurfti ekki
mhkiÖ til að velkja hana á ný. Ilún liafði reynt
að gleyma honum, en hún fann, að mynd lians
stóð alt at fyrir hugskotssjón liennar, að hún
niundi elska hann á meðan liún lifði. Hún hugs-
aði sér að hann væri heifcbundinn — máske
gitfcur laiði Lucc — og reyndi að ímynda sér að
ast sm til hans væri synd, jafn syndug og hún
var vonlaus; en það leið nauanast nokkur stund
úagsins án þess að hún hugsaði um hann, og um
nætur vaknaði hún a/f draum, þar sem hann var
aðalpersónan. Lífið er að eins kvöl fyrir þann
mann eða stúlku, sem hin (Sgieymanlega ást fyll-
ir stundirnar meðaSfullmegjandi löngun.
. Þegar hún vaknaði um morguninn, var hún
meira efandi um að sá maður, sem reið eftir
trjáganginum, hefði verið Drake, og reyndi að
telja .sér trú uim, að það hefði að eins verið
maður líkur honum; en iþessi órólega nótt hafði
get hana föla og utan við sig, sem Dick þó ekki
>á, af því hann liafði svo margt að hugsa um,
þegar hann kom heim til morgunverðar.
“Eg hefi nýl<%a verið í liöllinni,” sagði
itann um leið og hann lagði frá sér húfuna og
hyrjaði á morgunverðinum, sem var á borð bor-
œn. “Nú eigum við að beita allri orku við
(innuna. Framkvæmdamennirnir hafa fengið
bréf lrá lafði Angleford. Það lítur út fyrir að
lávarðurinn sé hér á lagdinu, og vilji fá húsið
I ullgert eins fljótt og mögulegt er. Það hefir
vc>rið beðið um fleira fólk frá London, og eg hefi
símritað Bardslev og sagt þeim að við eigum að
flýta okkur. Þannig er það alt af með þettá
heldra fólk — þegar það vill fá eitthvað fram-
kvæmt verður að gera það með eldingarhraða.
'Þetta var indælt flcsk — og egg'in! Það er
ólíkt seiga fleskinu og gömlu eggjunum, sem
kaupmaðurinn á móti Beaumont Buildings seldi
okkur! - En iþað lítur okki iSt fyrir að þú sért
svöng, Nell!” sagði hann, þegar Nelly vtti disk-
mum sínum frá sér og tók eina sneið'af snmrðu
hrauði — rnáske þú saknir indlæla lolftsins í
London, Nell, eða hins lystvekjandi ilms í Beau-
mont Buildings?”
“Eg hefi dálítinn höfuðverk — að eins lít-
•nn,” sagði Nelly afsakandi. “Eg skal ganga
K ngan spotta eftir morgunverðinn, og þá verð
eg iíklega búin að jafna mig fyrir hádegisverð-
inn.”
“Talaðu ekki um hádegisverð við mig!”
^agði hann. “Eg hefi alis engan tíma til að
koma heim. Eg verð að taka dálítið nesti með
mer i vasanum, og eta það um leið og verka-
inennimir neyta miðdegisverðar, því þeir munu
ekki gleyma að neyta matar síns.”
Þegar hann rendi síðasta munnbitanum
n:ður, þaut, hann af stað aftur með pípuna í
munninum og vöndul af uppdráttum í hendinni,
og þegar Nelly hafði litið ..i um gluggann og
upp eftir trjáganginum, sem maðurinn reið eft-
ir kvöldið áður, fór hún í yfirhöfn og gekk ofan
i þorpið til að kaupa það, sem hún þarfnaðist.
Það var verulega fagurt sveitaiþorp, sem bar
vott um velmegun og ánægju þorpsbúa.
'Sumstaðar minti þorpið Nelly á Shorne
Mills, og hún varð glaðari og hughægra, því
lengra sem hún gekk með körfuna sína á liand-
leggnum.
