Lögberg - 20.01.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.01.1921, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. JANÚAR 1921 Bl$. 4 Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Xalsixnart N-íi327*oá N-6328 Jón J. Bíldfell, Editor Otanáakrift til blaðftins: THE COtUMBIA PRESS, Ltd., Bo* 3U2, Winnipeg. M»n- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M«"- The '•Lögberg” is printed and published by The | Columbia Press, Limtted, in the Columbia Block. 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. lil!iimi|l>PIIII!lllllia'li'lll!llllilllii;illMIIIIIIHIIHii:!llllll!'Wt Islandica. Eins og vér -gátum um með í'áeinum línum í síðasta blaði, þá höfum vér meðtekið XIII. árg. íslandica frá prófessor Halldóri Hermanns- syni, Oornell, Ithaca, New York, hið árlega rit sem hann semur og gefið er út í sam'bandi við ísland eða íslenzkar bókmentir af Fiske deild þess háskóla. Það er ekki meining vor að fara að rita dóm um þetta sérsta'ka hefti af Islandiea, en við athugun innihalds þess, sem er saga og skýr- ingar á Eddum þeirra Snorra Sturlusonar og Sæmundar hins fróða Sigfússonar, þessum einkennilegu og afarmerkilegu ritum íslendinga, á mál ýmsra méntaþjóða heimsins, kemur fram í huga vorum, eins og í skuggsjá afstaða vor Vestur-lslendinga — við það fegursta og not- hæfasta, sem þessi litla þjóð á af mannviti og reynslu og sem niðjar þeirra hafa tekið í arf ár fram af ári, og einn mannsaldurinn eftir annan, til þess að ávaxta, sér og öllum þeim, sem áhrif þeirra ná til. Vér íslendingar höfum löngum heyrt því haldið fram og það af mönnum sem vissu hvað þeir voru að segja og höfðu enga tilhneigingu til að draga menn á tálar, heldur einmitt hið gagnstæða, að vér ættum óuppausanlegan and- legan auð í Eddunum. — Auð sem að vísu verð- ur ekki talinn í dollurum og oentum, né í krón- um og aurum, heldur mannviti, og manna revnslu í svo ríkum mæli, að hvergi á Norður- liindum sé heilbrigðara vit né traustari revnslu að finna. Bin þetta hvorttveggja er aðal skilyrði fyrir þróttmiklu og nothæfu lífi manna á öllum tím- um, og í öllum löndum. Reynsla liðins tíma, er uppistaðan í lífi mannanna sem á eftir konia, en mannvitið er fy rifvafið. Fólk, sem lætur berast með straumnum og stjórnast af hálfmeltum hugsunum nútímans, cr eins og seglfestulaust skip í ólgnsjó, eða rek- ald út á reginhafi. “Varðar mezt til allra orða, Undirstaðan rétt, sé fundin.” segir s'káldið. Undirstöðu undir sitt eigið líf leggur enginn rnaður, hún er bvgð fyrir mann. Vort er að byggja ofan á, og auka við, það er lífsverk vort mannanna, og hvernig að oss tekst það — hvort það verk verður lítið eða mikið, fag-urt eða ljótt, gott eða ilt, er undir því komið, hve vel vér þefckjum grundvöllinn sem vér verðum að byggja á og sannar þarfir sam- tíðar vorrar. Vér höfum oftar en einu sinni heyrt menn bér vestra, og það skýra menn sem hér hafa fengið talsvert mikla mentun, spyrja að því: livað það eiginlega væri sem vér íslendingar ættum, er aðrar þjóðir sem til þessa lands hefðu komið ættu ekki, sem væri þess virði að leggja mikið í sölurnar fyrir, til þess að halda