Lögberg - 08.11.1923, Blaðsíða 8

Lögberg - 08.11.1923, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER 1923 Dr Bænum. " * Þeir Louis Hillman, John Hall- grímsson og Elís Johnson frá Mountain, N. DaSc., komu til borg- arinnar um síöustu helgi, vestan úr Vatnabygðunum, {?ar sem þeir hafa stundað uppskeru og þreskingarvinnu. peir héldu heim’eiðis á þriðjudagsmorgun íslenzkir kornræktar bændur, ættu að veita athygli auglýsung- unni frá The Northwest Comm- ission Co. Ltd., sem blað þetta flytur. petta er eina íslenzka verzlunin slíkrar tegundar 1 ðlla landinu og eigendurnir þeir herrar Hannes J. Líndal og Pétur Ander- sno, eru alþektir að áreiðanleik og lipurð í viðskiftum. Skrifa má þeim hvort eldur sem vera vill á íslenzku eða ensku. Bréfum öllum og fyrirspurnum svarað u*m hæl Landar góðir Ef þér þarfn- ist bifreiðar í snatri, þá er ekki annað en hringja upp King Ge- orge Taxi, er ávalt hefir bifreiðar til taks, hvort heldur sem er á nótt eða degi. íslenzkir menn eiga þetta nýja Taxi félag, þeir C. Goodman og Th. Bjarnason. Getur álmenningur þvi reitt sig á lipra og ábyggilega afgreiðslu. Athugið auglýsinguna um þetta efni, á öðrum stað í blaðinu. Gjafir til Jóns Bjarnasonar skóla 5— Mr og Mrs L Tompson Wpg. $5,00 Mk* og Mrs Fr Stephenson 10,CO Ónefnd frá Lundar .... 10,00 'Með bezta þakklæti S. W. Melsted. Dr. Abner Sproule í Langruth lézt í dag (3. okt.) í sjúkrahúsinu í Portage la Prairie. Hann var mjög ósérplæginn og vel látinn ’æknir hér á Big Point og í grend- inni. Erindi flytur SSitef"" í GOODTEMPLARA HÚSINU á Sargent Ave. Föstudagskvöldið 9. þ. m., kl. 8 Ej L'mtal8\fni: Viðhald þjóðernisins, ])istlar úr gg ferðasögu og nokkur orð um ástandið á Islandi. m Eiunig syngur á samkomunni bróðir læknis- S Jj ins, Gunnar Matthiasson, mörg íslenzk lög. — 9 TM Frú B. H. Olson aðstoðar söngv’arann. Aðgangur 50 cents. iHr. Sveinn Johnson frá Hen- sel, N. D., kom til borgarinnar í /síðustu viku, var hann á leið vest- ur að Kyrrahafsströnd, þar sem hann bjóst við að dvelja fyrst um sinn. “Systrakvöld” verður í St. Heklu no. 33, föstudaginn 9. þ. m. Gott prógram, veitingar og dans á eftir. Stúkan Skuld og allir G. t. velkomnir. Miss Nena Paulson, dóttir Mr og Mrs. W. H. Paulson, Regina, Sask., kom til borgarinnar fyrir síðustu helgi og fór áleiðis til New York strax eftir helgina, þar sem h*ún ætlar að halda á- fram að fulllkomna sig í að spila á fiðlu. Meðan hún dvelur þar syðra verður hún til heimilis föðurbróður sínum Rev. Stefár.i Paulson í Brooklyn, N. Y. íslenzkir stúdentar halda skemtifund í lútersku kirkjunni á Victor Str. 11. nóv. *laugardags- kveldið. Byrjar kl. 8,15. Aðal atriðið á skemtiSkránni verður erindi — þýðingar á nokkrum ís- lenzkum kvæðum — flutt af pró- fessor Skúla Johnson. Ekki þarf meira en nefna manninn til þess að menn fái hugmynd um að ekki verður farið 'með neitt létt- meti. — Fyrirhugaðar breyting- ar á stjórnarskrá félagsins verða