Lögberg - 08.11.1923, Side 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
Eg held því sem
eg hef
8. kapítuli
v
(Carnal Iávarður kemur til sögunnar)
Eg farsn að einhver lagði höndina á öxl mér;
eg leit við; konan mín stóð við hliðina á mér.
Kinnar hennar voru náfölar, augun tindruðu og
taugar hennar voru í áköfum æsingi. pað var
auðséð, að hún var ofsareið. Eg starði á hana
undrandi. Hönd hennar seig niður af öxl minni
ofan í ölnbogabótina og lá þar kyr. “Mundu
eftir því að eg er konan þín,” sagði hún með
lágri nístandi rödd — “pín góð og elskandi kona.
pú sagðir, að þitt sverð væri mitt sverð; notaðu
nú líka vitið í mína þjónustu.”
pað var enginn tími til þess að spyrja hana
að, við hvað hún ætti. Maðurinn sem skrifar-
inn hafði nafngreint fyrir okkur; og sem var svo
hátt settur, að ekki var óííklegt að hann viki
Buchingham sjálfum úr sessi, var kominn fast að
okkur. Landstjórinn tók ofan og gekk á móti
honum; hinn tók spánska hattinn, sem hann
hafði á höfðinu ofan. Og báðir hneigðu sig dúpt.
“Eg mun ávarpa hans velæruverðugheit
landstjórann í Virginíu?” spurði aðkomumaður.
Málrómur hans var kæruleysislgur og hatturinn
var aftur kominn á höfuð hans.
“Eg er George Yeadley, reiðubúinn að þjóna
mínum lávarði Carnal,” svaraði landstjórinn.
Upipáhaldsvinur konungsins sperti auga-
brýmar undrandi. “J?að lítur þá út fyrir, að
eg þurfi ekki að segja til nafns míns,” sagði hann.
“þið hafið þá komist að raun um, að eg sé ekki
sjálfur d.jöfullinn — að minsta kos-ti ekki sá
spánski Apollyon. pað hefði ekki orðið meiri
gauragangur á hænsnahúsi, þótt vofur hefðu
komið þar fljúgandi inn, heldur en va^ð hér út af
þessum bát mínum og þessum fáu fuglabyssum
sem á honum eru. Verður ykkur svona mikið
um í hvert sinn og þið sjáið ókunnugt segl?”
Landstjórinn roðnaði. “Við erum ekjd
áeiroa,” svaraði hann þurlega. “Við erum hér
fámennir og veikir fyrir og umkringdir af
mörgum hættum; við verðum að vera varkárir,
því það má heita, að við séum í greipum þess
volduga Spánar, sem öll Evrópa óttast, og sem
kallar þetta land sína eign. pað að við erum
hér er nægileg sönnun fyrir hugrekki okkar lá-
varður minn.”
Hinn yptl öxlum. “Eg efast ekki um hug-
rekki ykkar,” sagði hann kæruleysislega. ”Eg
þori að segja, að það sé samboðið verjum ykkar.”
Honum varð snöggvast litði á brenglaðan
hjálminn og fornfálegu brjósthlífina, sem séra
Jeremías varnitbúinn með.
“pær eru vissulega gamlar og ekki eftir
tízkunni,” svaraði sá sómamaður — “næstum því
eins fágætar og kurteisi hjá gestum eða virðing
fyrir fign hjá flppskafningum og þeim, sem hafa
fengið lávarðs nafnbót skyndilega.”
J?að sló þögn yfir alla og undrun við að
heyra þessi d.jörfu orð. Vildarmaður konungs-
ins rak upp skellihlátur sjálfur. “J?ú ert svei
mér ekki huglaus svona í fjótu bragði á að líta,
karl minn,” sagði hann. “Eg er viss um að þú
þyrðir að mæta Spánverjum, og það þótt þeir
kæmu með öl sín píslartæki og galeiður.”
Pað var alt jafn ógeðslegt í fari hans: ó-
svífnin í augnaráðinu; stærilætið, sem hann gaf
til kynna, að hann væri vildarmaður konungsins
— merki sem er ógöfugra en merki böðulsins; lík-
amsfegurð hans og skraut á klæðaburði. Eg
hataði hann þá, án þess að vita hvers vegna eg
gerði það, alveg eins og eg gerði ávalt síðar, er
eg hafði feiígið ástæðu til þess.
