Lögberg - 08.09.1921, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.09.1921, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sern verið getur. R E Y N IÐ Þ AÐ! TALSlMI: N6617 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Tals A7921 34. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 8 SEPTEMBER 1921 NUMER 36 ÞINGROF OG KOSN- INGAR I VÆNDUM Blaðið Winnipeg Tribune, eindregið stjórnarmálgagn, telur líklegt að kosningar fari fram 15. Des. í ræðu, sem Hon. Arthur Meighen, forsætisráðgjafi Canada, flutti að London, Ontario, fimtudagskveldið hinn 1. þ.m., lýsti hann opin- berlega yfir því, að kosningar til sambandsþings færu fram, fyrir næstkomandi áramót. — Fregnin flaug þegar eins og eldur í sinu út um land alt. — Fjórir flokkar berjast um völdin: stjórnarfiokkurinn, þ. e. Conservatívar; bændaflokkurinn, undir leiðsögn Hon. Crerars; frjálslyndi flokkurinn, undir forystu Hon. W. L. MacKenzie-King, og hinn nýi stjórnmálaflokkur verkamanna—The Canada Labor Party. — Af hálfu núverandi stjórnarflokks, verður aðallega barist um verndartollana og viðhald þeirra. Frjálslyndi flokkurinn fylgir fram tollmiðlun, en bændur krefjast alfrjálsrar verzlunar. Mælt að verkamenn æski samvinnu við bændur. — Allir helztu leiðtogar bænd- anna, tjást viðbúnir kosningarimmunni og hyggja gott til. Hon. Mac- Kenzie-King kveður þjóðina hafa átt heimtingu á samskonar yfir- lýsingu frá forsætisráðgjafanum og hér ræðir um, fyrir meira en tveimur árum. Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Hinn 29. ágúst sáðastl. lézt í Torontoborg fylkisstjórinn í Ont- ario, Lionel H. Clarke, maður hniginn að aldri. Rev A. W. Maclntosh, frá Port Arthur, hefir verið kjörinn til að- stoðarprests við St. Stephens kirkjuna í Winnipeg, þá er Dr. Gordon (Ralph Connor) þjónar. hniginn að alri. Col. J. A. Currie, sambands- þingmaður fyrir North Simcoe kjördæmið, kom til Winnipeg í fyrri viku. Hann kvaðst þess full- vís, að starfræksla United Grain Growers félagsins yrði tekin til nákvæmrar yfirvegunar á næsta þingi og lét þess jafnframt getið, að aílt hjal um sambandskosningar í haust væri bláber heimska. Mr. Currie er stuðningsmaður Meig- þen stjórnarinnar, einn af átján, er sem minst vilja eiga á hætt- ynni að því er kosningum á kom- anda hausti viðkemur. ipess er getið til eftir austan- blöðum, að dæma, Sir Joseph Fla- velle muni verða næsti fylkisstjóri í Ontario, en Hon. Robert Rogers í Manitoba. Tímabil Sir James Aikins rann út með byrjun ágúst- rnánaðar, þótt hann gegni emgætt- inu enn til foráðabirgða. Stjórnirnar í Manitoba og Sas- katchewan hafa farið þess á leit við járnbrautarráðið, að flutnings- gjöld með járnbrautum öllum ákuli lækkuð yfirleitt um 15 af hundraði, en lækkun í sambandi við flutning á korni skuli vera 20 af hundraði. Herbert Syming- ton, K.C., ber fram kröfu þessa fyrir hönd hlutaðeigandi stjórna og er iíklegt talið að honum muni verða verða nokkuð ágengt, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, að formaður járnbrautar—ráðsins, Hon. Carvell, lýsti yfir því í ræðu, er Ihann flutti nýlega í Montreal, að öll sanngirni mælti með því, að flutningsgjöldin yrðu lækkuð í ná- inni framtíð. Á ánsþingi smásölukaupmanna í Canada, er haldið var í Winnipeg I vikunni sem leið, sýndust flest- ir fulltrúarnir