Lögberg - 08.11.1923, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.11.1923, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. NÓVEMBER 1923 DODDS | Kl ÐN EY| THEPfS Oodds nýrr.apillur eru bezt* nýrnameðaiií5. Lækna og g igt, bakverk, hjartabilun, þvagteppu og onnur veikindi, sem starfa frá nyrunum- — Dodd’s Kidney Pill* kosta 50c. askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyt- sölum eða frá The Dodd’s Medi- ur noröanlands nú fyrir skömmu. Hefir frézt, að fé hafi fent í Þing- eyjarsýslu. Botnía fór til útlanda í gær 27. sep. Meðal farþega var Steingrím- ur læknir Matthíasson á leiö til Ameríku. Veröur hann vestan hafs utu hrið, en ráSgerir aS koma heim aftur í marz i vetur. Eins og kunnugt er, seldi Ársæll Árnason fyrir nokkru EimreiSina Sveini SignrSssyni, cand. theol., og tekur hann viS ritstjórn hennar í staS Magnúsar Jónssonar dósents. sem veriS hefir ritstjóri hennar síðan hún fluttist heim frá Khöfn. Nú hefir Magnús keypt tímaritiS “TSunn” af próf. Ágúst TT. Rjarna- son, og gefur þaS út framvegis. Landsstjórnin hefir selt “B°rg” sænsku útgerSarfélagi og eru kaup- samningar þegar gerSir, meS þeim fyrirvara, aS skipiS standist skoS- un, sem fram á aS fara á þvi. KaupverSiS er aS sögn 180.000 kl. danskar. Komnar eru i bókaverzlanir tvær hækur athvglisverSar; önnur er Endurminningar Renedikts Grön- dal og hefir Ársæll Árnason gefiS út. Hin bókin er “Sveitasögur” eftir Einar H. Kvaran og er Þor- steinn Gíslason útgefandinn. í norSanveSrinu, sem gerSi *hér um siSustu helgi, rak tvö skip upp á SiglufirSi. AnnaS norskt, og er þaS taliS ónýtt, eSa því sem næst. Hitt var af Akranesi og heitir Ingólfur”. ÞaS rak inn á leiruna inn af höfninni og brotnaSi sama sem ekkert. Manntjón ekkert. Versta veSur hefir veriS norSan- lands undanfariS. HafSi snjóaö í SiglufirSi niður i sjó einn daginn. Flest skipin eru hætt síldveiSum a 1 undanteknum reknetjaskipum. — Þorskafli hefir veriS mjög rír upp á síSkastiS vegna ógæfta. Þessa dagana er veriS aS steypa fótstallinn fyrir likneski Ingólfs landnámsmanns á Arnarhóli. Er myndin væntanleg hingaS meS næstu ferSum, svo aS þess verS- ur ekki langt aS bíSa, aS fyrsti landnáiflsstaSur íslands fái mynd frumbyggja síns. Hefir iSnaSar- mannafélagiS gert sómaverk meS því aS annast framkvæmd þessa rnáls, og framkvæma verk, sem of lengi hefir legiS i þagnargildi. Laus embætti: HéraSslæknis- embættiS í Vopnafiröi, HöfSahér- aSi, ReykhóIahéraSi, PatreksfirSi, FlateyjarhéraSi, eru auglýé laus til umsóknar. Vatnstúrbínu nýja, þúsund hest- afla, fékk rafmagnsstöðin meS ís- landi síSast. Vegur kaslhjóliS um fimm smálestir, en túrbinan sjálf rúmar þrjár SláturtíSin er nú byrjuS fyrir al- vöru en mjög misjafnlega hefir veriS slátraS undanfarna viku, stundum fáu, en mest um 1300 fjár. Stærsti reksturinn, sem kom- iS hefir á haustinu var úr Fljóts- hliS, á fjórtánda hundraS fjár. . S1y§ var á togaranum “Menja” í fyrrinótt hér