Lögberg - 08.09.1921, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.09.1921, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 8. SEPTEiMBER 1921 Bls. 3 ninaiuiBiiiiBiniHmiHiii^iHiiiiHiiiii ■IIIIHB iinBiiiHiiiiHiinBiinaiaMHiP^ •niiiiiiiiiiniiiniiiiiiiiiiiiiiinnininmiiiiniiiniii niiniiiv | Sérstök deild í blaðinu •nnnnnnnnnnnninni!iniiiinnninniuinniinnnnininnniiniiinnnniunnininininiiiinii> SOLSKIN Fyrir börn og unglinga mimnniBii ■^■^■iiniuBiiiniiiniHisiiiBiiiniM^iHininniHiinB onnimi Úr sögu Skota. Árið 80 f. Kr. /. Þegar rómverski hershöfðinginn Agricola hafði landsvæði það, er nú heitir England, sneri hann sér að því að yfirvinna Norður Bretland, en slíkt var ekki áhlaupsverk. Norður Bretland, eins og Skotland er stund- um kallað enn í dag, var ekki að eins fjöllótt og með straumhörðum ám, sem ilt var yfirferðar, heidur bygði landið hugdjarft og harðsnúið fólk, sem miklu erviðara var að yfirvinna heldur en það, sem ibygði Suður Bretland eða England. Vér vitum lítið um fólk 'það, sem bygði Norð- ur Bretland á þeim dögum. Ef til vill bafa flokk- arnir, sem Rómverjar áttu mest saman við að sælda, verið það fólk er litaði líkami sína í sterk- um litum, til þess, að menn halda, að skjóta óvin- unum skelk í bringu. Og halda Rómverjar, að það sé ástæðan fyrir því, að þeim var gefið nafnið Picti, sem meinar málaður. Þegar Agricola ekki kallar þessa menn villimenn, kállar hann þá Cali- doníans, og er Skotlnd nefnt því nafni enn í dag. Þegar A(gricola herjaði á Norður Bretland um árið 80 f. Kr., tókst honum að leggja undir sig sléttlendið, sem liggur á milli Cheviot hæðanna og Firth of Forth—undirlendi Skotlands. Þessu landi tókst honum að halda með því að byggja vígi á öllu svæðinu frá Firth of Clyde eða Clyde- firðinum til Forth fjarðarins, og lét hann þar staðar numið, áður en hann reyndi að leggja meira undir sig af landinu, því hann vissi, að það, sem hann var búinn að gera, var eins og leikur í samanburði við það, ,sem eftir var. Fyrir norðan Forth fjörðinn höfðu Pictarnir leitað í þungu skapi til fjallanna, því þeir sáu, að þeir gátu ekki haldist við á hinum frjósömu beiti- löndum sínum sökum vígbúnaðar Rómverja. En það varð til þess, að þeir lögðu niður innbyrðis- ófrið allan og tóku saman höndum til þess að reyna að relka óvinina sameiginlega af höndum sér. Svo þeir lögðn til orustu við Rómverja við Mons Grau- pius og hafa Rómverjar sjálfsagt brosað í kamp- inn, þegar þeir sáu þessa rauðhærðu, tröllauknu menn koma með stór og ósjálaeg sverð, ósmiðslegu örvar og klunnalegu kerrur. En brosið og háðs- svipurinn hvarf brátt, en í staðinn kom aðdáun yfir hugdirfsku þeirra og hreysti; og þrátt fyrir alla yfirburði Rómverja að því er til bernaðar- kunnáttu kom, áttu þeir í vök að verjast að standa á móti Pictunum. En að síðustu fór þó svo, að heraginn róm- verski vann sigur og Pictarnir urðu að leita hælis aftur upp í fjöllunum skógivöxnum með marga af særðum fólögum sínum og skilja mesta fjölda af þeim eftir dauða á vígellinum. En þeir létu Rómverja aldrei í friði, létu aldr- ei af tilraununum að ná liinu frjósama undirlendi á vald sitt aftur, og að fjörutíu árum liðnum, þeg- ar Hadrian keisari kom til Bretlands, höfðu Cali- doníumenn lagt undir sig a'lt undirlendið fyrir norðah án Tyne og annað hvort eyðilagt víggirð- ingar Agricola á því svæði