Lögberg - 22.03.1923, Qupperneq 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
22. MARZ, 1923
Limir og líkami stokk-
bólgnir.
Fruit-a-tives læknuðu nýrun með
öliu.
Hið frægasta ávaxtalyf
Öllum )>eim, er >jást af nýrna-
.sjúkdómi, verða kærkomin þessi
tíðindi um Frit-a-tives, >hið fræga
ávaxtalyf, unnið úr jurtasafa, er
gersamlega læknar nýrna og
blöðrusjúkdóma, eins og bréf þetta
bezt sannar.
“Lili’a stúlkan okkar þjáðist af
nýrnaveiki og bólgu — allir lim-
ir hennar voru stokkbólgnir. Við
reyndum “Fruit-a-tives.” Á skömir
um tíma varð stúlkan alheil.”
W. M. Warren.
Port Robinson, Ont.
50c. askjan, 6 fyrir $2,50, reyn-
sluskerfur 25c. Fæst hjá öllum
lyfsölum, eða beint frá Fruit-a-
tives Limited, Ottawa, Ont.
Jón Trausti.
r.rindi flutt á Giinli 2. Marc 1923.
Kftir Halldór li. Johnson.
Ritverk Jóns Trausta.
Fyrsta bók Guðm. Magnússon-
ar, var prentuð árið 1899. pað
var litið ljóðakver, sem ,hann
refndi: Heima og Erlendis. ís-
landsvísur — lítil ljóðabók var
prentuð 1903, og ári síðar kom
ljóðleikurinn “Teitur” á markað-
inn.
AUar þessar bækur hlutu ó-
mtlda dóma hjá ritskoðurum og
áttu þá að minsta kosti, að
nckkru leyti skilið. pó góð til-
þrif væru þar innanum.
Árið 1904 gaf hann út minning-
ar um ferðir sínar í pýzkalandi,
Englandi og Sviss. pað var eink-
ar fróðleg og skemtileg bók. Eft-
ir það skrifar hann bækur sínar
undir dularnafninu: Jón Trausti.
Fyrsta skáldsaga Jóns Trausta
— Halla, var gefin út árið 1905.
Halla vakti strax mikla eftirtekt,1
því sagan þótti óvenjulega vel rit-
uð, en hitt var þá flestum dulið,
að Guðm. Magnússon, sem ritdóm-:
endurnir höfðu húðstrýkt og Jón'
Trausti, sem þeir lofuðu nú há-
stöfum var ein og sama persón-
an. Skömmu síðar kemur “Leys-!
ing” út, og svo hver sagan af
annari. Fjörutíu og tvær sögur,
smáar og stórar, tvö leikrit og
þrjár kvæðabækur skrifaði hann!
á tuttugu árum. (Síðasta kvæða-1
bókin var prentuð að honum látn- [
um og er nýkomin út.)
Auðvitað endist mér ekki tími
til þess, að gefa nákvæma lýs-
ingu af öllum ritverkum Jóns
Trausta.
Eg verð að láta mér næja, að I
minnast á tvær þær helztu og að j
minni skoð'un bestu sögur höfund-!
arins: Höllu og Sögur frá Skapt-1
áreldum.
Halla er sveita saga og lýsir i
persónu einkennum og æfikjörum
þeirra Halldórs prests, Olaís'
sauðamanns og Höllu vinniukonu.'
Séra Halldór er smámenni en j
ekkert illmenni, til að byrja með.
Hann var sonur einhvers em-!
bættismanns í sveit,, og hafði því
að líkindum snemma vanist á, -.5
álíta sig ágætari en aðra. Ung-
ur var hann sendur til höfuðstað-
arins og kostaður í s'kóla. í lat-
ínu skólanum rataði hann í ýn>
smá æfintýri — upp á einhverju
varð hann að taka sjálfur, úr
þv*í hamingjan og umönnun ann-
ara hafði losað hann við áhyggj-
ur og ábyrgð lífsins. pví miður
endaði eitt af þessum æfintýrum
dálítið óþægilega með hálfgerðri
nauðungar giftingu. Við þettað
losnaði hann undan foreldra um-
sjninni að mestu en komst í stað-
inn undir miklu strangari tengda-
móur aga. Ári síðar var demt
yfir hann prestahempu og biskups
blessun, svo hann komst þá í em-
bættismanna tölu. Alt var þettað
góður undirbúningur fyrir fram-
tíðina, eða hitt þó heldur.
