Lögberg - 20.01.1921, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.01.1921, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. JANúAR 1921 Œfintýri. (eftir ókunnan höf.) Mörg sumur, margir vetrar hafa liðið, marg- ar sólir og caörg tvmgl gengið undir, frá því er hinn mikli faðir leiddi sinn útvalda lýð inn í Ah- wah-nee dalinn. Þá var dalurinn luktur fagurgrænum hlíðum, engjarnar Önguðu af smára og sérhver smálækur var krökur af silungi. Berja og ávaxtarunnar inættu auganu á alla vegu innan um skrúðug hnotu- trén. óteljandi tegundir villidýra dönsuðu í skóginum, alstaðar hlasti við gnótt fanga í hverja átt sem litið var. Þarna (liafðist hinn útvaldi lýður við, marg- faldaðist og uppfylti jörðina og tilbað í lotningu hinn mikla anda. Hinn ungi sonur leiðtogans, svaf með bifur- feld að höfði sér, svo honum mætti vaxa vizka til að reisa sér veglega höll. Stundum var þonunv gefið la-po-si að borða; átti það áð gera úr honum lipran og óþreytandi sundmann, en aðra daga neytti hann trönueggja í þeim tilgangi að skerpa og fegra röddina. Þannig * óx drengurinn að vizku og mætti, og hann var kallaður Ohoo-too-seka, sem þýðLr Alfaðir. Ilann reistt sér veglegt heimili við E1 Captain, og mátti þar heyrá fjölbreyttan fuglasöng sérhvert sumar. Sumar og vetur liðu. Kletturinn þar senl húsið stóð, óx dag frá degi; það gerðu einnig all- ar hæðirnar kringum Ah-yah-nee dalinn og runnu loks saman í mikla háfjallakeðju. Skamt vestan við húsið, lét Choo-too,seka, reisa skála einn mikinn á klettinum og í grend við hann hásæti úr steini. Það var í raun og veru l íkishásæti hins unga drottnara. Þar sat hann ávalt á öllum hátíðlegum mannamótum og ávarp- aði þegna sína. Minjar stóls þessa, eða hásætis, sjást enn 'þann dag í dag. ! Svo mátti að orði kveða að hunang drypi af strái hverju í þossum dulræna dal. Fólkið var ánæ.gt og hamingjusamt. Hinn góði stjórnari leiðbeindi því með viturlegum tölum frá hásæti sínu, og engum. kom nokkru sinni til hugar að ó- hlýðnast boði hans. Þegnamir kölluðu hann al- ment To-tou-kon-nu-la eftir klettinum þar sem húsið stóð. Ilann var ókvongaður, en allar kon- ur þjónuðu lionum í auðmýkt. Sér Tis-sa’ack t fyrsta sinn. I suðrinu gnæfði snæbrynjað fjall með hárri granit hvelfingu; þar átti gyðjan Tis-sa‘-ack ’heima. Til hennar beindu konur bænum fyrir börnum sínum og elskhugum. To-tau-kon-nu‘-la hafði gyðjuna aklrei augum litið, enda átt svo ann- ríkt við að fullnægja þörfum þegna sinna, að sjaldan vanst tími til umhjigsunar um ástamál og konur. Kveld eitt, er hann sat í ihásæti sínu og geisl- arnir vestrænu brotnuðu í ljóstöfrum á granít- hvelfingunni miklu, sá hann gyðjuna svífa um dalinn líkt og glóandi ekýblik. Logagylt, slegið hárið, féll í bylgjum um mjallahvítan kjólinn, og vængirnir silfurdrifnu sýndust hafa drukkið í sig alla regnbogans liti. To-tau-kon-nu ’-la varð frá sér numinn; lionum fanst gyðjan vera mundu draumur sólarlagsins, vökudraumur samt, því nú birtist hún honum aftur í fullri líkamsmynd. Gyðjan nam snoggvast staðar. og hvíslaði ein- hverju að blænum, en