Lögberg


Lögberg - 24.08.1922, Qupperneq 4

Lögberg - 24.08.1922, Qupperneq 4
LOGBERG, FTMTTOAGINN 24. ÁGÚST 1922. 'te. 4 Jögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ambia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. TaJaiman PÍ-6327 oá N-6328 Jón J. Bíldfell, Editor (jtanáakríft til blaSains: Tt(t eOLUNlBlf Pf)ESS, Ltd., Box 3171. Winnipog, Utanáakrift ritatjóran*: EDiTOR LOCBERC, Bex 317* Wlnnipog, M«"- The “LögberK" la prlnted and publlshed by The Columbla Preaa, Llmked. ln the Columbla Block. 1S3 to 8S7 Sherbrooke Btreet. Winnlpeg, Manitoba Áfram eða afturábak. ÞaS var hann Jónas HaHgrímsson, skáld- ið góða, sem sagði: ‘ ‘ Það er svo bágt að standa í ,stað» þvi að mönnum munar ahnað hvort aftur- á ba!k ellegar nokkuð á leiÖ.” AS líkindnm er enginn sá, sem efar sann- leikskraft þessara orða Jónasar. Það er held- ur ekki atriðið, seon vér vildum leggja hér á- Iherslu á, heldur hitt, hvort að vér í raun og sannleika, erum á framfara, eða afturfara- /braut. Ef til viJl þj’kir sumum þetta umtalsefni einkennilegt, og ef til vill heimsknlegt, þar sem nálega hvert einasta hlað og tímarit, sem út er gefiÖ, talar um þá feikilega miklu framför, sem eigi sér stað á öllnm sviÖum manniegra athafna. Og svo kemur gamla máltækið, sem segir: “Almanna rómnr lýgur síst”, þeirri staðhæfing hlaðanna til stuSnings. En þrátt fyrir allan þann vitnisburð og þrátt fyrir almanna róminn, þá verÖum vér að játa sannleikskraft, eða sannleiksgildi þess vitnishurðar. Ef vér eigum að telja framfarimar verk- legu, sem orðið hafa í heiminum á síðustu ára- tugum, til andlegs vaxtar mannanna — ef vér eigum að telja eimskipin hraðskreiðn, flugvél- amar furðulegu, hifreiðarnar þægilegu — í fám orðum; ef vér eigum að telja þægindin, sem svæfa miljón manna, á miljón ofan, og vagga þeim í andlevsis svefndofa og værðar velystingum, þá skulum vér s'krifa nndir al- menningsálitið, um framfariraar dásamlegu, sem hampaÖ er framan í fólk nú á dögum. Ef annars að menn vilja komast að raun um, hvort á meðal vor er að ræða nm fram eða afturför, þá er fyrsta atriðið sem menn þurfa að gjöra sér. grein fyrir, hvað sönn fram- för sé. Þegar um svrnr á þeirri spumingu er að rapða, þá er tvent, sem kemnr til greina. Tvær þroskabrautir, sem mannkyniÖ hefir sótt fram á, og sem það sækir fram á, þann dag í dag, og það er þroskahrant hinna verklegu framkvæmda og hin andlega þros'kaibraut þess. Eins og þegar hefir verið íbent á hér að framan, ]>á er engum blöðum um það að fletta, að á síðari árum hefir hreyting mikil orðið á í verklegum framkvæmdum, það er aÖ segja, að hngur mannanna hefir hneigst aðallega að því, að ryðja öllum, eða sem flestum erfiðleik- um manna úr vegi, sem því hafa verið til fyr- irstöðu að menn gætu notiÖ Mfsins, eins og það er kallað, eða með öðmrn orðnm, að hugur framsókna og hugvits mannanna hefir aðal- lega stefnt að einu takmarki, og það takmark er, að njóta sem mestra þæginda. En sú hugsun hefir aldrei fært mannkynið fram um eitt hænu- fet, aldrei þroskað einstaklinga eða heldur aldrei lyft því andlega upp og áfram mót sól og isumri. Hitt atriðið, sem til gretna kemur, er hin andlega framför mannanna. Það er hinn and- legi þroski þeirra. ÍEn hann er fólginn í vax- andi andlegum þrótti, fegurð í hugsun og hreytni og yl hjartans, sem gjörir lffið bjartara og mennina ibetri. 