Lögberg - 08.11.1923, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.11.1923, Blaðsíða 4
Bla 4 AOGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBEtR 1923 IJögberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- ambia Press, Ltd., tCor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Tnlnimnn Pi-6327 ofi N-0328 Jób J. Bildfeii, Editor (jtanáskríft til blaðsins: THf COLUMBI/V PRESS, Ltd., Bo* 3171, Wnnipeg, Utanáskrift rítstjórans: CDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, Man. The ‘‘Lögberg” is printed and publíshed try The Columbia Press, Limited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Jóns Bjarnasonar Skóli. i. Það er öllum vinum Jóns Bjarnasonar skóla mikið gleðiefni, að stofnun sú hefir nú eignast prýðilegt heimili. Einn af aðal erfið- leikum stofnunarinnar í liðinni tíð var, að eiga hvergi heima—þurfa að flækjast úr einum stað í annan, og verða að sætta sig við óþægi- leg og ófullkomin húsakynni. Á síðasta kirkjuþingi lúterskra manna, sem haldið var í Winnipeg síðastliðið sumar, var ákveðið, eins og menn vita, að ráðast í að byggja, þó hart væri í ári, og nú hefir það verið framkvæmt—bygging reist, að vestan verðu við Home stræti í Winnipeg, sem er 45 fet á breidd og 68 fet á lengd. Byggingin er úr múrsteini, með sementssteypu-grunni, sem er grafinn að eins þrjú fet í jörðu. Viðarverk innan í byggingunni er mest úr eik—alt nema gólfin í kenslustofunum og göngum, sem eru úr maple og furu. Öll þægindi eru í þessari nvju byggingu. Hún er hituð með gufu, lýst með rafljósum; í þvottaherbergjunum er bæði heitt og kalt vatn. Kenslustofurnar eru þrjár, allar bjartar og rúmgóðar. Auk þeirra eru á fyrsta lofti (byggingin er að eins ein- lyft, þó undirstaðan sé nógu sterk til þess að bera tvær eða þrjár hæðir í viðbót, ef á þarf að halda) lestrarsalur, þar sem bókasafn skólans er, og efnafræðisstofa, þar sem æfing- ar eru gerðar af þeim, sem vísindi læra. Framkvæmdir allar í sambandi við bygg- ingu skólans voru skólastjórninni faldar af kirkjuþingi, en þó ákveðið, að skólabyggingin, með landi og öllu saman, mætti ekki fara fram úr $25,000. Nefndinni var því allmikill vandi á hendi, að sjá um byggingu á húsi, sem væri hæfilegt til notkunar fyrir skólann og landakaup á viðunanlegu verði og stað. Land- ið valdi skólastjómin öll og keypti, en varð að gefa $1,500 meira fyrir það, en áætlað var í fyrstu til þess að fá heppilégan stað fyrir bygginguna. En þegar itil byg'gingarinnar kom, þá vandaðist málið. Nefndin leitaði sér upplýsinga hjá byggingafróðum mönnum um kostnað á byggingunni og fékk frá þeim kostn- aðar áætlanir, en þær reyndust að vera nærri því eins háar og upphæðin, sem skólastjórn- inni var leyft að eyða. Hún tók því það ráð, að fá herra Ásmund P. Jóhannsson til þess að sjá um bygging á húsinu fyrir sína hönd, og liefir hann drifið það verk með svo mikiili rausn og framsýni, að byggingin með landi og öllu saman kostar miklu minna en byggingafræð- ingarnir sögðu, þrátt fyrir það, þá hún hafi verið bætt á ýmsan hátt, sem nemur þrjú þús- und dollurum og ekki var talið, þegar bygg- ingafræðingar gáfu áíetlanir sínar. II. Frá byrjun hefir álit og dómar manna um .Jóns Bjamsaonar skóla, verið mismunandi, sem búast mátti við. Það er svo um öll mál, og ekki sízt þau, sem mest er um vert. Menn hafa haft ýmislegt út á skólann að setja og það er líka náttúrlegt, því skólinn hefir ef til vill ekki verið í öllum hlutum í samræmi við það, sem þeir vildu vera láta, og í öðru lagi, er engin stofnun alfullkomin. Menn efuðust og mjög um framtíð skól- ans, þar sem hann ætti hvorki heimili né stofnfé, sem um munaði. 