Lögberg - 13.09.1923, Síða 6
xJis. e
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
13. SEPTEMBER 1923.
Barónsfrú Mainau.
Eftir
E. Marlitt.
Með skjálfandi höndum tók hún þegjandi
keðjuna af hálsi sér og fékk honum hana.
pessi litli skrautgripur var þannig gerður,
að >að var sem hann væri kveiktur saman: bað
var hvergi unt að finna neina læsingu. Mainau
tók upp vasahníf sinn og með því að smeygja
blaðinu inn á miili, þar sem hylkið var sett sam-
an, gat hann opnað lokið, sem var mjög þunt.
Þar lá pappírsblað, er hafði verið brotið sam-
an ovandlega, en þó svo, að vorugt innsiglið
hafði haggast; sennilega hafði indverska konan
lagt það svona eftir að hiín hafði kyst blaðið.
“Þessi innsigli, sem eru svo einkennilega
óyggjandi, hljóta að vera alger fullnaðarsönnun
fyrir mig, rétt eins vel og þig, frændi; og þú
hefir sjáltsagt sagt, að slíkt innsigli hefði meira
gildi fvrir þig heldur en eiginhandar undir-
skrift. ”
Dróttsetinn svaraði engu; það heyrðist
ekki hljóð frá vörum hans.
“Það sem sýnist vera galli í steininum,
kemur hér mjög vel í ljós. Á morgun við dags-
• ljósið, getum við skoðað myndina af manns-
höfðinu .... Og hér að neðan er dagsetningin
tviundirstrikuð: “Ritað á Schönwerth þann
10. september.”
Hann lagði hendina eitt augnablik yfir
augun, svo braut hann sundur blaðið. “Það er
skrifað til mín,” sagði hann hrærður í huga....
Hann f.erði sig nær lampanum og las innihald-
ið með liárri rödd.
Hinn deyjandi maður byrjaði með því, að
gera þá yfirlýsingu, að hann væri fangi bróður
síns og prestsins sökum sinna lömuðu líkams-
og sálarkrafta. Hann hefði, þrátt fvrir sítiii
ranga grun um, að indverska konan væri «ér ó-
trú, viljað minnast hennar í erfðaskrá sinni; en
alt sem unt væri að gera, hefði verið gert til
þess að hindra það; jafnvel lækninum hefði ver-
ið mútað og hann. hefði ávalt gengið fram hjá
ósk sinni um að sett væri nefnd með fullu valdi
til ]>ess að annast um eignirnar, eins og hún
væri óráðshjal.
Allir hefðu um þessar mundir gert sér alt
far um að gera sem stærst í augum sínum brot
konunnar, sem hann var búinn að hafna, og
sýna fram á siðleysi hennar og hversu glæpsam-
legt alt samband hans við hana hefði verið.
Hann hefði svo af þrekleysi og vegna þess, að
hann hefði verið hræddur, unz hann stundum
hefði verið viti sínu fjær, látið undan þeim. . . .
En n úvissi hann, að hann hefði verið svikinn
á svívirðilegasta hátt. Hann vissi, að sér hefði
fæðst sonur, en að því hefði verið haldið leyndu
fyrir sér. Hann vissi enn fremur, að bróðir
sinn hefði ofsótt konu þá, sem hann elskaði,
með óstjórnlegum ofsa, og hefði revnt að svifta
hana allri arfsvon, til þss að ná henni á sitt
vald. Meðal allra þeirra fanta, sem hefðu hald-
ið sér eins og^í járngreipum, virtist ekki vera
einn einasti, sem hefði nokkra minstu með-
aumkun; en nú á þessu augnabliki, er honum
fyndist hann vera svo yfirgefinn, myndi hann
vel eftir bróðursyni sínum, hinum unga og ó-
stýriláta, en göfuglvnda. Hann sneri sér því
nú til hans með sína síðustu bón, er hanu vissi
að dauðinn væri fyrir höndum. Hann skoðaði
það þar að auki skyldu sína, að gera kunnugt,
að indverska konan væri, þrátt fyrir alt, sem
um hana hefði verið sagt, heiðarleg og flekk'
laus manneskja, og að hún hefði ekki verið
dansmær, eins og um hana hefði verið sagt, er
hann komst í kynni við hana. Hann viður-
kendi enn fremur, að Gabriel væri sonur sinn
og sárbændi bróðurson sinn um að taka í síha
vernd barnið og móður þess, sem væru ofsótt,
og hjálpa þeim til þess að ná rétti sínum, þann-
ig, að óskertur þriðji hluti af öllu því, sem hann
eftirléti, félli í þeirra hlut og að drengurinn
yrði látinn bera nafn föður síns.....Hin trú-
verðuga kona, frú Löhn, ætti, svo allrar varúð-
ar skyldi gætt, að afhenda bróðursyni hans
skjalið, sem hann vildi gera eins gildandi og
framast væri unt, með því að fá sínum “rækt-
arlausa bróður” í hendur smaragðshringinn,
sem hann innsiglaði það með.
