Lögberg - 08.09.1921, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.09.1921, Blaðsíða 6
Bls. 6 JJÖGBERG .FIMTUDAGINTST, 8. SEPTEMBER 1921 PERCY Og HARRIET Eftir frú Georgia Sheldon. “ Já, ” svaraði Helen kuldalega. * ‘ Eg fann hana knéfallandi með margar fatatuskur í kring um sig. En enginn getur trúað jafn ósenni- legri sögu og hún hefir sagt ökkur. Pað sem næst liggur að ætla er, að hún hafi þá verið að húa sig undir að fela þýfið, ef henni hepnaðist að ná því. “En eg liafði menið í höndum mínum eftir að þér voruð farnar,” sagði Harriet ákveðin. ' “Það verðið þér neyddar til að sanna, áð- ur en við geþum trúað því,” svaraði Helen háðs- lega. Spæjarinn horfði á þær báðar með ná- kvæmni, hina drambsömu, fögru stúlku með ilskulegu augun — og hina vingjarnlegu, blíðu og elskulegu stúlku, sem aldrei gleymdi að koma fram seon siðmentuð heldri stúlka, og gaf skýrslur sínar svo blátt áfram og róleg. “Getið þér sannað að þetta hálsmen fanst á yður f Er vitavörðurinn, sem bjargaði yð- ur, enn þá lifandi?” “Nei, hann dó fyrir mörgum árum síðan. Og á hálsmeninu er elkkert nafn,” svaraði B.arr- iet þreytuleg. “Hvað er orðið af aðstoðarmanni hans og sonarsyni?” spurði spæjarinn. “Um aðstoðarmann hans veit eg ekki neitt og hinn er ekki í þessu landi nú sem stendur,” svaraði hún og roðnaði. Hún var nú ákveðin í því, að blanda Percy ekki inn í þetta mál, ef hún gæti forðst það. Hún var hrædd um, þar eð hún hafði eklki kanast við að þekkja hann frá fyrri tímum, að menn kynni að álíta hann samsekan, ef hún sneri sér til hans, til þess að votta að hálsmen- ið væri hennar eign. Og hann gat ekki sannað það, nema með orðum sínum, en á hina hliðina var aragrúi af vitnum, til að sverja það, að það hefði áður verið í eigu frú Stewarts. “Hvar er þessi ungi maður nú?” spurði spæjarin, sem sá hana roðna. “A Frakklandi,” svaraði Harríet. “Hvað heitir hann?” “Eg—eg vil helzt ekki segja yður það,” svaraði hún niðurlút. “Heyrið nú, unga stúlikan mín,” sagði hann ákveðinn en alúðlega. “Þér slkiljið má- ske ekki, að þér eruð í hættu stödd, nú sem stendur. Ef þér getið ekki sannað það, sem þér hafið sagt okkur, þá er það skylda mín að láta yður í varðhald, sem mér er þó nauðugt. Þtér verðið þá ásakðar um þjófnað og yfir- heyrðar. Það er því nauðsynlegt, að þér útveg- ið allar þær upplýsingar, sem þér getið, til að staðfesta frásagnir yðar.” “Eg hefi að eins sagt yður sannleika,” svaraði hún, “en eg hefi að eins mín eigin orð til stuðn.ings í stað sannana.” Helen brosti háðslega að þessum orðum c*g gekk svo þegjandi út. Bella gekk þar á móti til hennar og lagði handlegg sinn um mitti hennar; hún var sann- færð um að Harríet var saklaus. “Þér neitið þá að segja mér nafn_þessa unga manns?” spurði spæjarinn. “Eg get það ekki, að minsta kosti ekki núna,” sagði hún. Spæjarinn hugsaði sig um. Svo sagði hann við frú Stewart: “Þér sögðust hafa læst dyr- unum, þegar eldri dóttir yðar var farin, sem eá yður leggja menið í Ihylkið, og að þér lituð eftir að allir gluggar væri lokaðir. Þér sögð- ust líka hafa læst dyrunum, þegar þér komuð ofan um morguninn og látið lykilinn í vasa yð- ar, og að þér mættuð ungfrú Gay, sem verið hafði á sjónum?” “Já,” svaraði