sérhver blæsveifla andaði svo undur þýtt frá sér nafninu: To-tau-nu’-la. — Honum fanst hún vera að kalla á sig, og í einu vet- fangi var hann kominn hátt upp í fjall, upp undir graníthvelfinguna, þar sem honum sýndist gyðjan bíða. “Tis-sa'-ack, Tis-sa-ack,” hrópaði hann af öllu magni raddar sinnar. Hún hló fyrst; hlát- urbylgjurnar smá dóu út og með þeim hvarf hún sjálf. Af vængjum hennar féll í augu hans mjúk skæðadrífa, en or ihonum birti fyrir augum aftur, sáust engin merki gyðjunnar. — Upp frá þessu hætti To-tau-kon-nu’-la alger- lega að hugsa um velferð þegna sinna, heldur leit- aði Tis-sa’-ack án afláts frá morgni til kvelds. Lengst út í dalsmynni þóttist hann stundum sjá sól- roðið bjarmablik af vængjum hennar, eða heyra dauft bergmál fótataksins, en ávalt þegar hann kom nær, flýði Tis-sa ’-aok undan eins 0g á vinda- væng. Ást hans var svo djúp, að hann reyndi eigi að útmála hana mcð orðum, en hún ljómaði frá hverri hreyfingu, og lýsti upp hvem andlitsdrátt. Velgegni og hamingju var nú ekki framar að finna í Ah-wah-nee dalnum, því To-tau-kon-nu’ la hafði gleymt lýð sínum. Berin og hneturaar skrælnuðu í runnunum, kornið brann á stönglunum og féll visið til jarðar. Ár og uppsprettur þom- uðu, en í farvegunum gat að líta fjöld dauðra fiska. Hlutskifti dalsins og íbúanna, sýndist að eins sorg og skortur, í hvaða átt, sem litið var. Líð- andi fóíkið, ávarpaði To-tau-kon-nu‘ -la í brennandi bam, en eyra hans heyrði ekki. — Hann heyrði ekki annað en rödd Tis-sa’-ack, og sá ekkert annað en myndina hennar. llún fœt bccnir sínar heyrðar. Eínstæðingsskapur og eymd fbúa Ah-wah’-nee dalsins, gekk Tis-sa’-ack mjög til hjarta. Hún kendi í brjósti um þétta vesalings fólk, sem bað og bað, án þess að fá bænir sínar heyrðar. I aug- um hennar titruðu tár, en röddin skalf af við- kvæn>ni. Svo féll húu á bæn, hinn mikli andi,, hlýddi á bænir hennar allar og tók þær til greina. Alt í einu kom feykilegur íandskjálfta kippur; það var engu líkara en jörðin engdist sundur og saman af þjáningum; klettabeltin sprungu og hálf og (heil stórbjörg hentust með braki og brestum niður í dalinn. Fjallið með graníthvelfingunni, þar sem Tis-sa’-ack átti heima, klofnaði í tvent, en út á milli klofninganna brauzt hvítfyssandi elfur. Þegar stórviðrinu slotaði, þrumugnýrinn var þagnaður 0g eldingaraar höfðu dáið út, spegluð- ust hálfhrunin virki graníthvelfingarinnar í logn- fáguðu stötiuvatni. Þrumuveðrið og afleiðingar þess, var svar hins mikla anda við bænum gyðj- unnar Tis-sa’-ack. v. Úðadögg árinnar kveykti nýtt líf um allan dalinn, hnotutrén og bexjarunnarnir svignuðu af gróðurþrungnum klösum, skógurinn bergmálaði af ljúfum fuglasöng 0g sérhver lækur moraði af sæl— legum fiski. En fólkið söng hinum mikla anda dýrðleg þakkarljóð. Tis-sa’-ack haíði kvatt Ah-Waih’-neé dalinn að fullu og öllu. Heimili hennar, fjallið með granít- hvelfingunni lá í rústum, en gyðjan hafði beint flugi til morgunroðahæðannla og fjarlægðist :stöðug(t! meir 0g meir. To-tau-kon-nu‘-la fýlgdi henni með augunum. Af vængjum gyðjunnar féll