Lögberg - 08.09.1921, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.09.1921, Blaðsíða 5
LOGBERO, FIMTUDAGINN, 8. SEPTEMBER 1921 * Bk. 5 um er Grikkland var undir þá gef- ið líka. petta eru orð og hugsanir Dr. Ph. Le Bas, franska fræðimanns- ins alkunna, sem iskrifað hefir bet- ur um sögu Liitlu Asíumanna, en ef til vill nokkur annar. Sami sagnfræðingur getur þess, að land það sem um er að ræða hafi fyrst hlotið nafnið Litla Asía á fjórðu eða fimtu öld E. K. En það var á miðri tíundu öldinni að grís.ki keisarinn Konstantinus VII S'agði að Anatolia væri nafn á landsvæði í austur frá Constantin- opel. pess er og gettið að íbúar Asíu hinnar meiri, Indverjar, Ethiop- ions, Sýrlendingar og Mesopotia menn hafi þekt landsvæði þetta undir nafninu Litla Asía. Nafnið Anatolia, fengu Tyrkifl frá Byzantiumönnum,wen svo nefndu þeir svæðið sem vér köllum Litlu Asíu. Eftir skiftingu þeirri sem Tyrkja soldánar gerðu er þeir lögðu und- ir sig þetta svæði, erlandinu skift þannig, að landamerkjalína er dregin beint frá Alexandrettafirð- inm og til Trebizond og á bak við þá línu, innan vébanda Litlu As- íu var landinu skift upp í eftir- farandi fylki: Aidiufylki með Smyrna fyrir höfuðborg, Hound- avendiskar og er Broussa aðalbær- inn í því fylki og svo þessi fylki sem bera nafn höfuðborganna sem í þeim eru: Konietti, Augora, Kas- tanomie, Sivas, Trébizond og Ad- an, auk landspildunnar sem áfast var Constantinopel og sem var tek- in í það fylki. Ofsóknir Tyrkja. Meir en þrjár miljónir Grikkja bjuggu í þessum héruðum árið 1914; þær miljónir voru leifar af Grikkjum þeim sem lifandi voru á því svæði eftir fjögur hundruð ára ofsóknir af hendi tyrknesku keis- aranna. Mönnum telst til að um tvær miljónir Grikkja hafi komist í burtu til Rússlands og annara landa eftir að Constantinopel féll. Að jafnmargir hafi verið myrtir af Tyrkjum á fjögur hundruð ára tímabilinu frá sigurvinningum Tyrkja og til byltingarinnar grísku 1821 er víst ekki ofsagt. Og við það verður að bæta öllum sveinunum sem voru slitnir frá brjóstum mæðra sinna til þ ess að vera aldir upp af ríkinu og vera* gjörðir að máttarstoðum ríkis- hersins. f byrjun var tala sveinbarna þeirra sem á þenna hátt voru tekin eitt þúsund á ári. Síðar var hún hækkuð að mun og tímabilið sem þessu fór fram var 200 ár, og telst mönnum til að meir en miljón Grikkja hafi tapast á þenna hátt. Að minsta kosti jafnmargir voru neydddir til að kasta þjóðerni sínu og gjörast Mohameds trúarmenn. En um þá sem seldu sjálfa sig fyrir upphefð eða hagnað veit enginn, en að öllu samantöldu er víst óhætt að segja að frá fimm til sex miljónir Grikkja hafi týnt töl- unni undir stjórn Tyrkja. pessi látlausa eyðilegging og þvingun er þessir yfirunnu flokkar mættu af hendi Tyrkja var ekki á- stæðulaus frá þeirra sjónar- miði. Ertrogul konungur, sá er fyrstur stofnsetti hið tyrkneska veldi og settist að umhverfis Bro- ussa með að eins fjögur hundruð fjölskyldum á tíundu öldinni. pessi litli hópur hafði nóg að gjöra fyrstu Ihundrað árin með að komast í vinfengi við fyrirliða flokka þeirra er komu frá Turþ- istan