eða farið fram hjá þeim. Og svo volaust fanst Hadrian keisara að honum tækist að reka þá til baka, að hann lét þá eiga sig, og lét sér nægja að byggja múrgarð, sem að líkindum var lagður á milli ánna Tyne og Sol- way og vonaðist keisarinn eftir að sá garður rnundi halda þeim frá að fara inn í Suður Bret- land, og inn í landsvæði þau, sem þeir þá höfðu lagt undir sig. Þessi von keisarans rættist þó ekki. Cali- doníumennirnir hirtu ekkert um þennan múr, þó alstaðar væru varðhús bygð upp á honum og varð- staðir með fram homim. Þeir héldu upp hlífðar- lusum ránferðum in í norðurfylki SuÖur-Bretlands og ríkisstjórarnir rómversku allir urðu annað- hvort að berjast við þá, eða bvrja nýjar víggirð- ingar á norður landamærum Suður-Bretlands, sem Pictarnir brutu jafnharðan niður. Aftur og aftur voru Pictamir reknir norður fyrir Forth fjörð- inn, en á hverju einasta ári, þar til Rómverjar íoru alfarnir burt af Bretlandi, komu þeir aftur niður á láglendið til þess að rupla, nema á burtu nautgripi og eyðileggja byggingar sigurvegar- anna, og hið síðastnefnda tókst þeim svo gjör- samlega, að mjög lítið var að finna á því svæði af bvggingum Rómverja eftir að þeir fóru úr landi burt. Tímabilin, sem á eftir fóru, hafa heppilega verið nefnd “Axar tímabilið,” “Spjóta tímabil- ið,” “Vargöldin”, “Stríðs tímabilið,” “Sambland kynþáttanna”, og “Afturelding.” Á aftureldingar tímabilinu var Norður Bret- land eða Ca'ledoníu skift í fjögur konungsríki. Hið fyrsta var ríki Pictanna, sem náði yfir alt landið fyrir norðan Forth og Clyde firðiná. Róm- verjar gáfu þeim nafnið “Caledonians”, og þeir voru mennirnir, sem þeir áttu í höggi við, þegar þeir voru að revna að leggja Caledoníu undir sig. Annað ríkið var þekt undir nafninu Strath Clyde. Tjá það frá Derwent ánni í Cumberland héraðinu og til Clyde fjarðarins. Ríki það var í höndum manna, sem Britons nefndust, fólk mjög nákomið Wélshmönnunum í Wales. Þriðja ríkið hét Bernicia og lá á milli Tees- Duriiam héraðsins og Forth fjarðarins og til- heyrði það “The Angles” eða Englendingum, sem lögðu mestan hluta Breitlands undir sig í leiðangri þeim, sem nefndur er “sókn þeirra ensku” og sem átti sér stað á fimtu öldinni. Og fjórða rííkið bar nafn þess flokks, sem Skotland var nefnt eftir—Skotanna. Flokkur sá kom frá írlandi arið 500 e. kr., fimtíu árum eftir leiðangur Eglendinganna, sem að ofan er getið að átti sér stað, og staðnæmdist í héruðum þeim, sem nú heita Kintyre og Argyle. Þeir voru kristnir og fluttu því með sér krista trú frá landi sínu Skotia, en svio hét írland í þá daga. Britons þektu þá eitthvað til kristinnar trúar, en það var að- allega, eins og vér munum síðar sjá, fyrir áhrif Skotanna, að kristindómurinn með mencing þeirri sem honum er ávalt fylgjadi, náði föstum rótum í löndum Englendinga og Picta. Að hliði Paradísar. Páskanætur draumur. Það var að áliðinni nóttu, lítið eitt farið að lýsa af degi. Eg var búin að vaka dögum og nóttum saman yfir litlu dóttur minni sjúkri, með angist og kvíða. En á þessari nóttu breyttist kvíðinn í von. Hún sofnaði vært og rótt og það var áreiðanlegt, að í sklauti hins væra, endurnær- andi svefns, þá brá aftur til Öata. Hjarta mitt fylt- ist af friði og þakklæti; eg sá hvernig tíminn leið ótt og virti fyrir mér stjörnurnar á purpura- rauðum morgunhimninum. Eg hugsaði með mér. Svonia mun