Lögberg - 11.01.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.01.1923, Blaðsíða 4
4 fcle. LÖGBERG FIMTUDAGINN JANÚAR 11. 1923. JJögberg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.^Cor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talnimnri >.6327 og N-6328 Jón J. BfldfeU, Editor Utanáskrift til blaðsins: THt COIUMBI* PHESS, Ltd., Box 3172, Wlnnipeg, M»n- Utanáskrift ritstjórans: IDlTOR L0C8ERC, Box 3172 Winnipeg, Man. The "Lögberg” ls prlnted and publlshed by The Oolumbla Prass, Llmlted, ln the Columbia Block, S53 to 85T Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Manltoba Austur og Vestur Canada. i. petta orðatiltælci virðist vera orðið rótgróið í meðvitund þessarar þjóðar og spáir engu góðu um framtíðarþroska hennar og velmegun. Ef til vill átta menn sig ekki strax á hættu þeirri, sem þetta orðatiltæki getur haft, þegar það er orðið fast í huga manna og tilfinning, að í fljótu bragði virðist það fremur meinlaust. En þegar betur er að gáð, þá gefur það til kynna að- skilnað, sem getur verið mikill eða lítill, eftir því hvernig ástatt er. pað er ekki til neins að vera að reyna að hylja yfir þann sannleika, óánægja allmikil hefir átt sér stað á milli fólksins, sem byggir þessa tvo landsparta, Austur- og Vestur-Canada. Ástæð- urnar fyrir henni eru ýmsar, en sérstaklega þó efnafræðislegs eðlis. Aastur hluti þessa mikla meginlands bygð- ist fyrst og verzlunar iðnaður þróaðist 3 þeim parti landsins, áður en menn fóru að njóta sín í þeim efnum í vestur j«arti þess. Vestur partur- inn hefir verið og er nokkurs konar hjáleiga stór- iðnaðarmanna austurfylkjanna, sem var knýitt við þau, fyrst með Ganada Kyrrahafs brautinni og síðar með Canadian National járnbrautinni, sem, auk þess að vera hlekkir, er knýttu saman þessa tvo landshluta, er áttu og eiga efnalegt sjálfstæði sitt að meira eða minna leyti undir flutnmgi á vörum a míTli þeirra. Kkki er hægt að segja, að sambuðin á milli fólksins í Vestur- og Austur-Canada, hafi verið slæm, það sem af er, en þö ekki betri en svo, að talið er nú af g'Iöggum og merkum mönnum, að sá stjórnarformaður, sem gæti komið á innbyrð- is eining hjá þjöðinni canadisku—fölkinu, sem hina tvo landshluta byggir—, mundi geta sér ó- dauðlega frægð í sögu þjóðarinnar. pegar fólkinu í Vestur-Canada fór að fjölga, þá fðr því að hrísa hugur vfð áþján þeirri í verzlun og vfðskiftum, sem því fanist og finst enn að það Iiggja undir af hálfu stóriðnaðar- manna austurfylkjanna. pað varð að borga þeim hátt verð fyrir vörur þeirra og járnbraut- arfélögunum ægilegt burðargjáld undir vörum- ar vestur og vörur héðan áð vestan, sem fram- Téiddar voru, og ’hefir sú tiifinriing farið sívax- andi og þáð ékki án orsaka. pesísi óánægja hefir samt ekki stafað af því, að fólk vesturfylkjanna hafi ekki getað unt þjóð- bræðrum og systrum þeirra í austurfylkjum að njóta sanngjarns hagnaðar af viðskiftum við þá, heldur hitt, að þeim hefir fundist að lítilli sanngirni væfi beitt af þeim í þá átt, heldur miklu fremur að njóta sem mests hagnaðar af víðskíftunum, hvað svo sem afkomu og fram- tíðar velmegun Vesturfylkjanna liði. pað er líka langt síðan að hugsandi mönn- um Vesturfylkjanna varð það ljóst, að erfitt mundi verða fyrir framleiðendur Vesturfylkj- anna, að keppa við aðrar þjóðir á heimsmarkað- inum