við. Segjum að við íslendingar ættum ekkert sem aðrar þjóðir ekki eiga, því þær eiga svo og svo mikið af lífsreynslu, og allar eiga þær meira og m-inna af mannviti. Þá sannar það ekki að sá sálargróður, sem þeir eiga, sé oss íslendingum ábyggilegri held- ur en sálargróður vorrar eigin þjóðar. — Sann- ar ekki að blíðvindi Italíu sé oss hollara, en sval- \ indi Islands. Sannar efcki, að menning hinna sólríku suðurlanda sé oss hollari né haldbetri en sú sem þroskast hefir við frost og funa, “Norður við heimskaut í svalköldum sævi” og sem vér eruin partur af og er partur af oss. Eins og vér höfurn áður sagt er ókleyft fyrir oss Vestur-fslendinga að sigla lífssjó vorn án þess að hafa kjölfestu. Vér erum ekki með því sem nú er sagt, að reyna að leggja ósanngjörn eða lamandi höft á þroska ungu kynslóðarinnar, sem er að renna inn í þetta þjóðfélag, sem hér er að myndast. Vér viljum ekki leggja einn einast stein í framfaragötu, nokkurs manns, né heldur nokk- urrar konu. En það sker oss í hjartað að sjá rnenn og konur vor á meðal vera að henda út þeirri einu kjölfestu sem þau hafa, og verða svo að gierbrotum í haug þessa mannfélags, í stað- inn fyrir að halda sér sem fastast við það sem það á bezt, í sér sjálfu, og reyna að verða að perlum. Oss er engin launung á, þeirri bjargföstu trú vorri, að það verði Vestur-llendingum ó- segjanlegt tap ef þeir hætta að leggja rækt við lífsreynslu og mannvit feðra sinna — ef þeir slitna, eða verða slitnir af sinni rót, áður en þeir hafa náð haldgóðri festu í nýjum jarðveg. Vér töluðum hér að framan um menn sem efuðust um, hvort vér íslendingar ættum nokkuð það í hinum menningarlega arfi vomm, er væri þess vert, að nokkuð verulegt væri á sig lagt til þess að þroska í lífi voru, og í lífi þjóðar þeirr- ar, sem hér er í myndun. Oss cr nær að lialda að þcir menn er svo tala hafi aldrei fundið kjarna þann og menning- arafl, sem lífsreynsla íslendinga felur í sér, c-ða lífsspeki þá er rit þeirra geyma til eftir- breytni og leiðbeiningar. Er það ekki nokkuð undarlegt að nálega allir glöggsæustu mentamenn þjóðanna sem lífsreynslu og hugsanalífi þjóðar vorrar kynn- ast, þykjast finna þar óuppausanlega gullnámu, ef efcki víAú um neitt að ræða? 1 formálanum fyrir þessu hefti Islandica, tekur höfundurinn prófessor Halldór Her- mannsson það fram, að nálega allar bókmentir sem heimurinn á um norsku goðafræðina, séu bygðar á Eddunuin. Vér höfðum öfurlitla hugmynd um í hvaða metum mentamenn heimsins höfðu þessi rit Is- iendinga, en satt að segja vissum vér ekki að búið værí að þýða þau að meiru og minna leyti á nálega öll mál mentaþjóða heimsins, fyr en vér lásum þetta hefti af Islandiea, er sýnir að Danir, Frakkar, Þjóðverjar, Spánverjar, Eng- lendingar, Ameríkumenn og Svíar hafa allir fengið þær til sín, á sitt mál, heilar eða parta úr þeim—hafa allar ausið úr þeim nægtabrunni íslenzks mannvits sér til þroskunar og lífsgeng- is, — en vér Vestur-islendingar erum að basla \ ið að gleyma og týna.---- --------o-------- Nýjar bœkur. 