Lögberg - 22.03.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.03.1923, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MARZ, 1923 Jögberg GefiÖ út hvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str.. Winnipeg, Man. Talaiman N-6327 oé N-6328 Jón J. Bíldfeli, Editor Utanáskrift tíl blaðsins: THE COIU^BIA PRESS, Ltd., Box 3172, Wlnnlpsg, N|an- Utanáskrift ritstjórans: EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, IV|an. The “LCKberg^' is prlnted and published by The Columbla Prees, Limited. in the Columbla Block, S53 t> S57 Sherbrooke Street, Wlnnipeg, Mapitoba Tímarit^ Þjóðrœknisfélags Islendinga. Fjórði árg-angur þess rits, er nýkominn út og flytur margbreytilegan fróðleik. Efni þess má skifta í fimm kafla. I. ljóð; II. ritgerðir; III. sögur; IV. þingtíð- indi frá þriðja ársþingi félagsins; V. félagaskrá. Ljóðin sem mikið er af í þessu hefti, eru öll eftir vestur-íslenzk skáld. Stephan G. Steph- ansson á þar fimm; “Martius”, “Nift Nera”, “Afi og amma”. “Galílearnir”, “Lengst lafandi lauf.” porsteiryi p. porsteinsson fimm: “Til braut- ryðjandans,” “Heiðir eru heimar”, “Bæn sóldýrk- andans,” “Skammdegiskveld”, “Á vélastöðum.” Frú Jakobína Johnson eitt: “Melkorka við lækinn”. Gísli Jónsson “Fardagar”. Einar P. Jónsson “Hafið”, og Nýjársvísur”, eftir Guð- rúnu pórðardóttir frá Valshaonri. — Fjórtán alls — stóitnikið ljóðasafn og sumt af því ágætlega gott, svo sem kvæðið “Martíus”, eftir St. G. Stephanson, sem ef til vill er það snjallasta, sem hefti þetta flytur. Hugsunin er þróttmikil, myndirnar, sem skáldið dregur, skýrar og bún- ingurinn fagur. Kvæði iþetta eru “Bjarka- mál sólskinsdaga”, eða sólskins hugsana þeirra, er bera fyrir sálarsjón skáldanna á herferð þeirra gegn því illa og óhreina í lífinu,—vorið í lífi mann- anna, sem eins og vorið í náttúrunni bræðir klakabönd vetrarins, kveikir, eða þroskar nýtt líf, nýjan gróður, nýja fegurð. líkar vor-vonir sér skáldið stefna beint til “Bjanmalands” í framtíð, “Girtar megingjörð morguns, mannprýði og sann- leiks.” Kvæðið “Melkorka við lækinn”, eftir Frú Jakobínu Johnson, er þítt og áferðarfallegt, eins og flest það, sem vér höfum séð eftir þann höf- und. Yrkisefnið, sem hún velur sér í þetta sinn, er erfitt viðfangs, sökum þess, að flestir íslend- ingar geyma í huga sér myndir af merkis við- burðum og glæsimennum sögu sinnar, vanaleg- ast í töfra umgjörð löngu liðinnar tíðar, og því erfitt að draga myndir af þeim viðburðum svo þær ekki líði skaða við og í sannleika, ekki fært nema sniillingum. Mrs. Johnson hefif tekist að fara svo með þetta atriði úr LaxdæJu, að myndin af Melkorku verður skýrari í huga vorum eftir en áður, og er þá tilganginum náð, að minsta kosti að nokkru leyti. Af Ijóðum porsteins p. porsteinssonar, er smákvæðið “Bæn sóldýrkandans” bezt kveðið, hugsun í því er eðlileg og ó'þvinguð og fallega sagt það sem skáldinu býr í brjósti. Fardagar , eftir Gísla Jónsson. Margt er vel sagt í þessu kvæði, og yrkisefnið er stórt — lífið ævarandi fardagar — ellin að ríða úr garði, en æskan í hlað. Einar P. Jónsson yrkir um hafið fallegt og velort kvæði, þó á því sé nokkur