Lögberg - 03.08.1922, Side 4
4
LÖGBEHG, FIMTUDAGINN
3. ÁGÚST 1922.
i' ' T
Jögberg Gefið út Kvern Fimtudag af The Col- umbia Preu, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talnimari N-6327 ojJ N-6328 1
Jðn J. Bíldfell, Editor
Llt-.ná»krift til bla8*ina: Tl(í C0LU!P,BIR PRfSS, Ltd., Box 3171, Wlnnlpeg, Utanáslcrift ritstjórana: f DiTOS L0CBERC, Box 3172 Winnipog, M»n.
Túe “L'gberg” Is prlnted and published by The Columbla Press, LlmHed, in the Columbia Block, i53 to 8S7 Sherbrooke ötreet, Wlnnlpeg, Manitoba
—
Alþýðuskóla fyrirkomulagið.
Eitt af þeim málum, sem Canadamenn
liafa látið sig miklu varða, eru mentamálin
og er það góðs viti, því á þroska þeirra ungu
hvílir framtíðarvelferð þjóðarinnar.
En það er samt ekki frá mentalegu sjón-
ar miði, eða uppfræðslu fyrirkomulagið, sem
vér vildum sérstaklega tala um, þó um það
imegi margt segja, heldur um fjárhagslegu
hliðina.
Eins og menn munu kannast við, þá var
og er talað um fría alþýðuskóla hér í landi.
Náttúrlega er það ekki sannleikur nema að
sáralitlu leyti, því hver maður getur áreynslu-
laust séð, að slíkir skólar geta ekki verið frí-
skólar í orðsins fylsta skilningi, því eins og
skólafyrirkomulagi voru er nú komið, er það
að verða svo gífurlegt bákn, að menn stynja
undir því, og ef skólakostnaðurinn heldur á-
fram að vaxa, eins í komandi tíð eins og hann
hefir gjört á liðnum árum, þá er ekki sjáan-
legt hvernig þjóðin á að rísa undir honum.
f>að sem menn hafa átt við með frískól-
um, er að öll börn á skóla aldri, innan hvers
skólahéraðs fengju mentun á skólunum, hvort
'heldur að foreldrar þeirra greiddu nokkurt
skólagjald eða ekki.
Á móti þessu fyrirkomulagi, dettur oss
ekki í hug að mæla, því það er mannúðlegt og
sjálfsagt, fyrir þá sem betur mega, að sjá um
að Ikirn þeirra fátækari verði ekki útundan,
að því er til alþýðuskólamentunar kemur, og
það er heldur ekki það, sem gjörir al'þýðuskól-
ana eins kostbæra, eins og þeir eru orðnir.
Að þessu sinni er oss ekki hægt að gefa
ábyggilegar tölur um framfærslu alþýðuskóla
kostnaðarins yfirleitt. En vér búumst við,
að ]»að sé nokkuð líkt yfir land alt, og því
dæmi tekið t. d. hér úr Winnipeg, að þar sé nokk-
urn veginn sannur spegill af fjárhagslegu á-
standi alþýðuskólanna um land alt, þó dálitlar
brejrtingar kunni að eiga sér ,stað undir mis-
munandi kringumstæðum.
Kostnaður við skóla haldið hér í Winni-
peg árið 1914 nam $2,077,962,24. Arið 1921
var þessi kostnaður kominn upp í $3,002,816,
42, og hafi því aukist um $934.854.38 á þessu
tímabili, eða um $133,550,63 á ári, sem nemur
um $4,67 á hvert mannsbam í Winnipeg.
Vér bendum ekki á þetta, til þess að
finna að gjörðum skólastjómarinnar, eða væna
hana um óhóf eða eyðslusemi, en vér bendum
á það til þess að menn fari fremur að hugsa
um þessi mál, fari að hugsa um hvar lenda
muni með þau, ef kostnaðurinn fer vaxandi
með hverju ári, eins gífurlega og hann hefir
gjört þessi síðastliðnu ár.
Menn segja ef til vill, að það sé létt verk
og löðurmannlegt, að vera að benda á erfið-
leikana og það, sem að.er, án þess að gera að
minsta kosti tilraun með að benda á veg út
úr þeim.