“Gott! gott! Hann lýsir mér heldur en
ekki á hrósverðan hátt, flækingurinn sá arna;
það eru þakkirnar, sem eg fæ fvrir mína ó-
þreytandi umönnun, fyrir allar andvökunæt-
urnar, sem eg hefi setið við rúm hans,” sagði
dróttsetinn, og andlit hans skalf um leið og hann
stóð upp. Mainau stakk blaðinu í brjóstvasa
sinn. “Hann var sami skálkurinn, alveg fram
í dauðann, og þessar tvær lygadrósir hafa getað
gert hann æran. . . . Svei, eg er bara gramur
yfir því, að þessi herjans kvensnift, frú Löhn,
skuli hafa vogað sér að ginna mig.’ ’
Mainau gekk burt frá honum. Hann vildi
sýna, með því að gefa honum engan gaum, að
hann skoðaði öllu sambandi sínu við þennan
“heiðarlegasta meðlim ættarinnar’ ’með þessu
lokið.
“A eg að leggja þetta fram á morgun sem
umboðsmaður hins framliðna Gisberts von
Mainau — fyrir réttinum?” Hann benti á
brjóstvasa sinn.
“Nú, maður verður að athuga það — eg
hefi líka skjöl. Það sýnir sig á sínum tíma,
hvor sigrar, hvort það verður J>ú með þennan
pappírssnepil, eða kirkjan með skjalið, sem
liggnr geymt í gripaskríninu. Hirðpresturinn
er hér enn og það er annað vitni til en frú Löhn,
ráðskonan! . . . . Hm, eg get trúað, að þetta
skrítna blað, sem þú hefir lagt við hjarta þitt,
gæti valdið þér meiri vandræðum en þig grun-
ar.....En nú sem stendur, er bezt fyrir þig,
að líta eftir þessari konu þarna! Þessar sví-
virðilegu lygar, sem hún hefir komið af stað,
virðast hafa reynt töluvert á hana.”
Meðan Mainau var að lesa skjalið, hafði
kuldahrollur farið um Líönu hvað eftir annað.
Henni fanst stofan vera full af blóðlitaðri þoku,
sem bylgjaðist of afmyndaði andlit dróttset-
ans, er sat beint á móti henni og var alt annað
en rójegur. . . . En alt í einu var sem ísköldu
vatni væri steypt yfir hana og henni sortnaði
fyrir augum. Hún reyndi að brosa, en brosið
varð að krampakendum dráttum; hún rétti
fram hendurnar í áttina til Mainaus, rak upp
hátt hljóð og féll meðvitundarlaus í faðm hans.
.. . . Fimm mínútum síðar lagði vagn af stað til
bæjarins, til þess að sækja lækninn. Húsfrevj
an í Schönwerth var fáí-veik.
28. Kapítuli.
Yndislegir, sólbjartir haustdagar liðu yfir
Schönwerth-dalinn. Loftið var varmt og milt
og fult af angan blóma og fullþroskaðra ávaxta.
Yínviðurinn breiddi blöð sín, rauðbrún á lit,
yfir gráa múrana og súlumar fyrir framan
höllina.