Skömmu eftir víxluna varð
hann að hrekjast frá konunni og
Reykj avíku r-dýrði n n i út í eitt-
hvert afskektasta og nyrsta brauð
landsins. í sókninni sá hann
heldur ekkert aðlaðandi nema
Höllu, uppáhalds vinnukonu
gömlu prestsekfcjunnar á staðn-
um. Svo fór, að ihann gleymdi
bæði embættis eiðnum og eigin-
konunni; gleymdi jafnvel að geta
um það við íHölIu, að hann væri'
giftur. Sárkvalin af leíðindum
og einstæðingskap, leitaði hann
hugarléttis og samúðan hjá þess-
Pfel I ^ M| Hví aB þjást af
| 3 L blæíandá 05 bólg-
i 11 * 11 inni Bylliniæð?
■ ■ ■■ Uppskurður ónauð-
sj-nlpgur. f>vl Dr.
Chase'* Ointment hjaipar þír strax.
60 cent hylklð hjá lyfsölum eða frá
Edmanson, Bates & Co., I.imited.
Toronto. Iteynsluskerfur senHur ó-
keypis, ef nafn þeasa bláBs er tiltek-
ið o)* 2 cent frfmerki sent.
ari tápmiklu og ástríku sveita-
stúlku, sem elskaði hann með öllu
hinu unga ástriðu magni óspiltr-
ar sálar. Séra Halldór elskaði
hana líka, en með prestslegum
hyggindum samt, því þegar ó-
gætni hans 'hafði teflt geistleg
heitunum og embættinu í voða
þáði hann það með gleði að Halla
giftist nauðug, til þess að hylja
faðerni barns sins. Eftir það
lá lífsleið prestsins niður á við
til yfirskins og augnaiþjónustu,
• útvortis gengis og innri 'hörmung-
ar. Slí'k Júdasarlaun hreppa
þeir allir, sem svíkja sjálfa sig.
Halla var bara ein af vinnu-
'konunum á prestssetrinu — en
hún var fögur og ung, frjáls og
glöð — hún fann hjá sér kraft
; og heilsu til að vinna sér brauð,
; var öllum óháð og sj'álfri sér nóg.
Hún var einræn og þóttafull,
hafði yndi af dálæti piltanna og
gaf þeim undir fótinn, en þótti
þó ennþá meira gaman að hrinda
I þeim aftur frá sér með kaldlyndi
j og háði. Hún var ennþá óbeygð
i og ótamin af alvöru lífsins, og ó-
víst hvaði úr henni yrði.
I Óforsjál hafði hún verið í ásta-
! málum og óeigingjörn reyndist
j hún líka. Til þess að elskuhug-
inn tapaði hvorki kjól né kalli,
giftist hún Ólafi, þó henni bein-
leiðis biði við húsfrejustöðunni
á heimili sauðamannsins. Til
þess, því betur að leiða allan ljót-
an gruh frá .sálnahirðinum,
flýði hún með barn sitt í eyðibýli
fram til heiða, svo að gætin og
kunnug augu, sæju ekki ættar-
markið á syni hennar. Ólafur
sauðamaður og eiginmaður Höilu,
var sérvitur, einrænn og ómann-
blendin, væskilsmenni, rýr, ófróð-
ur og ókarlmannlegur, en var þó
' í raun og veru meiri maður en
, hann. sýndist. Fjármaður var
hann með afbrigðum og — það eru
ekki allir sem skara framúr i ein
hverju. í vetrarhörkunum stáð
hann yfir fénu einn og óskelfdur.
Með karlsmensku, ró, þrautsegju
og lægni kom hann fénu á mó:i
mannskaða veðrum, heim að hús-
' um á kveldin. Ólafur hafði
J fengið ofur-ást á Höllu og ætlaði
að farga sér, fengi hann hennar
ekki, en rólegur var hann og
! gafst ekki upp þó illa horfðist á
með bónorðið. Hann beið eftir
færi og það kom að lokum.
Höfundurinn heldur æfisögu
Hö'llu áfram i fjórum söguþátt-
um, sem hann nefnir einu nafri
“Heiðarbýlið”. Fyrst af þess-
um sögum heitir “Barnið”. pað
lýsir heimili Höllu og Ólafs.