með vörur sínar, ef þeir þyrftu að senda þær um tvö þúsund mílur með járnbrautum til sjávar, og borga þeim og öðrum félögum Vest- urfylkjanna háan toll fyrir flutning og höndlun vörunnar. Og með því fyrirkomulagi muncli efnaleg afkoma fólks í Vesturfylkjunum verða vafasöm, og því væri lífs spursmál fyrir fram- tíðarvelferð Vesturlandisins, að finna leið til al- heims markaðarins fyrir vörur sínar, sem ekki væri eins kostnaðarsöm og sú, sem nú er notuð. Og ef til vill hefir sá sannleiki aldrei staðið eins skýrt fyrir sfónum manna, eins og nú í dag. pegar svo er komið, að framleiðsla manna hrekk- ur ekki lengur fyrir nauðsynlegustu útgjöldum, þá er ný og kostnaðarminni vöruflutningsleið ó- umflýjanleg. Og sú leið liggur í gegn um Hudsons flóann. pað er langt síðan, að hugsandi menn sáu, að hin eðlilega leið fyrir afurðir Vesturfylkjanna þriggja til alheims markaðsins, lá með járnbraut til Hudsons flóans og með skipum þaðan til Eng- lands, eða annara landa Evrópu, og því hefir þetta Hudsonsflóa brautarmál verið á dagskrá hjá okkur í mörg ár. Menn sáu, hve óendarilega mikla þýðingu að það hefði fyrir bændur og aðra framleiðendur Vesturlandsins, ef hægt væri að ná verzlunar- samböndum við Evrópu yfir þá leið, því vega- lengdin er svo miklu styttri, munar 500 mílum frá Winnipeg, sem hún er stytri en sú, sem bændur í Mariitóba verða nú að sætta sig við, en 1,000 mílum frá Edmonton í Alberta. En hugmynd þessi hefir ávalt mætt hinni megnustu mótspyrnu frá járnbrautarfélögunum og sfóriðnaðarfélögum Austurfylkjanna. pó er nú svo langt komið, eins og menn vita, að búið er að leggja grunninn að þessari járnbraut alla leið og jámteina á hann allan nema síðustu hundrað og fimtíu mílumar. En nú virðist, að enn á ný eigi að fara að gjöra þetta lífsspursmál Vestur- fylkjanna að ágreiningsefni, því fyrsta verk hinnar nýju stjórnamefndar þjóðeignabraut- anna, er að skipa svo fyrir, að járnteina, sem búið var að leggja, skuli rífa upp aftur á hundr- að og tuttugu mílna svæði. Hér er eitt það alvarlegasta málefni, sem snert getur vesturfylkin, um að ræða, og er því áríðandi fyrir þau, að fá að vita hvað þetta meinar. Hvort það sé virkilega meiningin, að alt það stríð, er íbúar Vesturfylkjanna eru búnir að standa í út af þessu máli eigi nú að gerast ó- nýtt og vonir þeirra um bót á verzlunar erfiðleik- unum að sópast burtu alt í einu og þeir aftur að bindast á klafa járnbrautarfélaga og auðfélaga Austurfylkjanna um ókomna tíð? Eða er þetta að eins bráðabirgða ráðstöfun? peim spurningum getum vér ekki svarað, tíminn verður að leiða það í ljós. En auðsætt er, að íbúar Vesturfylkjanna verða að standa hér á verði og láta hvorki járnbrautarfélögin né nokkur önnur félög ræna sig þeim rétti, sem þeir em til bornir, né haldur þenna hlut lands- ins réttinum til efnalegs og menrtingarlegs þroska, sem hvorki stóreignamenn Austurfylkj- anna né heldur nokkrir aðrir eiga rétt á að taka frá honum. Sagt er að þingið í Ottawa eigi að koma saman í lok þessa mánaðar. Hvert einasta kjör- dæmi sléttufylkjanna ætti að krefjast þess af þingmönnum sínum, áður en þeir fara til þings, að þeir fylgdu þessu máli ákveðið og einarðlega fram á þinginu og létu það skýrt skilið, að þetta velferðarmál þeirra verði að fá framgang og það tafarlaust. Aukin framleiðsla. Nú í dýrtíðinni