þunglyndis- bragur. II. Ritgerðimar eru sex talsins. Signýjarhár- ið, eftir séra Magnús Helgason. — Gullfallegt erindi, heilbrigt og í mesta máta tímabært, sem allir ættu að lesa og festa sér í minni. “Sjúkrahjúkrun og lækningar feðra vorra”, eftir Steingrím læknir Matthíasson, er yfirlit yf- ir framþróun lækninga og hjúkrunarfræði ís- lenzlku þjóðarinnar; fróðlegt og skemtilegt er- indi. Framsetningin er skýr og málið létt og Jaðandi en eícki getutm vér varist þeirrar hugs- unar, að sumar af gömlum lækninga aðferðum og meðulum, sem þar er sagt frá, sé lítt til þess fallið, að glæða virðingu þeirra yngri vor á með- al fyrir þjóðræknismáluim, og oss finst, að sumt af því góðgæti, hefði jafnvel mátt missa sig sem þar er haldið upp að vitum imanna. “Móðir í austri”, heitir ritgjörð, eða erindi sem porsteinn p. porsteinsson ritar; ein sú ang- urgapalegasta ritgjörð, sem vér minnumst að hafa séð í langa tíð. Aðal hugsun þeirrar grein- ar, er að benda móðurinni í austrinu á, að safna hinum vestrænu börnum sínum undir vængi sér — flytja alla Vestur-íslendinga, unga og gamla, heim og gróðursetja þá í íslenzkum jarðvegi. Um þessa hugsun höfundarins er ekkert að segja, hann er frjáls að henni, og þeir seim með honum halda því fram, þó dálítið sé erfitt að sjá, hvernig að það sé framkvsdmanlegt, og þó það væri, þá er stórt spursmál í vorum huga, hvort her er ekki um hið stórkostlegasta Jokaráð að ræða, þó höfundurinn gjöri þetta í bestu meiningu, en að þessu sinni skal hér ekki deilt ujm það. En það er annað í sambandi við iþessa grein sem vér getum ekki látdð orðalaust fram hjá fara, og það er það, sem höfundurinn réttir að ein- hverjum óþektum manni eða mönnum í hópi Vest- ur-íslendinga, í sambandi við þessa hugsun sína. ^ Sjöunda kaflan 1 þessari grein sinni, nefn- ir hCTundur “Svilcarinn”. pennan svikara seg- ir hann, að fólk hinnar íslenzku kirkju hafi smurt — vígt, til þess að tala máli móðurinnar í austri, en að hann gangi hér um í búðum mang- aranna og selji “gullhörpu” Hallgríms Péturs- sonar fyrir “hljómvélar, seim spili enska valza”. En “silfur klukku” Jóns biskups Vídalíns selji hann af hendi gegn uppboðshamri, er nota eigi, þegar sálir safnaðanna verða seldar og ættartanga foringjans falJna, sem hann feli und- ir skikkju sinni, selji hann fyrir langsög, sem fletta eigi ættstofninum (íslendingum) vestra að endilöngu. Hver er sá á meðal Vestur-íslendinga, sem þetta aðhefst? Hví segir höfundurinn ekki til nafns svikarans, svo fólk geti varað sig á honum, og hann sjálfur fái borið hönd fyrir höfuð sér gegn þessum þrælslegu ákærum. Velsæmi Vestur-fslendinga og drengskapur höfundarins sjálfs krefst þess, að hann opinberi nafn þessa svikara. “Að brúa hafið”, heitir ritgerð, eftir Dr. Jóihaímes P. Pálsson skarplega rituð og vel hugs- uð, og er þar bent á eitt af þarfa málum Vestur- fslendinga, sem hefði átt að vera komið í fram- kvæmd — sameiginlegt heimili *— miðstöðvar- heimili, sem allir Vestur-íslendingar ættu, og gætu mæst á. En eru ekki líkurnar alt af að verða meiri og meiri fyrir því, að þeim sé ekki unt að eiga nokkuð sameiginlegt ? Framh. I rannsóknarstofum