Lögberg - 03.08.1922, Side 3

Lögberg - 03.08.1922, Side 3
LÖGHBRG, FIMTUDAGINN 3. ÁGÚST 1922. HStlHSWiKI I ■ * m Hlfr Sérstök deild í blað inu SÖLSKIN ««« Fyrir böm og unglioga | 1 Professi íor ta 1 Ca rd s 1 | | muaiiui i'immiummi OiBiini VIRGILÍUS. Saga frá fyrstu tíð kristninnar í Róm. TfUNDI KAPITULI. Hlekkirnir brotnir. Seyd, sem verið hafði að kanna hellinn, fann göng út úr iþeim parti hans, er þau voru stödd í. Göngin lágu inn í lítinn afhelli. í hann fóru dæt- ur Virgilíusar ásamt Mahala, og eftir að hafa búið )?ar um sig eins vel og kringumstæður leyfðu, lögð- ust þær til hvíldar, því hennar þurftu þær svo mjög við. Seyd bjó um sig á trjálaufi í ytri hellinum og fáum augnablikum eftir að hann lagðist fyrir, var hann kominn í fasta svefn. Umhugsunin um það, sem á dagana hafði drifið og ástand flóttafólksins, varnaði Virgilíusi svefns. Hann gekk fram og aft- ur um hellinn í órólegu skapi, með krosslagðar hendur og þungbúinn í andliti. Við og við stað- næmdist hann og hlustaði á storminn úti fyrir, sem buldi við bergið. Eftir dálitla stund sefaðist geðshræring hans svo að hann gat lagt sig niður, og rétt úr sér á steinhörðu hellisgólfinu. tír brjóstvasa sínum tók hann bókfellið, sem Azarías hafði lánað honum en Varró áleit ekki þess virði að hirða, og fór að lesa við bjarmann, er lagði af eldinum, orð hins innblásna postula, sem færðu honum frið og huggun: “Guð opinberaði kærleik sinn til vor í því, að Kristur dó fyrir oss, meðan vér vorum enn í syndum vorum.” “Undursamlegur kærleikur, sem yfirgengur ailan skilning,” s'agði Rómverjinn við sjálfan sig. “Er ekki eignatjón, metorð og lífið sjálft eins og fis á metaskálunum, þegar vér virðum krossinn fyrir oss? Hvað gjörir það til, þótt ókunnir menn sitji nú veizlugleði í húsi mínu, á meðan eigandi þess leitar skýlis í þessari fjallshlíð, sem refar eða ieópardar? Mannsins sonur vissi ekki hvar hann hefði höfði sínu að að halla. Eg fylgi fótsporum þans á brautinni þyrnistráðu, sem fram undan mér iiggur. Hann hefir drukkið til botns bikarinn, sem fyrir mér liggur að eins að dreypa á. pað ætti að vera mér gleðiefni, að geta talist verðugur að líða fyrir hann.” Svo fól Rómverjinn rólegur í drottins hönd sál sína og þeirra, sem voru honum kærari en eigin líf hans, og féll í væran blund, sem hann með endurnærðum kröftum vaknaði af við verm- andi geisla morgunsólarinnar. Virgilíus leit út og niður í dalinn. Hvílk sýn það var, sem bar nú fyrir augu hans ! Skýin Jimmu og þungbúnu voru horfin, og stormurinn hafði mist mátt sinn. Himininn var heiður og hvelfdist hýr og rósrauður yfir jörðina. En niðri íyrir var eyðilegging og dauði. í Arnon-ána hafði hlaupið svo mikill vöxtur, að hún hafði flætt yfir hinn klettbeltaða farveg sinn og engill eyðilegg- ingarinnar sópað öllu í burtu, sem á vegi hans varð. Dalurinn þröngi við fjallsræturnar var all- ui undir vatni, og á því sáust fljóta stór tré, sem rifin höfðu verið upp með rótum, húsaflekar og lík þeirra, sem í þeim höfðu dvalið. Virgilíus rendi augunum þangað, sem hús hans stóð. En hvar var það nú, með öllum þess marmara súlum, dýru tjöldum og gullgreiptu loft- um? Alt það, sem hann hafði áður miklast af — alt það, sem hann hafði yfirgefið ritninganna vegna — alt var horfið eins og draumur. pví