og Kína og settust að á landamærum Byzantine ríkisins. Lífsspursmál Tyrkja var að koma isér upp sterkum her, og það var ekki hægt nema á kostnað 'fólks þess sem þeir gátu brotið undir sig. En af því að Grikkir voru þá sterkastir í Litlu Asíu þá urðu þeir náttúrlega að líða meiri þrautir af hendi Tyrkja en aðrir feristnir mannflokkar þar. Að nokkuð skuli nú vera eftir af þeim sæt- ir furðu. En það er söikum hinn- ar kristilegu menningar og yfir- burða þroska isem þeir héldu dauða- haldi í þrátt fyrir alla erfiðleika. Undan þessum öflum sem Grikk- ir áttu yfir að ráða urðu Tyrkir, þrátt fyrir þeirra herkænslþu og ofsa að láta. Tyrkir unnu sigur í nokkrum minnistæðum orustum í Evrópu og um tíma stóð jafnvel Vínarborg hætta af her þeirra. En að undanteknum sigrum í or- ustum, eða á vígvöllum og ótrauð- leik þeirra að ganga á móti dauð- anum, þá hafa þeir engin menn- ingarmót til brunns að bera, og þegar þeir yfirgáfu Evrópu skildu þeir ekkert þar eftir nema endur- minningar um ægilega martröð. pegar menn ferðast um þetta ríki sem um fimm hundruð ár hef- ir verið undir stjórn Tyrkja. pa bera hvergi fyrir augað mann- virki eins og liggja eftir hina heiðnu Spánverja, eftir Araba í Bagdad og í Jerúsalem. Engin þjóð hefir komið til Evrópu sem eins stutt á veg hefir verið komin menningarlega, og hún ruddi sér þar til rúms með þeim fastákveðna ásetningi að eyðileggja alt það, sem hin grísiþa og kristna menning hafði afkastað þar í tuttugu og fimm aldir. Litla Asía var fyrst bygð af fólki frá Obliu, Ioniu og Doriu Sett- ist það að, á ströndum Agean hafs- ins og allar götur til Svartahafs og voru bygðir þær hinar blómleg- ustu og stóð grísk menning og verzlun þar í miklum blóma áður en Alexander mikli kom þar, og þá var blómi þeirra ekki minni eftir hans dag og Helleniska ríkið komst á vald rómversku herfylkinganna. Framh. Friðarþing. Khöfn., 5. júlí. Friðarþingi Norðurianda var lokið á laugardaginn, var þar að síðustu samþykt áskorun til allra Norðurlanda stjórnanna, að hver þjóðin skyldi skyldug til að leggja öll þrætumál þjóða í milli undir alþjóða dómstól þjóðbandalagsins. Önnur samþykt var gerð, er fer í þá átt, að Norðurlanda þjóðirnar ættu að fella úr lögum almenna herskyldu, sem spor í áttina til minni herbúnaðar Auk þess var rætt um á þinginu, að æskilegt væri að kenslu væri komið á í einu sérstöku rnáli, sem þá yrði heims- mál. 22 atkvæði voru greidd með ensku, en 9 atkvæði voru greidd með nýju tilbúnu máli. Enn frem- ur var rætt um breytingar til bóta á andlegu og líkamlegu uppeldi æskulýðsins.—Morgbl. -------0—. Síldveiðarnar. Reykjavík, 26. júlí. 1921. Norsk blöð segja, að óvenjulega margir ætli að stunda síldveiðar við ísland í sumar af Norðmanna hálfu. En veiðar þessar verða með nokkuð öðrum hætti en verið hefir undanfari. Til veiðanna verða nær eingöngu notuð stór skip, og hafa þau með sér salt og tunnur. Er ætlunin að salta síldina um borð án þess að koma í land og komast á þann hátt hjá kvöðum þeim, sem á útvegnum hvíla samkvæmt ísl. lögum. Frá Gautaborg eru fjögur skip á leið hingað til lands og