Hann dró ofurítinn böggul úr barmi sír.-
um og rétti hann að landstjóranum. “petta er
frá konnnginum, herra minn,” sagði hann í þess-
um hálf grimmijega og hálf hæðnislega róm, sem
honum var eiginlegur. ^ “pér getið lesið það í
næði. Hann óskar þess að þér aðstoðið mig í
leit minni.”
Landst.jórinn tók við sendingunni með auð-
mýkt.
“Vilji hans hátignar er okkur sama og lög,”
svaraði hann. “Alt sem stendur í okkar valdi,
herra minn, nema ef þér komið eftir gulli —”
Vildarmaður konungsins hló aftur. “Eg
hefi komið eftir því sem er dýrmætara enn gull,
herra landstjóri — eftir því, sem mér þykir dýr-
mætara en öll auðlegð Indlands, Manoa og E1
Dorado til samans — eg hefi komið eftir því, sem
hugur minn girnist. J?að sem eg er staðráð-
inn í að gera, geri eg; það sem eg hefi ásett mér
að fá, það skal eg, fyr eða síðar, með góðu eða illu,
fá! Eg er ekki maður sem læt koma í veg
fyrir óskir sínar eða bjóða sér byrginn að ó-
sekju.”
“Eg skil yður ekki, lávarður minn,” sagði
landstjórinn hissa en kurteis. pað eru engir
hér, sem mundu vilja gera aðalsmanní, sem hef-
ir hylli konungsins, erfitt fyrir með að reka nokk-
urt heiðarlegt erindi. Eg vona, að lávarður
Carnal geri mitt fátæklega hús að sínu heimili
meðan hann dvelur hér í Virginíu. Hvað er 'um
að vera, lávarður minn?”
Lávarðurinn varð sótrauður í framan, hin
dökku augu hans leiftruðu og yfirskeggið færðist
upp og niður. Tennurnar höfðu skollið fast
saman er hann hafði Iátið út úr sér blótsyrðið,
sem hann greip fram í með fyrir landstjóranum.
Sir George og þeir sem stóðu umhverfis hann
horfðu á þenna óvenjulega gest fullir undrunar
og ekki með öllu óhræddir. Eg vissi áður en
þann sagði nokkuð, hvað það var, sem kom hon-
'um til að blóta, og hvers vegna þessi harðneskju-
legi sigursvipur kom á andlit hans. Séra Jere-
mías Sparrow hafði fært sig ofurlítið til, og við
það hafði komið í ljós það sem bak við hann var
falið, nefnilega Mrs. Jocelyn Percy.
Vildarmaður konungsins hraðaði sér að
ganga fyrir hana með hattinn í hendinni og
hneigði sig djúpt.
“Leit mín hefir endað þar, sem eg óttaðist
að hún væri að eins byrjuð”, hrópaði hann sigri
hrósandi. “Eg hefi fundið hnoss mitt fyr en
mig varði. pykir yður ekki vænt um að s.já
mig, ungfrú?”
Hún dró til sín handlegginn, sem hún hafði
lagt á armkrika minn og hneigði sig fyrir hon-
um; svo stóð hún upprétt með reiðisvip og þver-
úðarfull; það brann eldur úr augum hennar,
kinnar hennar voru kafrjóðar og um varir henn-
ar lék fyrirlitningarbros.
“Eg get ekki boðið yður velkominn eins og
það ætti að vera gjört, lávarður minn,” svaraði
hún með hreinni og styrkri rödd. “Eg hefi
ekkert nema tvær hendur tómar. Allsnægta-
landið liggur langt í burt í suðri. petta land
liggur langt úr leið yðar, og þér fáið hér smá erf-
iðislaun Leyfið mér herra lávarður, að kynna
yður mann minn, kaftein Ralph Percy. pér þekk-
ið held eg frænda hans, Northumberland lávarð.”
Vildarmaður konungsins fölnaði, eins og hann
hefði verið sleginn af einhverri ósýnilegri hönd.
pegar hann náði sér aftur hneigði hann sig fyrlr
mér; eg hneigði mig einnig fyrir honum, og svo
horfðumst við í augu nógu lengi til þess að skilja,
að við skoruðum hver annan á hólm.
“Eg tek áskoruninni,” mælti eg.
“Og eg tek henni líka,” svaraði hann.
“par til annarhvor er óvjgur,” hélt eg á-
fram.
“par til annarhvor er óvígur,” endurtók hann
til samþykkis.
