Lögberg - 15.11.1923, Síða 2
Bls. 2
i OGBERG, FIMTU1)AGINN
15. NóVEMBEiR 1923
Kreptur af gigt.
Fór aC batna, er hann tók að
Fruit-a-tives. *
Meðalið, sem búið er til úr á-
vöxtum.
pér getð losnað við gigt. pér
getið losnað við bólgu í höndum
og fótum og baki. “Fruit-a-tives
hrekja á burt orsökina til gigtar.
“1 full þrjú ár lá eg í rúminu,
þjáður af gigt. Reyndi Fruit-a-
tives og fór undir eins að batna
Eftir að eg var hálfnaður með
fyrstu öskjuna, fann eg góðan
mun á mér. Eg hélt áfram við
Fruit-a-tives, þar til eg get nú
gengið fullar tvær imílur og unn-
ið talsvert heima við.”
Alex Munro, Lorne, Ont.
50c. hylkið, 6 fyrir $2.50, reynslu-
skerfur 25c. Fæst hjá öllum
lyfsölum eða beint frá Fruit-a-
tives Limited, Ottawa, Ont.
För mín til Islands.
Eftir Maurine Robb.
1 októbermánaðar lok, fara
fram almennar þingkosningar á ís
landi og mun þá mega vænta all-
mikilla breytinga á sviði stjórn-
málanna. Kosið er til fjögra
ára í senn. Meginmál þau, sem
kosningar þessar snúast um, eru
að miklu leyti hin sömu, er verið
hafa efst á baugi, með öðrum
þjóðum. Þótt ísland sé afskekt
mjög, þá eiga hin pólitisku við-
fangsefni sammerkt við vandamál
flestra annara þjóða, jafnvel þótt
staðhættir virðist ólíkir. Fiokka-
skiftingin mun að þessu sinni
vera bygð á því, hvort ríkja skuli
í landinu stjórnareinokun á vör-
um eða frjáls verzlun.
Bannlögin úr sögunni.
Eftir langar og harðar deilur,
voru vínbannslögin innleidd á fs-
landi árið 1912. Var fólki því,
er einhvern seytil átti í kjöllur-
um sínuvn, veittur þriggja ára
frestur til þess að tævna úr lögg-
unum. Yfirleitt virtist þjóðin
sæmilega ánægð með bannið og
engar breytingar voru bornar
fram„ fyr en að spánska stjórn-
in gerði það að skilyrði fyrir því,
að hún keypti íslenzkan fisk, að
spönskum vínum yrði landvist
leyfð. íslandi var óhægt um að
opna nýjan markað fyrir fiskinn
og neyddist þingið því til að
ganga að afarkostuvn Spánverja.
Stjórnareinokun.
Á ófriðarárunum, reyndist ein-
stökum kaupmönnum lítt kleift,
að byrgja sig upp með erlendar
vörur. Tók stjórnin því það
ráð, að gera innkaupin sjálf og
verzla með hinar og þessar vöru-
tegundir fyrir eigin reikning. Að
stríðinu loknu, kröfðust margir
leiðandi menn þess, að verzlunin
yrði tafarlaust gerð frjáls og
smátt og smátt fór svo, að vnegin-
greinar verzlunarinnar voru
fengnar, kaupmönnum aftur í
hendur. pó er enn stjórnar-
einokun á víni og tóbaki. Þeir,
sem taka vilja frjálsa verzlun á
öllum sviðum fram yfir stjórnar-
einokun, kefjast þess, að öllum
höftum verði létt af og uvn það
snúast kosningarnar að miklu
leyti. Magnús Kristjánsson,
forseti sameinaðs þings, er fram-
kvæmdartjóri landsverzlunarinn-
ar. Jón Magnússon fyrrum
stjórnarformaður er einokuninni
mótfallinn. Persónulega er eg
þeirrar skoðunar, að flokkur hans
muni sigra í kosningunum og
tekst hann þá að líkindum stjórn-
ar forystuna á hendur. Að
minsta kosti eru margir leiðandi
kaupm€;nn höfuðborgarinnar
þeirrar skoðunar, að sú muni
verða reyndin á.
Fiskiveiðar aðaltekjulindin.
Án fiskiveiðanna, mundi ís-
lenzka þjóðin hætta að vera til!