Fyrir tveimur gluggum á neðsta lofti voru
blá gluggatjöld, sem voru dregin þétt saman;
einn gluggi stóð opinn, svo að golan gat við og
við þrengt sér inn á milli þungu silkitjaldanna
og sólargeislamir gátu skinið inn í hálfrökkrið
og varpað ljósi á gullnu hárflétturnar, sem
hvíldu á hvítum svæfli.
Þar hafði staðið yfir barátta milli lífs og
dauða í margar vikur, um hina ungu, má!tt-
förnu konu, sem lá þar sjúk. Læknarnir voru
nýfarnir að vona, að lífið mundi bera sigur úr
býtum, og nú þegar sólargeislarnir skinu aftur
á brjóstið, sem varla bærðist, lyftust hin björtu
augnahár og fyrsta augnatillitið, sem bar vott
um meðvitund, braust framúr sljóu maugunum.
Þetta augnatillit hitti manninn, sem sat
við fótagaflinn á rúminu. Hann hafði verið
þar ávalt síðan að hann lagði hana meðvitund-’
arlausa í rúmið. Hér hafði hann, sem alt fram
að þessu hafði lifað í nautnum, í fyrsta sinn
reynt hina ólýsanlegu sálarkvöl, sem kemur
manni til að óska sjálfum sér dauða, er maður
situr við sjúkrabeð, vegna þess að hver taug í
líkama manns kvelst og maður býst við að hin
dimma nótt sorgarinnar sé fallin yfir um leið
og hjarta þess, er þjáist, hættir að slá.
Hefði einhver sagt honum, er hann stóð í
kirkjunni í Rudisdorf og heyrði þessar varir
játast sér, án þess að gefa því nokkurn gaum,
að hvert hljóð, er þær hvísluðu síðar, rnundi
fylla sál hans með ósegjanlegri sælutilfinning,
þá hefði hann skoðað það sem hina fráleitustu
fjarstæðu........Hann dró að sér höndina,
granna og mjúka, og þrýsti kossi á hana, svo
lagði hann fingur á munn sér. Sjúklingurinn
leit í kringum sig og brosti; augu hennar ljóm-
uðu. Ófríð kona, með rautt hár og freknur á
andlitinu, færði sig nær rúminu hægt og var-
lega með skeið í hendinni, er eitthvert lyf var
í — það var systir hennar, Úlrika. Nóttina
hræðilegu hafði Mainau strax sent henni sím-
skeyti og beðið liana að koma, og hún hafði
verið þar^síðan og hjálpað honum. Hún, þessi
ófríða stúlka, sem var svo skynsöm, svo vilja-
sterk og umhyggjusöm eins og móðir, hafði
annast konu hans með stakri nærgætni. Engar
h^ndur nema hennar höfðu mátt snerta Líönu.
Þau bá.ðu hana bæði að tala ekki; en hún
hvíslaði brosandi: “Hvernig líður barninu
mínu?”
“Leó líður vel,” sagði Mainau. “Hann
skrifar á hverjum degi nokkur ástúðleg bréf til
sinnar veiku móður. Þarna liggja þau öll.”
“Og Gabríel?”
“Hann á nú heima hér í liöllinni og hefir
herbergi við hliðina á herbergi húskennarans,
sem er farinn að kenna honum. Hann bíður
með óþreyju eftir því að mega kyssa hönd hins
fagra verndara síns.”
Hún lokaði augunum aftur og féll í fastan
og endumærandi svefn.
Átta dögum síðar gekk hún í fyrsta sinn
innanum hergergi sín og studdist við arm
Mainaus. Það var síðasti dagurinn í septem-
ber og loftið var enn hreint og blátt eins og um
hásumar; aðeins einstaka visnað lauf féll til
jarðar. Rósirnar blómguðust enn og grasflöt-
urinn var grænn eins og á vori. Náttúran var
björt og fögur, eins og að hvorki væri til nótt
né vetur.
Hún stóð við glerhurðina í salnum og sagði:
“ó, Raoul, það er yndislegt að lifa og —”
“Og hvað, Líana?”