“Og á milli okkar tveggja og engra annara,”
sagði eg.
Hann svaraði þessu með brosi, sem var alt
annað en skemtiegt að s.fá, og hreimurinn í rödd
hans, er hann ávarpaði landstjórann, var heldur
ekki skemtilegur.
“Fyrir nokkrum vikjum tapaðist frá hirðinni
gimsteinn herra minn,” sagði hann — “afar dýr-
mætur demant. Hann var að einhverju leyti
eign konungsins og hans hátign hefir af náð sinni
heitið vissum manni að hann skyldi fá hann —
.já, meira að segja, hefir svarið það við ríki sitt,
að hann skyldi verða hans. S ámaður rétti út
hönd sína til að heimta það, sem var hans eign;
en þá var gimsteinninn horfinn! Enginn maður
vissi hvað af honum hafði orðið. Eins og þér get-
ið ímyndað yður var hans leitað í dyrum og
dyngjum. En það var alt til einkis; hann var
týndur. En maðurinn sem gimisteinninn hafði
verið lofáður, er maður sem ekki er auðvelt að
gabba eða koma í vanda. Hann sór þess dýran
eið, að hann skyldi eita uppi demantinn, finna
hann og bera hann á hönd sér.”
Hin djörfu augu hans litu af landstjóranum
á konuna, sem stóð við hliðina á mér. pótt
hann hefði bent á hana með hendinni, hefði hann
ekki getað dregið betur að henni athygli hins
mislita hóps, sem stóð umhverfis okkur. Hóp-
urinn hafði smám saman færst fjær og skilið
okkur þrjú, vildarmann konungsins, konu mína og
mig eftir og horft á okkur álengdar; en nú var
hún markið, sem augnatilliti allra var miðað á.
Konur af okkar kynþætti voru þá í miklum
metum í Virginíu. Á fyrstu árum okkar þar voru
þær sjaldséðari en en fágætustu fuglar og dýr eða
plöntur, sem menn urðu heimskingjar af að neyta.
Hver maður er átti konu sem elskaði hann nógu
mikið, eða var nógu djörf, eða nógu hrædd um
hann, fyrir Indíána stúlkum, til þess að fylgja
honum út í óbygðirnar, átti nóga vini og var oft
sóttur heim. Fyrstu hjónin sem giftu sig í
Virginíu vpru erfiðismaður og vinnukona, en samt
var svo mikið sælgæti borið fram í veizlunni, að
það var rétt ein.y og það hefð verið hreppstjóra
gifting. Bróðir de la Warre lávarðar var svara-
maður brúðgumans og bróðir Northumberlands
lávarðar leiddi brúðurina að altarinu og kysti
hana fyrstur og sjálfur forsetinn rétti þeim vín-
blönduna. Heldri konur komu til Virginíy með
bændum sínum eða feðrum; stúlkur komu yfirum
til 'þess að fara í vistir, en giftust áður en þær
voru búnar að vera þrjár vikur í vistinni; og þá
borguðu mennirnir þeirra lausnargjald fyrir þær
í tóbaki. Meðal barnanna sem voru send til
þess að læra handverk voru margar stúlkur; og /
síðastar en ekki síztar voru dúfumar hans Sir
Edwyns. En mart hafði breyst síðan. Menn
mintust þess enn hlægjandi, þegar frú West var
eina konan, sem var ung og lagleg í bænum. Einn
dag hafði hún labbað niður strætið að gapastokkn-
um, stigið upp í hann og skipað þjóni sínum, að
berja bumbu og safna þangað öllum karlmönn-
um staðarins. pegar svo allir borgarbúar voru
komnir þar og göptu af undrun yfir því að sjá
konu yfirmanns síns, sem var fjarverandi, í gapa-
stokk, skipaði hún, að karlmennimir skyldu
horfa á sig og hvíslast á alt sem þeir vildu nú, og
láta sig svo í friði þaðan í frá.