ætla þau að stunda veiðar í sumar frá Siglu- firði, með sænskum aðferðum. Sænska istjórnin hefir veitt veitt styrk til þessara skipa eða réttara sagt lofað að hlaupa undir bagga, ef veiðin borgi sig ekki, og er til 100 þús. kr. fjárveiting í þessu skyni. Verður Dr. Rosen fiski- fræðingur eftirlitsmaður stjórn- arinnar með skipum þessum og ætlar hann jafnframt að kynna sér fiskigöngur hér við land og ýmislegt sem að útgerð lýtur. — Samkvæmt upplýsingum sem Curt Anderson kaupmaður í Gautaborg hefir gefið oss, ætla skip þeissi að nota sænskar veiðiaðferðir í sum- ar. Verða skipin hér við land fram í septembermánuð. Á hverju skipi eru tólf til 14 manns. Miðað við meðal markaðsverð, þurfa skrp þessi að afla alt að 3,000 tunnur hvert til að toorga allan kostnað. Anderson verður á Siglufirði í sumar og ætlar að kaupa þar síld fyrir “Sveriges Förenede Kon- servfabriker” í Göteborg, til nið- ursuðu. Norsku skipin, sem verða við síldveiðar hér í sumar eru 500*— 700 smálestir a ðstærð og lesta 2— 300 tunnur. Fóru 10 þeirra á stað frá Haugasundi í toyrjun þessa mánaðar.—Lögr. KOREEN InniKeldur enga fitu, olíu, litunarefni, ellegar vínanda. NotaÖ að kveldi. Koreen vinnur Kægt, en ábyggilega og sigrar ára vanrœkslu.það er ekki venjulegt Kármeðal. Það er óbrigðult við kvillum í Kársverðinum. Verð $2.00, eða sent með pósti $2.25. Burðargjald borgað ef 5 flöskur eru pantaðar í einu. Koreen Sales Co., 2140 Broad St., Regina Einkasalor fyrir Canada Borgamafnið Liverpool. Hr. Robert GladStone hyggur að hann hafi fundið uppruna nafns- ins á borginni Liverpool. Hann ritar um þetta á þessa leið: "Hvað viðvíkur endingunni “pool” þá er það auðráðin gáta. par er átt við “pollinn”, sem nú er fyrir löngu búið að fylla upp, en skarst inn úr Merseyfljótinu, þar sem tollhúsið stendur nú og í boga um svæðið þar sem nú er Paradísarstræti og Whitechapel, og endaði þar sem nú er Byrons- stræti. Hvað fyrri hluta orðsins snert- ir þá hafa menn ekki verið á einu máli. Hafa sumir lagt til grund- vallar orðið “Liver,” en aðrir orð- ið “Lither”, og eru báðar þær hug- myndir gamlar. pað sem eg ætla rú að taka fram er, að báðar orð- myndirnar eru réttar, og að réttu lagi má nú rita nafnið “Livther- pool”, eða öllu heldur “Lifthar- pol.” Nafnið er norrænt að uppruna eins og mörg önnur örnefni hér. í fornmálinu íslenzka þýðir orðið “hlíft’n” (eignarfall: “hlífthar”) “vernd” eða “skjól, og á sama tungumáli er “pollr” sama orðið og “pool”. Alt orðið: “hlífthar- pollr” merkir þá “vemdarpollur” eða “skjólpollur” — og er nafnið mjög .vel viðeigandi um þenna stað, sem um margra mílna svæði á strandlengju vorri er eina skýl- ið sem um er að ræða í ofviðrum. Aftur á móti er orðið “Lither” í samlsetta staðaraafninu enska “Litherland” af alt öðrum nor- rænum rótum runnið. pað er komið af orðinu “hlíth” (eignar- fall: hlíthar”) sem þýðir “halli”, o^ þýðir því alt orðið “hlíðarland”, eða “hallandi landsvæði”. Norræna stúdentamótið í Sönder- Borg 3.