lesnar upp og bíða næsta fundar til umræðu og úrslita. í ráði er að löggilda félagið sem allra fyrst. Leikir verða fjörugri en nokkru sinni fyr. Veitingar á eftir. Áríðandi að fjölmenna. A. R. Magnússon ritari. Samkoman sem kvennfélag Fyrsta lút. safnaðar auglýsir í þessu blaði og sem haldin verður í kirkjunni á mánudaginn kemur, er áreiðanlega þess virði, að henni sé gaumur gefinn. Enda ekki hætt við öðru en að hún verði vel sótt. Allir ís'lendingar í þess- um bæ þekkja fólkið, sem þar kemur fram og veit hvernig það leysir hlutverk sín af hendi. pað er alt íslenzkt fólk nema Miss Cairns, en hún hefir nýlega feng- i ðverðlaun i söngsamkepni hér í Winnipeg, svo það þarf ekki að efast um, að hún syngi sérlega vel. Eftir að skemtiskráin er á enda verða framreiddar ágætar veitingar (meðal annars turkey og rúllupilsur) í samkomusal kirkjunnar og þar getur fólk set- ið og talað saman, og látið sér líða vel frameftir kvöldinu. Aðgangur að þessari ágætu samkomu, skemtun og veitingum. er að eins 35 cents. Það sýnist r.æstum hlægilega lítið og verður naumast skýrt á annan hátt, en þann, að kvennfélagið vill á þessari þakkarháttíð, sýna al- 'menningi, að það metur góðvild- ina, sem það hefir notið í ríkum mæli, og vill sýna það i verkinu, með því að gefa fólkinu þetta kv*eld, ágæta skemtun o.g veiting- ar fyrir örlítið gjald. Kvenfé- ’agið býst við húsfyllir þett i kveld og því er það vafalaust ó- hætt. Land til sölu með mjög vægum skilmálum nálægt Lundar, með þolanlegum byggingum og vel ínngirt. Eigandinn væri til með að taka hús eða lóðir hér í bænum í skiftum. Lysthafepdur snúi sér til W. H. Olson að 886 Sher- burn stræti, Winnipeg. Hinn 30. okt. .síðastliðinn, voru þau Sumarliði Matthews, hér í borginni og ungfrú Guðný John- son frá Gimli, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni, að heimili hans 493 Lipton stræti. Framtíðar heim- ili ungu hjónanna verður í Winnipeg. Land til sölu. Til sölu að Winnipeg Beach, S. E. 14,-23-4 E., fast á vatnsbakk- anum. Lítil niðurborgun, og afborgun eftir því sem kaupandi æskir. Upplýsingar «veitir H. R. Page, Winnipeg Beach. í sambandi við viðarsölumína veiti eg daglrga viðtöku pöntun- umfyrir DRUMHELLER K0L, þá allra beztu tcgund, sem til er á markaðnum. S. Olaísson, Sími: N7152 619 Agnes Street Cífice: Cop. King og Alexander Kiiiíi George TAXI Phone; A 5 7 8 0 Bifreiðar við hendina dag og nótt. Th. Bjarnoson Pr sident C. Goodman. Manager Scandinavian American eim- skipafé'agið, biður þess getið að S.S. “Oscar II.” sigli frá Kaup- mannahöfn 2. marz næstkomandi, i en frá Kristjania þann 7.. Skipið' keVnur við í Halifax. N. S., og set-j ur þar á land farþega er til Can-I ada fara, en heldur svo áfram1 för sinni til New York. Eimskipa-1 félag þetta hefir í hyggju, að halda uppi beinum ferðum milli skandinavisku landanna og Can-( ada yfir vormánuðina. Veitir* það skandinövum tækifæri til að | komast til Canada beina leið. Fyrir