Lögberg - 21.07.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.07.1921, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBEBG, FJMTUDAGINN, 21. júlí, 1921. Jögbxrg Gefið út hvem Fimtudag af Tbe Col- nmbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. Talsimari N-6327^oé N-6328 Jón J. Bíldfell, Editor Utanáskrift tíl blaSsins: THE COLUMBIA PRESS, Itd., Box 317*. Winnlpeg. Haq. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnnlpeg, M«n- The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press. Limtted. in the Columbia Block, 863 to 867 Sherbrooke Street. Wlnnipeg, Manltoba. Til kaupenda Lögbergs. Velvirðingar biðjum vér alla lesendur Ixigbergs á því, að blaðið hefir ekki getað kom- ið út nú í tvær vikur, og valda því forföll, sem vér gátum ekki ráðið við. 30. júní síðastl. skall hér á verkfall í flest- um prentsmiðjum bæjarins, út af 'því, að prentsmiðju eigendur sáu sér ekki fært að gjalda kaup það, sem verið hefir, $44 um vik- una fyrir 44 stunda vinnu á viku. 1 öðru lagi höfðu prentarar og aðrir, sem við prentverk eru riðnir, unnið 48 stundir á viku iþar til 1. maí 1921, er vinnutíminn var styttur um 4 stundir á viku, eða ofan í 44 stund- ir á viku. En sá samningur var ekki bindandi fyrir hlutaðeigendur nema til 1. ‘þ.m. Þegar nýjan samning Iþurfti að gjöra á milli prent- smiðjueigenda og verkamannafélaga þeirra, sem menn þeir, er fyrir þé vinna, eru í. Þegar að því kom að gjöra þennan samn- ing, neituðu prentsmiðju eigendur að semja aftur upp á 44 stunda vinnu á viku. Sögðu, að framtíð prentiðnaðarins væri undir iþví kom- in, að niðurfærsla á verði á prentverki héldist í höndur við niðurfærslu á öðrum nauðsynja- vörum manna. En með háu kaupi og stuttum vinnutíma væri það ómögulegt, en fóru fram á, að prentarar færu aftur að vinna 48 stundir á viku og að kaupið yrði fært eitthvað niður. Verkamanna félögin neituðu með öllu að verða við þeim tilmælum, að vinnutíminn yrði aftur færður upp í 48 stundir á viku, en voru ekki ó- fúsir á að tala um eiuihverja niðurfærslu á kaupi ef þess væri bráð þörf. Áiþessu tímaspursmáli strandaði, svo að fólk í flestum prentsmiðjum í Winnipeg — öllum þeim, sem prentarafélagsmenn unnu í—, hættu að vinna 30. júní, og hafa 'þær^flestar verið að- gjörðalausar síðan. Nokkrar verksmiðjur héldu áfram að vinna. Sumar (þeirra eru smáar, þar sem eig- endur vinna með skylduliði sínu og hafa enga prentarafélagsmenn í þjónustu sinni. En aðr- ar (að eins þrjár) héldu áfram að vinna undir sömu kringumstæðum og áður, með 'þeim fyrir- vara samt, að kaup og sami vinnutími skyldi vera ráðandi frá 1. júlí og að samkomulagi yrði á milli prentara og verksmiðjueigenda yfirleitt. Columbia Press var ein af þeim prent- smiðjum, sem varð að hætta vinnu alveg, því að allir, sem hjá því félagi vinna, eru tilheyrandi félögum 'þeim, sem standa á bak við hinar ýmsu greinar prentveidtsins. Félagið gat ekki komist að samningum við prentarafélögin um að lofa prenturunum að halda áfram vinnu með því að vinnaí 48 stund- ir á vikum, vildum ekki semja við verkamanna- félögin fyrir annað ár um 44 stunda vinnu á viku, og gátum ekki farið fram á við verkafólk vort, að brjóta skuldbindingar sínar við félögin og sambönd, með Iþví að halda áfram að vinna í trássi við iþau, þó Iþess hefði verið kostur. Afleiðingarnar eru þær, að prentsmiðja vor hefir því verið lokuð í tvær vikur. En nú er svo komið að vér, með