Ketsaiinn tók ofanog brosti með lotningar-
lullri aðdáun þegar hún kom inn í iitlu, snotru
búðina hans. ^
“Þér eruð líklega unga stúlkan frá dyra-
varðar húsinu?” sagði liann. “Eg heyrði sagt,
að þér ættuð að koma með manninum, sem ætlar
að sjá um rafmagnslýsinguna í höllinni. Já,
það á að gera margar og miklar umbreytingar
þar, eftir því sem sagt er. Það er nú líka kom-
inn tími til þess. Það er ekki af því, að eg hafi
neitt að athuga við hinn framliðna lávarð; hann
v’ar duglegur búmaður og góður og elskuverður
húsbóndi. En hann var sjaldan hérna—að eins
Kia mánuði að sumrinu og stundum um jólin;
en nú vonum við að hinn nýji lávarður Angle-
jord muni koma hér oiftar. Það er okkur mik-
ilsvarðandi, ungfrú. En maður getur ekki bú-
íst við, að hann verði hér lengi í hvert skifti;
bann á svo margar landeignir, og gg hefi heyrt,
a!! ^umar þeirra séu enn stærri og fegurri en
höllin — þó s£ næstum því ótrúlegt. — Á það
að vera steikarket, ungfrú? Þér skuluð fá það
bezta, sem eg hefi. Og hvað ætlið þér að fá fyr-
ir sunnudaginn, ungfrú? Hvað segið þér um
ágæta kindaketssteik — eða að eins hálfa — því
þið eruð að eins tvö?”
“ Já, þökk fyrir, þetta er gott,” sagði Nelly.
“ Jæja, ungfrú. Það skal vera af beztu teg-
und. Þér megið treysta mér.” Meðan liann
skar ketið. sagði hann: “Eg hefi heyrt sagt,
að lávarður Angleford sé kominn til Englands,
og komi til Angemere áður en menn bjuggust
við því. Og það eru góðar nýjungar fyrir okk-
nr öll. Þessi nýi lávarður er svo fallegur og
tígulégur ungfrúj Sómi þess lands, þar sem
hann er fæddur. Eg hefi þekt hann frá því hann
var lítill drengur, því hann var vanur að dvelja
hér í frítímum sínum, og hefir líka verið hér á
.sumrum og urn jólin. Gamla greifánum þótti
mjög vænt um hann, ungfrú, því enginn jafn-
efnilegur ungur maður er til meðal höfðingj-
anna. Hann var alt af svo vingjanlegur og
Ulátt áfram, og alls ekki montinn eða mxkillát-
ur. Vrið mig sagði hann ávatl: “Nú, góðan
daginn, Wick, hvernig líður yður ? Og hvernig
líður fiekkótta hvolpinum? Hann tók ofan hatt-
inn fyrir konu minni, cins og hún væri ein af
þessum heldri kunningjum hans.”
Nelly gekk til dyra, en hr. Wiok fylgdi henni
alt af sískralandi.
“Þér getið ímyndað vður, að okkur varð
bvlt við„ þegar við heyrðum að ósamlyndi hefði
átt sér stað á milli hans og gamla lávarðarins,
og að gamli maðurinn hefði gift sig — það líkt-
ist ‘þessum Anglefords — þeir eru alt af svo
bráðlyndir og uppStökkir. Já, þetta var hart
mótlæti fyrir lávarð Selbie, en nú hefir alt snú-
ist til hins betra, og l>að fæddist enginn erfingi,
sem gat lirundið honum burt. Það er ekki af
því, að neitt sé að setja útá stúlkuna, sem gamli
greifinn giftist. Ilún er bæði fögur og góð. —
Og nú er alt saman gott og nú kemur ungi hús-
bóndinn okkar, sem okkur öllum þýkir svo vænt
um, til þess að taka við eign sinni. — Já, ung-
frú, eg skal ^enda það undir eins. Verið þér
sæl, ungfrú!”
Hvar sem hún kom, heyrði bún talað með
gleði og ánægju um komu nýja lávarðarins;
allir þektu hann eins og ketsalinn og voru hon-
um hlyntir. Áður en hún var ibúin að kaupa
alt, var hún sjálf orðin hrifin yfir nýja lávarð-
inum, og hugsaði um hvort hún myndi fá að sjá
hann og hvernig hann væri. Þegar hún kom
heim, var höfuðverkurinn liorfinn, og hún söng
með sjálfri sér, meðan hún bjó um nokkur blóm,
sem hún hafði tínt á skemtigöngu sinni gegn um
skóginn.