mjúk skæðadrífa í augu honum, en þegar birti til aftivt ‘•ást Tis-sa‘-ack hvergi. — Mjallarflyksurnar breytast í hvítar fjólur. Um leið og mjallarflyksurnar námu við vatn- ið, urðu þær að hvítum f jólum, er upp frá því hafa nefndar verið Tis-sa’-ack fjólur. — Hafa þær á- valt reynst þeim, er í barm sér festu, óyggjandi áttáviti ástar og hamingju. Yið vatnsbakkana, um dalinn þveran 0g endilangan, má finna hvít- fjólur þessar, tákn þeirrar dýpstu og sönnustu ástar, er enn hefir þekst í mannheimum. Eftir að To-tau-kon-nu’-Ia hafði lengi leitað Tis-sa‘-ack árangurslaust, hvarf hann heim til þjóðflokks síns, þreyttur og hugsjúkur. En nokkram árum seinná fór hann í burtu og kom aldrei aftur til óðala sinna. 1 klettinum mikla, þar sem hásæti leiðtogans hafði staðið, sýndist meitluð mynd af manni í flaksandi kápu og benti sá í vestur með hægri hendinni. Indíánarnir standa á því fastara en fótunum, að þetta sé mynd hins burtfarna foringja, er nú sé kominn aftur snöggva ferð til að skýra þeim frá að hann hafi fundið veiðistöðvar marg- falt auðugri og ánægjulegri, en nokkurt dauðlegt auga hafi áður litið, og þangað ætli liann innan skamms að flytja þjoðflokk sinn allan. . Um sömu mundir birtist einnig á þeim híuta graníthvelfingarinnar, er en stóð uppi, guðdóm- lega fagurt kvennmannsandlit. Það var andlit gyðjunnar Tis-sa’-ack, er með mætti bænar sinnar hafði frelsað fbúa Ah-wah-nee dalsins frá hallæri og hungursneyð. E. P. J. ----1---o-------- Dárling konungsson. Framh. En þegar hann kom til herbergis þess er Cel- ia var innilokuð í, varð hann eigi lítið undrandi, er hann fann hana eigi þar. Reiði hans átti engin takmörk 0g hét hann hverjum þeim heift sinni er vogað hefði að nema hana á burt, því hann sjálfur hafði geymt lykilinn að herberginu. Þegar félagar hans heyrðu þetta, hugsuðu þeir sér, að nota tækifærið, til þess að rægja aldr- aðan aðalsmann, er verið hafði kennari konungs- sonar, og sem enn þá vogaði sér að gefa honum ofaní gjöf, við og við, fyrir hans illa framferði; því hann unni konungsyni sem væri hann son hans. I fyrstu var konungson honum þakklátur fyrir að- í'inslurnar, en svo fór, að honum fanst þær óþarf- ar og hugði það sprottið af geðleiði gamla manns- ins, að vera sífelt að finna að við sig, þegar aðr- ir smjöðruðu fyrir honum. Rak hann þá kenn- ara sinn frá hirðinni, en í umtali um hann, mátti heyra að konungsson virti hann samt mikils, þó egi ynni hann honum sem til foraa. Þess vegna óttuðust vinir konungs að sikeð gæti nú, að hann tæki það í höfuðið, einn góðan veðurdag, að kalla heim aftur öldunginn. Nú var tækifæri að fá hann burtrækan úr huga konungssonar eigi síður en höllu. Þeir sögðu því konungsyni að Suliman, því það hét kennarinn, hefði hælst um yfir því að hafa hjálpað Celiu á braut og mútuðu þeir þrem vitnum til þess að segjast hafa heyrt Suliman segja svo sjálfan. Konungur sendi nú í bræði sinni nokkra her- menn, með fóstbróður sinn í fararbroddi, til þess að handtaka Suliman og flytja fyrir konung, bundinn eins og glæpamann. Eftir að hafa gefið þessa skipun, gekk kon- ungur til herbergja sinna. Tæplega var hann inn kominn, þegar þruma mikil dunaði fyrir eyr- um hans og virtist hún hrista jafnvel sjálfa jörð- ina og sannleiksgyðjan birtist konunssyni. “Eg hét því föður þínum,” ma*lti hún, og rödd hennar var þrungin af alvöru “að gefa þér góð ráð, og hegna þér ef þú vildi’r ekki fylgja þeim. Þú hefir fyrirlitið viðvaranir mínar, og gengið þinn illa veg, þar til að þú ert maður að eins, að ytra útliti. 