Lögberg - 04.01.1923, Blaðsíða 1
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
Athugiö nýja staSinn.
KENNEDY BLDG. 317 Portage Ave. Mót Eaton
SPEiRS-PARNELL BAKINGCO.
ábyrgjast yður
fulla vígt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞAÐ!
TALSlMI: N66I7 • WINNIPEG
35. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 4. JANÚAR 1923
NUMER 1
t/t*. *w
^
'íu
192%
¦emmi^^m^^^m^mmmmmmmmmmmmmmmmm
^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
\\\ , . ..:;:,..
' ''¦" -, ' - ' ¦¦¦¦ '......'¦¦''¦""'¦¦
Hannes Hafstein
pegar eg hugsa um Hannes Hafstein látinn, þá er mér ekki
sorg í huga, því það finst mér vera að misbjóða minningu þess
manns, semi var merkisberi gleðinnar og karlmenskunnar í ís-
lenzku þjóðlífi fremur öllum samtíðarmönnum og, að því er mér
virðist, meðal þeirra fremstu, sem sagan getur um að þjóðin
hafi átt á >ví sviði. pað er eins og eg heyri hann sjálfan taka
undir með Tennyson og segja: "And may there be no moaning
at the bar, when I put out to sea."
II.
Æskumaðurinn.
Æsku allra manna svipar að meiru eða minna leyti saman.
Æskufólkið lítur fram á veginn og þráir, dreymir og vonar—
þráir að finna aflið styrkjast í vöðvum sér; dreymir um glæsi-
leg framtíðarlönd og vonar að gæði lífsins hin margfaldlegu falli
þeim í skaut. En menn eru misjafnlega undir búnir í föður-
garði til þess að ná f ramtíðartakmörkunum. En þar átti Hannes
Hafstein ósegjanlega miklu láni að fagna. Hann var af hinu
göfugasta fólki kominn í báðar ættir. Um föður hans, Jörgen
Pétur Havstein, sagði Gísli Brynjólfsson, að hann hefði bezt
vit á og dýpsta tilfinning fyrir sónnum skáldskap. Og er ekki
ólíklegt, að þangað hafi Hannes bæði sótt skáldskapargáfu sína
og eins þekkinguna á skáldskap, þegar á unga aldri.
Hannes pórður Hafstein er fæddur á Móðruvöllum í Hörg-
árdal 4. desember 1861, sonur Jörgens Péturs Havstein amt-
manns og síðustu konu hans, Kristjönu Gunnarsdóttur prests
í Laufási. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Möðruvöllum
og var allra manna bráðgjörastur. í latínuskólann kom hann
mjög ungur, og segir Dr. Björn Olson >ar frá honum á þessa
leið: "Fyrstu kynni mín af Hannesi Hafstein stafa frá haust-
inu 1879. Hann var þá að eins 17 ára gamall, yngstur af sam-
bekkingum sínum og sat eftir í 6. bekk. Eg kendi þá ensku í
þeim bekk um veturinn, og féll mæta vel við hinn unga mann.
Hann tók burtfararpróf vorið eftir með beztu einkunn, vantaði
að eins 1 stig á ágætiseinkunn. — Rétt eftir burtfararprófið
s. á. (1880), var eg staddur á pingvöllum ásamt Jóni heitnum
trektor porkelssyni á Jónsmessudag. pá bar þar að Hannes
Hafstein og nokkra fieiri af hinum nýju stúdentum á norður-
leið. Mér stendur hann alt af síðan fyrir hugskotssjónum,
eins og hann var þá, fullur af æskufjöri, hár vexti, þrekinn um
herðar eftir aldri og miðmjór, fremur fölur á hörundslit, dökk-
ur á brún og brá, augun snör, en svipurinn þó hreinn og heiður,
ekki sprottin grön, andlitið þítt og reglulegt, eins og það væri
mótað eftir rómverskum fegurðarlögum. Eg horfði á eftir
honum, þegar hann fór á stað. Hann reið skjóttum klárhesti
viljugum og sat á honum eins og hann væri gróinn við hestinn.
pá man eg eftir, að mér datt í hug: Hér er mannsefni, ef hon-
um endist líf og heilsa."
Æskumaðurinn Hannes Hafstein var þá á heimleið til ætt-
ingja og æskustöðva. Heima var hann samt ekki nema til
haustsins, en sigldi þá til háskólans í Kaupmannahöfn og tók
að lesa lögfræði, og útskrifaðist í þeim 19. júní 1886.