þeirrar skoðunar, að heldur væri að birta yfir við- skiftamálum í landinu. Mr. Ceorge S. . Houghan frá Van- couver, kvað all mikið verða tnundi um byggingavinnu í þeirri borg á hausti því, sem í hönd fer, og mundi slíkt bæta mikið úr at- vinnuskortinum og auka viðskifta-j veltuna. Mr. J. Wood, kaupmaður frá Swift Current, kvað verzlunar- og viðskiftalíf Sléttufylkjanna að mestu leyti hvíla á uppskerunni. Fullkomin meðal uppskera mundi verða á þessu sumri í Saskatche- wan ogf Manitoba og þess vegna mætti búast við sæmilegu árferði, að því er verzluninni við kæmi. J. G. Watson, fulltrúi frá Mont- real, lét fremur vel af útlitinu í Quebec, kvað ástandið fara batn- andi jafnt og þétt. 1 flestum hinna stærri bæja í því fylki, sagði hann mikið vera unnið að húsa- gerð. — í Ontario mun vera frem- ur í daufara lagi yfir iðnaðarmál- um, eftir ummælum B. W. Zem- an’s að dæma, en hann er forseti sambands smásölukaupmanna í því fylki. Húsagerð í Ontario taldi Mr. Zemann sjaldan hafa verið minni en í ár. Af ræðum flestra kaupmannanna er þing þetta sóttu mátti það glögt ráða, hve bjart- sýnir þeir voru.að því er iðnað og viðskiftalíf canadisku þjóðarinnar snertir. Forseti kaupmanna- félaganna Mr. J. A. Banfield, var endurkosinn í einu hljóði. W. A. Clark, sambands þingmað- maður fyrir North Wellington kjördæmið, hefir verið útnefndur að nýju af Meighen istjórnar- flokknum, til þess að sækja í því kjördæmi, við næstu kosningar. Dr. H. A. Stevenson, fylkisþing- maður fyrir London, Ont., kveður það eigi lengur viðunandi, að sam- ■bandsstjórnin útnefni fylkisstjór- ana. Menn í slíkar virðingar- og ábyrgðarstöður, eigi í hverju lýð- frjálsu landi að vera kosnir af fólkinu við almenna atkvæða greiðslu. Af hinum ýju manntalsskýrsl- um Canada má sjá hve íbúatalan í eftirgreindum bæjum hefir vax- ið síðan 1911: 1921 1911 Moose Jaw.. 19,175 13,823 Swift 'Current •••• 3,816 1,852 St. Boniface ..... 13.816 7,483 Portage la Prairie .... 6,748 5,892 Sault Ste. Marie .... 21,228 10,984 Smiths Falls .... 10,549 6,370 Sarnia..... 14,6$37 9,947 Alræðismaður frönsku stjórnar- innar í Canada heimisótti Winni- peg miðvikudaginn hinn 31. f.m. og fögnuðu ýmsir Frakkar þeir er í St. Boniface búa og víðar í ná- grenninu hinum göfga gesti með veglegu veizluhaldi. Meþodista kirkjan í Canada hefir ákveðið að senda í næsta mánuði, þrjátíu og fimm trúboða til Kína. Bæjarstjórnin í Ontario, er í þann veginn að stofna sparisjóðsdeildir með það fyrir augum að afla nægi- legs starfrækslufjár handa sveita- lánsfélögum. Fer Drury istjórnin i þessu tilliti nákvæm'lega að dæmi Norrisstjórnarinnar í Mani- toba Bandaríkin. Senatið hefir samþykt $75,000,- 000 fjárveitingu til þjóðvega. Neðri málstofan felst á, að skip- uð verði milliþinganefnd, er taki tii rækilegrar yfirvegunar tollmál þjóðarinnar. Verndartolla frumvarpið fræga, sem kent er við Fordney, hefir verið samþykt með 274 gegn 125 atkvæðum. Meyer London, socíalista þing- maður frá New York, ber fram þingsályktunar tillögu þess efni’s, að veittar verði $500,000,000' til þess að ráða fram úr atvinnuleys- inu. Samkvæmt skýrslu verkamála- skrifstofunnar, hefir smásöluverð á matvælum hækkað um 2.7 af hundraði í júlímánuði síðastl. um- fram júníverðið. Albert Ottinger frá New York hefir verið skipaður