1 ------------T sig guði með því að gleðjast. Hinn með því að sökkva sér niður í alvöru. Annar tilbiður guð i verkum hans. Hinn tilbiður hann í sambandi við verk, sem mennirnir hafa bygt honum til dýrðar.” Prófessorinn lýkur máli sínu þann- ig í sögulokin: ‘ ‘ Þið getið því verið rólegir þess vegna, að það hefir hvorugur yfckar verið á villigötum, hvorugur ykkar dýrkað falsguði. Þið hafið að eins opinberað auð lífsins, sinn með iiverjum hætti. Og þið hafið baðir fundið til guðs í sál vkkar í kvöld. En að finna til guðs — Það er takmarkið.” Sagan er stutt, on hún er ljómandi prédikun frá upphafi til enda. Sálarlýsingarnar eru skýrar og skarplega dregnar, og hvergi neitt bláþráðalbjástur á hugsuninni. Lengsta sagan í bókinni er ‘Sól og Stjarna’ og að ýmsu leyti kannske sú veigamesta, Að minsta kosti eru í henni beztu sprettimir, sem fcg held að höf. hafi enn náð úr skáldfáki sín- um. Hún er brennandi, átakanleg ástarsaga. líarm-saga í aðra röndina, eins og flestar sannar sögur eru. Hörður, karlhetjan í sögunni, ung- ur málari, og Asa Ivondadottir, hittast í fyrsta skifti hjá prestinum, þegar þau ganga til spurn- ijiga og eru fermd saman Þeim fellur hvort íiimað undir eins \lel í geð; vinátta Ástu þrosk- ast smátt og smátt í rótstyrka, ómótstæðilega ást. Hörður verður snortinn af göfgi stúlkunnar og yndisleik, en veit aldrei með vissu hvort hann verulega elski hana eða ekki. Þó líður hon- um alt af bezt í saimfélagi við Ástu og nýtur þar sönnustu ánægjunnar, að því er hann frek- ast veit. Átj'án ára að aldri, mætir Hörður Hjördísi, íulltíða dóttur héraðslæknisins, á dansleik. Ása var þar líka. Iljördís var hverri konu fegurri og tígulegri í framgöngu. Hörður ber þær ósjálfrátt saman í huganum: “Asa bara 17 ára gömul, óþroskuð stúlka, len. hin þroskuð kona, fædd til þess að láta dáðst að sér og til- biðja sig. “Eg vissi það ekki þá, að hún var líka fædd lil þess að elska og dýrka aðra.” Drottinvald fullþroska konunnar verð- ur þýngra á metunum, Hjördís sigrar. — Hjóna- band þeirra Harðar og Hjördísar verður ómæl- anlegt hamingju haf, en Ása siglir fleyi vona sinna til skipbrots. — Niðurlagssetningar sögunnar eru þannig: “Og þegar eg er kominn heim, biður hún (Hjördís) mig að ganga um húsið, því fótatak mitt ómi eins og heillandi söngur í sál sinni. I>iegar eg sé ebki heima, þá sé þar hljótt og tómt. “Mér líður aldrei vel, nema eg heyri eða sjái til þín, “hvíslar hún stunducm í eyra mér. En Ása? Hún er nú gift kona. Eg veit að hún er skipbrotsmaður. Heim- ili liennar er sker, sem henni skolaði upp á. — Eii hver getur sakað öldurnar um verk þeirra? Og hver getur hrópað hefnd yf- jr tilfinningar mannanna? Þær bera einn í höfn, annan á blindsker. Þær ljúka upp Para- dís hamingjunnar fyrir þessum, loka henni fyr ir öðrum. — Ása er gift kona,— sem engan (lskar, af því að hjarta hennar brann í fyrsta eldinum, sem snerti það.” — Mér 'þykir vænt um ógróna jörð, — alt, sem á gróandann fram undan sér, og jafnvel nafns- ins vegna þótti mér vænt um þessar sögur .Tóns Björnssionar, áður en eg fékk ráðrúm tii að liesa þær. Sögurnar hafa allar ákveðinn boðskap að flytja, einhver hugðarmál, sem alla varðar. — Sumir rithöfundar leggja hart á sig við að þóknast fjöldanum, reyna