vísindanna. Framþróun þekkingar í líffræði. Um þá grein vísindanna, héldu þrír fyrir- lestra, Jaques Ixieb frá Chicago og doktorarnir MacDougald og Spoehr frá Camegie - stofun- inni í íWashington. Loeb, sem er nafnkunnur eðlisfræðingur við Rockefeller stofnunina í Ch1- cago, hefir einkum tekið sér fyrir hendur, að rannsaka efnafræðilegu hlið þeirrar greinar, með það fyrir augum, að sanna að alt Jíf og /ram- þróun þess, verði til og þróist fyrir samblöndun efna. Enn er iþetta ekki nema ímjmdun, en í- myndun, segja sumir fræðimenn, sem hefir feng- ið nokkra áhangendur, og verði þess vegna að takast með í reikninginn þegar ræða er um fram- sókn.manna á hinum ýmsu sviðum vísindanna. Hinir doktorarnir tveir, töluðu um málið frá alt öðru sjónarmiði, því tilraunir þeirra höfðu stefnt í alt aðra átt. peirra aðal umhugsunar- efni var ekki lífið sjálft, heldur efnabreyting sú hin mikla og sívarandi, sem fram fer í ríki jurt- anna. y Með /þá hugsam í huga, að á endanum verði unt að nota afl það, sem falið er í efna- breyting þeirri til framleiðslu við nauðsynlegar iðnaðar framkvæmdir mannanna. Rökfærsla þeirra, er á þessa leið: “Plantan, eins og alt sem lifir, er nokkurkon- ar verksmiðja, sem fær afl sitt með því að draga að sér efni, kolsýru úr loftinu, en afl frá sól- unni. Hvernig dregur plantan aflið að sér frá sólunni og karbólsýru-efnin úr loftinu og hag- nýtir sér iþau? pað sýnist vera sennilegt, ef að menn þektu þá aðferð, að þá gætu menn hagnýtt sér hana til framleiðslu í stærri stíl en á sér stað hjá plönt- unni, til þess að framleiða ódýrt orkuafl, sem að eilífu verður mönniRm lokuð bók nema því að- eins að þeir læri að þekkja aðferð þá, sem plönt- urnar hafa til þess, að vinna þessi efni og gera þau sér undirgefin. Stjörnufræðis-athuganir. Á síðastliðnu ári hefir það iþótt hvað merki- legast í framsókninni á því sviði vísindanna, að verkfæri er fundið til þess, að mæla imeð hita, sem himin hnettirnir gefa frá sér. Verkfæri þetta hefir Dr.'Coblelptz fundið upp, sem gjörir athuganir sínar í sambandd við United States Bureau of Standards. Verkfæri þetta er svo næmt, að algengt kerta- Ijós, sem er í tveggja mílna fjarlægð, hefir áhrif á það. Verkfæri þetta minnir á orðróm, sem barst út á stríðsárunum, nefnilega þann, að mað- ur í Bandaríkjunuim hefði fundið upp verkfæri, sem Kkamshiti manns hefði áhrif á, þó maður- inn væri í 200 faðima fjarlægð, og sem varnaði því að óvinaher, sem í skotvígjum sæti, gæti komið mönnum á óvart. pað sem erfiðast er í sambandi við að mæla hita hnattanna með þessu verkfæri, er að fá rétt jafnvægi á milli hita þess, sem hnettimir sjálf- ir gefa frá sér og iþess, sem þeir fá frá sólinni, en þegar það ér fengið, er hægt að segja nokk- um veginn nákvæmlega uan hita þeirra, og er hætt við að þeir sem gjöra sér von um líf á þeim, verði fyrir vonbrygðum þegar það er fundið. Nokkuð var talað um vígahnetti, og þá trú manna, að þeir séu glóandi heitir og sýnt fram á, að sú trú manna hefði ekki við neitt að styðjast — að þó að mönnum sýndust þeir vera glóandi þegar þeir klyfu loftið með geysihraða, þá væru þeir í rauninni ískaldir, nema yzta