Lögberg - 06.10.1921, Side 5

Lögberg - 06.10.1921, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. OKTOBER 1921. Bla. 5 Aflaskýrslur hafa verið endur- bættar og samræmdar í samvinnu ríkjunum, og verða sennilega með tímanum miklu fullkomnari og víðtækari en þær eru enn. Fleira mætti til tína, en þetta ætti að. nægja til þess að sýna fram á, að mikið hefir á unnist með sam- vinnu vísindamanna á þessu sviði, á mjög stuttum tíma, þrátt fyrir hina miklu truf/lun af völdum styrjaldarinnar, þegar öll sam- vinna fór í mola, og ekkert rann- sóknaskip mátti sýna sig á rúm- sjó. Og þó er þetta varla nema byrjuirtn, því að þó mrgt sé- nú í ljós leitt, sem fyrir skömmu var óþekt, er þó enn fleira í myrkrum hulið. Komist aftur á ró í heim- inum og menn fara að vinna sam- an, eins og áður, þá má búast við miklum árangri í framtíðinni, þeim árangri, að fiskiveiðar megi reka á skynsamlegan hátt, eftir vísindalegum reglum, eins og menn nú stunda landbúnað, en ekki eins og fyrirhyggjulaust ráp. pegar til þess er gætt, að fisk- veiðar eru tiltölulega lítill at- vinnuvegur í flestum þeim ríkj- um, sem tekið hafa þátt í samvinn- ið áfram síðan, þó að hún væri að unni, þá mundi það eigi síður vera ástæða til fyrir ísland, þar sem fiskiveiðar eru einn aðal atvinnu- vegurinn, að leggja nokkurn skerf tii þessara rannsókna Og ekki vantar oss verkefnin. Enn er þekkingin á árlegum breytingum sjávarhita og strauma kring um landið, og áhrif þeirra á veðráttu, sviflíf, göngur síydar, þorsks, ýsu og annara nytjafiska, mjög í mol- um; vér vitum enn mjög lítið um vöxt þeirra og aldur, hve oft þeir hrygna, um hlutfallið milli við- komu og tortímingar, og þar með, hve mikla veiði þeir þoli, án þess að fækka, um hvort og hvar um kynsmun sé að ræða, jum fiska- sjúkdóma o. fl. Vér vitum sára- lítið um lif nytsamra krabbadýra, beitu-smokkfisks og beitu-skeldýr- anna, að eg ekki nefni ýms önnur dýr, sém fiskar hafa til fæðu. Eg hefi nú tínt til nokkrar mik- ilvægar ástæður fyrir því, að eg tel nauðsynlegt og sjálfsagt, að ísland, sóma síns og framtíðar- hagsmuna vegna, taki eins mikinn þátt í þessum rannsóknum og geta ríkisins frekast leyfir. En það mun kosta allmikið fé, ef þátttak- an á að vera myndarleg. Eg ætla mér ekki að fara að gera hér neina kostnaðaráætlun, á því liggur ekki, en skal að eins benda á, að það er «kki nóg, að einn maður fá- ist við þær í tóm'stundum sínum. Ef vel ætti að vera, veitti ekki af einum “fiskifræðing”, þ. e. dýra- fræðing, með sérþekkingu á Isl. fiskum, og öðrum dýrafræðing, honum til aðstoðar, einum "svif- fræðing” og einum “sjófræðing.” peir þyrftu að hafa húsrúm fyrir vinnu sína á landi og haffært skip til sjó- og fiskirannsókna. Svo þyrfti og mann, sem gæti fengist við vatnalíffræði. Lok.s þyrfti og fé til þess að geta gefið út rit um árangur rannsóknanna og tekið þátt í ^iamkomum samverkamanna í öðrum iöndum. Fjárupphæð sú, sem til þess mundi þurfa, yrði ef- laust allmikil fúlga, og ætti með tíð og tíma að gefa góða vexti, og töluvert má landið leggja í söl- urar, ef velferð fiskiveiðanna er í aðra ihönd. Hér hefi eg bent á hvað gera ætti, ef vel væri, en ef til vill mætti til að byrja með komast af með eitthvað minna, en þá yrði jafn- a’nt árangurinn minni eða sein- fengnari”—Tíminn. -------o-------- Rannsóknarferðir