Lögberg - 08.09.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.09.1921, Blaðsíða 4
BJ*. 4 LOGBEBG, FJMTUDAGINN, 8. SEPTBMBER 1921 Uögbfrq Gefið út hvem Fimtudag af The CoL umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talsimari K-63272oé N*6328 Jón J. Bíldfell, Editor Utanáskrift til blað»in»: THE COLUMBIA PRE3S, Ltd., Box3l7J. Winnlpeg. M»1- Utanáakrift rit»tjóran»: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, M»n- The "Lögberg” is printed and published by The Columbla Press, Limiited. in the Columbla Block. 853 to 867 Sherbrooke Street. Winnipeg, Manltoba. Þingmaðurinn í St. Georges. Það var .stundum í gamla daga, þegar um ferðakonur bar að garði á íslandi, og voru að segja fréttirnar, þá “óð svo mikið á þeim”, að 'það lítið nýtilegt sem þær höfðu að segja, druknaði í málæði og orðagjálfri. Svipað hefir þingmanninum frá St. George, farist í Heimskringlu 24. ágúst síðastliðinn, þar sem ihann eyðir n'álega fimm dálkum, til þess að svara tuttugu og sex línum, er stóðu nm hann í Lögbergi 28. jólí s. 1. Mezt af þessu langa móli í Heimskringlu fer ýmist fyrir ofan garð eða neðan — kemur málunum sem um er að ræða ekki minstu vit- und við — Er annaðhvort mælgi, gorgeir, eða sjálfshól og látum vér slíkt óátalið, því lof læt- ur vel í eyrum flestra manna, og þeir sem ekkert eða sáralítið fá af því tagi frá öðrum, verða að gjöra það sjálfir — eða vera án þess. í allri þessari áminstu málæðisgrein þing- mannsins í Heim&kringlu, eru að eins fjög- nr utriði sem snerta mál iþað siem hér er um að ræða, sem sé opinber framkoma þingmannsins í St. George. 1. að Lögberg sé að rægja hann. 2. Hann hafi aldrei snúið haki við verka- manna flokknum. 3. Á engan hátt svikið bændafliokkinn. 4. Að ritstjóri Lögbergs hafi verið reiður þegar hann skrifaði greinina stuttu um þing- manninn. Að 'því er fyrsta atriðið snertir, að Lög- berg sé að rægja þingroanninn í St. George, þá er það svo langt frá sannleikanum, sem nokkuð getur verið. Vér höfum að eins sagt hlut- drægnislaust frá hinum stutta stjórnmálaferii hans, eins og hann kemur oss fyrir sjónir og eins og vér vissum hann réttastan og til þess höfðum vér hinn fvlsta rétt. Annað atriðið, að þingmaðurinn hafi aldrei snóið haki við verkamannaflokknum, tróum vér að sé satt — trúum því, að á milli pólitiskra skoðana hans og pólitiskra kenninga verka- mannaflokksins, hafi verið, og sé meztur and- legur skyldleiki, og við slíkt er ekkert að at- huga annað en það, að þingmaðurinn hefir aldrei viljað kannast við það heint út, og þegar svo mikið var farið að bera á þessijm skyldleika, að hann var farinn 'að vékja hneyksli í söfnuðinum, þá fyrst lýsir hann yfi rþví að-hann viðurkenni ekki slfkt samband. Þriðja atriðið þar sem hann segir: ‘ ‘ Eg hefi á engan hátt svikið bœndaflokkinn” Svo— Er nú þingmaðurinn alveg viss um það? Vér vild- um bara að svo væri. En það dugir ekki þó hann segi það sjálfur, aðrir verða að vera sannfærðir um það líka og ekki síst kjúsendur þingmannsins sjálfs, en á því virðist þó vera einhver hængur, eins og eftirfylgjandi bréf her með sér, sem birtist í blaðinu Manitoba Free Press í s. 1. maí. Skyldur þingmanna til kjósenda sinna. Til ritstjóra Free Press. Herra, á blöðunum sjáum við, að Mr. Little, þingmaður fyrir Beautiful Plains kjördæmið, og Krisf ján'sson þingmaður fyrir St. George kjör- dæmið í Manitoba, hafa sagt skilið við flokk ó- háðra bænda á þingi Manitobafylkis, sem þeir voru þó kosnir til að styrkja