1 rauninni ertu orðinn ógeðslegt dýr, viðbjóður og fyrirlitning allra ærlegra manna, sem þekkja þig. Nú er minn tími kominn að efna orð mín og hegna þer. Legg eg það nú á þig áð þú verðir að ytra útliti eins og dýrin sem þú hefir hagað þér eftir. Þú hefir reiðst eins og Jjón, ert gráðugur eins og úlfur; eins og högg- ormur hefirðu með vanþakklæti rekið þann mann \ frá þér, sem gengið hafði þér í föður stað ; rudda- skapur þinn í kvonbænum hefir gert þig að nauti. Skaltu nií verða myndaður í líki allra þessara dýra.” Tæplega háfði sannleiksgyðjan slept orðinu, l>egar Darling 'konungsson, sá.sér til Pkelfingar að þann var að breytast í mynd þá er hún hafði talað um. Hann hafði Ijóns höfuð, nautshom, úlfs- fætur og höggóraisskrokk. 1 sama vetfangi livarf hann út í skóg og" staðnæmdist hjá tæra stöðuvatni; sá hann þá glögt hina hræðilegu mynd er líkami hans hafði tekið og heyrði rödd rétt hjá sér, er sagði: “Líttu nú vandlegg á þessa ljótu mynd er vonzka þín hefir sett á þig, en trúðu mér, að sál þín er þúsund sinnum ljótari en lífeaminn.” Darling þekti að það var rödd sannleiksgyðj- unnar, hann reiddist ákaflega, ætlaði að grípa gyðjuna og eta hana upp til agna, en fékk eigi handsamað hana. “Það þýðir ekkert fyrir þig að ætla að vinna mér mein,” mælti hún. “En nú skal hróka þín- um hefnt með því að láta þig falla í hendur þinna eigin þegna.” Darling konungson hugsaði sér að flýja sem lengst frá vatuinu, svo hann sæi ekki sína hræðilegu mynd. Áður en hann fór langt datt hann í grýfju, sem grafin hafði verið til að veiða í birni. Yeiðimenn höfðu falið sig í tré skamt frá, en komu nú og lögðu hann í bönd og fóru með hann til liöfuðborgarinnar í ríki hans Konungsson var í illu skapi á leíðinni, og í stað þess að sjá það að hans eigin syndir höfðu íklætt hann þessu formi, þá sakaði hann sannleiks- gyðjuna um óhamingju sína. Framh. Enskar munnmœlasögur. Presturinn og skrifari hans. y Einu sinni var piæstur ásamt skrifara sínum á ferð til bæjar sem Dawlish heitir og s,tendur á Dover ströndinni. Það var um vetur, veðrið var slæmt og ilt að rata, svo þeir viltust. Það var skrifaranum að kenna, eða það fanst prestinum að þeir fóru út af rétta veginum, eða að þeir vissu ekki hvar þeir voru, og segir prestur við fylgdarmann sinn í þykkju: “Eg vildi heldur hafa Kölska fyrir fylgd- armann en hafa þig.” Prestur liafði varla slept orðinu, þegar ókunnur maður ríðandi slóst í ferð- ina og bauðzt til að vísa ferðamönnunum viltu á rétta leið. ^ Svo gekk alt vel um tíma, unz þeir voru rétt komnir til Dawlish, þá fóru þeir fram hjá stóra húsi sem var alt uppljómað. Maðurinn