Lögberg - 04.10.1923, Síða 5

Lögberg - 04.10.1923, Síða 5
LÖGI2ERG, FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER 1923 tíls. 5 DODDS > Oodas nyrr.apillur eru bezta nýrnameð&iið. Lækna og ífisrt, bakverk, hjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem starfa frá nýrunum- — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c. askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá Öllum lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- en 160 ekrur, eða fjórðungur úr section. Auðvitað hefir fjöldi bænda milkílu meira landrými, sumir hálfa section og enn aðrir 640 ekrur eða jafnvel meira. Það leiðir) því af sjálfu sér, að korn- framleiðs'lan verður margfalt meiri á bónda hvern, en á sér stað í hinum eldri löndum. 'Meðal uppskera hveitis verður því, sem næst 16 ‘mælar af ekrunni, hafrar 32 mælar, bygg 24, rúgur 13 og hör nálægt 9 mælum. Að vísu verður þó uppskera í sumum pörtum fýlkisins nokkuð meiri. Heita má að sama ræktunar- aðferð sé viðhöfð bæði við ný lönd og gömul eins og bent hefir verið á hér áður í sambandi við búnað Manitobafylkis- Vænt- anlegir innflytjendur þyrftu að hafa það áva'lt í huga, að þótt skil- yrðin fyrir kornrækt í fylki þessu sé góð, þá er engan veginn æski- legt, að binda sig einvörðungu við þá tegund fra'mleiðslunnar og þess vegna reynist griparækt jafn hliða, venjulegast affarasælasti búnaðurinn. í fylki þessu eru ágæt skilyrðí fyrir hendi til þess að koma korni á markað. Alt korn er selt sam- kvæmt iögum sambandsiþingsins og lætur stjórnin umboðsmenn sína skoða það og ákveða flokkun þess. Meginhluti þess korns, er flytj- ast skal út, er látinn í kornhlöð- ur — Elevators, sem nú eru að íheita vná við hverja einustu járnbrautarstöð. Allir kornkaup- menn í Vesturlandinu, verða að hafa stjórnarleyfi og ennfremur næga tryggingu, svo þess vegna geta bændur engu tapað og eiga ekkert á hættu, að því er viðkem- ur sölu uppskeru sinnar. Ymist eru það mýlnufélögin, kornkaupafélög og samvinnufé- lög bænda, er eiga kornhlöðurnar. Bóndinn getur ávalt eftir eigin vild, ýmist flutt korn sitt tafar- laust til kornhlöðunnar og fengið fyrir það peninga út í hönd, eða ef 'hann vill halda því upp á vænt- anlega verðhækkun, þá getur hann samt fengið það geymt í kornblöðunni og fær við afhend- ing skýrteini er sýnir mælatöl- una- Kjósi hann heldur að láta kornið í vagn, þá getur hann gert svo, því járnbrautar félögin hafa bygt samkvæmt lögu'm hleðslu- palla við svo að segja hverja ein- ustu brautarstöð. Þótt Saskatchewan fylkí, sé ef lti vil'l allra frægast fyrir hveiti- framleðsluna, þá má hinu eigi gleyma, að skilyrðin fyrir blönd- uðum landbúnaði, eru einnig góð. Má það bezt marka af þeim hin- um risavöxnu framförum er naut- griparæktin hefir tekið hin síðari árin. Hin árlega s'mjörfram- leiðsla fylkisins, nemur um 9,000- 000 punda, sem virt er á því sem næst sex miljónir, níu hundruð og tuttugu þúsundir dala. i— Sauðfjárræktin í Saskatchewan, er ti'ltölulega enn á bernsku- skeiði. En er framlíða stundir hlitur hún að taka miklum fram- förum, iþví hin ágætustu skilyrði eru þar fyrir hendi- Enda sýn- ist áhugi bænda fyrir þeirri grein framleiðslunnar, vera talsvert að aukast. Þeir, sem æskja frekari upp- lýsinga um Canada, snúi sér til ritstjóra Lögbergs, J. J. Bildfell, Columbia