og látast nú vera óháðir. Þareð við viðurkennum rétt þessara herra, sem og allra annara til hins fylsta hugs- ana og málfrelsis, þá getum vér ekki haft neitt út á það að setja þó reyn.slk sú, sem þeir hafa orðið fyrir á þingi því, sem nú er nýlokið, hafi hreytt skoðun þeirra. Svo langt er frá því að það ber vott um verulegt manugildi að geta breytt skoðunum sínum, þegar kringumstæð- urnar réttlæta það. En á umboðsmaður eins kjördæmis ekki að vera málsvari skoðana meiri hluta kjósenda sinna á þingi? Og er það ekki skvlda hans, að fylgja þar fram skoðunum og vilja þeirra manna sem studdu hann og kusu til þings. Eða ef svo er ekki, hvar kemurþá umhoð hans framí í félagi með öðrum, sem hundruðum skifta að tölu, þá veittist mér sá heiður að greiða at- kvæði með Mr. Kristjánssyni, sem fastákveðnum stuðningsmanni hins óháða bændaflokks. Mr. Kristjánssun tók á móti útnefningu sem merkis- heri þess flokbs. Hann fór fram á að fá at- kvæði oklkar qg fékk þau á þeim grundvelli og var kosinn samkvæmt því skýlansa loforði sínu að halda fram öllu því, sem farið er frm á í stefnuskrá hændaflokksins og því sem sú stefnu- skrá lofar. Og nú hefir hann af ástæðum sem honum finnast góðar og giildar, slegið strvki yfir þann samning að því er bændumar snertir. Ef um nofckur veruleg simxaskifti er að ræða hjá Mr. Kristjánsson, þá höfum vér áður viður- kent rétt hans til að reyna slíkt. En þegar nm afstöðu hans sem umboðsmanns 'St. George kjördæmis er að ræða, þá neitum vér því , að hann hafi rétt til þess að framfylgja sínnm nýju pólitisku kenuingum á meðan hann er tals- maður þeirra eldri. 0g ef hann er ekki leng- ur talsmaður meiri hluta kjósenda sinna, hvern- ig getur þá þeim meirihluta fundist að hann hafi umboðsmann? 0g hvað verður þá úr okkar hjartfólgnu hugsjónum. um meirihluta vald og þjóðstjórn. 1 stuttu máli þá höldum við því fram, að ef, umhoðsmaður einhvers kjördæmis finnur sig knúðan til þess að slíta sambandinu við þá menn sem kusu hann (sem að sjálfsögðu eru meiri hlutinn í því kjördæmi sem um er að ræða), þá ætti það að vera hans skylda að koma aftur fram fyrir 'kjósendur sína og fá nýtt nmboð frá þeim til þess að halda fram hinni nýju pólitisku trú sinni. En ef hann skyldi bæði bresta æru og þor til þess, þá er vonandi að þess verði efcki langt að bíða, að lögin verði þannig úr garði gjörð, að þeir verða að gjöra það. Ericksdale, 28. maí 1921 Geo. B. Toole. A;ð ritstjóri Lögbergs hafi verið reiður þegar hann skrifaði smágreinina í Lögbergi, sem getið er um hér að framan. Það er engin ástæða til þess að halda að maðnr sé reiður, þó að hann segi sögu eins og hún hefir gengið til. Þó sagan sé ekki að- gengileg eða geðsleg, þá á sá, er segir, enga sök á 'því, ef að eins rétt er með farið, og það er alt og sumt sem ritstjóri Lögfbergs gerði að því er hina pólitisku sögu þingmannsins frá Bt. George snertir. Ufti prívat samtal okkar vil eg ekki skrifa langt mál, það er sjaildan siður að nota slíkt sem vopn í opinberum deilum. En þó finst mér að eg þurfi að leiðrétta það sem presturinn fer með úr því samtali, þar sem hann lætur ritstjóra Lögbergs segja: “Mér var sögð þessi saga oig 'eig reiddist. ’ ’ Þettta er nærri því á a'ftur- fótunum, setningin var svona frá vorri hálfu: “Mér var sögð þessi saga”. Presturinn: “Og þú reiddisít”, Jón Bíldfell: “Mér þótti þessi aðferð þrælsleg.” -------o----- Ættaróðulin ensku. 