Lögberg - 28.12.1922, Síða 4

Lögberg - 28.12.1922, Síða 4
i bls. LÖGBERG FIMTUDAGINN 28. DESEMB-ER 1922 Jögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,-Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Tr.Nin.Hr: N-8327 ofi N-6328 ión J. Bíidfell, Editor Utanáakríft til blaðsina: THt SOlUN(Bl/\ PRESS, Ltri., Box 3)72, Winnipog. N|at). Utanáskrift ritstjórans: EDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. Tno ' Löitbarif" is printed and published by The ■Jolu.Tibia Fross. LimWod. in the Columbia Bloek, 'SS lo KS7 Sherbrooke Btreet, Winnipeg, Idanltoba Við áramótin. pegar vér sitjum og horfum á síðustu kornin j vera að hverfa úr stundaglasi hins gamla árs, þá hvarflar hugur vor til baka og dvelur við svo undur margt inndælt og gott, sem vér höfum not- ið, við svo margt fagurt, sem fyrir augu hefir borið, við svo marga sólskinsbletti, sem vér höf- um átt á því, við svo margt hugljúft, sem inndælt er að muna frá hinum liðnu dögum. O-g hann dvælur líka við það, sem vér köllum ógeðfelt: sorg 1 og söknuð, sem vér höfum séð á því, fátækt og erfiðleika, ósamlyndi og úlfúð, eigingirni og yfir- frang. En við þá hlið lífsins viljum vér síður dvelja. Vér viljum eyða henni sem allra mest— gleyma henni sem fyrst, því vér viljum kveðja ár- ið með gleði í huga og góðvild í hjarta og flytja einungis það með oss inn í komanda ár, sem eyk- ur lífsgleðina, bætir lífskjörin og gjörir líf sam- lerðamannanna fegurra og betra. í verzlunarlífi þjóðanna eru áramótin þýðing- armesta tíð ársins, því þá eru reikningarnir gerðir upp fyrir heila árið, og þá kemur í Ijós, hvort að menn hafa grætt eða tapað. Hvað eru áramótin þér, lesari góður? Eru þau að eins tímamót, sem þú hefir af vana lært að líta á eins og nokkurs konar leikfang, sem gam- an er að eiga og njóta, eins og hver hefir lund til? Eða eru þau tíð reikningsskaparins, þar sem hver - og einn gengur hlífðarlaust í reikningsskap við j sjalfan sig og kemst að ábyggilegri niðurstöðu um það, hvort að hann eða hún hafa grætt eða tapað, vaxið eða minkað, færst aftur á bak eða áf ram á árinu í andlegri merkingu ? Vér getum ekki svarað þeirri spurningu, en ó- líklegt virðist oss, að menn láti sér síður hugar- haldið um sína eigin sálarvelferð, en um hina efnalegu afkomu. Árið er þegar liðið,— verður liðið, þegar sumir af lesendum Lögbergs lesa þessar línur. En á- hrif þess eru ekki liðin, endurminningarnar frá því ekki heldur. Hvað er það, sem þú, lesari góður, ætlar að taka með þér af þeim áhrifum, og þeim endur- minningum inn í nýja árið? Pað er ekki minsta efa bundið, að það er vilji skaparans, að lífið sé fagurt. Og það er heldur ekki nokkur efi á því, að það er á valdi vor mann- anna, að gjöra það fagurt, ef vér að eins viljum. Ef vér vildum stíga á stokk og strengja þess heit, eins og títt var af drengskaparmönnum að gera í fyrri daga, að flytja aldrei með okkur inn í nýja árið annað en það, sem fagurt er og gott. Skilja það ljóta—alt það Ijóta eftir á árbakkan- um, eins og sagt er að menn hafi gjört við draug- ana, þegar verið var að flytja þá, sem þeir fylgdu, -vfir árnar úti á íslandi. pá yrði líf vort fegurra’ en það nú er, og þá yrði líka sambúð vor betri, verk vor áhrifameiri og sambúð manna einlægari en nú á sér stað. Látum oss því við þessi áramót stíga á stokk og strengja þess heit, að flytja ekkert með okkur, þegar vér ýtum knör vorum frá landi í þetta sinn, við þessi áramót, annað en það, sem samboðið er góðum drengjum að flytja. Árið nýja ér hreint og flekklaust eins og sak- Jeysið sjálft. Enginn undirferlishugur er þar til, ^kkert fals er þar að finna, ekkert Ijótt er þar að sjá -ekkert nema