Building, Cor. William og Sherbrooke, Winnipeg. Hljóð úr horni. Akra, N-, Dak., 29. sept 1923. Heiðraði herra ritstjóri. Nú væri ga‘man að senda þér fá- ar línur fyrir blað þitt, þó ekki sé um mikið merkilegt að skrifa héðan, enn þá er hægt að minnast á ýmislegt annað. Ef til vill er ekkert meira eftirtektavert nú á tímum en hvað þið þar norður er- uð orðnir útþandir af trúar- bragða vandlætingum af allslags tegundum. Það er eins og þessi OModeration” lög ykkar, séu farin að hafa áhrif á trúarlíf — eða trúarástand ykkar, og er það sízt mót von þegar alt er orðið svona elskulegt í því sambandi Krists afturkoma brátfum augljós ö!Iu fólki Miljcnir, sem nú eru lifandi, deyja aldrei! Veist þú að Kristur ER KOMINN, að öll tákn afturkomu hans eru • komin fram, og eru að koma fram ? Veist þú að vandamál þau sem maðurinn er að berjast við og hefir bar istvið (sum í aldir) Kristur sjálfur er kominn til að ráða fram úr og stofnsetja sitt ríki hér á jörðu ? Veist þú að seinni koma Krists meinar&ð það eru miljónir manna nú lifandi sem aldrei leggjast í gröfina, en munu lifa hér á jörðtileilífðar? Þú ert boðinn og velkominn að heyra ræðu um þetta málefni af W. H. PICKERING, af ræðumannadeild International Bible Students Association. I.0.G.T.»HaIl,Lundar,Man., 12. Okt. kl.7.30 Ókeypis aæti Engin samskot ■ ■■■■ ■ ■■■■■■ ■■■■■■■ KN■ ■ ■ B ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■! Tilboð við opnun Skólans NEMENDUR, sem innritast til pRIGGJA mán- aða við skóla vorn, fá ÓKEYPIS kenslu fyrsta mánuðinn. í VERZLUNARFRÆÐIDEILDINNI Dagskóli, $15.00 á máauði KveldskóM .... $6.00 á mánuði TILBOÐ VID OPNUN SKÓLANS priggja mán. dagskóli $30.00 priggja mán. kvöldsk. $12.00 10% afsláttur gefinn á öllu verkfræðis kenslu- Rjaldi. Vér bjóðum yður að heimsækja skóla vorn og skoða hann. paÖ er undir sjálfum yður komið, hvort þér innritist þar eða eigi; það er undir yðar eigin dómgreind komið. Vér erum sannfærðir um, að þér munið verða oss sammála um það, að vér höfum stærsta, bezt lýsta og bezt útbúna Prívat Skólann í landinu, bygðan samkvæmt ströngustu heiibrigðisreglum. Kensluaðferðir vorar eru þær beztu, er þekkjast. Sérver nemandi nýtur persónulegrar tilsagnar. pað kostar yður ekkert, að rannsaka starfrækslu- aðferðir skólans, en getur komið yður að ómetan- legu gagni. UNITED TECHNICAL SCHOOLSLld. Cor. Portage and Langside.. Phone N-6996 ■iHIIIIBIIIBIIIIHlHIIIIHIHlBllliailllHIIIIHIIIHnilHIIIIHNIIHIIIIBIIIIHIIIIHII 1 ■ M m ■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ n n ■ ■ ■ ÍHIII iniia | 'mh hjá ykkur. Lítið á Heimskringlu síðasta blað er útkom með fulla 10 dájka af andiegu efni. og meiru lofað síðar, — slíkt eru engir smáskamtar 1 litlu vikublaði, sem kostar þó ekki meira en tveir pel- ar af góðu “Scotch” eftir því sem þar segir. Svo kemur Lögberg býst eg við með aðra 10 eða 12 dálka bráðu'm af svipuðu efni — því ekki — það blað kostar um árið, lítið meira enn einn peli af írsku “Koniaki” svo óþarfi er að fást um hvaða efni er valið fyrir kaupendur að lesa. Það er annars án spaugs merkilegt hvað íslendingar virðast að vera þol inmóðir við þessa trúmáia prang- ara sem sí og æ eru að þenja kjaptinn um efni sem allir ættu að vita að þeir hafa enga sér- þekkingu um, en vaða þó elginn með skítuga skóna yfir alt