var ekki hlíft vegna fegurðarinnar og ekki heldur vegna styrkleika þess. Ef hann hefði verið í því, þá hefði hann hlotið að farast. Og hvar var hinn, drambláti og miskunnarlausi Rómverji, sem glaðst hafði yfir ofsóknarvaldi sínu? Mitt í sigri sínum, meðan vínið glóði á skálunum, á meðan gleðilætin stóðu sem hæst og stormurinn æddi úti fyrir og reyndi á karlmensku þeirra, sem svo voru heimskir að vera úti í honum, kom sendiboði dauðans óvænt að þeim, fossandi nðukast henti þeim til og frá og svo soguðust þeir formælandi til botns. En þeir, sem öllu höfðu fórnað fyrir Krist og sem höfðu komist hátt upp í fjallshlíðina fyrir ofan dalbygðina eyðilögðu, voru óhultir á klettinum óbifanega og horfðu á eyðilegginguna fyrir neðan sig. Og þannig skal það verða á hinum síðasta og inikla degi, þegar lúður engilsins gellur skyndi- lega, þegar konungurinn í hásæti sínu, verka- mennirnir á akrinum, háir jafnt sem lágir, harð- stjórar og þeir, sem harðstjórn hafa liðið, heyra hið ægilega kall; þegar hafið verður að skila sínum oauðu, jörðin að sleppa haldi sínu af þeim, sem myrtir hafa verið, duft aldanna lifnar á ný; þegar hinar háreistu grafhvelfingar hrynja til grunna, og frá fjallstindum og láglendi, úr borgum og bygðum hinir framliðnu rísa upp til þess að mæta dómara sínum, ó, hver skyldi þá vera óhultur á þeim mikla degi? Hver getur litið hið mikla eld- haf, sem þá umkringir hina seku jarðarbúa, án þess að skelfast? peir, sem hafa bygt á bjargi aldanna, — þeir, sem hafa verið reiðubúnir til þess að offra öllu fyrir frelsara sinn; þeir, sem hafa trúað á hann og hJýtt hans orði og þráð tilkomu hans. ó, hve óumræðileg verður ekki gleði þeirra, þegar þeir sjá himnana opna og son guðs niður stíga í hinum ei- lífa dýrðarskrúða himinsins! Engin jarðnesk bönd geta þá haldið þeim, heldur rísa þeir til móts við hann skýjum himinsins. Með kæríleiksríku augnaráði lítur hann til þeirra, og til þeirra verða þessi óumræðilegu orð töluð: “Komið, blessuð börn míns föður og eignist það ríki, sem yður var fyrirbúið frá upphafi veraldar.” Meðan Rómverjinn var í innilegri en hljóðri bæn að þakka guði fyrir að snúa erfiðleikunum til góðs og hættunum í óhultleik, kom Virgila, sem einnig hafði verið að virða fyrir sép útsýnið og þakka guði fyrir vernd hans henni til handa og þeirra, er henni voru hjartfólgnastir, lagði hönd- ina þýðlega á öxl föður sínum. “Faðir minn!” hvíislaði hún, “Mahala er að s'kilja við, komdu og sjáðu hana áður en hún deyr.” Virgilíus fylgdi dóttur sinni hljóðlega inn í af- hellinn. Pilagrímurinn aldraði var að skilja við og á förum til heimkynnanna, sem hún hafði þráð svo lengi, og þáð virtist eins og andar þeirra, sem hún elskaði, biði eftir henni til þess að bjóða hana velkomna. “Faðir! Móðir! ónías, elsku bróðir minn”, og nafn hans, sem hafði verið henm enn kærari. Bros lék um varir hennar og skyndileg- ur ánægjuglampi ljómaði á anditi hennar. “Eg sé hann—eg sé hann nú,” sagði hún lágt með viknandi viðkvæmni og rétti skjálfandi hend- ur til himins. “Hann, sem eg hefi verið að þrá, og sem eg hefi beðið eftir. Hann, sem eg hefi ekki séð og hefi elskað. Hann, sem keypti mig með sínu dýra blóði! Nú hefi eg fundið hann—eg sé hann í rík sínu. Ó, að eg hefði vængi—vængi til þess að komast