fullri vitund prentsmiðjueigenda félagsins, urðum að semja við vinnufólk vort um að taka aftur til vinnu á þeim grundvelli, að Iþað vinni fyrir sama kaupi og áður, en sé háð þeim samning- um, sem gerðir verða bæði að Iþví er snertir vinnutíma og kaupgjald. Orsakirnar til 'þess að vér urðum að gjöra þetta, Iþrátt fyrir iþað, að vér álítum kröfu prentsmiðjueigendanna um 48 stunda vinnu á viku, sanngjarna, voru aðallega tvær. Fyrst, skuldbinding Oolumbia Press félagsins um að ljúka við prentverk, sem var óklárað í prent- smiðunni, þegar verkfallið hófst, á vissum tíma samkvæmt samningi, og sem með engu móti gat beðið. Annað, að halda samninga vora við kaup- endur Lögbergs, að svo miklu leyti, sem í voru valdi stóð. Vér álitum. skyldu vora, að skýra lesendum Jjögbergs frá þessum ástæðum og með því gjöra þeim ljóst, hvers vegna að blaðið hefir ekki getað komið út undanfarandi. Frá frændum vorum, Norð- mönnum. Fyrir nokkru síðan mintumst vér á komu Prófessors Veswig (hingað til borgarinnar. Erindi það er hann flutti um Martein Lúter og heiðurs viðurkenningu þá, er hann flutti presti Fyrsta lút. safnaðarins í Winnipeg, séra Bimi B. Jónssyni, frá prestaskóla norsku kirkjunnar í St. Paul. Áður en prófessor Veswig fór aftur frá Winnipeg, var honum haldið samsæti í Rojral Alexandra hótelinu hér í bænum, og við það tækifæri flutti prófessorinn ræðu um á- stand og afkomu Norsku kirkjunnar í Banda- ríkjunum. Talaði hann þar um mentamálin og gat iþess, að mentastofnanir hinnar Sameinuðu norsku kirkju innan Bandaríkjanna, kostuðu árlega meira en $300,000. Hinn vaxandi fjöldi þeirra námsmanna við þær stofnanir, er væru að búa sig undir hinar ógeistlegu stöður lífsins, og henti á, að þeim, sem væru að búa sig undir prestsstöðuna við þær, færi fækkandi með ári hverju. Vel leizt honum á samvinnusamband norsk- Jútersku kirkjunnar í Bandaríkjunum, sagði þó að þar kendi margra grasa að því er skoðanir manna á ýmsum spursmálum kirkjustarfsem- inni viðvíkjandi. 1 sambandinu sagði hann að væri að finna hina áköfustu sérkreddumenn, og eins iþá, sem tauminn vildu láta sem lausastan í þeim efnum, og sagðist (hann vona, þótt dálítill árekstur kynni að verða af og til, að þá mundi stefnumunur og meiningamunur jafna sig og gott eitt af hljótast. Um tungumála spursmálið á meðal Norð- inanna í Bandaríkjunum var Prófessor Veswig all fjölorður. Kvað hann Norðmenn hafa verið fastheldna við mál feðra sinna. “í áttatíu og tvö ár hefir norskan verið prédikunarmál í kirkjum Norðmanna í Bandaríkjunum. En nú eru menn komnir að raun um, að helzt til lítinn gaum hafi þeir gefið hinni uppvaxandi kjmslóð í því efni,” sagði prófessorinn. Hann tók fram, að sjálfur hefði hann bent á hættuna, sem af því stafaði fyrir hina kirkju- Jegu starfsemi, að halda norskunni of fast að fólki því, sem hér væri alið upp og sem ætti enskuna sem sitt móðurmál, og hefði hann þá verið nefndur öfgamaður í þeim efnum. En nú væri það samt komið á daginn, að óhjá- kvæmilegt væri, að prestar væru jafnvígir á bæði málin í öllum söfnuðum kirkjufélaga þeirra. ------o----- Less er getið sem gert er. A þinghúsvellinum í Winnipeg, Manitoba, er búið að reisa minnisvarða af Jóni Sigurðs- syni, stjórnmálamanninum íslenzka, sem varði lífi sínu og kröftum til þess að vinna ættlandi sínu — eyjunni fornu og frægu, Islandi — sjálf- stæði og sjálfstjórn. íslendingar, búsettir í Amerílru gáfu fylkinu minnisvarðann. Annar