að unga út einhverju, sem falli í kramið. — Jón Bjömsson er haf inn yfir slík óyndisúrræði, hann ber djúpa virðingu fyrir viðfangsefnum sínum, eins og sannfa'ringarhitinn, er söguraar einkennir, glöggvast leiðir í ljós, — Ógróin jörð, fæst hjá Hjálmari bóksala (iíislasyni, 506 Newton Ave., Elmwood, ’VYinni- peg, og kostar í bandi $3,75, en óbundin $2,75. E. P. J. ---------o-------- í ANNARA SPOR. eftir Edgar A. Guest. Eg nam af öðrum aðferð þá, > hve örðugleika sigra má. Því aðrir báru á undan mér það ok, er nú eg sjálfur ber. í mínum sporum margur grét,— frá marki þó ei vék um fet. Nú kallar á mig innri þörf að inna’ af hendi isömu störf. Jón Björnsson: ógróin jörð, 242 bls. 8 bl. brot. Útgefandi Þorsteinn Gíslason. Reykja- vík. 1920. Sögur þessar eru sjö talsins og beita: Þór- ólfur, Leikföngin, Forboðnir ávextir, Hún kem- ur seinna, Guðsdýrkun, Sól og Stjarna og Sökn- uður. — Ef einhver slæi fram þeirri staðhæfing að Jslendingar væru að eins Ijóðlistarþjóð, þá færi sá hvergi nærri með rétt mál. Þótt þjóðin sé ljóðelsk og tungan í sjálfu sér ljóð, þá er ís- lenzkau samt svo auðug og margbreytileg að Iivaða form skáldsfcapar sem er, lætur henni álíka vel. Jafn sólgnir í sögur og íslendingar hafa á öllum öldum verið, gat tæpast hjá því farið, að spámenn færu smátt og smátt að rísa upp með þjóðinni, er hneigðust að skáldsagna- gerð. Þeir eru líka hreint ekki orðnir svo fá- ir, skáldsagnahöfundamir, sem auðgað hafa bókmentir þjóðar vorrar síðustu áratugina. Má þar til nefna, auk þeirra frömuðanna, Jóns ’l’horoildsen, Gests Pálssonar og Einars Hjör- leifssonar Kvaran, þá séra Jónas Jónasson, Guðmund Magnússon (Jón Trausta), Þorgils Gjallanda, Sigurð Heiðdal, Halldór frá Laxa- nesi, Bened. Þ. Gröndal, Axel Thorsteinsson og síðast en ekki sízt Jón Björnsison, höfund að sögum þeim, er hér um ræðir. Persónulega er mér ókunnugt með öllu um höfundinn, að öðru leyti en því, að hann er Svarfdælingur að ætt, líklegast rétt um þrítugt og stundar blaðamensku í Reykjavík. Fyrir nokkruin árum las eg eftir hann eitthvað af laglegum kvæðum; eitt neglulega skáldlegt og vel ort, en það nefndist “Heljaydalsheiði” og birtist að mig minnir í blaðinu fsafold. Jón Björnsson hefir ritað mikið í blöð, síð- an er hann kom til Reykjavíkur, einkum þó um bókmentir og hefi eg lesið ritdóma hans með ó- segjanlegri ánægju. Sem ritdómari, er hann óvenju laus við öfgar, nærgætinn og viðkvæm- ur, þegar um nýgræðing er að ræða, en segir þó til syndanna með fullri einurð. — Það er örðugra að draga fram sýnishorn úr sögu en ljóðabók, enda alla jafna eðlilegast, að iesandinn sæti fyrstu áhrifunum beint frá skáldinu sjálfu, án nokkurs milligöngu- manns. Tilgangur minn með línum þessum er því að eins sá, að vekja athygli þjóðarbrots- ins vestra á ungum skáldsagnahöfundi, er Jón Björnsson nefnist og ritað hefir sögur þær, sem hann kallar ‘ ‘ Ógróin jörð ’ ’. Mér finst sögurn- ar, þótt þær sé fyrsta bók höfundarins, bera með sér svo augljós merki þroskaðs skálds að bókvinir ættu að taka þeim með fögnuði, og stuðla að útbreiðslu þeirra, sem mest. Sögur þessar eru allar vel ritaðar og