Þangað er í raun og veru að
sækja allar tekjurnar. Megin-
þorri þjóðarinnar er önnum kaf-
inn við þá atvinnugrein, allan
ársins hring. Á tímabilinu frá
febrúar til maíloka, er þorskveið-
in langbezt. Yfir júlí og ágúst-
mánuð, er mikil áherzla lögð á
síldveiði, einkum norðanlands. Á
leiðinni til Siglufjarðar, var á
skipinu fjöldi fólks, er ætlaði sér
að stunda síldarvinnu. Hvergi
annarstaðar á íslandi, er jafn
mikil síldarútgerð og á Siglufirði.
Kemur þangað árlega mikill
Hvl aB þjast af
blæBaniM og bölg-
innl gylIinlBt?
UppakurBur 6nauB-
synleg-ur. pvt Dr.
Chase’s Ointment hjálpar þér atrax.
K> cent hylklB hjá lyfsölum eða frá
Edmanson, Bates & Co., Ijmlted,
Toronto. Reynsluskerfur sendur ö-
kev-ls, ef nafn þeasa blaBs er tlltek-I
M w 2 eent frtmerk'-----*
fjöldi skipa frá ýmsum löndum,
til þess að flytja út síldina. Þeg-
ar í land er komið, veruðr fyrir
manni síld á alla vegu. Er þar
björgulegt yfir að líta, en sjálf-
sagt er síldar og fiskverkunin
ekki ávalt sem þrifalegust.
Verkföll einstöku sinnum.
Jafnvel á íslandi hefir Bolshe-
vikistefnan náð sér niðri! Síld-
veiðabátarnir frá Reykjavík, kofin-
ust ekki norður í tæka tíð, sökum
deilumála út af kaupgjaldi milli
eigendanna og starfsmanna
þeirra. Útgerðarmenn kváðust
með engu móti standa sig við aS
greiða kaup það, er farið var fram
á, en fiskimannafélagið var á
annari skoðun. Var helzt svo
að sjá um hríð, sem af þessu
'mnudu hljótast hin mestu vand-
ræði. Sú hefir verið venja íe-
lendinga, að gera úti um ágrein-
ingsmál sín á friðsamlegan hátt.
En að þesisu sinni virtist meiri
hiti á báðar hliðar, en alment ger-
ist. Þó tókust að lokum samn-
ingar um kaupgjaldsmálið og
héldu togararnir þá tafarlaust af
stað norður um land til fiski'miða
sinna.
Verzlunarráð íslands.
Verzlunarráð Reykjavikur, er
einkastofnun, óháð stjórn lands-
ins að öllu leyti. Meðlimagjald-
ið er frá 5C upp í 250 krónur.
Markmið þessa félagsskapar er
það, að greiða fyrir verzluninni
á sem flestum sviðum, og afla
upplýsinga um erlendan markað.
Mun stjórnin, ekki sízt á stríðs-
tímunum, oft hafa fengið þaðan
sínar beztu upplýsingar uvn mark-
aðs skilyrði og vöruverð erlend-
is. — ‘
“Megin framleiðsla íslands, er
fiskur og fiskiafurðir,” sagði
Garðar Gíslason, einn af leiðandi
mönnu.m verzlunarráðsins. Af
öðrum tegundum má nefna kjöt
og ull. pá er og talsvert flutt
út af hestum til Englands; eru
þeir mestmegnis notaðir þar í
kolanámu'm og reynast framúr-
skarandi þolnir. Ennfremur er
flutt út nokkuð af æðardún og
skinnum. Flestar nauðsynja
og munaðarvörur eru- fluttar inn
í landið. “Megin markaðurinn
fyrir íslenzkan fisk, er á ítalíu
og Spáni,” segir herra Gíslason.
“pess vegna áttu Spánverjar svo
afar hægt með að þröngva oss til
að drekka spönsku vínin. Þeir
vissu sem var, að vér vonim upp
á markað þeirra komnir. Nú er-
uvn vér um þessar mundir að leit-
ast fyrir um fiskimarkað í Suð-
ur-Ameriku og höfum einnig sent
mann til Cuba, Vestur Indlands
eyjanna og Argentinu. Sýnis-
horn þau, er vér höfum sent af
fiski til þessara staða, hafa þótt
góð og líkleg til arðvænlegs mark-
aðar. Um hríð höfðum vér
verzlunarráðunaut eða erindreka
á ítalíu, en urðu'm að kveðja hann
heim, «ökum þess hve þröngt var
um fé. íslenzka þjóðin er fá-
tæk og meðfram af þeirri ástæðu,
kýs hún sambandið við Dani. Hún
hefir ekki efni á að halda uppi
ræðismannasamböndum út um
allan heim. pess vegna felur
hún Dönum af frjálsum vilja með
ferð utanríkismálanna, fyrir sína
hönd.