'Þegar menn líta svo yfir ástandið í heim- inum og sj'á allar æsingaraar, alla ágimdina, alt ósamlyndiÖ og allan hinn andlega vesaldóm, sem hvarvetna starir mönnum í angu, þá verður snanni á að taka undir með mentamálaráðherra Svn'a, og segja: “Hinn andlegi þróttur fólks- ins er eyÖilagÖur, og er það of hátt gjaild, til þess að greiða fyrir hlnnnindi hau, sem hin veraldlega og andlega menning nútímans veitir”. Ef mönnnm þykir alheimurinn of stórt sjónarsvið, þá er ekki annað en líta yfir ástand- ið eins og það er á meðal vor Vestur-íslend- inga, líta á hina andlegu mynd vora eins og hún í raun og sannleika er, og eins og menn geta tíðnm speglað sig í henni, <í því sem sumir af Vestur-íslendingum em farnir að láta frá sér fara á prenti. Spursmál þetta er eitt af alvarlegustu spursmálum nútímans, og menn gerðu vel í því að spyrja sjálfa sig í fullri alvöra, hvort að þeir séu að <4fara aftur á baik, ellegar nokkuð á leið”, á veginum til andlegs atgjörfis. --------o-------- Palladómar Heimskringlu. Út a.f palladóma-greininni í Hkr. um ís- lendingadaginn síðasta, finst nefndinni sjálf- sagt, að segja nokkur orð, því fyrir utan kvefsnina til nefndarinnar, er í greininni nokk- ur ónákvæmni og missagnir, sem ekki hefði þnrft að vera, ef höfundur þeirra hefði verið með þeim, að fra*ða fólk út í frá um hið rétta viðvíkjandi deginum. Fyrsta ónákvæmnin er sú, að dagurinn hafi verið illa sóttur af almenningi. Nefndinni finst, að ekki sé hægt að við hafa þau orð, ef satt ætti að segja, þar sem aðsóknin hlýtur að hafa verið ein tvö 'þúsnnd mannsl Aðgang að deginum horguðu 836 manns, og er óhætt að fullyrÖa, að annar eins fjöldi hafi verið þar, sem ekki horgaði, sem sé, unglingar og böm. Þar fyrir utan vora þar um 75 manns fullorð- ið, sem ekki greiddu inngang, og svo er alt fólk ótalið, sem um kvöldið kom og sótti dans- inn, en ekki borgaði aðgang að garÖinum. |Eftir sögusögn ráðanda danssalsins, var þaÖ stór hópur og svo var hann ánægður, að hann gáf nefndinni $50,00 í peningum, sem hann hafði hálfpartinn lofað, ef aðsóknin yrði góð. Það er því óhætt að 'segja, að daginn hafi heimsótt yfir tvö þúsund manns. Það finst nefndinni sómasamleg aðsókn og alls ekki rétt að breiða það út, að aðsóknin hafi veriÖ ill. Það er ekki niðrun fvrir nefndina, þótt svo sé til ætlast, heldur niðmn um fólk hér í bænum. Nefnd- in er fullviss um, að hvatning hennar til fólks um að sækja hátíðina, bar góÖann árangur, því aðsóknin var fult eins góð í ár og hún var í fvrra, þótt að þá væri hér maðnr, sem f jöldann allan langaði til að sjá og kvnnast. Það er enginn efi á því, að hlýleiki almennings til Islendingadagsins, er mjög mikið víðtækari nú, beldur en hann hefur verið til margra ára og situr það síst á nok'krum, að reyna með mis- sögnum og ónærgætni, að kæla þann hlýleik. Önnur missögnin er það, að verðlanna- dans hafi verið auglýstur. Hans var hvergi getið og var orsökin til þess sú, að ráðandi dansins setti þaÖ skilvrði við nefndina, að hann vrði enginn. IÞriðja óná'kvæmnin er sú, að nefndarmenn eða nokkrir af þeim, sem að einhverju leyti störfuðu við hátíðina, hafi greitt aðgang. öllum nefndarmönnum vora fengnir tveir að- göngumiðar, og röðstafanir gerðar við dyra- vörð, að láta alla inn án horgunar, sem nefnd- inni hjálpuðu. Hafi því nokkuð af því fólki horgað inngang, er það áf vangá, en alls ekki a£ sofandahætti nefndarinnar. Fjórða ónákvæmnin, og sú lúalegasta, er viðvíkjandi aldri nefndarmanna. Það er fund- ið að því, ihvað nefndin hafi verið roggin og með elliglöpum, og af þeim ástæðum, hafi and- rúmsloftið verið svo dumbslegt, og