í Afríku. (Eftir Morgunbl.) Afriku, farið umhverfis Victoria-, Alibert- og Kivuvatn, rannsakað eldfjallahrygginn Ruvenzori og farið víða um Kongoríki hið belg- iska. Á ferðalaginu fann hann nýja kynstofna, sem aldrei hafa séð hvíta menn áður og voru margir þeirra mannætur. Á stað, sem nefndur er Wardi, fann hann minjar eftir kynstofn, sem nú er aldauða. Enn fremur fanst ný tegund af gorilla öpum, fjallateg- und, sem heldur sig eigi neðar en 5,000 fetum yfir sjávarmáli. Rev- enzor fjöllin eru sumstaðar alt að 6,000 metra há og næsthæstu fjöll í Afríu. Phillipps hafði með sér heim til Englands ýmsar merkar minjar, beinagrindur af mönnum og dýrum, og enn fremur tók hann með sér tvo af höfðingjum hinna nýfundnu kynstofna. pá hefir Wilhelm Svíaprins ver- ið I rannsóknarför í belgisku Kon- go, og er enn. Lagði hann upp í Nóvembermánuði í fyrra frá Vest- ur-Afríku og ætláði austur í Mið- Afríku og síðan norður í Nílárdal í för með honum voru Nils Gyl- denstolpe greifi, kvikmyndari frá sænsku myndgerðafélagi og Arr- henius, sænskur majór í belgiska hernum í Kongo, og átti hann að vera leiðsögumaður. pað hefir síðast frézt af þessum leiðangri, að Wilhelm prins hafi orðið veik- ur af malaria og liggi nú þungt haldinn suður í Afríku. Hefir ver- ið talin hætta búin lífi hans sök- um loftlagsins og ónógrar læknie- hjálpar. Hefir hann fengið mal- aria tvisvar sinnum áður á ferðum sínum í Afríku og Ameríku. Er viðbúið, að hann verði að hætta við að halda ferðinni áfram og hverfa hið bráðasta heim til sín. Wil- helm prins er orðinn frægur land- könnuður og þykir einkum merk ferð sem hann fór um Austur- Afríku 1913. Árið 1920 var hann á ferðalagi um Mið-Amerku og gerði þar mikilsverðar mannfræði- legar afhuganir. prátt fyrir allan þann fjölda rannsóknarferða, sem farnar hafa verið til Mið-Afríku á síðustu ára- tugum, eru mikil landflæmi þar enn, sem engimn hvítur maður hefir augum litið, og því ærið verkefni til rannsókna enn. Enda líður aldrei heilt ár svo, að ekki leggi einhver leiðangur þangað, og oft fleiri en einrn Til London kom í júlí síðastl. einn þessara landkönnuða, Phil- ipps að nafni. Hann hefir rann- sakað landið við vötnin í Mið- Frá íslandi. (Eftir Lögréttu.) Úr Strandasýslu er Lögréttu skrifað 25. ágúst. “Tíðin í vor var alt af köld og spratt jörð því seint, en í 12. viku sumars brá til hlý- inda og þá fóru túnin fyrst að 3pretta, og spruttu þá fljótt, svo að í 13. vikunni og 13 af voru þau orðin með bezta móti sprottin og skyldi þá sláttur byrja, en þá kom innflúenzan og lagði alla í rúmið, og þó nokkra í gröfina. Urðu margir æði mikið veikir og tók veiki þessi mjögv mikið úr hey- vinnunni, viðast alt að tveim vik- um og sumstaðar meira; menn eru lengi að ná sér eftir veiki þessa. Um sama leyti versnaði tíð, og frá því um og úr miðjum júlí hefir verið versta tíð, fyrst lengi norð- angarður með illviðrum og kulda svo oft snjóaði ofan I bygð, og svo síðustu viku hægviðri um nætur. Töðtir liggja víða óhirtar enn, en sumstaðar er búið að taka þær, en þó næsta illa þurrar. Heyskapur verður afarrýr, og ef til vill nær enginn, í þessu bygðarlagi meðal- heyskapur, jafnvel þó að tíð skán- aði eitthvað hér eftir, enda úthagi mjög illa sprottinn. Ógæftir hafa verið miklar til