skemtilegar aflestrar, þótt fram úr sikari að rninni hyggju “Guðsdýrknn” og “Sól og Stjarna.” Vonast eg til að enginn taki illa upp, cða missi nokkurs í við lestur bókarinnar á eftir, þótt og minnist lítillega á innihald þessara tveggja sagna og dragi fram nokkrar tilvitn- anir. Megindrættir efnis hinnar fymefndu sögu eru þessir: Höskuldur, kemur hljóður og al- varlegur frá messu í Fríkirkjunni; kyrð trúar- lotningarinnar hvílir yfir svip hans, en Gunnar ber að af Tjörninni, með leikgleðina glamp- andi í augunum. Hann hafði verið á skautum. Þeir verða samferða heim til hins síðamefnda. “Fer maður í kirkju til þess að verða sorgbit- inn?” spyr Gunnar félaga sinn. Hösikuldur svarar ekki beint spumingunni; en segir eftir nokkra bið. “Annar hvor okkar hlýtur að hafa blekt sjálfan sig í dag.” Það teygist úr samtal- inu: “Verður þá gnði ekki þjónað nema á einn liátt?” spurði Gunnar. “Er ekki hægt að finna til hans, nema að ganga í kirkju? Er ekki hægt að dýrka hann, nema með því að hlusta á sálmasöng og stólræður?” “ Jú, sjálf- sagt,” svaraði Höskuldur. “En mér finst efcki hugsanlegt að sálin finni til mikillar al- vöru, eða verði vör við mikilleika tilverannar við það að þeysa á skautuim með hugsunarlaus- nm bæjarlýð. En í alvörunni er sál vor næst guði.” Svo 'bætist þriðji maðurinn í hópinn, f Ilvanndal, prófessor við háskólann. Hann sér undir eins að þeim félögum hefir borið eitt- hvað á milli og hættir eigi fyr en þeir hafa sinn á hvorn hátt skriftað fyrir honum, ef svo mætti að orði kveða, — lýst út í æsar hugarástríðum sínum og skoðunum á lífinu. — “Leiðirnar er bara mísmunandi,” segir prófessorinn, “en liggja báðar að sama markinu. Annav nálægir Mér fanst eg gæti siglt minn sjá og sviftibyljum komist hjá,— að vílsins þungi, harmsins húm í hug mér aldrei fengi rúm. — Það sló mig svo, er sleip varð leið og slys við næsta fótmál beið, að enginn hefði um æfiveg slík ósköp reynt og sjálfur eg. Öll kvörtun þyngri kvöl mér bjó og kveinið út í geimnum dó! Þá mælti rödd í eyra inn: “Slíkt ok bar sérhver granni þinn, því aðrir grétu, er gladdist þú, þótt grátsins fiðla hljóð sé nú. — Menn sama vaskleiks vænta’ af þér, er vængmyrk sorg að dyrum ber.” En þetta löngu liðið er og lífið síðar kendi mér: Að tárabeiskja tómleikans, er tannfé sérhvers dauðlegs manns. Það sigldi enginn æfisjá, er öllum boðum stýrði hjá. Því vil eg sýna í sóknum enn hið sama þrek og aðrir menn. Einar P. Jónsson. tKennið Börnunum Yðar að Þekkja Gildi Peninganna. Byrjið sparisjóðsreikning fyrir sérhvert af börnum yðar. Heimtið af þeim að Ieggja eitthvað til síðu af vasapen- ingunum. Það mun komast í vana fyrir þeim og um leið kennir þeim að spara. ÞaS er útibú af þessum banka í nágrenninu og Sparisjóðsdeild í hverjum bonka. THE ROYAL BANK 0F CANADA Allareignir - - - - $598,000,0000 Að spara Smáar upphæðir lagöar inn í banka reglulega geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp- hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn. Bvrjlð nð leggja lnn í sparisjóð hjL THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, SELKIRK BRANCH, P. B. TUCKEK, Manager