•Síðari Muta dags gekk hún langa leið, en
])ó leiðin væri löng, náði hún ekki landamerkjum
lávarðar Angleford, sem voru í margra mílna
fjarlægð frá höllinni. Hún sá bændabýli hér
og þar á hæðunum, og öll báru þau vott um vel-
megun og litu vel'út með nautgripi og kindur á
beitisvæðunum, og á ökrunum óx blómstrandi
korn. — Þar voru stórar sléttur grgsi vaxnar,
þar sem fjörug folöld hlupu fram og aítur við
hlið kyngæðingshyssa, sem Aniglemere var orð"-
lögð fyrir um allan heim.
Ált bcnti á velmegun og vellíðan, og Nelly
stundi og varð hugsandi, þegar hún mintist í-
búanna í Beaumont Buildings og fátæktarinn-
ar, sem þeir urðu að búa við. En þetta var líkt
hinni mannelsku, góðu Nelly frá Shorne Mills.
Diek kom mjög þreyttur heim til dagverð-
ar, og hrósaði steikinni, sem var betri en flesk-
ið og eggin.
“Það gengur ágætlega,” svaraði hann
spurningu Nellys, “óg eg er hræddur um, að
við getum ckki dvalið hér lengi. Eg liafði von-
að, að þessi vinna entist — já, býsna lengi, en
hún verður búin að fáum vikum liðnum. Þeir
vinna eins og þeir séu brjálaðir. Peningarnir
vekja fjörið. Það eru óteljandi peningaupp-
hæðir, sem ungi lávarðurinn hefir eignast. Eh,
að því er sagt er, kvað hann vera valmenni—” '
Nellv fór að hlæja.
“Dick, far þú mi ekki líka að lirósa lion-
um,” sagði hún. “Allan morguninn hefi eg
ekki heyrt annað en lirós um hann, og er næst-
um orðin þreytt að lieyra það um hinn góða lá-
varð Angleford. Þó eg sé honum mjög þakklát
fyrir að mega dvelja hér. Díok, eg vildi að \'ið
gætum orðið dyraverðir hér.— Hugsaðu þér, að
geta verið hér alt af.”
Þau sátu í súlnagöngunum — Dick reykti
úr pípunni sinni, og liann liorfði hug’sandi á
landslagið og stóru trén, því stofnar þeirra
glóðu eins og fágaðui kopar í kvöldsolar geisl-
unum.
“Ó, heyrðu, Diek!” sagði liún. “Eg vildi
að Falconer gæti verið héf; það væri honum
sannur unaður; liann talaði alt af um landið og
live heilnæmt og gott mundi það ekki vera fyrir
hann.” )
“Já, vesalings Falconer,” sagði Dick og
ldnkaði með hluttokningu. “En Nelly, getum
við ekki beðið hann að koma hingað og heim-
sækja okkur?” ^
Nelly varð glöð yfir þessari uppástungu, en
var þó dálítið efandi.
“Er það leyfilegt?” spurði hún. “Þetta
er ekki okkar hús, Dicik — þó eg sé farin að líta
svq á, að það sé tilfellið.”
“Jií, áreiðanlega er það leyfilegt,” sagði
Dick með áherzlu. “Umsjónarmaðurinn gaf
okkur ótakmarkað vald yfir því. Það væri
myndarlegt, ef við mættu mekki gera vini ókkar
beimboð. Við erum ekki þxaáar. Nii skrifa eg
lionum og og bið hann að koma strax og taka
fiðluna með sér. Eg vildi, að við hefðum
píanó.”
Nelly hló.
“ Já, þá gætum við látið það í miðja stofuna
og liorft á það í gegn um gluggann, því það er
ekki nóg pláss fyrir það og okkur.”
Daginn eftir skrifaði Dick, og Falconer
gekk fram og aftur um herbergið með bréfið í
hendinni, eins og það væri sá fengur, sem hann
hefði þráð en efast um að fá. Boðinn kojn og
hvarf í kinnum hans. Að vera úti á landinu í
sama húsi og hún. Og þó—væri það ekki hyggi-
legra að neita því? Ast hans var nógu sterk nú
þegar hann var í fjarlægð hennar; mundi hún
ckki sprengja allar milligerðir, cr hann kæmi í
nánd hennar? Það væri eflaust hyggilegra að
neita lieimboðinu og verajiér, heldur eh'að fara
til hennar og auka sóru tilfinningarnar, sem
hinn síðasti skilnaður mundi valda honum. En
sarnt sem áður settist hann niður og skrifaði
hréf, og sagðist í því fús til að þiggja heim-
boðið.