aðstoðardóms- málaráðgjafi Bandaríkjanna. Stjórnin í Kína hefir tilkynt Charles E. Hughes, utanríkisráð- gjafa Bandaríkjamna, að fulltrúi þaðan verði sendur á friðarmótið í Washington þann 11. nóvember næstkomandi. Dómsmálaráðgjafi Daugherty segir að stofnaðar verði 18 inýjar dómþinghár í Bandaríkjunum. sjáifum á móti þeirra vilja og draga með þeim merkjalínur yfir land þeirra, myrða eða varpa í fangelsi hverjum þeim borgara Ir- lands, sem ekki vill beygja sig fyrir þeirri þjóðhollustu. Tillög- ur þær, sem stjórn yðar ber fram í bréfinu frá 20 júlí eru aðallega bygðar á hinni síðastefndu á- stæðu. Við höfnuðum þeim til- lögum eða bendigum, og sú synjun er ófrávíkjanleg. , Nýlendu réttindum synjað. Tillögurnar eða bendingarnar eru ekki tilboð um óháð og frjálst samfoand með hinum frjálsu þjóð- um í brezka sambandinu. pær bjóða írum eingöngu að ganga inn í isambandið undir skilyrðum, sem eru svo bersýnilega óaðgengilegri og verri en þau, sem hinar sam- i bandsþjóðir Breta nj óta. Canada, Ástralía, Suður Afríka og Nýja Sjáland er öllum gefin Rockefeller stofnunin hefir gef- try££in2 fyrir og frá ágiangi af ið $1,785,000 til kenslu í heilsu-! stærri Wóðum> ekki að eins með fræði við Harvard háskólann. , viðuitoendri grundvallarlaga- heimild, sem géfur þeim jafnrétti Framkvæmdarstjóm verkamanna 1 vi^ ®r€ta SJfita og ai£jörða und- sambandsins ameríska, The Ame-JanÍ7agu tra áhrifum brezkrar lög- rican Federation of Labor, skorai^, 8Jatar’ kei(iur er líka fjarlægðin l‘ á verkamenn að vinna gegn kaup- lækkun með öllum leyfilegum ráð- um. Utanríkisráðuneytið hefir feng- ið tilkynningu um, að Panama sem þau lönd eru í frá meginlandi að svo komnu. | Breta. Réttur írlands væri hvorki | trygður með fjarlægð né réttind- | um. Skilyrði þau sem sáttaboðinu fylgja, skifta landinu í tvö óeðli- j Leg ríki, sem veikir heildina og Svo ramt kveður að brotum á vínbannslögunum norsku, að stjórnin fær ekki lengur rönd við reist. Er búiist við, að alþjóðar- atkvæði verði látið fram fara um málið af nýju, áður en langt um líður. Látinn er fyrir skömmu í Kaup- mannahöfn, Sigurd Berg, innan- ríkisráðgjafi Dana, sonur stjórn- málamannsins alkunna Christians Berg. Sigurd Berg var fæddur árið 1858, en útskrifaður úr lat- ínuskóla árið 1885. Hann lagði fyrir sig blaðamensku um mörg ár og hafði á hendi ritstjórn blaðsins “Frederiksborg Amts Avis”. Sæti átti Berg um hríð í ráðuneyti I. C. Ohristiansens; var stefnt fyrir ríkisrétt í sambandi við Alfoerti hneykslið þjóðkunna og hlaut fésekt nokkra. I stjórnmál- um taldist Sigurd Berg jafnan til vinstrimanna flokksins. Eldisumbrot allmikil hafa gert vart við sig í Vesúvíusi að undan- förnu; reykjarmekkirnir hafa stundum verið svo þykkir, að lítt hefir til fjallsins sést. Ekki er þess getið, að tjón hafi af hlotist undir1 hafi slept tilkalli sínu til Cota- frapsnkarafi beggja og bæði verða þau að lúta vilja Breta, að því er til foermála, siglinga og hagfræði spursmála kemur.” Síðan bendir hann á, að þó þetta mál sé kæft niður með valdi um Penn- stun(i> þá sé það engin . úrlausn fengið' n‘ai!sink’ og ai5 þaí5 baldi þá áfram em- i vera ásteytingarsteinn komandi héraðanna, er nú liggja Costa Rica. ■ Major General Leanard Wood, sem gengiist hafði undir að takast á hendur forsetastöðu við sylvania háskólann, hefir