pessir tímar voru liðnir, en samt hættu menn
enn vinnu sinni til þess að horfa á kvenmann
ganga fram hjá; p,nn þ ávoru æpt fagnaðaróp ef
kona sást stíga yfir borðstokkinn á skipi og við
kirkju horfðu menn meira á kvenfólkið en
prestinn. Fáir viðburðir í okkar stuttu sögu
höfðu vakið meira athygli en koma meyjanna, sem
Sir Edwyn kom með. pær voru nú giftar, en
þær vöktu eftirtekt allra, sem tóku eftir nokkru;
ókunnugum var bent á þær; krakkamir hlupu á
eftir þeim; þeir sem ókurteisir voru gláptu á
þær, og þingmenn ráðunautar og foringjar
hneigðu sig fyrir þeim; en konur, sem höfðu
fengið menn með öðmm og venjulegri hætti, litu
niður á þær. Flestar af þessum níutíu, sem
komið höfðu fyrir tveim vikum, hofðu eignast
menn annað hvort í bænum eða í næstu héruðum;
oé í þessum mannfjölda, sem nú var samankom-
inn til þess að taka á móti Spánverjunum, var
ekki allfá gjarðapils að sjá.
En af öllum þeim konum var engin lík þeirri,
sem eg hafði hlotið. Bónorðsdaginn hafði eng-
inn veitt henni sérstaka eftirtekt innan um hinar,
sem voru ófríðari, og einkum vegna þess að hún
var þá klædd í óvandaðan búning, og síðan hafði
enginn séð hana nema eg, Rolfe, presturinn og
þjónar mínir. Menn höfðu um annað að hugsa
en að taka eftir henni meðan hræðslan við Spán-
verjana var á hæðsta stigi og þess vegna hafði
henni ekki verið veitt nein eftirtekt fram að
þessari stundu. En nú breyttist þetta. Land-
stjórinn fylgdi hinu ósvífnislega augnaráði vild-
armanns konungsins og horfði á hana undrand';
einkennisbúnu heramir, sem stóðu næstir hon-
um teygðu fram álkumar, urðu sperribrýndir og
hvísluðu hver að öðrum; og skríllinn fylgdi dæmi
heldrí mannanna á sinn sérstaka hátt.
“Hvað haldið þér að hafi orðið af þessum
gimsteini, herra landstjóri?” sagði vinur kon-
ungsins — þessum gimsteini, sem var of bjartur
til að glitra við hirðina, sem setti sig upp á móti
vilja konungsins og sem ekki vildi þýðast þann,
sem hann var gefinn.”
“Eg er maður, sem er ekki gefinn fyrir marg-
mælgi, Iávarður góður,” svaraði landstjórinn.
“Viljið þér ekki gjöra svo vel og tala blátt á-
fram?”
Lávarðurinn hló og horfði kringum sig á
eftirvæntingarfull andlitin. “Eg skal gera það,”
sagði hann.” M áeg spyrja, hver þessi kona
sé?”
“Hún kom með skipinu Bonaventure,” svar-
aði landstjórinn. “Hún var ein af fátæklinguin
gjaldkerans.”
“Og við hana dansaði eg við hirðina ekki alls
fyrir löngu,” sagði vinur konungsins. “Og varð
að bíða eftir að mér veittist sú náð, þarfgað til
prinsinn sjálfur var búinn að dansa við hana.”
Kringlóttu augun í höfðinu á landstjóranum
urðu enn kringlóttari. Hannor, sem stóð og
tylti sér á tá fyrir aftan hann blístraði lágt.
“Pið hljótið að þekkja hvorir aðra, þar sem
ekki er fleira fólk en hér,” sagði konungsvinur-
inn. “Hér getur enginn gengið grímuklæddur,
enginn .siglt undir fölsku flaggi; hér hlýtur alt
að verja hverjum manni augljóst. En við eig-
um öll liðna æfi engu síður en yfirstandandi. Tök-
um til dæmis —”
Eg greip fram í fyrir honum. Hér í Vir-
ginia lifum við í nútímanum, herra minn. Og
nú sem stendur fellur mér illa í geð liturinn á
kápunni yðar.”
Hann starði á mig og svörtu augabrýrnar á
honum ygldust illHega. pér hafið ekki valið
hann og þér berið ekki kápuna,” sagði hann
drembilega.
‘Og sverðhnútur yðar er afleitlega hnýtt-
ur,” hélt eg áfram. “Og svona spiánýjar og
gimsteinum settar skeiðar eru ekki að mínu
skapi ; mínar eru farnar að slitna eins og þér
sjáið.”
“Eg sé það,” sagði hann þurlega.
“Og mér þykir laufaskurðurinn á treyjunni
yðar ljótur,” sagði eg. “Eg gæti gengið svo
frá honum, að mér þ^etti hann viðkunnanlegri.”
