Lögberg - 13.01.1921, Side 4

Lögberg - 13.01.1921, Side 4
Bls. 4 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN, 13. JANÚAR 1921 X'ogbeiQ Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talsimari >-6327 oé N-6328 J6n J. Bíldfell, Editor LlUn&skrift til blaðsins: THE COIUMBIA PRESS, Itd., Box 317Í. Winnipeg. Maa Utanáskrift ritstjórans: EDITOR 10CBERC, Box 3172 Winnlpeg, Man. The ‘•L.ögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, in the Columbia Block, 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. ííllliililli Ástand og framtíðarhorfur. Það sem mönnum er tíðræddast um nú á dögum ern horfurnar og ástandið, eins og menn finna til þess, eða það kemur mönnum fyrir sjónir, og mönnum kemur yfirleitt saman um, að ástandið sé ekki nærri gott og horfurnar tví- sýnar. f verzlun og viðskiftum finna flestir til á- standsine, því það kreppir að stórum og smáum, ríkum og fátækum. 0g það gat ekki öðruvísi farið, því verzlun og viðsk'ifti mannanna fylgja ákveðnum frum- reglum, og kemst alt á ringulreið þegar út frá þeim er gengið. A stríðstímunum var þessumj reglum mis- hoðið, sumpart af óviðráðanlegum atvikum, en stundum af ágirnd og yfirgangi ófyrirleitinna manna. En þegar einhverju lífslögmáli er misboðið Iþá hefnir það sín, og svo hefir farið í verzlunar og viðskiftaheiminum. Bankarnir og peningastofnanir landsins sem eru máttarstoðir undir verzlun og iðnaði landsmanna, fóru að kippa að sér hendinni fóru í staðinn fyrir að lána ótakmarkað fé, að iimkalla alt sem þeir gátu. Afleiðingin af því kom undir eins í ljós og hún kom fram í þrem- ur aðal-myndnm: Fyrst verzlanir og verksmiðjueigendur urðu að selja vörur sínar til þess að geta staðið nokkurnveginn í skilum. Annað, þeir urðu að fækka við sig, eins íniklu af verkafólki og þeir framast gátu, til þess að spara. Þriðja, fólkið hætti að kaupa bæði sökum peningaþurðarinnar, sem einnig krepti að því, og eins sökum þess, að vörurnar voru í svo háu verði að fþað sá að framtíðin gat aldrei orðið trygg ef þannig væri haldið áfram. Afleiðingin af þessu er sú sem við sjáum. Kaupmennirnir hafa orðið að selja vörur sínar fyrir það sem þeir gátu fengið fvrir þær, og í sumum tilfellum fyrir lægra verð en átti sér stað á undan stríðinu,, og hera tap sitt þeir er það geta, en hinir að tapa öllu sínu. Verk- smiðjurnar standa víða lokaðar og framleiða ekkert. Bamtlurnir, aðal-máítarstoð þessa þjóðfé- iags, eins og allra annara standa ráðþrota, því kostnaðurinn við framleiðslu þeirra, eins og nú áhorfist er miklu meiri en tekju vonin. Og inenn ganga iðjulausir, svo þúsundum skiftir í hverri einustu borg í landinu. Og er þá ekki von að menn tali þungbúnir um ástandið og horfurnar? Jú, en menn ættu að leitast við að sjá tvær hliðar á þessu ináli, menn ættu ekki að láta böl- sýnina ná ofmiklu haldi á sér, því allir dagar eiga sér kvöld — líka dagar mótlætisins, og sól- in rís úr hafi hlý og fögur með ko'manidi degi og alt virðist nú benda til Iþess að verzlunar- viðskifti og iðnaður manna, sem verið hefir upp í skýjunum, sé nú kominn niður á jörðina — á fastan og óyggjandi grundvöll, þar sem hægt er á þeim að byggja, og að þau geti þró- ast og vaxið á eðlilegan og heilbrigðan hátt. Fjöldamargir nafnkunnir hagfræðingar hafa rætt þetta mál nú síðustu vikurnar, og kemur þeim öllum saman um að árið 1921 færi mönnum breytingar, að á því renni upp dag- ur velgengninnar í verzlun og iðnaði, þeim kem- ur ekki alveg saman um nær þetta muni verða á árinu, en þeir eru allir vissir um að það verðí einhvemfíma á því. Blaðið The Annalist sem flytur álit hag- fræðisnefndar Harward háskólans, segir að eftir breytingu í þessu efni megi menn vænta í marz eða apríl. B. C. Forbes, einn hagfræðinganna, held- ur að það muni ekki verða fyr en í júní, fer hann all-ýtarlega út í þetta mál, og bendir á það sem lionum finst ineð því og á móti, og hljóðar sumt af því á þessa leið: I. Móti. 1. Bölsýni verzlunarmanna, annara en þeirra er peningastofnunum veita forstöðu, sem gangi óhæfilega langt. 