1 þriðja lagi efuðust menn um tilverurétt hans, þar sem nóg væri af hérlendum skólum, sem menn gætu notað. En samt hefir skólinn lifað og starfað í tíu ár, og gengur það krafta- verki næst, þar sem húsakynnin sem hann hef- ir orðið að hafast við í, hafa verið nálega ó- hæfileg. En það er tvent, sem hefir hlíft skól- anum við falli: kærleiki sá, sem Vestur-ts- lendingar hafa borið til hinna sérstöku náms- greina, sem þar hafa verið kendar, íslenzkrar tungu og kristinna fræða—hins æðsta í þjóð- ararfi vorum, og kennarar skólans, en þó eink- uin hin óblandna einlægni og mikla fórnfýsi séra Búnóifs Marteinssonar í sambandi við þá stofnun. Á þessu tíu ára tímabili hafa um 400 nemendur notið þar mentunar. En nú eru ef til vill alvarlegustu tíma- mótin í sögu skólans, því það hefir aldrei fyr reynt eins mikið á höfðingsskap Vestur-ts- lendinga skólanum til handa, eins og nú, sér- staklega sökum þess, hve peningaráð manna eru yfirleitt þröng. Skólinn sjálfur er að ýmsu leyti betur staddur, en hann hefir verið. Hann á nú sitt eigið heimili—veglegt heimili. Honum befir aukist nemendafjöldi að mun, og hann hefir náð meiri viðurkenningu út á við, en hann hefir haft. Hvað vilja svo Vestur- Islendingar gjöra við hann? Sumir segja, að skólinn íslenzki sé ekki eign Vestur4lslendinga, heldur íslenzka lú't- erska kirkjufélagsins. Þetta virðist oss grann- skoðað. Að vísu hefir lúterska kirkjufélagið íslenzka starfrækt skólann og gjörir enn, og meðlimir þess lagt fram stóran skerf af stofn- og starfsfé hans. En skólinn er annað og meira en kensluhús og kensluáhöld. Hann er andlegur vermireitur, og það hið isérstaka, sem hlúa á að í þeim vermireit, er eign allra Vestur-lslendinga jafnt: Feðra mál og feðra trú, máttarviðir hins íslenzka þjóðernis, fruin- tónar þess háleitasta og fegursta, sem þjóð vor á eða hefir átt. Sumir segja, að það séu trúmálin, sem skilji á milli sín og .skólans. Langt ér það frá oss, að áfella nokkurn mann fyrir trúarskoð un sína, sé hún einlæg. En bágt eigum vér með að skilja, að það þurfi að vera skilnaðar- sök á milli skólans og pokkurs manns, þó ung- um Vestur-lslendingum, sem stunda nám við hann, sé innrætt lotning fyrir guði og leitast sé við, að veita yl kærleikans inn í sálir þeirra. Hitt atriðið, mál og mentir feðra vorra, getur ekki verið skilnaðarsök á milli skólans og nokkurs Vestur-lslendings, enda er það í fullu samræmi við anda og áform Þjóðræknis- félags Vestur - Islendinga. 1 lögum þess stendur: (a) Að stuðla að því af fremsta megni, að Islendingar megi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi. (b) Að styðja og styrkja íslenzka tungu og bókvísi í Vesturheimi, bæði með bókum og öðru, eftir því sem efni þess framast leyfa. (c) Að efla samúð og samvinnu milli fs- lendinga vestan hafs og austan og kynna hér- lendri þjóð hin beztu sérkenni þeirra. Og þó að kensla sú í íslenzkum fræðum, sem á skólanum er veitt, sé sökum tímaleysis minni, en sumir mundu æskja, þá samt er hún sú fulikomnasta, sem Vestur-lslendingar eiga völ á, og annað meira, hún nær til uppvaxandi lýðsins, fólksins íslenzka, sem öllum öðrum er færara um að flytja það sem vér eigum nothæf- ast í vorum þjóðararfi, inn í þjóðlíf þessa lands, svo það geti orðið þar að notum. Skyldi þess tíma vera langt að bíða, að vestur-íslenzk sundrung eyðist svo og hverfi, að við getum skipað okkur í bróðurlegri eining um velferðarmál vor og fyigt þeim fram til sigurs 7 “The Viking Heart,” Skáldsaga eftir Láru Goodman Salver- son. trtgefendur: McLelland & Stewart. Toronto. 