Lögberg - 03.08.1922, Side 6
Ms. 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. ÁGÚST 1922.
Fjölskyldan á Haugh
Saga frá Skotlandi
eftir ANNIE SWAN.
“Nær kemur Claude heim?” spurði frú
Allardyce eftir stutta þögn.
“1 þessari viku, annaðhvort á morgun eða
á iaugardaginn”.
“Til þess að vera heima?”
“Já, Alek segir að liann verði að vera
heima og sjá um búið”.
“Eg veit ekki hvað eg ætti að gera, ef eg
væri í yðar sporum”, sagði frú Allardyce.
“Fyrst að ásigikomulagið er eins og þér segið,
þá er Haugh ebki hentugur verustaður fyrir
hann, en hvað er mögulegt að gera?”
“ Eg veit það ekki. Yður furðar víst ekki
á því, að eg er örvinglnuð, og að eg get ekki
verið glöð, eins og maðurinn minn vill að eg sé.
Þegar eg geng út úr húsinu, get eg ekki hugs-
að mér hvemig alt muni vera, þegar eg kem
aftur. Eg held að íEleanor og föður hennar
komi ekki vel saman; þau eru of lík til þess.
Hau hafa bæði of ákafa lund”.
“!Nú ímvudið þér yður það lakasta. frú
Kerr. Stúlkur eru vanalega fúsar til að hlýða
föður sínum. Eg ber svo innilega samhygð
með yður, en þér megið ekki gera flugu að fíli.
Bömin geta ef til vill breytt lífsháttunum á
Haugh, og óðalseigandinn getur orðið betri en
hann hefir áður verið”.
“Víndrykkja breytir eðli allra manneskja.
Hann er sami maðurinn og eg þekti fyrir tutt-
ugu árum síðan”.
“En hann hefir al'taif verið geðríkur, er
það ek*ki? Eg heyrði um hann tailað, löngu
áður en sá hann”.
“Enga manneskju af Kerr fjöliskyldunni,
hefir verið auðvelt að umgangast”, svaraði
frú Kerr, “eins og svo margar aðrar stúlkur
gerði eg misgrip, þegar eg giftist manni mín-
um. Eg ímyndaði mér, að eg gæti betrað
hann, en það var enginn hægðariei'kur”.
“Haldið þér að slíkt geti aldrei átt sér
■stað?”
Eg hefi aldrei heyrt getið um neinn, sem
heifir getað gert það”.
“[Eg er hrædd um að það ,sé oftast gagn-
laust að reyna það; en segið mér meira um
Eleanor og fólkið, sem hún (kemur með. Þyk-
ir henni mjög vænt um það!”
“ Já, 'hún hrósar því mi'kið. Eg hefi jafn-
vet grun uim, að eitthvað sé á seiði milli henn-
ar og eldri sonarins”.
“Þekkið þér notkkuð þetta fólk?”
“Nei, við vitum aðeins, að frú Brabant er
systir konunnar, sem Eleanor býr hjá, eða
hefi r búið hjá. Henni voru veitt meðmæli af
heldri konu, sem kom dætrum sínum fyrir hjá
henni, og þessi kona sagði mér, að Brabants
væri mentaðar manneskjur, en fátækar”.
“Þegar þér fáið sjálf að sjá þetta fóllk,
munuð þér sreta séð hvers konar manneskjur
það eru. Haldið þér að maður yðar vilji, að
Eleanor giftist þessum unga herramanni?”
“Nei, það eru aðeins tveir menn í heim-
inum, sem hann vill gefa Eleanor, og þeir eru
sonur yðar og William Heron”.
“William Heron”, hrópaði frú Allardyce
undrandi, “hann á ekki einn skilding”!
“En hann er skynsamur maður, segir Alek
og hann er elskuverður ungur maður”.
“Hvern þeirra kjósið þér heldur?”
Indælt bros, líkt sólargeisla, leið yfir and-
lit frú Kerr.
“Tlm það þurfið þér ekki að spyrja. Eg
hefi sagt Robert, að það mundi gleðja mig ó-
segjanlega, að sjá Eleanor, sem konu hans.
