Lögberg - 21.07.1921, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.07.1921, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sern verið getur. R E Y N IÐ Þ AÐ! TALSlMI: N6617 - WINNIPEG ef a. Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. Tals A7921 34 ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 21. JÚLÍ 1921 NUMER 29 FRÚ BJARNASON “Sælir eru þeir framliðnu, sem í Drotni eru dánir, þv'i verk þeirra fylgja þeim,” TIIA ERA sérhvers manns á jörðinni felnr í sér köll- un til nð starfa. Án starfs liefir lífið mishepnast. Iðjuleysi er dauði, iþótt í miðju lífinu væri. Líf sannkristins manns er aldrei tilgangslaust, en tilgang- urinn er ætíð, að einhverju leyti, ofinn saman við starfið. Er menn kyntust frú Láru, eins og hún var kölluð á fyrri árum, eða Mrs. Bjarnasori, eins og hún var nefnd síðari árin liér í Winnipeg, var Iþað eitt hið fyrsta, sem menn fengu vitneskju um viðvíkjandi henni, hvað hún var frábærlega starfsöm. Sístarfandi var ?iún frá því hún var barn, þangað til hún lagðist banaleguna. Jafn- vel í banalegunni sjlálfri, þó hún gæti' tæpast hreyft sig, var hún að skrifa bréf, auk þess sem hinn nærri óþreyt- andi andi hennar var sífelt að fást við ýms viðfangsefni þekkingar og nytsemdar. Fullu nafni hét liún Lára Miohaelína Guðjohnsen áður en hún giftist. Hún fæddist í Reykjavík 16. Maí 1842. ‘ ' Faðir hennar, Pétur Guðjohnsen, var óefað einn nierkasti maður Islands á sinni tíð. Sönglistinni, og þó sérstaklega kirkjusöngnum, helgaði hann krafta sína.' Hann var brautryðjandi þeirrar listar á íslandi. Að vísu er talað um, að söngur hafi verið kendur á íslandi frá því á tíð Jóns biskups Ögmundssonar á Hólum á 15. öld, og 19 sinnum mun “Grallarinn” hafa verið útgef- inn; en það er samt ekki um sönglist í nútíðar skiln- ingi að tala á Islandi fyr en með Pétri Guðjohnsen. 1 fátækt og fjarlægð frá nauðsynlegum bókasöfnum vann hann að iþví, Iþrátt fyrir miklar aðrar annir, að safna sálmalögum, rekja þau til uppruna síns og fá þau í sinni upprunalegu fögru mynd. Alt sitt verk vann hann af ást til listarinnar og í djúpri og einlægri kristilegri trú. Móðir Láru var Guðrún Sigríður, f. Knudsen. Var hún íslenzk í móðurætt, en föðurættin dönsk. Hún var frábærlega stjórnsöm kona, verulegur sómi stéttar sinnar. Hjónum þessum fæddust 15 börn, 4 sveinar og 11 mcyjar, og var Lara elzta barnið. Að slílcur hópur hafi ekki lifað við allsnægtir, þar sem laun húsföðursins voru aldrei há, gefur að skilja, en samtíðin kannaðist samt við það, að Guðjohnsens heimilið væri eitt hið allra bezta í Reykjavík. Þar ríkti atorka og sparsemi, sönglist og mentun, og þar voru skem'tilegar samræður margra gesta, og þar var kærleiksrík samúð allra, sem heimilið áttu. Þrátt fyrir fátæktina, voru kennarar fengnir á heimilið til að fræða börnin. AJf hópnum, sem þetta heimili átti, eru nú á lífi: Þórður kaupm. Guðjohnsen í Kaupmannahöfn, Marta, kona Indriða Einarssonar í Reykjavík, Giiðrún, ekkja séra Jens Pálssonar, í Reykjavík; Kirstín, ekkja séra Lárusar Halldórssonar, á Mos- felli í Grímsnesi; Anna, kona Þórðar læknis Thorddsens, í Reykjavík, og Kristjana, ekkja Halldórs Jónssonar, Reykjavík. Hingað vestur, til að setjast hér að, kom, auk' Mrs. Bjarnason, að eins Mrs. Magnea Hermann, kona H. Her- manns, nú dáin. í