Heiðarhvammi. par situr hún yf-
ir veiku barni ssínu og þaðan
fylgir hún þv.ú áleiðis til grafar-
innar. pað hefur reynst mörgum
skáldum erfitt að lýsa móður-sorg-
inni án þess, að nota smekklaus-
ar upphrópanir eða fjas. Óvíða
hefi eg séð íslenzkum höfundum
takast það betur en Trausta í
þessari sögu og ihelst finnst mér
listagrip hans þar minna á hina
laðandi list frönsku höfundanna
sumra. Aldrei hefi eg þennan
kafla sögunnar lesið án þess að
vikna, og fáir munu þeir sem enga
samúð eignast með krossibertím
lífsins við að sitja eina vornótt
með Höllu í heiðarkotinu, þegar
morgungeislinn leitar að brosandi
barnsaugum í auðri rekkjunni.
í næsta þætti: Grenjaskyttunni
kemur nýr maður til sögunnar
porsteinn Egilsson frá
Hvammi. Hann er í raun og
veru allra besti drengur —• full-
hugi, tilfinninga-ríkur, sjálfstæð-
ur í skoðunum og frjáls við hleypi-
dóma og smásálarskap sinnar
sveitar og samtíðar, en hann var
einnig geðríkur, einrænn, þrár og
ódæll. pettað mikla mannsefni
lendir í andlegt og líkamlegt vol-
æði fyrir glapræði og misskilning
þeirra, sem elskuðu ihann mest og
vildu honum best. úr þessum
vesaldlómi Ibjargar Halla honum
að síðustu.
pá kemur þriðji þátturinn, sem
heitir “Fylgsnið”. í þeim kafla
sögunnar er Pétur prófastsson á
Kroppi aðal persónan. Hann var
listamannsefni, en prestleg hygg-
indi og föðurlegur metnaður mat
þær gáfur lítills, sem ekki leiddu
til embættis eða auðlegðar. Péfur
var sendur til R.vík fyrst til þess
að læra latínu og síðan til þess að
nema járnsmáði en söng hneigðin
var álitin að koma frá fjandanum
og reynt eftir megni að berja
hana úr honum. Afleiðingin varð,
eins og vænta mátti, sú, að Pétur
varð svo sem ekki neitt. Seinast
lagði hann lag sitt við versta ill-
þýði sveitarinnar og gerðist þjóf-
ur, til þess að 'bjarga börnum
sínum frá hungrinu eða hreppn-
um.
“Porradægur” heitir fjórði og
síðasti þátturinn. Hann er um
stríð 0g raunir Höllu við örbirgð-
ina, einverura og veikindi bónda
sfrs og barna. Að síðustu skilur
sorgin við hana sem unga ekkju,
með nægilegt þrek og úrræði til
þess, að sjá sér og sínum fyrir
heimili og lífsnauðsynjum.
íslenzk alþýða hefur jafnan
metið það kost á sögum, séu þær
látnar' fara vel — ef persónurn-
ar eru látnar njóta hamingju í
sögulokin. Engar sögur geta far-
ið betur en Höl'lu sögurnar, svo
framarlega, sem við það er kann-
ast, að meira sé vert um þroskun
sálarinnar en nautnir Lífsgæð-
anna, að manngildið sé meira
virði en peningar.
Halla þroskaðist við hverja
raun. Hún giftist án ástar en
reyndist trúföst og umhyggjusöm
eiginkona. Hún var dæmd til
útlegðar fram á heiðum, en varð
þó ýmsum til blessunar og fann
til þeirrar gléði, sem góðsemin
veitir. Hún var tortryggð, en á-
| vann sér tiltrú og virðingu ná-
1 granna sinna. Hún var fátæk,
! en samt veitandi.
Halla færir okkur lífsskoðun
| vonarinnar og trúarinnar á fram-
för lífsins. pannig getur mann-
dóms kjarninn þroskast í eldi
reynslunnar og þannig hefur
hann þroskast og mun þroskast,
: þar sem fórnfús ást situr við
barns vöggurnar, þar sem mann-
! dáð og síjálfsvirðing heldur vörð
| yfir samvizku og hjarta fólksins
| Slikar mæður, sem Halla, eftir-
! skilja börnum sínum góðar arf-
1 leifðir: sjálfstraust í baráttunni.
djörfung í framsókninni og dreng-
I skap í freistingun.um.
Næstar að skáldskapargildi tel
| eg ‘kSögur frá Skaftáreldum”'
I Holt og Skál og Sigurdífsins.
pær gerast á einhverju hinu
allra mesta hörmungar tímabili
sögu vorrar. pað er sem náttúr-
an leiki þar undir eitthverf ægi-
j legt undirspil með eldgosum,
1 jarðskjálftum, þrumum, öskufalli
' og öðrum fyrnum. Glóandi hraun
móðan flæddi yfir fagrar sveitir.