Eg vona að yður sé það ekki á móti skapi?”
sagði hún og laut að vinkonu vsinni, sem alt í
einu varð þögul og alvarleg.
“ Athugasemdir mæðranna í slíkum tilfell-
um, er oftast hægt að sigra”, svaraði frú All-
ardyce nauðug, “hvað ætti eg að finna að
þessu?”
“Tjíst yður vel á Eleanor?” spurði frú
Kerr kvíðandi.
“Já, eg kann vel við hana, en eg efast um
að hún kunni vel við mig. Eg er svo blátt á-
fram og segi meinigu mína hiklaust; en það
mun henni naumast líka ’
“Hefir Robert minst á þetta við yður?”
“Já, hann talaði um þetta síðdegis fyrir
þrem vikum síðan — eg held það hafi verið
sama daginn, sem hann talaði um það við
yður”.
“Langar yður ekki til að Haugh og Castle-
bar yrði tengt saman á þenna hátt?” spurði
frú Kerr Ihikandi.
“Ef þau yrði ánægð, þætti mér vænt um
það. Ek á aðeins eitt barn, Alec, og eg
reyni daglega að elska hann á réttan hátt, svo
að hann verði mitt uppáhald. Hann er ást-
ríkur sonur — það eru ekki margir, sem jafn-
ast á við hann, og sú stúlka, sem giftist hon-
um, mun blessa þann dag, sem hún mætti hon-
um, ef hún er honum samboðin”.
“Eg er sannfærð um þetta, og þess vegna
vil eg biðja guð, að láta Eleanor ekki neita hon-
um”.
Viðkvæmnin, sem greip þessar tvær mæð-
ur 'sökum þessa samtals, er auðskilin, en nú var
dyrabjöllunni hringt, og ung, fögur stúlka kom
inn í stofuna. Frú Allardyce heilsaði henni
allúðlega.
“Komdu inn Mary, það er aðeins frú Kerr
og eg, sem erum hér. Janet, kveiikti á lömp-
unum”.
Marv Heron var nett vaxin stúlka, næst-
um því bamsleg að útliti, en svipur hennar
svndi að hún áti göfugt lundarfar. Það var
ákveðinn dráttur um munn hennar, og öll fram-
koma hennar benti á fjöruga geðsmuni og
glögga skynsemi.
“Hvemig líður yður, frú Kerr? Eg hefi
heyrt að Eleanor komi heim í dag, er það satt,
að hún komi í dag?”
“ Já, góða stúlka. Er mamma þín betri?”
“Nei, hún er mjög lasin. Hún neytir
næsturn einskis matar. Eg kom ihingað til að
fá fáein egg hjá yður, frú Allardyee. MÖmmu
þykja svo góð eggin frá Castlebar. Hún hef-
ir máske sagt, að hún hefði góða lyst á þeim,
af því þau væri svo eftirsóknarverð ”.
Mary tók ofan hattinn og strauk hárið sitt
hálf vandræðaleg.
“Eg er svo hrædd um mömmu, og Willie
sömuleiðis. Hann langar til að heimsækja prófes
sor frá Edinburgh, ef hann getur grætt svo
mikla peninga, að hann geti borgað honum.
1 dag held eg hann hafi farið til að selja fögm
myndina frá Sheffield. Eg er hrædd um að
hann selji hana einhverjum, sem borgar hana
lágu verði, og kann ekki að m'eta hve góð hún
er”.
“Hvers vegna lést þú okkur ekki sjá hana,
Mary?” sagði frú Kerr ásakandi.
“Af því þið hafið verið svo góð við okkur.
Við verðum að reyna að ahlda í vini okkar, án
þess að vera þeim til byrðar; en einhvem
daginn batnar 'hagur okkar, ef aðeins mamma
fær að lifa þangað til. En hvers vegna erað
þér svo svipþungar frú Allardyce? Hafa
hænsnin orpið á annars manns landi?”
Það var eitthvað ósegjanlega aðlaðandi sú
aðferð, sem hún notaði til að flytja asmtalið
frá alvöru til skemtunar.