slíkur minnisvarði af Jóni Sigurðssyni hefir verið reistur í Reykjavík, höfuðstað íslands. Islendingar voru með þeim fyrstu af Norð- urlandalþjóðum, er fluttu til Canda og eiga nú ekki all-lítinn þátt í menningar framförum Manitoba fylkis, þar sem þeir eru fjölmennast- ir, og á löggjafarþingi fylkisins eiga sæti menn úr þeirra hópi. Þeir auðsjáanlega kunna að meðtaka og inna af hendi borgaralegar skyldur í sínu nýja kjörlandi, án þess að gleyma eða fótum troða það sem nýtilegt er í feðrarfi þeirra.—Montreal Gazette, 20. júní 1921. --------o------- Frú Lára Bjarnason. Framh. frá 1. bls. Guð gaf þeim hjónum ekki börn, en þrjú börn fóstruðu þau, sem lifa: Theódóra Hermann, hjúkrunarkona í W.peg; Friðrik Bjarnason, verzlunarmaður í Winni- peg, og Helga Egilsson, að Lög'berg, Sask. — í^leiri börn tóku þ^i til fósturs, en mistu þau ung. Sönn móðir reyndist hún þessum börn- um. Ástríki veitti hún þeim svo að engin móð- ir getur gjört það betur, en hún veitti þeim líka það, sem hver móðir á að gjöra fyrir börnin sín: skynsamlegt uppeldi, kendi þeim að hlýða og vinna, veitti þeim öll tækifæri til mentunar, bæði á heimilinu og í skólum, hafði til að bera ibæði lipurð og festu eftir þörfum og leitaðist við á allan hátt að veita þeim veganesti kristi- legrar hugsunar og breytni. Ekkert er þó, ef til vill, í fari hennar, sem eg dáist eins mikið að eins og það, hvernig hún var eiginmanni sínum. Eg hefi ávalt litið svo á, og það álit er enn óbreytt, að engin kona geti verið betri manninum sínum en hún var honum. Allar gáfur sínar og þekkingu notaði hún af fúsum vilja til að styðja hann og starf hans. Á allan hátt leitaðist hún við að skilja hann, jafnvel instu tilfinningar hjarta hans, til þess hún gæti veitt honum þá hjálp, sem hann þurfti sérstaklega með á hverju sviði. Hún veitti honum nákvæma umhyggju ekki ein- ungis í hinum miklu veikindum hans, sem var svo þungur kross á þeim báðum, heldur ávalt og í öllum hlutum, og oft dáðist eg að þeirri miklu stillingu, sem hún hafði til að bera gagn- vart honum. Menn furðaði á því þreki, sem kom fram hjá henni, þegar vinurinn hennar kvaddi; en það var ekkert óskiljanlegt, því hún var ávalt þrekmikil. Hún hafði styrk bæðj í því eðli, sem Guð hafði gefið henni, og eins í einlægri krist- inni trú. Hún var ekki eins og jurt, sem stend- ur eingöngu vegna þess hún hallast upp að ann- ari. Hún bafði gefið honum alt, en í gjöfinni var styrkur. Undir dauða hans var hún vel búin. Oft hafði hann legið fyrir dauðans dyr- um. Stríðs sársaukans var hún oft búin að heyja. Sjúkdómurinn, sem hann gekk með síð- ari árin, var þess eðlis, að hann hlaut að leiða hann til bana. Hún þakkaði Guði fyrir tímann sem leið, en hafði kristilegt hugrekki til að horfa sannleikanum í augu, að skilnaðarstund- in var skamma leið fram undan. Hún var svo fús til að fórna sínum tilfinningum, að hún lof- aði Guð fyrir að mega hlúa að honum fram á það síðásta, svo hann þyrfti ekki að lifa ein- mana, þegar hún væri farin. Árin, sem liðu eftir að hann kvaddi, voru líka að miklu leyti honum lielguð. Það var eins og tíminn væri rétt út mældur og hún gæti fullnað það verk, sem hún átti að vinna. Syst- ur hennar, frú Halldórsson og frú Pálssón, komu heiman frá íslandi til að heimsækja hana, systir þeirra Mrs. Hermann og önnur skyld- menni, sama sumarið og hún varð ekkja. Dvöldu þær hjá henni þangað til næsta vor. Fór hún með þeim