1923. t A flestum starfsmálasvtiðum í Ameríkir, það er í Canada og Bandaríkjum, hafa Islend- ingar sótt fram og hvarvetna getið sér góðan orðstír. En það er fyrst Lára Goodman Salverson, sem kveður sér hljóðs á hinu ame- riska skáldasviði með þessari bók, sem er 326 blaðsíður á stærð, og hún gjörir það á þann hátt, að menn verða að hlusta og hugsa. The Viking Heart er framsóknarsaga Vestur-lslendinga frá því að þeir yfirgáfu bæ- inn í dalnum heima á ættlandinu og fram til síðustu ára, sett í skáldsögubúning af höfund- inum. Fjöldi manna hafa áður reynt að rita skáldsögur, sem bygðar hafa verið á söguleg- um grundvelli, en fremur eru það fáir, sem þar hafa náð hámarki listarinnar. En það virðist, að Lára Goodman Salverson ætli að verða eiii af þeim fáu, ef hún heldur áfram eins og hún hefir byrjað í The Viking Heart. / Persónunum í sögu þessari, sem allar eru göfugar, hreinar og sterkar, að einni máske undantekinni, er haldið uppi fyrir sálarsjón lesandans svo skýrt og með svo miklu sam- ræmi, að þær verða að lifandi verum, sem mað- ur sjálfur hefir þekt og þekkir. Aðal persóna .sögunnar er kona, sem Borga heitir. Ilún gengur í gegn um alla þá erfiðleika, sem frumbýlingsárin höfðu í för með sér. Fer frá foreldrum sínum í fyrsta sinni, þegar hún kemur til Wininpeg og til vandalausra og heyjir þar hið fyrsta stríð sitt á milli skyldunnar og erfiðleikanna, og hið andlega jafnvægi hennar vinnur sigur. Hún missir báða foreldra sína í bólunni í Nýja ís- landi og berst þar með manni sínum eins og hetja — hetja, sem ekki að eins vinnur bug á erfiðleikunum með afli vilja síns, heldur lýsir upp þau dimmu erfiðleikaár með yl kærleikans og ljósi kristilegra dygða. Það þyngsta, sem Borgu mætir, eins og líka öllum mæðrum, er að sjá á eftir einkasyni sínum, Tlior, út í dauð- ann. Sonurinn var augasteinn hennar, efni- legur maður og útlærður læknir — hann fellur í orustunni við Passchendaele. Þá raun geng- ur Borgu erfiðast með að yfirstíga; sorgin út af sonarmissinum ætlar að sliga hina öldruðu móðir til jarðar. En aftur sigrar hin göfuga og heilbrigða sál hennar, og skyldan kallar hana til þess að halda dagsverkinu áfram. Prestur og kona hans koma fram í sög- unni. Heitir presturinn séra Bjarni Johnson, en kona hans frú Halldóra. Engum kunnug- um getur dulist, um hvaða persónur hér sé að ræða. Vestur-lslendingar þekkja þá karak- tera of vel til þess að villast á þeim. Um séra Bjarna segir höfundurinn, þegar hann bar að garði hjá þeim Lindals hjónum, Birni og Borgu: “Hann var ekki stór maður. Augun voru grá og djúp, ennið breitt og mikið, nef- ið beint og nokkuð hátt. Hann hafði jarpt, silkimjúkt hökuskegg, sem fór honuin einkar vel. Hann var dálítið lotinn í herðum, og var gangandi, með poka á baki, eins og hann var æfinlega vanur að gera, er hann var að fara á milli fólks síns í Nýja Islandi.” Lýsingin af frú Halldóru er jafn Ijós, svo engum dylst, að þar sé um að ræða dr. Jón , Bjarnason og frú Láru. Ef um