sjávarins, og afli því mjög rýr, en beitu vantar til- finnanlega, og nægur afli fyrir ef eigi vantaði gæftir og beitu. pilskip, sem stunda færaveiðar, hafa mörg fiskað vel að sögn. Nú er lítið um síldveiðar hér norðan- frá. Að eins einn vélbátur stund- ar síldveiði frá Ingólfsfirði og enginn af Reykjafirði. pessi eini bátur hefir aflað vel, eftir öllum atvikum og kringumstæðum. Sem nýlundu má telja það, að nú er búið að setja upp loftskeyttstöð í Árnesi, og á hún að starfa eitt- hvað fram í næsta mánuð. Hún er qð vísu lítil, en hefir reynst ágæt- lega. Okkur þykir mikil bót og þægindi að hafa hana, en þykir slæmt að hún verður tekin niður í haust, en við vonum að önnur enn fullkomnari og varanlegri komi næsta sumar. pað væri ekki vanþörf á því, því sambandaleysið við aðra landshluta er mjög svo tilfinnanlegt og stendur þessu bygðarlagi mjög fyrir þrifum. Á stjórnmál er mjög lítið minst, enda eru menn tæpast enn búnir að átta sig á gerðum síðasta þings. S” pau hjónin Laufey Vilhjálms- dóttir og prófessor Guðmundur Finnbogason hafa orðið fyrir þeirri sorg að missa dóttur sína Sigríði 2. þ.m. Á laugardaginn var kviknaði i skipinu “Dronning Agnes", er lá áBolungarvik og var að ferma fisk. Var skipið dregið til fsa- fjarðar og eldurinn slöktur þar. Fiskurinn, sem var í skipinu, mun ver æði mikið skemdur. Var hann af önundarfirði, ísafirði og fleiri fjörðum vestan lands. (Eftir Tímanum 10 .sep.) Brúin yfir Jökulsá á Sólheima- sandi er fullger. Verður vígð í dag. Lengd brúarinnar er 210 metrar og hefir kostað 250 þús kr. IVfun vera næstlengsta brú á landinu. Nýuátinn er Guðlaugur Hann- esson bóndi að Snældubeinsstöð- um í Reykholtsdal rúmlega fer- tugur að aldri. Kona hans, Sig- urbijörg ívairsdóttir, lifir mann sinn ásamt 9 börnum þeirra, öllum ungum. — Hann var starfssamur og duglegur bóndi. Nýútkomin er ljóðabók undir nafninu “Stýfðir vængir” Höf. leynist undir nafninu Holt. Hefir verið á Vífilsstaðahælinu og eru kvæðin af því rnótuð. Svo bar við nýlega á bæ í Svarf- aðardal, að kona sem sturlast hafði upp úr innfúensunni, náði í stein- olíu, helti henni í föt sín og kveikti í. Brann hún til ólífis. Til Nýfundnalands á að senda einn af botnvörpungum Kveldúlfs félagsins. Mun það ætlun félags- ins að kynnast fiskimiðum þar vestra. Er sagt að allir skipstjór- ar og stýrimenn af skipum félags- ins verði með í förinni. Þjáðist af Eczema í mörg ár Bækur. (Vpg. í Lögréttu.) Tímarit. Prófessor Halldór Hermanns- son hefir skrifað í Islandica yfir- lit um sögu íslenzkra blaða og tímarita. pað nær þó ekki til síð- ustu áranna petta ^r líka merki- legur þáttur í þróunarsögu þessa tímabils. pessir síðustu tímar hafa að ýmsu leyti verið öld blað- anna og tímaritanna um allan heim. pess vegná hefir einhver kalilað blöðin sjöunda stórveldið. Áhrif þeirra hérlendis ætti að mega marka nokkuð af vexti þeirra og viðgangi síðustu árin. Um það mætti annars gera ýmsar skrítnar athuganir. pvi nú getur varla farið svo einn í hóp eða tveir í iest, að það þurfi ekki að “eiga sér málgagn.” Hjálpræðisherinn og guðspekingar, símamenn og frí- merkjasafnarar, ungmennafélög og innri missíón — alt þarf “mál- gagn.” En látum það nú vera. pað er víst ekki nema mannlegt, að vilja miðla öðrum af sætleik sinnar eigin sannfæringar. En