vegna þess galla sæki fólk ekki daginn. Nefndinni er kent nm, að niður úr himninum hafi hangt tog-ullariopar, sem haíi byrgt fyrir sólina, og að skaparinn hafi ekki bænheyrt nefndina og gefið íslenskt veður. En sá vísdómur og stórkostlega fögra samlíking- ar! Það er tæplega hægt að eltast við annað eins. Sannleikurinn er sá, að í nefndinni eru koraungir menn, sumir lítið yfir tvítugt og „ enginn eldri en svona miðaldra. Sumir þeirra hafa verið í íslendingadagsnefnd ár eftir ár, og er óhætt að fullyrða, að þeir hafa átt mjög mikinn þátt í því, að fslendingadagurinn hef- ur haldist við. Þeir hafa unniÖ dyggilega og af stakri trúimensku, svo sem: Ólafur Bjaraa- son, Hannes Pétursson, Sveinbjöm Arnason. Friðrik Kristjánsson, o. fl. Þessir menn hafa verið í íslendingadagsnefnd af og til í mörg ár, og eiga þakklæti, en ekki brígsl skilið að ilaunum. Ekki veit maðnr, hvaðan höfundur- inn hefur þann vísdóm, að íþróttimar 'hafi verið ófjölbreyttar og margt af gömlu íþrótt- unum ekki sýnt. 'Sömu íþróttaskránni, sem fylgt var í fyrra, var fylgt nú, og eru á henni flestar íþróttir, 'sem tíðkast í þessn landi við lík tækifæri. Hafi þáttakan í þeim ekki verið eins og skildi, er tæplega hægt að kenna það nefndinni, því eins oggreinarhöfundurinn komst að orði: “að hún er of gömul í hettunni”. Fyrir íþróttunum stóðu þrír komungir nefndarmenn og allir íþróttamenn og hefur ekki heyrst annað um þá, heldur en gott eitt og að íþróttiraar færu fram í besta lagi. Engin óánægja hefur horist til eyraa nefnd- arinnar út af neinu í sambandi við þessa árs íslendingadagshald, heldur miklu fremur kom- ið í ljós ánægja hjá mörgum, sem þar voru. Engin miáklíÖ varð út af neinu; alt var með kyrð og spekt og menn skemtu sér vel. Ef menn ekki skemtu sér við neitt það, sem á skemtiskránni var, skemtu þeir sér við samræð- ur sín á milli, og gamlar og nýjar endurminn- ingar. Það getur engin nefnd haft svo full- komiÖ “program”, að það skemti öllum. Aðal skemtunin er í því fólgin, að sjást og tala sam- an. Endnmýja vináttu og kunningsskap, og segja hverjum öðrum ýms tíÖindi og á meÖan íslendingadagur er haldinn, verður það aðal- skemtunin. Ainnars er þessum Heimskr, greinum rahbað upp í alvöruleysi og ógætni, sem ekki ætti að eiga heima hjá s'kynsömum og velhugsandi manni. Þær eru skaðlegar, ekki fvrir nefndina, heldnr fyrir sjálft málefnið. 'HvaÖa afl er það, sem orsakað gæti það, að íslendingadagurinn yrði regluleg íslensk þjóðhátíðf Ekki það, að yngri kynslóðin tæki að sér nefndarstörfin. Það er aðeins eitt afl til, sem því gæti orkað — almenningsálitið. Fengist það óskift, væri björainn unninn. Það er svo í hverju máli, að ef hugur fólksins er því fylgjandi, verður m'álið sigursælt og nær •sínum framgangi. iEr því auðséð, að hver sá sem reynir að glæÖa áhuga þess í garð málsins, er þarfari, heldur en sá, sem með flympingum og striákskap reynir að spilla honum og leiða hann afvega. I , íslendingadagshald er mjög mikið alvöra- /mál, því það má svo segja, að íslendingadag- urinn hafi verið einn hinn traustasti þjóðræ/kn- isvottur hins íslenzka fólks í þessu landi nú í 33 ár, og honnm er það meðfram að þakka, að við höfum ekki enn þá gleymt hverjir við erum og hvaöan við komum og hverjum okkur her að þakka hið besta, sem j í okkur er. Því um leið og við minnumst okkar kæru -móður, minnumst við einnig þess, sem skapaði hana og okkur. Tapis-t Is-lend- ingadagurinn, veróur ekki langt að bíða, að við töpum þjóðerni