sakleysi og fegurð, þar sem það breiðir faðminn út á móti öllum mönnum. Hvað ætlið þið að gjöra við það? Hvernig ætlið þið að fara með það? Hvað ætlið þið að flytja með ykkur inn í það? pegar að menn flytja úr gömlu húsi og í nýtt, þá vanalega flytja þeir sjálegustu muni sína til þess að prýða með hið nýja hús sitt, og þeir þurka forina af fótunum á sér, áður en þeir ganga inn í það sjálfir. Látum oss gera hið sama við ár- ið, sem fram undan er, árið nýja, og þá verður það oss friðsælt og fagurt. íslendingar, látum árið 1923 verða hreint og fagurt cg þá vitum við, að það verður gleðiríkt og farsælt, og með þá hugsun í huga og í þeim anda. óskum vér öllum fslendingum gleðilegs nýárs. % ” Gengismunurinn veldur tapi. A8 undanförnoi höfum vér taiað um gengis- muninn á enskum peningum í sambandi við kom- sölu Canadíumanna til Englands, og sýnt fram á, að Englendingar hafa orðið að borga hundrað cent í iiverjum dollar aif ákvæisverði því, sem hveitið, éða kornið seldist fyrir í Canada, og væntum vér, aÖ það -sé nú orðið ljóst lesendum blaðsins. En það er ekki þar með sagt, að Canadamenn 'hafi verið jafn giftusamir í öllnm s.íuim viðsikiftnan við íEnglendinga, o-g er ef til vill rétt, úr því að vér fónnm að minnast á gegn- ismuninn á annaðborð, að benda á þau viðSkifti vor og þeir-ra, sem mestum skaða hafa v-aldið fy rir Canadamienn; þó lengi hafi yfir þeim verið þagað. En það er bin virkilega ástæða fyrir verðfálli á canadiskum peninguim — og sú grát- iega sy-nd, sean iframin var gegn Canada þjóðinni í því sambandi. Til 'þess, að geta gert sér glögga grein fyrir þessn, þarf maður að atEuga verzlunar ifyrir- koimulagið -eins og þaÖ var, á imilli Canada, Bandaríkjanna og Bretlands fyrir stríðið. Vér Öanadamenn keypticm þá mikið m-eira af Bandaiiíkj.aimönniim en vér seildum þeim, svo þeir áttn hjá Canadamönnunn, iþegar reLkningarn- ir voru gerðir npp. Aftur seldu Canadamenn miklu meira til Bretlands, en þeir keyptu af Bretum, og þeir voru vanir að gefa Bandaríkja- mönnuim ávísan á inneign sína hjá Bretum, til þess að jafna reikninga. Svo kom stríðið og inneign Canadamanna hjá Bretnim- óx, og sfculldir þeirra við Bandarík- in líka, og 'þeir héldu áfram með að horga hana með inneign sinni hjá Bretum. Svo fór gjaldmiðiil Breta að falla, og hann hélt áfram að falla, og borgunar fyrirkamlagið til Bandarífcjainma hélt íltíka áfraim ; Oanadamenn haldia áfram -að gefa ávísun á inneign ®ína hjá Bretum, en borga veúða þeir mismuninn, sem var á mi'lli gengi sterlings punds-i-ns og Bandaríkja doUarsins í Camadislku gulli, þessu er haldiÖ ár fram, iþar til >svo langt er komið, að ávísun, se-m Canadaimenn gáfu Bandaríkjaimönnum á inn- eign sína í Lndúnum, var fallin um frá 20 til 30% á peningajimarkaðinum í New Yorík, og alt af voru Canadamenn liátnir borga lafföllin á enska pundinu, svo að það gengi með ákvæðiisverði í New York. Út aif þessu gjaldmiðils-siamsulli við Br-eta, byrjuðu Oamada peningamir að falla árið 1916, og í desember 1920, var Canada dollarinn kom- inn niður í 80 oents og % parta úr oenti á pen- iuga m'arkaði-nuin í New York, og alt -a'f sótu Canada-stjórnimar, bæði Bord-en og Meighen stjórnin þegjandi, og héldu áð sér höndum og létu Canadamenn borga afföllin á ensfca pundinu, sem alt af fóm vaxandi, -en sem hver h-eilvita maður sér, að Bretum sjálfutm bar að borga, eft- ir að þeir voru búnir að kaupa canadisku vör- una. Hvað mörgum miljónuim dollara að tap það neonur, sem Cianadamenn -máttu líða á þennan ramglata hátt, veit líklega -enginn. En það kórónar víst öll þau mörgu og ægilegu axasköft, aem þær stjómir frörndu, og þuúfti þó nokkuð til. Þegar gengismáliniu var