W. E. GORDON, Manager. Samymnuhreyfingin á Englaudi. Ameríkumenn eru farnir upp á sfðkastið, að veita hinum ýmsu samvinnufyrirtækjum á Englandi, meiri athygli, en við Ihefir gengist Canada, en landeignir þess á Eng- land nema a’ð minsta kosti 40,000 ekrum. Hinn feykilegi þroski samvinnu- félaganna hefir orðið stjórninni í vissum skilningu þyrnir í augum. pau eru enn undamþegin skattá- lögum, og hafa vitanlega meðfram TT , , ... vegna þess,iblómgast svona snögg- að undanförnu. Hafa ymsar til- Jega Eftir að stjórnin nú hefir raunir 4 sömu átt þegar venð gég hye umsetning þeirra er orSin reyndar víðsvegar um Bandankin mikil> blóðlangar ,hana í að láta þótt fæstar þeirra synist hafa nað ^au greiða 8Qmu slcatta og önnur tilgangi sínum enn sem komið y0rzlnnarfélög. En þeim var heit- er. Blaðið New York Journal of ið undamþágunni í byrjun, og þess Commerce, lætur nýlega þá skoð-^ vegna er hægra sagt en gjört að un d ljósi, að engu líkara sé enj homast ag þeim, án þess að brjóta samvinnutilraunir þrífist helzU á þeim lög. — hvergi annarstaðar en í þeim lönd- um, þar sem nauðsynin sjálf, hafi Ymsa erviðleika hefir félags- í fyrstu hrundið þeim af stokk-j skapur þessi átt, við að stríða, eins unum, með öðrum orðum, aðeins í °K Kefur að skilja og oft verið í þeirra eigin föðurlandi. I vandræðum með reiðupeninga. . i j- _ , i Meðfram vafalaust af þeirri á- A Englandi, er samvinna a verzl-, unarsviðinu líklegast komin á; hærra fullkomnunarstig, en_ með nakkurri annari þjóð á yfirstand- andi tímum. New York Journ- al of Commerce prentar eftirfylgj- andi upplýsingar um þetta efni, eftir tímaritinu Canadian Grocer: Samvinnufélögum þessum í verzlun, má skift í þrjár samstarf- andi deildir — smásölubúðir, heildsölu forðaibúr og verksmiðjur. Fjórar miljónir samneytenda, eiga til samans og starfræfcja tólf hundruð smásölubúðir og leggur hver einstaklingur í þær að minstá kosti eitt pund .--terling, en sú er lægsta hlutar- upplhæð. Enginn má eiga meira en 200 hluti í fyrirtækinu. Sam- band smásölubúðanna >á og starf- rækir sjö heildsölufélög, en verk- smiðjum, hundrað að tölu er svo aftur stjórnað af heildsölufélög- unum. Aðal-heildsölufélagið hefir hæki- stöð sína í Manchester og á þar fyrir skrifstofur og til vöru- geymslu sex stórbyggingar. Samvinnufélög iþessi töldu árið 1918 hér um bil fjórar miljónir hluthafa, en veltuféð nam $388,000- 000. Seldar vörur á árinu námu $1,250,000,000. í þjónustu sinni höfðu félögin það sama ár 160,000 verkamenn og hlupu laun þeirra upp á sjötíu miljónir dala. Svo miklum viðgangi hafa samvinnu- félög þessi tekið slðan fyrstu ó- friðarárin, að umsetning hefir að heita má tvöfaldast. Árið 1918 var hreinn ágóði félaganna $2,390- 000, minni en á árinu 1917 og var ástæðan sú, hve hráefni öll höfðu hækkað tilfinnanlega í verði og sömuleiðis verkalaun. pess er og vert að geta að margar lífsnauð- synjar voru seldar við svo lágu stæðu, að lögin ibanna hverjum hluthafa að eiga meira en 200 sterlings pund I hlutum, eða um 1000 dali. En lögin banna sam- vinnufélögum að afla sér fjár með því að selja veðskuldabréf, og þá leiðina 'hafa þau einmitt