Viðskifti við Canada æskileg.
“í Quebec og Montreal eru á-
gætar 'hafnir,” bætir herra Gísla-
son við. “Komist Hudsonsflóa
brautin á, get eg ei séð hvað því sé
til fyrirstöðu, að ísland verzli við
Canada. Slíkt mundi koma ís-
landi að ómetanlegu gagni. Og
þegar tekið er tillit til þess, hve
margir íslendingar eru búsettir
í Canada, mun 'mega ganga út frá
því sem gefnu, að slíkar við-
skiftatilraunir, hlytu að eignast
)þar marga og góða stuðnings-
menn. —
“Hentugasta höfnin á Englandi
fyrir vörur þær, er vér flytjum
þangað er Hull. Komið hefir
til tals, að vér skiftum um, og
hefðum aðalbækistöð í Liverpool.
Slíkt væri þægilegra hvað viðvík-
ur verzlun við ítaiíu og Ameríku.
En þó ber hins jafnframt að
gæta að kostnaðurinn þar yrði
•margfalt meiri. Vér fáum
kolaforða vorn frá Hull og þaðan
eigum vér greiðari aðgang að
Belffiu, Hollandi og Þýzklandi. Eg
held þegar öllu er á botninn
hvolft, að Hull sé oss langtum
þægilegri viðskiftastöð, en Liver-
pool. —
“Svo eg víki aftur að verzlun-
arhorfunum við Canada, vil eg
geta þess að nýju, að þegar Hud-
sonsflóa brautinni er lokið, hljóta
að komast á viðskifti milli ís-
lands og Canada. fsland ætti að
verða millistöð eða forðabúr, 'milli
Ameríku og Evrópu. Siglingar
þangað lokast aldrei, því hafnir
eru þar opnar allan ársins hring.
Hefir slíkt enga smáræðis þýð-
ingu. Margir halda að sökum
þess hve norðarlega að landið
liggur, hljóti hafnir að friósa S
vetrum. Svo er þó ekki. Að
minsta kosti er Reykjavíkur höfn
ávalt auð og íslaus.”
Mörg viðfangsefni fyrir
Alþingi.
Eitt af þeim .málum er næsta
þing að sjálfsögðu tekur til 'með-
ferðar, er stofnun landspítala i
Reykjavík. Mál það innleiddi a
síðasta þingi, Ingihjörg Bjarna-
son fyrsta íslenzka konan, er kos-
in hefir verið á þing. Fyrir at-
fyðgi hennar afgreiddi þingið
frumvarp til laga Um þetta efni,
en fjárveitingin bíður næsta
þings. Áætlað er að fyrirtæki
þetta muni kosta ríkissjóð um
hálfa fjórðu miljón króna. Bygg-
ingameistarar eru þegar í undir-
búningi með uppdrátt af stór-
hýsi þessu, kaup hafa verið fest
á lóðinni og mun verk verða haf-
ið tafarlaust, að fengnu úrslitá
samþykkis alþingis. Stofnun
landspítala hefir 'margfalda þýð-
ingu fyrir þjóðina. Er meðal
annars ráðgert, að hann verði
jafnframt notaður sem lækna-
skóli.
Er járnbrautar þörf?
Skiftar eru állmjög skoðanir
manna um það, hvort járnbraut-
ar sér þörf á íslandi eða eigi.
Undir núverandi kringumstæðum,
eru samgöngutækin, bifreiðar,
hestar og strandferðabátar. Bænd-
ur á Suðurlands undirlendinu,
telja alment æskilegt, að lögð
yrði frá Reykjavík 80 kílómetra
löng járnbraut austur um sveitir
og fullyrða að slíkt mundi verða
landbúnaðinum til hinna mestu
hagsbóta. Kostnaðurinn við
lagningu og starfræklsu slíkrar
brautar, hlyti að nema stórfé. —
Tel eg harla vafasamt, að það
mikill flutningur fengist, að
brautin borgaði sig, jafnvel þó fá
mætti til hennar stofnfé með hag-
feldum kjörum. pað mundi fá
mér meira en lítillar undrunar, ef
næsta þing veitti fé til slíks fyr-
irtækis.
Ræktun landsins.