2. Verzlanir sem hafi orðið að loka dyrum sínum í nóvember hafi valdið meira tapi í Bandaríkjunum en átt hafi sér stað á síðast- liðnum fimm árum. 3. Fall á verði skuldabréfa, hafði gert inönn- um örðugt fyrir með peningalán í mörgum til- fellum. 4. Fólkið var óánægt með hið háa verð er það varð að borga fyrir alla hluti, hefir enn efcki trú á að prísar séu komnir að því marki sem þeir séu ábyggilegir, og kaupir því ekki nema það allra minsta sem það getur. 5. Hve fá félög hafa borgað arð af hlutafé á árinu, hefir haft slæm áhrif, einkanlega þó niðurfærslan á arði er The American Sugar Company borgaði. 6. Gangverð erlendra peninga hefir aldrei verið eins lágt og það er nú, sem gjörir það að verkum, að ekki einasta Evropu löndin kaupa eins lítið af okkur og þau geta, heldur líka Austurlö'nd og Suður-Ameriku löndin, og er það íhugunarvert mál. 7. Siðferðismeðvitund manna í verzlunar- heiminum er svo illa komin, að dómarar lands- ins eru önnum kafnir að ráða fram lir samn- ingsrofum er kaupmenn hafa gert sig seka í. 8. Ctgjöld stjórnarinnar í Washington verða um $4,000,000.000 árlega í nokkur ár, sem gefur enga von um lækkun skatta. 9. Verðfall uppskerunnar um svo bíljón- um dollara skiftir, hefir hrundið á stað megnri óánægju á meðal bænda, og í svip að minsta kosti, komið mönnum til þess að fara gætilega með fé það er þeir hefðu milli handa. 10. Verkamanna félögin eru ósveigjanlega mótfallin allri kauplækkun, þrátt fyrir það þó kringumstæður allar löghelgi það. Þetta telur Mr. Forbes aðal öflin sem eru mótstríðandi því að verzlunar og iðnaðar á- standið geti lagast bráðlega. En það sem mæl- ir með, og í huga hans hefir yfirhöndina er: II. 1. Skýrsla Bandaríkjastjórnarinnar um að uppskeran hafi verið mikil á árinu 1920 og nýt- ing hennar góð, sem tryggi öllu fólki vista- forða, og Skepnum fóður. 2. Bankarnir sem eru varnarmúr gegn fjármálaæði manna, og sem undanfarandi hafa fært upp vexti til þess að hafa áhrif á hið háa verð, og varna þess að menn hættu sér ekki út í fjárglæfrafyrirtæki, spá því nú að eftir nokkr- ar vikur muni peningar liggja lausari fyrir til nytsamlegra fyrirtækja en verið hefir. 3. Þurð á eftirspum á vörum, hefir gjprt mönnum mögulegt að losa við sig fólk sem ónýtt eða óviljugt var til vinnu og fylla pláss þess með hæfum verkamönnum, og hafi þeir á þann hátt getað aukið framleiðslu að mun og lækkað kostnað. Einnig er þess að geta að innflutn- ingur til Bandaríkjanna er nú kominn upp í 100,000 manns á mánuði, og að verkföll er ekki framar að óttast. 4. Jámbrautir landsins eru betur undir- búnar til þess að fullnægja þörfum þjóðarinnar en þær hafa nokkuratíma áður verið, og þarf því ekki að óttast að vörur hlaðist fyrir eins og átt hefir sér stað, segir einn af hæfustu for- setum brautanna að fólkið geti reitt sig á að frnmvegis verði brautiraar hæfar til þess, að fullnægja þörfuin þjóðarinnar. ð. breyting í mörgum iðnaðai’stofnunum ei }>egar mikil, og í nokkrum tilfellum eru þær komnar á það stig sem þær voru á undan stríð- inu, aðrar eru á leiðinni að því takmarki. svo óðflugá að þíer ættu og að vera komnar á það stig innan eins eða tveggja mónaða. Það er álit flestra þeirra sem bezt þekkja til og færast- ir era um að dæma, að lausungar tímabilið, að því er verðfestu hluta snertir, sé nú um það Jiðið hjá, og meim mega nú strax fara að von- ast eftir ábyggilegum prísum. 