sevn fyrir verður, hvað heilagt sem það er fjölda af fólki með mis- munandi skoðanir, reyna á allan hátt að trana sér fram og svífast einkis — jafnvel ekki þess að orsaka óvild — já hatur á milli þeirra sem ættu að bera bróður- hug hvor till annars, ef þessu sí- felda trúarnaggi, rógburði og lýgi væri ekki 'haldið uppi. F.inu sinni var það nokkurs kon- ar “gentleman’s agreement” á milli ísl. blaðanna, að utiloka sem mest trúarstælur, og það var vel gjört og bar góðan ávöxt. Nú eru aðrir timar að byrja, virðist mér aS minsta kosti, en óskandi væri, að sem flestir rétthugsandi menn vildu ljá liö sitt til þess að fyrirlíta óg kveða niður sem fyrst þenna trú- arhroka. sem nú geisar eins og logi yfir akur á meðal okkar íslendinga hér vestra, og sem virSist aS koma mjög i bága viS innhyrSis samúS manna hér yfir höfuS, en sem eitr- ar hugsunarháttinn og eykur óvild og sundrung á milli fólks á allan hátt. ÞaS skal þó tekiS fram, aS eg skal ávalt vera siðasti maður til að fyrirdæma trúarlegar skoðanir nokkurs manns eSa nokkurs flokks manna. hverjar svo sem þær eru. Eg skal fyrstur allra, sem kost eiga á, rétta þróSurhönd hverjum manni hvaSa trúarskoSanir sem hann hefir á meSan eg veit aS hann ber tilhlýSilega virSingu fyrir öSrum á sama hátt. En þegar eg sé, aS far- iS er aS útata það, sem öðrum er dýrmætt, þá kýs eg aS fylgja fyrstu röS, sem skipar sér á móti þeim, sem þá aSferS brúkar. —í þessu sambandi stilli eg mig ekki um aS minnast á, að hugmynd mín er aS þiS, ísl. blaSamennirnir í Winnipeg, geriS heldur mikiS af að hampa ýmsum herrum, sem frá íslandi koma hingað til aS sýna okkur Islendingum hér persónu sína, lærdóm og annan mikilleik. ÞiS hafiS hvaS eftir annaS hlaup- iS þar á hundavöSuni, taliS fólkinu í gegn um blöS ykkar trú um, aS um mikla og göfuga menn væri að ræða, en sem oft hefir sannast aS vera blekking frá ykkar hálfu, því viS nánari kynningu af sumum af þessum dýrSlingum ykkar, hafa þeir reynst—ef til vill veriS þektir áður—fyrir aS vera vindbelgir, hrokagikkkir og aS ýmsu leyti mis- indismenn, sem enga heimtingu gátu átt’til þess aS þeir væru dýrk- aðir hér af almenningi, eða í dufti væri hér skriðið fyrir þeim. Sjálf- sagt er aS sýna hvei jum þeim gesti. sem aS garði ber, tiíhlf'Silega kurt- eysi og velvild, eftir því sem hann er maSur verðugur, en heimska tóm, aS vera aS hampa þeim sem á en gan hátt eiga þaS skiliS, eins og þið hafiS gjört ykkur seka í oftar en einu sinni. Ef til vill finst ykk- ur, aS eg meS þessum ásökunum í ykkar garð ætti aS nefna nöfn til sönnunar mínu máli, en í þetta skifti aS minsta kosti skal eg þó hlífast viS því, en ef til kemur, “er þar hægur um hönd.” — Svo ekki meira um þetta i brájS, en finni ein- hver hvöt hjá sér aS reyna til aS troSa höröum hælunt á þessum skoSunum mínum, sem koma beifit í bág viS trúmála fjasiS og Islend- ingadekrið hér á “meðal vor”, þá ertu vís til aS ljá mér aftur lítiS skot í Lögbergi. Eg þakka aS endingu séra Fr. FriSrikssyni aS Wynyard fyrir “orösendingu” hans í síðustu Heimskringlu, sem .fordæmir »f- dráttarlaust “skáldskap” þann, sem beint var til séra Adams Þorgríms- sonar í Heimskringlu stuttu áSur, og sem auðsjáanlega köm frá hæfi- legleikum og hvötum af lægstu tegund. Séra Friðrik sýnir þar, aS hann er “drengúr góður”. Þúínabanina. MeS