farið. Hefir beildsölufélagið selt á tveim síðustu árurn veðskuldábréf, er nema 36,450,000 dölum. Annar prándur í götu samvinnu- félaganna hefir verið sá, að fá hluthafa til að skilja, hve bráð- nauðsynlegt er að láta etfir í höndum framkvæmdarstjórnar- innar nægilegan hluta ársarðsins til starfrækslu fyrirtæikjanna í framtíðinni. Venjulegast, þegar þriggja mánaða gróðahlutdeildin féll í gjalddaga, kpmu hluthafar. verkamennirnir eða konur þeirra og vildu fá hana alía, já, líklegast einungis til að eyða henni og hafa “góðann tíma.” í þeim tilgangi að uppræta svona fásinnu hefir stjórn samvinnufélaganna stofn- að annan félagsskap, (cooperative Union) er hefir það eitt verkefni með hóndum að uppfræða hluthafa og skyldulið þeirra. Hefir sam- band þetta stofnað til kenslu, sem fram fer í ðllum smásölubúðum, og fengið auk tekna upp í barnaskól- um kenslu í frumatriðum samvinuu vísindanna. En núna fyrir fáum vikum hafa samvinnufélögin bresku veitt mikla fúlgu fjár til stofnunar íháskóla, sem kenna skal eingöngu samvinnu vísindi. 1 Frá Islandi. Dáin er 5. des. á Flögu í Skaft- ártungu frú Guðríður Pálsdóttir, ekkja sér Sveins Eiríkssonar í Ás- verði, að þær gerðu tæpast betur um, 75 ára gömul, móðir Páls (n borga starfrækslu kostnaðinn. Mentaskólakennara, Gísla sýslu- Heildsöludeild ein, þessa sam- vinnufélagsskapar, sem gerði, 437,400,000 dala umsetningu á ár- manns í Vík og þeirra sytkina. Kappglíma fór hér fram íðastl. usnnud. í Iðnaðarmannahúsinu, inu 1919, á nú og starfrækir 100 milli félaganna “Ármanns” úr framleiðslu stofnanir sem eru til Rvík og “Harðar” af Akranesi. samans 126,360,000 dala virði. Sjö menn glímdu úr hvoru félag- Stofnanir þessar framleiða, mat- inu. Hörður hafði 25 vinninga en vöru, vefnaðarvöru, tilbúinn fatn- Ármann 21. En glimumönnunum að, skófatnað, húsgögn, eldhús.s. voru gefnar einkunnir eftir hverja .... .* . , glimu, og samkvæmt þeim utreik- ahold og yfir hofuð að tala flestar Ármann 220 ^ þær nauðsynjar, sem nuhminn Hörður 208> og dómnefndin dæmdi krefst Árlega kaupir heildsölufélag Ármanni vinninginn. Húsfyllir var af áhorfendum og fylgdu þeir þetta Iönd, verksmiðjur og hafnar- glímunni með mestu athygli. Allir virki'fyrir þrjár til fimm miljón- glímumennirnir féll u nema einn: ír dala. The Cooperative Whole-: Hallgrímur Jónsson Sveinssonar sale Society starfrækir sinn eigin.prests á Akranesi, og stóð enginn, banka og nam viðskiftavelta hans' sem vtS hann glímdi, neitt að ráði árið 1919 freklega 500,000,000 í honum. sterlings pundum eða nálægt! Guðmundur Sigurjonsson sem . . , ..., .. , , I var alkunnur glímumaður hér fyr- tveimur biljonum og fimm hundr-i -r nokkrum árum> meðan glímurn. uð miljonum dala. J ar gtúðu meg metum blóma, er nú Félagið á einniig sextán terækt- hennari Ármannsfélagsins, og hef- unarsvæði( er taka yfir 16,000 ir mil{inn áhuga á að glæða liíf í ekrur lands, bæði í Indía og á Cey- glímunum að nýju, því ekki verð- lon. Hveitilönd mikil á félagið/ ur því neitað, að þeim hefir farið sömuleiðis; yfir 10,000 ekrur í. aftur hér slðari árin — Guðmund- I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.