Lögberg - 21.07.1921, Blaðsíða 6
Bls. 6
LÖGBERGi jFIMTUDAGINN,
21. júlí, 1921.
PERCY
og
HARRIET
Eftir frú Georgia Sheldon.
Harriet og María urðu strax góðar viu-
vinstúlkur, og töluðu fjörlega saman, þangað
til lávarður Nelson kom til að sækja Maríu í
dans, sem hún hafði lofað honum fyr um kvöld-
ið.
Hann hafði ekki haft tækifæri til að finna
Harriet, fyr en hann var kyntur henni nú af
Bellu; en á sama augnabliki ug augu þeirra
mættust og hann þrýsti hendi hennar, fann,
hann, að hann gat ekki gifzt Helen Stewart. En
hann var sannfærður um, að hann gæti elskað
þessa ungu stúlku á þann hátt, sem honum væri
að eins mögulegt einu sinni á æfinni.
Þegar dansinum var iokið, fékk hann Har-
ríet til að koma með sér út í sólibyrgðið, svo
hann gæti talað við hana vitnalaust.
Harríet furðaði sig ekki á hrósi Bellu um
lávarðinn, því henni geðjaðist vel að honum.
Að Percy undans'kildum var hann sá eðallynd-
asti maður, sem hún hafði kynst.
“Ungfrú Gay”, sagði hann, meðan þau
stóðu og horfðu á tunglkomuna, “við erum að
safna hluttakendum í dálítilli iskemtiferð á
morgun. Það er til Purgatory, sem ferðinni er
heitið, yndislegur staður, hér um bil stundar
ferð héðan. Mig langar til að fá yður til að
vera með.”
“Því get eg naumast játað, lávarður,”
svaraði Harríet. “Eg verð að kenna ungfrú
Stewart frá níu ti’l tvö. Og við látum aldrei
neitt tefja skólanám okkar.”
“Þér eruð mjög samvizkusöm”, svaraði
lávarðurinn. “En ef eg gæti ifengið frú Stew-
art til að gefa Bellu frí þenna dag, viljið þér
Jm koma með okkur?”
“Þökk fyrir, það held eg ekki,” svaraði
Harríet ákveðin. “Bella er farin að fá áhuga
fyrir námi sínu, og henni gengur vel. Eg vil
helzt að engin truflun eigi sér stað við tilsögn-
ina nú sem istendur.”
“En í eitt einasta skifti getur það ekki
skaða valdið,” sagði hann.
Harríet leit til hans gletnislega og sagði
hlæjandi: “Ef mér skjátlar ekki, var það sam-
kvæmt yðar ráðleggingu, að auglýst var eftir
kennara handa Bellu. Þér eruð því sá síðasti,
sem vildi, samkvæmt mánu álii, tkoma mér til
að vanfækja s'kyldu mína við þessa litlu vin-
stúlku yðar. Nei, lávarður Hartwell, eg get
ekki tekið þátt í þessari ferð,” sagði hún svo
ákveðin,í að hann vissi að gagnlaust mundi
vera að biðja oftar.
“Eg ber virðingu fyrir yðar fasta vilja,
þegar um það er að gera, sem þér álítið rétt,
ungfrú Gay,” svaraði lávarður Nelson. “En
eg vildi í raun og veru, að bæði þér og Bella
fengið að sjá þenna fallega stað. Og það
býðst máske ekkert annað tækifæri. Viljið þér
verða mér samferða, ef við gætum farið að
skólatíma enduðum?”
“ Já, með leyi frú Stewarts, og iþökk fyrir
yðar vinsamlegu umhyggjusemi,” svaraði
Harriet og roðnaði.
Hann varð glaðari á svip og bros lék á
vörum hans, þegar hann tók eftir því.
“Eg skal tala við frú Stewart um þetta í
kvöld,” sagði hann. “En nú skulum við fara
inn og dansa þenna vals. Þá fæ eg nægilega
borgun fyrir mína ‘vingjarnlegu umhyggju-
semi’.”