frúin. “Þér sögðuð mér enn,fremur, að ungfrú Gay hefði farið snemma út?” “Já, hún sagðist hafa farið út klukkan sex. Og þjónarnir segja það satt vera.” “Það bendir á að hún, hafi hún stolið men- inu, hefir farið inn til yðar á tímanum frá því þér komuð heim og þangað til hún fór út.” Frú Stewart var bæði hrygg og óviss. “Eg skil ekki hvernig það hefir getað skeð,” svaraði hún. “Lykillinn stóð í dyrun- um í morgun, eins og eg skildi við hann í gær- köldi.” “Geta menn komist inn tiil vTðar á annan hátt?” “Það eru dyr á milli gestaherbergisins og míns, en þær eru alt af lokaðar.” “Stendur lykillinn í skránni?” “Nei, hann hangir á nagla í veggnum.” “Sáuð þér þann lýkil í morgun, áður en þér fóruð út?” “Já, eg tók eftir honum þess vegna,* að kónguló hafði spunnið vef sinn utan um hann” svaraði frúin. En hún var mjög alvarleg, því hún vissi hvað af öllum þessum spurningum mundi leiða. Þær bentu á, að Harríet hafði ekki getað komist inn í herbergi hennar, til að taka hálsmenið. Hpæjarinn hugsaði sig um stundarkorn, og gekk svo að dyrunum á herbergi Harríets og tók lykilinn úr skránni. “Verið þið kyrrar hér inni” skipaði hann “og látið engan fara út.” Að þrem mínútum liðum kom hann aftur, mjög alvarlegur. “Gátan er ráðin,” sagði hann óg hélt Ivklinum hátt upp. “Þessi lykill opnar dyrn- ar á milli gestaherergisins og yðar. Þær hafa efunarlaust verið opnaðar ti'l þess að ná í meðnið á meðan þér sváfuð. Unga stúlkan mín,” sagði hann svo. “Það er skylda mín að taka yður og setja í varðhald, í nafni drotn- ingarinnar.” Harriet snéri fölu andliti sín að frú Stewart. “Ó, Ikæra frá Stewart,” sagði hún ósegj- anlega hrygg. “Þér viljið ekki leyfa að eg verði fyrir slíkum rangindum? Eg hefi aldrei tekið svo milkið sem títuprjónsvirði frá nokk- urri manneskju. Og hvert einasta orð, sem eg hefi talað, er satt.” “Mér þykir það leitt yðar vegna, að eg get ekki trúað því,” svaraði frúin kuldalega. “ Og eg hefi enga heimild til að hindra réttvís- ina að rannsaka þetta mál.” “Eg afhendi yður nú eign yðar, frú,” sagði spæjarinn og rétti henni menið. “Mér þykir vænt um að þér fenguð það svo fljótt aftur. Það er sjáalega afar verðmikið. Þér ættuð að gæta þess betur hér eftir; þér vitið eflaust, að það verður að afhendá það réttvísinni meðan yfirheyrslan fer fram. Komið þér nú, ungfrú Gay,” sagði hann við Harríet. “Þér verðið að búa yður undir að koma með mér.” “Nei,” sagði unga stúlkan ákveðin, sneri sér aftur að frú Stewart og sagði í bænarrómi með framréttar hendur eftir meninu: “Þér megið ekki taka það frá mér, það er ekki yðar men. Eg bið yður innilega að fá mér það aft- ur. Það er það eina, að undanteknum þessum þremur flíkum, sem eg get nokkuru sinni sann- að með, hverrar ættar eg er, ef eg iskyldi finna foreldra mína, séu þeir annars lifandi. Eg get ekiki mist það, því það er mín eign.” Frúin ypti öxlum óþolinóðlega og sagði:' “Þér gætuð verið góð leikmey, ungfrú Gay,” Og iliætti svo við með meiri tilfinningu: “Eg er bæði hrygg og hrædd yfir þessum hneykslis- lega viðburði. Eg hefi trevst yður og farið með yður eins og þér tilheyrðuð fjöilskyldunni, þar eð eg áleit yður samvizkusama, sem rækt- uð sikyldur yðar vel, gagnvart mér