úti á flóanum. UrSu tveir menn fyrir vírunum, þegar veriS var aS leggja vörpunni, og slösuSust báSir. Annar þeirra, Pét- ur ÞórSarson úr Hafnarf., misti fótinn um öklann, hjó strengurinn hann alveg af. En hinn, GuSm. Olafsson aS nafni, meiddist nokkuS á fæti og verSur aS liggja í rúminu um tíma. HjálpræSisherinn hefir látiS stækka sjómannaheimili isht hér nýlega og er nú lokiS breytingunni. Úr SuSur Þingeyjarsýslu er oss ritaS 20. sept.: “. ..Úrkomu og ó- þurkasumar hér, eitt hiS mesta í manna minnum; hefir rignt nálega alla daga síSan um sumarmál; hríSar nærri daglega síSan um höfuSdag, hey úti og fuku víSa í fárviSri rétt eftir messu Egedíus- ar. Spretta ágæt á túnum og þur- engi og í sáSgörSum.” Sigursæli er góður vilji. pað var hásumar 'með hækkandl sól, en á verkstæðinu fór ált fram eftir venjulegum reglum. I aftasta hluta byggingarinnar h'eyrðist vélaniðurinn. Vagnarnlr komu hver af öðrum og voru fylt- ir með kössum 0g margskonar varningi. Skrifstofurnar voru framarlega í húsinu, þar úti var grasið nið- urbælt kringu'm gamla linditréð. Hinir vnnugefnu verkamenn hröðuðu sér upp steintröppurnar með hinu háa handriði úr járni, en þó var einhver sérkennleg kyrð og ró yfir öllu saman. Inni á aðalskrifstofunni sat eigandinn, Konsúll Kruse. Hús- gögnin kringum hann voru stór og sterkleg, máske belzt um of grófgerð. Myndirnar á veggn- um af hinum eldri Krusers, virt- ust lýsa því, að þeir hefðu verið ómannblendnis og stoltir, og sama mátti segja um hann sjálf- an. þar sem hann sat nú í sínum háhryggjaða hægindastól. Þetta var gamalt áreiðanlegt félag, 0g Krusarnir mikils virtir, en strangir með óbifanlegum grundvallarreglum. Synirnir tóku við þar sem feð- urnir hættu, og félagið hélt á- fram að eflast hávaðalaust. Hin gömlu félagslög voru æðst af öllu, þeim hlaut formaðurinn að lúta, og sjá um að þeim væri nákvæmlega fylgt í öllu. Haraldur Krúse fylgdi reglun- um, ein og forfeður hans höfðu gjört, að því undanteknu, að þó hann væri roskinn að aldri, þá var hann enn ógiftur, og því ekki óhugsandi, að það í og með hafi gjört hann enn óviðfeldnari. Það var seinni hluti laugar- dags og mitt í frítímanum. Þeir sem voru efstir í embættum fengu fjórtán daga fpí, og þeir sem lægra voru settir fengu átta daga, jafnframt var þeim greidd ákveð- inn peningaupphæð, en mismun- andi, frá hundrað krónum, alt niður að tiu. Á hverjum laugardegi fóru ein- hverjir af stað. í dag var það Jensen ungi, Lime bókhaldari og formaðurinn sjálfur. Hann var vanur að taka sér þrjár vikur. En upphæðin sem hann brúkaði fór eftir því, hvernig félagsreikning- arnir stóðu í það og það sinni, að sínu leyti alveg eins 0g hitt fólk- ið. Samt hlakkaði hann til, og hugsaði sér að fara eitthvað nokkuð Iangt, því það var vnesta skemtun hans. Kruse hringdi, Jensen ungi kom inn og stansaði við dyrnar. Hann var seytján ára, eftir aldri stðr, óliðlegur í vexti, og fötin fóru honum hræðilega illa. Hann átti verulega bágt. Faðir hans hafði verið gjaldkeri, og dó frá allmikilli sjóþurð, og með drengn- um var haft stöðugt eftirlit. Hin örsnauða móðir hafði farið til V.......með litlu systurnar, en hann var látinn til fósturs, hann var óþreyjufullur og þreklítill, fann sárt til þess að hann værl einmana og yfirgefnn. Krúse hallaði sér upp við í stólnum: "Nú, Jensen. 