“En lávarður Hartwell, eg er nýbúin að
dansa við yður,” sagði Harríet, hrædd við að
vekja eftirtekt með því, að dansa svo mikið
við hann. T'
“Það er alveg sama. Mig langar til að
dansa þenna vals við yður, svo skal eg ekki
oftar biðja yður að dansa við mig í kvöld,”
sagði hann.
Harríet hló glaðlega og svoraði: “Það
mun vera lítil ánægja fyrir yður með þessu
skilyrði, en fyrst þér setjið það sjálfur, þá er
það yðar eigin sök.”
“Þykir yður ekki gaman að dansa, ungfrú
Gay?” spurði hann.
“Jú, það þyMr mér, ef eg hefi lipran og
viðfeldinn dansmann.”
“Er—er eg iipur og viðfeldinn dansmað-
ur, ungfrú Harríet?” spurði hann ákafur.
Harríet leit glaðlega til hans. “Þér eruð
líklega að sækjast eftir lofsorðum mínum,”
sagði hún gletin.
“Svarið 'spurningunni samt sem áður,”
bað hann.
“Eg hefi aldrei fyr átt jafn góðan dans-
mann,” svaraði hún.
“Þökk fyrir,” sagði lávarðurinn, “eg skal
muna þetta seinna, þegar mér veitist sú ánægja
að bjóða vður í dans, og minna yður á þetta.”
Harríet áleit, að hann segði þetta af
spaugi, en samt þótti henni vænt um, að jafn-
hátt standandi mentamaður, veitti henni at-
hygli.
“Lít þú á hana, mamma,” hvíslaði Helen.
“Hún hefir nú dansað þrjá dansa við lávarð
Nelson — tvo í röð. Það lítur út fyrir að
kennarinn þinn skyggi á alla aðra.”
Bros lék um varir Hetenar, svo allir aðrir,
sem sáu hana, hefði álitið, að hún hefði yndi
af að horfa á þau, sem dönsuðu.
A,ð eins móðir hennar vissi, að hugur
hennar var fullur af öfund og afbrýði, og að
hún fyrirgaf þeim aldrei, sem náðu meira á-
liti á 'samkomum en hún.
■“Þú mátt enga áherzlu 'leggja á þetta,
Helen,” sagði móðirin alúðlega. “Lávarður
NeLson reynir alt af að skemta öðrum mann-
eskjum, svo þeim líði vel. Hann hefir más'ke
álitið, að fáir myndu ibjóða henni í dans.”
“Þannig þurfti hann ekki að hugsa,‘’ svar-
aði Helen með háðslegjum hlátri. “Það er
eklki einn einasti ungur maður 1 salnum, sem
ekki hefir reynt að fáa hana til að dansa við
sig. Hér eftir held eg, að skóllastofan sé hent-
ugasta pláss fyrir hana, mamma.”
“En, Helen, eg get ekki verið óvinsamleg;
ef samvistavinir miínir foiðja mig um að taka
hana með mér á samkomur, hvemig get eg þá
neitað því?” spurði frú Stewart.
“Nei, ef þú vílt halda kennara fólki ti'l
skemtunar, eru lí'klega engin lög í landinu, sem
banna það. Þlökk fyrir, hr. Harwood, eg er fús
til að dansa þennan dans við yður, eg hefi hvílt
mig nóg.”
Svo gekk hún burt með Gharles Horwood.
Þegar lávarður Nelson morguninn næsta
spurði frú Stewart, hvort Bella og Harriet
mættu taka þátt í skemtierðinni, svaraði hún
“nei”, og bætti því við, að skólatíminn væri til
klukkan tvö á hverjum degi.
Láverðurinn hneigði sig að ems þegjandi.
En daginn eftir kom hann til ftú Stewart með
þá beiðni frá ömmu sinni, að hún vildi leyfa
ungu stúlkunum að fara með sér til Purgatory
síðari hluta dagsins. Hún áleit sig ekki nógu
hrausta til að vera þar allan daginn, en vill
fara þangað eftir hádegisverð, ef hún gæti
fengið einhvem til að vera með sér. Annars
ætlaði hún að vera heima. Hún skyldi þá sækja
ungu 3túlkumar fimtán miínútur eftir tvö, í
vagninum sínum, ef frií Stewart vildi veita
lejdð.