Dick hagaði þannig til, að liann gæti fengið
frí hálfa stund, svo hann gæti fylgt Nelly til
stöðvarinnar og tekið á móti Falconer, og þegar
Dick bauð hann innilega velkominn og Nelly
brosti alúðlega, blóðroðnaði liann og höndin
skalf.
“Eg skal segja yður, að við gátum ekki ver-
ið án fiðlunnar — þér hafðið líklega komið með
hana? Það var gott. því ef þér hefðuð
t'kki komið með liana, þá he.fðum við sent yður
aftnr heim eftir henni. Er ekki fallegt hérna?
Alt er tillieyrandi unga lóvarðinum okkar —
eg segi “okkar’*, af því okkur finst að við eig-
um nokkuð af honum, að hann sé okkur tilhevr-
andi. Þér heyrið naumast önnur orð hér, en
“lávarður Anigleford” allan daginn, og þér
munuð brátt fá þá skoðun, að jörðin, einkum
jiessi blettur hennar, með öllu því sem hann
geymir, menn, konur, börn og skepnur, sé að
eins skapaður handa. honum. Er þetta ekki
fallegur staður — snotur lítil bygging?” sagði
liann og kinkaði í áttina tiil hallarinnar, þegar
liún kom í ljós. Hér evði eg tíma mínum, fram-
leiði vatn, sem hans hátign á að drekka og þvo
sér úr, leiði inn rafmagnsljós, sem hans hátign
á að raka sig við — ]ki eg lialdi að það sé lier-
bergisþjónn hans sem gjörir það. Og hvað
segið þér svo nm húsið hérna? —Það er nefni-
lega heimili okkar.”
Falconer var næstum mállaus af ánægju,
dökku augun lians tindruðu og gljáðu, þegar
þau horfðu ó fallega andlitið hennar Nelly.
Eftir dagverðinn tók hann fiðluna og lék
á hana fyrir þau.
Dick lá í legubekknum, og Nellv liallaði sér
aftur á bak í hægindastólnum með sauminn í
hendinni, og meðan hinir indælu tónar fvltu
lierbergið, hugsaði hún með óafvitandi gremju
um Drake og Shorne Mills.
Nokkrir af verkamönnunum, sem komu
frá vinnu sinni, námu staðar til að hlusta,
kinkuðu samþykkjandi hvor til annars og
fluttu þá nýung til þorpsins, að ágætur hljóð-
færaleikandi væri í heimsókn hjá verkfræðingn-
um. Og daginn eftir, þegar Nelly gekk í gegn-
um þorpið ásamt Falooner, sem bar körfuna
hennar, horfði fólkið á föla andlitið hans og
síða hárið með lotnigarfuliri forvitni og áhuga,
og þegar þau voru gengin fram hjá því, þá
skiftist það á þýðingarmiklu augnaráði og
brosti, sem Nelly sá ekki, og þó hún hefði séð,
þau þá liefði hfin ekki skilið þau. Því þegar
hugsanir kvennmanns snúast að eins um ást til
manns, er hún ann heilum hug, þá dettur lienni
aldrei í hug, að annar maður geti verið ástfang-
inn af henni.. Nelly þótti vænt um að Falcon-
er var ánægður óg glaður, en hana grunaði ekki,
að þegar hann hélt á fiðlunni fyrir hana, fram-
leiddu tónarnir þrá hans eftir henni, og að, þeg-
ar hún sá það ekki hvíldu dökku augun lians á
henni með sorgblandinni og hugsandi blíðu.
sem var enn þá innilegri sökum liinnar von-
lausu ástar.
zz 37. Kapítuli.
Þegar allir í Ajnglemere töluðu um hinn
unga húsbónda sinn, grunaði þá alls ekki að
hann var syo nálægur þeim.