Winnipeg-búa Crescent mjólkin hefir ávalt haldið sínum góða orðstýr, meðal neytenda sinna, sökum hennar ó- viðjafnanlegu gæða. Hvenær setn fylgja þarf sér- staklega ströngum herlbrigðis- reglum, er sú mjólk áva’.t við hendina. Vissasti vegurinn til þess að halda heilsu, er að drekka dag- lega nóg af Crescent mjólk og rjóma. Á laugardagskvöldið var, var Hon. E. .1. McMurray haldið sam-| sæti á Fort Garry hótelinu. Var þar saman komið u*m þrjú hunar-' uð manns, sem neyttu þar máltíð-1 ar. Ræður fluttu Hon. E. J. McMurray dómsmálaráðherra, | Hon. Lapoint fiskimálaráðherra, Hon. T. C. Norris, J. W. Wiltor,, Mr. Finkélstein og Duncan Cam- eron. Auk þess var skemt með söng og hljóðfæraslætti. Var! samsæti þetta hið skemtilegasta í | alla staði. Hon. E ,J. Murrayí býst við að flytja til Ottawa al- farinn í næstu viku. Til bænda er selja staðinn rjóma Vér greiðum hærra verð fyrir staðinn rjóma, en nokkurt annað verzlunarfélag sömu tegundar í öllu Manitoba. Pér getið bezt sannað þetta sjálfir, með því að senda rjóma til reyns'lu Vér sendum dunkana til baka sama dag og vér veitum þeim móttöku og peningana jafnframt. Vér veítum nákvæma vigt, sann- gjarna flokkun, og ábyrgjumst hrein viðskifti yfirleitt. í síðustu viku lézt Vilhjálmur! Sigurgeirsson, bóndi að Hékla P. O., Man. Hánn var jarðsurg- inn af séra Sig. Ólafssyni á sunnudaginn var. I. O. G. T. barnastúkan “Gimli” no. 7 hefur fund í Town Hall á hverjum laugardegi kl. 2 e. h. Þessi börn eru embættismenn fyrir yfirstandandi ársfjórðung: F.æ.:— Freyja Ólafsson Œ. t.:— Evangeline Ólafson Kap.:— Freda Sólmundsson V.t.:— Josephine Ólafsson Dr.:— Jean Lawson. | A. dr. >— Kathleen Lawson. Rit.:— Ólöf Sólmundsson. I A.rit.:— Thorbjörg Sólmundson | Fj. rit.:— Helen Benson. Gjk.:— Benette Benson. j V.:— Lawrence Benson. Ú.v.: Kjartan Sólmundsson. j G. ú.:— C. O. L. Chiswell. Fyrirlestur. Sunnudaginn 11. nóvember kl. ; síðdegis verður hið fróðlega um- ræðuefni í nýjukirkjunni, 603 Alverstone stræti: “Þegar kon- ungsvöldin hrynja, hvað mun þá taka við?” Áður en stríðið skall á voru hér um bil 40 þjóðhöfð- ingjar í Norðurálfunni. Núna eru að eins 16 eftir. Hvað mun koma í staðinn þegar úti verður um þessa 16? Komið og hlustið á hið ótvíræða svar. Myndir verða sýndar fyrirlestrinum til skýringar. AMir íslendingar eru boðnir og velkomnir. — Virð- ingarfylst Davíð Guðbrandsson. --------o-------- Frá Langrutb, Man. pann 15. f. vn. varð fjósbruni hér í bænum kviknaði eldurinn skömmu eftir hádegi; brann bygg- ingin fljótt því vindur var sunn- anstæður. Kviknaði út frá á ýmsum stöð- um, en fyrir röska framgöngu manna varð því varnað, að eldur- inn gerði meiri skaða. Að kvöldi þess 20. komu menn saman hjá Finnboga Erlendssyni á Langruth, til þess að halda upp á fertugasta og fyrsta giftingar- afmæli Jóhanns Jóhannssonar og Katrínar Sigríðar ólafsdóttur. Þau hjón eru ættuð af Norður- landi; Jóhann frá Húsabak'ka 1 Skagafirði og Sigríður