Kolsvört eldfjallaaskan Há sem
svartur hjúpur yfir heilum hér-
uðum. Loftið varð eitrað af
brennisteini og eldfjallagufu, svo
fólk og fénaður hrundi niður.
Samt reis ísland úr öskunni
fegra en áður, og Skaptárgosin
urðu þjóðinni eldskírn til endur-
vakningar og stærri starfa, þess
vegna endar alt með sigri lífsins.
En eyðingaröfl náttúrunnar eru
enganvegin ein að verki í sögum
þessum — þau fá drjúga hjálp,
hér sem oftar, frá blindum ástríð-
um mannanna, við að gera lífið
að harmsöguleik.
Æskuást tveggja saklausra
unglinga — Vigfúsar í Holti og
Guðrúnar í Skál, átti þar í stríði
við aura og ættarhroka helstu
ihúsfreyjunar á Síðunni, sem ekki
vildi gifta dóttur sína manni af
brennimerktum ættum. Raunar
var Vigfús allra besti drengur
og mannsefni, en hvað um það,
faðir hans var brennimerktur
glæpamaður. Enginn arfur hafði
honum verið eftirskilinn nema
Iþetta brennimark. petta ættar-
merki var hann dæmdur til að
bera af rangsleitnasta og misk-
unarlausasta dómaranum sem til
er, almenningsálitinu. í þessu til-
felli sem oftar var sá dómur nærri
því búinn að gera góðan mann að
glæpamanni. Samt sigraði ást
hans og Guðrúnar að Jokum — en
heimskan heimtar æfinlega sínar
fórnir, og Guðrúnu lagði hún í
gröfina.
Síðari sagan, “Sigur lífsins, er
skemtilegri en ekki eins fullkom-
ið skáldverk. Hún segir frá
viðreisn suðursveitanna eftir
eldgosið og um afrek og ástir
séra Jóns Steingrímssonar og
frá lífstríði og sigri Gísla á
Geirlandi.
Séra Jón er langstærsta mann-
eskjan í þessum sögum báðum
enda er hans hvervetna að góðu
getið. Hann er hetljan í hætt-
unni 1— hinn ráðsvinni foringji
sóknarbarna sinna og sveitunga,
hin 'hreinhjartaða trúarhetja,
sem aldrei lætur bugast, þrátt
fyrir líkamlega og andlega van-
heilsu 0g alskyns stríð og raunir.
jSumum hefir fundist skáldið
gera honum rangt til, með því að
minnast á veikleik hans og bresti,
en mikilmenni verða ekki síður
aðdáunarverð þó þau séu mann-
leg. Gallar manna eigi síður
en kostir þeirra móta sérkenniu
0g engin mynd er fullkomin nema
hún sýni vankantana líka.
Gísli á Geiralandi er frjálslynd-
ur, þróttmikill og bjartsýnn bú-
maður. Enginn af skáldum
vorum getur lýst dáðríki og karl-
mensku betur en Trausti o?
Gísli á Geirlandi er 'hreinasta
fyrirmynd í hvorutveggja.
Á þeim árum, sem sögur þess-
ar gerðust var hjátrú og forneskja
afar-ník í huga alþýðunnar. Tekst j
höf. vel að kynna lesendunum
aldarhátt og hugsanalíf þeirra:
tíma. Andi Ólafs beininga-
manns Og skálds var alinn og
nærður á þeim “fræðum”. Heim-
ilislaus rölti þessi auðnuleys-
ingi milli bæja og gerði ýmist að |
þylja bænir sér og vinum sínum
til verndar gegn draugum og
djöflum eða kveða dömmustu
særingar óvinum sínum til ó-
hamingju, því heimurinn var
fullur af englum og árum, < e
lán og lífskjör mannanna lág í
þeirra höndum.
Um aðrar sögur Trausta skal
eg vera fáorður.
‘Ltysing’ segir frá verzlunar-
stríði, mil'li hins nýstofnaða
kaupfélagsskapar og dönsku sel-
stöðu verzlunarinnar. Efnið er
óskáldlegt, enda er sagan fremur
hagfræðis ritgerð en skáldverk.
þó eru þar nokkrar góðar mann-
lýs’ngár
“Borgir” herma frá fríkirkju-
hreyfingu í Grundarfirði. Hún
hefur að bjóða góðar mannlý3-
ingar, af Torfa presti, konsúL-
um á Gráfeldseyri og pórdisi og
Hildi dætrum þeirra. Sagan
er ágætlega skrifuð og hrífandi.