Pað hefir oft verið sagt, að vera íslenzkra námsmanna í
Kaupmannahöfn sé og hafi verið tap fyrir námsmennina sjálfa
og líka fyrir hina íslenzku þjóð. Sjálfsagt er eitthvað hægt að
færa þeirri ásökun til réttlætis, en spursmál er í mínum huga,
hvort Hannes Hafstein hefði nokkurn tíma náð þeim menning-
arþroska, sem hann átti yfir að ráða, ef hann hefði ekki þang-
að komið. J?að stendur dálítið einkennilega á í Danmörku, þeg-
ar Hannes^ Hafstein kemur þangað.' Deilur miklar út af stjórn-
málum stóðu yfir á milli hægri og vinstri manna, og svo líka
deilur á milli íslendinga og Dana út af stjórnarskránni og
stjórnarskrárfrumvarpinu frá 1885.
Út í þessa baráttu fleygðu stúdentarnir íslenzku sér, og þá
ekki sízt hann, sem fann til aflsins í sjálfum sér og brann af á-
huga fyrir málum þeim, sem efst voru á dagskrá. Á þeim árum
var og m.iög mikið líf á meðal íslendinga í K.höfn, því þar var
mannval gott auk hans, svo sem Einar H. Kvaran, Gestur Páls-
son og fleiri.
III.
Skáldið,
Pað hefir verð sagt um ljóð Hannesar Hafstein, að annað
hvort kvæði sé snildarverk, en hinn helmingurinn góð kvæði.
Mundi vera hægt að gefa nokkru skáldi betri vitnisburð en
þetta ?
pað er ekki ætlun mín, að dæma um listfengi Hannesar sem
skálds, heldur langar mig til þess að minnast með fáum orðum
áhrifanna, sem fyrstu kvæðin er eg heyrði eftir Hannes Haf-
stein, höfðu á mig. Eg hafði numið allmikið af Ijóðum ýmsra
skálda, sem mér þóttu falleg og gaman að fara með, náttúru-
lýsingarnar voru margar fallegar, viðkvæmnin snerti hjarta
mitt og fegurð máls og ríms heillaði huga minn. Svo fóru Ijóð
Hannesar að koma og með þeim nýtt andrúmsloft. ]7að var al-
veg eins og dyr sálar minnar opnuðust og um hana léki loftsvali
knstallshreinn. Maður drakk í sig orðin og töframagn þeirra
titraði í hverri taug. Niður Gullfoss, þar sem hann "steypist
með ægisþunga fram af berginu, suðaði í eyrum mínum. Eg sá
Skarphéðinn, þar sem hann stóð við gaflhlaðið á Bergþórshvoli og
logarnir léku alt í kring um hann. Eg heyrði storminn, þar sem
hann söng í fjallabrúnunum og sá íslenzku mennina bjóða hon-
um byrginn. Eg sá/ nýjan heim, þróttmikinn 0g töfrandi, og
hann heillaði mig.
Sagt er að það, sem einkenni Hannes Hafstein sem skáld, hafi
verið og sé karlmenska og gleði, og bera ljóð hans ómótmælan-
legan vott um, að hann átti þann kost í ríkum mæli. En orti
iinn......iiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiii......iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.......iii.......isi.....imiiiiiiii...... ^^
Hannes þessi karlmensku og gleðiljóð til þess að svala sinni
eigin sál? Eða hafði hann það fyrir augum, að kveða karl-
mensku og líf inn í þjóðina, sem hann unni og hann vissi að
var þjokuð og þreytt af uppihaldslausu stríði?
Eg vil halda því frctm, . i imiðjan í kvæðum Ilaiinesar
sé ættjarðarást, ekki að eins heit, heldur brennandi. Ættjörð-
inni vill hann alt gefa, henni vill hann alt færa, hana vill hann
flytja að fullkomnara þroskatakmarki en hún hafði áður þekt.
og gleðin og karlmenskan eru mcðulin, sem eiga að lyfta undir
hana og flytja hana að því.
Eg vildi 'eg fengi flutt þig, skógur, heim
í fjallahlíð og dalarann,
svo klæða mættir mold ^ stöðvum þeim,
er mest eg ann.
Sem skáld var Hannes gleð'maður og karlmenni, en fyrst
og fremst ættjarðarvinur.
rv
Stjórnmála;naðurinn.
Um sumarið 1886 kom Hannes Hafstein heim frá háskól-
anum og gegndi um tíma ýmsum embættum, svo sem sýslu-
manns embætti, njálaí'ærslumanns embætti við yfirréttinn,
landritara embætti og 1895 var honum veitt sýslumanns og
bæjarfógeta embætti á ísafirði. Til þings var hann kjörinn í
fyrsta sinni af ísfirðingum. árið 1901 og eru vinsældir hans
orðnar þá svo miklar um alt lar,d, að hann hefði að líkindum
getað kosið sér þingsetu fyrir hvaða kjördæmi sem var á land-
inu. Tveimur árum síðar, 1903, var hann kosinn á þing af Ey-
firðingum og var svo þingmaður þeirra í .tólf ár.