foráðabirgða lausn frá þeim bættissamningi, til þess að geta, kynsieða> eins bafi verið í síðastliðin 750 ár. Og að síðustu bendir hann á, að fulltrúar íra og Englendinga ættu að gera út um málið, án nokkutra hótana eða valdboðs, og að þeim einum samn- ingum gangi frar og þá einu stjórn tekið við landstjóraembættinu á Philippine eyjunum. Maður einn í New York, sem nýlega hefir lokið stjórnþjónustu- prófi — Civil Service Examina- tion — hefir sex fingur á hvorri1 íferi þeir si£ ánægða með, sem þeir hendi og sex tær á hvorum fæti. Heiðursmaður þessi á son, er hef-; ir jafnmarga fingur og jafnmarg-i ar tær pabba sínum, en svo á hann j einnig dóttur, sem hefir náð feti j framar, því að telpan hefir sjö j fingur á hvorri hendi og sjö full-j komnar tær á hvorum fæti. sjálfir iséu samþykkir. Og De "Valera endar þetta bréf sitt með því að segja, að írar séu reiðubún- ir að nefna menn í gjörðardóm nær sem er. Frú Clara Smith Hamon, sem sem sökuð var um að hafa myrt mann sinn, en sýknuð af kærunni fyrir lögregluréttinum í Ardmore, Oklahoma, er nýgift John W. Gor- don, framkvæmdarstjóra auðugs kvikmyndafélags í Los Angelos, California. Gistihús víðsvegar um Banda- Hvaðanœfa. pess var getið nýlega að herinn gríski hefði beðið ósigur í viður- eigninni við Tyrki í náimunda við Angora. Nú hefir það komið á daginn, að fregnin var algerlega röng. — pað voru liðsveitir Tyrkja, sem riðluðust og lögðu á flótta. Skærur hafa átt sér stað að und- anförnu mil'li Ungverja og Aust- urríkismanna og Ihafa hinir fyr- ping Jugo-Slava hefir í einu| hljóði ákveðið að láta reisa hinum nýlátna konungi sínum veglegan minniisvarða. Eins og kunnugt er, var Pétur konungur hin mesta hetja og gekk í gegn um mann- raunir miklar og margvíslegar með her þjóðar sinnar í heimsófriðnum síðasta. Loftskeyta útbúnað eru pjóð- verjar farnir að nota á járnbrauta- lestum víðsvegar um landið, þó einkum þeim, er milli stórfoorg- anna ganga. Heimskautafarinn frægi Roald Amundsen flutti nýverið ræðu í Vancouver og lýsti hann þar yfir því, að í sinni fyrirhuguðu norð- urför ætlaði hann að hafa með sér ílugbáta, með fullkomnuistu loft- skeyta áhöldum. Stjórnarþjónar í Austurríki hafa krafist launahækkunar, er nemur alls 9,000,000,000, króna um ár- ið. óílíklegt talið, að stjórnin sjái sér fært að sinna kröfunum í því formi, sem þær nú ihafa verið bornar fram. mun lækkað verð sitt á máltíðum og leigu á herbergjum sínum. ríkin, eru sögð að hafa nokkuð að r.efndu náð Offenburg á vald sitt að minsta kosti til bráðabirgða. i prætueplið milli þessara tveggja ____________ 1 aðilja er örmjó spilda Lands, er j Ungverjar samkvæmt fyrirmælum Bretland friSarsamninganna voru dæmdiir til að láta af hendi við Austurríki. írsku málunum miðar lítið á- fram. De Valera hefir svarað síð- ustu skilyrðum Lloyd George fyrir hönd írska þingsins “Deil Eire- ann”, og tekur þar undir með Lloyd George að til lítils sé að halda á- fram samninga tilraunum í þesisu máli nema báðir málísaðiljar vilji i raun og veru að framkvæmdir verði í málinu. Innihald úr svari De Valera til Lloyd George hljóð- ar þannig: Fyrst—frar viðurkenna ekki, að þeir hafi nokkuru sinni gengið Englandi friviljuglega á hönd, eða gjört nokkra sambands samninga við þá. peir halda fram, að þeir eigi fullan rétt á að velja sjálfir veg