okkar, og hverfum, sem ís- lendingar. Það er því toón nefndarinnar til allra, að þeir virði á hetri veg verk hennar og taki ekki toart á því, þótt henni fyndist hún ekki geta gengið algerlega fram hjá þessum smágreinum, því henni er málefnið kært og aðeins þess vegna eru þessar línur skrifaðar. Látum okkur standa á sama, þótt meÖal okkar ,séu mannrolur svo lítilsigldar, að þær til að svala úlfúð sinni, grípi til missagna og rangfæri athafnir þeirra, sem vilja vel gera. Höldum Islendingadag á hverju ári og leggjumst á eitt með hald hans, þá verður toann okkur til sóma og þeirri ættjörð, sem við elskum og minnumst á þeim degi. Winnipeg 21 ágúst 922. í umlhoði Islendingadags nefndarinnar A. C. Johnson ritari. --------o--------- Alanson B. Houghton. Óteljandi öfundaraugu hvíla venjulegast fyrst í stað á sérhverjum þeim manni, sem skip- aður er í háa virðingarstööu. Þó eru til þeir menn, er svo virðast .sjálfsagðir í hitt og þetta embættið, að hvorki verður vart öfundaraugna né andmæla. Einn slíkra manna er Alanson B. Houghton, hinn ný- útnefndi sendiherra Bandarikjanná, er gæta skal hagsmuna þjóðar sinnar á Þýskalandi, fyrsti maðurinn, er haft hefir slíkt emibætti með höndum, frá þeim tíma að Bandaríkin fóru inn í heimsófriðinn síðasta. Nokkram dögum eftir að öldungadeildin hafði fallist á útnefningu Mr. Houghton’s, kom ihann heim til þess, aÖ afgreiða hin og þessi máj, er fyrir láu og ’húa sig nndir ferðina. Bar það þá við einn daginn, skömmu fyrir há- degi, að tveir af verkamönnum hans komn brosandi að skrifstofudyrunum, en sýndust þó vera í hálfgerSum vandræðum. “Við vitum ekki almennilega hvað við eigum að kalla yður eftir þetta, hr. sendiherra, eða eitfhvað annað ” stamaði annar maðurinn út úr sér. “Hvað gengur að ykkur?” svaraði Mr. Houghton góð- látlega. “Auðvitað kallið mig AUan, eins og þið hafið ávalt gert, frá þeim tíma, er vér lék- um okkur saman eins og litlir drengir”. Því næst báðu þessir tveir menn Mr. Hough- ton að koma með sér niður ií verksmiÖjuna, þar sem fullar tvær þúsundir af verkamönnnm hiðu. Lék þá lúðrasveit fyrst nokkur lög, en síðan kom ræðumaður fram á sjónarsviðiS, óskaði Mr. Houghton innilega til hamingju í hinn nýja embætti og afhenti honum f virðingarskvni fána Bandaríkjanna, ásamt skrautlegu hókfelli, er innihélt nöfn þeirra, er lagt höfðu fram fé í fánasióð þenna. TillagiÖ var 10 cent frá hverjum Mr. Hougtoton, telur þetta augnahlik eitt hið dýrmætasta á æfi sinni. Samræmið milli hans og verkamannanna hefir alla jafna veriÖ óvenju gott. ' Mr. Houghton hefir nm allmörg ár, veitt forstöðn stórri glervaraingsvcrksmiðju, sem Corning Glass Works ncfnist, með deildir í New York, Wcllshoro, Pennsylvaniu og Kings- port. t verksmiðium þessum til samans vinna yfir fjórar þúsundir manna, allan ársins hringr. — Hinn nýji sendiherra er fimtíu og átta ára að aldri, fæddur í Camhridge, Massachusetts. Niám sitt við Harvard hárvkólann, stundaði h>nr' af hinni mestu alúð og lauk þar stirdentsprófi árið 1886, með hæsta vitnisburði. ITann gaf sig um þær mundir allmikið við skildritalestri og reit enda sjálfur talsvert í mánaðartolað sikólans — Harvard Monttoly. Hugur hans hneigðist jafnframt að hagfræði. 