ósk um minni trúarstælui og íslendingadekur, en meiri upp- skeru og brennivín, er eg þinn ein- lægnr. S. Thorwaldson. (Dagur.) Eins og 'kunnugt er, hefir jarð- yrkjuvél sú, er púfnabani nefn- ist, starfað hér á landi nú í þrjú sumur. En svo virðist mér, sem menn séu full þagmælskir um vél þessa og vinnubrögð hennar, því menn vita óglögg skil á henni, þar sem hún hefir ekkert starfað- 1 fyrsta hefti Búnaðarritsins 1922 ritar forseti Búnaðarfélags Is- lands, iSigurður Sigurðsson, all- glögga lýsingu á vél þessari. Þar er og einnig lagður fram kostnað- arreikningur yfir að fullvinna dagsláttuna mdð þúfnábananum undir sáningu eða rótgræðslu. Sömuleiðiís lítildháttar lýsing á vinnubrögðum þúfnabanans og gefur sú lýsing þá hugmynd, að hann skili landinu full unnu. Sig. Sig. keMist að þeirri niðurstöðu í reikningsfærslu sinni að kostnað- urinn við að fullvinna dagslátt- unaárið 1921 hafi orðið 100 kr. og telur það fullreiknað. En eg hygg, að þessi kostnaðaráætlun sé ekki rétt og skal hér gerð grein fyrir þeirri skoðun, þar eg eg veit að bændur og búnaðarfélög um land alt, hafa mikinn áhuga fyr- ir vél þessari og margir hafa þá trú, að hún verði lyftistöng hins íslenzka landbúnaðar, tel eg mér skylt, að gefa þær upplýsingar henni viðvíkjandi, er eg tel sann- ar og réttar, bygðar á þeirri reynslu, er eg hefi fengið við að vinna að löndum þeim, er þúfna-j baninn braut hér við Akureyri í I fyrra sumar- Alls voru brotnar hér við bæinn um 180 dagsláttur. Kostaði sú; vinna þúfnabanans 135 kr. á dag-' sláttu. Mátti við þann kostnað vel una, þó hann kæmi illa heima við áðurnefnda kostnaðaráætlun. En nú kom annað í ljós. sem fors. Bún- hefir gleymst að geta í skrifi sínu, að þúfnabaninn fullvinnur ekki landið. púfnabaninn vinnur að eins söm plógur og herfi, að iþeim kosti við- bættum, að þar sem þýfið er smátt og lárétt, svo enga tilfærslu þarf, skilur hann við grasrótina að mestu ofan á. Sé þýfið í meðallagi stórt og þar yfir, skilur baninn við iþað lítið jafnað og óhreyfðar lautirn- ar. Þar sem svo hagar til, hverf- ur sá góði kostur, að grasrótin verði ofan á. pví við jöfnunina grefst hún niður að meira eða minna leyti. Að visu er öll til- færsla slæm, en einlægt verður að gera þá kröfu, að landið verði véla- og skárarækt. Með því að vinslu með þúfnabananuvn, má heita að hann skilji við landið fullunnið undir sáningu eða rót- græðslu. Þó hygg eg, að ekki geti komið til greina, að valta með honum minsta kosti ekki deig- lenda jörð, til þess er hann alt of þnngur. Hvað vinsluna snertir á því landi, sem hann á annað borð getur fullunnið, er lítið út á hann að setja, nema ef vera skyldi, að hann vinni mýrar full grunt, því eins og kunnugt er á loftið ó- greiðari aðgang að þeim en mó- unum- Að jafna, herfa og valta dag- sláittuna á eftir þúfnabananum, sé þýfið í 'meðallagi stórt og þar yfir, hefir mér reynst að kostaði til jafnaðar í kring um 60 kr. Kostar því dagsláttan fullunnin 195 kr., eða sem næst helmingi meira, en gefið er í skyn í áður- nefndri ritgerð. Þó hér hafi ver- ið gerð grein fyrir því, hvað kostað hefir að vinna lönd þau, er nú hafa verið tilgreind, má ekki álíta það algildar tölur, en nota má iþær til hliðsjónar. En nú er spurningin hvort ekki kostar í raun og veru meira en þetita að vinna dagsláttuna. Um það