“Og Eleanor kemur áreiðanlega heim í
dag? Eg hlakka til að sjá hana. Emð þér
ekki glaðar vfir því líka, frú Kerr?”
/ “ Jú, mjög glöð, og í næstu viku kemur
Olaude Iíka heim, svo þá verður heimilislífið
fjöragra á Haugh, og þá verður þú og Willie
að heimsækja okkur”.
“Það eram við sannarlega fús til, ef
mamma verður betri. Verðið þér að fara heim
undir eins?” bætti Mary við, þegar frú Kerr
stóð upp og fór í yfirhöfn sína.
“Hvers vegna viljið þér ekki bíða eftir
Robert? Hann varður hér að hálfri stundu
liðinni”, sagði frú Allardyöe.
“Nei, eg verð að fara heim og líta eftir
húsinu. Við verðum að hafa alt tilbúið fyr-
ir gestina. Komið þér með Robert á laugar-
daginn og neytið dagverðar hjá okkur. Mig
langar til að sýna ykkur vini Eleanors”.
Frú Allardyoe fylgdi henni til dyra, og
þær töluðu saman fáeinar mínútur. Þegar
hún köm áftur inn, var búið að kveikja á
lampanum, ög Mary Heron sneri sér við og
leit alvarleg á hana.
“Þér erað hryggar yfir einhVerju, frú
Allardvce! Frú Kerr hefir amað yður; eg
®á það þegar eg bom inn”.
“Þey, talaðu ekki þannig; hún hefir sína
galla, en hún er góð kona, og hefir þungar
sorgir við að stríða. En það er ekki vegna
hennar sorgar, að er hnuggin — það er af öðr-
um ástæðum, sem eg get engum sagt frá — og
síst af öllum þér”.
6. Kapítuli.
I listigarðinum á Haugh, spásseraði Kerr
og franska konan. Það var sunnudagsmörg-
un og morgunverðurinn nýlega afstaðinn, en
óðalseigandinn var alt af vanur, þegar veður
levfði það, að reykja pípuna- sína úti áður en
hann fór í kirkju.
Veðrið var blítt og viðfeldið, og austan-
vindurinn flutti hljóm kirknaklukkanna til
þeirra. Frúin hafði séð óðalseigandann í
gegnum gluggann, ganga út í listigarðinn, og
hraðaði sér út til að tala við hann vitnalaust.
iHann varð nú alls ekki glaður við að sjá
hana, því hann hafði um ekkert að tala við
hana. Honum geðjaðist hvorki að henni né -
syni hennar, og vildi helst losna við þau, sem
fyrst.
“Eg sé að yður þykir vænt um pípuna yð-
ar”, byrjaði frúin með töfrandi brosi, “má eg
ganga með yður. Er þetta ekki ágætur •
morgun ? ’ ’
Frúin, sem var vön við hlýjara loftslag,
skalf af kulda undir þunna kniplingssjalinu,
sem ekki gat varið hana fyrir hinum kalda
vindi.
“Veðrið er ágætt en grasið er vott, og
skórnir yðar era of þunnir”.
Fniin leitt á skóna sína.
“Þeir era hlýrri en þeir líta út fyrir að ,
vera. Má eg verða yður samferða, eg hefi
enn ekki skoðað listigarðinn? ó, hvað hér
er fögur útsjón! En hvað þér erað lánsamur,
að geta búið á jafn fögra landi, í fjarlægð frá
hávaða heimsins”.
“Ef þér viljið göngutúr ættum við helst að
ganga eftir trjáganginum, hann er þur, en nú
er komið að kirkjutímanum. Viljið þér ekiki
verða okkur samferða; konan mín ekur alt af”.
“Auðvitað vil eg vera með. Eg hefi
heyrt mikið um Bkotland, en það er miklu
fegurra en eg hafði ímyndað mér”.
“Kingshorn er ekki álitið að vera róm-
antiskt pláss”, sagði hann blátt áfram. “en
oss þykir vænt um landsvæðið, af því við er-
um fædd og uppalin hér.”