6. Tregða fólksins með að kaupa, sem und- anfarandi hefir verið tilfinjxanlega mikil, er búist við að hverfi innap Skainms, því fjöldi fé- laga hefir keypt að eins daglegar nauðsynjar, og í flestum tilfellum hefir notað upp gamlan forða, eins mikið og unt var, í von um að það geti kej7>t sér nýjan fyrir lægra verð, og er sú von þess nú daglega að rætast. 7. Kosningarnar nýafstöðnu í Bandaríkj- unum, koma til þess að hafa heillavænleg á- hrlf á verzlun og fjármál ríkisins, eftir því sem fjármálamenn halda fram, og styrkja traust almennings. 8. Framtíðai-von leiðandi iðnaðarmanna cr óbilandi á árinu 1921 um að geta fengið alt íé sem þeir þurfa til þess að hrinda öllum nauð- svnlegum fyrirtækjum í framkvamul — er ó- segjanlega mikilsvirði. 9. Allur ðtti út af því að Bolshevisminn rnundi leggja heiminn undir sig og hávaði þeirra er út af því hröpuðu vor á meðal um innbyrðis stríð, er horfinn. Staðhæfing Lloyd George, um að hlutirnir værn farnir að ganga betnr í Evropu er sannleikur. 10. Lífsnauðsynjar manna hafa fallið frá 20—25 af hnndraði í verði, og falla meir, og opna þannig veginn til þess að verkalaun verði hekkuð á friðsamlegan hátt. 11. Trygingafé vort hefir staðist eldraun þá, sem þetta tímabil óábyggilegra prísa á öll- um hluturn, hefir haft í för með sér. Engin einasta peningastofnun sem nokkuð kvað að, hefir farið um koll. 12. Síðast heilsa þjóðar vorrar er ágæt; tvuin á þrótt þjÓðarrnnar og manndóm er sterk; og framkvæmdar og framfara þráin á meðal áhrifamestu manna þjóðarinnar er ólömuð. Auðnr landsins er óuppausanlegur, og það sem er ef tíl vill meira virði éinsog á stendur, vér höfum gnægð fjár fyrirliggjandi til þess að hagnýta oss hann, æfðari og ákveðnari verka- menn til þess að vinna hann, betri járnbrautir til að flytja hann á, méiri skipastól til þess að koma honum í burtu frá oss á, og viðskifta um heim sem er að færast í auka og bæta kjör sín með hverjum deginum, til þess að kaupa hann.” I^áturn oss alla hugsa þannig. um hið ný- byrjaða ár, og þá getur ekki h,já því farið rð það verður velmeigunar og farsældar ár. ---------------------o------- Minningarrit íslenzkra her- manna. Það er nú komíð að þeim tíma, að annað hvort er að hrökkva eða stökkva með þetta rit, aimað hvort að byrja á því og drífa það af, eða að hælta við það. Og það er á valdi ykkar, Vestur-lslendingar, hvort gjöra skal — livort vér eigum að varð- veita minning og þátttöku Vestur-íslendinga í stríðmu eða vér eigum að láta liana falla í glevmsku og dá. Jóns Sigurðssonar félagið, sem verk þetta hefir tekið að sér, hefir leitað til manna víðs- \egar í bvgðum Vestur-lslendinga um aðstoð með upplýsingar í sambandi við Islendinga, sem í stríðið fóru. Úr sumum bygðurn hefir drengi- ; leg og góð aðstoð koniið, en aftur hafa rnenn skelt skolleyrum við þessu í öðrum og afleiðing- arnar af því eru jiær, að enn eru ekki komnar upplýsingar í þessu efni úr nærri öllum bygðum Islendinga til forstöðunefdar málsins, og er | það óskiljanlegt, hvernig að borgarar jiessa lands og velunnarar íslenzks drengskapar, geta daufheyrst við slíku þanfa-verki — óskiljanlegt, að menn vilji ekki svo mikið til vinna, að segja til um þá menn, sem í stríðið fóru, svo hægt verði að 'skilja eftir greinilega skýrslu um það, hvernig Islendingarnir