til hans.” Höfuð Mahala hné upp að brjósti Virgilíusar, sem hafði sezt niður hjá henni og lyft hepni upp, svo að hún ætti hægara með andardrátt. Fölvi dauðans færðist yfir andit hennar, sem íriður og gleði stafaði enn þá frá; varimar bærðust ekki framar og hjartað var hætt að slá. Kristna konan var dáin—farin til þess að sameinast her- sveitum himnanna. Virgilíus kraup niður við hlið hinnar dánu konu og mælti: “Hann hefir vissulega uppsvelgt oauðann í sigur!” Eg þarf að eins fá orð til að ljúka sögunni. — Eftir langa og erfiða ferð náði Virgilíus og fjöl- skylda hans til Jerúsalem heilu og höldnu og mætti góðum viðtökum hjá bræðrunum þar. Og þótt Virgilíus næði adrei neinu aftur af eignum þeim, sem hann varð að láta af hendi sökum trúar sinnar, þá samt veitti auður sá, sem hann hafði fundið á svo undursamlegan hátt í hellinum, alls- nægtir og gerði honum mögulegt að létta neyð ann- ara, sem hann þráði svo mjög. Seyd yfirgaf húsbónda sinni aldrei, og fyrir- dæmi það, sem Virgilíus gaf, styrkti hann í trúnni og gjörði hann glaðari í voninni og kærleiksríkari gagnvart guði og mönnum. Hebe giftist göfugum kristnum manni og var margra barna móðir og gleymdi alve^ viðhöfn og hégóma liðins tíma, sem hún bafði áður unnað svo mjög. Systir henar, Virgilía, var alt af hjá föður sínum og tók þátt i iíknarverkum hans, heimsótti þá, sem veikir voru, kendi þeim ungu og sýndi með lítilæti sínu og framgöngu allri dýrð frelsarans. Drottinn hefir huggað hana, sem syrgði. Hann hefir skrýtt hana fegursta réttætisskrúða og sveip- að hana klæðum sáluhjálparinnar. pótt hún þráði lilkomu dagsins, sem hans endurleystu sæju hann augliti til auglitis, þá naut hún gleði í að tilbiðja hann og alfullkomins frelsis í að þjóna honum. DRAUMUR. —ww IHIIBHiailnailllBIIIIBIIIiKBIIllHIII Kona nokkur, sem ekki hugsaði um annað en ýms Stundleg efni, einkum skemtanir, varð einu sinni svo þunglynd og önug við alla, að það var likast því að illur andi hefði hertekið hana. Hún neytti hvorki svefns né matar og enginn skildi í, hvað að henni gengi. pessi kona átti tvær systur, sem oft höfðu sagt henni frá því, hve gott væri að vera guðs barn, og beðið hana að gefa kristi hfarta sitt. En hún kállaði alt þess háttar trúarofsa, og virti það einskis. Fyrst í stað vildi konan alls ekki segja neitt um orsökina til þunglyndis síns. En fyrir þrá- beiðni systra sinna lét hún þó loks undan. “Mig dreymdi hér um nóttina,” sagði hún, “að eg væri stödd í stórri borg á breiðri götu. par voru margir á gangi, en útlit þeirra vakti þegar eftirtekt mína. peir voru allir svo glaðir og stilli- legir á svip, og auðséð að venjulegar skemtana- fýsnir, áhyggjur og ástríður voru þeim fjarlægar. A!t viðmót þeirra var svo ástúðlegt, að eg hefi hvergi mætt öðru eins. — Birtan var og einkenni- ieg, það var eins og sambland af sólar- og tungls- birtu, en þó svo undur skær: — Húsin voru hvert öðru stærra og fegurra, og götumar spegilsléttar og gulli lagðar. Eg sagði við sjálfa mig: “Hér mun vera heimkynni réttlætisins og sannleikans! — Alt var svo fagurt og fullkomið. Eg get ekki lýst því, vernig á því stóð, að mig langaði samt ekkert til að dvelja þarna að stað- aldri. Ljóminn og sakleysisblærinn voru mér til öþæginda. Eg sá engan í sama skapi og eg var, en