og verzlunardeyfðinni, þeg- ar allir eru að kvarta um erfiðleika og óálitlegar framtíðarhorfur, þá er dálítið hressandi, að vita að aðferðin er loks fundin til þess að framleiða þrefalt meira af sumum lands afurðum við það er verið hefir. Er þá fyrst að taka til greina, ef þessi nýja framleiðslu aðferð getur orðið nokkuð almenn, að menn þurfa einn þriðja part af land- svæði því, sem nú er ræktað, til þess að fram- leiða jafnmikið af ávöxtum og nú er gert. f öðru lagi þarf ekki að kvíða fyrir að landrýmið þverri svo að tilfinnanlegt sé fyrst um sinn. pað hefir lengi verið á tilfinningu manna, að rafljós hefðu mikil áhrif á grængresi, en upp til þessa tíma hefir það að eins verið tilfinnning, engum manni tekist að sanna það eða segja með neinni vissu, að hvað miklu leyti. James Hill, járnbrautarkongurinn alþekti, sem nú er látinn, var að gera tilraunir í þessa átt, en áður en að hann gat komist að nokkurri nið- urstöðu í því efni, dó hann. pað hefir og verið meining manna, að jurta- lfið þyrfti hvfldar við og við höfum séð smár- ann draga inn blöðin, þegar skyggja fer á kveld- in, og menn hafa sagt, að hann svæfi, eins og við mennimir, þegar vér sofum og hvílumst eftir unnið dagsverk. En nú heflr prófessor einn við háskólann í Minnesota sannað, eftir því sem hann sjálfur segir, að þroska megi ýmsar tegundir, svo sem hveiti, bygg, hafra, gulrófur, kartöflur, smára, baunir, ertur og ýmsar grastegundir við rafljós. Og er það víst I fyrsta sinni, sem urtalíf hefir verið kveíkt og þroskað án sólarljóssins. Mr. Harvey, en svo heitir þessi prófessor, gjörði tflraunir sínar í kjallaraherbergi, sem ekki var bitað, og Týsti hann það upp með raf- ljósum. Lamparnir, sem hann notaði, voru hin- ir svo nefndu tungsten-lampar, sem fyltir voru með köfnunarefni og lifði ljós á þeim allan sól- arhringinn, og tókst honum að fullþroska hveiti á 90 dögum, sem sýnír, að þrjár uppskerur má taka á ári á þann hátt, og samt veita nægan tíma j til þreskingar á korninu og ræktunar á jörðinni. f bili finst mönnum ef til vill að slík fram- leiðsla mundi verða kostnaðarsöm. En segjum, að bygt væri yfir 40 ekra svæði, sem með engu móti væri ókleifur kostnaður, til þess að geta lát- ir rafljós loga og lýst akurinn að nóttu til, þá munTi sá blettur gefa eins mikið af sér eins og 120 ékrur undir vanalegum kringumstæðum, og hann myndi líka trygður fyrir hagli, ryði, frosti og öllum áföllum, sem akrar manna liggja nú undir. Mundi kostnaðurinn ekki mega verða nokkur við þessa framleiðslu aðferð, ef hann asftti að verða meiri en sá, sem óhöpp á ökrum manna valda árlega ? Ferskt fjallaloft. Sagt er, að það sé ægilegt, að vera á ferð í eyðimörk vatnslaus, og það er víst satt. En vér höfum stundum heyrt því líkt við það, að þurfa að þóla þvingandi hita í stórborgum, þegar sólin héllir geislum sínum beint niður og götur, stétt- j ir og byggingar verða sjóðheitar, og hefir það æfinlega verið alvarlegt umhugsunarefni manna, þar sem sumarhitinn er mikill. En þó menn hafi hnigið örmagna niður og kafnað, eða þá fengið sólslag, þá hefir mönnum ekki tekist að ráða bót á þessu enn þá, þó menn séu nú farnir að sjá ráð við flestu, þar til nú rétt nýlega, að augu verkfræðinga í New York hafa opnast. New York bær sækir neyzluvatn sitt langar leiðir og upp í há fjöll, þar sem það brýst