Hér að framan var vikið að sundurlyndi í stjórnmálum á
milli hægri og vinstri manna í Danmörku, en rétt eftir alda-
mótin síðustu urðu hægrimenn tö víkja frá völdum og vinstri-
menn, sem voru frjálslyndari og fslendingum vinveittari, komu
til valda og buðu íslendingum þau kjör í stjórnmálum, sem þeir
tóku með feginshendi. Var það að veita þeim heimastjórn og
rétt til að velja sinn eiginn r. ðgjafa, sem væri búsettur í
Reykjavík væri ábyrgðarfuliur .'yrir þingi íslendinga, og voru
þau lög samþykt af konungi 3. okt. 1903.
Til þess að takast þessa ráð^-jafastöðu á hendur, var Hann-
es Hafstein nálega sjálfkjörinn sökum yfirburða hæfileika sinna
og mannkosta, enda fer svo, að hann er kjörinn fyrsti ráðherra
íslands snemma á árinu 1904, og má segja, að stjórnmálaferill
hans byrji þá, og þó hann sé tiltólulega stuttur, þá er hann samt
og verður einn merkasti kapítuh í sögu fslendinga, að minsta
kosti að því er hinar verkkgu framkvæmdir þjóðarinnar
snertir.
Hannes var mikilhæfur st.iómmála leiðtogi. Hann var víð-
sýnn, bjartsýnn, fastur í áformi, stórhuga, djarfur og hafði
óbilandi trú á sigur hins góða, og þegar maður, sem þessum
hæfileikum er gæddur, á líka yfir að ráða skörpum skilningi,
ágætri mentun og persónu, sem bæði er óvanalega tilkomumikil
og laðandi, þá verður að miða i áttina áfram og upp á við.
En róðurinn er oft erfiður a stjórnmálaskútunum, því byr-
inn er stundum mótst;cður, og það mun Hannes Hafstein líka
hafa fundið. Skilningsleysi, misskilningur, öfund og sundur-
lyndi, eru skötuhjú, sem allir stjómmálamenn verð að stríða
við, líka hann.
Stærsta og þýðingarmesta málið, sem Hannes Hafstein
beitti sér fyrir, var símamálið, og hefir víst farið að vinna að
því án biðar, eftir að hann tók • ið stjórnartaumunum á fslandi.
miiuiiiiuiiuiiuiitiiiiiiiiiMiwiiiiiiiiWHiiiiirHfHiitMii; :¦:.:. .¦^.:..;J^;if;[iiiiiHHnmt{iiiiiiii»iHni»iiii;iJiimmi;miHiirmiiiiiimimiiiim»iiiiJi[iiHi»niimi -'j'í-
Honum hefir skilist, að eitt aðal spursmálið til þrifa í landinu
væri að komast í samband við útheiminn og svo samband á
milli hinna dreifðu sveita landsins, og hefir tíminn sýnt, að
það var rétt athugað. En það mál mætti mótspyrnu svo mikilli,
að hvert smámenni hefði látið bugast, og ef nokkurn vitnisburð
hefði þurft um leiðtoga hæfileika hans, þá tók hann af öll tví-
mæli í þeim efnum með framkomu sinni í því máli.
Annað einkenni á Hannesi Hafstein sem leiðtoga, var það,
hve umburðarlyndur hann var við mótstöðumenn sína, hversu
hart sem þeir leituðu á hann, og hversu ósanngjarnir sem þeir
voru, þá lagði hann aldrei hatur á þá, jafnvel ekki fæð; en það
vita samt allir, hve erfitt er að standast mótspyrnu, sérstaklega
þegar hún er gjörð til þess að gera mönnum sem allra erfiðast
fyrir, þegar þeir vilja sem bezt gera.
Mér finst að Hannes Hafstein hefði ekki kunnað vel við sig
i þeirri mannfélagslognmollu, er ekki hafði rænu á að veita neina
mótstöðu. Mótspyrnan er vottur lífs og þroska, það er að segja
ærleg mótspyrna; og það er einmitt það sem hann þráði, eins og
hann sjálfur kemst að orði í einu af kvæðum sínum:
Meðan ísar brotna' og þokur þrotna'
er þörf á rosum að hreinsa til.
pví meir sem geysist, þess ljúfar leysist,
og loksins gengur svo alt í vil,
og blómin glóa og börðin gróa
og blika sóh'oðin húsaþil.
Hver mundi fella sanngjarnari dóm yfir mðtstöðumönnum sín-
um, en hann gjörir í þessu erindi, eða líta á mótstöðumenn með
meira jafnaðargeði og bjartsýni? í ljóðum sinum vill hann
gefa ættlandinu alt. í stjórnmálum vill hann þola alt vegna
þess.