Og eg snerti ítölsku mussuna hans með sverðs-
oddinum mínum/
peir sem stóu umhverfis okkur nöldruðu
hálfhátt og landstjórinn færði sig í áttína til
mín og hrópaði: “ Kapteinn Percy, ertu geng-
inn af vitinu!”
Eg hefi aldrei verið fjær því en nú,” svar—
aði eg. “Mér er illa við franska tízku, það er alt
og sumt, og Englendinga, sem fylgja henni. Eg
álít að þeir séu naumast rétt fæddir Englend-
ingar.”
petta skeyti hitti annan blett. Allir könn-
uðust við söguna um Carnal lávarð, föður hans,
og þernuna hjá konu frakkneska sendiherrans.
Aðdáunaróp heyrðust frá mannfjöldanum. . Lá-^
varðurinn dró sverð sitt úr sliðrum, en hönd hans
skalf af reiði. Eg hélt á sverði mínu, en oddurinn
á Því á jörðunni. “Ear skal kenna þér
vitfirringur,” sagði hann með þjósti. Og aK
í einu fyrirvaralaust lagði hann til mín. Hefði
hann eigi verið eins blindur af reiði og hann var,
þá hefði sú langa deila, sem nú var hafin, endað
um leið og hún byrjaði. Eg vék mér undan og
á næsta augnabliki sló eg sverðið úr hönd hans;
það féll við fætur landstjórans.
“Péi* getið tekið það upp,” mælti eg. “Hönd
yðar er jafn styrk og heiður yðar, herra lávarð-
ur.”
Hann horfði á mig grimmilega og froðu-
IVTenn gengu nú á milli okkar — land-
stjórinn, Francis West-, Pong, Hannor, Wynne____
íog allir (öluðu í einu. pessi útúrdúr, sem eg
hafði gert var gerður af hefnd. West þreif í
handlegginn á mér. “Hvem fjandann á alt
þetta uppistand að þýða, Ralph Percy? pú
ert dauðans matur >f þú skerðir eitt hár á höfði
hans.”
Lávarðurinn • fc sig af landstjóranum og
vidi ekki hlusta á fn(')m<,“li hans.
pér vitið að það < r >kki skylda mín héðan
af, herra minn,” svaraði eg.
Hann stappaði fotunum í jörðina af reiði og
smán; ekki af smán út af því að hafa vegið að
mér óvörum, heldur vegna þess að sverð hans lá
á grasinu og að fynrlitninguna mátti lesa út úr
augum þeirra, sem viðstaddir voru, þó að þeir
reyndu að hylja/hana. Við stóðum örlitla stund
og horfðum hver á annan og hann beitti viljafli
því, sem hann hafði mikiast af, til þess að stilla
\ sig nokkuð. Roðinn hvarf af andliti hans,
skjálftinn rann af honum og hann gerði sér upp
bros. Hann gerði sér einnig upp hermannléga
hreinskilni í tali og látbragði, sem hann gat tekið
sér eftir vild.
timbur, fjalviður af öllurn
als
og
IlT ✓ • . 1 • )*• timbur, h£
Nyjar vorubirgöir tegundUm, geirettur
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komio og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðn
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Dcor Go.
_— — -------—— CimitoO
HENRY *VE. EAST • ‘ WlNNIPEí
Sólskinið hér í Virginíu blindar augun, herra
minn,” sagði hann. Mér sýndist í sannleika
þér vera viðbúnir. Fyrirgefið mér að mér
skjátlaðist.”
Eg hneigði mig. “pér munuð finna nlig
reiðubúinn. Eg bý í húsi prestsins, og þar mun
sendimaður yðar finna mig. Eg ætla að fara
þangað nú með konu minni. Hún hefir ferðast
tuttugu mílur á hestbaki í dag og er þreytt. Við
bjóða yður góðan dag; lávarður minn.”
Eg hneigði mig fyrir honum aftur, og land-
stjórinn rétti Mrs . Percy hönd sína. Mann-
þröngin opnaðist fyrir okkur; við gengum gegn-
um hana og gengum yfir heræfingavölinn h.iá
vestri virkisveggnum. Við endann á vellinum
var dálítill hóll. Við gengum upp á hólinn. Áð-
ur en við gengum niður af honum hinumegin á
götuna, sem liggur heim að prestshúsinu, snérum
við okkur við, eins og báðum hefði komið það til
hugar í einu, og litum til baka. Lífið er eins
og endalaus ítölsk hallargöng, þar sem mynd eft-
ir mynd hefir verið máluð af meistarahöndum.