Eitt af þeim lofsverðustu við-
fangsefnum, er þing og stjórn
hefir til vneðferðar um þessar
mundir, er ræktun landsins, — að
breyta hrjóstugum heiðarflákum
og flögum í iðgræn, arðberandi
engi. Slíkt er ekkert áhlaupa-
verk, því landið er gróðursnautt
og nakið. Fólk, sem er eins
lagið á að prýða hí'býli sín að inn-
an með blómum, hlýtur að taka
þessari nýju landgræðslu hug-
mynd fegins hugar. Vafalaust
verður trjáræktin einnig stunduð
jöfnum höndum. Sú er sann
færing mín, að eigi þurfi til þess
verðlauna fyrirheit frá stjórnar-
innar hendi, að íslenzka þjóðin
leggist öll á eitt, með að klæða og
endurfegra landið.”
Ahs. a— Ferðasaga þessi er þýdd
úr blaðinu Winnipeg Tribune; er
renni nú hér með Jokið.
pótt hún sé ekki
allskostar növæ'.n með köflum
og skiftar geti verið skoðanir um
hitt og annað, svo sem mat höf-
undar á mönnum, þá er hún ritin
af svo mikilli velvild. og víða af
svo glöggum skilningi að 'mér
fanst vel ómaksins vert, að hún
kæmi fyrir almennings sjónir.
E. P J.
MAS.
Opið bréf til Jóa frænda.
Heill og sæll vinur!
pað er orðið nokkuð langt síðan
við höfum talast við; en eg vona
að þú sért ekki búinn að gleyma
mér álveg og kannist við ýmis-
legt sevn eg ætla að minnast á.
’Eg ætla fyrst að minnast á
ýmislegt smávegis frá æskudög-
u'm okkar. Svo ætla eg að segja
þér frá orrahríð nokkurri, sem
eg lenti í, og seinast langar mig
til að segja þér, þrjár ljótar sög-
ur af mér sjálfum og eina frægð-
arsögu. Að endingu býst eg
við að gjöra nokkrar heimspeki-
legar athugasemdir um ýmislegt
Eg veit að þú ert heimspekilega
sinnaður og hefir því gaman af
ýmsu þessháttar.
Manstu þegar við voru'm að
glíma á gilsbarminum, og eg var
að hrapa fram af þegar þú náðir
í hárið á mér, og dróst mig upp?
Það var fallega gjört af þér —
Ef þú hefðir mist mig hefði æfi-
saga mín orðið fremur afslepp! —
Já, svo er nú það.
Manstu þegar hann Jón langi
og hann Láki frá Hvammi voru
að eltast við svanina, sem felt
höfðu fjaðrirnar og gátu því
ekki flogið, en við höfðum lesið
Dýravininn og héldum að það
væri rangt að níðast á bjargar-
lausum fuglum, svo við hentum
steinum í strákana. Eg hitti
Láka í hálsinn og hann leit við
og sá okkur. Hann ætlaði svei
mér að jafna um okfcur, en við
hlupum sem fætur toguðu niðnr
brekkur og földum okkur í jarð-
föllum í þurrum lækjarfarveg.
Hann fann okkur ekfci, en við vor-
um svo skelkaðir,, að við biðuVn
þarna í það óendanlega eftir því
að Láki snéri til baka. Hann
var auðvitað farinn fyrir löngu,
þegar við voguðum að stinga upp
höfðinu. Já margt er á að
minnast.
Manstu að æfinlega þegar við
fórum til kirkju þá þurftum við
endilega að okkur fanst, að glíma
við aðra stráka, sem við 'mættum.
Stundum rifnuðu buxur — auð-
vitað, ónýtt efni í þeim — og
stundum skitnuðum við á höndum
g í andliti. Stundum féfck ein-
hver glóðarauga. Einu sinni
rak eg fingurinn í augað á Torfa,
og varð augað fyrst rautt og
seinna blátt. Það var auðvitað
óviljaverk. En hvað sem um
það var, þá tóku menn okkur
vara fyrir að glíma aldrei, fyr en
eftir 'messu. pað þótti ekki til-
hlýðilegt að við. sætum í rifnum
buxum með glóðaraugu og horfð-
um á prestinn og fallegu stúlk-
urnar í mislitu kjólunum svoleið-
is útlítandi, eins og við vorum
eftir að hafa glímt af kappi.
Manstu hvað við höfðum gam-
an af að horfa á fólk dansa?
Danzar voru býsna tiðir. Við
dönsuðu'm alt af einir. Manstu
hvers vegna? Það var vegna
þess að við kunnum ekki sporið
og svo vorum við svo litlir, að
stúlkurnar vildu ekki danza við
okkur, meðan annars var kostur!