í Ameríku héldu orð sín og eiða, þegar á þá reyndi á tíma hættu og r.eyðar. Menn ættu nú að bæta ráð sitt í þessu máli, cg láta útgáfunefnd .lóns Sigurðssonar félags- ins í té tafarlaust og með fúsum vilja allar upp- lýsingar sem menn geta í þessu máli. Eins og vér gátum um í Lögbergi fyrir nokkru, þá hlýtur þessi bókarútgáfa að kosta mikið fé, svo mikið að engin leið er tii þess fyr- :r Jóns Sigurðssonar félagið, að ráðast í verk þetta nema sú fjárupphæð sé trygð. Og til jiess að tryggja hana verða konuraar að leita til Vestur-lslendinga með kaup á bókinni — að fá menn til þess að skrifa sig fyrir nógu mörg- um eintökum af henni, til þess að vissa sé feng- mn fyrir því að útgáfukostnaðurinn fáist upp, og fá menn til þess að borga , að minsta kosti helming af verði bókarinnar fyrir fram. Og til þess að fá því framgengt, hefir útgáfunefndin ráðið við sig að skrifa einum eða fleirum mönn- um í hverri bygð, og biðja þá að taka það verk að sér, og vonumst vér eftir að menn þeir sem nefndin skrifar í þessu sambandi verði vel við beiðni Jóns Sigurðssonar félagsins, og tak'i vprkið að sér og reki það af kappi. iSíðaet er að minnast þess að nokkrir menn hafa tekið að sér að semja ritgerðir um ýms efni sem í þessu riti eiga að vera. Jóns Sig- urðssonar félagið biður þá menn alla, að ljúka þeim greinum sem allra fyrst, ef þeir hafa ekki þegar gert það, og senda þær til frú Finnur Johnson, 668 McDermot Ave., Winnipeg, svo hægt verði þeirra vegna að bvrja á að undirbúa Iiókina til prentunar. Landar góðir! látið ekki bregðast að aðstoða Jóns Sigurðssonar félagið við þetta þarfa verk, og gerið jiað bæði fljótt og vel. -------o------ Kristnar mœður. ! 1 bók sinni “Endurmiimingar” segir Mar- got Asquith að það sem mest áhrif hafi haft á sig í fari Arthur J. A. Balfour fyrverandi forsætisráðherra Breta, hafi verið hin djúpa og einlæga trú hans. Hún sem þekti Arthur J. Balfour frá því hún var bam að aldri, og kemst svo að orði um hann: “Það sem rnest áhrif hafði á mig, og það sem mér þótti mest koma til, í fari Arthur .T. Balfour, var ékki fegurð hans né vit, og ekki heldur ■stjórnmálaþekking hans, heldur rit hans <»g hin lotningarfulla trú hans. Hver sem hefir lesið bækurnar sem hann hefir skrifað, með hugsun, hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu, að það er trúin á guð sem hefir verið afl allra athafna hans í lífínu. Móðir hans, lafði Blanche Balfour, systir Salisbury lávarðar var mjög áhrifamikil kona. Gaman þætti mér að vita, ef þess væri kost- ur, hve margt af atkvæðamestu mönnum og kon- um yngri kynslóðarinn^r hefir átt kristnar mæður. Eg hygg miklu færri, heldur en kynslóðar- innar sem eg heyri til. Móðir mannsins míns, Mr. McKennan og Ilaldin lávarðar voru allar sterktrúaðar konur.” Um þessar athugasemdir Margot Asquith farast The New York Christian Advocáte svo orð: “Yið mundum öll hafa gaman að vita hvað margir af hinni upprennandi kraslóð hafa átt kristnar mæður, en oss þætti enn þá meira var- ið í að vita hvernig að menn og konur á meðal hinnar upprennandi kynslóðar eiga að fara að, að vera góð og mikil ef að mæðuraar skyldu missa trú sína á þann andlega virkileika, sem einn getur treyst lyndiseinkanir jieirra og lyft sál þeirra upp í æðra veldi. Það væri óskaplegt slys, ef kapphlaupið um hin hversdaglegu gæði og metnaðartæki- færi yrðu til þess, að þær glötuðu tign sjálfrar i sinnar, sem ein er þess megnug að skapa inikl- ar mæður. — Margot Asijuith lieldur að jiessi kynslóð, sem nú er uppi, sýni þess færri merki, að hún hafi átt göfugar mæður, en