skorpan, sem hitnaði af mótstöðu þeirri sem þeir mættai á ferð- sinni í gegnum loftið. Ryð í Hveiti. pessi óvinur bændanna, sem lagt hefir und- ir sig land þetta frá hafi til hafs, og eyðilagt upp- skeru á stórum svæðum og hundruð miljónir dollara ár frá ári, er undur smá baktería, sem festir sig á blöðum og stöng hveitiplöntunnar og í öllum tilfellum dregur stórkostlega úr vexti hennar og í fjölda mörgum eyðileggur hún hana með öllu. Um tilraunir vísindamanna í Bandaríkjum til þess, að ráða bót á þessum vandræðum hélt Dr. E. B. Mains frá Purdue fyrirlestur. Kvað hann verkefni það ekki létt, þar sdm uim tvö hundruð tegundir hveitis væri að ræða og tólf tegundir af þessum ryðbakteríum. En þrátt fyrir það lýsti hann yfir því, að engum vafa væri það lengur bundið að takjast imundi að ráða nokkra bót á þessu þó óvíst væri að nokkurn- tíma findist sú tegund hveitis sem óhult væri fyrir öllum tegundum ryðsins. En hann sagði að í einu héraði fyndist ald- rei meira en frá þremur til fjórum tegundum af ryði, og að það mundi takast að finna hveiti- tegund sem þær tegundir hefðu engin áhrif á. Ekki vissi hann hvað mörg eða hvað víðáttu mikil þau héruð væru, sem hinar sameiginlegu ryðtegundir væri að finna í, en hvort heldur þau væru mörg eða fá, þá yrði að framleiða sérstaka hveititegund fyrir hvert þeirra. Á þenna hátt sagði Dr. Mains, að menn gætu vonast eftir úr- lausn á þessu vandamáli. Hljóðberi. í sambandi við umræður um fyrirlestur er Dr. S. D. Townley hélt um landskjálfta, barst í tal uppfyndning ein, sem gerð var þegar neðan- sjávar-hernaðar pjóðverja ógnaði mönnum mest. pá var það lífsspursmál, að geta á einhvern hátt fundið kafbátana í hafinu, og hugvitsmenn þjóð- arinnar sáu þá einu úrlausn málsins, að reyna að finna upp verkfæri, sem gæti sent hljóðöldu í gegnum sjóinn, þá hlyti hún að reka sig á neð- ansjávar bátana, snúa þar aftur og berast að móttökuverkfæri, sem sýndi hvað lengi að hún hefði verið á leiðinni, og þá líka, hvað kafbátarn- ir væru langt í burtu og í hvaða átt. Áður en þetta verkfæri var fullgert, var stríðinu lokið, en mælingamenn stjórnarinnar við herinn tóku að hugsa um iþetta mál, og fanst að ef þessar hljóðöldur gætu sagt til kafbáta í hafinu, þá gætu þeir samkvæmt sama lögmáli, sagt til sjávarbotnsins og fóru að rejjfia það, með þeim árangri, að nú er stjórn Bandaríkjanna að láta kanna sjávarbotninn meðfram California- ströndinni með hljóðöldum, í stað línu og sökku, sem áður var notað, og er þessi nýja aðferð miklu auðveldari og kostnaðar minni. Að heiman. Félag Vestur-íslendinga í R'eykjavík, er nafn á nýjum félagsskap, sem stofnaður var þar 28. nóvember síðastlðinn. pað lágu hér í loftinu tildrög til slíks félagsskapar, ekki þurfti nema litla blaðagrein til þess, að 50 manns kæmi saman, setodu lög og mynduðu félagsskap með sér. Eg hefi verið riðin úið ýmsar félags- stofnanir, en enga þar sem einhuga áhugi hefir komið jafn'greinilega fram. pað var eins og menn þeir, sem fundinn sóttu ættu ótal sam- eiginleg áhugamál, þó þeir hefðu lítil kynni hver- ir af öðrum. pað sem var sameiginlegt fyrir okkur öll var, að við höfðum dvalið vestan