Tveim dögum áður Nen Nelly og Dick
komu til Anglemere, sigldi Sjóúlfurinn fvrir
öJIum seglum inn til Southamton með lávarðinn
af Anglemere. Drake hallaði sér út að há-
stokknum, og liorfði aWarlcgur og utan við sig
til lands. Það voru liðin tvö ár síðan hann
hafði séð föðurland sitt, og þessi ár höfðu sett
sitt eiirkenni á andlit hans. Það var enn þá
mjög fagurt, æn hárið farið að grána ögn hjá
gagnaugunum, og á enni hans og kring um
munninn voru lirukkur, sem eitthvað annað en
tíminn hafði myndað. Það var andlit, sem
bar þess vitni, að eigandi þess lifði í liðna tím-
an)um og gat enga ánægju fundið í nútímanum,
og svipurinn í augum Iians var eins og hjá
þeirri manneskju, sem guðirnir höfðu veitt alt
iiema það sem hann þráði.
Meðan hann stóð þarna og liallaði sér að
hástokknum með liendurnar í vösunum og liúf-
una dregna niður fyrir augun, hugsaði liann um
binn undarlega leik forlaganna. Hér stóð
hann — eigandi sögufrægrar nafnbótar — liús-
bóndi allra Anglefordsku landeignanna og hins
mikla auðs. Næstum ]>ví hver maður, sem
heyrði nafnhans öfundaði hann — sumir hötuðu
hann óefað — sökum auðs hans og stöðu. Og
þó vildi hann hafa gefið nokkuð til þess, að geta
verið að eins “Drake Yernon”, sem hafði verið
elskaður af einni Nelly Lorton. Þegar liann
leit á bláu byígjurnar, sem hreyfðu sig í sól-
skininu kringum skrautlega skipið hans, snéru
hugsanir hans með angurværri sorg til baka
til Annie Laurie og hinnar ungu stúlku er átti
hana. \
Það hafði verið áform hUns að vera í burtu
í nokkur ár — máske altaf, og jafnvel þegar hon-
um var símritað um dauða frænda hans, vék
hann ekki frá því áformi sínu að vera kvr í út-
löndum. Því þegar þessi fregn náði honum
\ ar frændi lians jarðsettur fyrir löngu síðan,
0 oa honum fanst þarflaust að fara heim. Það
vu gra að glevma. eða reyna að gleyma Nelly
þe^ar liann sigldi frá höfn til hafnar, eða ráfaði
um fi'iimskógana í heimsins viltustu og afskekf-
ustu svæðum lieldur en héima á Englandi. Ef
mp. .. ■ . timbur, fjalviður af öllum ,
Nyjar vorubirgöir tegundum, geirettur og ala- j
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur ^orar. Vér erumaetíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
------------------— Limited-----
HENKY AVE. EAST - WINNIPEG
Nelly hefði nú verið kona hans, þá liefði hann
með margfalt meiri gleði ]>egið þessa gjöf, sem
guðirnir veittu lionum! Að liugsa sér, að geta
gengið til hennar og sagt: “Nell, þú verður
greifinna af Angleford; tak þú liendi mína Qg
láttu mig sýna þér/arfinn, sem ]ui átt ásamt
mér!” Það hefði verið það lán, sem hefði gert
nafnbótina og auðinn mikils virði fvrir hann.
En nú! Nellv var ekki lengur 'hans — og nú
})egar hann háfði mist liana, mat hann einkis
’pessa ágætu kosti, sem honum liöfðu að hönd-
um borið.
Þegar lögmaður hans krafðist þess af hon-
um að liann kæmi heim, svaraði hann neitandi
og bað þá að gera það Iþeir gætu án sín, og þeg-
ar lafði Angleford skrifaði lionum og bað hann
innilega að koma heim og taka við skyldum sín-
um, svaraði hann með fögrum samhygðarorð-
iim um missir þann, sem hún hefði orðið fvrir,
og gerði ráð fyrir að koma heim áður langt liði.
Svo skrifaði hún aftur, slíkt bréf sem hyggin
kvennmaður getur skrifað, bréf, sem þrátt fyr-
ir sín vingjarnlegu orð vr hvetjandi og eggj-
andi:
“Hve illa sem yður geðjast að því, og hve
andstætt semþað er ferðalöngun yðar, þá stend-
ur sú staðreynd óbifanleg, minn kæri Drake, að
þér eruð greifi af Angleford. Og greifinn at
Anglefoí'd hefir fleiri og æðri skvldum að gegna
en almennar persónur. Lögmenuirnir sakna
yðar — og fólkið — haldið þér ekki að það
sakni yðar! Og umfram alt sakna eg yðar..
Munið þér ekki eftir fyrsta samfundi okkar.’