líka ljóma af hinum síðasta páskadagsmorgni í eilífum fögnuði og hann mun binda enda á allar mínar hjartasorgir og vöku- nætur. Loks bar þreytan mig ofurliði og eg sofnaði. M5g dreymdi eg þóttist standa við hlið Paradísar. Fyrir neðan mig sá eg dimm ský og drungaleg og ómælilegt undirdjúp; en til allra hliða, hring- inn í kringum mig skein óviðjafnanlegur dýrðar- ljómi. Yið hliðið sá eg fjölda af sálum framlið- inna mannia, sem biðu og yfir þeim blakti ’hfvítur fáni með gullnum krossi og kórónu yfir. Engill stóð í dyrunum og þegar eg gekk nær, þá mælti hann: “Þú jarðarinnar barn, hvað dró þig hingað til ljóssins? Tala þú og vertu óhrædd.” “ Svo eg segi eins og er,” svaraði eg, “þá veit eg ekki hvers vegna eðia hvernig eg er hingað komin. En eg er sjúk og þreytt, og sé þetta Paradís, þá bið eg þig að lofa mér að Ikoma inn að eins litla stund, til þess að eg geti fengið að njóta hins eilífa fagnaðar.” Engillinn brosti. Þú ert ein af þeim börnum jarðar, sem fær við og við í svefni að sækja lieim bústaði útvaldra manna fáein augnablik. — Gáttu inn, sæla jarðar- barn!” Um leið og hann sagði þetta, gaf hann feg- ursta englinum, sem eg sá vúð hliðið, bendingu um, að annast um mig, og mælti: “Gabrielle, taktu að þér þenna vesalings veg- fara og sýndu henni það sem hún getur skilið.” Gabrielle tók þá í hönd mér og leiddi mig inn fyrir hliðið. “Þú ert áréiðanlega þreytt,” mælti hann, “komdu og hvíldu þig við lind lífsins.” Yið settum okkur niður undir skuggasælum pálmatrjám, spegluðu þau sig undir himintæru vatninu. Eg litaðist um og reyndi að festa í minni mér alt það fagra, sem bar mér fvrir augu. En alt sem eg sá, bar svo langt af öllu því, sem eg hafði getað hugsað mér og nú bresta mig orð til þess að geta lýst bústöðum hinna útvöldu. Eg get sagt það eitt, að eg sá dýrðlega himneska birtu, sem lá eins og glóandi demantar yfir óendan- legum völlum og óteljandi sælum sálum; þær voru þar á ferli milli trjáa og blóma, sem eigi er hægt að jafna við neitt jarðneskt að fegurð, þær sungu og léku á hörpur svo yndislega á göngunni. Og eg sá fjöll í fjarska. sem glóðu eins og gull skínandi og Galbrielle benti mér á bústað konungsins; hann byggi þar í eilífum ljóma og hátign. Og eg sá haf, sem lá á milli þessara hæða á ströndum Para- dísar, líkt og silfurbelti; aldrei ýfðist það af vind- um. Það var eins og skuggsjá og í þeirri skugg- sjá mátti ®já dýrð hinnar nýju Jerúsalem, sem ekkert dauðlegt auga hefir séð né getur séð; þess- arar dýrðar bíða kristnir trúaðir menn í Paradís. Eg hefi enga von um, að eg geti með jarðneskum litum m'álað þá fullkomnu, hreinu gleði, sem al- staðar varð. fvrir mér í þessu heimkynni friðarins. Á bökkum lindarinnar spruttu mörg fögur blóm og þegar þau bærðust til og frá fyrir hinum létta 'ög milda himinblæ, þá fanst mér eins og eg heyra hljóðlátar bænar-raddir. Eg spurði Ga- brielle, hvort þetta væri svo í raun og veru, eða í- myndun mín væri að glepja fyrir mér. ‘ ‘Þér skjátlar ekki,’’ mælti hún, “það eru bæn- ir jarðarbúa, sem ekki er enn búið a ðsvara. Stattu kyr og þá muntu fá að heyra það glögt.” Eg laut niður að fagurri lilju og hevrði eg óma frá bikar henar eins og bergmál í fjarska, þessi orð: “Drottinn, hann er búinn að týna trú og kær- leika bernsku sinnar; hann er farinn burt frá mér og þér; leið hann aftur til þín á sínum