í þetta sinn dettur oss ekki í hug að reyna
að þenda á neina alsherjareglu, sem dugað
geti í þessu efni og við eigi alstaðar. En
að því er Winnipegborg snertir vildum vér
meiga benda á, að oss finst fyrirkomulagið,
að því er til fjármála alþýðuskólanna kemur.
ekki eins heppilegt eins og það ætti að vera,
eða gæti verið.
Eins og menn vita, þá er stjóm skólanna
eingöngu (í hiöndum skólastjóraar, sem kosin
er af bæjarbúum. Stjóm sú gjörir sínar
Fjárhagsáætlanir á ári hverju, og kostnaðurinn
hver sem 'hann er, er lagður á skattgildar eign-
ir bæjarbúa. Svo í bæjarfélagi voru höfum
við tvær stjórnir; bæjarstjóm, sem annast
um bæjarútgjöld og leggur skatt á eignir
manna, til þess að mæta þeim, og skólastjórn-
ina, sem gjörir hið sama, eða réttara sagt, á-
kveður fjámpphæð, sem henni finnst að hún
þurfi til þess að standa straum af fjármálum
skólanna, og afhendir þá upphæð bæjarstjórn-
inni til innköllunar ásamt sköttum þeim, sem
hún þarf að innkalla til sinna þarfa.
Vér höfum því í þessu bæjarfélagi, tvær
stjórair, bæjarstjóm og skólastjóm, sem em
báðar jafji réttháar til þess, að ákveða um
skattálögur manna, en ekkert vald, sem tak-
markað getur útgjöld þeirra, eða skorið úr á-
greiningsmálum, að því er til fjármálanna
kemur.
Svona lagað ástand væri ekki liðið stund-
inni lengur, ef um vezlun eða fjármálastarf
einstaklínga væri að ræða, því reynslan hefir
sannað, að til þess að slíkar verzlanir geti
blóm<rast og þrifist, þarf sameiginlegt úr-
skurðarvald að vera.
Iyað sem vér þurfum að fá, bæði að því er
fjármál bæjarins og skólanna snertir, er sam-
eiginlegt úrskurðarvald — féhirðir eða fjár-
málanefnd, sem báðir málsaðilar yrðu að íúta
og hefði algjört úrskurðarvald í fjármálum,
bæði bæjar- og skólastjómar.
------o------
Réttlætis viðurkenning á starfi
Sveinbjörns Johnson
Eftirfvlgjandi ritgjörð stóð í blaðinu
“Fargo Fonim” nýlega:
“Það leynir sér ekki, að kjósendunum í
Norður Dakota er ant um að lögunum sé fram-
fylgt og að þeir hafi í heiðri þá þjóna ríkis-
ins, sem gjöra skyldur sína í því efni.
Hið virðuglega fylgi, sem dómsmálaráð-
herra Sveinbjörn Johnson fékk við undirbún-
ings kosningamar, getur ekki meint neitt ann-
að en viðurkenningar vottorð kjósendanna í
sambandi við gjörðir hans í Scandinavian Am-
- erican bankamálinu.
Mr. Johnson fékk meira en 10,000 atkvæði
umfram þann af gagnsækjendum sínum, sem
flest atkvæði fékk og vom þeir 11, seun um
sama embættið sóttu, og alt velþektir menn og
sem búast mátti við, að nytu tiltmar og styrkt-
ar kjósendanna.
Hann var sá eini af þeim, sem sóttu um
yfirdómsembættið, sem verulegri mótstöðu
mætti, og mótstöðumennirair gjörðu sér far
um að fella, og ein af ákærum þeim, sem á
hann vom bornar, var að hann hefði gjört
sig sekan um pólitískar ofsóknir í nafni laganna
gegji mönnum þeim, sem sakaðir vom um
hrun bankans. Þessi ákæra í sambandi við
afskfti hans af því máli,- er í fylsta máta ó-
sanngjörn og ósönn, og sýnir atkvæðafjöldi sá,
sejn hann ’hlaut, að kjósendurnir hafa litið svo
á, því vinsældir hans í kosningunum vora jafn-
vel meiri en vinir hans áttu von á.