og dóttur minni.” “Eg er líka samvizkusöm, og eg hefi reynt að gegna skyldum mínum,” svaraði Harríet rólega. Hún var nú búin að yfirbuga sorgina yfir því, að missa menið. Hún vissi nefnilega, að það var gagnslaust að biðja um það. “Eg held að hún segi satt, mamma. Og eg get aldrei fyrirgefið þér, ef þú samþykkir, að hún sé látin í fangelsi. Ef þú ert sa\m- færð um, að menið sé þín eign, ættir þú heldur að halda því, þó eg sé alls ekki sannfærð um, að þú hafir heimild til að gera það. En frels- aðu Harríet frá fangelsis sneypunni og yfir- heyrslunni,” beiddi Bella innilega, með eld- rautt andlit af gremju, meðan hún enn hélt vinstúlku sinni í faðmi sínum. “Þegiðu Bella! Þú veizt ekki um hvað þú talar,” svaraði móðir hennar hörkulega. “Yfirsjón af þessari tegund Verður ekki fyr- irgefin hegningarlaust. Farðu upp í herbergi þitt, Bella, á meðan eg hjálpa ungfrú Gay að búa sig undir burtförina.” “Mamma, mamma! Þú skalt aldrei fá leyfi ti'l að lát setja hana í fangelsi!” sagði Bella ákveðin. “Gakk þú í ábyrgð fyrir hana — taktu alt sem eg á, ef þú vilt. Frelsaðu hana frá þessu.” ■“Farðu, Bella!” sagði frúin enn þá hörku- legar, en þegar hún hlýddi henni ekki og þrýsti sér að Harríet, tók hún í handlegg hennar, leiddi hana út og lokaði dyrunum á eftir henni. iSpæjarinn gekk nú fram í ganginn og kvaðst ætla að bíða þar, þangað til Harríet væri tilbúin að fylgja honum. Frúin hjálpaði henni með að tína saman nokkura nauðsynlega muni, til að hafa með sér. Hún sagðist skyldi lát alt ofan í koffort- ið aftur, sem þar ætti að vera, og hún gæti sent eftir því, þegar hún vildi. Harríet gekk nú út úr snotra herberginu sínu, þar sem henni hafði liðið svo vel seinustu vikurnar; en hún líktist lítið afbrotamann- eskju. Þessi kyrláti spæjari fann, þegar hann leit á hana, til viðbjóðs á starfi sínu í fyrsta skifti á æfinni. Honum fanst það glæpi næst, að verða að fara með þessa ungu stúlku í fang- elsi. Um leið og hann gekk á undan lienni ofan stigann og ætlaði að fara með hana út úr hús- inu, kom maður inn um dyrnar. Það var lávarður Hartwell Nelson. A næsta augnabliki heyrðist hátt óp, sárt snökt og hratt fótatak, og BeTlá fleygði sér grátandi í faðm unga mannsins. 28. KAPITULI. “Ó, lávarður Nelson! Látið þér þau ekki fá leyfi til að fara burt með hana!” stamaði Bella, gagntekin af sorg og kvíða. ”Eg er viss um, að hér eiga sér stað misgrip. Harríet hef- ir aldrei á æfi sinni gert neitt rangt. En henni er ekki trúað, og þessi maður ætlar með hana í fangelsi. Góði getið þér ekki gert eitthvað til að frelsa hana?” “Frélsa hana — Harríet! Láta hana í fangelsi!” endurtók lávarðurinn gagntekinn af undrun, og leit hálfskelkaður á ungu stúlk- una grátandi í faðmi sínum, og af henni á ó- kunna manninn og Harríet, sem stóð föl við hlið hans. “Hvað á þetta að þýða?” spurði hann Harríet. Hún blóðroðnaði þegar hún mætti augna- tilliti Hans. Og varirnar titruðu, þegar hún svaraði: “Mér er borið á ibrýn að hafa tékið nokkuð sem eg á ekki. Og eg er tekin í varð- ihald.” “í varðhald! Þér?” þrumaði hann með mótmælandi raddhreim. “Bíðið,” skipaði hann spæjaranum. Gekk svo til frú Stewart og bað um skýringu. Hún sagði 'honujn með fáum orðum hvað skeð