nokkurn efa væri að ræða S því efni, þá tekur starf þeirra á meðal frumbyggjanna íslenzku, sem sagan lýsir, af öll tvímæli í því efni, því það er með þau eins og Skotinn sagði um Sir Walter Scott, er hann var af ferðamanni spurður að, af hvaða Scott að myndastyttan við Princess stræti í Edinburgh væri: “Það hefir ekki verið nema einn Walter Scott,” svaraði Skot- inn. Aðrar persónur í sögunni, svo sem Finna Johnson, ein af þessum íslenzku konum, sem alt vilja bæta og öllum gott gera, er sjálfri sér samkvæm frá byrjun. Elizabet og Ninna, dætur Lindals hjónanna, Björns og Borgu; önnur góð, staðföst og elskuleg í alla staði, hin gáfuð, glysgjörn og hverflynd, sem að síðustu hverfur inn í hringiðuna ensku. Loki, kona hans Anna og sonur þeirra Baldur; fað- irinn harðneskju grjótpáll, konan viðkvæm, fíngerð og vel upp alin, sonurinn lis'tamanns- efrii, sem þau séra Bjarni og frú Halldóra taka að sér og koma á framfæri. Mynd sú, sem brugðið er upp af sambúð þeirra Loka og Önnu, er stórkostleg, þó hún sé sorgleg og hún út af fyrir sig, er efni í sögu eða sorgarleik. Enn fremur er frú Hafstein og dóttir hennar Mai'grét, sem báðar hafa átt við erfiðleika að stríða og sigrað. Margrét, sem var heitbund- in Thor, þegar hann fór í stríðið, fyrirmyndar karakter. Á því, sem nú hefir verið sagt, geta menn séð að til efniviða í sögu þessa hefir verið vandað. En hvernig er svo farið með efnið? Allsstaðar vel og sumstaðar meistaralega. Málið á sögunni er lifandi og fjörugt Framsetningin er eðlileg og víða áhrifamikil, t. d. þar sem Elizabet heimsækir séra Bjarna í sambandi við ástamál Baldurs og systur sinnar Ninnu. Lýsingin á séra Bjarna í þeim kafla, er meistaraleg. Svo mætti benda á þann kafla sögunnar, sem segir frá fæðing Thors. Er hann svo listfengur, að á fárra færi mundi vera að gera betur. Stíll sögunnar er víða fagur og þróttmikill. En þó finst manni, að í hann skorti samræmi á stöku stað, en furðu lítið, þegar maður tekur tillit til þess, að sagan var öll skrifuð á sex vikum, — svo lítið, að einn af bezt þektu bókmentamönnum við Manitoba háskólann, Prof. Allison, líkir Láru Goodman Salverson, við norska skáldið Johann Bojer, og er það svipað því, er Byron lávarður forðum daga vaknaði upp í rúmi sínu við það, að vera orðinn þjóðfrægur fyrir skáldverk sitt, Childe Harold’s P|ilgrimage. En frægð Láru Goodman Salverson liggur hér ekki til umræðu. Vér Islendingar erum ávalt seinir til þess að viðurkenna yfirburði og snild okkar eigin fólks. Aðal atriðið í þessu sam- bandi er, að hún hefir dregið mynd og brugðið henni upp fyrir sjónir alls hins enskumælanda heims, af íslenzka þjóðarbrotinu í Ameríku, af stríði þess á frumbýlingsárunum, af vonum þess og sigrum. Mynd, sem hvergi sést ljótur blettur á, mynd, sem hver einasti dráttur í er hreinn og fagur; mynd, sem sýnir, að hinar fegurstu hugsjónir og æðstu áform hafi ráðið hvötum þess og athöfnum—mynd, sem sómir sér vel við hlið hinna göfugustu manna og kvenna í hinu mikla myndasafni Canada- og Bandaríkja þjóðanna, og fyrir það á hún þakk- ir skilið. Saga þessi er nú komin á bókamarkaðinn og kostar $2.00. Vér erum ekki að biðja Vest- ur-lslendinga að kaupa hana, því það væri að misbjóða höfundinum. En vér viljum minna þá á, að hér er um að ræða bók, sem er þess verð að hún sé lesin og keypt ekki að eins fyrir það, að hún er um þá sjálfa, heldur líka og sérstaklega fyrir það, að hún kennir þeim að þekkja og virða það, sem fegurst er og bezt í fari þeirra. 