—9. júlí. Eins og til var ætlast, var sum- armót norræna stúdentasambands- ins að þessu sinni haldið 1 Sönd- erborg á Als. pátttakendur voru -m 150 og var meiri hluti þeirra frá Svíþjóð og Noregi. Að eins þrir íslendingar auk mín, sóttu fundinn, nefnilega: Kristján Al- bertsson stud. mag., Páll Jónsson stud. mag., og Hallgrimur Hall- grímsson mag. art. Að kvöldi hins 2. júlí sátu allir þátttakendur mótsins veizlu hjá Stúdentafélaginu í Kaupmanna- höfn. Formaður félagsins, Manthey Wagner málaflt.maður, bauð gesti velkomna. Skemtu menn sér þar hið allra bezta við hljóðfæraslátt, söng og ræðuhöld, og alt virtist spá góðu um, að á- ægjulegir dagar færu 1 hönd. Snemma næsta morgun var svo haldið af stað með lestinni til Sönderborg. Veðrið var hið á- kjóSanlegasta, sóls'kin og blíðviðri, þó ef til vill nokkuð heitt, einkum fyrir mig, sem kom norðan úr vor- kuldanum — og 'hélzt sú veðrátta alla dagana, meðan á mótinu stóð. Til Sönderborg 'komum við kl. 7 að kvöldi eftir ll'rklu'kkustunda ferð og var þá margur orðinn allþreytt- ur. Fjöldi manns var saman kominn á járnbrautarstöðinni í Sönderborg. Mátti þar fyrst sjá móttökunefndina, sem skipuð var Bertelsen myllnara, Andreas Grau ritstjóra, J. H. Koch borgaristjóra, Jul. Hertz rektor og H. M. Jensen lektor. — J. H. Koch borgarstjóri bauð stúdentana velkomna með snja'llri ræðu, en dr. Sandin frá Lundi, formaður norræna stú- dentasamtoandsins, þakkaði. Héldu stúdentar síðan í fylkingu, syngj- andi hinn alþekta sænska stúdenta- söng* Sjung om studentens lyck- liga dag, yfir bátabrúna, sem tengjir Alseyju við meginlandið og upp að ríkisskólanum, sem léð- ur hafði verið stúdentum til bú- staðar og fundarhalda. Fyrir framan skólahúsið höfðu verið reibtar fimm flaggstengur og fánar hinna fimm Norðurlanda þjóða dregnir við hún. Kvenfólk- inu hafði verið búinn staður í skólastofunum á neðstu hæð, en karlmönnum var ætlað leikfimis- hús skólans. Fyrirlesurum og gest- um sambandsins hafði verið komið fyrir hjá einstaka mönnum úti um bæ. Eg dvaldi á stórum búgarði rétt fyrir utan bæinn, og fékk þar gott sýnishorn af frábærri gest- risni Suður-Jóta. Alseyja er áreiðanlega einhver fegursti hluti Danmerkur, svo um öllu heppilegri fundarstað var varla að ræða. f hafinu, sem um- lykur eyjuna eins og silfurband, ,'speglast hin háu, laufskrúðugu tré, er þekja istrendurnar. Á eyj- unni skiftast á grænir skógar og gulir kornakrar, en víða gnæfa há- reistir kirkjuturnar og mjallhvftar vindmyllur við himinn. Sjálfur’ bærinn Sönderborg er líkastur fögrum aldingarði. Húsin eru ýmist mjallhvít steysteypuhús eða rauð tígulsteinshús, en nær hverju þeirra fylgir trjálundur og blóm- garður, og meðfram flestum göt- um gnæfa há og ribavaxinn tré. Sérhver fundur hófst með því, að fánar Norðurlandaþjóðanna voru dregnir við hún, einn í einu, og eitt erindi af þjóðsöng hvers lands sungið um leið. Var sú Síðasta fundardaginn (föstu- dag) var aðalfundur sambands- ins haldinn og ný stjórn kosin í landsdei'ldirnar. 