1 kvöld byriar frítí'minn yðar, og varir þar til næsta sunnudagskveld, þér getið fengið tíu krónur hjá “'kassanum”, Larsen veit af því.” Jensen ungi var blóðrauður 1 andliti, hann hafði gjört sér vissa von um að fá 25 krónur, og ætl- aði svo að sjá móður sína og syst- ur, en nú var það ómögulegt. Hann flýtti sér að hnegja sig, og tautaði lágt og óskýrt: “þakka.’ “í raun 0g veru hefðuð þér engan frítíma átt að fá, þér vitið vel or- sökina. En nú hafð þér ver- ið skikkanlegur síðan, svo við lát- um þess ekki við getið, en gáðu að þér framvegis Jensen.” Jen- sen ungi tautaði eitthvað milli tannanna, og varð enn rauðari. “Jæja, góða skemtun Jensen, og segðu Lime, að hann skuli koma.” Augnabliki síðar kom Line. hann var einkennilegur, hár vexti en lotinn, ‘með smá og blíðleg augu, er voru umkringd af smáhrukkum. Hann var ekkju- maður, og hafði verið í þessari stöðu eins lengi og formaðurinn. Með sitt þunna rauðgula hár, var hann lítill fyrir manni til að sjá, en þótt undarlegt væri, var hann sá af hinum hærri embættismönn- um, sem Krúse þótti 'mest til I koma. Lime var ekki framúr- 5 skarandi með neitt, en með trú | og nægjusemi vann hann sitt á- i kvæðisverk, og kvartaði aldrei. ! þv'í sat hann kyr í sinni deild, sem j var af þeim smærri, sumir hinir j yngri sa'mverkamenn hans, þutu | fram hjá honum. En þrátt fyr- |• ir stöðu hans og lág laun, var þó í enginn í öllu félaginu, setn var j eins ánægður og gamli Lime, og : ,því skildi formaðurinn ekkert í. Enn fremur átti hann einn sér- sta'kan eiginlegleika, þó hann ! sýndist óframgjarn hversdaglega. enn til þess að taka málstað ann- j ara, var hann hverjum manni ' hugrakkari. Hvert sinn er ein- j hver hafði brotið hinar afar- ; ströngu reglur félagsns, og 'mundi að líkindum verða rekinn eða 1 annað lakara, þá var Lime þar j kominn, ótrauður að ‘hjálpa með ! ráðum og dáð, og oftar einu sinni hafði Iegið við borð, að fyrir þessar sakir mundi hann missa atvinnu sína, en það hjálpaðl j að Krúse virti hann svo mkið. "Nú jæja, Lime, þér ætlið að fara til P. .. ” sagði formaðurinn ! glaðlega. "Já, það var hug- ! myndin,” sagði Lime brosandi. j “par er líka fallegt. Þér hafið 14 I daga eins og vant er, og Larsen afhendir yður glaðningu, það eru ! að eins fimtíu krónur, meira gat j það ekki verið þetta árið.” Aha, biddu fyrir þér, það er líka ágætt." “Eg hefði gjarnan viljað fara eitthvað langt, en nú má eg Iáta mér nægja, að fara skemtiferð að sjónum, ó—já, svo Iæt eg það gott heita. Að eins óska eg yð- ur Lime góðrar skemtunar, og að þér fáið dálítinn roða á vangana.” Lime