Þetta sannar enn á ný, ef þörf var á slík-
um sönnunum, að alþýðan metur hreinleik og
hugrekki embættismanna sinna. Maðurinn,
sem gjörir skyldu sína í því að fylgja fram
lögunum, hvað svo sem það er óvinsælt, vinn-
ur sér ávalt fleiri vini en óvini, svo framar-
lega, að hann gjörir það af drengskap og láti
ekki persónulega óvild ráða gjörðum sínum.
lAjtkvæði kjósendanna í þessu tilfelli sýn-
ir glögt, að það er vilji þeirra, að þessu Scandi-
navia bankamáli sé haldið áfram, með það
fyrir augum, að hegna þeim sem sekur er.
Ef þessi kosning hefði farið öðmvísi en hún
fór, þá hefði það verið árás á framgang laga
og réttar Norður Dakota-j*íkis.
--------o--------
Tao Teh King.
m.
TJm líf þeirra, sem lifa í samrœmi við Tao.
Líf, sem lifað er í samræmi við Tao, er
ástríðulaust. Að miklast af fegurð, er ímynd
ljótleikans. Að miklast af dyggðum sínum
stendur í nánu sambandi við mannvonsku.
Hin æðstu gæði líkjast vatninu, sem yfir-
lætislaust nærir óteljandi þúsundir líftegunda.
ÍÞess vegna er helgur maður hæglátur, og
er þegjandi fyrirmynd annara. Hann örfar
án þess að giraast; bann framkvæmir án
þess að krefjast; hann leiðbeinir án valdboðs.
Þess vegna verður honum mikið ágengt.
Himinn og jörð vara vegna þess, að þau
eru ekki til sjálfs síns vegna.
Sá sem temur sál sína verður eins og
lítið bam< Hinn helgi maður er ímynd ein-
drægninnar, og er á þann hátt fyrirmynd í
heiminum. Hann er ekki sjálfselskur, og
þess vegna er hann virtur. Hann er ekki
sjálfhælinn, og þess vegna er verðleikum hans
veitt eftirtekt. Hann á aldrei í stríði, og
þess vegna era engir til þess að stríða á móti
honum.
Róin er einkenni hins helga manns. Hann
situr áhvggjulaus og hugsun hans er frjáls.
Honum getur ekkej*t grandað.
Að þekkja aðra, víkkar sjóndeildarhring-
inn, en sá er þekkir sjálfan sig, er mentaður.
Sá sem yfirvinnur aðra er þróttmikill, en sá
sem yfirvinnur sjálfan sig er signrvegari.
Hejgur maður sneiðir sig þjá öllu yfir-
læti. Sá sem að eins tyllir tánum niður er
valtur á fæti.
IHinn hélgi maður yfirgefur lærdóminn.
Það er þýðingarlaust, að fara útúr húsum sín-
um til þess að þekkja heiminn, þýðingarlaust
að líta út um gluggan til þess að koma auga
á Tao.
Helgur maður er ekki sérlyndur. 1 hjarta
hans eiga hundrað ítök, og hann byggir hús
sitt í þjóðbraut. Allir menn og konur era
böra hans.
Eg vil launa gott með góðu og eg vil líka
launa ilt með góðu. Á þann hátt verður hið
góða yfirsterkara. Þeim réttlátu vil eg
vera réttlátur, og eg vil Hka sýna þeim rétt-
Jæti, sem ranglátir era. Þannig verða allir
réttiátir.
Á meðan maðurinn lifir er líkaminn mjúk-
ur og viðkvæmur. Þegar hann er dauður,
stirðnar haun, þannig er gras vallarins, og eik
•skógarins, mjúk og sveigjanleg á meðan þau
era lifandi, en þegar þau deyja þoma þau og
stirðna.
'Afl og stirðleiki era einkenni dauðans;
viðkvæmni og göfgi eininleik-ar lífsins.
iSá, sem reiðir sig á afl sitt, getur ekki
unnið sigur; þegar tréið er stiraað (orðið
þurt) er það dauðadæmt.
Það er ekkert sem er viðkvæmnara en
vatn. Það tekur öllu öðra fram um að hola
klettinn og ryðja hömlum úr vegi. Sannleik-
urinn sýnist sjálfum sér ósannkvamur.
Þannig er hóværð hins helga manns.
Hann hagar sér eins og hann sé gestur í heira-
inum.
Crð mín eru auðskilin, og mjög auðvelt
að breyta eftir þeim, en engin skilur þau, og
enginn breytir eftir.þeim.
IV.
Um að koma heim.