fram silfurtært og svalandi. Svo er það leitt í pípum neðanjarðar alla leið til borgarinnar, og er það að ráði og útreikningi verkfræðinga gert og með þ>ví var bætt úr þeirri þörf borgarbúa. En hinni þörfinni, um svalandi fjallaloft í steikjandi sólarhitanum, þegar menn verða að gegna atvinnu sinni dag eftir dag, er enn ðfull- nægt. — En nú eru verkfræðingar þar syðra bún- ir að finna ráð við þessu, og það er að leiða fjallaloftið svalandi og kristalshreint ofan úr fjöllunum og til borgarinnar. eir ætla að gera þetta á sama hátt og vatn- ið er leitt-; ætla meira að segja að nota sömu pípurnar þar sem það er hægt, — það er þar sem 1 þær eru ekki meira en hálf fullar af vatni, þar ætla þeir að fylla þær með lofti, en þar sem vatnspípumar eru of þröngar, að leggja nýjar pípur. par sem vatnspipurnar eru nógu víðar, þá yrði þetta alveg kostnaðarlaust, því vatnið dregur loftið með sér inn í pípurnar, og það rúm sem autt er í þeim, er fult af lofti, hvort sem er. pað sem þarf að gera, er að dreifa því um bæinn, eða að minsta kosti um einhverja þá staði, sem fólk alment getur notið þess. Áhrifununm, sem þetta hefði í för með sér, er ekki auðgert að lýsa í fljótu bragði. pau mundu þó verða margvísleg. Fjöldi íólks leitar nú úr sveitum landsins og bæjum á sumrin til hálendisins, þar sem það get- ur losnað við hið þreytandi molluloft. En þeg- ar þetta er komið í kring, sem líklega verður ekki langt að bíða, þá þarf það ekki að leita til fjall- anna, það getur notið loftsins hreina og heil- næma með því að sitja í skemtigörðum New York borgar, og njóta hins margvíslega, sem sú borg hefir til skemtunar. pá heyra menn keyrslusveina kalla við Central Statión, þegar þeir eru á mannaveiðum hver fyrir sitt gistihús, og telja upp hið marga, sem þau hafi til síns ágætis, og “heilnæmt og hressandi fjallaloft.” í leikhúsum á kveldin þurfa ihenn ekki að sitja fáklæddir með sveittan skallann hálfdottandi, heldur finna þeir strauma lifandi og hressandi fjallalofts leika um sig. Hvaða áhrif bessir fjallaloftsstraumar hafa á iðnað og verkstæða framleiðslu, er ekki hægt með tölum telja, því breytingin verður svo mik- il frá því að pínast og pína fólk áfram við vinnu sína inni í svælu hita, og þess að láta lifandi og ferskt loft leika um það og geta temprað hit- ann eftir vild, að líkindi eru til að stór breyting verði á vinnubrögðum fólks 'til hins betra, undir þeim kringumstæðum. Sannarlega er þetta undraöld, sem vér lif- um á. Frá skrifborðinu. Vér höfum hér í höndum bréf frá einum vini Lögbergs, ásamt borgun fyrir það, sem hann var orðinn á eftir með áskriftargjald sitt, og andvirði þessa árgangs fyrir fram. “Svona eiga sýslumenn að vera”, sagði Skuggasveinn. Bréf- ið er alt vingjamlegt í vorn garð, en það er að eins niðurlagið, sem vér ætlum að minnast á í þetta sinn. Bréfritarinn er að tala um hvað vandratað sé meðalhófið í hverjum hlut, og í því sambandi bætir hann þessu við: Ef tekjureikningur þinn er rangt fram tal- inn, ferðu í tukthúsið, en ef hann er rétt talinn, þá ferðu á fátækra heimilið. Ef þú geymir peninga þína, þá ertu nirfill; en ef þú eyðir þeim, þá ertu asni. * Ef þú átt bifreið, þá ertu eyðsluvargur; en ef þú átt enga, þá ertu einskis virði. Ef þú ert úti á kveldin, þá ertu flækingur; en ef þú ert heima, þá hefir þú konuríki. Ef þú