“Og elska,” sagði hún og hjúfraði sig upp
að brjósti hans. En á næsta augnabliki kiptist
hún við og það fór hrollur um hana. Hún
hlustaði. með hræðslusvip eftir hljóði utan úr
garðinum, sem var líkast sem það kæmi frá
vagni, er væri ekið.
“Þetta er Leó, sem er að aka með geit-
hofrunum sínum fyrir utan, ” sagði hann. “Það
er langt síðan völtrustóllinn, sem. fylgdi þér X
eftir nótt og dag, hætti að hreyfast hér í hölb
inni.”......Þetta var í fyrsta sinn, sem hann
hafði minst á þetta hræðilega efni, en hann beit
á vörina. “Eg verð að gefa þér upplýsingar,
en um fram alt verð eg að gera þig rólega, Lí-
ana. Læknirinn hefir leyft, að þér sé sagt frá
öllu; en mér er ómögulegt, að minnast á það
enn þá, og jafn ómögulegt er mér að koma í
indverska garðinn, þar sem þetta hræðilega at-
vik átti sér stað. Xílrika, hin vitra og hyggna
systir okkar, mun segja þér alt sem þú vilt og
mátt vita.”
Hún lá nú aftur í rúmi sínu. Silkitjöldin
hvelgdust eins og blás himinn yfir henni. Svo
margt sorglegt og ömurlegt hafði borið við síð-
an hún kom fyrst í bláa herbergið, að það hefði
verið nóg til þess að fylla heila æfi, en hún
afði orðið að þola það alt á fáum mánuum. Og
samt mátti ekki skorta hlekk í keðjuna, sem
smám saman hafði tendrað eldinn í tveimur
hjörtum, er í fyrstu voru orðin fjarlæg, en sem
að lokum knýttust svo fljótt saman. Hún gat
enn ekki litið djarflega og óhult á það, sem
liðið.var. Hún vissi enn ekki, hvað hefði komið
fyrir eftir að hún hneig niður frammi fyrir
dróttsetanum, er stóð og hótaði Mainau og
hæddist að honum með stökustu ósvífni og mik-
illæti. Myndin, sem hún hafði þá fyrir augum,
hafði brenst inn. í sál hehnar og lét hana ekki
hafa neinn frið.....Frú Löhn kom inn með
litla körfu, sem var full af vínberjum, er Mainau
hafði skorið sjálfur og sent þeim, og það af
limagarðinum, sem “tileyrði hirðdróttsetanum
einum”, sagði hún. “Það eru beztu vínberin,
sem- eru til í öllum garðinum; hann sendi her-
togaekkjunni ávalt þau fallegustu, og hin voru
seld dýrum dómum; baróninn litli, Leó, fékk
einu sinni ekki að smakka á þeim.”
Það var auðheyrt, að Mainau hafði sagt
henni hvað hún mætti segjr^ því hún talaði svo
hiklaust um fyrri tíma, sem alt til þessa hafði
verið stranglega bannað.
“Er gamli maðurinn ]>á farinn burtu frá
Schönwerth?” spurði Líana blátt áíram.
“Hann fór strax næsta morgun,” náðuga
frú. “Hann kom inn um nóttina úr súlna-
göngunum og þá var hann svo vondur og svip-
ljótur, að eg hefi nú bara aldrei séð hann eins.
Eg vissi vel^ hvar skórinn krepti að hnoum. Við
vorum öll í fordyrinu. “Nú, eftir hverju eruð
þið öll að bíða hér og á hvað eruð ]>ið að glápa?
Eg held helzt, að allur hópurinn sé hér. Farðu
upp til prestsins,” sagði hann við Anton, “og
segðu honum að eg vilji fá að finna hann undir
eins í svefnherbergi mitt.” Anton stóð graf-
kyr eins og myndastytta og hinir allir fóru að
hypja sig burt. “Nú, hvað er um að vera?”
spurði hann vondur. Og ])á sagði Anton hon-
um hvað hefði skeð og að hann gæti ekki sótt
prestinn, því hann væri lagður á flótta. Eg
stóð þar sem hann gat ekki séð mig. Eg gleymi
ekki þeirri sjón meðan eg lifi. Anton varð
að hjálpa honum til komast upp á loftið. Hann
háítaði ekki um nóttina, heldur lét niður alt sitt
dót. T\nsvar sinnum gekk hann að hurðinni,
lauk lienni upp og horfði inn í koldimma stof-
una, eins og hann gæti ekki öðru trúað, en að
sá krúnurakaði v-æri þar inni. Og um morgun-
inn klukkan sjö ók liann burt frá Schönwerth.”