föðurgarði var Lára búin undir lífið á allan þann hátt, sem unt var. Hún fékk góða bóklega mentun, lærði vel að leika á ljóðfæri, og var vel að sér í hannyrðum og kunni, bæði fyrir tilsögn og æfingu, alt, sem laút að hús- störfúm. ITm tíma var hún austur á Eyraribakka til að kenna börnum Guðmundar kaupmanns Thorgrímsens söng og fleira, en heima átti hún ávalt í Reykjavík þangað til hún flutti vestur um haf. Hinn 15. dag nóvem'bermánaðar, 1870, gekk hún að eiga séra Jón Bjarnason, sem þá hafði verið prestur hér um bil árstíma, aðstoðarprestur hj'á föður sínum, séra Bjarna Sveinssyni, að Stafafelli í Lóni. Hann hafði þá lagt niður þann starfa, og varð heimilið þeirra í Reyk.javík fyrst um sinn, en atvinna hans kenslustarf. Eftir það er saga hennar ofin saman við sögu hans, þangað til vegir skildu fyrir fult og alt hér á jörðu. Skal hér því farið fljótt yfir sögu. Þau fluttu vestur um haf 1873, dvöldu örstutt í Mihvaukee, fóru til St. Louis, en þaðan eftir þriggja vikna dvöl til Decorah í Iowa-ríki, en þar voru þau næstu tvo vetur, hann sem kennari við IiUther College. Næsti verustaðurinn var Madison í Wisconsin-ríki, ]>á Chieago, og síðar Minneapolis. Þaðan fóru þau haustið 1877 til Nýja Islands og áttu þar heima til vorsins 1880. Með því hófst starf hennar fyrir Yestur-lslendinga. Frá fyrstu tíð hefir hún óefað verið manninum sínum sérstaklega mikil meðhjálp. Meðal annars ritaði hún ýmislegt í blaðið “Budstikken” meðan hann var ritstjóri þess blaðs, en aðal starf hennar, við hlið mannsins síns, byrjar í Nýja Islandi. Hún fór fótgangandi með honum fyrstu prédikunarferð hans, nýlenduna á enda. A þess- Eftir séra Rúnólf Marteinsson. - , :A;;; ~ . "■ ■ ' um árum hélt hún dagbók, þar sem hún ritaði um menn og viðfburði. Er bókin mjög merkileg heimild viðvíkj- andi lífinu í Nýja Islandi á þeirri tíð. Tvo vetur af þeim þremur, sem þau iijóián áttu heima í Nýja Islandi, hélt fni Lára uppi skóla fyrir öll þau börn, sem vildu koma, án þess þau borguðu nokkuð fyrir sig, og vann hún verk sitt endurgjaldslaust. Hún kendi þeim alt það •helzta, sem tilheyrir barnakólanámi. Skólann sóttu hvorn veturinn um 40 börn. Á margan annan hátt studdi 'hún kristindómsstarfið í Nýja Islandi. Næstu fjögur ár voru þau hjónin á Seyðisfirði á Is- landi, en árið 1884 fóru þau að nýju vestur um haf og settust að í Winnipeg. Þar var heimili hennar upp frá því til dauðadags. Bjuggu þau fyrst á Young stræti, þá nokkur ár að 190 Jemima St. (nú Elgin Ave.), síðar í húsi, sem þau létu íbyggja að 704 Ross Ave., og eftir nokkurra ára dvöl þar að 118 Emily St., þar sem hann andaðist 3. júní 1914. Öll þessi ár vann hún látlaust fyrir Fyrsta lúterska söfnuð og 'heimili sitt. Safnaðarfundi sótti hún Stöðugt og tók góðan þátt í öllum málum safnaðarins, eins og hún fylgdist með í öllu því, er snerti málefni kirkjunnar hvarvetna, sér- staklega hinnar lútersku kirkju. Frá blautu barnsbeini til hinnar síðustu stundar hafði hún ósvikinn áhuga fyr- ir því, sem laut að sannri velferð kirkjunnar. Þegar hún kom til Winnipeg, var til starfandi kven- félag. Hún gekk í það og var meðlimur um stund, en henni féll þar ekki, fanst tilgangurinn of þokukendur, eins og líka oft var tilfellið með félög, sem tslendingar hér vox-u að stofna framan af árum. Hún sagði sig