kvnslóðin sem á undan henni var. Athuganir hennar í þessu sambandi eru bundnar við jiá sem til heyra aðals-fólkinu brezka sem jafnvel nú tneð lögbundinni knn- nngsstjóra eru aðal leiðtogar í stjóramálum. f Ameríku þar sem ;ettgöfgin er ekki höfð í eins mikluin liávegum enn sem komið er, og nýir og Öjiektír meiin eru að ryðja sér brautir, lil æðstu valda, getur maður ekki verið ein« viss í sinnl sök. Eitt er amt víst, og það er, að enginn gitmdvöllur er traustari til þess að bvggja á, og þroska fögur og þróttmikil lyndiseinkenni, og kristið heimili, og engin áhrif eins varan- leg, eo djúp, á hið viðkvæma aiskulíf, eins og Búið yður undir ef þér þyrftuð að fá lán hjá bankanum. Þér þarfnist einhverntíma, ef til vill, Ián hjá bankanum. Ef þú ert ókunnugur honumjþá getur orðið erfitt fyrir yður að fá lán. Búið yður undir með því að byrja reikn- ing nú strax. Það getur komið sér vel síðar meir. THE R0YAL BANK 0F CANADA Allareignir $598,000,0000 __________ UWý Auðvelt að spara T>aC er ósköp auövelt a8 venja sig á a8 spara meS þvi aS leggja til síöu vissa uppbæð á Banka reglulega. i spari- sjóöádeild vorri er borgaö 3% rentur, sem er bætt vn5 höfuöstólinn tvisvar á ári. THE ÐÖMINIÖN BANK NOTRE DAME BRANCH, - •* B. ’fCCKER, Manager SELKIRK BRANCH, • . • W. E. GORDON, Manager. góðrar móður — móður sem ekki er að eins í meðaliagi guðhrædd, heldur trúir af öllu afli sálar sinnar á mátt og kærleik hins lifandi guðs. Hvort heldur að ,sú kona er lafði Blanche Bal- four eða Nancy Haixks, þá er það trúin, sem gjörir hana hæfa til þess að búa drenginn sinn undir hin göfugustu skylduverk, sem lífið kann að leggja honum í skaut., eða meðbræður haus að trúa honum fyrir, af frjálsum vilja. ” Fréttabréf. Springyille Utah, jan 3. 1921 Herra ritstjóri Lðgbergs, eg óska þér góðs og gleðilegs árs, og legg hér innan í 2 dali, og bið þig að Ihalda áfram að senda mér blað- ið Lögberg eitt ár en; okkur líkar blaðið svo vel að við viljum ekki án þess vera. Kæra þökk fyrir orðið “Utaih” er þú lést í byrjun utanáskriftarinnar til m!ín, því síðan hefir blaðið alt af komið með skilum. Fréttalítil verður nú þessi grein mín að vanda, en samt þætti mér vænt um að þú vildir taka> hana i blaðið. pað er þá fyr og fremst að segja frá því að segja að almenn- ingi lííður hér vel í efnalegu til- liti, því árið sem leið var fremur hagstætt, og almenn uppskera í góðu meðallagi í heild sinni. Rétt eftir að eg skrifaði þér seinast, fyrir einu ári síðan, — þá tók Spanska veikin sig upp aftur, og geysaði eins og logi yf- :r akur, svo að á fáum dögum voru næstum 4 hundruð orðnir veikir í þessum bæ; hún varð tals- vert mannskæð, svo að 16 manns varð hún að bana hér í (bænum. Veikinni létti þó aftur furðu fljótt, jafnvel þótt :hún hefði slæmar af- leiðingar í stöku tilfellum. Framfarir hafa ekki verið mikl- ar hér í bæ árið sem leið, utan að nokkuð mörg íbúarhús hafa verið bygð, og flest þeirra með því nýj- asta sniði og með öllum nútíðar þægindum. Vegatoætur hafa allmiklar verið gjörðar á aðal þjóðveginum í gegn- um þessa dali, svo til dæmis er vegurinn á milli Springville og Spanish Fork allur lagður með Cementi, og er óhætt að segja að þeir sem renna bifreiðum voru til útlits mjög hnakkakertir og mikl- ir í anda, þegar þeir drifu áfram þjóðveginn eftir að hann var full- gjör, og í raun réttri, var þeim það varla láandi eftir að hafa ver- ið að slitrast áfram gðturnar, stundum hálf ófærar eins og þær áður voru. Aðal iðnaðarhúsin hér, Ihafa nú útendað sitt skeið að sinni, nefnil. sykurgjörðar verkstæðið og niður- suðuverkstæðið; í