er fædd á Hafstöðum í Refasveit i Húna- vatnssýslu. Það má heita svo, að þau hafi búið á þessum töðvum í 30 ár. Hafa þau getið sér hinn bezta orðstýr. Jóhann er félasmaður góður og þau bæði, hefir Sigríður gengt yfirsetu- konustörfum um langa hríð og tekist prýðilega, var hún iðuglega rifin frá heimili sínu um vnyrka nótt og í misjöfnum veðrum; fór endurgjald eftir ástæðum. Heimili þeirra hjóna stóð ætíð opið fyrir gestum og gangandi, og var til reiðu beini hverjum sem hafa vildi. Komu menn því saman með þeim hjónum til þess að þakka þeim fyrir árin liðnu. Hefðu sjálfsagt miklu fleiri tekið þátt í kveldskemtun þessari en gerðu, ef mögulegt hefði verið að koma því við, en ýmsar ástæður voru þess valdandi, að það var ekki mögulegt. peir, sem að kunn- ugra manna dómi voru þeim hjónum handgengnastir heima á gamla landinu, og þeir, sem höfðu lengst verið þeim hér samtíða j voru þv hvattir til þessara mála. Menn fluttu stutt erindi til ; þeirra hjóna, var þeim afhentur lítill sjóður sem vottur um hlýhug I í þeirra garð. Konurnar stóðu j fyrir beina og menn sungu þau í lög, sém þeim voru kunn að fornu j og nýju. Það skal látið ósagt, j hvort hinir snjöllu tónfræðingar ! hefðu þóst finna missmíði á söngn j um, en þess er eg viss, að þeir ! hefðu ekki gert sönginn með meir! hjartanlegum feginleik en hér j átti sér stað. pegar menn sungu: “pá tekur i bóndi brand frá vegg,” o. s. frv., j kendi fornra endurminninga í j söngnum, og að þessar raddir og I tónar höfðu staðið lengi óhreyfð- ar “við vegginn”. Og þá rann upp fyrir mér sú hugsun, og það er mín sannfæring, að hin íslenzku sönglög 'muni vissulega reynast tryggasta ráðið til þess að við- halda íslenzku þjóðerni hérlend- is. Við getum haldið glymjandi ræður fyrir þeim yngri um “Forna fósturjörð og bókmentir,” það alt er virðingarverð við- ieitni, en flest þesskonar fer fyrir ofan garð og neðan hjá mönnum, því það gengur lítið til heilans, en minna til hjartans. En söngurinn gjörir þetta hvoru- tveggja, sé honum beitt með hag- sýni. Vildi þjóðræknisfélagið beita orku sinni á þann hátt, að glæða af ýtrasata megni æfing í íslenzku’m sönglögum í bygð og bæ, mundi það f’-ytja skjótan og mikinn árangur. S.S.C. Þakklæti. Við þökkum hér með þeim, sem- komu saman með okkur til gleði! og ánægju, á fertugasta og fyrsta giftingarafmæli okkar, 26. októ-: ber og fyrir peningagjöfina sem okkur var þá afhent. Líka þökk- u‘m við þeim, sem síðan hafa bætt við þann sjóð, og þeim yfirleitt, sem gjarnan hefðu viljað taka þátt i þessu hvorutveggja, hefðl því verið komið við. Jóhann Jóhannsson. Katrín Sigríður Jóhannsson CrescfitPubeMíik COMPANY, LIMITED WÍNNÍPFG Gjafir til Betel. Afhent af séra K. K. Ólafssyni: Mris. Guðfrnna Björnsson, Moun-; tain, $5.00; pórður Sigmundsson, j Edinburg, N. Dak., gefið til minn-; ingar um konu hans látna á af-; •mælisdegi hennar 1. ágúst $15,00 Kvennfélagið “Tilraun” Hayland, i P. O. $25.00; séra Sig. ólafssor.j