Eg lái þeim ekki, þó þær vildu
ekki danza við litla og ófríða
bjálfa, eins og við vorum þá.
Látum mig sjá. Þú átt heima á
Fljótsbakka í Fljótsdal í Fljóti-
dalshéraði, við Öræfi það er víst
rétt.
pú manst víst eftir því að
menn drukku talsvert af brenni-
víni þegar við vorum litlir hnokk-
ar. Menn fóru u'/n helgar
að sumrinu, snemma að morgni og
komu heim aftur að kvöldi,
“blind-þreifandi fullir”, eins og
það var kallað og svo varð þeim
stundum ilt eftir að hafa flogist
á, lögðust upp í rúm og ældu ein-
staka sinnum. peir vöknuðu ekki
við að æla, höfðu etið baunir
stundum og féllu þá baunirnar
•með öðru góðgæti niður með vang-
anum ofan í rúmið. Já, svo var
það.
Nú er þetta alt gleymt. Eg
heyri isagt, að þið þarna heima
drekkið ekki brennivín, nema
þegar þið eruð neyddir til þess.
pað er býsna gott fyrirkomulag.
Nú kem eg að orrahríðinni.
Eg lenti í talsvert mikilli orra-
hríð fyrir skömmu síðan, út af
brennivíni. Það var sagt að
of mikið væri drukkið og ætti því
að breyta til með lögin. Eg og
mínir menn sögðum að ekki mundi
breytt til batnaðar. Varð úr
þessu þref og þjark mikið, en svo
lauk að gengið var til atkvæða
um málið. Féllu atvkæði þann-
ig að við urðum í ógurlegum
minni hluta. Höfðu mótstöðu-
Ynenn okkar tugi þúsunda meiri
hluta og sönnuðu okkur þannig,
að við höfðum haft rangt fyrir
okkur, að vilja ekki breyta til.
Ymsum af mínum mönnum virð-
ist ekki sannað enn ngæilega vel,
að við höfum haft rangt fyrir
okkur; en eg lét sannfærast í
bráðina og þykist sjá að fyrir-
fcomulagið nýja verði mjög isvo
virðingarvert. Fyrst er nú
það, að það er auðséð að mótpart-
ar okkar voru að hugsa u'm að
laga ý'mislegt sem ábóta var vant
og svo vakti dálítið fyrir þeim,
sem eg skal fljótlega skýra fyrir
þér. Þeir settu stjórnina að
völdum í þeissu efni. Stjórnin
ein hefir rétt til þess að selja vín.
Það voru einhverjir að selja
vín í laumi, áður en slagurinn
byrjaði; en nú eru þeir allir
hættir. peir fara ekki að búa
til sopa handa sjálfum sér, og
því isíður að sélja nokkurn dropa.
Svo er þess að gæta að stjórnin
selur vínið til gróða fyrir almenn-
ing. pví er þannig farið, að
skattar eru hér óguðlega háir.
Ætlar stjórnin að selja ®em
svarar tuttugu “miljóna” dala
virði af brennivíni og nota gróðan
til þess að lækka skattana, sem
muni tíu miljónum á nef, en það
er ekki svo lítið fé, því mörg eru
nefin skattskyld. Eg kaupi til
dæmis eitt hundrað dala virði af
góðu brennivíni og fæ minn
skatt læfckaðan um tíu dali. Eg
fæ stjórninni eitt hundrað dali,
og fæ til bafca tíu. Um þessa
níutíu dali er það að segja að eg
eefi borgað þá sjálfur og þarf
því ekki að þrefa um það. pað
var sannarlega þörf á því að
lækka skattana og eg held að
minka drykfcjuskapinn.
Já, menn fara með vínið heim
með sér, því ekki tná drekka á al-
mannafæri, (og dettur víst engum
í hug heldur), og drekka það
sjálfir heima eða gefa kunningj-
um sínum, “ellegar" sem lífcleg-
ast er, hella því niður. Það er
ef til vill bezt. Það gerir ekk-
ert til hvað um vínið verður; en
Copenhagen
Vér ábyrgj
umst það að
vera algjörlegi
hreint, og það j
bezta tcbak
heimi.
°PENÍTÁÖEN#
■ SNUFF '■
Ljúffengt ofc
endingar gott,
af því það er
búið til úr safa-
miklu en milon
tóbakslaufi.
MUNNTOBAK
um að gjöra að lækka skattana. pú
sérð því ef þú ert ekki öllum
heillum horfinn, að ’mótstöðu-
menn okkar höfðu rétt fyrir sér.