til baka og heimsótti ísland og Kaupmannahöfn í síðasta sinn. tJr þeirri ferð kom hún heim aftur það haust (1915) og bjó með fósturdætrum sínum lí húsinu sínu á Em- ily stræti. Starf hennar á þessu tímabili, auk þess að annast heimilið, var aðallega fólgið í því, að ráðstafa því, sem honum hafði tilheyrt, bóka- safni, blöðum, handritum og fleira. Hxín var róleg að bíða meðan hún gat eitthvað gjört, sem stóð í samlbandi við hann. Hún hélt samt áfram í lengstu lög að starfa í kvenfélaginu. Enn fremur hélt hún áfram að heimsækja fólk, í þeim tilgangi að liðsinna, eins lengi og hún gat út farið. Og aldrei var sætið hennar autt í kirkjunni við morgunguðsþjónustu á sunnu- dögum, svo lengi sem hún gat komist þangað. Veturinn 1919—20 afréð hún að selja hús- ið sitt, og 28. maíþað vor fluttu þær fósturdótt- ir hennar, Theódóra og hún, úr húsinu, en Helga var áður flutt burtu, gift Hannesi Egils- syni að Lögberg, Sask. Með þessum degi, 28; maí, lauk hún einum allra merkasta þætti í menningarsögu íslendinga í Winnipeg. Heim- ilið þeirra hafði verið veruleg menningarmið- stöð fyrir þjóðbrot vort þar í borginni. Óteljandi eru þær mentandi gleðistundir, sem menn áttu á því heimili. Auk þess, sem áður er getið, og margs annars, höfðu þau hjónin þann sið um nokkurt skeið, að tiltaka eitt sérstakt kvöld í hverri viku, þegar öllum þeim er vildu var boðið að heimsækja þau. A allan hátt vildu þau láta heimilið sitt varpa sem björtustum geislum út í mannfélagið. 1 fyrra surnar var hún um tíma hjá Friðrik fóstursyni sínum og eins hjá Sigurbirni Sigur- jónssyni, sem var einn af þeim er á æskuárun- um naut góðs af heimili þeirra. Að haustinu tóku þær, Theódóra og hún, íbúð í Sylvia Block á Toronto stræti. Nokkru þar á eftir (í desem- ber) ferðaðist hún vestur í Saskatchewan til að heimsækja hina fósturdóttur sína, Helgu. Hún virtist þá við nokkra heilsu, dvaldi þar þó ekki lengi, komst vel heim, en úr því var heilsan þrotin. Henni smá hnignaði. Fyrsta merki þess var, að hún gat ekki lengur komið í kirkju. Um eða eftir miðjan vetur var hún algjörlega komin í rúmið. Liðagigt hafði þjáð hana all- mörg ár, en nú ágjörðist iþetta stórkostlega og leiddi hana að síðustu til bana. Róleg og skýr var hún eins lengi og með- vitundin entist, en hún þráði af heitu hjarta heimförina til hin>naföðursins og samfund við vininn sinn, sem á undan henni var farinn. Theódóra hjúkraði henni af snild og ó- þreytandi kærleika, eins og hún hafði hjúkrað fósturföður sínum síðustu æfistundir hans. Dauða frú Láru ibar að höndum 17. júní 1921, en greftrunardagurinn var 21 sama mán- aðar. Síðasti hvílustaðurinn fyrir hinar jarð- nesku leifar hennar er við hlið vinarins áður- farna í Brookside grafreitnum í Winnipeg. Með henni er hnigin til moldar hin merk- asta kona í sögu Vestur-lslendinga. Frú Lára var fremur há kona vexti, en svaraði sér vel, með tilkomumikið andlit, djarft upplit, hreinan svip. Einkenni hennar hafa að einhverju leyti komið í ljós í því sem sagt hefir verið hér að framan. Við það má bæta því, að hún var ó- vnalegá hreinskilin mannenskja. Eg minnist ekki að hafa þekt á lífsleiðinni persónu, sem hefir komist nær því að segja ávalt það, sem sannfæringin krafðist, hvor-t heldur það kom sér betur eða ver. Hún vildi ganga hreint og beint að öllu verki, en allar krókaleiðir voru henni torskildar. Hún hafði viðbjóð á öllu tildri, hégúmaskap, eða hræsni; en að segja og lifa sannleikann fanst henni jafn sjálfsagt og matur og dryltkur. “Sé eg sanihljóðan í sögu þinni, skörungsskapar og skyldurækni, skaps og stillingar, styrks og blíðu, vilja og varúðar, vits og dáðar.” 