því úr félaginu, en safnaði að sér nokkrum konum lir söfn- uðinum og myndaði með þeim kvenfélag Fvrsta lúterska safnaðar, sem enn starfar. Komu þær saman vikulega á víxl hjá félagskonum, til að sauma, til andlegrar upp- byggingar og til að ræða mál sín. Hiin gaf félagsskapn- um bæði snið og anda og var forseti hans og leiðtogi um margra ára skeið. Undir hennar leiðsögn og eins síðan hún lagði niður starfið, hefir félagið leyst af hendi frá- bærlega mikið verk söfnuðinum til aðstoðar, og ekki er víst unt að nefna nokkurn félagsskap annan meðal ís- Iendinga í Winnipeg, sem hefir átt jafnmiklum vin- sældum að fagna. Að undanteknum síðustu árunum, þegar kraftarnir voru bilaðir, starfaði hún stöðugt í sunnudagsskólanum. Hafði hún þar vanalegast hóp af eldri stúlkum til að kenna. Lagði hún frábæra rækt við iþað starf, bjó sig mjög vel undir kensluna, las bæði biblíuna og hjálparrit til leiðbeiningar í lexíunni, til þess hún gæti leyst starf sitt sem allra bezt af hendi. Henni féll verkið einkar vel og hafði gott lag á því að skýra hugsanir sínar öðrum, enda voru hugsanir hennar hreinar og ákveðnar. Auk þess sköpuðust fljótt vináttubönd, sem tengdu nemend- urna við hana, enda var hún þeim meira en tómur fræð- ari. TTún leitaðist við að vera þeim til leiðbeningar og aðstoðar á allan hátt eftir því sem henni var unt. Hún gjörði samt miklu meira fyrir sunnudagsskól- ann heldur en það eitt, að kenna og leiðbeina þeim sér- staka bóp, sem benni var falinn til umsjónar. Hún hafði undirbúið jólatrésamkomur norður á Gimli, og í Winni- peg var þá ekki síður ástæða til þess, en brátt komst sú tilhögun á, að aðskilja jálatréssamkomuna frá ársloka- hátíð sunnudagsskólans. Var það gjört með tilliti til þess, að með því móti fengist betra næði fyrir þessa há- tíð, og helzt þessi siður enn í Fyrsta lúterska söfnuði. Til undirbúnings þessum árslokasamkomum leysti Mrs. Bjarnason af hendi, ár eftir ár, eitt liið nytsamasta verk í söfnuðinum. Snemma á haustin byrjaði hún ætíð á siingæfingum til undirbúnings samkomunni. Voru þær a>tíð haldnar að sunnudagsskólanum loknum, auk þess sem hún æfði smærri flokka heima hjá sér. Að hæfum lögum leitaði hún í enskum, skandínaviskum og þýzkum hókum, auk þess sem liún notaði það íslenzka, sem til var. Hafði hún mjög mikið fyrir því að safna logum, finna texta við þau og skrifa þetta upp. Stundum fékk hún skáld til að yrkja eða þýða. Að öllu þessu fengnu æfði liún nemendurna með mjög mikilli vannvirkni. Til þess hafði hún auk góðs vilja, bæði þekkingu og góða söughæfileika. Hún hafði meðal annars frábærlega næmt söngeyra. Að þessu varð ekki einasta stórkostlegur gróði fyr- ir nemendurna og yndi fyrir söfnuðinn, heldur líka við- bót við það, sem Islendingar hafa til að syngja. Sjálf gaf hún út Laufblöð árið 1900 og árið 1912 var Söngbók Bandalaganna gefin út, sem var aðallega hennar verk. Þessi söngvasöfn stóðu í nánu sambandi við verk hennar í sunnudagsskólanum og samskonar verk í Bandalagi unga fólksins, eftir að það komst á fót. Sömu starfseinkennin komu fram í Bandalaginu, sama frábæra alúðin, samvizkusemin og ósérhlífnin. Auk söngsins sem hún studdi þar, leitaðist bún við á ýmsan annan hátt að fræða og skemta meðlimunum. Sérstakega þýddi hún ritgjörðir og las upp á fundum. Hún tók góðan þátt