1 istjórn fslands deildarinnar voru kosnir auk mín: Sigfús Blöndal toókavörður (for- athöfn ávalt hin áhrifamesta, fag- urt tákn þeirrar einingar, sem Norræna stúdentasambandið hef- ir gert að stefnuskrá sinni. All- ir, sem hljóði gátu upp komið, tóku þátt í isöngnum. Jafnvel ‘ Eldgamla ísafold” var sungið með ful'lum krafti, þótt mörgum rcyndist framtourður orðanna erf- iður og skorti skilning á þýðingu þeirra. Að morgunsöngnum loknum komu menn saraan í hinum stóra fundarsal skólans, til þess að hlýða á fyrirlestra er þar voru fluttir tviövar á dag, kl. 10 að morgni og kl. 8 að kvöldi. Fyrirlesarar og fyrirlestrarefni voru þessi: Emil Sommarin prófessor frá Lundi: “Den skandinaviske Möntunion í Krigsaarene og Frem- tiden.” Vilh. Grönbech prófessor dr. phil, “Det tyvende Aarhundredes Renæssance.” Georg Munthe MorgenStjerne dr. phil Kristjaníu: “Naturföl- elsen i den indiske Poesi.” Harald Nilsen magister: “Klass- icisme eller Futurisme.” Georg Madsen jarðfræðingur : “Sönderjyllands Jordbund.” Hinn bezti rómur var gerður að fyrirlestrum þeSisum og þegar Helge Rode rithöfundur las upp nokkur af kvæðum sínum, ætlaði fagnaðadátunum aldrei að linna. — Erindi mitt “Islandske Student- erforhold í Fortid og Nutid” flutti eg á öðrum fundardegi. Að því loknu reis upp dansikur stúdent, Obel að nafni, mælti nokkur eink- ar hlýleg orð fyrir minni Islands og lauk ræðu sinni með því að, biðja menn að hrópa ferfalt húrra fyrir konungi Islands og fslandi. Var ræðu hans tekið með fögnuði miklum og brátt bergmálaði fund- arsalurinn af glymjandi fagnaðar- ópum. Meðan á mótinu stóð voru farn- ar þrjár smáferðir. Fyrsta fundardaginn var haldið til Dyböl-hæða, sem svo merkar eru orðnar I sögu Dana eftir stríðið 1864. Ferð þessi var far- in gangandi, því hæðirnar Hggja rétt andspæniö Sönderborg, hinu- megin við Alssund. Á leiðinni voru lagðir sveigar á leiði þeirra Svía og Norðmanna, sem höfðu komið Dönum til liðs, en fallið í stríðinu. pegar út til Dyböl- hæða kom, settust menn niður og hlýddu á erindi, er prófessor Fab- ricins flutti um sögu staðarins. pvínæst var mönnum fylgt um staðinn af kunnugum mönnum og hann útskýrður fyrir þeim. Á miðvikudaginn var siglt suður til kollund, sem ‘liggur rétt við hin nýju landamæri Danmerkur óg pýzkalands, örskamt norður af .Flensborg. Voru allir gagn- tknir af hinni undurfögru sigl- ingu suður Flenfeborgarfjörðinn. f Kollund flutti suðurjóskur bóndi, Peter Grau einkar fróðlegt og fallegt erindi um Suður-Jótland. Hann er afbragðsvel máli farinn og hefir ávalt staðið fremstur í flokki þeirra manna, sem toarist hafa fyrir réttindm Suður-Jóta og vilja styðja þá í viðleitninni, að halda við þjóðerninu í hinum mörgu þrengingum þeirra. Á heimleiðinni var stigið af skipi , í Graasten, smábæ nokkuð fyrir sunnan Sönderborg. I skóginum fyrir ofan bæ þenna, átti að leika sjónleik og vildu menn ekki láta slíkt frá sér fara. En áttavit- inn var eitthvað í ólagi, svo allur söfnuðurinn viltist, en slíkt var nú einungis til þess að auka gleð- ina og gamanið. Loks sáu menn að ekki tjóaði að ráfa svona fram og aftur um skóginn svona alveg út i toláinn og ráðstefna var hald- in. par var auðvitað hver höndin upp á móti annari, allir þóttust vita hvaða stefnu ætti að taka, en engum bar saman. Menn skift- ust því í nokkra