Hún hefir líka að geyma heil-
mikið af heilbrigðu lífsviti (lif-
es philosophy), en skáldskapar-
gildi hennar er ekki mikið.
“Anna frá Stóruborg” er ljóm-
andi lagleg saga. Hún sýnir í
áhrifamiklum myndum hinn
frjálsborna og sjálfstæða anda
húsfreyjunnar á Borg, sem berst
sigursælli baráttu fyrir ást sinm
við hleypidóma Og löghflgaðar
venjur samtíðarinnar. Hún er
fyrstS kvenfrelsis 'kona íslands,
sem heimtar almenn mannrétt
indi sér og kynsystrum sínum
til ihanda.
“Veizlan á Grund” skýrir frá
Grundaríbardaga, þegar Sraiður
hirðstjóri og Jón Skráveif 1 lög-
maður voru drepnir. Ilúr, sýn-
ir vel og fimlega hetjudug og vík-
ingsskap Grundar-Helgu, sem var
í raun og vern foringi Eyf.>-Jr
inga í aðförinni að koriungs-
mönnum.
pá er “Hækkandi stjsrna”,
mjög aðlaðandi saga. Hún
hermir frá uppvaxtarárarn Vatils-
fjarðar Kristínar, eins hins
mesta skörungs, sem isaga vo”
getur um.
Meira skáldskapargildi hofir
smásagan “Söngva-Borga. Má
hiklaust telja hana með b -ztu
sögum höfundarins.
'“Krossinn í Kaldaðarnesi”,
gefur góða hugmynd um trúar- og
hugsjónalíf þjóðarinnar um siða-
bótaskiftin.
“Sýður á Keipum”, er sjómanna
saga undan Jökli. í henni er
áhrifamiki I örlagapungi, sem
vefur óheilla vef sinn í kringum
sögu persónur^iar. Örlagaþung'
sagði eg — reyndar veldur óbil-
girni of hefndarþorsti manr.a
mestu um forlögin, en hver mur.
spinna vorn örlagaþráð fremur en
illa agaðir geðsmunir og blindar
hvatir.
“Bessi gamli” kom síðast af
hinum lengri sögum höf. Hún
gerist í Reykjavík og er sú af
sögum Trausta, sem einna minst
skáldskapargildi virðist hafa,
enda sýnist hún fremur skrifuð
til þess að gefa jafnaðarstefn-
unni blátt auga en af skáldlegum
guðmóði.
iLoks má geta þess, að Jón
Trausti hefir skrifað allmargar
smásögur, og eru sumar þeirra
svo sem “Á fjörunni”, “pegar eg
var á freygátunni,” “Spilið þið
kindur”, “Synir Odds biskups”,
og “Séra Keli” með því bezta sem
hann hefir skrifað.
Tvö leikrit hefir 'hann skrifað:
Ijóðleikinn “Teit” og “Dóttir Far-
ós” (í óbundnu máli). í báðum
eru allgóð tilþrif, en þau skortir
dramafciska eiginlegleika til þess
að njóta sín.
Af kvæðum Trausta má helzt
geta: ‘Konan í Málmey’, “Norðri.’
“Skautamenn” o. s. frv. Annars
þarf ekki að fjölyrða um hann
sem ljóðskáld, þó sum kvæði hans
séu allgóð, hann lifir í minningu
þjóðar sinnar að eins sem sögu
skáld, en þannig á hann sér líka
langan aldur. \
Ritdómur.
Nú er að gera sér grein fyrir
helztu einkennum Jóns Trausta
sem rithöfunds og s'kálds — kost-
um hans og göllum.
Trausta lætur vel að segja
sögur: Ymsir hafa að vísu fund-
ið að málfæri hans, þótt það frem-
ur alþýðulegt en vjsindalegt. Um
þá staðhæfingu vil eg vera fáorð-
ur, bæði vegna þess að eg tel mig
ekki fullkomlega dómfæran í
þessum sökum, og svo vegna þes :
að of mikil ihótfyndni virðist
mér oft brúkuð við rithöfunda
vora útaf meðferð hins lifancii
máls, sem auðvitað hlýtur að
lúta lífsins lögum — hlýtur að
breytast, fella úr og aukast að ný-
yrðum eftir þv*í sem breytingar
verða á hugsunarhætti og and-
Iegum viðfangsefnum þjóðar-
innar. Fornyrði og eintrján-
ingsleg framsetning á nútíðar
hugmyndum, bindur tíðum ís-
lenzkum skáldskap ihlekki við fót,
svo hann vtrður þunglama’Iegur
um of.