sem vís- 'að hafði þeim veginn reið heim að húsinu og bauð samferðamönnum sínum að koma inn og borða morgunmat, og þáðu þeir það. Inn í húsinu sem var skrautlegt, stóð borð með allskonar réttum á, og settust þeir til máltíð- ar og átu nægð sína, fóru síðan út og stigu á bak hestum sínu, en þeim brá svo einkennilega við að þeir gátu ekki komið þeim úr sporunum hvern- ig sem þeir reyndu. “Fjandinn taki ykkur fyrir óþægðina,” sagði prestur. “Það skal eg gjöra,” svaraði fylgdarmaður þeirra sem verið hafði, og sló í hestana með keyri er hann hafði í hendi sér, svo þeir hlupu fram af björgum sem voru þar við sjó fram og steyptust með mönnunum á í sjóinn. Þar mennirnir urðu að tveimur klettum, sem enn í dag heita: Presturinn og skrifari hans. Leirkerið með peningunum i. Uppsalakastali sem nú er fallinn í rústir, stóð á Hambleton hæðunum í Yorkshire. Fyrir nokkra síðan dreymdi mann einn, sem heima átti þar skamt frá, að ef hann færi til Lundúnaborgar og biði við sporðinn á Lundúna brúnni, að þá mundi hann heyra eða sjá eitthvað sem sér yrði til gæfu. Svo hann tók staf sinn, fékk sér fylgdarmann 0g fór til Lundúna og stóð á þessum tiltekna stað unz bann var orðinn dauðþreyttur og hungraður, og ekkert bar til tíðinda, svo hann hélt að bezt væri að halda heim aftur, og var um það að leggja af stað, þegar að hann sér livar kvekari kemur og stefnir til sín, og þegar hann kom, spurði liann Yorkshire manninn að, því hann stæði þarna dag eftir dag. Yorkshire maðurinn svaVaði: “Eg er hér eftir bending drauma minna.” “Eg trúi ekki á drauma,” mælti kvekarinn. I fyrrinótt dreymdi mig, að leirker með gulli í væri falið undir kjarrinu við hornið á Uppsala- kastalanum!” Yorkshiremaðurinn flýtti sér til baka ti'l Upp- sala kastalans og fór að grafa á þessum tiltekna stað, og fann þar leipott eða leirker, fult af kop- arpeningum. Á kerið var letrað: Leitið neðar þar sem þetta var: Helmingi verðmeiri fjársjóður finst þar. Ilann hélt áfram að grafa, og fann kistil full- an með silfurpeningum, og á kistilinn var grafið: Leitið neðar, þar sem þetta var. Helmingi verðmeiri fjársjóður finst þar. Hann hélt áfram að grafa, og fann fjársjóð af gulli. Lítt kunn hetja. Á meðal hinna fyrstu innflytjenda til Ame- ríku voru Hugenottar, eða franskir mótmælend- ur, er svo voru ofsóttir í föðurlandi sínu, að þeir neyddust til að flýja óðöl sín og leita frelsis á framandi storð. 1 hópi þeirra fyrstu, var vefari einn, er aldrei mátti um frjálst höfuð strjúka, og átti því eigi ann- ars úrkosta en týna saman pjönkur sínar og leita ú brott, ásamt konu sinni og þrem ungum böraum. En í Ameríku liafði honum verið sagt að hver og einn mætti tilbiðja guð sinn í friði. Nú var um að gera fyrir vefarann að vekja ekki grun her- mannanna, sem alstaðar voru á verði. Tók hann - því það til bragðs, að láta börnin ofan í poka 0g raða í kringum þau ávöxtum, svo að allir skyldu halda að hann vær-r að flytja vöru til markaðs. Brýndi hann fyrir börnunum að þafa hljótt um sig, hvað sem að höndum bæri, einkum þó því yngsta, er var fimm ára gamall