hafði, og sýndi honum hálsmenið, sem nýlega var tekið upp úr kofforti Harriet. “Þér segið, að hún krefjist þessa sem sinnar eiignar?” spurði hann þegar hún var búin með frásögnia. Hann mundi, að frú Stewart hafði borið Slíkt hálsmen kvöldið áður. “Já, lávarður,” sagði spæjarinn, “en þér og eg vitum ofur vel að stúlka, sem vinnur fyr- ir sér, mundi naumast eiga jafn verðmikinn 'griP-” Nélson lávarður var ekki á sömu skoðun. En hann var orðinn fölur. “Viljið þér leyfa mér að spyrja ungfrú Gay nokkurra spurninga?” spurði hann spæj- arann óg nálgaðist Harríet. “Já, auðvitað, lávarður, en með því skil- yrði, að þér tefjið okkur ekki of lengi. Eg verð nefnilega að koma mínum fagra fanga á vissan stað nógu snemma til þess, að eg geti farið með kvöldlestinni til London,”, svaraði spæjarinn kurteislega. “'Viljið þér segja mér með sem fæstum crðum fr*á viðburðinum viðvíkjandi þessu hálsmeni?” spurði Nelson lávarður ungu stxílk- una alúðlega og horfði rannsakandi augum á andlit hennar. Hann tók ekkert tillit til frii Stewart né Helenar, sem létu í Ijósi óánægju yfir afskiftum hans og umhyggju fyrir hinni seku stúlku. Það lá við, að Harríet misti sjálfsstjórn sína, þegar hún sá meðaumkunina í augum hans. En hún jafnaði sig dálítið og saigði hon- um aðal innnhald þess, sem hún hafði sagt hínum. “Þér hafið þá haft þetta hálsmen í yðar eigu, síðn þér voruð þriggja ára gamlar?” spurði hann, þegar hún hafði lokið skýrslu sinni. “Nei, ekki í minni eigin geymslu og eigu. Það kom fyrst í mína eigu eftir dauða hans.. Hann geymdi það til þeirrar stundar. Þá var það samkvæmt beiðni minni afhent mér, þó mér væri ráðlaigt að fá það geymt í einhverjum örvggiskjallara,” svaraði Harriet. “Og þér segist hafa horft á það í gærkveldi, eftir að frú Stewart var farin til samkom- unnar?“ spurði lávarðurinn. “Já, eg varð svo undrandi — já, alveg utan við mig, þegar eg sá hana taka sitt eigið men úr hylkinu, að mér lá við að krefjast þess sem minnar eignar. En undir eins og hún var farinút, gekk eg til míns herbergis, til þess að fullvissa mig um, að mitt men væri í sinni öskju.” “Hafið þér komið inn í herbergi frú Stew- arts síðan þér kræktuð meninu um hennar háls í gærkveldi?” spurði lávarðurinn. “Nei, þar hefi'eg ekki komið; eg var sof- andi þegar þær 'komu heim, og morguninn næsta fór eg á fætur klukkan sex og reri mér til ékemtunar uin sjóinn og kom ekki heim fyr en kringum klukkan tíu. Litlu síðar varð frú Stewart vör við að hún hafði mist menið, og áður en eg hafði haft tíma til að fara upp.” “Þetta er þýðingarlaust,” sagði frú Stew- art óþolinmóð. “Spæjarinn hefir uppgötvað, að lykillinn að hennar herbergi opnar líka ein- ar dyrnar, að raínu; og hann er sannfærður um, að hún hafi farið þangað inn meðan eg svaf, og tekið hálsmenið” “En hún fullyrðir, að hún hafi ekki kom- ið inn í yðar herbergi síðan þér fóruð á sam- komuna, svaraði lávarðurinn, og hann athug- aði andlit Ilarríets uppihaldslaust. “Sá sem stelur, lýgur líka,” segir mál- tækið,” svaraði frúin. Róleg fyrirlitning kom í Ijós á andliti Harriets. “Eg hefi að eins sagt það, sem satt er,” sagði hún róleg og mætti hiklaust augatilliti lávarðarins. “Eg trúi því sem þér segið,” sagði