hafs, sum lengur og sum skemur. Um tilgang félagsstofnunarinnar kotm öllum saman: a) að auka og efla viðkynning þeirra fs- lendinga, sem dvalið hafa vestan hafs, (í Banda- ríkjunum eða Canada), b) að leiðbeina þeim er kynnu að fara vestur um haf, án þess þó á eimn eða annan hátt að hvetja til búferla-flutninga vestur; d) að leiðbeina þeim Vestur-fslendingum er kynnu að koma hingað heim og leiðbeiningar þurfa. I Fjórir heiðursfélagar hafa þegar verið kosn- ir: prófessor Sveinbjörn Sveinbjörnsson og frú hans, og listamaður Einar Jónsson og frú hans. Fundir hafa verið tíðir í félaginu síðan það var stofnað. Prófessor Sveinbjömsson hefir leikið og sungið og stundum allir “verið með”. Fundir hafa venjulega byrjað með að syngja: “Ó guð vors lands”. Á fyrsta fundinum sem haldinn var eftir félagsstofnunina, var Svein- björnsson svo hrifinn af að heyra þjóðsönginn sunginn fjórraddað af konum og körlum, sem þarna stamdu saman röddum í fyrsta sinn, að hann sagði, að engin þjóð í heimi væri svo söng- gefin, sem Vestur-íslendingar. Hann gat þess einnig, að gaman væri að ís- lendingar vestra vissu, að hann væri á samkomu í félagsskap, sem stofnaður væri af þeim, sem dvalið höfðu vestan hafs. pað minti hann auð- sjáanlega á þær mörgu ánægjustundir, sem hann hefði haft með íslendingum í Ameríku, þau ár sem hann dvaldi þar. Eitt af því sem styrkir bróðurbandið innan félagsskaparins er, að allir þúast, og halda þar við þeim sið, er Vestur-íslendingar hafa tekið upp og sem flestir Austur-íslendingar hafa kunn- að vel við, er þeir ferðuðust um á meðal landa vestra, þó erfitt sé að halda honum þegar heim kémur, þó menn vilji. Enn sem komið er hafa fundir verið mest viðkynninga og skemtifundir, en gjört er ráð fyrir að áhugamál af ýmsu tagi verði tekin til umræðu, þó með þeim fyrirvara, að pólitísk flokkamál eigi þar ekki friðland. Allir eitt á að verða kjörorð félagsins í reynd- inni. Amtmannsstíg 5, Reykjavík, Hólmfríður Árnadóttir. í sambandi við bréf ungfrú Hóhnfríðar Ámadóttir, sem vér þökkum, mætti geta þess, að stjórn “Félags Vestur-íslendinga” í Reykja- vík skipa nú iþessir: Guðmundur Sigurjónsson forrnaður; Hólmfríður Árnadóttir ritari og Guð- rún Jónasson gjaldkeri. Á meðal þjóðkunnra manna og ‘kvenna, sem í félaginu eru, eru frú Stefanía Guðmundsdóttir leikkona, séra Friðrik Friðriksson, séra Bjami pórarinsson, Baldur Sveinsson ritstjóri og séra Jakob Kristinsson, Steingrímur Arason kennari og ýmsir aðrir mæt- ir menn og konur. , Tilgangur félags þess, er að vera milliJliður á milli Austur- og Vestur-fslendinga; veita upp- lýsingar þeim, sem þess þurfa og greiða götu þeirra Vestur-íslendinga, sem heim koma og þess æskja. Vér Vestur-íslendingar megum vera þessu- fólki öllu, þakklátir fyrir framtakssemi þess og velvilja í okkar garð, og það getur verið þess full- víst, að Vestur-íslendingar væru fúsir að taka í bróðurhöndina sem þannig er fram rétt. Ritstj. Látið Peninga Yðar á óhultan stað Þér getið ekki tapað þeim pening- um, sem vér geymum fyrir ySur. AuSur og festa The Royal Bank of Canada eru trygging fyrir aftur- borgun meS vöxtum nær sem er. THE ROYAL BANK fpS