1 öðru lagi er hér að ræða um fá- tæka, íslenzka konu, frábærilega vel gefna, sem er að berjast áfram á braut ungra rithöfunda —konu, sem áreiðanlega verður öllum Vestur- íslendingum til sóma, ef hæfileikar hennar fá að njóta sín. Vilja Vestur-lslendingar nú ekki styðja hana á þeirri braut með því að kaupa þessa sögu sem allra flestir og gjöra með því tvent í einu: að njóta uppbyggingar og ánægju af lestri bókarinnar og sýna þjóðrækni sína með því að styðja þennan efnilega unga höf- und á hinni erfiðu bókmentabraut. Bók þessi verður að líkindum til sölu hjá hr. Finni Johnson bóksala, 676 Sargent Ave., en er nú að fá hér í Winnipeg hjá Eaton og Russell Lang. Skólaskýrsla. Skýrsla Flensborgarskóla, fyrir árin 1922— 23., hefir Lögbergi verið send, sem vér þökkum fyrir. Skýrsla þessi hefir að færa ýmislegau fróðleik í sambandi við skólann. Nöfn og tölu nemendanna, kennaranna og námsgreina. Alls voru 79 nemendur á skólanum. í fyrsta bekk voru 31 nemandi, í öðrum 22 og í þriðja 26. Kennarar voru ögmundur ‘ Sigurðsson skóla- stjóri, Sigurður Guðjónsson og séra porvaldur Jakobsson. Stundakennarar Bjarni Bjarnason forstöðu- maður barnaskólans. Hákon J. Helgason kenn- ari við barnaskólann og Ingibjörg Benedikts- dóttir. — Námsgreinar voru kendar, íslenzka, danska, enska, saga, landafræði, náttúrusaga., eðlisfræði, stærðfræði, teikning, söngur, leikfimi, og voru kenslustundir frá tveim stundum og upp í 13 stundir á viku í hverri þeirri námsgrein. Bóka- safn á skólinn sem Skinnfaxi heitir og er því svo myndarlega stjórnað að það á 534 krónur og 46 Robín Hood Flour Til allrar heimilis bökunar. OVR "MOJIEY BACK" ROBIN HOOD FLOUR iS GUARANTEEO TO GIVE TOU BETTER SATISFACTION TMAN ANY OTHER FLOUR MILLED IN CANAOA TOUR OEALER IS AUTHORIZEO TO REFUNO THE FULL PURCHASE PRICE WITM A 10 PCR CENT PEN ALTY AOOED IF AFTER TWO BAKINGS YOU ARE NOT THOROUGMLY SATISFIEO WITH TME FLOUR ANO WILL RETURN THE UNUSEO PORTION TO HIM ROBIN HOOD MILLS. LIMITED Innifalin í hverjum poka 24 pund og þar yfir. ROBIN H00D MILLS LTD MOOSE JAW, SASK. Meðlimir Grain Exchange, Winnipeg Produce Clearing Association, Fort William Grain Exchange, og Grain Claims Bureau. LICENSED AND BONDED Northwest Cominission Co. LIMITED Telephone A-3297 Grain Exchange, Winnipeg, Man.. Koom 376 íslenzkir bændur! j Munið eftir íslenzka kornverzlunarfélaginu, það gæti borgað sig að senda okkur sem mest af kornvöru yðar. þetta árið. — Við seljum einnig hreinsað útsæði og “option” fyrir þá, er þess óska. — Skrifið á ensku eða íslenzku eftir upp- lýsingum. Hannes J. Lindal. Peter Anderson. aura í sjóði. Flensborgarskólinn á og nemenda sjóð, sem nemur 4,379 kr. og 14 aurum. Heimavist hefir skólinn fyrir utanbæjar- menn og voru það 23, sem hana notuðu í byrjun, fimm af þeim veiktust í taugaveiki og voru flutt- ir á sóttvarnarhús í Reykjavík. Eftir það voru þeir að eins 18 og kostaði þá vistin 2 kr. 52 aura á dag. Ráðskona þeirrar deildar hét Kristjana Kristjánsdóttir, en ráðsmaður var Ármann Ey- ólfsson frá Hvammi á Landi, — að líkindum son- ur hins nafnkunna bónda og merkismanns Ey- ólfs Guðmundssonar. Astœðurnar fyrir því að hugur íslcnzkra bænda hneigist til Canad. 