hann, og sneri sér svo að frú Stewart. “Eg er sann- tærður um, að yður og leynilögregluþjóninum skjátlar; og eg er viss um, að ungfrú Gay hefir sagt okkur hreinan sannleika. Það er heldur ékki sanngjarnt að álíta, að hún hefði rænt yð- ur jafn verðmætum skrautgrip, án þess að geyma hann á óhultari stað en í koffortinu sínu. “Það hvílir eitthvert leyndarmál yfir ætt- erni hennar. Hún hefir eflaust tilheyrt auð- ugri fjölskyldu, þegar henni var bjargað frá sökkvanði skipinu. Fatnaðurinn, sem þér haf- ið lýst, sannar þetta, og þó undarlegt sé, er það ekki mögulegt að þetta hálsmen, sem þér haldið á, -sé eiijs að gerð og yðar eigið, og hafi verið eign móður hennar, eins og hún segir. Mér liggur við að halda, að einhver annar hafi stolið mjninu yðar, og að hún eigi þetta.” Frú -Stetwart stokkroðnaði og augun skutu eldingum af reiði yfir þessum orðum. “Þér álítið þá, að eg hafi tilreiknað mér verðmikinn grip, sem hún á?” sagði 'frúin hörkulega. “Ekki með ásettu ráði; því cg veit mjög vel, að þér viljið ekki gjöra henni rangt til. En eg er sannfærður um, að ungfrú Gay væru sýnd mikil rangindi, ef hún væri sett í varð- hald og síðan yfirheyrð,” sagði hann djarf- “Eg get ekki hindrð það,” sagði frúin þrjózkulega. “Eg krefst þess, að eiga þetta hálsmen, og eg ætla að halda því í minni eigu, þangað til annað eins verður fundið.” “Það er nú í rauninni of seint að hlutast til um þetta,” sagði spæjarinn; “því ungfrúin er nú tekin föst, og réttvísin verður að hafa sinn gang.” “Mér þykir það leitt,” sagði hann ogleit kuldalega til frúarinnar. “En það er að minsta kosti í mínu valdi að gera kringum- stæðurnar dálítið þolanlegri fyrir ungfrú Gay. Það er að líkindum leyfilegt, að einhver gangi í ábyrgð fyrir hana, hr. lögregluþjónn?” “Já, það held eg lávarður, ef einhver vill borga þá peningaupphæð, sem til þess þarf.” JLT/* .. ■ • timbur, fialviður af öllum Ný]ar VOrubirgðir tegundum, geirettur og aU- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ------------- Limitad-- HENRY AVE. EAST - WINNIPBG “Þá skal eg ganga í ábyrgð fyrir ungfrú Gay og borga upphæðina, hve stór sem hún er, ef eg get komið í veg fyrir að hún verði sett í varðhald.” “Þetta er yfirburða vel gert af yður,” sagði Helen, með ilskulegri alúð. “Það trygg- ir yður óefað ás—þakklæti ungfrú Gay til ei- lífðar, fyrir yðar óviðjafnanlegu v^isemd.” Bella þaut til Harríet, tók utaw um hana og grét hátt af ánægju. Frú Stewrt varð líka skapléttara, því hana hrylti við að Harríet yrði látin í fangelsi, þó liún áliti hana seka. “Hún getur auðvitað ekki verið hér leng- ur, mamma,” sagði Helen lágt. Lávarður Nelson og Harríet heyrðu það samt, og hann leit fyrirlitlega til ungu stúlk- unnar.. Harríet roðnaði, því hún vi-ssi eJkki hvert hún ætti að fara. Hún átti enga vini að snúa sér til. Hún hné niður á -stól, þegar láVarðurinn bauðst til að ganga í ábyrgð fyrir hana — hún varð gagntekin af góðvild hans; en um leið hnuggin. “Hver myndi vilja hýsa grunaða afbrotastúlku?” hugsaði hún. Lávarðurinn gekk til hliðar, til þess að semja við spæjarann. Þegar sá síðarnefndi hafði fullvissað sig um, að aðalsraaðurinn, nær sem þess yrði krafist, ábyrgðist að hún mætti fyrir réttinum, ákvað