hitt er heldur ekki einskis vert, hvernig það er gert, þótt ekki verði sú saga rakin hér, þar sem einkum er um tímaritin að tala. pau eru nokkur ýkomin: Andvari og Skírnir, fyrsta heftið undir rit- stjórn Árna Pálssonar, og Presta- félagsritið. Auk þessara svo áð- ur komin Iðunn, Eimreiðin, Óðinn og fleiri. Auðvitað eru engin tök á því að rekja efni þessara hefta, enda lítilJ hagur í því, þarsem ekki eru tök á því, að rökræða það alt að neinu gagni. En nokkrar al- mennar athugasemdir, sem sprott- ið hafa eða eflst við lestur þeirra, verða að nægja. “FRUIT-A-TIVES’ ’ HREIIÍSNÐU HÖRUND HENNAR. Pointe St. Pierre, P.Q. “í þrjú ár þjáðist eg af illkynj- aðri hörundssýki. Eg leitaði til ýmsra lækna, en þeir fengu ekkert bætt mér. — pá notaði eg úr öskju af “Sootha-Salva” og tvær dósir af “Fruit-a-tives” og útbrotin eru nú farin af höndunum. Verkur- inn hvarf og íhefir ekki gert vart við sig aftur. — Eg álít þetta umdravert, þar sem ekkert annað meðal hafði reynst að nokkru liði, þar til eg fór að nota “Sootha- Salva” og “Fruit-a-tives” hið mikla meðal úr jurtum soðið.” Madame Peter Lamarre. 50c. hylkið, 6 fyrir $2.50 og reynslu’skerfur 25c. Selt hjá öll- um lyfsölum eða beirit frá Fruit- a-tives, Limited, Ottawa. Vesturför “Þórólfs” i- InniKeldur enga fitu, olíu, litunarefni, ellegar vínanda. Notað að kveldi. Koreen vinnur Kægt, en ábyggilega og sigrar ára vanrœkslu.það er ekki venjulegt Kárnieðal. Það er óbrigðult við kvillum í Kársverðinum. Verð $2 00, eða sent með pósti $2.25. Burðargjald borgað ef 5 flöskureru pantaðar í einu. Koreen Sales Co., 2140 Broad St., Regina Einkasalar fyrir Canada Á eitt tímaritið er þó rétt að rnina sérstaklega, af því að það er óverðskuldað minst þekt hér ,og lesið. En það er Tímarit pjóð- ræknisfélags Vestur-íslendinga. Og það er þá einkum hreyfingin, sem á bak við það stendur, sem er )>ess verð, að henni sé meiri gaum- ur gefinn hér heima, en gert er. Eg hefi áður vikið að því efni i Lögr., þegar fyrsta heftið kom út í fyrra, og hirði ekki að endurtaka það. En undarlegt má það heita, j ef íslendiga hehna iðrar þess ekki j einhvern tíma, ef þeir skjóta nú| skolileyrum við þeim samvinnu-! röddum, sem berast frá Vestur- íslendingum með þessu tímariti| og þeim vilja, sem það lýsir á því,: að halda við íslenzkri tungu ogj menningu vestra. pví hvaða skoð- anir, sem menn kunna að hafa á möguleikum þess viðhalds í fram- tíðinni, er það víst að í náinni framtíð er engin þörf á því að Vestur-íslendingar klofni út úr áslenzku þjóðerni, eða verði vilja- laust bræddir í deiglu erlendra þjóðrota Hins vegar er engin á- stæða til þes-s að ala á neinum ís- lenzkum þjóðrembingi í þessu sam- bandi, eða ætla að menn geti ekki verið eins góðir borgarar vestur þar, þó þeir haldi lifandi menn- ingarsambandi við forna áttaga. Og þetta er ekkert hégómamál. pað er íslezkt menningarmál. Hér er um að ræða framtíð þriðjungs allra íslendinga, — um það að ræða, hvort undan íslenzkri menn- ing á að ganga þriðjungur þess sáðlands, sem hún hefir gróið í undanfarið, u mþað að ræða, hvort undan íslenzkri tungu 'eigi að svifta þriðjungi þeirra stoða, sem hún styðst við nú, urn það að ræða, hvort ræna eigi íslenzkar bók- mentir þriðjungi þeirrar út- breiðslu, sem þær hafa nú. pað má sjálfsagt dæma misjafn- lega