69. KAFIJ. Uppskeran í Alberta fylki á hausti þvi, sem nú er aö líöa, hefir veriö upp á þaö allra bezta, jafn- vel meiri en dæmi eru til. Var hveitiö yfirleitt gott og tiltölulega lítiö um ryð. Ein sönnun þess, hve Alberta- fylki er vel til hveitiræktar fallið er sú, aö Turkey Red, sem flutt var inn frá Kansas, þyngdist um fjögur til fimni pund á mælirinn eftir aö hafa verið ræktað í Al- bertafylkinu. H'Jaut þaö í. síðaJi sérstaka fÞkkun á markaöinum í VVinnipeg. Þótt mest sé um hveiti- ræktina í Suður Alberta, þá þrífst hveiti þó mæta ve!, bæöi i Mið- og Noröurfylkinu. Ágæt hveiti upp- skera hefir meöal annars oft feng- ist í Peace River dalnum, alla leiö uorður aö Fort Vermillion. Og hafraræktin í Alhertafylki er kom- in á hátt stig. Af nýplægðu landi hafa stundum fengist 136 mæiar af ekrunni og 80 mælar er algeng uppskera. Alberta hafrar og hveiti er mjög alment notað til útsæðis í Austur- Canada og eins í Bandaríkjunum. Fræiö er sterkt og heilbrigt og veitir þvínær undantekningarlaust góöa og mikla uppskeru. Bygg er mikið notaö til svína- fóðurs í Alberta og sömuleiðis hafrar, þótt tæpast sé aö vísu eins góðir. Yfirleitt er bygguppskeran góö og veitir bændum drjúgan arð. Rúgræktin er að aukast jafnt og þétt, víösvegar um fylkið. Er vetr- arrugur einkuni mikið notaður til skepnufóðurs haust og vor. Baunarækt í fylkinu er orðin allmikil og hefir alla jahia reynst arðvænleg. Er einkum mikið um þá rælct í áveitulöndunum í Suður- Alberta. Hörræktin er einnig óð- um að útbreiðast og taka fram- förum. Um það er ærið alment talað manna á meðal, að frost gagntaki jurtagróðurinn snemma að vorinu til og spilli uppskerunni, eða eyði- leggi hana að miklu leyti. í ein- stöku tilfellum er þetta rétt. En hinu má þó eigi gleyma, að slíkt á sér því nær undantekningarlaust stað á löndum, sem eru svo að segja nýunnin. Á nýjum löndum. sem kallað er, má búast við mestu hættu af frosti. Jarðvegurinn er of þéttur til þess að hið lilýja loft nái að verka á hann. En á vel plægðum löndum, þar sem moldin er laus í sér, eiga hitastraumarnir greiðari aðgang og útiloka að heita niá frosthættuna. Skemdir af völdum frosts í Alberta, eru sjald- nast veðráttufarinu að kenna, held- ur ásigkomulaginu, sem jarðveg- urinn er í. Sumstaðar í fýlkinu hefir hagl orðið uppskerunni að tjóni. En til þess að hæta upp hallann, er af slíku tapi leiðir, eru hadsábyrgðarfélög, er tryggja bændur að miklu leyti gegn s'kaða af jieim völdum. Heyskaparlönd i Allierta, eru mikil og góð. Alfalfa er mjög ræktað í áveitulöndunum og þykir citt hið ákjósanlegasta fóður, sem hugsast getur. Þá mega og beiti- lönd kallast takmarkalaus. Frá Islandi. ^25. sep til 8. okt.—LögrJ í gær (24. sep.) síðdegis lézt úr hjartaslagi Guð.mundur Sigurðs- son, faðir Karls skipstjóra og tengdafaðir Tljalta Jónssonar fram- kvæmdarstjóra. Um skólastjórastöðuna viö harna- skólann hefir að eins einn sótt, Sigurður Jónsson barnakennari. Sláturtiðin er nú byrjuð fyrir al- vöru og konia hér eftir rekstrar til sláturfélags Suðurlands á hverjum degi. Kjötverðið er í haust frá 80 auruni upp í 130 aura tvípundið, en tnör 140 aura. í smásölu er kjötverðið nokkru hærra. Búish er við að slátrað verði fé með allra minsta móti í haust, því heyafli er yfjrleitt góður súnnanflands, en undanfarin ár hafa bændur orðið að farga með meira móti. Er fólki l>ví ráðlegt að fresta ekki of lengi kjöt og sláturkaupum sínum. Mikinn snjó kvað hafa sett nið-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.