Vegur Tao er afturhvarf; afl þess er
hægfara. Fæðingin er heimanför; dauðinn
heimkoma. Eg hefi heyrt, að sá er lifir rétt-
látu Jífi mæti engri hættu. Nashymingur-
inn finnur engann homstað á honum; týgrisdýr-
ið festir ekki kló á honum, og hermaðurinn
finnur engan höggstað. Og hvers vegna?
Af því, að hann er ekki dauðanum háður.
Tilvera himins og jarðar og tuga þúsunda
annara hluta verðmætra, en verðmæti þeirra
liggur í tilveruleysinu, sem þau eru framleidd
úr.
Allir hlutir vaxa og þroskast og hverfa
aftur ti‘1 uppruna síns. Að hverfa til upp-
runa síns, er kölluð hvíld. Hvíldin merkir
f ullkömnuna rtakmark. Fullkomnunartak-
mark er kallað eilífð. Að skilja eilífðar tak-
markið er mentun; að skilja það ekki er ófár-
sæld og glötun. Dauði líkamans hefir engan
ótta í föt með sér. I
Þeir veiku skulu verða styrkir; þeir lúnu
fá endurnýjað krafta; ójöfnuðurinn skal verða
afnuminn; ormurinn endurvakinn; þeim sem
lítið hafa skal verða veitt; en sá sem mikið
hefir mun verða fyrir vonbrygðum.
Er málshátturinn forni að “þeir veiku
skulu styi'kir verða” ósannur ? Vissulega
gjörir eilífðin þá stvrka.
Það er vera, sem öllu stjómar, sem var
til á undan himin og jörð. Alvitur; alstað-
ar nálægur andi. Einn og óumbreytanlegur,
sem skapaði heiminn. Við vitum ekki hvaða
nafn hann ber, en við köllum hann Taó. Til
skýringar köllum vér hann líka “hinn mika”.
Það mætti og kalla hann “hinn fjariæga”.
En hið fjarlæga köllum vér eilífð.
porvaldur porvaldsson.
(áttatíu ára afimæliskvæði),
Hugur flýsur fljótt af stað,
Frænda kærum móti,
Leiðina norftur alla að
ístendingaíljóti.
Sé eg þig með sæmdarkrans,
Silfurhærum undir;
Ljúft við býlið landnemans
Líf og blóma grundir.
pegar eru þrotin ár
píns áttunda tugar:
Gengur þú með glaðar brár
Glatt og ljósið hugar.
Lest og skrifar hreina hönd,
Heiðri og virðing gæddur.
Trygða og kærleiks bindur bönd,
Blessun drottins klæddur.
pess skal minnast minn í dag,
Muninn allsótregi:
Borinn varst með heilla hag
pó hallaði sumardegi.
Æskuvorsins vaggan þín
Var í Laxárdalnum
pars glaður fjörður Skaga skín
Er skemtir drós og halnum.
Átta tuga skeið þitt skreytt
Skín í álfum tveimur,
Hönd þig drottins hefir leitt,
Hver er betri seimur?
Œfi þinnar unnið starf,
Er til heilla lýðum,
Fáir dýrri eftir arf
Örfum skiftjr blíðum.
Unaðsrík er sjónin sú,
Að sjá þitt æfiverkið
pað bar vott um þína trú
pú berð kærleiks mericið.
Margan gjörðir gleðja þú,
Er guð bað það að launa;
Sífelt meður sæmdar frú
Sykraðir bikar rauna.
Djúp þig hreldu saknaðs sár
Er svíða ei meir né blæða,
Gráti snýr í gleðitár
Gjafarinn Mfsins æða.
Vinir farnir sælir sjá
Unz samvistirnar linna:
Að brosi kærleiks blómum hjá
Barna og vina þinna.
Lít eg börnin blíð þig kring
Blómum kærleiks raða;
Færa óska fögur þing
Föður heitt elskaða.
pví er eg í anda hjá,
Elsku frænda mínum
Ljómar náðin alvalds á
Æfi vegi þínum.
Anda hlýjust er mín spá,
Og það sannast getur:
Munir tíu sinnum sjá
Sumar enn og vetur.
Mín til guðs er blíðust bón:
Á braut með líðan hægri
pig getir hreyft og hafir sjón
Að hinsta lífsins dægri.
Sú er einlæg óskin mín
Að sé drottins vilji:
Að frá sætum svefni þín
Sál við býlið skilji.