þann er þeir vilja fara að full- komnunar takmarki þjóðfrelsis hugsjóna sinna, og þeir hafa hvað eftir annað látið í Ijós, að þeir krefjist fulls sjálfstæðis fyrlr land sitt og þjóð. Annað — Framkoma Bretlands hins mikla í þessu máli sýnir að þeir álíti, að írar séu þeim bundn- ir með sambands samningi og að þeir neiti þeim um skilnað. pessi ímyndun um sambands- samning er eftirtektarverð og á sannleiksgildi hennar byggir stjórnin á Bretlandi og brezka þingið rétt sinn til þess að ráða yfir og semja lög handa írum og leiða þau í gildi, og ganga svo langt í því, að þeir sundra írum Carl, fyrrum keisari Austur- ríkis, en konungur á Ungverja- landi, verður að vera allur á brott úr Svisslandi þann 1. október næstkomandi. Vill stjórnin ekki veita honum landvist lengur. Er mælt að enn hafi uppgjafakeisar- inn það sterklega í hyggju, að brjótast til valda á Ungverja- landi. Clemenceau, áður forsætisráð- gjafi Frakka, hefir spáð fyrir um dauða sinn. Fyrir nokkrum dög- um var þessi aldni, ókrýndi kon- ungur frönsku þjóðarinnar, stadd- ur í Marseilles, rétt um það leyti að stíga á skipsfjöl og halda til Corsicu, þar sem hann hefir dval- ið sér til heílsubótar og hvíldar noiþikrar vikur, mörg undanfarin sumur. — Er einhver viðstaddur lét þá ósk opinfoerlega í ljós, að Clemenceau mætti þangað aftur koma heiLl á húfi næsta ár, svar- aði öldungurinn með þrumandi rödd: “Næsta ár verð eg dáinn og grafinn. Astrid Briand, yfirráðgjafi Frakka, hefir krafist þesis, að þing- ið við atkvæðagreiðslu veiti sér fult og ótakmarkað umboð til þess að mæta fyrir hönd þjóðar sinnar á friðar eða afvopnunarmótinu fyrirhugaða, er hefjast skal í Washington 11. nóvember komandi. Frá Islandi. Akureyri, 30 júlí 1921. Á mánudaginn var féll Sigur- geir Jónsson, söngkennari, ofan af vinnupalli sínum við hús Ein- ans Einarssonar hér í bænum, þar sem hann var að vinna við múr verk, og lærbrotnaði. Auk þess meiddist hann eitthvað á hendi. Laugardagsnóttina í fyrri viku hvarf maður hér úr bænum, Magn ús J. Franklín, kaupmaður. Hann fór um kvö'ldið einn á báti út á Pollinn með handfæri. Morgun- in eftir fannst báturinn mann- laus, árar inni og færi gert upp. Er þess getið til, að honum hafi slysast við iskipshlið hér á Pollin- um, en það er vani manna að fara upp á skipin, sem liggja á höfn- inni og renna þar færi. Líkið hef- ir ekki fundist. Inflúenzan geysar hér nú norð- anlands. Mikill hluti bæjarbúa liggja veikir og pestin breiðist út um al’lar sveitir. Skólameistaraembættið er nú veitt Sigurði mag. Guðmundsisyni. Sigurður hefir ráðið Guðmund Bárðarson sem kennara í háttúru- fræði. Mun óhætt að segja, að al- menningur hér norðanlands sé mjög ánægður yfir þessari ráð- stöfun og hugsi gott til að fá nýja krafta að skólanum. Fjárkláði allmagnaður hefir gosið upp í Árnesissýslu. Sýkt fé hefir verið einangrað í girðingum og læknað. Dýralæknir, Hannes Jónsson, stendur fyrir lækningun- um. Eftir hinn ágæta tíðarkafla fyr- ir og eftir mánaðamótin síðustu, brá til norðaáttar, sem hélzt nærri hálfan mánuð með afskaplegun% kulda, svo snjóaði ofan í miðjar hlíðar. pó voru úrkomurnar ekki mjög miklar. Á fimtudagsmorg- uninn birti upp með kuldastormi. alt af á reki mjög nærri KONUNGS-KVEÐJA. Kvæði þetta er frumort á latínu af Páli skólakennara Sveins- syni og var ætlast