tíma.” “Æ” andvarpaði eg, “þetta er líklega móðir að biðja fyrir syni sínum.” Eg hlustaði aftur. Þá heyrði eg óma frá purpurarauðu blómi þessi orð: “Drottinn! Ó, að eg gæti fengið aftur sjón- ina.” — Þá sagði eg “amen”, því að mér fanst sem eg mundi ekki geta borið böl þessa manns. Eg laut niður að blómunum óvanalegu og þá heyrði eg þessi orð, miklu glöggar en hin: “ó, Guð, sé þiig nokkurstaðar að finna, þá kendu mér, hvar eg á að leita þín og hvernig eg á að trúa á þig.” En meðan eg var að hlusta, dóu orðin út, blóm- in lokuðu sér og féllu og hurfu sjónum mínum, en í sinn stað skildu þau eftir skínandi gimstein, voru á hann rituð nokkur orð sem eg gat ekki les- is. Þá brá nýjum ljóroa yfir ásjónu Gabrielle og hún mælti: “Lofaður sé Guð, som nú hefir löks heyrt bænina, sem steig upp til hans af veg- inum, sem liggur um óbygðir” (Pos. 8.). Því næst sagði hún mér að gimsteinninn yrði geymdur og sýndur á upprisudeginum; í þeim svif- um sveif engill fram hjá, er hélt á gnllinni körfu og lét hann í körfuna ásamt hinum gimsteinunum Eg spurði Gabrielle hvort þessum bænum yrði öllum svarað fyr eða seinna. “Nei,” svaraði hún, sú bæn sem beðin er í trúnni, er ekki ávalt rétt, því ef kærleikurinn er henni ekki samfara, þá fær hún ekki áheym hjá Guði. En láttu ekki hugfallast fyrir því. Guð- hræddir menn, sem biðja án afláts og hafa hjartað fult af kærleika fá bænheyrslu að lokum. Bið þú því dag og nótt fyrirþeim sem þú elskar, — Bænin þín verður ekki árangurlaus.” Síðan leiddi hún mig að skínandi hvítum blóm- um, svo hvítum, að eg þorði varla að horfa á þau; en mérþótti, sem blóði hefði verið stökt á þau. “Snertu þau ekki,” mælti hún, en krjúptu á kné og hlustaðu eftir, hvort þú getir heyrt raddir þeirra.” Eg kraup til jarðar og heyrði þessi orð: “Faðir minn, ef það er mögulegt, þá víki þessi kaleikur frá mér, þó ekki sem eg vil, heldur sem þú vilt.” Eg leit á Gabrielle klökk og undrandi, til þess að fá skýringu á þessu, en hún svaraði ekki öðru en þessu: “Það var vegna mín og þín, að Guð heyrði ekki þessa bæn.” Við héldum nú áfram ferðinni og námum staðar hjá vafningsjurta-runni, sem eílfki er hægt að lýsa. “Þessar fáu jurtir eru eftirlæti kon- ungsins, þegar hann kemur að heimsækja oss. Það eru bænir smábarna, sem enn er ósvarað. Þær eru undursamlegar, indælar og fullar af trúnaðar- trausti, en jafnframt svo óskynsamlegar, að þær yrðu smælingjum þessum til lítillar gleði, þó þær væru veittar.” “Hvað verður þá um þessi blóm?” spurði eg. En Gabrielle sagði að konuniguriim elskaði þau og þrýsti þeim oft að brjósti sér, því að hann hefði sagt að ekkert hljóð væri sér kærara en bænir barn- anna. Þarna sá eg líka marga gimsteina; þeir lágu undir blöðunum og blöðin földu þá til hálfs og biðu þeir þess, að engillinn kæmi og tíndi þá í körfuna sína. Rétt í þessu kom dúfa; skein af fjöðrum henn- ar eins og skírasta silfri; dúfan settist íTöxl Ga- brielle. “Syngdu fagra sálminn þinn fyrir mig.’ mælti Gabrielle og strauk mjúklega bakið á henni. Og fuglinn hóf höfuðið upp að vanga hennar og söng. Mér fanst eins og lagið líktist laginu við sálminn um freisaða sál: “Sá grátur varir eina stund, sem elsku Gnðs oss hylur, en eilífðar á morgni glöð, þá raunanótt þú skilur.” “Nú ertu búin að sjá,” sagði Gabrielle, “að hér í Paradís hefir hver vera, hvert tré og hvert blóm sína tungu