1 þeim tilgangi, að afla sér sem mestrar fræðslu á því sviði, fór Mr. ÍHoughton til Norðnrálf- unnar og hlýddi á fyrirlestra í þjóðmegunar- fræði við háiskólana í Göttingen, Beriín og París. Einnig ferðaðist toann talsvert nm Rússland. Þegar Mr. Iíoughton kom til Berlínar, skildi hann tæipast stakt orð í þýzku. En er hann fór burt úr Þýskalandi og hvarf heimleiðis. eft- ir þrjú ár, talaði hann eigi aðeins á- gæta þý.s'ku, heldur jafnvel hugsaði og dreymdi á því máli. Þegar heim kom, var faðir hans mjög þrot- inn að heilsu. Það varð því að ráði, að Houghton yngri, skyldi leggja þjóðmegunar- fræðina á hylluna, en takast á hendur í þess stað, algenga vinnu á glervarnings versmiðj- unni. Kaupið var til að hyrja með $1.25 á dag. Mr. Hougtoton var þá. tuttngu og sex ára að aldri. En um fertugsaldur var hann kjör- inn varaforseti 'þessa volduga iðnfyrirtækis og voru launin þá orðin hreint ekkert smáræði. Nokkru síðar hlaut hann forsetatign í verk- smiðjnfélaginu og jók hann þá á skömmum tíma umsetninguna svo, að fyrirtækið varð eitt hið voldugasta slíkrar tegundar í víöri veröld. Eftir að hafa gegnt þeirri sýslan í átta ár, sagði Mr. Houghton henni af .sér og hanð sig fram sem þingmannsefni í þrítngasta og sjö- unda kjördæmi Ne*w York ríkis. Kjördæmi þetta hefir adrei þótt fast í flokksrásinni, held- ur sent venjulega á þing Demokrat fyrir eitt kiörtímahilið og Repuhlican fyrir hitt. Mr. Houghton hefir auðvitað verið stálsleginn Repuhlicani alla sína æfi. Hann toafði einsett sér, að vinna kosninguna, og gerði það líka með 16.000 atkvæðum í meiri hluta. Við kosn- ingu þá, er fram fór fyrir tveim árum, fékk Mr. Houghton 30,000 atkvæði umfram gagnsæ'kjanda sinn. I (Mr. H'oughton telur góðan erlendan mark- að, vera eitt megin skilyrÖið fyrir framtíðar- hagsæld Bandaríkjaþjóðarinnar. Innanlands inðnaðnrinn sé bominn á það hátt stig, að ár- lega sé framleitt margfalt meira, en þjóðin þarfnist til notkunar heima fyrir. Þess vegna ríði lífið á, að koma Norðurálfunni aftur á fæt- urnar, laga peningagengiÖ, og skapa þar með lánstraust að nýju. Haldi alt saman áfram að vera á ringulreiÖ í Norðurálfunni, vofi sami toáskinn yfir Bandaríkjunum. Af atvinnnleysi austan hafsins, stafi engu umfangsminna at- vinnuleysi vestan toafs. “Vér getum ekki leng- ur einangrað osis frá umtoeiminum”, segir Mr. Houghton, og sagt “að Ameríka sé sjálfri sér nóg”. 'Hún væri það kannské, ef hún fram- leiddi ekki meira en til heimilisriota, ef svo mætti að orÖi kveða. En nú er þessu alt á annan veg fariÖ. Vér höfum reglulegan stór- iðnað, framleiðnm margfált meira, en þjóðin heima fyrir þaraast. Og nema því aðeins1, að erlendi markaðurinn standi ávalt opinn fyrir afgang framleiðslu vorrar, horfir til stórvand- ræða. A þeim markaði hvíla atvinnumál vor að miklu leyti. Sé hann heilhrigður, hafa all- ar hendur nóg að starfa innan vébanda þjóðar vorrar. Sýkist hann eða lokist, horfum vér fram á heimsins mesta höl — atvinnuleysið. Hinn nýji .sendiherra er hugsjónamaður. IHann trúir því eindregið, að morgundagurinn sé meira enn fær nm að ráða fram úr hverju því má!i, sem gærdeginuml reyndist ofurefli. Fyrstu árin á þingi, átti Mr. Houghton sæti í nefnd þeirri, er um utanríkismálin fjallar og þótti þar hinn mesti atkvæðamaður. En eftir síðustu kosningu, hlaut hann sæti í f járveitinga nefnd neðri málstofunnar. 