allir litu samt vingjarnlega til mín; það lá vel á öllum, og margir heilsuðu mér alúðlega, en eg tók varla undir kveðju þeirra. pað stefndu allir í sömu átt, og eg slóst þá með í förina, en var óánægð og í slæmu skapi. Við komum loks öll að stórhýsi nokkru, miklu veglegra en hin húsin. Fólkið fór upp skrautleg þrep inn í stóran garð, sem var umhverfis höllina. Mig langaði ekkert til að fara lengra, en gægðist þó af forvitni inn í garðinn sá eg þá að þeir, sem inn voru kornnir, voru allir í hvítum klæðnaði, en áður voru þeir í ýmsum búningum; — þeir höfðu haft fataskifti við hliðið. Mér er ómögulegt að lýsa þessum garði. Hann var ekki úr marmara, krystalli né gulli; væri hægt að hugsa sér Ijósið eins og þótt efni, hefði eg helzt getað trúað, að hann hefði verið úr ljósi. pað var tunglið, en þó enginn kuldasvipur, það var sólin, og þó engin ofbirta. — prepin inn 1 höllina voru og skínandi björt “eins og þau væru úr ljósi.” Og þar gengu hvítklæddir menn með snjóhvítum skó- íatnaði. Alt var svo skínandi fagurt, en þó var eg óánægð og sneri mér undan. pá sá eg mann á bak við mig; hluttekning og áhyggja lýsti sér í svip hans. “Hví snúið þér yður undan?” sagði hann. “Haldið þér að friður fáist annars staðar? Er nokkur gleði við myrkra- verkin ?” Eg svaraði honum engu. Hann lagði að mér að fara inn, en eg sat við minn keip. pá hvarf hann mér í mannþröngina, en annar maður sneri sér þá til mín; eg ætlaði að flýja brott, en var eins og í herfjötrum. pessi maður lagði fast að mér að hafa fataskifti og koiha inn. Eg lét sem eg heyrði hann ekki né sæi, þangað til mér leiddist þrábeiðni h ans og sagði: “Eg vil ekki fara inn, og mc-r líkar ekki þessi hvíti búningur.” Hann andvarpaði og fór. Ýmsir fleiri urðu til að biðja mig að koma inn, og sumir ætluðu að hálf-draga mig upp þrepin, en eg brást illa við og stóð sárgröm í sömu sporum. Loks kom ungur maður, sem beinlínis neyddi mig til að koma inn. Hann var svo alúðlegur, að eg leyfði honum loks að leiða mig inn. Geisladýrðin, sem eg kom nú inn í, er óútmál- ar.leg; fegurstu gimsteinar og björtustu stjörnur hefðu ekki notið sín í annari eins dýrð. — pá furð- aði mig ekki síður á kærleikanum og gleðinni, sem skein úr svip hvers manns í þessum ótölulega skara. — Eg reyndi að flýja í eitthvert horn, þar sem enginn sæi mig, en hné niður hrædd og sorg- bitin. — pað var svo sem greinilegt, að eg átti ekki þarna heima. Mannfjöldinn, sem mér virtist pú öllu líkastur himneskum verum, sveif áfram eftir hljóðfalli ein- hverra undarlegra en þó samstiltra tóna, sem mannleg eyru hafa líklega aldrei heyrt, Ungi maðurinn, sem leiddi mig inn, varð þegar gagntek- mn af þeim, og hvarf mér sjónum. Brátt kom eg auga á einn í hópnum, sem bar langt af öðrum, að hátign og göfgi. pað var eins og gleðin og friðurinn streymdi frá honum, allir sýndu honum lotningu og sungu honum lofsöngva. “Ert þú mállaus? Hví syngur þú ekki með oss?” sagði alt í einu einhver við mig. Eg svaraði kuldalega: “Eg vil ekki syngja með ykkur, enda kann eg ekki þessa söngva.” Undrun og meðaumkvun skein úr augum spyrjandans. Svo fór hann. Rétt á eftir fóru sömu orð á milli mín og ann- ars manns. pað var líkast því, sem hann vildi fórna sælu sjálfs sín, ef hann gæti talið mér hug- hvarf. Geti himneskar