Menn héldu að eg hefði troðið mér inn á milli
yðar og þess, sem var yðar; en sú staðreynd,
að eg hefi ekki gert það, sú huggun sem eg finn
í þeirri hugsun, er mér gagnslaus, þegar þér
•eruð fráverandi. Þér eruð of góður og gðf-
ugur Drake, til þess að vilja orsaka einmana og
sorgþjáðum kvennmanni óró og kvíða. Kom-
ið þér aftur og takið við stöðu vðar meðal jafn-
iugja vðar og vðar fólks. Stundum dettur mér
í hug að það hljóti að vera einhver leynd or-
sök til þjarveru yðar, til óvildar yðar að vilja
taka að yður stöðu yðar, skyldur og ábyrgð;
en sé sú orsök til, bið eg yður að gleyma henni
og ýta til hliÖar. Þér ernð nú orðinn greifi aÞ
Angleford. Komið ])ér og takið við stöðu yð-
ar eins og maður.”
Þetta var bréf, sem fáir menn, og alls
ekki menn eins og Drake, gat veitt mótstöðu.
Þegar hann með beiskju hugsaði um það, hvort
hún í raun og veru gæti getið ástæðunnar til
óvildar lians, að koma aftur til Englands, og
taka að sér þær skyldur, sem dauði manns lienn-
ar lagði á herðar hans, skrifaði hann stutt bréf
og sagðist ætla að koma. Seinna skrifaði hann
henni og bað hana um, að sjá um það að Angle-
mere yrði búið út samkvæmt venju þessara
tíma,.án þess að ímynda sér, að hún mundi taka
þessa beiðni Iians sem ótakmarkað fullveldi,
<>g láta gera þannig við gömlu höllina, sem hún
áleit viðeigandi fyrir hinn nýja eiganda og hús-
liónda.
Þegar Sjóúlfurinn rann inn ó liöfnina, varð
svipur lians harðari og strangari. Hann var
heimsmaður ogfvissi hvað af sér mundi heimt-
að. Sem greifi áf Angleford, sem eigandi
sögufrægrar nafnbótar og afarmikilla auðæfa,
hafði hann eina skyldu — stærri en allar aðrar
skyldur — þá skyldu, að útvega erfingja að
nafnbót sinni, óðali og auð.
Nú þegar hann væri kominn lieim, mundu
allir búast við því að liann gifti sig — hann
mundi blátt áfram verða rekinn inn í hjóna-
bandið. Gifta sig! Hann beit á jaxlinn og
fór að ganga hröðum skrefum fram og aftnr um
þilfarið, svo að skipstjórinn, lir. Murphy, hélt
að hann iþráði að komast í land, og jók hraða
skipsins. En þegar báturinn var látinn síga
niður á sjóinn, og mennirnir sem áttu að róa
honum til lands, settust í hann, þikaði húsbóndi
þeirra við að fara ofan í bátinn, því hann vildi
síður yfirgefa Sjóúlfinn. ^e margar nætur
hafði hann ekki gengið aftur og fam um þilfar
hans og hugsað um Nelly, hafði endurkallað
fyrir innri sjón sína myndina af henni, af fall-
ega andlitinu hennar, mjúka dökka hárinu og
fjólubláu, blíðu augun. Þessi mynd hafði
siglt með honum í stormi og stillu, sólbjörtu
veðri, og honum var nauðugt að yfirgefa hana.
Þegar hann kæmi á land, mundu skvldurnar
velta yfir hann, liann varð að skrifa undir
leiguskilmála bændanna, lesa bréf og skjöl, það
vrði að eins lítill tími til að hugsa um Nellv og
dreyma um hana.
Báturinn fór með liann til lands, og hann
ók til liins stóra mannmarga hótels, og eyddi
kvöldstundunum með að óska sér, að liann væri
liti á sjónum. Daginn eftir datt honum í hug,
að hann gæti farið til Anglemere, hann fékik
lánaðan hest og rcið þangað. Hann langaði alls
ekki til að sjá l)essa eign sína, þá nafríkunnusfu
af öllum landeignum hans, og þegar hann kom
hjallanum, snér hann inn á hliðarbraut, án þess
að gruna áð hann hafði riðið fram hjá gluggan-
um hennar Nellv, og að hún hafði horft á hann.