Frú Stewart sá enga ástæðu til að neita
þessu, iþó ihún vildi helzt að Harriet yrði ekki
með. Hún vissi, að Helenu mundi ekki líka
það.
Bella og Harret vora glaðar yfir því, að
mega vera með í ferðinni. En Harríet krafð-
ist þess, að Bella lærði námsgreinar sínar vel,
og æfingin við píanóið yrði líka góð.
“Mamma hefir leyft mér að vera með, og
mig langar til þess, þó eg hafi ekki lært lexí-
uraar mínar eins vel og eg er vön”, sagði
Bella.
Harriet leit til hennar sviþhnuggin, en
sagði róleg: “Já, þú getur eflaust tekið þátt
í þessari skemtun, án tillits til þess, hvort þú
hefir framkvæmt starf þitt eins og vera ber.”
“Átt þú við með þessu, að þú ætlir að vera
heima, ef eg læri ekki lexíumar mínar vel?”
spurði Bella mikillát.
‘ ‘ Eg ætla ekki að koma með neiar hótanir,
kæra Bella,” svaraði Harriet róleg. “En mér
líkar ekki að hvetja þig til að taka þátt í neinni
skemtun, sem ekki má njóta með góðri sam-
vizku.”
“Eins og mínar yfirsjónir snerti nokkuð
samvizku þína,” svaraði Bella og roðnaði af
sneypu.
“En eg get samt ekki samþykt þetta. Eg
get ekki tekið þátt í neinni skemtun með þér,
Bella, nema þú lofir að framkvæma skyldu
þína eins vel þann dag og aðra daga,” sagði
Harriet rólega.
Á næsta augnabliki knéféll Bella fyrir
framan hana, og lvfti iðrandi andlitinu upp
til sinnar elskuðu félagssystur og kennara.
“Ó, þú góða, og elskuverða Harriet,”
sagði hún. “Eg gæti ekki skemt mér hið allra
minsta án þín, og eg skal vera svo lipur og
iðin, að þú hafir aldrei séð mig eins. Þú skalt
fá ástæðu til að vera glöð yfir nemanda þínum
í dag — bíð þú bara endans.”
Og þessi góðlynda, kappgjama stúlka,
efndi orð sín.
18. Kapituli.
Vagn hertgainnunnar nam staðar við
dymar klukkan tvö og fimtán mínútur, og
fann ungu stúlkurnar bíðandi eftir sér.
Þegar hertogainnunni varð litið á þær
varð hún mjög gflöð.
“Eg er hraxld um, að ykkur leiðist að
verða samferða jafn gamalli konu og mér,”
sagði hún og rétti þeim hendur sínar um leið
og þær stigu upp í vagninn.
“Nei, a'lls ekki,” svaraði Bella glaðlega,
laut niður og kysti kinn gömlu konunnar.
“Engum getur leiðst hjá yður. ^ Það er ekki
oft, sem manni veitist sú ánægja, að vera með
fallegustu gömlu konunni í heiminum.”
‘ ‘ ó, þegiðu, litla vina mín. Eg er nú kom-
in yfir þann aldur, er fólk virðir smjaður
no'kkurs,” svaraði hénnar hátign brosandi.
En samt leit út fyrir, að henni líkaði hrósið og
ástar atlotin.
“Eg held nú raunar, að eg sé eins glöð, ef
ekki glaðari, að vera saman með ungum manh-
es'kjum nú og nokkru sinni áður. Segið mér
nú, ungfrú Gay, hvernig yður gengur að
fræða þessa ótömdu ungu stúlku.”
“Hún er stilt og gætin, þegar hún er hjá
mér, frú,” svaraði Harríet.