ferð ekki í kirkju, þá ertu hundheið- inn; en ef þú ferð, þá ertu hræsnari. Ef þú græðir ekki, þá ertu heimskingi; en ef þú gerir það, þá ertu blóðsuga. Ef þú giftist ekki, þá ertu kvenhatari; en ef þú gerir það, þá ertu vitlaus. Ef þú segist ekki bragða vín, þá ertu lygari; en ef þú gerir það, þá ertu fyllisvín. Ef þú gengur ekki eftir þínu, þá ertu drusla; en ef þú gerir það, þá ertu samvizkulaus. Ef þú trúir ekki öllu, sem þér er sagt, þá ertu trúlaus; en ef þú gerir það, þá ertu fífl. Ef þú borgar ekki skuldir þínar á tilteknum tíma, þá ertu svikari; en ef þú gerir það, þá ertu feigur. Ekkert nema það bezta. Ekkert nema það allra bezta í löggjöfinni er nógu gott fyrir Bandaríkja kvenfólkið. Heill flokkur af hinum “beztu lögum” hefir verið dreg- inn upp, og skal það lagt fyrir hvert þing í hin- um sérstöku fylkjum jafnóðum og þingin koma saman. f lögum þessum er meðal annars talað um giftingar, hjónaskilnað, eftirlit með börnum, eignarrétt giftra kvenna, val kvenna í kviðdóma og ótal margt fleira. Lagabálk þenna dró upp Miss Maud Younger, forseti Women’s National flokksins í Banda- ríkjunum. Og þegar hún gerði heyrinkunnar þessar kröfur kvenna hér á dögunum, fórust henni orð á þessa leið: “Ástæðan fyrir þessu nýja formi okkar er að gera herferð vora í þetta sinn ekki eingöngu neitandi því fyrirkomulagi, sem nú tíðkast, nfl. því, að bægja kvenfólki frá allri löggjöf vorri, heldur einnig sækjandi, hvað jafnrétti karls og konu viðkemur. Sem dæmi þess, hvaðan við höf- um tekið lög vor, skal eg nefna nokkur, en áður en eg geri það, vfl eg taka það fram, að þau eru öll ríkjandi í einhverju fylki ríkis vors. Við höfum bara dregið þau saman og hugmyndin er. að gera þau að lögum yfir öll Bandaríkin. f Norður Dakota eru bezt lög um óskilgetin böm. par hefir óskilgetnum fæðingum verið út- rýmt. í Louisiana eru bezt lög um framfærslu, þar er trygging heimtuð af báðum persónum jafnt um trúmensku, umsjón og hjálp. f Ohio eru bezt lög um framfærslufé til þeirra hjóna er skilja, þar er heimtað, að hvert um sig leggi hinu tfl, sem hjálpar þarf. f Virgina eru bezt lög um heimanmund og aðra hæversku, þar er heimtað jafnt af báðum. í öðrum fylkjum fundum við bezt Iög um arf- leiðslu, umboðsmenn, hvernig velja skal í kvið- dóma, vernd karla og kvenna, er vinnu stunda o.s.frv., sem of langt yrði upp að telja.” Fry’s Diamond Fnst I?úfí Y,. ollum betri . . (jliocolates.. búðum Þakkarávarp. Eg þakka Nick það heimboð er eg hlaut í hitt eð fyrra, reyktan lax og skötu, Af bjór og víni nærri fulla fötu Og fornan rímnasöng og pennaskraut. * Eg veit að enn þá hækkar aldur hans, Að hundrað! ára verður Nick á svifi, pví drottinn vill ei dauða syndugs manns, En drottinn vill hann snúi sér og lifi. Gutt. J. Guttormsson. Astœðurnar fyrir því að hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada 25. kafli. lEftirtektavert yfirlit yfir af- komu íslendinga í Vestur-Canada birtist í blaðinu Free Press 2. á- gúst 1922. pað er svo fróðlegt að okkur finst vel þess virði að taka það upp í iheild sinni: Fjöld íslendinga í hinum ýmsu bygðum eru að halda fslend- ingadag nú í dag. pjóðminn- ingardag sem til þeirra er hið sama og Dominion dagurinn er okkur. Annar ágúst er hald- inn til minningar um stjórnar- skrána frá 1874, þegar konungur Dana veitti íslendingum