1 einlægni og lotningu segjum vér hjartans þökk fyrir æfistarfið. * 0 Gœtið vel verðmætra eigna Ef haft í lieimahúsum, geta þjófar eða eldur stolið þeim. Ráðsmenn vorir munu með ánægju segja yður frá Safety Deposit Box. THE ROYAL BANK OF GANADA Borsiaður höfuðstóll og viðlagasj....... $40,000,000 Allar eignir...............$544,000,000 íslendingadagurinn. Nú fer óðum að líða að íslend- ir.ga deginum. J7að veit enginn fyr en sér, hversu mikið lagt hef- ir verið í sðlurnar til að gera þenna dag ógleymanlegan fyrir þjóðarbrotið hér vestan hafs. Enda mun þessi dagur sá eini, sem vér höldum hátíðlegan með því að heiðra þjóðerni vort, sem og er siður allra menningar þjóða, hvar sem hnöttinn byggja, Vér ættum því ekki að vera eftirbátar annara t. d. íra, Skota, Gyðinga, o. fl. er elska kynstofn þann sem gaf þeim réttinn til að lifa, gleðjast og elska hvern annan. Fjölmennið því og syngið Fjallkonunni lof og dýrð. pað skal telkið fram að ræðumenn munu vera með bezta móti þetta árið. pað mun nú alfrétt og þótti miklum tíðindum sæta hvervetna, að vér eigum von á að heyra til ræðuskörungsins og skáidsims mikla,, Einars Benediktssonar, sem hingað kemur alla leið frá annari heimsálfu, til að flytja erindi þenna dag. — pá skal og tilgreina mælskumanninn séra Alibert Kristjánsson, sem svo margir hafa hlustað á, með aðdáun. Enn fremur heldur W. J. Líndal ræðu er hann viðurkendur giáfu og mentamað- ur og því milkils af honum að vænta. — pá munu og fleiri ræður fluttar — Tónskáldið okkar góðkunna próf. Sv. Svein- björnsson, hefur myndað söng- flokk, og mun það öllum gleðiefni að fá að heyra íslenzku lögin fram- sett af honum sjálfum, og stýrt af hane eigin hendi — Velþekt- ustu og helztu íþróttamenn verða hér staddir. ítk Lundar, Selkirk, Riverton og víðar. Einnig taka stúlkur þátt í flestum af íþróttun- um, nema ef sleppa skyldi fegurð- ar og bændaglímum. En sundið verður bæði fyrir karla og konur, Há verðlaun! — pá verður stór hornaleikara flokkur af ensku bergi brotinn, þó mun hann ekki spila annað en íslenzik Iðg þenna dag. pessi mikli dagur endar með almennum dansi sem verður »tig- inn á hinum ágæta nýja danspalli fram á rauða nótt. Ekki færri en‘ 14 sérfræðingar Ibl'ása þau fegurstu og fjörugustu “jazz” lög, sem yngri kynslóðin þekkir. — Enginn má missa af íslendinga- deginum annan ágúst. Fyrir hönd nefndarinnar. Bjami Björnsson. Eimreiðin er nýkomin hingað vestur, 1. og 2. hefti 1921. pað er ávalt ánægju efni, að sjá fram- an í Eimreiðina, svo myndarlegt tímarit sem hún er, fjöllbreitt að efni og skemtileg. pessi tvö hefti hafa þetta að flytja: Sigurður Nordal: Matthias við Dettifoss. Eiríkur Briem: Endurminningar im Matfchía? Jochumsson. Jón Björnsson: Dr. Matthías Jochumson sem skáld. Kvæði.. Bréf frá 'séra Matthíasi til séra Jóns Sveinssonar. Jón Sveinson: í Weingarten. H. Hildar: Hjálp, saga. Nokkur kvæði. Gísli Jónsson: Aðflutningsbann frá ýmsum hliðum. Magnús A. Árnason. Um listir alment. Hugar Hálendingur: Draugur, kvæði. Hjörtur Björnsson: Ujw til fjalla. Pá'll Eggert ólason: púsund og ein nótt. S. P. Thomson: Trúarbrögð og vísindi M. J. og Sn. J.: Ritsjá. Finnur Johnson bóksali, er aðal útsðlumaður Eimreiðarinnar í Vesturheimi