þakkaði kurteislega og ósk- aði forvnanninum góðrar ferðar. Svo gjörði Krúse Iítilsháttar bendingu, — samtalinu var lok- ið, en Lime fór hvergi. Afsakið, getur konsúllinn sagt mér hvert Jensen ungi hefir farið,” sagði hann hikandi.. Konsúllinn leit upp snögglega. "Nei,” eg er ekki trúnaðarmaður herra Jen- sens, en naumast verður það stór- höfðingjasetur, sem hann heim- sækir.” Rómurinn var kulda- legur og afvísandi. "Mér datt i hug að konsúllinn hefði máske tal- að eitthvað við hann, Jensen er svo einmana,” bætti Li'me við. “Svo yður datt það í hug, má3ke að eg ætti að hafa eftirlæti á unga Jensen, af þvl faðir hans var svo vingjarnlegur að stela frá okkur, yðar vegna hefi eg séð í gegnum fingur við hann, enda þó honum hafi yfirsést. Eg hefi gefið honum sama tækifæri og hverjum öðruwi — og það þrátt fyrir að mér líkar hann ekki,” “Og það er dagleg kvöl fyrir hann, það sem faðir hans gjörði fyrir sér sýnist mér hann ekki geta að gjört, móðir hans er bláfátæk, og dregur lifið fram nálægt V. Hún hefir margt misjafnt liðið, hr. Konsúll og eg veit að hún þráir drenginn sinn og Jensen — hann —” “Heyrið þér nú Lime minn góður, nú er bezt að þér hættið,” Krúse stóð upp, bólginn af reiði. Lime sá að hann gat engu á- orkað. Hann kvaddi því og fór, en Krúse skelti aftur bók- inni', settn lá fyrir framan hann, svo small í. Lime hafði verið margorður, um þessa skemtiferð, sem fyrir honum lá, samþjónar hans gjörðu narr að honum, og sögðu að hann væri nægjusamur eins og barn. Hann fór nú að búa sig undir frítimann. A hverju augnabliki leit hann út undan sér til unga Jensens, þeir unnu ‘báðir á sövnu skrifstofunni. Jensen var dauf- ur og dapaurlegur, og ekki sjáan- legt að hann hlakkaði til frítim- ans. pegar lo'kað var, bað Lime hann, að bíða sín á bekknum fyr- ir utan verkstæðið. Kruse stóð í skrifstofugangin- um sínum og heyrði þetta. Hann var ekki búinn að jafna sig eft- ir samtalið við Lime. Nú lang- aði hann til að vita hvað Lime ætlaði fyrir sér í garðinum hans gekk út að veginum. Bak við plankagirðinguna gat hann heyrt hvað talað var í bekknum, það var ekki í fyrsta sinn að hann hafði þannig borið sig að, honutn var ant um að vita hvað gerðist 1 kringum hann. Lime og Jensen ungi settust & bekkinn í horninu, og Krúse var þegar á sinum stöðvum, þar sem hann gat séð og heyrt hvað framfór, milli riml- nana á girðingunni. “Hvað gengur að þér, Jensen minn,” sagði Lime vingjarnlega. Jen- sen var niðurlútur og grátdrög fóru yfir andlitið. “Það geng- ur ekkert að vnér,” sagði hann með grátstaf í kverkunum. Lime sat augnablik og horfði á hinn unga vin sinn. Krúse sem hafði nákvæmar gætur á því sem fram fór, furðaði sig á hinum fallegu svipbrigðum, sem komu í ljós á andliti hans. Svo spfcrði Livne Jensen hvað hann ætlaði fyrir sér um frítímann. Unglingur- inn reyndi að vera hress í máli, og kvaðst verða á slangri í ná- grenninu. “En móðir yðar og litlu syst- urnar?” spurði