Gimli. $10.00; The Rural Mun- icipality of Gimli$25.00; Mr. ogj Mrs. Björn Jónsson Gimli í minn- ingu um Grím sáluga Breið- fjörð $5,00; ,Mr. Hannes Björns- son, Mountain, N. Dak., $5.00 Elli Johnson Gimli, í útfarar- kostnaði Gríms sál. Breiðfjörðs. Kærar þakkir fyrir gjafirnar. J. Jóhannesson féhirðir 675, McDermot ave., Wpg. Benedikt Helgason, Hayland, Man., druknaði í Manitoba vatni síðastliðinn sunnudag, var hann að renna sér á skauttrm og brotnaði ísinn. Hann var ó- giftur og 38 ára ára gamall. Þa kklœtishátí ð verður haldin í Fyrstu Lát Kirkju, Victor St., 12. Nóvember Byrjir me3 því aS sálmur er sunginn af öllum Bœn flutt af presti safnaðarins SKEMTISKRÁ : 1—Organ Solo ............. Mr. S. K. Hall 2. —Vocal Solo .... . Miss Dorothy Polson 3. —Piano Solo ... Mrs. Frank Fredrickson 4. —Ræða........ séra Rúnólfur Marteinsson 5. —Organ Solo ........ Miss L. Ottenson 6. —Vocal Solo .......... M^s. S. K. Hall 7. —Violin Solo...... Miss Violet Johnston 8. —Vocal Solo ............. Miss Caírns 9. —Piano Solo ...... Miss Helga Pálsson 10. —Vocal Solo.......... Mr. Paul Rardal 11. —Vocal Solo ....... Mrs. Alex Johnson 12. —Vocal Solo ...... Mr. Sigfús Halldórs 13. —Vocal Duet .... Miss Caims og Mr. P. Bardal “God Save The King” Samkoman byr.jar kl. 8. Aðgöngumiðar 35c. VEITINGAR I: i THE LINGERIE SIIOP Mrs. S. Gunnlaugsson. Gerir Hemstiching fljótt og vel og með Jægsta verði. gegar kvenfóikið Þarfnast skrautfatnaðar, er bezt að leita til litlu búðarinnar á Victor og Sargent. gar eru allar slíkar gátur ráðnar tafarlaust. l>ar fást fagrir og nytsamir munir fyrir hvert heimili. Munið Ijingerie-búðina að «87 Sar- gent Ave., áður en þér leitið lengra. Heimilis Talsími B 6971 Dr. Cecil D. McLeod TANNLÆKNIR Union Bank Bld. Sargcnt & Sherbrook Tal». B 6á94 Winnipeg DiftlAViAN- ERiCAN Skipa- göngur tillslands Að eins skift um í Kuupmunnahöfn. Stór og hraðskreið nýtfzku gufuskip, “Frederik VIII’, “Hellig Olav”, “Unit- ed States” og “Osckar II”. Fram úr skarandi góður aðbúnaður á fyrsta og öðru farrými. Matföng hin allra beztu, sem bekkj- ast á Norðurlöndum. Lúðrasveit leikur á hverjum degl. Kvikmynda sýningar ókeypis fyrir alla farþega. Frekari upplýsingar fást hjá öllum gufuskipa umboðsmdnnum, eða beint frá SCANÐINAVIAN AMERICAN LINE, 123 S 3rd St., Minneapolis Minn. 100 íslenzkir menn óskasfc KAUP: $25 til $50 á viku Vér viljum fá ioo íslenzka menn til þess að læra bifreiðar- aögeröir og stýra vöruflutningabílum; enn fremur menn til þess aö læra raffræöi. Vér kennum einnig hverjum sem er, hvernig stjórna skal fólksflutningabílum og kennum öll grundvallarat- riöi fyrir bifreiðasöiu. Einnig viljum vér fá nokkra menn til þess að læra rakaraiðn. — Vér ábyrgjumst að kenna yður þang- að til visíráðningaskrifstofa vor hefir útvegað yður atvinnu. Mörg hundruð Islendinga hafa lært á skóla vorum og reka nú atvinnu fyrir eigin reikning eða vinna fyrir góðu kaupi hiá öðrum. Það er ekkert því til fyrirstöðu, að þér getið gert hið sama, því eftirspurnin eftir æfðum mönnum í áðurnefndum greinum eru þvinær óþrjótandi.