O F CANADA Ástœðurnar fyrir því aC hugur íslenzkra bænda hnegist til Canada 35. Kafli. Sambandsstjórnin . hefir í Al- berta, útmælt svæSi til skemti- garða (Parks), er nema 4,357,660 ekrum. Eru þau Ikölluð Jasper, Rocky Mountain, Waterton Laks, Buffalo, Elk Island og Antelope. Jasper svæðið er um 2,816,000 ekrur en Antelope skemtigarðs- svæðið 5,020. Skemtigarðar hafa stórmikla þýðingu fyrir þjóðfé- lagið. Eru þeir fyrst og fremst til hvíldar og eins eykur blóm- skrúð þeirra mjög á fegurðartil- finningu »fólks og ást þess á dýrð náttúrunnar. Draga svæði þessi árlega að sér ^mikinn straum ferðafólks, einkum þó frá n^- grannaþjóðinni — Bandaríkjum. Allmikið af ferðafólki heimsækir Canada að sumrinu til ibæði frá Norðurálfunni og eins úr Aust- urlöndum. Jasper Park liggur meðfram aö- albraut þjóðeignakerfisins — Can- adian National Railways, um 260 mílur vestur af Edmonton borg. Getur þar að líta fljót og stöðu- vötn, skóga og hið fegursta fjall- lendi. Streymir þangað fjöldi fólks að sumrinu til, og skemtir sér við fjallgöngu og veiðar. Rocky Mountain Park, þar sem Banff liggur, er ein af þeim stöð- um, sem hafa dregið að sér mesta athyglina. 4 Er hann um 80 mílur fyrir vestan Calgary. Ber þar fleira hrífandi fyrir augu, en í nokkrum öðrum skemtigarði á þessu mikla meginlandi. Nátt; úrufegurð er þar óviðjafnanleg. Stór og ihagkvæm gistihús er þar að finna, með öllum þeim nú- tíðarþægindum, er hugur ferða- mannsins frekast fær ákosið. Eru þar heitar laugar, sem mjög eru notaðar til heilsubóta. pyrp- ist fólk þangað úr öllum áttum, einfeum það, er af gigtveiki þjáist. Buffalo Park, senx liggur við Wainwrigt, tekur yfir meira en hundrað þúsund ekrur. Er þar mikið af allskonar dýrum. Eru þar nú um fjórar þúsundir af Buffalos og auk þess mikið af elks. Waterton Park, 270,720 ekrur að ummáli, liggur í suðvestur- hluta fylkisins, er landslag og út- isýni þar hið ajllra fegursta. Sækir j þangað mjög fólk frá Lethbridge, Macleod, Pincher Creek, Cardston og fleiri bæjum og bygðarlögum. Er þar mikið af ám og vötnum og skemtir fólk sér þar við siglingar, róðra og veiðifarir. Elk Island Park, er fullar 10, 000 ekrur að ummáli. Er þar mik- ið um elkdýr, músdýr og Cari- bou, en lítið um buffalos. Svæði þetta liggur í grend við Lamont. Antilope Park liggur í suðvest- urhluta fylkisins., Er þar tals- vert af AntilópuJhjörðum. Samgöngur í Alberta-fylki, eru upp á það allra toesta. Megin- braut C. P. R. félagsins liggur um þvert fylkið gegnum Calgary. Aukalína frá Moose Jaw, liggur norður og suður til Lacombe. önnur braut, er liggur um Saska- toon, tengir Edmonton við Winni- peg. Einnig hefir C. P. R. linu, er tengir fylkið við Great Falls og Montana og innan skamms verð- ur fullger önnur járnbrautar- lína, er tengir saman Lethbridge og Weytourn. Línur þjóðeignakerfisins — Can- adian National Railway, er áður j nefndist Ganadian Northern og Grand Trunk Pacific, liggja einn- ig þvert um fylkið, gegnum Ed- monton. Aukalína tengir sam- an Saskatoon og Calgary og önn- i ur er nær til Fort Murry við} Lower, Athabaska, frá Edmonton. I Báðar meginlínur þjóðeignabraut- j anna liggja um