verur orðið gagnteknar af kvíða, þá varð þessi maður það. — Eg skildi í rauninni ekkert í, hvaða forherðing gagntók hjarta mitt. Loks kom hann auga á mig, þessi, sem skar- aði fram úr öllum'hinum. Hann kom til mín, eg skalf eins og hrísla, það var eins og blóðið væri að nema staðar, en þó fór kuldi um hjarta mitt, og málrómur minn var jafn kaldranalegur og einarð- ur sem fyr. “Hvers vegna ertu þögul, þegar allir aðrir syngja af gleði umhverfis þig?” sagði hann. “Kom þú og syng með oss, því að eg hefi unnið sigur. Minn lýður er nú kominn að völdum.” pað var svo mikill kærleikur í orðum hans og málrómi, að steinhjarta hefði mátt bráðna, en þó var eg söm og áður. Eg þagði fyrst ofur lítið, og svaraði svo: “Eg vil ekki syngja hér, því að eg kann ekki söngvana.” Á svipstundu varð hann allur annar, ásjóna hans varð sem elding og raust hans sem þruma. “Hvaða erindi áttu þá* hingað ?” sagði hann, og um leið ljom jarðskjálfti; jörðin opnaðist undir fótum mér, og eg hrapaði niður í yztu myrkur.— Eg vaknaði örmagna af hræðslu.” —Vekjarinn. DR.B J.BRANOSON 701 Llmlsay IliilUHnfl; Phone A 70S7 Otflce tlniar: 1—? HelmiU: 776 Viotor 8t. T’hone: A 7122 Winnipeg, Man. Dr. 0. BJORNSON 701 Lindsay Building Office Phone: 7067 Offflce tlmar: 2—3 Heimili: 764 Viotor St. Telephone: A 7bS6 Wlnnipeg, Mao. ”1 DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bldg. Office: A 7067. Viðtalstfani: 11—12 og i.—6.30 10 Tlielma Apts., ilomt Street. Phone: Siieb. 582». WINNZPBQ, MAN. Dr J. Stefánsson 600 Sterling Bank Stundar augna, eyrna, nef og kverkasjúkdóma. Er a8 hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h. Tals. A3521. Heimili 627 Mc- Millan Ave. Tals. F 2691 Dr. M.B. Halldorson 491 Bojrd Butldlng Cor Portage Ave. og Bdmonton Stundar eératakiega berklaeýkl og aBra lungnaajúkdóma. Br at ftnna 4 ekrlfatofunnl ki. 11— 12 f.m. t>g kl. 2—4 c.m. Skrif- stofu tals. A 3521. Heimill 46 Alioway Ave. Talsiml: Sher- brook 215S Dr. Kr. J. Austmann M.A. MD.-LMCC Wynyard, Sask. DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 5 e. h. Talsími A 4927 Heimili 806 Victor Str. Sími A 8180. Thos. H. Johnson og Hjalmar A. Bergman íalenakir Iftgtrmmngar Skrifstofa Rooni 211 MaArthur Buildlng, Portage Ave. p. O. Hov 1656 Phones. A6849 og 684» W. J. TUNDAI/ & OO. W. J. Llndal. J. H- Ltndal B. StefAnssom. I ötrf 1207 Unlon Trust Pldg. Wlnni** fí er einnig ati finna á efUrfjrlgl- andi tlmum og stöBum: Lundai — á hverjum mlttvlkudegt Riverton—Fyrsta og briCJa briBJudag hvers mknatSar Qb vll—Fyrsta og þrlflja m«5- vikudag hvers mfVnaBar Arni Anderson, ísl. lögmaðnr í fólagi við E. P. Garland Skriffltofa: 801 Blectrio B*tt- way Chamherfl. Telephone A 2197 ARNI G. EGGERTSSON, LLJL Islenzkur lögfrætJingur. Hefir rétt til að flytja mál b«©l í Manitoba og Sackatchewan. Skrifstofa: Wynyaro, SaA. Phone: Garry 261* JenkinsShoeCo. L 639 Notre Dame Avenue Vflr leggjum eéretaka é.h.r»iu 9 »8 ■elja meUöl eftir forskrlftum lnknA. Hin beztu lyf, sem hsegt ec ml eru notuB etngöngu. Pegar þér kom« meB forskriftlna til vor. raegU) t>«r vera vies um té rétt þaiS eexn l#k#k- Inn tekur tH. COLOLEtJGH * CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooh* *4. Phonee N 7659—7868 Qlftlngalyfisbréf «613 