Eg sé stundum menn, sem eru
dálítið reifculir á fótum; en það
er ekki vegna þess að þeir hafi
dírukkið vín. Auðvitað hefir
þeim orðið einhvernveginn öðru-
vísi ilt. Já, svoleiðisi fór um
sjóferð þá.
Þá kem eg að sögunni um
sýálfan mig og er ekki af að
miklast. —
Sú er isagan ein, að eg hefi
aldrei getað lært að vera góður
flokfcsmaður. Taktu nú eftir,
góður flokksmaður. Til þess
útheimtist að standa faist með
sínum flokksmönnum, en láta sér
vera afar illa við alla sem ekki
eru manns eiginn flokksmenn.
Bezt er að menn verði aldrei varir
við neitt nýtilegt í fari 'mótpart-
anna. petta hefi eg aldrei
getað lært. Orsöfcin að parti
er sú, að eg heyrði fyrir löngu
síðan sögu af vitringum frá
Austurlöndum, sem tóku sér ferð
á hendur til þess að skoða dýr
nokkurt afarstórt, svo þeir gætu
af eigin reynslu borið tlm hvernig
dýrið liti út. Þegar þeir komu
heim aftur og fóru að segja frá,
bar þeim ekki saman um hvernig
dýrið liti út. Mennirnir voru
allir blindir og höfðu rétt fyrir
sér að parti; en allir höfðu þeir
rangt fyrir sér að miklu leyti.
pessi saga virðist mér endurtaka
sig alt af í 'mannlífinu og fyrir-
gef því nágranna það, að hafa
aðrar sfcoðanir en eg hefi og
Ikrefst þess að hann gjöri slíkt
hið sama mér til handa; en það
gengur ekki sem bezt að fá náung-
an til þess. Flestir þykjast vita
betur en eg og láta það í Ijósi
bæði leynt og Ijóst.
En afleiðingin er hræðilge fyr-
ir mig. Enginn þorir að treysta
mér til neinis'. Menn þora ekki
að trúa mér fyrir neinu, hvorki að
gefa mér tæfcifærið við það sem
eg bið um og því síður að bjóða
mér atvinnu. Þessi saga er
Ijót eins og þú getur séð. Eg
er nú að hugsa um að 'manna mig
upp og verða flokksmaður; en eg
er ekki alveg ráðinn í hvorn flokk-
inn eg aðhyllist enn.
Sú er önnur sagan, að eg befi
lesið ósfcöpin öll og lært talsvert;
en það hefir ekki hjálpað mér
mikið út úr ógöngunum. Svo
fór að eg lengdi nafn mitt — með
hjálp annara og bætti stöfunum
B.A. aftan við nafnið. Þá sagði
kunningi 'minn, að það þýddi,
“Bölvaður asni”, þá breytti eg til
og bætti við Stöfunum M.A. Þá
sagði kunningi minn að það þýddi
“Mesti asninn”. Eg held eg
breyti ekki til oftar. pað er
að minsta kosti efcki sérlega á-
litlegt fyrir mig. petta er eins
og þú skilur ljót saga; en verst
af öllu er það, að eg finn nú sár-
ar en áður nokkurntíma til þess
hvað eg er fáfróður, þeir isem
aldrei hafa lært neitt eru vitrari
en eg að eg held. Svo segja
þeir, Svo segja þeir og láta að
minsta kosti; og það nægir til
ýmsra framkvæmda.
Sú er sagan hin þriðja, að eg
hefi lengi haft þá hugmynd og
ihefi hana enn, að við allir ein-
staklingar, höfu'm komið í heim-
inn til þess að láta eitthvað gott
af ofckur leiða. Eg þóttist sjá
að prestar hefðu öllum öðrum
fremur gott tækifæri, til þess að
láta gott af sér leiða, og mér
blandaðist ekki hugur um, að þeir
væru með ýmsu móti, að reyna
að bæta úr ýmsu sem miður fór,
'með því, að kenna mönnum að
breyta við aðra eins og þeir vildu
að aðrir breyttu við þá —. Eg
veit ekki hvort að þú skilur þessa
setningu: “að breyta við aðra
eins og aðrir breyta við þá.” pað
er afar flókið mál og kostar ærna
peninga árlega að reyna að gjöra
málið að einhverju leyti Ijóst.. Þú
ert nú samt býsna fljótur, að
skilja ýmislegt dularfult, svo þú
kannske skilur þetta. Hvernig
fór?”, munt þú spyrja. Það
fór svona, að þó prestarnir legðu
sig fram með lífi og sál og flyttu
þessar afar fallegu ræður til
þess að skýra málið og koma
mönnum til að sýna það í verkinu
að þeir hefðu tekið eftir, því se'.n
sagt hafði verið að altari eða i
stól, þá leit alt af út fyrir að
meiri hluti hefði skilið málið ein-
hvernveginn öðruvísi, en ætlast
var til og útkoman varð alt önnur
en vonast var eftir.