í umræðum á fundum, talaði ljóst og skipulega og lagði gott til mála. Það er nærri eins og auka-atriðí (mönnum fanst það víst eins og hér um bil sjálfsagt), að hún var organ- isti ár eftir ár bæði í sunnudagsskólanum og Bandalag- inu, og alt þetta verk leysti hún af hendi endurgjalds- laust. Auk þess veitti hún fjölda fólks tilsögn í söng, í þ\ú að leika á píanó og á gítar, og minsta kosti mest af því mun hafa verið endurgjaldsMtið. Mér er ekki kunnugt, hver átti fvrst hugmyndina um gamalmennabeimilið hér vestra, en hiin var því fvlgjandi frá allra fyrstu tíð, flutti það mál í kvenfélag- inu þar sem það átti upptök sín, tók mjög mikinn þátt í starfi nefndarinnar sem um tíma tók við málinu af kvenfélaginu og studdi það ávalt af alefli. Margur hefði mátt ætla, að kona, sem tók svona mikinn þátt í félagsmálum, hefði síður rækt skyklur sín- ar við heimilið. En “oft fer sá vilt er geta skal” mætti segja við hvern þann, sem slíkt dytti í hug. Það væri erfitt að hugsa sér konu, sem betur sinti heimili síjiíi en hún gjörði. Guð gaf henni sterka heilsu, og bæði er það, að hún þurfti mjög mikið á henni að halda, og eins hitt, að fáir hafa betur notað krafta sán^ til nytsemdar held- ur en liún. Á heimilinu vann hún stöðugt harða vinnu, og hún taldi ekkert nvtsamt verk sér ósamboðið. Hún leit eftir öllu, smáu og stóru, í sambandi við heimilið, hélt lnisinu ávalt hreinu og smekklegu, málaði og hreins- aði sjálf, sá um að ekkert færi til spillis. Úti og inni var allsstaðar jafn þrifalegt á heimilinu. Dálátinn kál- garð reyndi liún ætíð að hafa. Hafði hún bæði gaman af því og gagn fyrir heimilið. Öll innkaup í sambandi við heimílið hafði hún ætíð á hendi og hélt nákvæma reikn- inga yfir alt sem laut að fjárhagshliðinni. Hún var hag- sýn, sparsöm og stjórnsöm, enda þurfti á því að halda. Það er eitt af því dásamlega og undraverða við líf þeirra hjóna hér í Winnipeg, hve vel þeim tókst með fjármál sín. Að vísu urðu þau aldrei rík, en þau eign- uðust gott heimili og höfðu til hnífs ©g skeiðar. Þó voru launin ávalt lág. Þess utan gaf hann eftir stundum stórar upphæðir af launum sínum. Til byggingar nýju kirkjunnar gáfú þau hjónin einna mest allra. Til kirkju- félagsþarfa voru þau ætíð með liinum tillagamestu. Á- valt voru einhverjir bágstaddir, sem þau á einn eða annan hátt voru að hjálpa. Gestrisnin á heimilinu var stórkostleg. Fjöldi manns kom þar í ýmsum erindagjörðum, fundahöld og heimboð voru þar tíð. Þess utan skutu þau skjólshúsi yfir margt fólk, sem ýmiíslega stóð á með. Unglingar voru sendir þeim utan af landi til að útvega vinnu eða til að dvelja í bænum um stund í einhverjum sérstökum erindum. Félk var sent þeim heiman af Islandi til að greiða fyrir því fyrstu sporin hér í nýju landi. Heilsulítið fólk átti hjá þeim athvarf. Sá,*sem þetta ritar, átti hjá þeim heimili í fjögur ár til að ganga á skóla og á hann það þeim að þakka, að mentabrautin opnaðist fyrir honum. Með sanni verður sagt, að þau létu ekki sitt eftir liggja að Mkna og lið- sinna á allan þann hátt, sem þeim var unt, 'bæði á heimil- inu og utan þess, og þrátt fyrir alt þetta leið þeim þó furðu vel og átti hún ekki rnmstan þáttinn í því hve þeim fór hið fjárhagslega vel úr hendi. (framh. á 4. bls.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.