til að lofa Guð og vegsama. Og hversu undarlega sem það kanna að láta í eyrum, þá erum við þrátt fyrir alt fast tengd börnum guðs á jörðinni, svo að sorg þeirra og gleði endurómar hér sí og æ.” Nú komu til okkar fjórar yndislegar smá- meyjar. Þær voru hver annari svo líkar, að eg hugði þær vera systur. Það var auðséð, að þeim hafði I>orist nýtt gleðiefni og þegar þær komu nær, heyrði eg glaðværa málróminn þeirra. “Elskaða Gabrielle” sagði ein þeirra, “sam- fagna þú oss! Hún kemur nú loksins og við göng- um út í hliðið, til að taka á móti henni. Heldurðu að hún kannist við okkur aftur?” “Já, vafalaust,” sagði Gabrieile, “alveg eins og móðir kannast aftur við börnin sín.” Þær flýttu sér að hliðinu og eg sá þær eigi framar, en hjarta mitt gladdist af því, að þær skyldu nú hittast aftur, þar sem 'þær höfðu svo lengi verið fráskildar hver annari.” ‘ ‘ Þú ert víst móðir sjálf ? ’ ’ spurði eg Gabrielle, því að í svari hennar lá svo mikill trúnaður, að það vakti athyigli mína. “Maðurinn minn og bamið mitt eru enn á lífi á jörunni,” svaraði hún. “Þegar Drottinn kvaddi mig hingað, þá fanst mér svo sárt að skilja við þessa ástvini mína; en eg veit ekki, hveraig það var samt sem áður, því þegar eg heyrði rödd Drottins, þá stóð eg upp fagnandi, Kkt og hin sæla María og gekk til móts við hann. Og nú sé eg, að það var til að knýtast ást og gleði Paradísar við ást og fögnuð á jörðu. Enn erum við eitt, þó við séum skilin og tíminn stuttur.” Eg spurði hana: “Hefir þú eigi séð þau síðan þið skildu?” “Jú, konungurinn he'fir tvisvar sent mig niður til jarðar. 1 öðru sinni var það til að bjarga barainu mínu frá hræðilegum dauða. Eg hitti hana, þar sem hún var að leika sér á gjár- barmi og leiddi hana á fund þeirra, sem leituðu hennar fullir sorgar og örvæntingar.” “S>áu þeir þig ekki?” spurði eg. “Barnið sá mig, og þegar hún sagði þeim það, þá gengu þau til baka að leita mig uppi; þau vissu ekki, að eg stóð við hliðina á þeim. Eg heimsótti þau í öðru sinni. Það var þegar maðurinn minn gerði guði það heit, í öllum sínum einstæðingsskap að hann skvldi upp frá því, fyrst Guði hefði þúkn- ast að reisa kross þjáninganna á leið sinni, — helga sig þjónustu hans og fórna honum lífi sínu meðal heiðingjanna Krists vegna, hvar helzt sem á þvrfti að halda. Þá nótt, er hann lét í haf og lá sofandi á skipinu, sendi meistarinn mig til að biðja hann að vera hughraustan. >Eg veit ekki hvort hann sá mig í draumi, en þegar eg talaði til hans, þá brosti hann og eghevrði hann mæla fyrir munni sér: “Gabrielle og þar á eftir: “Kristur”. “Er langt síðan?” spurði eg. “Það get eg ekkert um sagt,” svaraði hún, því að í Paradís er tíminn ávalt svo stuttur.” Framh. Dr. B. Gerzabek §• 9; ffá. En>ílandi. L. R. C P. frá London. M R. C. ok R. C. S. fra MamtOba. Fyrverandi aðstoðarlæknir við hosnital í Yinarlborg, Prag oe Berlín osr fleiri ihospítöl. „r. Skrifstofa á eisrin hospital 416—417 Prichard Ave.. Wmmpejr. Sknfstofutimi frá 9-12 f. h. osr 3-6 ojr 7-9 e. h. Dr. B. Gerzabek eijrið hospital 415—417 Prichard Ave. Stundun ojr lækninjr valdra sjúklinga, sem Ibiást af brióst- vleiki, hjaTtalbilun. majrasjúkdómum, innýflaveiki, kvensjúk- domum, karlmannasjúkÖómum. taujraveiklun. DR.B J.BRANDSON 701 Wndsay Bullding Phone A7067 Office tlmar: 2—3 HelmiU: 776 Victor St. Phone: A 7122 Winnipeg, Man. Thos. H. Johnson og Hjalmar A. Bergman islenzklr lögfræSingar Skrifstofa Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A 6849 og 6840 Dr. O. BJORNSON 701 Liindsay Building Office Phone: 7067 Offfice itimar: 2—3 Heimlli: 764 Victor St. Telephone: A 7586 Winnipeg, Man. DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bldg. Oíílce: A 7067. Viðtaktíxni: 11—12 og 4.