— Komið eða skrifið eftir vorri nýju og fögru verðlagsskrá og lista yfir atvinnu. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LTÐ. 580 Main Street, Winnipeg. l'cita er eini hagkvœmi iffnskólinn í Winnipeg horg. Yfir 600 ísl. nemenda hafa sótt The Success Business College síðan 1914. Pað má fá nóg af skrifstofustörfum í Winnipeg, mið- stöð atvinnu og iðnaðar í Vesturlandinu. Vað morgborgar sig að læra 1 Winnipeg, þar sem mest er um atvinnu og þar sem þér getið sótt The Success Business College, með þvl að þúsundir af námsfólki þaðan njóía forréttinda að því er atvinnu áhrærir, og þér getið fengið góða atvinnu um leið og þér stigið yfir skólahuss þröskuldinn. ..The Success Business College er traustur og ábyggilegur skóli og yfirburðir hans hafa gert það að verkum, að hann hefir útskrifað fleiri nemendur, en nokk- ur annar skóli j Manitoba. Starfar allan árshring. Inn- ritist nær sem vera vill. Skrifið eftir upplýsingum. THE Success Business College Limited WINNIEG - - MANITOBA Stendur í engu sambandi við nokkurt annað Business College í Canada. Tilkynning j Hið nýja vikulega afborgunar fyrir- komulag Ford félagsins. $5.00 Þer borgið a hvern viku ... . . t Alveg einstök vildarkjör veitt á nýjum og gömlum bif- reiðum í vetur. Ford bifreið er einhin beztr innstæða, er nokkur getur eignast. Leitið upplýsinga til vors íshnzka umboðsmanns The Dominion Motor Co. Ltd., Winnipeg Islenzkur umboðsmaður: Mr. PAUL TH0RLAKSS0N Exdian^e Taxi B 500 Avalt til taks, jafnt á nótt sem degi Wankling, Millican Motors, Ltd Allar t^gundir bifreiða að- gerða leyst af hendi bæði f jótt og vel. 501 FURBY STREET, Winnipeg Brauðiöluhús Beztu kökur, tvíbökur og rúgbrauð, sem fæst í allri borginni. Einnig allskonar ávcxtir, svaladrykkir, ísrjómi The Home Bakery 653-655 Sorgent \ve. Cor. Af-nea Sími: A4153 Isl. Myndastofa WALTER’S PHOTO STUDIO Kristín Bjarnason eigandi Næst við Lyceum lei-khúaiö 290 Portays Ave Wtmjiipeg Gasolins Red’s Service Station milli Furby og Langside á Sarg-nt A. BKRGMAN, Prop FRKK SKRVICK ON RUNWAY CUP AN DIFFKBKNTIA.L GRKASE Eina lituraihúsið íslenzka í borginni Heimsækið ávalt DuboÍN Timited Lila og hreii)8a allar tegur dir fata, svo þau líta út «em ný. Vér erum þeir einu í borginni er lita hattfjaðrir.— L.ipur af greiðsla. vönduð vinna. Eigendur: Árni Goodman, RagnarSwanson 276 Hargrave St. Sími A3763 Wiani * The New Yurk Tailoring Co. Er þekt um alla Winnlpeg fyrlr iipuró og sannglrni I viPskiftum. Vér sníSum og aaumura karlmanna föt og kvenmanna föt af nýjustu tízku fj'rir eins lágt verS og hugs- ast getur. Einnig föt pressuí og hreinsuS og gert viS alls lags loSföt 639 Sargent Ave., rétt vió Good- templarahúsiC. íslenzka brauðgerðar husið. Selur beztu vörur fyrir lægst verð. Pantanir afgreiddar bæði fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. ..Hrein og lipur viðskifti... BJARNASON BAKINO CO.. j 631 Sargent Avn. Sími A-5638 Christian Johnson Nú er rétti tíminn til að láta endurfeirra og hressa upp L jromiu húseösmin og Iáta p»tu nxa ut ems og p*u væru gersam- lega ný. Eg er eini fslendingur- inn í borginni, sem annast um fóðrun og stoppun stóla og legu- bekkja og ábyrgist vandað* vinnu og fljóta afgreiðslu. Mun- ið staðinn og símanúmerið: — 311 Stradbrook Ave., Winnipe*. Tls. FJH.7487 gjörir við klukkur yðar og úr ef aflaga fer Einnig býr þann til og gerir við allskonar gull og silfurstáss. — Sendið að- gerðir yðar og pantanir beint á verkstofu mína og skal það afgreitt eins fljótt og unt er, og vel frá öllu gengið. — Verk- stofa mín er að: 676 Sargent Ave., Phone B-805 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bld. WINNIPEG. Annast um fasteignir maasa Tekur að sér að ávaxta sparifA fólks. Selur eldábyrgðir og blf- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundi*. Skrifstofusími A426S Húasimi B88B» Arni Eggertson 1101 McArthur Bldg., Wionipeg Telephone A3637 Tclegraph Addresst ‘EGGERTSON tVINNIPEG” 3 Verzla með hús, lönd og lóð- ir. Utvega peningalán, elds- ábyrgð og fleira. Xiny GeDPyE Hoíei (Cor. King & Alexander) Vér höfum tekið þetta ágæt* Hotel á leigu og veitum viC- skiftavinum öll nýtízkru þiæg- indi. Skemtileg herbergi tll leigu fyrir lengri eða skemri tíma, fyrir mjög sanngjarnt verð. petta er eina hótelið i borginni, sem íslendingar stjórim. Th. Bjarnason, Mrs. Swainson, að 627 Sargent Avenue, W.peg, hefir ávalt fyrirliggjandi úrvalsbirgðir af nýtízku kvenhöttum, Hún er eina ísl. konan sem slíka verzlun rekur í Winnipg. íslendingar, iátið Mrs. Swain- son njóta viðskiffa yðar. TaU. Heima: B 3075 mvmm 11 N u 3 R —-— SiKlingar irá Montreal og Quebec, yfir Nóv. og Des. Nóv. 3 Montlaurier til Livcrpool 7. Melita til Southampton S. Marburn til Glasgow 9. Montclare til Liverpool 10. Empr. of Fr. til Southampt. 15. Marloch til Glasgow 16. Montcalm til Liverpool 21. Minnedosa til Southampt. 22. Metagama til Glasgow 23. Montrose til Liverpool 28. Montlaurier til Liverpool. Des. 7. Montiare til Liverpool. ‘‘ 13. Melita til Cherb. Sptn, Antv. “ 14. Montcalm til Liverpool “15. Marloch, til Belfast og Glasg. “ 21. Montrose: Glasg. og Liverp. “ 27. Minnedosa: Cher. Sptn. Antv. “ 28. Moniaurier til Liverpool “ 29. Metagama til Glasgow. Upplýsingar veitir H. S. Bardal. 894 Sherbrook Street W. O. CASEY, Oeneral Agent Allan. Killam and McKay Bldg 364 Main St., Winnipeg Can. Pac. Traffic Agenta. BÓKBAND. Reir, sem óska að fá bundið Tímaritið, 4 árg., í eina bók, geta fengið það gert hjá Columbia Press, Cor. Toronto og Sargent, fyrir $1,50 í léreftsbandi, gylt í kjöl, en fyrir $2,25 fyrir leður á kjöl og horn og bestu tegund gyllingar. — Komið hing- að með bækur yðrvr, sem þér þurf- ið að láta bind;»

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.