“Hér er frelsi, ró og fegurð, og líf ykkar
á vel við náttúrana í heild sinni. Nú skil eg
mikið í lundarfari Eleanors, sem eg hefi ekki
skilið áður. Hún hefir svo ákveðið geðslag,
*og svo aðlaðandi framkomu, ólík öðrum ung-
um stúlkum. Mig furðar slíkt ekki lengur.
Sá, sem vildi reyna að flytja hana héðan,
vði að vera djarfur maður”.
“Hún skal aldrei verða flutt langt burt
héðan, ef eg má ráða*’, svaraði Kerr. Það
var heimska af okkur, að senda hana til Frakk-
lands. Eg sagði konu minni það, en kven-
fólk vill fullnægja sínum vilja”.
“Sýnist yður þá ekki að framkoma og
siðir dóttur yðar, hafi náð framför ihjá okkur?”
“Jú, hún hefir meira af heldri kvenna
svip en áður, það er alt, sem eg get sagt um
þetta”, svaraði hann hreinskilnislega —N “en
nú hringir klukkan í kirkjunni okkar, svo
við verðum að ganga heim að húsinu aftur”.
“Klukkan er aðeins fimtán mínútur eft-
ir tíu”, sagði frú Brabant. “Frú Kerr sagði
að við skyldum aka héðan, áður en hún væri
hálf ellefu, en eg býst við að unga fóllkið vilji
ganga til kirkjunnar”.
“Hvaða unga fólk? Elleanor skal aka
með móður sinni”, svaraði Kerr þurlega.
“Son minn langar til að fylgjast með
henni, þér megið ekki ræna hann þeir ánægju”.
Eleanor á að aka með móður sinni“, endur-
tók hann rólegur. “Komið þér nú, frú, eg
verð’ að skifta um skó, og eg er viss um að þér
verðið að gera það líka”.
‘Erá Brabant var nevdd til að snúa við
Kerr var svo ákveðinn, ókurteis og laus við
alla alúð, að hún vissi ekki hvað hún átti að
segja, alt var undir honum komið.
“Fáum við að sjá fallegu konuna með ó-
skiljanlega nafnið í kirkjunni?”
“Þér eigið við frú Alardyce?”
“Já”.
“Nei, hún gengur í frjálstrúar kirkjuna
en við göngum í þá gömlu”.
“Er mikill mismunur á þeim? Eg skil
það ekki”, sagði frú Brabant, “er önnur guðs-
þjónusta haldin í ikirkjunni, og hin í bænahúsi?
Er þetta það, sem þér eigið við?”
“ Já, máske” var svarað, “en þarna stend-
ur sonur yðar í dyrunum. Hvaða atvinnu
stundar 'hann?”
“Hann stundar enga atvinnu; en hann er
hermaður, þegar föðurland hans þarfnast
hans ’ ’.
“Til hvers eyðir hann þá tímanum?”
“Ó, hann hefir fjölskyldu og kringum-
stæður að anuast”.
“Eigið þér land í Belgíu? Kona mín
hefir minst á það”.
Þetta var tækifærið, sem frúin beið eft-
ir, og hún lét það ekki ónotað.
Ó, já, Fraisfort, heimili Brabands fjöl-
'skyldunnar; en vondir tímar hafa rænt oss
eignum voruim, og við höfum elkki efni til að
búa á óðali okkar.”
“Hvers vegna? Er akuryrkjan jafn
illa stödd þar, eins og í Skotlandi?” spurði
Kerr með dálítið meiri áhuga, en hann hafði
áður fundið til viðvíkjandi gestum sínum, sem
satt að segja ollu honum mikilla leiðinda.
“Já, jafn illa stödd, ef ekki verri; au'k
þess hefir vínuppskeran í mörg ár veitt léleg-
ar tekjur”.
“Já, þið ræktið vín. Gróðunsetjið vín-
plöntur, eins og við jarðepli og sáðkom”.
“Alveg á sama hátt; en frost, þurfcar og
eyðilegging stríðsins, hafa komið í veg fyrir
alla uppskera”.