verður ekkert sagt, fyr en reikningar yfir rekstusrkostnað þúfnabanans verða birtir. pví að spurningin er: ber þúfnabaninn sig með þessu gjaldi á dagsláttu? Er því sjálfsagt, að landbúnaður- inn geri þá kröfu, að fram verði lagðir glöggir reikningar yfir rekstur þúfnabanans, bygðir á þeirri reynslu er fengist hefir þessi þrjú sumur, sem hann hef- ir strafað hér. Bændur og bún- aðarfélög verða og einnig að gera þá kröfu, áður en keyptir verða fleiri þúfnabanar, að glöggar at- huganir verði gerðar á vinnu- brögðum þúfnabanans, bygðar á gætni og fyrirhyggju. Því var- hugavert er, ef þeir, sem láta vinna, ganga út frá því, að þúfna- baninn skilji við landið full unn- ið hvernig sem það er á upphafi- Því vel getur þó svo farið, að menn sitji eftir með landið í “tröð” verkfæralausir og hafi ekki tök á að vinna það, svo það komi að tilætluðum notum. Einnig ber þess að gæta hvort tök eru á, að gefa því landi næg- an áburð, sem tekið er til rækt- unar, því ræktun eins og kunn- ugt er, byggist ekki á rányrkju Ef notaður er tilbúinn áburður, skal þess getið, að í meðalgóðan jarðveg með sæmilegri áborn- ingu kostar nú 57 kr. dagsl og er þó ekki reiknaður flutningskostn- aður. Hvað það snertir að koma þúfnabananum um landið, mun það víðast hvar mega takast. Að vísu fer hann ekki yfir stórgrýti, krappa grafninga eða vatnsföll séu þau dýpri en c- tvö fet. Eins og gefur að skilja getur komið fyrir, að þúfnabaninn bili. Hafa orðið tilfinnanlegar tafir vegna bilana í sumar. Verða því þau svæði er taka þúfnaban- ann framvegis til notkunra, að athuga hvort svo góð verkstæði séu í nánd, að hægt sé að gera við bilanirnar. Einn aðalkostur þúfnabanans er hvað hann vinnur vel undir rótgræðslu, iþar sem e'kki þarf að færa til. 1 því sam- bandi er vert að geta þess, að það er ekki nema tiltölulega stuttur tími af sumrinu, sem má vinna með honum í því augnamiði, að eins snemma á vorin eða ekki fyr en seint á haustin. Því sé gras- rótin tætt 1 sundur um hásumar- ið, skrælnar hún öll og deyr. Eg efast því um, að sú staðhæfing fors- í ritgerð hans í Búnaðarrit- inu sé rétt, að vinna megi með þúfnabananum alt sumarið dag og nótt 200 ha. og þeir verði síð- an alsprotnir eftir H—2 ár með rótgræðslu. Minsta kosti væri ekkert á móti því að fá einhverja reynslu, áður en því er slegið föstu. Það má enginn skilja þessar línur á þann veg, að eg sé að vinna hér á móti notkun þúfnabanans, því mér er það full- ljóst að með honum er stigið stórt spor í áttina " til skjótra fram- kvæmda á sviði íslenzkrar jarð- ræktar, en öllum framkvæmdum verður að fylgja fyrirhyggja. Verður það iþví að vera efst á dagskrá íslenzkra jarðyrkju- manna, áður en fleiri þúfnaban- ar eru keyptir, hvort hann er á- byggilegur hyrningarsteinn land- búnaðarins, því traustir skulu hornsteinar hárra sala. Akureyri 6. ágúst 1923 Gunnar Jónsson- Aths. Herra búfræðingur Gunnar Jónsson á Akureyri hefir sýnt mér ofanritaða grein sina, um þúfnabanann og starfsemi hans, með þeim tilmælum, að eg gerði við hana athugasemdir, ef eg áliti hennar. p£tta þakka eg honum hré með. Hvað ritgerð þessa snertir, á- lít eg hana yfirleitt sanngjarna og rétta í garð vélarinnar og sé ekki ástæðu til að gera verulegar athugasemdir við hana, þó eg að vísu hefði kosið sumstaðar ítar- legri umsagnir. T- d. þykir