Hann stóð og einkar vel að vígi í baráttunni. Allra manna
glæsilegustur að vallar sýn, gæddur yfirburða gáfum, allra
manna bezt máli farinn. En það, sem honum var ef til vill
meira lán en nokkuð annað, var það, að hann átti eina af göf-
ugustu dætrum íslands fyrir konu, sem var honum alt í öllu.
pað er sagt, að þau Hannes Hafstein og Ragnheiður Stefáns-
dóttir Helgasonar biskups Thordarsens, hafi ung felt ást hvort
til annars, og þegar þau giftust i Reykjavík í október 1889,
mintist gamalt fólk þess, sem þar var viðs'tatt og við margar
hjónavígslur hafði verið, að aldrei hefði það séð jafn glæsileg
brúðhjón eins og þau Hannes Hafstein og Ragnheiði Stefáns-
dóttur f tæp 24 ár fékk hann að 'njóta hennar. Hann misti
hana í júlí 1913, og varð hún honum svo mikill harmdauði, að
hann naut sín aldrei síða-n. peim hjónum varð tíu barna auðið,
átta dætra og tveggja sona. Tvö af börnum þeirra eru dáin,
piltur og stúlka, en átta eru á lífi, sjö heima á íslandi, en ein
dóttir hér í Winnipeg, gift séra Ragnari E. Kvaran.
V.
Prívatmaðurinn.
pví miður stend eg illa að vígi að tala um Hannes Hafstein
sem prívatmann, því persónuleg kynni mín af honum voru
lítil. pó kyntist eg honum nokkuð um áramótin 1913-1914,
þegar eg var heima í sambandi við stofnun Eimskipafélags ís-
lands, og þurfti eg þá að réttlæta kröfur Vestur-íslendinga
frammi fyrir honum sem ráðherra og málsvara stjómarinnar
á íslandi, sem lagt hafði allmikið fé til fyrirtækisins, og minn-
ist eg þess æ síðan, hve prúður hann var þá í orðum og áformi
og viðmótsþýður og einlægur, þrátt fyrir það, þó eg gæti ekki
orðið við kröfum hans.
Hannes Hafstein var mikill maður á velli og stór höfðing-
legur. Hann var fríður maður og vel limaður. Andlitssvipur-
inn hreinn og djarflegur, en góðmannlegur. Augun snör og
leiftruðu, þegar honum var mikið í hug. í máli var hann reif-
ur og í samræðum skemtilegur og fyndinn. Málrómurinn var
nokkuð dimmur á síðari árum, en þýður. Hann var lítillátur og
hógvær í allri framgöngu og bauð af sér svo góðan þokka, að
manni gat ekki liðið öðru vísi en vel í návist hans. Hann var
svo vel gefinn til líkama og sálar, að hann hlaut að vekja eftir-
tekt, þó á meðal þúsunda væri.
Veturinn 1908 var eg á ferð á Skotlandi á leið heim til fs-
lands og gisti í gestgjafahúsi einu vel þektu, ekki langt frá
höfninni í Leith, meðan eg beið eftir skipi, sem þangað var von
frá Kaupmannahöfn. Eftir að eg var búinn að dvelja þar
nokkra daga og hafði kynst húsráðendum og þeir vissu, að eg
var íslendingur, fóru þeir að tala um íslendinga við mig og sögðu
mér að þeir kæmu þar oft. Einn þeirra sögðu þeir að verið
hefði þar í vikunni á undan, og að það væri sá fallegasti og
höfðinglegasti maður, sem þeir hefðu séð, og þó kæmu þangað
menn af öllum stéttum og frá öllum löndum. "pú hlýtur að
þekkja þann mann, fyrst þú ert íslendingur, því hann er auð-
þektur úr þúsundum", sögðu þeir. "pað hefir verið Hannes
Hafstein, ráðherra íslands," svaraði eg, og þegar í gestaskrána
var litið, reyndist það satt að vera. Pleiri dæmi um aðdáun þá.
sem gjörfugleiki þessa manns vakti, mætti telja, en hér skal þó
staðar numið.
í kirkjugarði Reykjavíkur er gröf. Á henni stendur legsteinn
úr marmara. f steininn er höggvið tré, sem er brotið þar sem
greinamar og laufskrúðið byrja. pann stein valdi Hannes
Hafstein og setti á leiði konu sinnar, og er það saga hans sjálfs,
eftir að hann misti hana. — Nú! er stofninn brotinn—Hannes
Hafstein dáinn. Hann dó í Reykjavík 13. desember 1922. Farðu
vel. Hvíldin er þér góð við hlið hennar, sem þú unnir svo heitt,
og í skauti ættjarðarinnar, sem þú elskaðir.
Jón J. Bildfell.
¦
I