“Eg hélt með Þjóðverjum”, greip Kerr
fram í fyrir henni. “Það var gleðilegt að
lesa um hina ágætu foringja þeirra; frönsku
foringjamir voru ekki Kkt því eins hygnir né
duglegir, en stríðið í heild* sinni var aðeins
dráp heiðarlegra manna”.
“Eg er ekki frönsk, svo eg þoli vel að
þér ásakið frönsku mennina”, svaraði frú
Brabant alúðlega. “'Síðar getum við talað
meira um stríðið. Þér ættuð að tala við son
minn, hann er duglegur mótstöðumaður”.
“Yar hann í stríðinu?”
“Nei, við dvöldum í Englandi sökum heil-
brigði yngri sonar míns.”
“Konan mín hefir Kka sagt mér að þér
ættuð annan son. Yinnur hann ekki fyrir
sér?”
“Hann sfcrifar bækur, og þeir sem þekkja
þess konar störf, segja að hann sé bráðgáfað-
ur”.
i “lEinmitt það?”
Frú Brabant varð þess vör að hún hafði
ekki gert þau áhrif, sem hún vildi, og var að
því komin að brevta umtalsefninu, þegar hún
sá að frú Kerr veifaði hendinni til hennar í
onnum glugganum, hún kinkaði alúðlega til
Kerr og gekk inn í húlsið. Hún greip hendi
sonar síns og leiddi hann inn í forstofuna, til
þess að tala fáein orð við hann.
“Eg ætla að revna gæfu mína áður en
dagurinn er liðinn. Mér leiðist hér í þessu
hiilsi”.
Á sama augnabliki kom Eleanor í Ijós í
stiganum, geislandi af ánægju, klædd verð-
mikilli loðkápu. því Alexander Kerr vildi að
kona hans og dóttir væru fallega klæddar, og
borgaði reikninga þeirra án nokkurra mót-
mæla.
“Eruð þér hérna, frú?” sas^i Eleanor.
“Mamma var að líta eftir yður. Vagn-
inn er nú að koma að götudyrunum”.
“Get eg ekki fengið að verða yður sam-
ferða gangandi?” spurði Louis auðmjúkur.
“Jú, velkomið, ef þér viljið það”, svar-
aði Eleanor. “Þér akið með foreldram mín-
um, frú. Þau aka alt af”.
“Eg get nú verið heima”. sagði frúin,
“en mig langar til að vera til staðar við
sfcoska .guðsþjónustu — og þarna kemur hr.
Kerr”.
Húsbóndinn skildi un'dir eins áligfkomu-
lagið.
Yagninn er kominn að dyranum, Elea-
nor”, sagði hann, “það er r>láss fvrir okkur
öll, svo þú þarft ekki að flýta þér”.
“Má eg ekki ganga, pabbi?” spurði hún
hikandi.
“Nei það mptt bú ekki”, svaraði hann
styttingslega, um leið og hann gekk upp stig-
ann og upp á Ioft.
1T/* ». 1 • V' timbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgoir tegundum> geirettur og ai»
konar aðrir strikaðir tiglar, Kurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
----------------Limtted -—--------
HENRY 4VE. EAST - WINNIPEÍÍ
Wionipeg Brick Company Limited
Verksmiðjueigendur og kaupmenn
— verzla með —
SKRAUT-GRJÓT og ALGENGT GRJÓT
Sandsteypulím, Möl, Lím, Cement og Liti
í steypulím o. s. frv.
Utanbæjar sem innan pantanir afgreiddar tafarlaust.
Phones F.R. 700—701
The Dowse Sash & Door Co. Ltd.
—Búa til og Verzla með —
Hurðir, Glugga, Geirettur og Strykaða Tigla.
Úrval af hörðu og mjúku timbri
— Hringið N 1156 —
Eleanor varð fyrir vonbrigðum og lagði
sálmabókina frá sér á borðið.
Veðrið er svo indælt — komið þér, hr.
Brabant, við skulum lœðast í burtu, þau ná
okkur á leiðinni til bæjarins”.