1 sam'bandi við eiðsvarið vottorð um starfrækslu á 16,600 ekrum af landi sem greif- inn frá Bedford lét starfrækja í Bedfordshire á Englandi og sem birt var í London Times, farast Sir Rider Haggard, sem talinn er að vera ábyggileg heimild, þegar um landbúnaðarmál er að ræða svo orð í London Times: “Eg vildi leyfa mér að spyrja nokkurra spurninga í þeirri von að mér með því takist að benda á mjög alvarlega 'hættn. 1. Skilur fólkið á Englandi að, sökum þungra útgjalda, og viðhaldskostnaðar þá er vafasamt hvort nokkur landeigandi getur mætt útgjöldum sínum, með því sem löndin gefa af sér, jafnvel þó jarðvegurinn sé ákaflega frjór. Þar af leiðandi getur enginn sem ekki hefir inntektir annarstaðar frá, haldist við með landbúnaðinn sem atvinnugrein. 2. Skilur fólkið, að ástand þetta nær líka til hinna smærri Iandeigenda og 'einkum þeirra sem hafa tekið fé til láns til að borga með fyrir biíjarðir sínar? Algjört eignatap starir nú þeim mönnum í augu. 3. Skilur það, að nálega alt land, sem not- hæft er ti'l jarðræktar á Englandi, er til sölu, svo framarlega að þolanlegt verð sé í boði? Hið sama verður þó ekki sagt með hús og jarða- bætur, nema ef til vill þar sem um allra beztu búgarða er að ræða. 4. Skilur það, að þetta ástand er ekki ó- frjósemi jarðvegsins að kenna, né heldur ó- hagsýni eða ódugnaði Ibænda, eða verði því, sem þeir fá fyrir afurðir sínar, heldur nálega ein- göngu hinum ranglátu og afarþungu sköttum sem á einn eða annan hátt eru lagðir á lönd manna. 5. Og síðasta, skilijr fólkið á Englandi, að aðferðin til þess að laga og létta þessa byrði, er ekki að girða í kring um sig með tollmúrum, heldur með því að lækka skattana og létta byrðarnar, þó það yrði að kosta það, að fólk neitaði sér um ýms þægindi út í frá og heima fyrir. Þegar eg spyr þessara spurninga, þá hefi eg ekki ihag þeirra ríku að eins í huga, því í sannleika eru þeir nú orðnir fáir stórlandeig- endurnir á Englandi, því þeir sem stórfé græddu á stríðinu, og auðugir Bandaríkjamenn sem færir eru um að halda slíkum lendum við, eru hættir að kaupa þær, heldur láta sér nægja að leigja pláss til þess að veiða í. Eg tala um bændastétttina á Englandi í heild. Eg er hrædldur um, að þeir séu ©kki margir á meðal almúgans s©m gjöra sér virkilega grein fyrir 'því hve alvarlegar afleiðingar að eyðilegging bamdastéttarinnar ensku hefir á þjóðina, eða jafnvel að ganga nær þeim en nú er gengið, en slíkt spursmál er of stórvaxið til að tala um það hér. Sumir halda því fram, að af þvf að verka- fólk fái nú hærra kaup en vanalega, þá sé öllu borgið. Þeir menn sem svo tala, gleyma því, að á endanum verður kaupið að grundvallast á hagnaði þeim sem fyrirtæki það sem maðurinn vinnur við gefur af sér. Því stjornin mun komast að raun um að hún getur ekki til lengd- ar haldið kanpi verkafólks uppi með tillagi úr landsjóði.” Nýjar bækur. i. Jón Friðfinnsson: Ljósálfar, safn af sönglögum; Reykjavík, prentsmiðjan Guten- berg, 1921. Úr því að höfundur “Ljósálfa” var svo velviljaður að senda mér eitt heftið, finn eg mér skylt að þakka honum bókina, og minnast hennar um leið að einhverju leyti. Ekki hætti eg mér út á þann hála ís, að gera nokkra minstu tilraun til þess, að dæm'a um lög þessi, að því er form og raddskipun viðkemur, enda er slíkt að eins fært þeim “lærðu”. En þótt nú svo sé, má hitt ekki gleymast, að sama reglan gildir jafnt um sönglög sem ljóð, að allur al- menningur á að njóta góðs af, þó'tt skorta kunni hin ytri tæki, er til þess þarf að dæma um gildið, frá strang-listfræðilegu sjónarmiði.