flokka og héldu hver sína leið. Nökkrir flokk- anna komust eftir miklar þreng- ingar þangað, sem leikhúsið var, og var leikurinn þá auðvitað löngu byrjaður, en margir fundu aldrei þenna hulda stað og þóttust hólpn- ir að finna Graasten aftur og ná í lestina, isem átti að fara með okk- ur ti'l Sönderborg. Á fimtudag keyrðum við með lestinni til Augustenborg, þar sem hertogarnir sátu forðum. Var fyrst skoðuð hin undur fallega hallarkirkja. par mátti meðal annars sjá sorglegar menjar ó- friðarins mikla, þar sem í einu horninu stóðu allar orgelpípurnar, sem pjóðverjar höfðu rifið niður og ætlað að smíða vopn úr, en ekki unnist tími til að nota. Að því loknu skemtu menn sér eftir föng um í Ihállargaðinum eða skóginum, sem liggur upp af sjálfum bæn- um. maður), Páll Jónsson stud mag., Vil-hj. Gíslaison stud. mag. og Stefán stud. jur. frá Fagraskógi. Aðalstjórnin, sem síðaistliðið ár átti sæti í Svíþjóð, var nú flútt til Danmerkur og er prófessor Fab- ricius formaður hennar. Loks var ákveðið að næsta stúdentamót skyldi haldið í Finnlandi eða Sví- þjóð og að aðalstjórn skyldi skrifa formanni Reykjavíkur-deildarinn- ar og biðja hann að ranrísaka möguleika fyrir sumarmóti á Is- landi og leggja fram skýrslu um það fyrir næsta aðalfund. pað er óhætt að fullyrða að fundur þessi hafi tekist ágætlega. Hver dagurinn var öðrum ánægju- legri og ekkert var til þess að draga úr happasælum árangri mótsins, heldur mun alt hafa stuðlað að því, að vekja og glæða hjá mönnum áhuga á að vinna að andlegri og félagislegri einingu Norðurlanda. Má þar þakka al veg einstöku félags'lyndi þátttak- enda, ágætri stjórn og undirbún- ingi af hálfu þeirra, er fyrir fund- inum stóðu og frábærri gestrisni og alúð borgarbúa. Sérstaklega mun mörgum lengi í minni vera hinn síglaði myllnari Bertelsen, sem alstaðar var hrókur alls fagn aðar og hvers manns hugljúfi, er honum kyntist, Alt stefndi þannig í þá átt að gera mönnum dvötina í Sönder- borg og í Suður-Jótlandi óglevm- anlega. Og vart mun sá stú dent vera, sem ekki fór þaðan fagnandi yfir því, að Danmörk hafði fengið aftur þetta ynJis’ega land, sem bæði hvað landslag og íbúa snertir, er algerlega danskt. P. t. Kölstrup, 22. júlí 1291. Hálfdán Helgason. cand. theol. —Morgunblaðið. Frá lslandi. Copenhagen Vér ábyrgj- umst það að vera algjörlega Kreint, og það bezta tóbak í heimi. ?P|NfÍÁGEN# " • SNUFF • Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mildu tóbaksiaufL MUNNTOBAK Nýlátinn er ií Kristjaníu í Nor- vegi Magnús porsteinsson, bróðir Ólafs verkfræðings. í fyrradag varð það sorglega slys að drengur á fimta ári varð undir tré, sem féll á hann, og andaðist hann litlu síðar. Hann hét Bene- dikt og var sonUr hjónanna Elín- ar Klemensdóttur og Björns Boga- sonar bókbindara. Mikil óþurkatíð hefir verið vestan lands og norðan isíðan þurk- arnir hófust hér. — Úr Bitru í Strandasýslu var símað í morgun, að þar hefði ekkert strá verið hirt enn. porsteinn porsteinsson, óðals- bóndi á Grund í Svínadal í Húna- vatnssýislu, andaðist að heimili sínu 6. þ.m. Hann var bróðir þeirra séra Jóhanns frá