Vinir þinir þig um kring,
pá með vota hvarma,
Af sorg og gleði í sameining
Síðast vefji arma.
pó við tímans elfuós
Æfi slitni lína:
Okkar sálar ljúft mun ljós
Ljóss í veldi skína.
Verði öll þín barnabörn,
Sem börnin, þjóðarsómi,
Mikilhæf og gæðagjörn
Göfgi vinur frómi.
7 28, ’22 Sv. Simonsson.
Víðfrœg hlunnindi
TIL afgreiCslu á peningum til útlanda og skifta, inn-
heimtu, peningasendinga innan iands og utan, veitir
þessi banki yður alla atistoð og hlunnindi á öllum hin-
um sjö hundruð útibúum sínum I Canada og Newfound-
land, í British Wesit Indies, Cuba, MiS- og SuSur Ame-
ríku, auk útibúanna í Ixmdon, New York, Paris og
Barcel'Ona.
THE ROYAL BANK
OF CANADA
Allar eignir nema nú ..........
.... $489,000,000
Ástœðurnar
fyrir því að hugur íslenzkra bænda
hnegist til Canada.
Priðji kafli.
Nú skal lýst að nokkru loft-
slagi í Manitoba. Hér um bil
fyrsta spurningin, sem brýst
fram 'af vörum hins væntanlega
innflytjanda er sú, hvernig veðr-
áttufarinu sé hagað. Sú skoðun
er ærið almenn meðal þeirra er
ekkert þekkja til, að veðráttan í
Manitoba sé alt annað en ákjós-
anleg. Ef það er rétt, að í mjög
•breytilegu loftslagi, tapi fólk á-
huga á vinnu, verði dapurt í lund
og viljalauist, sem fáiir munu í
móti mæla, þá er hitt engu að
síður ómótmælanlegt, að á þeim
stöðum, þar sem fólkið er hraust
og fult af starfsfjöri, hlýtur
veðráttufarið að vera gott og
slíkt gildir einmitt um Manitoba.
pess vegna er það Víst, að Mani-
toba á eitt það heilsusamlegasta
veðráttufar, sem hugsast getur.
pví verður að Vísu ekki neitað,
að í Manitoba sé nokkuð breyti-
leg veðrátta, stundum 40 stiga
frost að vetralagi, en yfir 90 og
einstaka sinnum frá 95—100
stiga hiti á sumrin. En vetr-
arnir, þó nokkuð sé kaldir, eru
'heiðbjartir svo að segja frá upp-
hafi til enda, og mjög lítið um
storma. Sólskin því nær alt af í
heiði og þess vegna er það, að
fóilk finnur tiltölulega lítið til
kuldans. Maður heyriir innflytj-
endur frá Engl'andi, Bandaríkj-
unum og íslandi, iðulega tala um
það, hve mikið þeim falli betur
vetrarnir hérý en hejima. pess
ber líka að gæta, 'að á tiltölulega
fáum stöðum stígur frostið einis
hátt, og um hefir verið getið, og
stendur sjaldnast nema örlítinn
tíma í einu. ipegar ofsahitair
koma að sumrinu, þá vara þeir
sjaldnast nema fáar klukkustund-
ir og næturnar eru því nær und-
antekningarlaust svalar og hress-
andi. Yfirleitt má svo að orði
kveða, að heiðskiírt sé í Manitoba
meginhluta ársins. í meðalári
eru því sem næst 2175 klukkust.
af sólskini; regnfallið nemur 15%
þumlungi, en snjófall 52 þuml-
ungum. Nemur vatns, eða raka
fiamleiðslan því hérumbil 21
þumlungi. En slíkt er meira en
fullnægjandi til ræktunar hvaða
korntegundar sem vera /vill í
Vestur-Ganada. Qg vfða þarf
langtum minni raka.
Kornrækt. Sem akuryrkju-
land, varð Manitoba fyrst heims-
frægt fyrir hveitiframleiðsluna.
Sólskinsdagar og svalar nætur,
hafa hjálpast til að framleiða í
fylkinu það ágætasta hveiti, sem
þekst hefir, og er mjöl úr “Mani-
toba Hard Wheat” svo fullkomið,
að það skarar fram úr öllum öðr-
um tegundum. Hin óviðjafnan-
legu skilyrði fyrir arðsamri korn-
yrkju í Manitoba, hafa frekar
öllu öðru, dregið athygli annara
þjóða að fylkinu. pótt gripa-
rækt sé hér mikil og oft arðvæn-
leg, þá er hitt þó vást, að meiri
hluti innflytjenda, rennir fyrst
vonaraugum tiil kornyrkjuhérað-
anna, þar sem arðsvonin er mest.