Edmonton og j Calgary. Einnig hefir félagið margar hliðarálmur, er liggja inn í flest akuryrkju og námuhéruð- j in. Edmonton, Dunvegan og Brít- isih Columhia járnbrautin gengur frá Edmonton til Spirit River, til afnota fólki því, er -býr sunnan megin Peace árinnar. Frá Mc- Lennan ibænum liggur járnbraut- arlína norður til Peace River og yfir um ána, til mikilla hagsmuna fyrir fólk, er að norðan og vest- an býr og þá sem þangað kunna að flytjast í framtíðinni. Fylkisstjórnin hefir alla jafna látið -sér næsta umhugað um, að baata samgöngurnar, svo bændur hefðu sem allra greiðastan gang að markaði fyrir vörur sínar. -Héraðsvegi er stöðugt verið að leggja og er ibúi-st við að notkun tjörusands úr Athabaska héraðinu til ofaníburðar, muni hafa mikil og góð áhrif á vegalagningar og viðhald vega. í viðbót við það, sem fylkis- stjórnin og stjórnir -hinna ýmsu sveitarfélaga leggja til vegabóta leggur sambandsstjórnin fram all-mikið fé til lagningar þjóðvega og viðhalds (þeirra. Fjórir þess- ara aðalvega liggja frá austri til vesturs. Einn liggur um Medi- cine Hat og fylgir aðallínu C., P. R. félagsins um Calgary, og Banff til British Columbia; annar frá Crow’s Nest Pass ; hinir ná lengst inn í fylkið um Lacombe, Weta- skiwin o gEd-monton. í norður og suður liggja þjóðvegir frá Atha- baska, um Edmonton, Calgary og Lethbridge, alla leið til Coutts. Símakerfið er eign stjórnarinn- ar, eða fylkisibúa. FirMínur liggja frá Coutts til Athabaska og frá borgum austurfylkisins, til Banff og Entwistjje. Veita línur þessar not fólki á 75,00 fermílna svæði, þar sem íbúatalan er um 600,000. Firðlínurnar eru til samans um 25,000 mílur á lengd. Alls eru 719 bæir í fylkinu er not hafa af símasamböndum þessum. Yfir 40,000 þúsund símaáhöld eru í notkun einstakra manna, þar af eru 12,000 á bændaheimilum. Bæði járnbrautarfélögin, Can- adian Pacific félagið og Can- adian National Railways, hafa sín eigin ritsímakerfi. peir lesendur Lögbergs, er æskja kynnu frekari upplýsinga uiaa Canada, geta snúið sér bréflega til ritstjórans, J. J Bíldfells, Col- imbia Building, William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Mani- toba. Góður drengur dáinn Magnús H. Helgason. Aðfaranótt mánudagsins þ. 5. febr. andaðist á spítala í Bolling- ham, Wash., pilturin-n Magnús Helgi Helgason. Dauða hans bar mjög óvænt að, því þangað til tveimur ti'l þremur klukkutímum fyrir andlát sitt kendi hann sér einkis meins og var við góða heilsu. Hann var staddur í Belling- ham að kvöldi sunnudagsins þ. 4. febr., ásamt systur sinni og fleira af ungu fólki. En áður en það lagði af stað heim, um kil. 11. og þrjátíu, fór það inn á matsöluhús þar til að fá sér hressingu. Magn- ús heit. var sá eini af hópnum, seim neytti oláuberja (olives) þeirra sem fram voru borin, og er álit lækna, að þau hafi verið ban- eitruð, því að svo sem tíu mínút- um eftir að bann neytti þeirra kvartaði hann um innvortis þraut- ir. Hann var þá kominn á stað hei-m, í bifreið með systur sinni og vinum þeirra. Undir eins var þá snúið til -baka og læknis leitað, og aðeins svo sem tuttugu

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.