um það, sem Vestur-íslend- ingar hafa af mörkum lagt til ís- lenzkrar menningar. pað er áreið- anlega ekki altsaman fyrsta flokks varningur. En vörugæðin í “móð- urlandinu” geta nú líka brugðist til beggja vona. En hvað sem um það er, þá er það víst, að samvinna Austur- og Vestur-íslendinga á sviði andlegra og verklegra mála getur þegar rétt er á’ haldið, ver- ið frjósamt og þróttmikið menn- ingarmeðal báðum. þjóðbrotunum. Og þar að auki ættu Vestur-íslend- ingar að vera tilvalinn menning-! armiðiil milli íslendinga og hins' enskumælandi heims. Mér ihefir flogið eitt í hug, þeg-| ar eg hefi velt þessu fyrir mér. I Hér er ekki nóg að tala, hér verð-! ur að starfa. Hér þarf með þrótti1 og þori að koma fótum undir lif- j andi og starfandi menningarsam- band Austur- og Vestur-íslend-j inga, sambandi, sem haft gæti bætandi áhrif á margt það, sem nú fer öfugt og aflaga. pað þarf að hrista “heiðraðan almenning” þangað til hann skiilur hvað í 'húfi er. — í vestanblöðunum hefir ver- | ið rætt um það undanfarið, að menn vildu þar sýna þar einhvern sóma minningu þeirva, sem í stríðinu féllu “fyrir land og konginn sinn.” Um þetta má auðvitað deila og hefir verið gert, svo ákaft, að framkvæmdirnar virðast engar ætla að verða En er það nokkur frágangssök, að þessi minningar- starfsemi taki höndum saman við hina starfsemina, sem nú virðist vera einna efst á baugi vestur þar —þjóðræknisstarfsftmina. Féð, sem áætlað var, t.d. til minnismerkis fyrir fallna hermenn, var stórfé á íslenzka vísui En samvinnustarf- semin milli Austur- og Vestur- íslendinga á við örðugan fjárhag að búa. Danir og íslendingar hafa í sinni samvinnu komið sér niður á skipulag, sem hér gæti orðið til íyrirmyndar, þar sem er stofnun i sáttmálasjóðsins. pað gæti verið til fyrirmyndar í því að lslending- ar ustanhafs og vestan stofnuðu með sér samskonar sjóð til að j styrkja sína samvinnu. Ef hon- um væri stjórnað af skynsamlegu viti og vel væri til hans stofnað, gæti hann orðið sá grundvöllur, sem framtíðin gæti reist á þá brú- arsporða, sem borið gætu tengsHn milli íslenzkrar menningar beggja megin hafsins. Og hann gæti jafnframt orðið glæsilegasta minn- ismerki íslenzks framtaks og ís- lenzkra framtíðarvona — gæti orðið íslendingum meiri vegsauki og meira minningarmerki en nokk- ur steini studdur varði. Hlutafélagið Kveldúlfur hefir sent botnvörpuskip sitt pórólf til veiða við Nýfundnaland og er hann nú (12. sep.) á leið vestur um haf, sem kunnugt er. Reykja- ingum verður að vonum tíðrætt um þessa ferð, bæði af því að margir eiga vini eða kunningja á pórólfi og förin að öðru leyti ný- stárleg. Árna allir þeim félögum góðs farnaðar Blöðin hafa lauslega getið um tilgang fararinnar, en um aðdrag- anda hennar, framkvæmd eða væntanlegan árangur hefir ekkert verið skrifað. Vísir hefir þess vegna hitt að máli einn fram- kvæmdarstjóra h.f. Kveldúlfs, til að fá sem greinilegastar fregnir um alt, sem lýtur að ferð þessari. Eru neðanskráð ummæli eftir hon- um höfð. Fyrir nokkrum árum kom for- stjórum Kveldúlfs til hugar að gera tilraun til botnvörpuveiða við Nýfundnaland, en til þess þurfti mikinn viðbúnað og góðan skipa- jcost. pegar þeir létu smíða “Egil Skallagrísson”, var hann gerður r.okkrum fetum lengri en stærstu íslenzkir botnvörpungar, eða 