Eg skal segja þér kunningi, að
eg fór að athuga málið alvarlega
og komst fljótlega að þeirri nið-
urstöði að bezt væri fjyrir mig
að hætta strax við það sem mér
hafði til bugar kovnið þegar eg
hlustaði á hinar hjartnæmu, á-
gætu ræður prestanna, sem voru
og eru mikilmenni margir hverj-
ir.
Mér hafði dottið í hug að
verða prestur. Hafðu lað nú
ekki mjög hátt samt. Eg sagði
við sjálfan mig. “Nei, drengur
minn, reyndu ekfci að verða prest-
ur. pegar þessir menn sem þú
þekkir, regluleg mikilmenni,
hafa svo að segja engin áhrif á
hina alfrjálsu 'borgara, þá skalt
þú ekki láta þér detta í hug að
verða prestur. E? þú ferð á
stað, þá verður þú óefað það sem
þeir fcalla “pokaprestur,” eða eitt-
hvað enn smærra, til dæmis
“skjóðuprestur”. Hættu strax
fyrir alla muni.” Eg gjörði
það. Eg hætti, en sá þó eftir
því, vegna þess að nú eru tíma-
mót eins og þú hefir tekið eftir.
Þú hefir heyrt auðvitað að nú
kemur dómsdagur 1925. Eg held
það sé rétt hjá mér. Eg hafði
hugsað að með því að verða
prestur, gæti eg kannske komist
hjá því að deyja, verið meðal
þeslsara miljóna sem ekki deyja,
heldur fara lifandi inn í eilífð-
ina eða eitthvað út í geyminn.
eg get efcki lýst því vel, eg er því
ekki vel kunnugur; en iþað er
auglýst hérna á strætisvögnun-
um svo það er víst engin lýgi.
En nú er úti u'm það. Eg
verð að deyja eins og hver annar
syndari. pú manst hvenær við
heyrðum fyrst um dómsdag. Þá
var eg ellefu vetra en þú tólf. —
Já langt er nú síðan. pá varð
eg svo hræddur að eg sofnaði ekki
dúr, nóttina fyrir dómsdag, en
þegar birta tók af degi sofnaði eg
svo fast að nálega var ómögulegt
að vekja mig morguninn eftir tii
þess að smala. Einhvernveg-
inn fórst það fyrir að dómsdagur
kæmi. Svo höfum við heyrt að
dómsdagur væri að fcoma, svona
áttunda til tíunda hvert ár síðan,
en altaf hefir það farist fyrír,
líklega vegna annríkis, en nú
segja spámenn að ekkert sé í veg-
inum, alt vel undir búið.
Sagan er ljót eins og þú sérð
— sagan af mér, að eg skyldi ekki
kmast í tölu hinna útvöldu og frí-
ast þannig við ösku og moldar-
fallið.
Þá kemur nú frægðarsagan. Eg
segi þér hana yegna þess að við
glímdum svo mikið þegar við vor-
um strákar.
Eg var staddur vestur í fjöll-
um og var, að vinna á járnbraut-
inni, sem sagt var um að hún
væri bygð úr járnabrotum úr
kömrum í Winnipeg og trjám sem
höggvin hefðu verið úr einhverj-
um skógi. Sú braut liggur frá
hafi til hafs eins og þú ef til vill
veizt; þú ert svo góður í landa-
fræði. 1 fjöllunum er bratti
mikill og vildi falla aur og leðja
á vagnsporið, svo huldust teinar.
Við bygðuvn því hvelfingar afar
sterkar yfir brautina, sem héldu
aur og leðju og öðru því líku af
brautinni, svo farþegjar kæmust
hindrunarlaust ferða sinna. Fyrr-
um var sagt að enginn lifandi
maður ferðaðist eftir þessari
braut, en nú er það víst aldrei
sagt. Vegur sá er mjög fjöl-
farinn og félagið sem starfrækir
brautina er rífcasta járnbrautar-
félagið í heimi, og er þá mikið
sagt.