Mál og efni í sögum Trausta
er hvorttveggja runnið undan
hjartarótum þjóðarinnar, svo bún-
ingurinn á æfinlega við innihald-
ið. pað er að miklu leyti
hálfkveðnar hugsanir og hug-
sjónir fólksins, sem þar eru færð-
ar til betra máls. pað mál er
máske ekki fágað og lært eftir
ýtrustu kröfum hinna hálærðu,
en það er síungt og lifandi, ljóst,
þróttmikið og með ýmsum blæ
brigðum eftir efninu. Stund-
um er Trausti angurblíður og lai-
andi í orðum, oft er hann mælsk-
ur og hrifandi. Hann hefir það
til að dæma hart, en þó í raun og
veru fullur samúðar.
Fáum höfundum tekst betu.
að vekja samúð rneð sögupersón-
um sínum en honum. Við f: 'ii-
um til með Höllu, þegar han
gengi^r um gróðurlitlar heiðar í
íslenzkri vorþoku í útlegðina inn
að Heiðarhvammi. Okkur
svellur móður að sijá hana brjh-
ast til bygða í mannskaðavArí,
börnum sínum til ibjargar. Við
skiljum betur einstæðingssKap
ólánsmannsins eftir að kynnast
Vigfúsi. Við eignumst hl.t-
deild i kjörum sorgar-barnanna
við að lesa um SöngvanBorgu, sem
söng svo aðrir gleymdu sér, þó
heift og sorgir hefðu firt hana
sjálfa dómgreind og ráði.
Að vekja þessa hlutteknir.gu
með öðrum er annað höfuðeán-
kenni og höfuðkostur Jóns
Trausta sem skálds.
ímyndunargáfa þessa höfundar
var láka sérstök, vel þroskuð. A’-
staðar finnúr hann yrkisefni, í
moldarkofum uppi á heiðum, i
sjóbúðum undir Jökli, á höfðing-
jaheimilum og þ'ingum, já, jafn-
vel í sölubúðum og kaupmanna-
skrifstofum og því ekki það.
Hver mannsál á sína hugar-
heima, sínar vonir, sína dag-
drauma, sínar langanir og sín-
ar sorgir og þar sannast hið forn-
kveðna, að “margt er það í koti
karls, sem kongs er ekki í ranni”.
Jón Trausti var alþýðumaður,
enda eru langfrumlegustu drætt-
irnir í lyndis og sálarlífslýs-
ingum hana af alþýðumanninum:
Ólafi sauðamanni, Einari í Bæl-
inu, Agli í Hvammi, Salómon sjó-
manni, Sigmundi Gamla, Hrólfi
formanni, Pétri á Kroppi, Gísla
á Geirlandi og mörgum fleir-
um.
pað er nokkurnveginn glöggum
einkennum lýst á yfir 70 mann-
eskjum í sögum Trausta. Alt
þetta fólk er hvert öðru fra-
brugðið. Persónurnar eru ekKi
steyptar i einskorðuðum mótum
eins og átt hefir sér stað hjá
sumum thöfundum og þ. á. m. hjá
Dickens.
Ekkert lætur Trausta bó eins
vel að lýsa og íslenzkri karl-
mensku, þess vegna verða sögur
hans einkum vinsælar hjá alþýð-
unni, sem dáir hreysti og karl-
mensku mest allra dygða.
pað hefir oft verið dáðst að
náttúrulýsingum Jóns Trausta.
pegar hann dvaldi í Khöfn,
fékst ihann eitthvað við að mála.
Sú æfing á meðfæddri smekkvísi
hefir áreiðanlega skerpt sjón
hans og skilning á fegurð og
margbreytni náttúrunnar. Helzt
til margorðar eru þó náttúrulýs-
ingar hans — höfuðdrættirnir
ekki gerðir með örfáum penna-
dráttum eins og hjá Guðm. / á
Sandi.
Œfikjörin gera hér mestar.
muninn. Jón Trausti dáist að
fegurð náttúrunnar, eins og fá-
séðu undri. Guðm. á Sandi
þékkir hana af daglegri um-
gengni. Skáldið úr Reykjavik
leitar sér svölunar og styrks við
barm hennar. Bóndinn í ping-
eyjarsýslunni er alinn upp við
brjóst hennar, honum er hún
bæði móðir og skólameistari, þess
vegna nemur hann ekki staðar
HEIMSINS BEZT/.