140 fet Var það gert til að vita, hvern- ig svo stór skip mundu gefast hér við land og í því skyni, að nota mætti skipið til veiða vestan hafs, ef svo sýndist. Árið 1919 létu þeir enn smíða tvo botnvorpunga, Skallagrím og pórólf, og er hvor þeirra 150 feta lanigur og bera á fimta hundrað smálestir, eða nelmingi meira en hinir eldri otnvörpungar, sem ^ íslendingar hafa átt. En því voru þeir gerðir svona stórir, að þeim vár ætlað að stunda veiðar við Nýfundnaland, þegar stundir liði. Að stríðsárunum undanskildum hefir oftast verið tap á útgerðinni þann tíma sem botnvörpungar hafa veitt í ís, eða frá júlíbyrjun til febrúarloka, með því að ísfiski- markaður hefir verið ótryggur á Englandi. pess vegna var nauð- synlegt að rannsaka, hvar botn- vörpungunum yrði fundið arðvæn- legt starfsvið þena hluta árs. Og þegar svo var komið, að Kveldúlf- ur átti hentug skip til vesturferða, fór Thor Jensen til Amerku í marzmánuði síðastl., og dvaldist þar um þriggja mánaða skeið, til þess að kynnast aflaskilyrðum, markaðshorfum, kaupum ,á því, sem þrf til útgerðar o. fl. þess háttar. Hann fór víða um lönd, mest þó um Nýfundnaland og Nova Scotia og hafði tal af mjög mörgum mönnum, sem kunnastir eru út- gerð þar vestra, og bar þeim sam- an um, að miðin væru ákaflega aflasæl, en hitt má heita alórann- sakað, hvort þau séu vel fallin til botnvörpuveiða, en miklar líkur eru þó til þess að svo sé. Fiski- miðin eru geisijega v'ðáttumiki'l. Eitt grunn við Nýfundnaland, sem heitir Grand Banks, er t. d. helm- ingi stærra um sig en alt ísland, en auk þess eru mörg önnur minni grunn. En þó að miðin séu við- áttumikil og góð, að líkindum, þá er á hitt að líta, að stórmiklir örð- ugleikar eru á að hgnýta sér afl- ann. ógerlegt er að flytja fiskinn til Bandaríkjanna, því að innflutn- ings tollur er þar svo hár, að hann tálmar allri sölu, en í fylkjum Canada eða Nýfundnalands er enginn markaður. Útgerðarmenn í Nýfundnalandi eru ákaflega lam- aðir, vegna þess að fisksala þeirra istókst gersamlega síðastliðið ár. Stjórn sú, sem þar er, og komst til valda fyrir atfylgi jafnaðarmanna tók að sér ríkissölu á fiski. sam- HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakssölum kvæmt kröfum jafnaðarmanna. Heimtaði hún fyrpt geipiverð fyr- ir fiskinn, en tókkt ekki að selja, og sat svo að lokum uppi með hann, útveginum til stórtjóns. Við Nýfundnaland eru einkum stundaðar línuveiðar. Bretar sækja ekki þangað vestur á botn- vörpuskipum og Bandaríkjamenn eiga enga botnvörpunga. Frakk- ar hafa nokkuð stundað þar botn- vörpuveiðar og . leggja fiskinn í land í tveim eyjum, sem þeir eiga þar vestra og fá þar ekki aðr- ar þjóðir aðgang. En ekki fæst heimild í Canada eða Nýfundna-| landi til að leggja afla á landj nema gegn háum tolli. En meðan Thor Jensen var vestra, tókst hon-1 um að fá marga málsmetandi Can-| adamenn í lið með sér til þess að| leita fyrir sér við Ottawastjórnina; um afnám þessa háa gjalds í Can- ada, og eru beztu vonir um, að| stjórnin muni verða við þeim til-: mælum. Og ef svo fer, verður ís- lenzkum skipum heimilt að leggja saltfisk þar á land og flytja hann1 svo til íslands eða Englands, eftir því sem hentast þykir. f fyrstu hafði Kveldúlfur ráð- gert að send öll skip sín vestur til revnslu í þessum mánuði, en