— “Það gengur til hjartans, sem frá hjartanu kemur.” Sálin í söng og ljóði, er öllum ytri búningi æðri. Finni hún bergmál í hjarta 'hinnar óspiltu alþýðu, er tilveruréttur um- rædds lags eða kvæðis í flestum tilfellum full- sannaður. Við það að fletta upp í “Ljósálfum” og at- huga síðasta númerið mætti ætla að lögin væri tuttugu og fjögur talsins, en svo er þó eigi. Þau eru alls tuttugu og tvö. Vögguljóðin og Ný- ársvísurnar til Islands, prentuð með tvenskonar raddsetningu: í eftirgreindri röð, koma lögin: Einsöngvar með píanó-undirspili: 1. Vor. (Jóhann Sigurjón'sson). ' 2. Nýársvísur til Islands (Þ. Þ. Þorsteins- son). 3. Tárið. (Kristján Jónsson). 4. Vögguljóð. (J. Magnús Bjamason). Tvísöngur með undirspili: 5. Ljósóilfar. (Gutt. J. Guttormsson) Einsöngvar (með undirspili) og kór 6. Eins og sólin hjúpi hulin (V. Briem). Lög, raddsett fyrir f jórar ósamkynja raddir 7. Vordísin (Þ. Þ. Þiorsteinsson). 8. Jólavísur til íslands (iSig. Júl. Jóhanness. 9. Fölnuð er lilja (Gröndal) 10. Sumar. (Guðm. Guðmundsson). 11. Svanirnir (Gestur Pálsson). 12. Sumargyðjan. (Sig. Júl. Jóhannesson). 13. Flýjum ekki! (Matthías Joehumsson). 14. Jónas Hatlgrímsson. (Þorst. Erlingsson 15. Á ströndu. (Kr. Stefánsson). 16. Vormenn. (Guðm. Guðmundsson). 17. Gamla landið góðra erfða (Stephan G. Stephansson). 18. Er sól kvssir fjöílin. (E. H. Kvaran). 19. Þó þú langförull legðir. (St. G. St.). 20. Hver er alt of uppgefin (St. G. St.). 21. Nýársvísur til Islands (Þ. Þ. Þ.). 22. Eg læt í haf að heiman (St. G. St.) 23. Canada. (Gutt. J. Guttormsson). 24. Vögguljóð. (Vögguljóð (J. M. Bjarnason Ritverk flestra höfunda eru misjöf n að gæðum, og er Jón Friðfinnsson þar engin und- antekning, að því er mér finst. Eldri lögin flest, ef ekki öll veigaminni, en hin nýrri. Hon- um hefir altaf verið að fara fram og það svo á- kveðið, að í þessn nýja hefti má finna heilmörg lög, sem íslenzkri söngment er verulegur gróði að. Má þar tilnefna fyrsta o'g lengsta lagið, Vor, við hið dásamlega kvæði Jóhanns heitins Sigurjónssonar. — Þá fer öðruvísi eu eg ætla, ef lag það vinnur ekki hjarta almennings. Sam- ræmið milli lags og Ijóðs, helzt þar ótruflað frá upphafi til enda. Slíkt samræmi finst mér í hinum löemnum hvergi nærri eins fullkomið, að undanskildum Vögguljóðum og Nýársvísum til íslands. En þessi þrjú lög, er að minni hvggju þau langbeztu í allri bókinni, þótt mörg binna sén lagleg svo sem Ljósálfar, sem er gullfatlegt á köflum og Vordfsin. Einna vænst þykir mér þó um lagið Nýársvísur til Tslands, yfir því hvílir einkennilegur þjóðvísnablær, dulrænn og angurvær. Landnemalífið í framandi heimsálfu, hefir áreiðanlega krafist annars fyr og frekar, en söngfræði-iðkana. Skógarhögg og plægingar, hafa því óumflýjan'Iega orðið að sitja í fyrn rúmi í langflestum tilfellum. Slík störf urðu hlut'skifti Jóns Friðfinnssonar lengi vel. Þó mun honum tæpast hafa 'sloppið svo verk úr bendi, að eigi notaði hann .hverja þá stund til lesturs hljómfræðirita.