“Hann er alveg einstakur ræfill, þéssi
hirðdróttseti,” sagði Úlrika, meðan frú Lölin
fór með nokkur vínber út þangað sem dreng-
irnir voru að leika sér. Leó keyrði enn geit-
iiafra sína, en Gabríel sat í vagninum. “Hann
einu sinni kvaddi ekki dótturson sinn; hann
hlýtur blátt áfram að hafa gleymt honum. Eft"
ir nokkra daga lét hann til sín heyra með því
að láta málafærslumann sinn heimta þriðja
hlutann af eignum Gisberts bróður síns. Schön-
werth verður selt. Mainau kemur hér aldrei
aftur, þegar liann einu sinni er kominn héðan
buj-t. Hann getur ekki þolað að sjá vatnið í
indverska garðinum. Til Frakklands fer hanrr
ekki að sinni; lrann ætlar að hafa eftirlit með
jarðeignum sínunr eftir því sem honum er unt.
.... Veiztu, góða mín, hvar jólaljósin verða
tendruð þetta ár? t hvíta salnum í Rudisdorf,
]>ar senr ])abbi gaf okkur jólagjafirnar okkar.
Mainau hefir tekið höllina og garðinn á leigu
um fleiri ár frá skuldheimtumönnunum. Þar
átt þú að fá fulla heilsu aftur. Eg fer þangað
á undan ykkur, til þess að koma öllu í lag. Það
er búið að panta ný lrúsgögn. Magnús hefir
skrifað mér, að Lena gamla hlaupi unr eins og
unglamb og ráði sér ekki fyrir gleði, út af því
að hinir gömlu, skemtilegu, “ ríkmannlegu ”
dagar séu aftur í vændrúrr.....Móðir okkar
verður ekki hjá okkur. Hún er rétt eins kát og
Lena; en það er vegna þess, að Mainau hefir
boðið henni að velja um að vera hjá okkur eða
eiga heima í Dresden; og hann ætlar að stand-
ast kostnaðinn. Hún var, eins og gefur að
skilja, ekki eitt augnablik í vaf aum það, hvort
hún ætti að velja. Hún verður í Rudisdorf að-
eins eins lengi og hún má til kurteisinnar vegna,
nógu lengi til þess að bjóða þig og mann þinn
velkomin. Svo sjrín að lokuni, eins og hún
kemst að orði í bréfi til mín, ljósgeisli inn í hið
einmanalega líf konu, sem hefir liðið saklaus.
Hún lítur nú svona á hlutina, barnið mitt ....
Frú Löhn fer með okkur. Mainau vill að hún
verði alt af með þér, ])ví hún er ekkert nema
trúmenskan. Hann vill heldur ekki að hún
skilji enn sem komið er við Gabríel, sem á að
njóta hinnar ágætu tilsagnar húskennarans enn
unr langan tíma; en svo á hann að fara til Dus-
seldorf og læra að verða listamaður og þá á,
hann að nefnast herra von Mainau. Maðurinn,
sem bjargaði þér, Dammer, hefir verið gerður
að skógarverði í Walkershausen, og innan
tveggja mánaða flytur hann heim til srn kon-
una sína. Þetta er nú hér um bil alt, sem mað-
urinn þinn óskar að eg segi þér. Hann hælir
sér fyrir það, að á þennan hátt sé öllu fyrir
komið eins og þú myndir helzt óska. . . . Sjá þú
til, systir nrín góð, eg er ekki í hópi mjög til-
finningamæmra sálna, en mér finst eg gæti
bafið upp ]>akkargerð, við að sjá það, hve mik-
il ást þér er sýnd. Og hvað finst þér svo um
það, sem eg hefi tekið mér fyrir hendur? Eg,
greifadóttirin af Trackenberg, hefi tekið á leigu
af skuldaheimtumönnunum útibyggingamar
stóm í Rudisdorf og þar ætla eg að setja á
stofn stóreflis gróðrarstöð fyrir blóm. Mainau
hefir fallist algerlega á fyrirætlun mína og ætk
ar að láia mig hafa, náttúrlega sem lán, pen-
ingana, sem þarf til þess að reka fyrirtækið.