drengur. Batt vefarinn riú klyfjarnar og lét upp á asna. Héldu þau hjónin svo með asnann í taumi sem leiðir láu út úr þorpinn. Framan af gekk alt svo vel, að þau voru farin að balda sig sloppin úr allri hættu. En alt í einu kom hópur heimanna auga á ferðafólk þetta, gekk í veg fyrir það og mælti: ‘ ‘ Svo þið eruð þá á leið til sölutorgsins; það væri líklegast ekki úr vega að reyna ihvað mjúkar gulrófuraar ykkar era ? ’ ’ Hermanninum flaug í hug að verið gæti nú að börn væru leynd í pokanum innanum ávextina og þrýsti hann því spjóti sínu upp að skafti í aðra klyfina, en varð einkis var, því ekkert hljóð heyrð- ist. Sárgramur yfir snuðferðinni, hypjaði her- maðurinn sig á brott hið bráðasta.. Hjónin stóðu á öndinni af hræðslu, en þorðu ekki fyrir sitt eigið borið líf að opna pokann og vita hvernig bömun- um liði, af ótta við að liermenn kynni þá og þegar að bera að og þá kæmist alt upp um ferð þeirra. Þau héldu því áfram hvíldarlaust þangað til þau voru kofnin svo langt frá borginni að tæpast gat hugsast að þeim vrði veitt eftirfor. Tóku þau þá ofan af asnanum, opnuðu pokana og fundu bömin öll á lífi, en drengurinn yngsti hafði hlotið. spjótstungu gegnnm lærið. ‘ ‘ Eg grét samt ekki, pabbi,” sagði litli hnokkinn með sigurglampa í' augunum. — Og þannig atvikaðist það, að þessi unga, hugprúða hetja, varð leiðarstjaraa foreldra sinna, fj;á ofsóknum og yfii’gangi, inn í land hins sanna frelsis. --------o-------- Góðir siðir. “Vér erum fjötraðir böndum feimninnar, unz vér lærum að tala og hegða oss eins og vera ber”, segþr Samuel Johnson. Þegar maður er á gangi með öðrum, þá tekur maður ekki að eins ofan fyrir þeim, sem maður sjálfur þekkir, heldur líka fyrir þeim, sem sá þekk- ir og tekur ofan fyrir sem maður er með, hvort sem maður hefir nokkurntíma iséð liann eða ekki. Ef maður mætir konu við dyr gestgjafahúss, þá á hann að víkja úr vegi fyrir henni svo hún geti gengið inn 'eða út á undan, 0g taka ofan höfuð- fatið. Ef að maður tekur’ upp og réttir kvennmanni eitthvað sem hún hefir mist á almannafæri, þá á hann að reisa höfuðfat sitt um leið og hann réttir henni það. Vel siðaður maður reisir höfuðfat sitt, þegar hann gengur fram hjá konu í sporvagni, eða í öðrum flutningsvögnum. Það meinar samt ekki að hann vilji kynnast henni, heldur er það vottur um lotningu þá sem hann ber fyrir kvennfólki vfirleitt. 1 Smávillur í sambandi við staðhæfing manna á efeki að leiðrétta í viðurvist annara. Foreldrar eiga æfinlega að nefna böra sín með skírnarnafni, ef þau eru ógift, þegar þau tala um þau við ókunnuga, þó er ekki rangt að segja: “sonur okkar” eða“dóttir okkar”. Þegar menn eru í lyftivél með kvennfólki eiga þeir æfinlega að taka ofan höfuðföt sín. Ef að menn þurfa’ að ganga fram hjá konum, sem eru í sætum sínum í samkomuhúsum eða á öðrum stöðum, þá ættu þeir að segja: “fyrirgefið þér” og snúa sér að þeim þegar þeir fara framhjá. Maður gengur á undan konu upp stiga, eða sam- hliða henni. En ofan stiga á maður að láta kon- una fara á undan. Framh.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.