— Þess vegna hefir hon- um tekist að afla sér ótrú'lega mikiLs þekkingar- forða, og Þess vegna eru “Ljósálfar,” nú komn- ir á markaðinn. Frágangurinn á ‘ ‘ Ljósálfum” er óvenjulega góður, prentun ágæt og pappír sömuLeiðis. — Verð bókarinnar er $2,50, og er aðal útsalan vestanhafs, hjá höfundinum, að 624 Agnes stræti í Winnipeg. II. Nýlega hefir borist í hendur mór XVII. ár- gangur Óðins, fjölbreytilegur að ©fni, en þó 'tæpast eins skemtilegur aflestrar og tíðkast hefir að undanfömu um þetta alþýðlega rit. Þessu sinni flytur óðinn myndir af þeim Bjama alþm. frá Vqgi, Magnúsi Guðmundssyni fjár- málaráðgjafa íslands,,Dr. Páli Eggert ólafs- syni o. fl. — Þar getur og að líita hinu nýja Ijóð- leik Indriða Einarssonar, Dansinn í Hruna, sem iíklegast er sterkasta skáldverk höf., en hefði þó vafalaust notið sín betnr í óbundnu máli. — Þá er einnig vert að minnast á leikrit í einum þætti eftir Gutt. J. Guttormsson er “Hringnir- inn” nefnist, einfcennilegt í formi og framsetn- ing. — Smásaga eftir Þ. Þ. Þorsteinsson, “Við vatnið,” er einnig í hefti þessu, lipurlega skrif- uð. — Veruloga góð kvæði, flytur Óðinn ekki að þessu sinni, en þau þó bezt eftir Sigurjón Frið- jónsson og Jakob Úhorarensen, einkum þann fvrnefnda. Hr. Hjálmar Gfslason hefir á hendi aðal- útsölu Óðins vestanhafs. E. P. J. Meðlimir Grain Exchange, Winnipeg Produce Clearing Asso- ciation, Fort William Grain Exchange, Grain Claims Bureau. LICENSED AND BONDED By the Board of Grain Commissioners of Canada. Commissioin LIMITED Telephone A. 3297 216 Grain Exchange, Winnipeg, Man. Islenzkir bændur! MunitS eftir íslenzka kornverzlunarfélaginu í haust, munið eftir að við getum sýnt yður hagnaðsem nemur frá $100' til ðl50 á hverjum þúsund bushels af hveiti, ef þið fyllið járnbr- vagn og sendið okkur. Margir bændur hafa ekki hugmynd um, hvað mikið þeir tapa í vigt og “dockage” með því að selja í smáskömtum. pað er eins nauðsynlegt að selja kornið vel, eins og að yrkja landið vel. Við gerum það sérstaklega að atvinnu okk- ar að selja hveiti og annað korn fyrir bændur. Við byrjuðum fyrir sjö árum síðan óþektir, en höfum nú mörg þúsund við- skiftavini, sem senda okkur korn sitt árlega. Slíkt kemur til af því, að við lítum persónlega eftir hverju vagnhlassi, sem okkur er sent, sjáum um að “dockage”, vigt og flokkun sé rétt, og að menn fái það hæsta verð er markaðurinn býður í hvert skifti. Ef þið hafið dregið kornið í næstu kornhlöðu og látið senda þaðan vagnhlass, þá sendið oss bushela-miðana og við skulum líta eftir sölunni. petta kostar yður ekkert og þér mun- uð sannfærast um hagnað af að láta okkur selja kornið. Eins, ef þér hafið fylt járnbrautarvagn og viljið selja inni- hald hans áður en hann fer á stað, þá símið okkur númerið á vagninum og munum við selja kornið strax fyrir hæsta verð. Sendið okkur “Shippig Bill” af því og munum við borga út á það ef beiðst er eftir og afganginn þegar vigtarútkoman fæst. peir islendingar, sem vildu selja hveiti sitt nú þegar og kaupa aftur maí-hveiti, ættu að skrifa okkur pað er hægt fyr- ir bændur að græða iá því í ár.. Við skulum útvega bændum maíhveiti í Fort William að mun ódýrara en við seljum þeirra hveiti: pannig fríast mienn við að borga geymslu og geta fengið peninga sína strax. Að endingu vildum við Ibiðja íslendinga að kasta ekki hveiti sínu á markaðinn í haust þegar prísar eru sem lægstir. Sendið okkur það sem þið hafið, við lítum eftir geymslu á því til næsta vors. pað er vort álit, að prísar verði mjög háir næstkomandi maí. Skrifið okkur á ensku eða íslenzku eftir þeim upplýsing- um, sem ykkur vantar. öllum bréfum svarað strax. HANNES. J. LINDAL. PETHR ANDERSON. v Kennið börnunum að spara Hefirðu peningana, sem til þess þarf? Byrjaðu að spara, meðan þau eru ung — láttu þau byrja lífið í þeirri vissu, að þú standir þeim að baki. Sparisjóðsreikningar eru sérkenni THE ROYAL BANK OF OANADA Borgaður höfuðstóll og viðlagasj. $40,000,000 Allar eignir......... $544,000,000 Stríðið milli