*. 1 • Sf timbur, fjalviður af öllum
ar vorubirgöir tegundum, geirettur og als
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Korrið og sjáið vörur vorar. Vér erumætfð glaði)
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
----------------Limítod ■ —------- ~ '
HENKY 4VE. EAST - WlNNll'EG
Hann ber svo mikið traust til mín, að hann er
vongóður um að með iðni og ástundunarsemi
megi takast smám saman að eignast aftur það,
sem hefir verið eytt af drambi og eyðslusemi.
Guð gefi mér styrk til þess.”
Hún þagnaði, en systir hennar lá kyr með
lrendurnar á brjóstinu, lokuð augu og sælufult
bros á andlitinu. Hún dró naumast andann, eins
og hún óttaðist að einn einasti andgustur gæti
feykt burt öllum þessum fögru myndum fram-
íðarinnar. Að eins einn skugga dró yfir andlit
hennar. “Munkurinn, Úlrika!” hrópaði hún
og hrökk saman.
“Hann hefir horfið með öllu/’.svaraði Úl-
rika. Fólk heldur, að hann hafi ileitað sér hæl-
is í einhverju klaustri. Hann getur ekki gert
þér neitt mein framar. Þú mátt vera róleg.
Viðburðurinn vakti afar nrikla eftirtekt, og sá
hluti fólksins, sem er mótmælendatrúar, komst
í svo mikið uppnám, að verndarkona hans, her-
togaekkjan, hefir neyðst til að draga sig út úr,
til Meran, um lengri tínra, til l>ess að fá bót við
brjóstþjáningum—’ ’
Mainau kom inn. Drengirnir báðir fylgdu
honum.
“Hvernig get eg þakkað þér, Raoul?”
hrópaði konan hans.
Hann hló og settist við hlið hennar. “Þú
að þakka mér? Hve hlægilegt væri ekki það?
Eg hefi af ásettu ráði lagt öll drög til ham-
ingjusamrar framtíðar, eins og óbetranlegur
síngimingur; en að hún verði eins fögur1 og
sælurík og nrig hefir dreymt að hún yrði, það
er á valdi seinni konunnar minnar, og einskis
annars.”
ENDIR.
RepublikanaflokkurÍDD.
ánægður meS Coolidge.
Eftir David Lawrence.
Codlidge forseti hefir nú dval-
ið fyrsta mánuðinn í Hvíta hús-
inu- Tímabil það, ekki lengra
en það er, hefir verið svo eftir-
tektavert og viðburðaríkt, að
jafnvel þeir sem hugðu að næstu
kosningar mundu verða svona
eins og gengur og gerist, eða með
öðrum orðum að hver og einn
gæti boðið sig fram til forseta,
eru nú franir að ko'mast á þá skoð-!
un, að svo fremi að ekki komi til'
reglulegrar byltingar á næsta
þjóðþingi í Washington, þá muni1
íhaldið fylkja sér þvínær óskift I
utan um Coolidge. Hinn nýji!
forseti hefir sest við stýrið með
óbilandi sjálfstrausti og hefir
stórum vaxið í áliti Hann er
hvergi nærri eins afskiftalítill og
margir í fyrstu hugðu, iþótt hann
að vísu sé engan veginn jafn
hneigður til byltinga og breytinga
og Roosevelt heitinn var. Hann
er aðgætinn, starfsamur, reglu-
samur, hugdjarfur og hreinskil-
inn maður, með góða dómgreind,
og mun því koma til með að falla j
vel í geð íháldsamari leiðtogum í
Republicana flokksins.
Calvin Coolidge er ákveðinn, en
ekki ósveigjanlegur. Hann er
vingjarnlegur og nærgætinn í um-
gengni við alla þá, er eiga við
hann eitthvert erindi. Honum
er annara um að láta mannúðar-
hliðina koma í ljós en hinn stranga
og utanað lærða embættisisvip.