Maðurinn ferðast gegnum þessi göng. pegar
augu hans eru komin fram hjá einni myndinni
hvíla þau á anaari. Sumar þeirra verða óljósar
í minni hans og sumar man hann alls ekki; en
sumar eru svo ljósar í huga hans, að hann þarf
að eins að loka augunum, til þess að sjá þær aftur,
hvern drátt í þeim, hvern litblæ og svip allrar
myndarinnar. Eg loka augunum og eg sé sól-
skinið heitt og bjart, blátt loftið og glampand'
ána. Seglin eru aftur hvít á skipunum, sem
eru töpuð fyrir löngu; Santa Tersa, sem sökk I
orustu við ræningjaskip frá Alsír tveimur árum
síðar, liggur alt af við akkeri á James ánni;
skipshöfnin stendur á miðju þifari og á ránni,
skipstjórinn og s|ýrimaðumn á háþiljunum og
yfir þeim blaktir fáninn. Eg sé völlin fyrir
neðan okkur og mannþröngina, sem horfir á okk-
ur; og fyrir framan höfðingjana sem standa þar
undrandi og vandræðalegir, stendur maður á
svörtum og skarlatsrauðum klæðum; hann strýk-
ur skeggið með annari hendinni, en hina kreppir
hann utan um hjöltin á sverðinu, sem hann er
nýbúinn að taka við. Og eg sé okkur tvö, þar
sem við stöndum á hæðinni og höldumst í
hendur, eg og kohan, sem var svo nátegnd mér,
en þó svo fjarlæg, að ekkert virtist tengja okkur
saman nema óvinur okkar beggja.
Við snérum við og gengum grasi gróna göt-
una heim að tómum húsunum. pegar við vor-
um komin úr augsýn þeirra, sem við höfðum
skilið við á bakkanum fyrir neðan, slepti hún
hönd minni og færði sig eins langt frá mér og
gatan leyfði. Og þannig gengum við í hægðum
okkar, án þess að tala orð saman, þangað til
við komum heim í prestshúsið.
9. kapítuli.
Tveir drekka úr einum bikar.
Séra Jeremías Sparrow beið okkar í húsdyr-
unum. Hann var kominn úr herklæðunum; and-
litið á honum var eitt bros og hann hélt á blóm-
vendi í hendinni.
“pegar það kom upp að Spánverjinn var ekk-
ert annað en vildarmaður konungsins,” sagði
hann, “læddist eg burt, til þess að líta eftir að
at væri til reiðu . Hér eru rósir, frú mín góð,
sem þú átt ekki að fara með eins og hinar.”
Hún tók við þeim brosandi og við gengum
inn í húsið. par fundum við þrjú stór og snot-
ur herbergi, að vísu fremur fátækleg að húsgögn-
um, en hrein og þokkaleg. Hér og þar stóðu
krukkur fullar af nýtíndum blómum og svalandi
golan bar ilm furutrjánna fyrir utan inn í gegnum
opna gluggana.
“petta er bústaður ykkar,” sagði presturinn;
“eg hefi herbergi herra Buches uppi á lofti. Hann
er góður maður og eg óska þess að honum batni
sem fyrst og að hann geti komið hingað í sitt eig-
ið hús og osað mig við alt þetta óhóf. Eg sem
er fæddur til þess að vera einbúi, hefi ekkert að
gera með það að búa í konunglegri hö.11 eins og
þetta hús er.”
Miss Lejiard,
Beaverdale,
Ont., ritar:
"Hvcrn vct-
ur leitf eg af
kuldasprungL
um. AOeins
Zam-Buclc dugöi.”
Zam-Buck dugar
vcl fyrir skurOi,
brunasdr o.s.frv.
IIaf Zam-Buck viö
hendina. 50c.
iSM meSal vi6 frostbólgu og hörundskvillum, =
á Zam-Buck ekki sinn lika. ]»au smyrsli H
draga samstundis Or bólguna og rýma á brott K
þkláða og sárindum.
ViS kuldasprungum ft andllti á Zam-Buck =
engan sinn llka, a8 þvl er græCslu skilyrCl
snertir. það meSal drepur gerlana samstundis K
og þess vegn er Zsam-Buck langt undan öli-
um öSrum smyrslum. i