þannig komið, var auðsætt, að svona mátti efcki ganga, ef að ríkið ætti ekki að verða gjaldþrota. Landsstjómin tók því móUið í sínar hendur, bannaði útflutn- ing á guHi frá Canada. Tók lán í Bandaríkj- unum til þess að rnæta horgunum þeim, sem þar féllu í gjalddaga. Verslunin við Bandaríkin minkaði að stórum mun. Sterlings pundið hækkaði þó nokkuð í verði, og Canada dollar- inn var aftur búinn að ná sínu fuMa verði á pen- inga markaðinum í New York í október, 1922. Stjórnmálin í Ontario. pingkosningar í Ontario fara nú óðfluga að nálgast. Flokksforingjamir hafa allir, undan- tekningarlaust, verið á ferð og flugi um fylkið þvert og endilangt og reynt af fremsta megni, að að fegra í augum kjósendanna stefnu-skrá hvers flokksins um sig. Báðir gömlu flokkarnir, ihaldsfloíckurinn, undir forystu Fergusons, og frjálslyndi flokkurinn, með Wellington Hay í broddi fylkingar, ásaka Drury og ráðuneyti hans fyrir fjársóun og frámunalega lélegt eftirlit með vínbannslöggjöf fylkisins. Auk þess fullyrðir Mr. Ferguson, að það sé svo langa langt í frá, að hagur bænda yfirleitt hafi breyzt til hins betra, frá’ því er hin svo nefnda bændastjóm tók við völdum, heldur muni hið gagnstæða hafa átt sér stað. Að Drury stjórnin sigri við næstu kosningar, sýnist Varla geta komið til nokkurra mála. Sam- einaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Inn- byrðis ósamlyndi, innan vébanda bændaflokksins, víðsvegar um fylkið, hlýtur að leiða ti4 dreifingar, er til kosninganna kemur, en sú dreifing mun nokkum veginn áreiðanlega kosta stjómina lífið. Mr. Drury er persónulega vinsæll maður og á þeim vinsældum hefir stjóm hans flotið fram að þessu, frekar en nokkru öðru. Löggjafar nýmæli hefir stjórnin engin innleitt svo menn vi-ti til önn- ur en þau, er hún beinlínis apaði eftir Norris- stjóminni í Manitoba, svo sem til dæmis lög um sveitalánfélög — rural credit societies. Almennin-gi er þegar kunnugt að nokkru, um deiluna milli þeirra Drury’s stjórnarformanns og Morrisons, ritara hinna sameinuðu bændafélaga í Ontario. Drury hefir viljað láta rýmka svo til, að 'því er flokksböndin áhrærir, að engan skoðana- bróður þyrfti að útiloka, til hverrar svo sem helzt stéttar að hann feldist. En Mr. Morrison er á öðm máli. Engir nema bændur mega eiga heima í flokknum og þeir allir svamir og brennimerktir. Svo er að sjá, sem Mr. Morrison muni hafa, enn sem komið er, með sér meiri hluta innan hinna sameinuðu bændafólaga. Hvað lengi að sá góði herra ræður þar lofum og lö-gum, er annað mál. Ósamlyndið innan bændafélagannna hefir | leitt til þess, að f jöldi bænda er daglega að snúast til fylgis við gömlu flokkana, einkum þó frjáls- íynda nokKinn. Mun nú mega nokkurn veginn telja víst, að Wellington Hay verði næsti stjóm- arformaður Ontario fylkis. Eggert Stefánsson. Eins og þegar er kunnugt, hefir Eggert Stef- ánsson haldið söngsamkomur hér í borginni og á nokkrum stöðum í Nýja í-slandi og íslenzku bygð- arlögunum í Saskatchewan. Aðsókn að samkomum hans hefir verið misjöfn, sumstaðar sæmileg, en annarsstaðar hvergi nærri eins góð og vera bar. Mun frost og fárviðri hafa valdið þar miklu um. Undantekningarlítið munu flestir, er heyrt hafa Eggert syngja, vera á eitt sáttir um það, að eigi að eins sé hann raddmaður með afbrigðum, held- ur sýni hann einnig þann skilning á eðli og anda þess, er hann syngur, að jafnvel smálög, er til- tölulega lítil eftirtekt hafði verið veitt, urðu að hrífandi hljómljóði. Dvalartími Eggerts hér vestra er nú óðum að styttast. Hann býst varla við að dvelja hér mikið lengur, en þrjár vikur eða svo. Flestir, er hlýtt hafa á söng Eggerts, mundu fegnir vilja heyra hann aftur, væri