Louis tók hattinn siun ánægður, og fór
með henni. Þegar hitt fólkið steig upp í vagn-
inn, saknaði Kerr hennar, og kona hans sá að
hann var of gramur til að geta lýst tilfinningu
tsinni með orðum. Eleanor forðaðist að
mæta vagninum, hún gekk götuna yfir engj-
arnar og gegnum skóginn til gömlu kirkjunnar,
sem stóð á litlu nesi er lá út í sjóinn; hún og
fýlgdarmaður hennar vora sest á einn af
kirkjubekkjunum þegar hitt fólkið fcom inn.
Það vora ekki margir áheyrendur, því
engrir gestir voru í bænum um þetta leyti, og
hinir vanalegu kirkjugestir vora ekki svo
margir, að þeir gæti fylt þessa Íélegu byggingu.
Guðsþjónustan var hversdagsleg, en það
'hviíldi slíkur friðnr og hreinskilni yfir henni,
sem hlaut að hafa áhrif á hinn litla söfnuð.
Eleanor fann til viðkvæmni, þar eð hún hafði
verið fjarverandi heimilinu svo lengi. Það
sem okkur hefir verið kent og okknr er kært,
hefir einkennilcgt vald til að gera ofckur við-
ikvæm, isérstaklega ef við höfnm verið fjarlæg
því um langan tíma. Augu hennar fyltust
tárúm, meðan presturinn flutti bænina og
hún heyrði alvarlegu röddina hans. Hann
var tryggur vinur fjölskyldu 'hennar, og um
stund gleymdi hún alveg manninnm, sem utan
við sig af leiðindum knéféll við hlið hennar.
Þegar þau komu aftur út úr kirkjunni, var
hann nógu hygginn til þess, að minnast ekki
á guðsþjónustuua. I fyrsta skifti hafði Elea-
nor fundið hve fögur hún var. Andlit henn-
ar var ósegjanlega hlítt á svip og útlit, þegar
hún gekk eftir aðalgötu bæjarins ásamt
fvlgdarmanni sínum, þar sem þau óvænt mættu
Robert Allardyce og móður hans. Óðals-
« eigjandinu var mjög alúðlegur 'við þau, eins
og hann hafði verið kvöldið áður á Haue-h.
Hann var samþykkur giftingaráformi Roberts,
og vildi að Brabants mæðgiuin skildu mein-
ingu 'hans.
Margir af íbúum bæjarins horfðu á þennan
litla hóp, sem beið eftir komu vagnsins, og
það var engin furða þó fólk Iiorfði á þan, því
allir hugsnðn um Haugh fjöls'kylduna, því
Haugh var eina plássið í héraðinu, þar sem
markverðir viðburðir áttu sér stað, og nú var
ungfrú Kerr komin aftur, og auðvitað var það
henni, sem flestir veittu eftirtekt. Aður en
hún fór að heiman, sáu menn hana alt af á
ferðinni nm nágrennið, annaðhvort ríðandi
eða gangandi, og öllum þótti vænt um að sjá
haua aftur, en Robert Allardyce, sem með hinni
glöggu sjón sinni, hafði séð hið sanna ásig-
komulag, var freonur þunglyndur. Hann tók
aðeins í hendi Eleanor, og gefck svð til móður
sinnar. Það voru alls ekki viðfeldnar fimm
mínútur, sem beðið var eftir vagniuum, uus
hann kom; hrós frú Brabant yfir plássinu gat
ekki fjarlægt óánægjuna, sem ríkti í litla
hópnum.
“En hvað hér er töfrandi fagurt”, sagði
hún, “eg er alveg hrifin af landslaginu! Lít-
ið aðeins á yfirborð sjávarins, er það ekki und-
ravert?”
Hun sneri sér að frú AJllardyce, en þorði
©kki að reyna að nefna nafn hennar. Hin
góða kona leit undrandi á hana.
“Eg sé ekkert undravert við þetta. Hann
lítur þannig út, eins og óveður sé í vændum
áður en dagurinn er liðinn”.
Öll náttúran er svo heilnæm og huggandi,
svo hrífandi”, bætti frúin við, sem ekki skildi
það sem sagt var. “ Andrúmsloftið er eins
og styrkjandi drykkur. Þið ættuð að vera
óvanalega gæfuríkar manueskjur”.