Lime fljótlega. Jensen ungi varð enn þá niður- beygðarií og hélt niðri ú sér grátn- um. Móðir hans, sem hann hafði svo ósegjanlega mikið hlakkað til að sjá, hann gat ekki lengur heft grátinn og tárin runnu niður kinnarnar á 'honum. Hann ætlaði að standa upp, en Lime lagði höndina á öxlina á honum. “Lofið þér ínér að fara, hr. Lime, þér verðið að hraða yður,” gat hann loks stunið upp. “Nei, það er langt frá því, eg fer hvergi.” Jensen varð hverft við, og leit til hans. “Eg fer hvergi Jensen, en þér farið tii V., svo sannarlega sem eg heiti Lime, hér hafið þér fjörutíu krón- ur, og svo farið þér með nætur- lestinni.” Jensen horfði með innilegu þakklæti á hinn gamla vin sinn, en var ákveðinn í að j hafna því. Svo varð honum litið á stígvélaræflana, sem hann var í. “Já eg hefi tekið það með i reikn- j inginn,” sagði Lime. ‘Fyrst kaupir þú þér ný stígvél, og 'má- ske eitthvað smávegis fleira, en samt hefir þú nógan farareyrir fram og til baka,” Þrátt fyrir all- ar fortölur Limes vildi Jensen ekki taka við peningunum. Hann sagði að Lime væri búinn að gjöra svo ótal margt fyrir sig, og hann ætti mikið hjá sér, sem hann gæti aldrei borgað. Samt uppgafst Lime ekki. “Geturðu sagt ‘mér, hvernig á þvi stendur, að eg af og til reyni að gleðja einn og annan, og þú ert einn í þeirra tölu,” spurði hann alvar- legur. "Nei,” svaraði Jensen og horfði á hann forvitinn. “Svo skal eg segja yður það, og vona að þá segið þér já. — Sjáið þér til. Einu sinni iátti eg konu, kæri Jensen, sem mér þótti mjög vænt um. En eins og þér vitið er hún látin fyrir mörgum árum. Það var fjærri því, að eg væri nógu góður við hana. Eg byrjaði verzlun, og eyddi hennar peningum, síðan fékk eg atvinnu hjá Krúse, en eins og þér skiljið vorum við mjög fátæk. Hún hefði átt að lifa mjög góðu lífi, en efnahagurinn leyfði það ekkl, Áður en hún dó, ktfmst hún að þvi, hvað eg tók það nærri mér, að hún hafði haft það svo stríðsamt og ti'.l að hughreysta mig, talaði hún einn dag um þetta við mig, og benti mér á veg til að borga skuld mína, og jafnframt létta samvizku byrði mína. Hún krafðist að eg skyldi gleðja einn mann á hverju'm degi, svona vai hún Jensen.” “pegar konan mín var dáin, byrjaði eg á þessu. 1 fyrstu gekk það stirt, og mér fanst það þungt, en svo fékk eg meiri æf- ingu, og í hvert skifti, var það eins og eg gjörði eitthvað henni I vil, og sjálfur varð eg ánægðari við hvað eina. pegar þér nöj farið til V. verðið þér glaður, ogj móðir yðar og litlu systurnar. Það verður sameiginleg gleði og á- nægja. En þegar eg stend út i kirkjugarðinum við gröf konu minnar, svo er máske eg állra glaðastur. Eg 'hefi verið ein- mana Jensen minn góður, alt af í sama stað, og ekki alt verið sem skemtilegast, svo hefði ekki kon- an mín gefið mér þetta verkefni, veit eg ekki, hvernig farið hefði.” Lime brosti eins og hann bæði afsökunar á þessari löngu skýr— j ingu en röddin titraði af hrifn- j ingu. Ungi Jensen var