“Nei, það er eg ekki,” isagði BeDa, hálft í
spaugi og hálft í alvöru, “Það er ékki lengra
síðan en í morgun, að eg hagaði mér illa gagn-
vart henni. En ef mamma vill lofa henni að
vera nægilega lengi hér, held eg næstum að
það endi með því, að hún breyti mér í engil. ”
Þegar þær bomu til Purgatory, sem er
mjög fallegur staður, þrátt fyrir hina djúpu
gjá, sem orsakast hafði af jarðskjélfta, er reif
afar stóran klett í tvo stóra mola — kom lá-
varður Nelson, sem hafði staðið og skimað
eftir komu þeirra, til þess að hjálpa þeim ofan
úr vgnnum.
Unga fólkið, sem um morguninn fór til
þessa staðar, var næstum búið að neyta há-
degisverðar. En hann fylgdi hertogainnunni
að góðu sæti, og 'bauð þeim nú ágætar matar-
tegundir, sem þær höfðu tekið með sér.
Oharles Harwood og einn eða tveir aðrir,
sem höfðu kynst ungu stúlkunum kvöldið áður,
keptu um að hjálpa þeim.
Hinar fmmlegu athugsemdir og hiklausa
aðfinsla Bellu, skemti þeim, og hin göfugu og
gáfulegu orð Harriet, töfruðu þá.
“Þér hafið reglulega hirð hér, ungfrú Gay!
Má eg spyrja um hvað þið talið, sem hrífur
ykkur svo mikið?”
Það var Helen Stewart, sem sagði þetta
undur alúðlega.
Þrátt fyrir brosið og vingjamlegu rödd-
ina, vissi Harriet, að hún var sinn bitrasti ó-
vinur.
„Kökur, jarðber og rjómi er sem stendur
áhugamesta efni, sem mér finst við þurfum
að ræða um, Helen,” sagði Bella.
“Einmitt það! Og eg sem ímyndaði mér,
að það hlytu að falla ósviknar perlur og gim-
steinar ifrá vörum ungfrú Gays, fyrst að allir
hlustuðu á hana með svo mikilli atliygli,”
svaraði Helen hlæjandi.
En Harriet sárnaði háðsyrði hennar afar
mikið.
Samt lét hún það ekki í Ijós; hvorki með
orðum né svipbrigðum. Hún rétti tóma diskinn
sinn að Nelson lávarði og spurði rólega:
“Hafið þér komið ofan í gjána, ungfrú Stew-
art? Mér hefnr verið sagt, að það væri mjög
ógeðslegur staður.”
“Já, eg hefi komið þar. Og þar er eins
ömurlegt og í gröf,” svaraði Helen kuldalega
og ypti öxlum.
“Heyrðu, Harwood,” sagði Nelson, “við
verðum að bjóða þessum ungu stúlkum hjálp
okkar. Ef þú vilt taka að þér ungfrú Bellu,
þá skal eg hugsa um ungfrú Gay. Má eg biðja
yður að annast um hertogannuna, ungfrú
Stewart!” sagði hann við Helenu.
Hún brosti og kinkaði koDi samþykkjandi.
En augnatillitið, isem hún sendi Harriet, þeg-
ar hún tók arm unga láarðarins, sýndi, að hún
hafði minni sjálfstjórn þenna dag, en vant var.
Þessar fjórar ungu persónur lögðu nú af
stað í rannsóknarferð sína. Þeim leið ágæt-
lega, því bæði Bella og Harríet vom mjög kát-
ar g komu aftur með blóm og ilmandi viltar
rósir.
Helen sá strax, að Nelson hafði dálítinn
blómsveig í hnappagatinu á treyju sinni, og
grunaði hvaða hendi hafði látið hana þar—en
það bætti ekki skap hennar.
Harriet var yfirburða glöð, þegar hún
bom atur, svo hertogainnan sagði: “En hvað
þér getið skemt yður vel, góða barn. Ef and-
lit yðar er spegill innri persónunnar, þá hlýt-
Ur þar að vera stór uppspretta gleði og á-
nægju!”
“Andlit lá'varðar Nelsons lítur Mka út eins
og spegill Iþetta augnaiblik,” sagði Helen með
þeim raddhreim, sem að eins heríogainnan
skildi.
Gamla konan leit skjótlega til hans, og að-
dáandi augnatilliti, sem hann >sendi Harriet, sá
hún glögt.