MUNNTÓBAK
COPENHAGEN
Wn'ÍÍÁGÉN
'SNUFF *
Hefir góðan
keim
Munntóbak sem
endist vel
Hjá öllum tóbakssölum
við hin ytri einkenni, — hann
yrkir um sál náttúrunnar: dutl-
unga hennar og munarbMðu.
pað mun ekkert ofmæli að Jón
Trausti sé einn af hinum allra
vinsælustu nútíðarhöfundum
vorum. En það má segja um
hann eins og sagt var um
Tennyson lávarð: menn lesa hann
jafnan sér meira til gamans en
fróðleiks.
Mönnum getur græðst hress-1
ing, styrkur samúð með mönnum
og náttúrunni, við að lesa sögur j
Trausta, en erfiðustu lífsgáturn- [
ar eru þ^r sjaldan lagðar fram, |
og en sjaldnar svarað. Að eins |
í HöLlu er ofurlítið fengist við að j
rekja hina ýmsu þræði sálarlífs- [
ins að rótum fram.
Ef menn girnast að skygnast [
um í dularheimum sálarlífsins 1
hefðu þeir meiri not af leiðsogn 1
Kvarans.
Trausti var of mikill alvöru-
maður til þess að vera verulega
! kíminn (humoristic) í sögum
! sínum (íslenzkar bókmentir eru
1 snauðar af þeirri list enn sem
komið er). Bitur hæðinn var
hann stundum, en aldrei til
lengdar. Til þess var hann alt
of bjartsýnn og hluttekningar-
samur. pess hefir áður verið
getið að Trausta hafi græðst náin
kynni af alþýðunni og hversdags-
lífi þjóðarinnar þegar hann var
sjálfur sjómaður og vinnumaður
í sveit. En hefðu lífskjörin
verið öðruvísi og hann hefði not-
ið meiri fagurfræðismentunar
í æsku er mjög líklegt að hann
hefði orðið smekkvísari í skáld-
skap sínum. Oft gætir ósmekks
í meðferð hans á ástum milli
■karla og kvenna. Hörmulegt
er það, t. d. hvernig hann spillir
því sem hefði átt að vera frum-
leg og eðlileg lýsing á ósín-
gjörnum kærleika (Platonic
■love) á milli Höllu og porsteins
með óskáldlegum útúrdúrum.
Fáir menn hafa verið stórvirk-
ari en Jón Trausti og sýnir það
bæði miklar gáfur og vinnuþol.
Hitt kemur þó einnig í Ljós að
sögurnar hafa verið skrifaðar
fremur í flýtir en af vandvirkni.
Ártölum ber ekki æfinlega Samjui
og stundum er frá sama atviki
sagt á fleiri en einn veg.
iHelzti gallinn á sögusmíði höf.
er formið.
’Jón Trausti er ættjarðarvin-
ur og upibótamaður og stundum
hættir honum við að gera útúr-
dúra frá efni sögunnar með hug-
leiðingum um landsmál. Slíkir
útúrdúrar frá aðalefninu eru al-
veg óhafandi í skáldskap. —peir
slíta samhengið og þrí og tvítaka
■sarna efni. Sagan sjálf á að
lýsa öllu sem þarf að lýsa, segja
frá, öllu sem þarf að segja frá.
Tökum t. d. læknirinn í “porra-
dægrum”, hann heldur ræðu —
ágæta ræðu — um kotbúskapinn
og ástand fátæklinganna fyrir
hreppsnefndinni. pess hefði
nú ekki átt að þurfa, sagan
hefði sjálf átt að sýna þetta
hvorutveggja.
Trausti dregur ekki efni sög-
unnar nógu vel saman til þess að
gera þær verulega dramat’skar.
Hann gerir ekki heldur æfinleg.i
nógu glögga skilgreiningu á aðal-
atriðum og aukaatriðum, en á-
hrifa mikil er framsögn hans oft,
og enginn af skáldum vorum hef-
ir gefið okkur fleiri né fjölbreytt-
ari myndir af íslenzku þjóðlífi en
hann.
Trausti er stundum íkinn, eins
og t. d. þegar hann talar um
veizluna á Brekku, þar sem kaU-
ið var soðið í ullarpottum og
kleinur og fínindis kökur voru
reiddar að veizlustaðnum á
klyfjahestum.
Samt er hann mörgum fremur
laus við skáldlegar öfgar. íiann
lítur langoftast með rólegri a:
hugun á hlutina. Hann lætur
ekki, eins og til dæmis Gunnar
Gunnarsson, lítt þekt öfl 0g á-
stríöur fr áundirvitund sálarinn
ar leggur höft á dómgreindina
og viljann, svo manni verður
jafnvel að spyrja hvort hér sé
fremur farið með mikið vit eða
vitleysu.