til að það yrði flutt konungi í almennum mann- fagnaði, en af einhverri ástæðu komst það ekki á “prógrammið” Var konungi þá fengið kvæðið af ritara hans (]. Svb.), skrifað af höfundi sjálfum og í vandaðri kápu. Þakkaði konungur höfundi kvæðið í veizlu, er hann hélt honum og fleirum í höll sinni ('MentaskólanumJ þ. 3. þ .m. Þýðingin sem hér birtist, er eftir eitt af elztu og merkustu skáld- um landsins fV. B.J. Er hún í tvennu lagi; önnur (\ þessu blaði) er ort við “hexameter” og “pentameter” á víxl), en hin (\ Lögréttu og ísafold) er með fornyrðingslagi. Þrumaði Norðri, og þaut hin þungbúna Norðurheimsalda, ymjandi’ og hlymjandi hátt, með hörku lemjandi strendur; eins og þá vetur, er var af vindum og stórhryðjum knúinn, ísana bræðir sér af og uppleysir snjóinn af fjöllum. 5. Hvað er nú Isafold að? Það er sem þú titrir og skjálfir. er það af ótta' eða hvað ? Eða’ er það af mikilli gleði ? Eða’ er það eldurinn þá, hinn innri’, er þig sárlega brennir? Eða’ er það hafaldan há, er hávær á ströndinni skellur? Neitt hér að óttast ei er, þú íslands kyrláti sonur! 10. Fagnar vor fósturjörð því, hve forlögin vel hafa snúist; fagnar hún frelsinu því, er fengið er aftur að nýju, eftir ein sex hundruð ár og enn meira’ en fimtíu betur. Fagni því fjöllin vor há og fannhvítir jöklanna tindar! Fagni þvi hauður og höf og hratt fram rennandi lækir! 15. Samfagnið allir sem einn, er isstrendur byggið hér norður, þakkandi gæskunni guðs, til góðs er oss öllu nú snéri! heilsið á hamingjustund þeim höfðingja dýrum, er kemur; honum, sem hlotnaðist það, að halda því máli til lykta, áður er byrjuðu’ á þeir afi’ hans og faðir hans báðir — 20. ástsælir öðlingar þeir, er æ vér í minningu geymum. Fyrstur af konungum kom hann Kristján hinn níundi fyrrum hafsins um hættlegan veg, þvi hugðist landið að gista. “Föðurlands faðir” hann var, og færði oss gjöf eina dýra; öllum var koma hans kær, hann kærastur allra var gestur. 25. Eftir hann arfi hans kom, og oss eigi heldur hann gleymdi; sonurinn sömu fór leið og sótti heim fósturjörð vora. sama sinnið var han^ og samboðið höfðingja göfgum: ljómi því Hka hans nafn, hins lofsæla áttunda Friðriks! Þú, Kristján! Þú kemur nú, hinn þriðji af konungum vorum: 30. Heill kominn hingað til vor! Heill þér með drotningu' og sonum! Allir þess óskum vér heitt, sem ískaldar slóðir hér byggjum, heilum að fótum þið hér á hjartkæra landið vort sfigið! Felast kann eldur und ís; svo einnig er það með vor hjörtu: Takið þið móti þeim milt, og margföldum blessunaróskum! 35. Böndin sem bundu oss fyr — þau bönd af oss leyst þú nú hefir: öðrum þú böndum oss bazt. sem betri og traustari reynast: Ríkin sem revrð voru fyr og rígbundin saman með lögum, bræðralag tengir nú trútt og tign þín, vor göfugi sjóli! Lengi þeim rikjum þú ráð með réttvísi, konungur góði! 40. Stjórna með ástsældum æ oss íslendingum og Dönum! Leið þú oss, leiðtogi vor! 'þótt leiðirnar misjafnar reynist, friðar og farsældar til; vér faldir þér erum til gæslu. Mikill sá lofðungur líst, sem löngum á hernaðartímum ódeigur hérjar á hinn, og hefir þá lag á að sigra. 45. Meiri’ er þó siklingur sá, er sjálfur, þó á hann sé ráðist, friðsama áreitir ei, en ofbeldisverkunum hamlar. Mestur þó öðlingur er, sem afstýrir ferlegum striðum; heill fyrir sinna er sér og sæmdarmann styður að gagni: Haf vora hjartgróna þökk, vor hilmir, þú konunga beztur! 