þess nokkur kostur, en margir eiga enn eftir að hlusta á hann, og þeir ættu sann- arlega ekki að láta tækifærið ganga sér úr greip- um. Etggert Stefánsson verður ekki hérna á hverjum degi. peir sem ekki hlusta á hann nú, fá að líkindum aldrei tækifæri til þess síðar og hafa þá farið mikils á mis. Sjálfra sín vegna ættu folendingar í þeim bygðarlögum, sem Eggert hef- ir enn eigi heimsótt, að undirbúa fyrir hann sam- komur og tilkynna honum svo bréflega, nær þeir æsktu hans helzt. Kosningarnar í Ástralíu. Á öðrum stað hér í blaðinu er getið um úr- slit hinna nýafstöðnu þingkosninga í Ástralíu. Niðurstaðan varð sú, að verkamanna flokkurinn hlaut mest fylgi og hefir þar af leiðandi orðið lið- sterkastur á þingi, hvort sem honum hepnast að fá svo marga þingmenn úr öðrum flokkum, eða utan flokka, til fylgis við sig, að hann geti mynd- að ráðuneyti. fhaldsflokkurinn, eða sá flokkur, sem Hughes yfirráðgjafi veitir forystu, varð næst sterkastur, en tapaði tilfinnanlega fylgi. Enginn hingflokk- ur út af fyrir sig, hefir nægilegt bolmagn til þess að mynda stjórn, og má því gera ráð fyrir bræð- ingi, eða samsteypu, þótt örðugt sé enn að átta sig á, milli hvaða flokka, að samvinna í þessum -skilningi kunni að vera líkle-gust. pó virðast ýms blöð þeirrar skoðunar, að líklegast megi telja, að íhaldsflokkurinn í þinginu og þingmenn frjáls- lynda flokksins muni slá sér saman og mynda ráðuneyti, en önnur telja samvinnu milli verka- manna flokksins og frjálslynda flokksins líklegri. Hver niðurstaðan kann að verða, er auðvitað enn á huldu. En um það virðast allir flokkar vera sammála, að þjóðin verði að losna við Hughes, hvað svo sem það kosti, og jafnvel sumir af hans elztu •skoðanabræðrum á sviði stjórnmálanna eru honum sárgramir og kenna honum um ósigur flokksins. o- Aldar andinn. Hann heldur það sé engin hætta á ferðum, að hóglífi’ og skemtanir eigi við, að fátt verði lært af fornum sið og sjálfráður hver að sínum gjörðum. Að bezt -sé að taka sér lífið létt, og láta berast á vanans herðum. Hann talar um nútímans miklu menning; um mentun og þroska á allan hátt, að mönnunum geti fatast fátt, ef lögð sé nóg rækt við,- þessa þrenning. Svo öllu sé borgið í bráð og lengd, með bróðurkærleikans göfgu kenning. Hann Pétur gat hrasað, þó hygðist að standa, og hættan er söm á vorri tíð, þv\ vantrúin flekar veikan lýð; sú málgefin ambátt þess erki fjanda, sem kennir að mannvitið sjálft fær séð að sigra og greiða úr öllum vanda. Með sjálfstrausti, hroka og heimspekis-skrafi hún hei-tir að leggja nýja braut, og mannkynið frelsa’ og firra þraut, og myrkrunum eyða á mannlífsins hafi. pví trúin sé heimska, kirkjan kák, og kristindómurinn þröngsýnis klafi. Um -guðspeki og andatrú fólkið hún fræðir, og frjálstrúar glamrinu ham-par dátt, sem treystir eingöngu á eigin mátt, en opinberun og endurlausn hæðir. Með spekings svip stórum það efar alt, og afneitun beina að lokum fæðir. Að þannig -sé ástatt, það efa víst fáir. sem alvöru gæta og vilja sjá einkenni tímans og að því gá, að andvaraleysið það illu spáir, þvi lögmál það stendur óbreytt enn: að maðurinn uppsker eins og hann sáir. B. Thorbergson. ELIS THORWALDSON, MOUNTAIN, N. D. Borgar 1 1 cents fyrir gripahúðir og líka kaupir hann hestahúðir. sem nefnt blað minnist á, feng- manna að Vetrum til við ust -stu-ndu-m frá 500—600 af þroskuðum tómötu-m á dag. Um 100 pund af pumkins og jurta- m-ergur milli 40 og 50 pund. Tals- vert er iþar urn 'Gouliflowers, Kínver-skt Cabbage og Svissneskt Chardr Víðsvegar um Vestur- landið má sjá stórar spildur, þrungnar af næpu-m, rófum og lauki. Jafnframt því, er -berja- rækt víða allmikil og gefur af sér góðan