vit- anlega hefði þá orðið að “renna blint í sjóinn” og tefla á tvær hættur um tap eða gróða. Reyndi félagið að draga sem mest úr kostnaði við þessa ráðgerðu skipa- sendingu og leitaði meðal annars samninga við háseta um lægra -kaupgjald en verið hefir, §n sam- komulag náðist ekki í því efni, og þess vegna var pórólfur einn gerð- ur út að þessu ®inni og verður kostnaðurinn af för hans hlutfalls- lega mikill. Félagið væntir sér ekki gróða af þessari fyrstu för, en vill á hinn bóginn tapa sem minstu. pórólfi er ætlað að verða í þessum leiðangri fram í lok næsta mánaðar og á hann eingöngu að veiða í salt, Ef vel aflast, leggur hann fiskinn í land í North Syd- ney, I Nova Scotia. En eis og fyr eegir, er férðin fyrst og fremst farin til reynslu og pórólfi ætlað að leita sem viðast fyrir sér. Sætta eigendur sig við lítinn afla, ef góð reynsla fæst og ferðin tekst giftusamlega að öðru leyti. Ef ferð pórólfs tekst svo vel, að líkur þyki til að gerlegt verði að stunda útgerð botnvðrpunga vestra að ári, er svo til ætlast, að ein- hver af forstjórum Kveldúlfs fari vestur um haf að vori til frekari rannsókna á því, (hversu útgerð- inni verði arðvænlegast hagað með hliðsjón af hagnýting aflans og innkaupum á vörum til útgerðar- innar. tme canadian salt CO. LIMITED- Dollar Specials í Húsgagna- og Rúmíata-deildinni WINDOW SHADES WITH HEAVY HARTSHORNE ROLLERS, $1.00 Cream or green cloth mounted on 1-in. guaranteed Hart- shorne rollers. Complete with brackets, nails and nickel ring pull. Size, 37 in. by 6 ft. $1.75 50-INCH CHINTZ, $1 YARD Soft draping chintz in well blended colors, especially adapted for side drapes. $2.00 COLORED BATH TOWELS $1.00 PAIR Heavy quality towel of a good absorbent quality, fringed ends. Size, 18x36. 4 YARDS RED STRIPE BORDER TOWELLING 18 INCHES WIDE FOR $1 VOILE MADRAS AND NOTTINGHAM NET $1.00 YARD Fine textured voiles, soft, draping madras and effective Nottingham nets. A splendid variety to select from. Re- gular up to $1.75 yard. Special, $1.00 yard. $1.50 PILLOW CASES, $1.00 PAIR Sturdy cotton cases that will launder splendidly. $1.50 HUCK TOWELS, $1.00 PAIR All white huck towels that will stand real hard wear. Size 18x36. y/A.Ik/j//p/d ’lne Reliable Home Furnisher 492 Main Street Phone N6667 CREDIT EXTENDED TO RELIABLE PEOPLE HIÐ BEZTA MJÖL, SEM HÆGT ER AÐ KAUPA VIÐ NOKKRU VERÐI — MJÖL, SEM BÚIÐ ER TIL ÚR BEZTU TEGUND AF WESTERN CANADA NO. 1 HARD VOR HVEITI, ER ROBIN HOO D FLOUR .WltSBn UR pESSU HVEITI fæst betra brauð, betri og fínni kökur, betri smákökur, biscuits, kleinur, en úr nokkru öðru hveiti í Canada. pað kostar ekkert meira en annað hveiti — í rauninni minna, því þar er um engan úrgang að ræða. — Hver poki, sem þú kaupir, er óbyrgstur og vér gefum eftirfylgjandi ábyrgðarskírteini með hverjum poka af Robin Hood hveiti, sem þér kaupið: “Robin Hood” er ábyrgst að veita meiri á- nægju en annað hveiti malað í Canada.. Kaupmaður yðar hefir umboð til að iskila aftur fullu andvirði ásamt 10% i viðbót, ef eftir tvær bökunar tilraunir þér eruð ekki alger- lega ánægð, og getið skilað til hans aftur þvi, sem af gengur. ; Reynið það einu sinni og þér munuð ávalt nota það aftur. Robin Hood Mills Limited MOOSE JAW. CALGARY Alu 1‘

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.