J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. «g Donald Street Talsími:. A 8880 DR. J. OLSON Tannlæknir 6C2 Sterling Bank Bldg. Talsími A 8521 Heimili: Tals. Sh. 3217 m' A. S. Bardal 842 Sherbrooke St. S.Iur lfkkistui og annaat um útfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann aUkonar minniavarða og legateina. N 6008 N 6607 SkriÍMt. taleimi Heimilia talsíml Vér geymum reiðhjól yflr vet- urinn og gerum þau eins og ný, ef þess er óskað. Allar tegund- ir af skautuan búnar til sam. kvæmt pöntun. Áreiðanlegt verk. Lipur afgreiðsla. EMPIRE CYCLE, CO. 641Notre Dame Ave. MINNUGUR HESTUR. Eg ætla að segja hér sögukom, sem Guðmund- ur gamli á Keldum sagði mér einu sinni fyrir mörgum árum sem dæmi upp á það, hve minnis- góðir sumir hestar væri. Hann var einu sinni á ferð um Bakkabæina í Rangárvallasýslu og varð þar samferða manni ofan úr Biskupstungum. Tungumaðurinn reið gömlum hesti rauðum, fall- cgum klár, og svo sem í meðallagi að vexti. peir héldu nú saman sem leið lá, þangað til þeir stöldr- uðu við á einum bænum, sem mig Minnir væri í Bakkakoti. peim var boðið þar inn, og létu þeir hestana ganga þar lausa á meðan úti. peir voru þar inni dálitla stund, en þegar þeir komu út og ætluðu að stíga á bak, sást sá rauði hvergi. peim þótti þetta skrítið og skimuðu á veginn austur og vestur, en Rauður var hvergi í nánd. par stóð hesthús rétt við bæinn, og varð einum þeirra litið þar inn, og sér hann þá hvar Rauður stendur við stallinn með öllu reiðveri eins og hann ætti þar neima og þetta væri vetur en ekki vor. Dyrnar voru til allrar hamingju svo háar, að reiðverið hafði ekki sakað. Rauður var nú teymdur út, og kom það þá upp úr kafinu, að hann hefði staðið víð sama stallinn þegar hann var tryppi og verið seldur þaðan af bænum, þegar hann var taminn. S ðan voru nú liðin 16 eða 17 ár og furðaði alla á því að hann skyldi muna eftir þessu eftir allan þennan tíma, því þeim bar saman um að hesturinn hefði aldrei komið á þær stöðvar fyr en þá, síðan hann fór þaðan í fyrstu. — (G. S. í Dýrav.) DR. W. E. ANDERSON 307 Kennedy Bldg. Ph. A 7614 (gagnvart T. Eaton Co.) Sérfræðingur í augna, eyrna, nef og kverkasjúkdómum. Viðtalstími: 9-12 f.h. 2-6 e.h. Heimili 137 Sherbrooke Street, Sími Sher. 3108 Lafayette Studio G. F. FENNY I.jósm jTidasiniöur. SérfrætSingrur I aö taka hðpmyndir, Giftingamyndir og myndlr af heil- um bekkjum skölafðlks. Phone: Sher. 4178 489 Portage Ave. Wlnnipeg Verkstoíu Tal«- A 8883 Heim. Tau.: A 9384 G. L Stephenson PLUMBER MlsLnnAr ralniajtnsábttld, no *etn atrnujám rfra, allar teRuniiir »1 glOMimi o* an»nlt. ‘ hatteri.). VERKSTOFA: 676 HOME STREET Giftinga og Jarðarfara- blóm með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portege Áve. Tals. 720 ST IOHN 2 RING 3 Phonos: Office: N 6225. Heim.: A7996 Halldór Sigurðsson General Contractor 808 Great Weet Permanent Laan Bldg., 856 Main Bt. I J. J. Swanson & Co. Verzla me8 fastelignir. SJA um leigru á hflsum. Annast l&n og eldsábyrgS o. fl. 808 Paris Building Pliones A 6349-A 6310 JOSEPH TAVLOR LÖGTAKSMADUR Heimilistale.: St. John 1844 Sk rifstof u-Tals.: A 6557 Tekur lögtaki bæöi húsaleiguskuld^ vetSskuldir, vixlaskuldir. AfgreilBir M sem aS lögum lýtur. Skrilsrofa 255 Main Straec

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.