búinn j að fá annað yfirbragð; sorgin var horfin “Já, nú tek eg við pen-1 ingunum Lime, og skal aldrei I gleyma því, sem þér hafið sagt! mér,” sagði hann og tók vingjarn- lega í hendina á Lime. Lime afhenti honum peningana, 0g eftir marg endurteknar þakkir, flýtti Jensen sér af stað iljómandi af ánægju og kœti. Lime fór í grafreitinn, en þeg- j ar hann kom heim varð gamla I ráðskonan hans æf og uppvæg, því hún hafði alt reiðubúið til j ferðarinnar. Hún vissi alt út i hörgúl um gjörðir hans og hjálp- semi og veitti honum þungar á-1 sakanir. En ánægjusvipinn, sem lá yfir hinu hrukkótta and-; liti gamla bókhaldarans, gat hún ekki rekið þaðan. Daginn eftir var hið yndisleg- asta sumarveður. Lime fór snemma um daginn út í hinn þögula Prestaskóg, sem ‘honum þótti svo vænt um. Hann tók méð sér bók, en gat ekki lesið, hugurinn var allur hjá Jensen unga, sem nú var hjá móður sinni. Hann var rólegur og mjög ánægður. En sú kyrð varð þó stopul. Ein- hver meiri háttar maður, sýndist með áhuga hyggja að hinum fá- förnu troðningum, sem lágu í all- ar áttir. Loksin skom hann auga á Lime og flýtt sér til hans. 1 Lime stóð upp og horfði á kon-j súlinn, sem stóð frajmmi fyrir honum. “Finn eg yður þá hérna Lime,” þér hefðuð átt að vera farinn fyrir löngu,” sagði Krúse, og brosti einkennilega. “Eg tók aðra stefnu,” stamaði Lime hálffeiminn. —“En — þér ætluðuð að sjónum.” — “Já, þökk, en það verður nú ekkert af því. “Og hverju er það að kenna? LgfoE WHITEST. LIGHTEST* HagIC baking POWDEB ÍPntains no það er yður skuld Lime.” ‘En nú skil eg yður ekki, herra kon- j súll,” sagði Lime forviða. "Nei, en eg skal segja yður það Lime, sjáið þér til, eg hleraði á bak viðj girðinguna í gær 1— "“Stendur konsúllinn á hleri?” “Já, guð veit að eg gjörði það, og iðraní þess ekki, en þér megið trúa því, að eg hafði nóg að gjöra.” Kon- súllinn hló. Lime horfði for- vitinn á húsbónda sinn. “Já, það var þó satt, eg varð að hlaupa, til að ná Jensen, og þegar eg kom í búðina, keypti eg eitt og annað utan á hann, þvi hann vex upp úr hverri spjör, eins langur og hann er. Síðan fylgdi eg honum á brautarstöðina — og i stuttu máli sagt, minn frítífni fór sömu leið og yðar.” “Nei, herra konsúll, hvað? —” “Já, þér vitið það Lime, úr þvi hann fér fyrir þrjá verður hann að vera sæmilega útlítandi, en nú eru líkindi til að móðir hans verði glöð, hann hefir í öllu falli feng- ið sínar lífsreglur.” "Það var sannarlega vel gjört, konsúll,” sagði Lime og leit upp. “Ó, það er ekkert um það að tala. En eg verð að vera heima. — En segið þér mér Lime.” Konsúllinn horfði með einkennilegri aðdáun á þenna fyrirferðarlitla mann, og hugsaði um vinnutíma hans og kauphæð, — “Getið þér virkilega framfylgt áformi yðar á hverjum degi?” “Ekki á hverjum degi,” sagði Lime hálffeiminn, en af og til hepnat mér það, það þarf exki mikið til, þegar viljinn er góður.” Konsúlinn leit til Lime, það var eitthvað í tilliti hans, sem hinn gamli