Hann er ungur í embætti og hefir
að vísu misstigið sig etithvað, ■
eins og flestir aðrir gera í fyrstu,j
en hann er lfka fljótur að átta j
sig. Calvin Coolidge er enginn j
gerbyltingamaður; hann vill
fylgja stefnU fyrirrennara síns í j
öllum megin atriðum og gera að
eins þær breytingar, er heilbrigð
skynsemi krefur jafnt og þétt.
Honum dettur ekki til hugar, að
reyna að te*lja fólkinu trú um að
hann geti gert kraftaverk, ef
vandamál bera að höndum.
í samtali sínu við blaðamenn
hefir Coolidge verið hinn vin-
íTjarnlegasti og veitt þeim óhikað
upplýsingar þær, er hann taldi
rétt að láta blöðin flytja i þann
og þann svipinn. Á þjóðmála-
stefnum eða fundum, fer hann
aldrei í felur með skoðanir sínar,
heldur brýtur má'lin til mergjar,
eftir því sem föng eru á og veit-
i allar þær leiðbeiningar, er hann
telur vænlegastar til sigurs. Svo
að segja hver einasti maður, er
heimsótt hefir Coolidge síðan
hann tók við forseta embætti, hef-
ir farið af fundi hans með alt
aðra skoðun á manninum en áður.
Jafnvel ýmsir hafa komið þaðan
í sjöunda himni- petta er því
eftirtektaverðara, er tekið er til-
lit til þess, að í varaforsetastöð-
unni var hann að heita mátti öld-
ungis óþekt stærð.
Ekki er það nema eð'lilegt, þótt
ýmsir haldi því fram, að Coolidge
muni leika hugur á endurkosn-
ingu. Slíkt er að eins mann-
legur metnaður.
Eins og sakir standa, forðast
Coolidge politík eins og heitan
eldinn. Langmest umhugað
virðist honum vera um það, að
halda umhverfis sig vinum Hard-
ings og þeim mönnum, er hann
skipaði í embætti. Hann vill
koma sem beztu skipulagi á flokk-
inn og láta hann starfa í eins
góðu samræmi og frekast má
verða. Nái hann endurkosn-
ingu, má vera að hann líti eitt-
hvað öðrum augum á má'lin. Þá
er engan veginn óhugsandi, að
hann með aukinni ábyrgð, mundi
fremur kjósa, að velja sjálfur
starfsmenn sína. En um þe&sar
mundir hyggur hann á engar
breytingar, — vill láta Hardings
kerfið halda sér óbreytt. *—
Hvaða sérskoðanir sem Coolidge
kann að hafa, þá er hitt þó víst
að undir núverandi kringumstæð-
um er hyggilegast fyrir hann,
að reyna gera sér sem mest úr
fylgi því hinu mikla, er Harding
naut innan Republicana flokks-
ins og koma sér sem bezt við þá
embættismenn, er hann útnefndi.
Alt þetta virðist honum líka vera
einkabljóst. Enda er ekki ann-
að sjáanlegt, en að hann hafi
þegar hlotið óskiftan hlýhug rá?-
gjafa sinna allra undantekning-
arlaust, sem og annara embættis-
manna og starfsbræðra- Fyrsti
mánuður Calvins Coolidge í for-
setaembættinu, hefir farið frið-
samlega fram. Þó hefir ýmsu
þjóðnýtu verið hrint í framkvæmd
og hreint ekki svo lítið verið unn-
ið að undirbúningi útnefningar-
þings Republicana flokklsins.
Augu þess flokks hvíla nú á
Hvíta húsinu, eða réttara sagt
forsetanum nýja, er þar hefur að-
setur sitt.
. Að líkindum verða keppinautar
Coolidge um forsetatignina ekki
margir, það er að segja úr hans
flokki, og haldi hann áfram eins
vel og hann hefir byrjað, og kom-
ist slysalaust gegnum næsta þing,
þarf tæpast að efa, að hann nái
útnefningu flokks síns. —