og er verðið eins og áður $3.00 árgangurinn, 6 hefti. Ur bænum. Kristján Sigurðsson, kennari frá Elk Ranch, Man., kom snöggva ferð til bæjarins í síðustu viku. Mrs. dr. Gatbreith, frá Cavalier, N. Dak. kom til borgarinnar fyrir síðustu helgi ásamt fósturdóttir sinni. Til sölu í bæ skamt frá Winni- peg, partur í stórri og arðmikilli verzlun, ásamt ágætu íbúðar- húsi og inngyrtum garði. Lyst- hafendur snúi sér til ritstjóra Lögbergs. Dr. & Mrs. Anderson, frá Port- age La Prairie, hafa flutt til Winnipeg og eiga (heima að 137 Sherbrook Str. Á Mountain, N. Dak. andaðist á sunnudaginn 5. þ. m., Methúsalem Einarsson, einn af eldri bænjlum þeirrar bygðar. Tvö góð herbergi til leigu, á- samt húsgögnum á bezta stað í ibænum, hjá íslenzku fólki. Leigan er mjög sanngjörn. Herbergin liggja sikamt frá sporbraut. Upp- lýsingar á 'skrifstofu Lögbergs. Haildóra Einarsdóttir, Thorlac- ius, ættuð úr H'únavatnsaýslu á íslandi, er vinsamlegast beðin hér með, að komast sem allra fyrst í samlband við skrifstofu Lögbergs. Mr. Sigurður Baldvimsson frá Narrows, Man. var staddur í borg- inni um miðja fyrri viku. Hr. Hallgrímur Jósefsson frá Elfros, Sask., kom til bæjarins um síðustu helgi. Jóns Sigurðssonar félagið hefir ákveðið að hafa sbóra útsölu (Bazar) í hau'st í Iðnaðarhðllinni hér í bænum. Konurnar ætla að reyna að hafa þetta þá stærstu útsölu sem íslendingar ihafa haft hér. Sölunni er skift í 7 deild- ir og hafa nú þegar verið kosnar nefndir til að veita þeim forstöðu. Forstöðukonur hverrar nefndar eru: Mrs. E. Hanson, Mrs porst. Borgfjörð, Mrs. Th. Johnson, Mrs. P. S. Pálsson, Mrs. J. Carson; Mrs. H. Pálmason; Mrs. Leniker; Mrs. A. ólafsson; og Miss H. Johnson. Nú eru félagskonur og allar kon- ur, sem eru félaginu vinveittar, beðnar um að muna eftir þessari útsölu. Sauma, hekla og prjóna nú í sumarfríinu allskonar smá hluti, isvo sem barnaföt, svuntur handklæði, koddaver, sessuver, dúka, húfur, sottcka, vetlinga, barnaskó o. fl. sem fólki kynni að líka að búa til, alt verður þegið með þökkum. Jóns Sigurðssonar félagið, vonar að sér verði vel til nú eins og æfinlega áður, þegar það hefir tekið sér eitthvað fyrir hendur til að framkvæma. Björn bóndi Thorlbergsson fré Churchbridge, Sask., kom til borg- arinnar í vikunni, hann var á heimleið frá Riverton, fór þangað ti'l að vera við jarðarför systur sinnar puríðar porbergsdóttur porvaldssonar, móðir Sveins kaup- manns Thorvaldssonar og þeirra systkina. Bjarni Pétursson frá Árnes P. O. Man., var á ferð i borginni fyrri part vikunnar sem leið, og brá séij vestur til Churchbridge, Sask. að heimsækja dóttur sína Mrs Sig. Bjarnason. öllum þeim mörgu, sem með með nærveru sinni við húskveðj- una í Riverton og útförina að Árnesi heiðruðu minning eiginkonu og móður okkar, puríðar Thorvald- son, þeim sem lögðu blómsveiga á leiði hennar og að öllu öðru leyti sýndu hluttekning í þeim sára missi sem við höfum liðið, vottum við innilegasta hjartans þakklæti. Riverton, 11. júlí, 1921. Tliorvalduí Thorvaldsson. Guðrún Johnson. Sveinn Thorvaldsson. Tlhor(bergur Thorvaldsson. Orðinn barn. Nú er eg aftur orðinn barn. ellinnar á regin hjarn tíminn hefir hrundið mér, hót þó ekki kvíðinn er; mig því bráðum yngir aftur alvizkunnar mikli kraftur. t kvæðinu “Forsetamyndin” er ein prentvilla í öðru erindi fjórðu línu, þar stendur seglin, en á að vera seglið. S. J. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.