bókhaldari hafði aldrei séð þar fyrri. “Eg hefi pantað morgunverð í lystiskálanum, viljið þér gera mér þann heiður, að vera þar gestur minn í dag?” “Heiður”, sagði Lime gletn- islega, og leit ofan á slitnu skrif- stofufötin sín. “Já, eg sagði einmitt heiður, og mér er það alvara.” Konsúll- inn talaði í þeim róm sem enginn mótmæli þoldi, tók hinn gamla bókhaldara undir hönd sér, og leiddi hann up að lystiskálanum. Morten Korch. Sigm Long þýddi. EXCURSION IV. EÐ Eftirsóknarverfrar VETRAR FERÐIR FRAM OG XII. BAKA FARBRJEF GLEYMIÐ EKKI D. D. WOOD & SONS Þegar þér þurfið Domestic,Steam Kol frá öllumnámum Þér fáið það sem þér biðjið um bæði GÆÐI OG AFGREIÐSLU Tals. N 7308 Yard og Office: ARLINGTON og ROSS Meira Brauð Betra Brauð Ódýrasta og heilnacmasta fœöan er brauÖ- ið, ef það er réttilega tilbúið. Það sem vér böfum kappkostað, befir ávalt verið það, að láta vörugæðin ganga á undan öllu cðru; þessvegra bafa bravð vor blotið þá einróma viðurkenningu, sem raun er á. wwwwwwy Efnisgœðin á undan nafninu, hefir ávalt verið kjörorð vort Canada Bread Company Limited PORTAGE & BURNELL, Talsími B 2017 WINNIPEG, MAN. -TIIi- TIL- ■TIL AUSTUR CANADA FRÁ ÖIATJM STðRVUM f Manitoba (Winnipeg og Vestra) Saskatchewan og Alberta FARBRJEF SELD 1. Des. 1923 til 5. Jan. 1924 l-'cröalags Tíminn er prír Mánuðir TVÆR LESTIR Á DAG pað eykur þægindin og ferðahug Kyrrahafs Strandar FKA Öl/UUM STÖHVUM f Manitoba (VVinnijieg og Vestra) Saskatchewan og Alberta FARBRJEF SELD Desomber. Janúar Febrúar 4. 6. 11. 13 3. 8. 10. 15. 18. 20. 27. 17. 22. 24. 5. og 7. —1923— —1924— —1924— Farbrjefin endast til 15. Apríl 1924 Undra ferðalag að vetri til MID-RIKJ- ANNA FRA ÖULUM STÖDVUM f Saskaicliewun og Alberta FARBRJEF SELD 1. Des. 1923 til 5. Jan. 1924 Ferðalags tíminn er prír Mámiðlr Til Minnea|M>lis, St. l*a.ul. Dulutli, Milwaukce, Chicago, (’e*lar Rapids, Diibuque.W'aterloo, Coi>"Cil Biuffs. Des Moi-nes, Ft. Dodg*, Jarsliail- town, Sioux City, St.Ijoaa*. Kansas City, Watertown, Omabu. TIL CALLA LANDSINS FYKIU JOLIN Sórstakra Skemtiferða Hringferoar Farbréf til allra Ilafna við Atlantshaf er tcngjast þar við gufuskipin, verða seld frá 1. Desember 1923, til 5. Janúar 1924. Ferðalagstbni 3 Mánuðrr TOURIST SVEFNVAGNAR ALLA LEID BFJXT AD SKIPSHLTf) f W. ST. JOIIN I’yrir SigUngar þessara skitwi S.S. Montelnre Tii I,iven>ool .. Siglir 7. Des. S.S. Melita Cherbourg, Sotttiipt, Antv. Siglir 13. Des. S.S. Montcalm Ti-1 Liverpool Siglir 14. Des. S.S. Marloch Til Belfast og Giasgow Siglir 15. Des. SJERSTAKAR LESTIR Frá Winnipeg 11. Des. 1923 Sem gstnga beint að Skipshlið í W. St. John, fara þaðan S.S.KONTCALM, Des. 14 TIL LIVERPOOL HAGNÝTIÐ YÐUR SÖMU TŒKI ALT I GEGN CANADIAN PACIFIC “ROSEDALE” Drumheller Beztu LUMP OG ELBAVJELA STŒRD: EGG STOVE NUT screened Tals. B 62 PPERS ■ twin city OKE Besta Tegund MEIRI HITI — MINNI KOSTNADUR THOS. JACKSON & SONS W innipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.