Út af Sléttunni, all-skamt frá
fæðingarstað Guðm. Magnúisson-
ar stendur klettur úr hafi, sem
Eckhart, þýzkur fræðimaður o-g
rithöfundur, sem ferðaðist um
þær slóðir gaf höf.nafn skáldsins
og nefndi Trausta. Nafnið er vel
til fallið, því um þúsundir ára
hefir þessi Trausti ihrundið frá sér
öldunum og gnæft yfir hafrótið.
Nafni hans rithöfundurinn het’ir
líka staðið af sér margan skell-
inn. pegar flestir níddu hann
hér á árunum, kvörtuðu menn
um að Guðm. semdi skáldverk
hvað sem hver segði. Nú mun
hann lifa í minningu þjóðarinn-
ar, sem einn af vorum mætustu
mönnum, hvað sem hver segir.
Aths: Erindi þetta er samið í
minningu um hálfrar aldar af-
mæli Guðm. Magnússonar, en
hann var, sem kunnugt er, fædd-
ur hinn 12. dag febrúarmánaðar,
árið 18T3.
E'cts from
What Prize Winniníí X
ers
Prize Winnind
Farmers Say
,,^Prvs5aKe^ Wheeler. LL.D.. Rosthern. Sask.: —
.hef' n°fað Formaldehvde hlOndu fvrir korn.
meo bezta áranerri. Hefi ekki orðiB var við myeiu 1
uppskeru minni árum saman."
The Sutherland Canadian Land Co.. Ltd. R. B.
*nK£ter’ A«t.. Brooks, Alta:—"Ee hefi aldrei not-
ao vio korn mitt annað en Formaldehvde 1 mörk af
40 prct. =terkri blöndu I tunnu af vatni. Pað er ekk-
ert betra til a8 verja korn ok kartöflur fvrir mvelu.
en Formaldehyde. oe hvi ráðieee ee það.”
W.A.A. Rowe. Neepawa. Man:—
“Eg tók að nota Formaldehvde
strax oe mælt var með bvl til flt-
rVminttar mvBlu í hveiti. höfrum
ok bVKKÍ. ok hefir það ávait bor-
ið áeætan áranKur.”
Davis Bros.. Perdue. Saslc.: —
“Með því að nota Formaldehyde-
blöndu. 1 pd. I 32 Kal. af votni.
til þess að veria korn við mvKlu,
hefi eK trvKt uppskeru mína fvr-
ir þessum illræmdu óvinum."
J. H. Richard. Roland. Man.:—
“1 sambandi við Formaldehvde
Ket ee saKt. að það hafi revnst
mér óbriRðult meðal K»"n mvelu
I korni. þessi fimm ár. sem ee er
búinn að nota það.”
Jno. W. Lucas, Calgary, Alta.:-
“Við notum Formaldehyde við
allar okkar kartöflur, sem hefir
borið áeætan áraneur. sé það
hétt notað. Ek mæli með bvl.”
KILLS
SMUT
STANDARD CHEMICAL CO., LTD.
Montrcal
WINNIPEG
Toronto
24
Kvíðinn og hugsýkin, sem á-
sækir fólk stundum, eru átakan-
legustu einkenni taugaveiklun-
ar.
petta bréf er hughreystingar
tkeyti til allra þeirra sem þjást
af taugaveiklun.
Mrs. Geo. T. Tingley, Albert,
N. B., skrifar:—
“'árum saman voru taugar
mínar í hinni mestu óreiðu, svo
eg var í sannleika sagt að verða
reglulegur aumingi. Eg hrökk
upp við hvað lítinn ys sem var
og fanst stundum eins og eg
mundi missa vitið. Eg reyndi
lækna án árangúrs.
“Vinur einn ráðlagði mér Dr.
Ohase’s Nerve Food og það með-
al var ekki lengi að láta til sín
taka. Mér batnaði talsvert þeg-
ar af fyrstu öskjunni og eftir
að hafa Lokið úr tólf, var eg orð-
in heil heilsu 0g laus með öllu
við hinar óþægilegu tilfinning-
ar, sem taugaveikluninni
fylgdu. Eg ar ávalt reiðubúin
til þess að mæla með þessu á-
gæta meðali.”
Dr. Chase’s Nerve Food, 50 c.
askjan, hjá öllum lyfsölum eða
Edmanson, Bates & Co. Ltd.,
Toronto.