—6.30 10 Tlielma Apts., Home Street. Plione: Sheb. 5839. WINNIPBQ, MAN. Dr. J. 0. F0SS, íslenzkur læknir Cavalier, N.-Dak. W. J. LINDAL & CO. W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefánsson. Lögfræðingar 1207 Union Trust Bldg. Winnipeg pá er einnig a8 finna á eftirfylgj- andi timum og stöCum: Lundar — á hverjum miBvikudegi. Rlverton—Fyrsta og þriCJa þriCjudag hvers mánaöar Gii íli——Fyrsta og þriöja mi8- vikudag hvers mánaBar CSagBBMCTTeiMBdMBtaaBWBBaBBBBMMSek Phone: Garry 2616 JenkinsShoeCo. Ö39 Notre Dame Avenue Dr- J. Stefánsson 401 Beyd lulieing COR. PQRT^Ct AVE. & IDM0|IT0|l ST. Stuidu •ingongu augna, cytna. naf •g kverka «;úWa&n>a. — Er aS hitta frákl. 10-12 f.h. •■ 2—5 •. h.— Talslml: A 3521. Heimlli: 627 MicMillan Ave. Tals. F 2691 Dr. M.B. Halldorson 4*1 Boyd Cor. Portag. Atb. og Bdmonton Btundar airatakl.ga btrklaafkl og aOra lungnaajðkd&ma. *r at ftnna á ■krlfatofunnl kl. 11— II f.m. og kl. I—4 c.m. Skrtf- stofu tals. A 3521. Heimlll 46 AUowny Ava. Talalml: Sh«r- brook 111» DR. K. J. AUSTMANN 810 Sterling Bank Bldg. Cor. Portage og Smith. Phone A 2737 Viðtalstími 2—4 og 7—8 e.h. Heimili að 469 Simcoe St. Phone Sh. 2758 J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Someraet Block Cor. Portage Ave. og Donald Streot Talslmi:. A 8889 Vér leggjum aérstaka áherzlu á a8 selja meBöl eftlr forskrlftum lækna. Hln beztu lyf, sem hægt er a8 fá. eru notu8 eingöngu. þegar þér komiS me8 forskrlftlna til vor, msgl8 þér vera vlss um fá rétt þa8 sem læknlr- inn tekur tll. COTiOLiBTTGH & CO. Notre Damo Ave. og Sherbrooke 6t Phones N 7669—7660 Glftlngalyflsbréf seld A. S. Bardal ’ 84S 8h*rbrooke 8*. Sslur Ifkkistur og snnatt um útfarír. Allur úthúnaður sá bezti. Enafrsm- ur telur hann alakonar minnisvarfia og legsteina. Skrifst. taUími N 6«08 Hclmilis talsími N 6607 Vér geymuir. reiðhjól yfir vet- urinn og gerum þau eins og n$, ef þess er óskað. Allar tegund- ir af skautum búnar til sam. kvæmt pöntun. Áreiðanlegt veric. Lipur afgreiðsla. EMPIRE CYCLE, CO. 641Notre Dame Ave. J. Johnson & Co. Klæðskurðarmaður fyrir Konur og Karla Margra ára reynsla 482 <4 Main Street Rialto Block Tcl- A 8484 WINNTPF.G -- t ..........1 ■■ --- JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMAÐUK HelmllU-TkU.: St. John 184« Skrlf stof u-Tals.: Maln 7978 Tekur lögtaki bæ81 húsaleiguskuldlr. v«8skuidtr, vlxlaskuldlr. AfgrelClr sH sem a8 lögum lýtur. Skrlfstofa. «55 Ma<n Giftinga og Jaröarfara- blóm með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. TaU. 720 ST JOHN 2 RINC 3 ROBINSON’S BLÓMA-DEILD Ný blóm koma inn daglega. Gift- ingar og hátíðablóm aértaklega. Útfararblóm búin með stuttum fyrirvara. Alls konar blóm og irr á vissum tíma. —íslenzka töluð i búðinni. Mrs. Rovatzos ráðskana. Sunnud. tals. A6236 J. J. Swanson & Co. Verzla meO teetesguir. Sjá »r leipn á hú»um. Anneat lán •_ eldnúbyrgKr o. II. •08 Paria BelkUng Phoues A 6S49—A 631«

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.