Stafholti, Ingvars í Sólheimum og Guðmund- ar í Holti, föður Magnúáar fjár- málaráðherra. Jólagjafir. gleði eigingirninnnar. Eg hefi vitað til þess, að stúlkur eyddu $100 (eitt hundrað dollurum) ár- lega í jólagjafir, sem mestmegnis voru óþarfar. Eg hefi þekt stúlk- ur, sem hafa verið svo skammsýn- ar að taka til láns peninga fyrir óþarfar jólagjafir og ekki komist úr skuldunum fyr en mörgum mán- uðum eftir jól. pað er sárgrætilegt að vita af öllu þessu fé eytt í óþarfa, en á sama tíma eru menn og málefni sárbiðjandi um hjálp. Á meðal okkar Vestur-íslendinga eiga sum af áhugamálum vorum við þröng kjör að búa, þótt ekkert af þeim eigi að líkindum eins erf- itt uppdráttar og skólamálið. Mikil gæti sú hjálp orðið því málefni, ef lúterskir íslendingar í bæjum og toygðum hér vestra gerðu upp reikninginn við sjálfa ■sig gagnvart óþörfum gjöfum ræstkomandi jól og gæfu það fé, er vanalega gengi fyrir þær, i jólagjafasjóð til J. B. skóla, sem svo yrði notaður til starfrækslu skólans með nýárinu. óumræðilega mikil blessun mundi stafa af þeim jólagjöfum, bæði fyrir þá, er gæfu, og málefn- ið, sem þarf að berjast svo hart við fátæktina fyrir tilverunni. Islenzk stúlka. Fyrir n-okkrum árum birtist grein í blaðinu Lögberg, með Ifyrirsögninni, Jólagjafir, var hún rituð af íslenzkri konu, sem blæddi í augum það feykna fé, sem árlega er eytt í óþarfar jólagjafir. Ekk veit eg Kvað víðtæk áhrif sú litla grein hafði, en margir voru það sem fundu sannleika í henni. Nú fer að líða að þeim tíma sem farið verður að hugsa um jótagjafir og jólagleði, sém er bæði hávær og hégómafull, þar sem verzlunarlífið gleðst af vörugróða en einstaklingslífið af gjafagróða. Eflaust myndi það draga úr hinni ósönnu jólagleði okkar á meðal, ef reynt væri að fœkka óþörfu jólagjöfunum, því það eru ein- mitt þær sem vanhelga jóla- gleðina. Enn er mögulegt að ’draga strik á milli þörfu gjaf- anna og þeirra óþörfu; Já, — allr jólagjafir sem ekki ná til- gangi sínum eru óþarfar. En tilgangur hinnaþörfu jólagjafa er, að helga minningu frelsar ans sem þá fæddist, þær eru sprottnar af kærleik til hans og minningu hans umvafnar. Sannar jólagjafir draga tit Krists, en ósannar draga frá hon- um. ipörfu jólagjafirnar eru sprottn- ar af kærleika, sem þráin að gleðja, en ekki af endurgjaldsvon ré af vana eða nauðung. “Eg má til að gefa henni, hún gaf mér í fyrra”. “Eg er vön að gefa þeim og kann þess vegna ekki við að hætta við það.” pessu líkt heyrist oft er nálgast jól. pannig tilkomnar gjafir van'helga mimv ingu frelsaranis og breyta jóla- gleðinni úr gleði kærleikans í Æfiminring. Gestur Guðmundsson, fæddur 3. ágúst 1876, dáinn 13. jan. 1921. Hann var fæddur á Kleyfarstekk í Breiðdal í Suður Múlasýslu. For- eldrar hans voru Guðmundur Jónsson og kona hans Ingigerður Einarsdóttir. Guðmndur var son- ur merkishjónanna Jóns Guð- mundssonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur prests í Berufirði Skaptasonar, er bjuggu í Keldu- skógum á Berufjarðarströnd. Gestur fluttist þriggja ára gam- all með foreldrum sínum vestur um haf til Nýja Islands árið 1879. Á