Grikkja og Tyrkja. Hver er aðal ástæðan fyrir stríð- inu milli iGrikkja og Tyrkja í Litlu Asíu? Er það stríð til þess að auka lendur og efla ríki, eins og sósialiistar hald'a fram, eða er það skyldukvöð sem lögð er af Bretum á herðar Grikkjum til þess að Bretar þurfi ekki að missa af valdi sínu í löndum þeim sem næst þeim liggja í Austurheimi, eða er það tilraun Konstantinusar Grikkja konungs, til þess að ná aft- ur vinsældum sínum hjá hinni grísku þjóð ? pessar og þvílíkar spurningar hafa horist að eyrum vorum í sam- bandi við æfintýri þau sem eru að gerast 1 sambandi við stríðið sem nú er háð á stöðvum þeim er vagga grísku þjóðarinnar og hinnar kristi legu menningar áður stóð. En enginn virðist vita, eða að þora að segja að þetta sé eingöngu sjálfs- vörn, þjóðar þeirrar sem sendi fyrstu innflytjendurnar og hefir ávalt síðan lagt tii flezta íbúana á hið víðáttu mikla landflæmi, sem kallað er vestur hluti Litlu Asíu. Sá isem lítur á söguna verður að ganga úr skugga um hvaða ítök, Gyikkir áttu í Litlu Asíu Að sjálfsögðu bygðu aðrir þjóðflokkar þau lönd áður en Grikkir bygðu þau. En leyfar þess fólks hafa svo aigjörlega blandast þessu gríska fólki á síðastliðnum 300 ár- um að engar leyfar frá fyrri öld- um, sem hafa enn getað skýrt leyndarmálið um, hverjir það í raun og veru voru sem bygðu must- erin fornu, hallirnar og múrana, þar í landi. Á hinn bóginn hafa Grikkir áður og nú sett stimpil menningar sinnar á alt það hið mikla landflæmi, sem Hellenisku áhrifin hafa verið ráðanrdi í, í þrjú þúsund ár. | Litla Asía er vestasta hornið á meginlandi Asiu og myndar nes1 eða skaga sem liggur á milli mið- jarðarhafsins og Svartahafsins frá Issusfirðinum, eða þar sem Alexandretta nú er, og til Trebi- zond, sker isig þannig út eins og hlekkur á milli Asíu og Evrópu. pannig hefir Litla Asía verið álit- in fyrsta varnarstöð Evrópu. Hér höfum vér tvö nöfn Grikkland og Litlu Asíu, sem í eðli sínu eru ó- aðskiljanleg. prátt fyrir mismunandi landa- fræðislega afstöðu, útlit fólks, trúarsiðvenjur, þá hefir hið upp- runalega eðli manna ávalt verið fordómum þeirra yfirsterkara. Griþkjum og Litlu Asíubúm hefir frá upphafi vega verið ákvörðuð samleið, að vera nauðugir viljug- ir borgarar í hinu sama ríki. 1 þessu uppihaldslausa stríði, sem á rót sína að rekja til hins forna Trjóustríðs, hefir Grikkjum og Litlu As.mönnum stundum veitt betur. Og nú i fjögur hundruð ár hafa Tyrkir verið herrar beggJS landanna. Samt er það sannleik- ur að áður en Tyrkjr náðu þeim völdum, þá börðust Grikkir og unnu sigur í svo margar aldir að hinn kristni heimur leit á Litlu Asíu sem einn hluta Grikklands, og í þá daga var Anatolia álitin vera eign Grikkja í Asíu. Hvað lengi að ástandið sem nú á isér stað helzt — veit guð einn. pó verður maður að viðurkenna að Evrópumenningunni miðar dag- lega áfram í því að leysa úr ánauð ýmsa landparta innan sinna vé- banda. Litla Asía hefir ávalt haft stuðning af Evrópu og evrópisku höfin umkrigja hana á þrjá vegu, hún snýr baki sínu við Anatolia eins og til að sýna að það ætti þar ekki heima. Og það er fyrir þær ástæður að vér höfum litið á Litlu Asíu einsog nauðsynelgan viðauka við riki Evrópu og Líka nauðsyn- legan viðauka við Constantínópel- ríkið. petta er sannað me;ð því l'að þrátt fyrir það, að Litla Asía er nú sameinuð Asíu um stund, þá 1 hefir sá partur landsins aldrei verið undlir Asíumenn gefinn, nema á þeim fjögur hundruð ár-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.