50. Varðir þú Norðurlönd vel veraldar stríði frá ljótu; fyrir það færum vér þér, í frændanna’ og bræðranna nafni, margfalda maklega þökk — því mega ekki þegnarnir gleyma. Kristján vor tíundi trúr! Þú talinn munt friðar með hetjum! niðjarnir nefna þig svo, þitt nafn mun um aldirnar ljóma. 55. Forustu helga þú haf, og hjálpi þér drottinn og styðji! þjóðunum þínum til gagns, en þér æ til maklegrar sæmdar. Auðnist það aftur, að þú í annað sinn heimsækir landið! Auðnist það einnig um þá, af ætt þinni er konungar verða! Heill! Heill! vor konungur kær! Og konungsætt Hamingjuborgar! 60. Hér meira’ en helming af öld nú hefir hún setið að stóli Heilaga Hamingjudís til hamingju ríkjunum stýri! Hamingju fengu þeir fyr, þeir faðir og afi þinn báðir. Lif, Kristján! lengi og vel viö lofstír þins ættboga glaður; lifi í konungakrans þitt konungsnafn ætíð með heiðri! 65. Lif einnig lengi og vel, vor lofsæla, göfuga drotning! Lifi’ og sannri með sæmd þeir synirnir vðar — þeir lifi! Nýlega eru látin: öldungurinn Halldór Jóhannesson í Hvami í Hrafnagiishreppi, Filippa Páls- dóttir hér í bæ og Trausti Frið- finnlsson á Hofi í Hjaltadal fyrr- um bústjóri á Hólum. Trausti var ættaður úr Köldukinn í pingeyj- eyjarsýslu.—Dagur. næst- j Is er ) landi (Vísir, 4.—11. ágúst.) Jón J. Dalbú trésmiður er ný lega látinn á öresudssjúkrahúsi í Khöfn.— 31. f.m. andaðist í Stykk- ishólmi frú Guðný Blöndal, ekkja Magnúsar sál. Blöndals umfooðs- manns. “Vtíkingaskipið”, sm bér var á tjörninni, er nú komið auistur á pingvallavatn, hefir verið tekið þar á leigu til skemtiférða. porsteinn Tómasson járnsmiður andaðist 1 nótt, eftir langa legu. Hann var með eldri borgurum Reykjavíkur, hinn mesti sóma- maður og mikills metinn. Bátur fórst frá Bolungarvík við ísafjarðardjúp fyrir fám dögum. Fjórir menn voru á bátnum og druknuðu allir. peir voru þessir: Einar Hálfdánarson, farmaður, Jón Friðriksson, Erlendur porkelsson og Marteinn sonur hans. Tveir þessara manna voru kvæntir: for- maður og Erlendur. Nýtt fiskisölutorg verður bráð- lega sett á stofn inn með sjó, neðan við Völund og verður allur umbún- aður svipaður eins og á torginu í miðbænum, nema hvað alt verður minna um sig þar innfrá. Björgunarskipið Geir hefir náð á flot þrímöstruðu selgskipi, sem strandaði fyrir nokkrum mánuðum á söndunum austan við Kúðafljót. Kom bann hingað með það í gær- kveldi. Fátítt er það, ef ekki eins- dæmi, að skip hafi náðst þar út af söndunum, því aðstaðan er mjög örðug. En það vildi til happs að þessu sinni, að veður voru hag- stæð, norðanátt og sjólaust. Sem stendur eru til umráða 20 þús. kr. af dansk- ílslenzka -safn- bandssjóðum, sem stofnaður er samkv. lögum 30. nóv. 1918, sbr. skipulagsskrá frá 15. marz 1920, og verður þeirri upphæð varið sam- kvæmt tilgangi sjóðsinis, sem sé 1) til eflingar andlegs sambands milli Danmerkur og íslands, 2) til eflingar íslenzkra vísinda og vísindarannsókna, og 3) til styrkveitings íslenzkum námsmönnum til handa. Umsókn um styrk úr sjóðnum, á- samt nákvæmum og fullkomnum upplýsingum, ber að senda hið bráðasta og ekki síðar n fyrir 1. september n.k. til stjórnar sjóðs- ins, Holmens Kanal 15, Köben- havn, K. Y

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.