Henni varð bilt við og alvörusvip brá á
andlit hennar.
Loks sagði hún við Nelson: “Eg held að
bezt sé yrir okkur, að halda nú heim á leið. Eg
vil helzt komast heim, áður en döggin fellur.”
“Nær sem þér þóknast,” svaraði hann,
“Á eg að segja ökumanni að láta hestana fyrir
vagninn?”
“Já,” svaraði hún.
Tíu mínútum síðar var vagninn ferðbú-
inn
Hann leiddi hana að vagninum og bjó vel
um hana í honum, svo hjálpaði hann Harriet
og Bellu upp í hhnn. Hitt fólkið hafði komið
þangað ríðandi, og*nú voru hestar þess leidd-
ir fram.
Helen hafði fylgt hertogainnunni að vagn-
inum, og stóð við hhð hans á meðan Nelson
breiddi vagndúkinn yfir kné þeirra.
Hún leit vel út, þar sem hún stóð með
svipuna í vinstri hendi.
Um leið og vagninn átti að fara, vék hún
til hliðar. Um leið og hún gerði það, varð
annar fótur hennar flæktur í síða reiðkjólnum
hennar, svo hún datt um koll.
Lávarður Nelson hljóp til hennar og lyfti
henni upp. Undir henni lá fallega svipan
brotin, og annar endi handtaksins var blóð-
ugur.
“Þér hafið meitt yður,” sagði Nelson
hnugginn.
“Já—dálítið. Eg hefi sárar tilfinningar
í handleggnum, ” svaraði hún náföl en reyndi
að brosa. Á næsta augnabliki reikaði hún, eins
og yfir hana ætlaði að líða.
“Henni blæðir. Ermin hennar er gagn-
drepa af blóði!” sagði Harriet, sem hafði
stokkið niður úr vagninum.
Það var líka tilfellið, blóðið rann niður
hendi hennar.
Svipan hafði brotnað, þegar hún datt, og
einn af hvössu broddunum hafði sært hana í
handlegginn.
“Lánið þið mér hníf, einhver ykkar, ’ ’
sagði Harriet.
Tveir eða þrír hnífar voru réttir að henni.
Hún tók einn þeirra og iskar opna ermi Hel-
enar. Úr sári ofan yfir slagæðinni streymdi
blóðið.
Harriet hafðí blátt belti um mittið. Hún
mundi að Percy hafði sagt henni hvernig ætti
að stöðva blóðrás. 1
“H^álpið mér lávarður Nelson,” sagði
hún um leið og hún tók beltið af sér. “Haldið
þér í þennan enda þannig, á meðan eg bind um
handlegginn. ”
i • v* timbur, fjalviður af öllum
3.Í vGrUDirgOir tegundum, geirettur og al«-
konar aðrii strikaðir tiglar, hurðn og gluggar.
Koinið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empíre Sash & Door Co.
-------------- Limitad---
HENKV AVb. bAST - WINNIPEG
Eftirspurn eftir æfðum mönnum.
Menn, sem vita. Menn, sem framkvæma. Aldrei áður hefir
verið slik eftirspurn eftir sérfræðingum.
Aðferðir vorar eru Practical Shop Methods að eins, og spara
•hinn Ianga tíma, sem oflt gengur ekki í annað en lítilsverðan
undirbúning; hjá oss læra menn svo fljótt, að þeir fá sama sem
undir eins gott kaup. Vér kennum yður að eins praktiskar að-
ferðir, svo þér getið byrjað fyrir yðar eigin reikning nær sem er.
Merkið X við reitinn framan við þá iðngreinina, sem þér eruð
bezt fallinn fyrir og munum vér >á senda yður skrá vora og
iýsingu á skólanum.
Vér bjóðum yður að koma og skoða
GARBUTT MOTOR SCHOOL, LIMITED
Room 3, Calgary — Alberta
Motor Mechanics | | Tractor Mechanic3
Oxy Welding | | Vulcanizing
Battery | | Car Owners
Ignition, Starting and Lighting
Regular Course | | Short Cóurse
.1 I____I
Hún gerði eins og hún bað hann, tók ann-
ari hendinni um _mitti Helenar, til þess að
styðja hana, en hélt í bandið með hinni.