1 sambandi við verndartollamálið, komst Mr. IHougihton nýlega svo að orði: “Ef að verndartollar í einhverri iðnaSargrein, stuðla að aukinni almennings velmegun, ,skal eg 1 já þeim lið. Hnigi þeir aftur á móti að anð- sofnun einstaklingsins myndi eg telja það skyldu mína, að toerjast gegn þeim með hnúum og hnjám.” E. P. J. Ástœðurnar fyrir því aí hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada. 6. Kafli. í hinum fyrri greinum, hefir verið nok'kuð að því vikið, bvers vegna að hugur svo margra ís- lenzkra bænda, hefir hneig.st að Manitobafyllki. En í þessari grein verður leitast við að lýsa að nokkru ástandi og staðháttum í Saskatchewan fylki. f mörgum til- fellum gildir það sama um Mani- toba og Saskatchewan, enda liggja þau saman hlið við hlið. pó eru ýms atriði, að því er snertir Saskatchewan, sem væntanlegir innflytjendur hefðu gott af að Ikynnast, þar sem öðruvísi hagar til og skal hér drepið stuttlega á nokkur helztu atriðin, sem gera það fylki frábrugðið Manitoba. 'pað sem nú er kallað -Saskatche- wan, var áður-meir víðáttumikið landflæmi í Vestur-iCanada, sem Hudsons Bay félagið hafði fengið samkvæmt erindisbréfi frá Char- les II., árið 1670. Síðan komst spildan undir hina canadisku stjórn, og var henni stjórnað frá Regina, sem nú er höfuðborg þess fylkis, með hér um bil 40,000 í- búa. Árið 1882, var megin hluta þessa flæmis skift niður í Alberta, Assiniboia og Saskatchewan. pað var ekki fyr en 1905, að Saskat- chewan hlaut fylkisréttindi, með Manitoba að austan, Alberta að vestan, Bandarkin að sunnan, en North West Territores, að norðan. Saskatchewan er 257,700 fer- mílur að stærð, og er því ummáls- meira en nokkuð Norðurálfuríkið, að undanteknu Rússlandi, það er tvisvar sinnum stærra en Eng- land, Wales, Skotland og írland til samans, og hefir um sjötíu og tvær miljónir ekra, sem hæfar eru til kornræktar og annarar yrkju. Af þessu flæmi hafa enn elkki tuttugu miljónir ekra komist und- ir rækt, það er því sýnt, að tæki- færi fyrir nýbyggja í Vesturland- inu, eru enn því nær ótakmör/kuð. íbúatala fylkisins er nú nálægt 700,000. Eins og nú standa sakir framleiðir Saskatc'hewan af hin- um litla ræktaða ekrufjölda, meira korn, en nokkurt annað fylki í Canada. Saskatchewan hefir á einu einasta ári, framleitt 384, 156,000 mæla af hveiti, /byggi, höfrum og hör og er þess vegna eitt mesta kornframleið'sluland innan breska veldisins. Fyrir hálfri öld eða svo, var fylkið að heita mátti óbygt. Hin litla jarðrækt, sem þekkist þar þá, var á mjög ófullkomnu stigi. Stór- ar Buffalo hjarðir, undu sér lítt truflaðar á beit, um sléttuflœmin Víðáttumiklu. Rauðskinnarnir, það er að segja Indiánarnir, þótt- ust hafa tekið sléttuna að erfðum og þar atf Ieiðandi hefBu engir aðrir hið minsta tilkall til hennar. Fáeinir stórhuga æfintýramenn, tóku að leita þangað vestur fyrir rúmum þrjótíu árum. En jafn- skjótt og tekið var að leggja járn- brautirnar, þyrptist fólk að úr öllum áttum. Jarðvegurinn er framúrskarandi auðugur að gróðr- Electro Gasoline “Besl öy Every Tesí” Pessi Gasolía endist yfir mestan mílufjölda og fyrirbyggir ólag á mótornum. Skjót Afgreiðsla hjá vorum Sjö Service Stations: Sérstök þægindi við fylling og hreinsun Transmissions og Crank Case No. 1. Corner Portage og Maryland. N. 2. Main Street, gegnt Union Depot. No. 3. McDermot og Rorie, Sts., gegnt Gr. Exchange. No. 4. Portage Ave. og Kennedy St. No. 5. Rupert og King, bak við McLaren Hotel. No.6. Osbome og Stradbrooke St. No. 7. Main Street North og Stella Ave. Einnig til sölu hjá eftirgreindum Garages: Willys-Overland, Cor. Portage og Marylano. Cadillac Motor Sales, 310 Carlton. Imperial Garage, Opp. Amphitheatre. Biðjið kaupmann yðar um: Buffalo English Motor Olíu, Tractorlene Olíu og Greasee. Prairie City Oil Co., Ltd. Phone A 6341 601-6 Somerset Building

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.