Já, eg sagði að eg hefði verið
staddur á þessari járnbraut vest-
ur í fjöllum. Það var um miðj-
an dag að við verkamennirnir
vorum að hvíla okkur eft-
ir væna máltíð. sátum við á
trébekkjum hingað og þangað í
“svefnkassa” ofckar. Bar nokk-
uð margt á góma. Þar voru
menn af ýmsu'm þjóðum, svo sem
Englendingar, Svíar og Islending-
ar og fleiri, par var Svíi sex
og tveir á hæð einls og við segjum.
Eg veit ekki enn þann dag í dag
hvernig það atvikaðist, en þessi
Svíi reiddist við mig og gjörði þá
yfirlýsingu í heyranda hljóði, að
hann skyldi gjöra snögglega enda
á minni aumu tilveru. Hann lét
verk fylgja vilja og réðist þarna
að mér, þar sem eg sat svo sak-
leysislegur á mínum bekk. Hann
tók báðum höndum fyrir kverkar
mér heldur en ekki grimmilega.
Eg þarf heldur en ekki að geta
þess , að eg varð heldur en ekki
skelfdur. Þú manst hvað hug-
lauis eg var strákurinn. Eg
vissi að Svíinn var sterkari en eg,
en fleistir kjósa firðar líf og eg
stóð upp, upp á líf og dauða og
heldur hratt að eg held. Nú kom
mér vel að kunna að nota fæt-
urnar. Eg kunni eitt “bragð”
það sagði Kerúlf frændi að væri
nægilegt ef maður kynni bragðið
vel. Ekfci dugði það þó þegar
Kerúlf mætti Sigurði Jóhannes-
syni. Sigurður kunni krók á
móti bragðinu og féll Kerúlf á
sínu eigin bragði. pað varð
mér til hamingju að Svíinn kunni
engan krók á móti mínu bragði,
og varð því engin vörn fyrir. Þú
manst v'íst hvaða bragð eg kunni
helzt. Það var hnjábragð og
lagði eg með hægra fæti á vinstra
hné óvinarinls og ýtti víst nokíkuð
þétt með vinstri hendinni og
hratt manninum á lagið. Svíinn
tókst á loft og kom niður að herð-
unum, svo bæði herðarblöð tóku
niður. Var það “fall” eins og
þei rsegja við hátíðleg tækifæri.
Eg lét manninn standa á fætu?
eins og íþróttamönnum ber að
gjöra og gefa þannig málöparti
annað tækifæri. Svíinn stóð og
gnísti tönnum en leist ekki á að
reyna aftur. Hann vissi ekfci,
og veit ekki enn hvernig hann
datt, en vildi ekki eiga á hættu
að detta aftur. Byltan var að
eg held nokkuð vond. Manni
líður ætíð vel þegar maður segir
svona sögur af sjálfuvn sér. Það
er ált af svo hresandi að mega
betur. Eg skil ekki almennilega
hvað mér tókst þetta vel. Mér
dettur stundum í hug að þetta
hafi verið einhver hundahepni.
Það leit út fyrir að eg væri ein-
hver afburðamaður; en það álit
hefi eg ekki á sjálfum mér.
E.g má til að bæta því við að
Svíinn varð upp frá þessu ein-
•hver minn bezti kunningji, og
hefði gengið af hverjum þeim
manni dauðum sem hefði a'mað
mér, ef hann hefði megnað. “Já,
einkennilegt er manneðlið.”
Svo koma athugasemdirnar:
Hefurðu tekið eftir því, að sum-
ir, já margir, vita fyrirframm
hvað og hvernig ræðumenn ætla
að tala þegar mifcið er um að
vera. í því er eg á eftir eins og
í fleiru. Eg veit aldrei upp á
hár, um hvað ræðumaður ætlar
að tala eða hvað hann muni segja.
í orrahríðinni okkar vissi fólk hér
Framh. á bls. 7
KUNNGJÖRI HIN NÝJU
Minehead Kol
Beztu kolin, sem unnin eru úr rótum fjallanna
LlTIL ASKA, ENGINN ÚRGANGUR, EKKERT GJALL
Gefa mikinn hita, reynast 12,000 B.T.U. pr. pund. Endast cins og harðkol.
Beztu kol til heimanotkunar í Vesturlandinu
Reynið tonn af Minehead og sannfærist.
Þau spara yður bæði tima og peninga.
Double Screened Lump . • $14.75
Furnace Lump.............$13.50
Nut Pea..................$10.50
Halliday Bros. Ltd.
Phones: A 5337-8, N »872, B 4242