arð. Alifuglarækt. Hún er komin á reglulega bátt stig í Canada. Er einkum mikið u-m 'hænsna, anda og gæsarækt. * Oft eru það húsmæðumar, er mest gefa sig við hirðing slíkra alifuglateg- unda. Loftslag. Loftslagið í Mani toba er einkar vel til þes-s fallið, að skapa hraus-ta kynslóð. Að -hausti og vori til, er veðráttan -hin ákjósanlegasta. Sumrin eru heit, hitinn -stundum milli 90 an húss, ef svo mætti að namu- gröft og skógarhögg. Á síðasta ári var stofnuð í Winnipeg 71 verksoniðja, og nam ihöfuðstóll þeirra til saman-s fullri $1,000,000 dala. Eru 1 ýmsum þeirra framleidd land- búnaðarverkfæri, allskonar rafá- höld, kústar, vindlar og fatnaðir. Allvíða er nú farið að rækta hamp með góðum árangri. Fólkstalan i Manitoba fylki, er nú 613,008 til móts við 461, 394 árið 1911. Tala bænda 1921 var 55,184, en árið 1916 var tala þeirra aðeins 45,263. Auður Manitoba - fylkis 'hefir aukist til -muna á liðnu ári og hef- ir stjórnin látið sér einkum ant um að styðja landbúnaðinn, eins og frekast má verða. Sú skoðun hefir verið ær- ið almenn, að -bóndinn 'héldi uppi emgongu neímiiinu ut- —100 stig, en 'því nær undantekn- ingarlau-st, fylgja svalar og hress-{ andi nætur- degi hverjum. Regn er oft stórkostlegt, en varir ( -sjaldnast lengi í senn. Mun því mega til sannsvegar færa, að i sjaldan rigni meir en hæfilegt sé fyrir jarðargróðann. Neyzlu- vatn er víðast hvar gott og nægi- legt. \ -Skattafyrirkomulaginu hefir ver- ir lýst að nokkru í -hinum fyrri greinum, og þvá þar engu við að bæta. Tekjunum -er varið til starf rækslu skóla og þjóðvega. Jarð. vegurinn er yfirleitt fremur gljúpur, en þó það þolinn, að sá má í sama blettimi árum saman, með góðum árangi. Verð bújarða í Manitoba, er til- tölulega lágt enn sem komið, en j hlýtur óðfluga að ihækka. Ekran af ræktuðu landi, selst venjulega fyrir þetta frá $30 til $100, en órutt land fyrir hlutfallslega minna. Samgöngutæki í fylkinu, er hin bestu, járnbrautir liggja um landið iþvert og endiiangt og sömu- leiðis símalínur. Bókasöfn eru yfirleitt góð, og eru all mikið not- uð. Landbúnaðarsýnimgar fara því nær árlega fram í héraði hverju, og hafa mjög mikla iþýð- ingu til að glæða áhuga manna á meðal. orði kveða. En nú er iþessu víða farið alt á annan veg. Án -þ-ess að vanrækja hið min-sta skyldur sín- ar innan -húss, hafa margar konur og stúlkur gefið sig við útivinnu og -leyst hana vel og samvizku- samlega af hendi. Fyrir nokkrum árum tók fjöl- skylda ein sér bólfestu í Oak Lake héraðinu í Manitoba. Húsbóndinn dó og lét eftir sig ekkju ásamt tveim dætrum. Talsverðar skuld- ir hvíldu á jarðeigninni. En ekkj- unni kom ekki til ihugar. að selja jörðina. Nei, iheldur þvert á móti, tókst ihún það þrekvirki á hendur að vinna jörðina með aðstoð dætra sinna að öllu öðru leyti en því, að fá liðsinni við þreskinguna. í staðinn fyrir 160 ekrur, eiga nú mæðgur þessar 1,120 ekrur lands, tuttugu og fimm hros-s og um eitt hundrað nautgripa. -Ekki er 'það nokkrum minsta vafa bundið, að mæðgur þessar hafa orðið að strita, en þær bafa lí-ka séð árangur iðju -sinnar, og það er þei-m fyrir mestu. þeir lesendur Lögbergs, er æskjj kynnu frekari upplýsinga uh Canada, geta snúið sér bréflegí til ritstjórans, J- J Bíldfella, Col- umbia Building, William Ave. os Sherbrooke St., Winnipeg, Mani toba. QLUE piBBON Að borga háu vérði er ekki einhlítt hvað gœði snertir. Biðjið um Blue Ribbon— það bezta er fœst fyrir verðið Sencið 25c til iBlue Ribbon, Utd. Winr.ipeg, eftir Blue Ribbon Cook , Book I bezta bandi — bezta Vmatreiðslubókin til dag- legra liota I Vesturlandnu. _______)------------ ----------

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.