iheima- stjórn. Áður höfðu þeir þurft að sækja löggjöf sína til Dana og allar stjórnar framkvæmdir. pð var þó að eins heimastjórn að nokkru leyti, sem þeir fengu ár- ið 1874, því það var landshöfðingi skipaður af Dönum, sem í raun réttri réði í landinu, svipað og landstjórinn gerir í Canada. Samt voru umbæturnar svo miklar, að þeirra verður æfinlega minst sem hins merkasta viðburðar 1 sögu ísiands og sem íslendingar halda áfram að minnast hvar sem þeir eru niður komnir. pessar umbætur fengust aðal- lega fyrir hina óeigingjörnu og ötulu baráttu Jóns Sigurðssonar, — ættjarðarvinarins mibla, sem nefndur var ‘‘konungurinn ó- krýndi” og einig "forsetinn” og prýðir myndastytta hans þing- húissvöllinn hjá oss hér í Winni- peg. Ef íslendingum hefði verið veitt full heimastjórn árið 1874, þá hefði Jón Sigurðsson áreiðan- lega orðið hinn fyrsti ráðherra ls- lands, en ’það var ekki fyr en snemma á árinu 1904 að þeim var veitt það og varð þá annar ætt- jarðarvinur og mikilmenni til þess að fylla það embætti, skáldið og stjórnmálamaðurinn Hannes Hafstein, og síðan hafa íslending- ar búið til sín eigin lög. Alþingi sem hefir nálega sama þingræði eins og þingið í Canada, skýtur lögum sínum til konungs Dana til staðfestingar, því hann er sameig- inlegur konungur Dana og íslend- inga, en eru að öllu óháðir ríkis1- ráðinu, eða þingi Dana að því er löggjöfina snertir. pað eru um 16,000 íslendingar í Vestiir-Canada og er það sá fjöl- mennasti hópur ísilendinga sem nokkurstaðar er að finna utan ís- lands. pó þeir séu búsettir í Vesturfylkjunum, þá er þá að finna víðsvegar í Canada, þeir hafa dreift sér eftir því sem atvik og atvinna hafa krafist. Nokkrir þeirra eru sestir í helgan stein vestur á Kyrrahafsströnd, eins °g fjölda margir aðrir frá sléttu- fylkjunum. Sumir þeirra hafa reist bygðir og bú fyrir sunnan landamerkjalínuna í Washington ríkinu, Oregon eða í Californiu. Flestir þeirra hafa samt ávalt verið og eru enn búsettir í Mani- toba, skýrslurnar frá 1916 sýna að af 7,000 íslendingum, eem fæddir eru á íslandi, þá voru 5,343 þeirra í Manitoba, og af- komendur þeirra mundu sjálfsagt gera meira en tvöfalda þá tölu. pað sýnist að íslendingar kunni eins vel vð Canada og Canada við þá, og ber áðurnefnd skýrsla vitni um það, því hún sýnir að þúsund innfæddir Bandaríkja ísledingar eru nú búsettir í Manitoba og vesturfylkjunum, og er það meiri útflutningur að tiltölu en nokkur annar flokkur Evrópumanna í Bandaríkjunum getur sýnt. íslendingar eru áreiðanlega þeir kærkomnustu innfilytjendur, sem til Caada koma frá Evrópu. peir hafa sýnt sig ihæfa í hvaða stöðu, sem þeir ihaia tekið sér fyrir hend- ur, en þó sénstaklega í landbún- aði, og þó þeir ihafi ekki látið mik- ið á sér bera d stóriðnaði, þá hafa þeir ábyggilega og afkastamikla menn í öllum hinum lærðu stöð- um, sérstaklega í lækna- og lög- fræðistöðum. íslendingar hafa átt sæti á löggjafarþingi Manitoba og 'Saskatchewan fylkis, sumir þeirra stórhæfileikamenn svo sem Hon Tomas H. Johnson, en þeir hafa aldrei verið þar sem umboðsmenn íslendinga, heldur í besta og fylsta skilning Canada. Og er það í fullu samræmi við framkomu allra fslendinga her 1 hvort heldur að þeir eru fæddir J í Canada, eða á íslandi, að þeir ■ eru canadiskir. peir unna maú ■ þjóðar sinnar, mentum og minn- I ing, en þeim er