Jarðvegihum í Vestur-Canada,
hefir þegar nokkuð verið lýst.
Landið er mælt út í það, sem kall--
að er sections. Hver section
inniheldur 640 ekrur, og bújarð-
ir geta verið heil eða hálf section,
fjórðungur úr section, eða jafnvel
minni. Hálf section er jafnað-
arlega talin æskileg stærð á bú-
jörð. Landneminn byrjar á því
að brjóta og plægja landið, með
plógum, sem uxar eða hestar
gangar fyrir, eða þá með gufu-
plógum — Tractors. pví næst
er spilda sú, er sá skal í herfuð,
og fylgir þar á eftir sáningin.
í land það, er reiðubúið er til sán
ingar um miðjan ma;í mánuð eða
svo, má sá hveiti; en höfrum
byggi og flaxi, fmá sá þangað til
í júníbyrjun. Yfir sumarmán-
uðina, eftir að sáningu er lokið,
heldur landneminn áfram með að
brjóta meira af landinu og búa
það undir næsta árs uppskéru.
Einni ggirðir hann þá inn beiti-
lönd, byggir ihlöður og fjós og
grefur brunn. Hafi hann eitt-
hvað afgangs af tímanum og sé
í peningaþröng, vinnur hann eitt-
hvað fyrir nágranna sína og afl-
ar sér þannig aukatekna.
Afaráríðandi er fyrir nýbyggj-
ann, að reyna að útvega sér eitt-
hvað af gripum, þegar fyrsta
misserið, sem hann býr á land-
ir.u, jafnvel þótt efnin leyfi eldci
nema eina kú eða svo og dálítið
af alifuglum. Eins ætti hann
að rækta dáliítinn matjurtagarð,
með því að slíkt veitir hreint
ekki svo lítinn búbæti.
í júlímánuði byrjar venjulega
'heyskapurinn, og þá slær nýbygg-
inn heimaland sitt, eða leigir
heyskaparland hjá nágrönnum
sínum, ef hans eigið nægir ekki.
pegar fram í ágústmánuð kemur,
fer uppskeran að byrja, og sé að-
eins um litla akunbletti að ræða,
vinnur nýbyggi þá venjulega
sjálfur, en komist hann ekki yf-
ir það, skiftir hann við nágranna
sína á vinnu, fær þá til að hjálpa
sér og veitir þeim aftur síðan til-
svarandi hjálp. pegar tiji þresk-
ingar kemur fá nýbyggjar mann,
sem á þreskivél, til að þreskja
fyrir ákveðið verð á bushelið, er
kornið síðan flutt, að undanteknu
fóðri, til markaðar, þar sem eig-
andi getur þegar komið því í pen-
inga, eða ef hann vill heldur
senda það í vagnhlössu,m itil korn-
hlaðanna í Fort William eða
Port Arthur.
Electro Gasoline
“Besl by Every Tesi”
pessi Gasolía endist yfir mestan mílufjölda og
fyrirbyggir ólag á mótornum.
Skjót Afgreiðsla hjá vorum Sjö
Service Stations:
Sérstök þægindi við fylling og hreinsun Transmissions
og Crank Case
No. 1. Corner Portage og Maryland.
N. 2. Main Street, gegnt Union Depot.
No. 3. McDermot og Rorie, Sts., gegnt Gr. Exchange.
No. 4. Portage Ave. og Kennedy St.
No. 5. Rupert og King, bak við McLaren Hotel.
No.6. Osbiorne og Stradbrooke St.
No. 7. Main Street North og Stella Ave.
Einnig til sölu hjá eftirgreindum Garages:
Willys-Overland, Cor. Portage og Marylana.
Cadillac Motor Sales, 310 Carlton.
Imperial Garage, Opp. Amphitheatre.
Biðjið kaupmann yðar um:
Buffalo English Motor Olíu, Tractorlene Olíu og Greases.
Prairie City Oil Go., Ltd.
Phone A 6341 601-6 Somerset Building