Bjarkarstöðum í Breiðuvík (er seinna var nefnt Hnausar) var hann tvö ár, þar á Bjarkarstöðum misti hann móður sína árið 1881. Fluttist hann svo með föður sín- um sama ár að Sandy Bar, hvar hann dveldi til æfiloka. Systur Gests sem voru fjórar, Guðrún, Bergljót, Guðný Jónína og Aðalheiður, fóru til 'skyldmenna og vandalausra þegar móðir þeirra lézt, svo að eins Gestur, sem var yngstur af börnum Guðmund- ar, ó'lst upp hjá föður sínum á Sandy Bar við strönd Winnipeg- vatns í austurparti Fljótsbygðar í Nýja íslandi. Guðmundur gróð- ursetti rækilega hjá syni sínum elsku til Guðs og manna. Trú Gests sást af verkum hans. í æsku sá Gestur stundum það, sem eg hygg hafi verið gróði fyrir sálu hans. Hann sá- nokkrum sinnum hinn vel kynta Indíána, John Ramsay koma að Sandy Bor og krjúpa niður við leiði konu sinnar og grátandi hefja augu sín til himins og biðjast fyrir. Kona Indíánans hvílir skamt frá íbúð- arhúsinu á Sandy Bar. Dáin í septmber 1876. Gistiheimili var hjá feðgunum á Sandy Bar handa ferðamönnum, sem stöðugt á vetrum komu norð- an frá veiði'stöðvum á Winnipeg- vatni. — Sagt hefir mér verið, að oft hafi feðgarnir að áliðnu kvöldi hengt ljósbera upp í tré til leið- toeiningar ferðamönnum. Gestur eigaðist góða konu, Kristbjörgu Jóelsóttur, ættaða úr Mýrasýslu pau eignuðust 6 börn: Guðmundur, fæddur 15. okt. 1901, stundar tannlækninganám í Win- nipeg; Guðjón, fædd. 4. maí 1903; Einar fæddur 19. október 19C6; þeir síðarnefndu eru aðal hjálp móður sinnar við búskapinn á Sandy Bar; Gestur, fæddur 20. nóv. 1910; Ingigerður, fædd 1. maí 1912, og Guðrún Kristbjörg, fædd 29. nóv. 1915. í septembermánuði fyrir ári síð- an kendi Gestur meins í hálsinum, er reyndist að vera krabbamein. Tvisvar fór hann til Winnipeg að leita sér læknishjálpar. Seint í desembermánuði höfðu læknarnir gefið upp alla von um bata. Gest- ur kom heim skömmu fyrir jól frá Winnipeg og andaðist 13. janúar sem áður getið. Gestur var mjög vel gefinn mað- ur; þó litillar alþýðuskólamentun- ar nyti hann í æsku var hann þó vel að sér til bókarinnar,. Fjör- maður var hann og vel toygður að líkamskröftum vanst mikið við hvað helzt sem hann vann, hepn- aðist mjög vel veiðivinna á landi og vatni. Hann var glaðlyndur og ávalt hress í tali. í æsku kyntist hann mörgum og eignaðist marga vini þegar ferðamenn gistu hjá þeim feðgum, og allir, sem kynt- ust Gesti, munu minnast hans sem manns, er ávalt sýndi í framkomu sinni sánnan drengskap og mann- úð. Undir burtför sína bjó Gestur Sig vel og kristilega, eftir að hann vissi að engin von var um bata til þessa lífs. Bað hann guð um að lausnarstund sín kæmi sem fyrst (að hann yrði meðtekinn í himn- eska sæluvist sem fyrst). Guði á hendur fól hann konu sína og börn. Winnipeg, 5. sept. 1921. porleifur Jackson. Long Distance Telephone þjónusta Með því að nota Milli-Stöð- va línurnar,bæði á nóttu og degi,lækka ritgjöld til fyrir símtöl stórkostlega. Spj^rjist fyrir hjá Stöðvar- stjóranum um hlunnindin, sem fylgja Station-to Station notkuninni. Manitoba Telephone System

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.