hann að takíL á sig á- byrgðina* fyrir því, að láta hana ekki í varð- hald. A]ð því búnu kvaddi hann og fór. “Nú er alt í betra horfi, ungfrú Gay, að minsta kosti fyrst uijj. sinn,” sagði Nelson lá- varður glaðlega, þegar hann kom aftur til hennar. “Þér eruð frjáls sem fuglinn, þangað til þessi ógeðslegi viðburður verður rannsak- aður af réttvísinni, og eg vona, að áður en yf- irheyrsla fer fram, verðum við búin að finna þann seka og leysa yður úr þessari óþægilegu stöðu.” “Eg er yður innilega þakklát fyrir yðar niiklu hjálp,” sagði Harríet. 'Nú saknaði hún hinnar ástríku umhyggju Peroys, því hún vissi ekki hvar hún gæti feng- ið þak yfir höfuðið. Mér þykir vænt um að geta frelsað yður efrá þeim óþægindum, s<yn eg get hlíft yður við,” svaraði Nelson. “Get eg gert meira fyrir yður? Á eg að fylgja yður til ættingja yðar eða vina?” “Þökk fyrir,” sagði hún, “en eg á enga ættingja, enga vini, siem eg get leitað skjóls hjá. En eg get líklega fengið leigt herbergi ein- 'hverstaðar, þangað til yfirheyrslan fer fram.” “Þú vilt lííklega ebki leyfa, miamma, að Harriet fari úr okkar húsi. Hér er nóg pláss og engin ástæða til þess, að hún megi ekki vera hér í kyrð og ró,” sagði Bel-la áköf. “Ungfrú Gay þarf ekki að fara héðan í kvöld, ef henni finst hún ekki nógu hress til þess,” svaraði frúin kuldalega. “Hún getur verið hér til morguns. Ef þér ætlið að leita að leiguherbergi, þá er betra fyrir yður að byrja á því snemma dags,” sagði hún við Harriet þóttalega. _______ Augu Nelsons skutu eldingum. “En hvað þessar kvenpersónur eru til- finningalausar,” hugsaði hann. “Leyfið mér að bjóða yður að setjast að í raínu heimili fyrst um sinn, ungfrú Gay,” sagði hann alúðlega. “Amma mín, hertog- innan, mun án efa með gleði taka á móti yður, og sýna yður vinsomd,” sagði hann og leit þóttalega til frúarinnar og Helenar. “Það verður nauðsynlegt fyrir yður,” ’bætti hann við, þegar hann sá að Harriet var ekki fær um að svara, “að vera kvr hér í Brigh- ton, þar eð naumast líður langur tími þangað til þér verðið að mæta fyrir réttinum, og þá verður ákveðið nær yfirheyrslan skal fram fara. En á meðan vona eg að þér gerið það, sem eg bið'yður um, að-koma heim með mér?” Harriet leit þakklátum augum á hann og svaraði skjálfrödduð: “Þetta er mjög vel gert af yður. En eg ætti Iíklega ekki —” “ Jú, það ættuð þér að gera,” svaraði hann brosandi. “Látið mig að minsta kosti fara með yður heim í kvöld. Svo getið þér hugsað um það á morgun, hvað þér viljið helzt gera. Komið þér nú. Vagninn minn er fyrir utan dyrnar. Eg skal fara með yður beina leið heim.” . Harriet hefði helzt viljað fara upp í sitt * eigið herbergi, en frú Stewart stóð hjá þeim köld, dramibsöm og þegjandi. iHarriet fanst því ekki hyggilegt að vera þar sem hún var sjáanlega óvelkomin. Það var orðið framorðið, hún var orðin þreytt og þjáð af viðburðum dagsins, og hafði heldur engan mat smalkkað síðan snemma nm morguninn. Þegar lávarðurinn kom nú og tók í hendi hennar til að leiða hana út úr hús- inu, veitti hún enga mótstöðu, þó að Bella kysti hana með tár í augum og segði, að “það ræri stór skönvm að reka hana bnrt á þenna hátt.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.