Harriet batt beltið fast fyrir ofan sárið
yfir lífæðinni.
“Það orsákar mér sárinda, nngfrú Gay,”
sagði Helen önug.
“Eg er neydd til að binda það þannig,
ungfrú Stewart,” sgði Harriet. “Það kemur
í veg fyrir, að yðnr blæði til ólífis, þangað til
þér fáið læknishjálp. Nú skal eg binda vasa-
klútnum mínum um sárið. Og, lávarður Nel-
son, hún verður undir eins að aka af stað, til
þes« að fá læknir til að líta eftir því.”
“Já, auðvitað,” svaraði hertogainan, sem
tekið hafði ýel etir öllu, sem fram fór, en varð
svo hrædd við að sjá 'blóðið, að hún gat enga
hjálp veitt. “Setjið þið hana hérna við hlið-
ina á mér — svo skulum við aka beina leið til
Sir Henry Harwood. Við verðum vonndi svo
heppin, að finna hann heima í 'kvöld.”
Nelson lávarður hjálpaði benni upp í
vagninn með nærgætni og bjó vel nm hana.
Hún var mjög föl af blóðmissinum.
“Þolið þér að aka hart, góða vina mín?”
spurði hertogainnan.
“jlá, þvi harðara, því betra,” -svaraði Hel-
en, sem vildi losna við umbúðirnar, er ollu
henni sársauka.
Þegar þau komu að húsi Sir Henry’s, sté
hann ofan úr sínnm eigin vagni, sem hann
kom í frá stöðinni. Með honum var annar
maÖur, sem Harriet þekti, og varð mjög
glöð við að sjá.
“Percy!” hvíslaði hún. “Hvernig stendur
á komu þinni hingað?”
Sir Henry gekk nú að vagni þeirra til að
vita um erindiÖ. Og þegar bann ifókk að vita
hvað skeð hafði, sagði hann rólegur: “Þér
hafið aftur orðið fyrir óhappi, unga stúlka,
en þetta sár grær von ibráðara.”
Hann hjálpaði henni inn í húsið og kom
henni fyrir á legubekk í dagstofunni, og fór svo
að skoÖa sár hennar.
“Heyrið þér, iMoxton!” kallaði hann,
“viljið þér gera svo vel og hjálpa mér héraa?”
Á næstu sekúndu kom Percy inn í stofuna/.
Hann brosti og kinkaði kolli til Harriet, en
hafði ekki tíma til að tala við hana, því rödd
Sir Henrys sagði honum, að hann þyrfti
hjálpar strax.
Sárið var ekki hættulegt. En það hefði
orðið það, ef Harriet hefði ekki ,svo fljótt og
vel sint því.
Percy varð glaður og hreykinn, þegar her-
togainnan lýsti snarræði hennar og hvernig
hún batt um sárið.
“Það grær bráðum,” sagði Sir Henry.
“Blóð yðar er ungt og hreint, svo það flýtir
fyrir •hatanum. En þér (eigið þessari nngu
stúlku mikið að þakka, því án umbúðanna, sem
hún lagði istrax á handlegg yðar, hefðuð þér
nanmast lifað. Þér reuð reglulegur skurð-
læknir, mín góða nngfrú,” sagði hann og leit /
þangað sem Harríet hafði staÖiÖ.
“En hvað er orðið af henni?” sagði hann
undrandi. Hún hafði nefnilega læðst út.
Litlu seinna fann Percy hana í sólbyrginu.
Hún var þreytulega rauð í kinnum, og bláu
augun með kvíðandi svip. *
Hertogainnan og frú Stewart voru uppi á
lofti hjá Helenu, sem læknirinn hafði sagt að
yrði að vera þar róleg næstu nótt.
Og Sir Henry var á skrifstofunni sinni og
bjó til 'svefndíuift handa sjúklingi sínum. * Þau
höfðu því næði til að vare saman, án þess nokk-
ur tæki eftir þeim.