því fyrnefnda var ibúið til afarmikið af sykri, tals vert meira en árið áður, en hið síðarnefnda meðhöndlaði ekki meir en helming á móti því í fyrra; jarðarbændur sköffuðu þeim ekki nærri nógu mikið af tomatos og fl. en lögðu sig fram með að sá og 'jppskera svo mikið af sikurrófum sem þeir gætu, af því þeim var boðið svo mikið kaup fyrir þær, sem var 12 dollars fyrir tonnið. Gamla fólksdagurinn í þessu um- dæmi var mjög hátíðlegur haldin, og söfnuðust allir til Springville í þetta sinn, það mátti segja að það væri staðfast prógram heila daginn frá því klukkan tíu fyrir miðdag, til 5 e. m., þegar járnbraut- arlestin kom aftur að sækja fólkið og flytja það heim til sín, sem hún kom með um morguninn, fjórir vagnar troðfullir af fólki, en þeir sem áttu heima í Mapleton, komu og fóru á bifreiðum sínum, alls voru til staðar hátt á fimta hundr- að gamalmenni, og var öllum þess- um skara haldin hátíðleg veizla til miðdagsverðar í undirbygging- unni á hinu mikla Opera húsi hér í bænum. Allir voru glaðir og á- nægðir iþótt vin drykkjar væri engin. Menn hafa nú komist að raun um, að menn geta glatt sig og fagnað yfir öllu því góða sem menn njóta frá tíð til tíðar, án þess að vera uppæstir af áfengum drykkjum. $ Sá fjórði júM, og sá tuttugasti og fjórði júlí, voru báðir haldnir hátíðlegir hér ií bænum eins og vant er, og skemtanir eru hér iðulegar, — sumir halda að þær gangi næstum fram úr hófi. Með beztu óskum þér og útgáfu blaðsins til handa. pinn einl. Th. Bjarnason. ------æ------ u Tímabær fyrirlestur. ------o------ (Haldin í Goodtemiplarhús- inu sunnud. 9. jan.) Hvert sem maður lítur er á- istandið ískyggilegt í stjórnmála og félagslífinu, hvert sem maður nú snýr sér, mætir manni angist og ókyrð. pað er toaráttan fyrir tiiverunni í ,smáu og stóru. Vold- ugustu ríki heimsins l'íta ior- trygnisaugum á nágranna sína, og hervæðast af kappi, af ótta ihvert við annað. Borgirnar og sveitirn- ar stríðast á, verkamenn og vinnu- veitendur. Alstaðar heyrist um stríð, verkföll og uppþot. pað ólgar í þjóðunum.” pannig talaði P. Sigurðsson í Goodtemplaraihúsinui síðastliðið sunnudagskveld. Las hann 1. Kor. 2: 1—3 og kvaðst vilja gjöra orð postulans að sínum, og nota þau sem inngang að því, sem framvegis yrði sagt. Gat (hann þess hve þessi orð postulans hefðu verið þá tímabær og eðlileg, þegar litið væri á það ömurlega ástand þess tíma annarsvegar, og postulans næma og viðkvæma tilfinningalíf ihinsvegar. Vonaði ræðumaður, að við, eftir að hafa virt fyrir okkur ástand tímans, mundum finna þá sömu knýjandi viðreisnar og siða- bótarþörf. Dró þá ræðumaður fram þessa þrjá mest áberandi þætti stjórn- málalífs vorra tíma, sem er: hin heimsyííðtæka friðar og alþjóða- bandalagshreyfing, samkvæmt spádóm Es. 2, 2-4. Og hin önnur samkvæmt spádómi Jóels 3,14—17, andstæða hreyfing, hinn ótakmark- aði vígbúnaður þjóðanna, sem átt sér hefði stað undanfarið, og lítt takmarkaður Iheldur áfram og bendir á enn þá víðtækari og al- varlegri vandamál, en Ihingað til 'hefir átt sér stað á meðal þjóð- anna. priðja þáttinn, hvað ræðu- maður vera hina margræddu gulu hættu, sem fyrir 30—40 árum hefði verið á vörum að eins fárra manna, en þá aðhlátursefni margra en væri nú, samkvæmt pólitisku dagblöðunum, á vörum allra stjórn málamanna, og ekki sízt í Ameríku. Dró thann fram fleiri tilvitnanir úr dagblöðunum þessu til stuðn- ings, samhliða hinum merka spá- dómi Opinberunarto. 16,16, er tal- ar um uppvakning og tækifæri austurlanda þjóðanna, og sem á-

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.