mér of mikið, eða öllu heldur of lítið sagt, að í meðalstóru þýfi og þar yfir, skilji vélin við landið “lítið jafnað.” Sannleikurinn er sá, að þó þýfi sé nokkuð stórt, jafnar vélin það raunar mikið, en þó hvergi nærri til fulls, og því betur sem það er betur gróið. Einnig jafri&r fiún betur með ’mýrahnífnum en heiðahnífnum, en þekking Gunnars nær einkum til vinslu með þeim síðarnefndu, þar sem þeir voru notaðir á lönd- in, sem hann hefir fengist við í sumar og dæmir hann eðlilega eftir því. Af áðurgreindu álit eg því 60' kr. kostnað á dagsláttu við jöfnun eftir vélina of hátt reiknað (á meðalstóru þýfi og þar yfir), enda gefur hann í skyn með réttu, að það muni ekki al- gild tala. Fínustu föt skulu þveg.'o. úr LUX Heldur barnafötunum hreinum. Barnahúðin er svo viðkvæm, eð ekki ætti að nota nema þau allra mýkstu ullarföt. Haldið barnafötunum mjúkum og fallegum, með því að nota einungis Lux. hinar hvítu, þunnu Lux plötur, leysast upp fljótt og vel og skilja enga gula sápubletti eftir í þvottinum. pess vegna ættu fín föt aldrei að vera þvegin úr nokkru öðru. Lux aðferðin er afar einföld. Dýfið að eins þvott- inum ofan í hinn þykka lög, strjúkið úr þeim vatnið og breiðið til þerris. Lux skarar fram úr. Selt í innsigluðum rykheldum pökkum ! LEVER BROTHERS LIMITED, TORONTO. í öðru lagi tilgreinir hann að eins hámarkið á verðlagi land- brotsins ií fyrra og nefnir ekki verðlag í ár, en hvorugt þetta mun hann hafa kynt sér áður en hann skifaði greinina, og er það or- sökin, en ekki gert í þei'm til- gangi að gera fyrirtækinu rangt til. Taxtinn í fyrra var frá 117 —133 kr. pr- dagsl. eftir stærð landspildanna og erfiðleikum á að vinna, en meiri hluti þess lands, sem brotið var hér"í fyrra, mun hafa lent í hærri flokkun. í ár er hann frá 92—133 kr. pr. dagsl. Hvort það kostar í raun og veru meira eða minna get eg því miður ekki sagt um með vissu, enda (þarf fleiri reynsluár til þess, en - verða sennilega lagðir fram, enda sjálfsögð fcrafa, eins og nú er komið. Rúmið leyfir ekki lengra 'mál, þó margt mætti fleira um þetta segja, vil að eins bæta því við, að vélinni má koma yfir flest vatns- föll sem hafa góðan botn, séu þau vel reið, en þau stærri á ísum að vetri til. Akureyri 14. ágúst 1923 Sigurður Egilsson fá Laxamýri- :—Dagur 23 ágúst. Meira Brauð Betra Brauð Ódýrasla og heilnæmasta[foeðan er brauð- ið, ef það er réttilega tilbúið. Það sem vér höfum kappkostað, hefir ávalt verið það, að láta vörugæðin ganga á undan öllu öðru; þessvegna hafa brauð vor hlotið þá einróma viðurkenningu, sem raun er á. Efnisgœðin á undan nafninu, hefir ávalt verið kjörorð vort Canada Bread Company Limited PORTAGE & BURNELL, Talsími B 2017 WINNIPEG, WAN. HUGSIÐ FYRIR SJALFA YÐUR! Góður vinur mun ávalt ráðleggja yður, að gera öll viðskifti við áreiðanlegar, tryggar og heilbrigðar stofnanir. Ef þér hafið í hyggju að ferðast til Norðurálfunnar, eða fá vini yðar og frændur til Canada, þá er engin önnur betri stofnun en Alloway and Champion til að skifta við, en hún starfar í sambandi við Canadian National Railways. Eimskipa farseðlar með öilum línum pað kostar ekkert að ráðgast við oss. — Nýjustu upplýsingar ávalt við hendina. Nú er tíminn til að ákveða sig. ALLOWAY & CHAMPION 667 Mjain St.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.