gefið 'það sérstak- I lega, að geta samið sig að siðum i þessa lands og í þegnskyldu þeirra I er enginn hálfleiki, en hvað mik- 1 inn þátt þessi eginleiki á í hinni 1 alvöru afkomu ísilendinga í Cana- da, gæti verið þarflegt umhugs- I unarefni fyrir suma af annara 1 þjóða mönnum. Iðjusemi og heil'brigt vit, og ánægja með takmörkuð lífs'þæg- indi, unz þeir eiga kost á að veita sér annað betra, sem enginn kann áð meta betur en þeir, og áhangi ! iþeirra fyrir að koma ibörnum sínum tií menta, eru einkenni ís- 1 'lendinga. pað er ekki oft, sem þeir sækj- ast eftir æðstu metorðum, er það þó ekki af því, að þeir séu ekki 1 ánægðir með lítil mótlegar stöð- 1 ur. Heldur 'hefir þeim skilist, að | heilbrigð þátttaka lífsins er holl- J ari, en að sækjast eftir einhveju sérstöku á kosnað hins viðtækara, sem eftir ait gjörir lífið fullkomn- ara. pessa iskoðun vora höfum ! vér borið undir þektan verzlun- armann íslenzkan hér í Winnipeg, j sem fæddur er á íslandi, og held- ur hann, að þessi eginleiki sé ís- j lendingum meðfæddur, fremur er. að hann sé utanað lærður. pessi j fslendingur, sem hefir sjálfur komist prýðisvel áfram, sagði: “Eg ihefi enga tilhneigíngu til j þess, að verða míljória eigandi. 1 Áhyggjurnar leggjast of þungt á ; þá út af því, að ná í rneira, og tapa svo þess vegna mörgu því besta, sem lifið ihefir að bjóða.” Sami maðurinn talaði hispurs- laust um samlanda sína og ein- kenni þeirra, og ihann igetur djarf- lega úr Ihópi talað, því hann hef- ir verið í nánu sambandi við þá bæði hér í Canada og í Bandá- ríkjunum, og er máske stoltur af áliti því, sem þeir hafa unnið sér hjá Canada þjóðinni. “Við kom- um hvorki við á hinum æðstu né hinum lægstu stöðum,” sagði hann. “Á meðal okkar eru en.g- ir miljónerar, og að því er eg best veit, þá höfum við engan fs- lendinga í tukthúsinu.” iSíðari staðhæfingin er ekkert einkennileg þegar maður tekur tttlit til þess, að hér á í hlut fólk sem vant er að hafa hús sín ó- lokuð árið um kring. Annar velþektur íslendingur, sem heima á í fWinnipeg, gefur oss þær upplýsingar, að landið sé fremur lítið, og bygðirnar að- allega meðfram ströndum þess, og skipaferðir ihelst til strjálar til þess að hægt sé að komast skjmdi- lega í burtu. prátt fyrir það er fátt um lögregluþjóna. par þekkir hver annan og hreppur enga þar lítið griðland. “Við eigum fáa afburðamenn,” sagði þessi sami maður, “en menning- ar ástand almennings er á lágu stigi. Embættismenn vorir ná fylli- lega meðaltali. Verzlunarmenn eins; sönglist og hljómfræði standa íslendingar framarlega. peir eru sérlega bókhneigðir og leggja sig mikið eftir skáldskap í bundnu máli, og hart er að finna nokkurn, sem ekki er læs. Nálega óskiljaniegan hæfileika hafa íslendingar til þess, að nema enska tungu, og er það eitt af hinum sérstöku einkennum þeirra íslendinga, sem til Canada kom. Skýrsla stjórnarinnar í Ottawa í sambandi við íslendinga stað- festir þessi ummæli vor. Að þvá er til tungumálanáms kemur standa . íslendingar einir sér Hundruð eru til vitnis um, að ís- lendingar, sem ekki kunnu eitt einasta orð 4 ensku, þegar þeir voru að undinbúa sáðakur sinn að vorinu, voru orðnir full fleyg- ir í því, 'þegar kórnið var búið tíl skurðar að haustinu. par hefði mátt bæta við, að íslendingar hafi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.