Lögberg - 01.05.1924, Síða 7

Lögberg - 01.05.1924, Síða 7
LÖGBERG, FIMTTJDAGINN, 1. MAl. 1924. Bls. T Þjáðist í tíu ár af nýrna sjúkdómi. Nova Scotia maður tók Dodd’s Kidney Pills og læknaðist Mr. A McMullin getur nú stundað vinnu sína. Upper 'Grand Mira, N. B. 28. febr. (enkafregn).— “Eg Ihafði þjáðst af nýrnasjúkdómi í tíu ár. Reymdi fjölda af meððlum, án nokkus minsta árangurs. Mr. A. McMullin, sem hei'ma á hér á staðnum, segir: “Eg reyndi öll hugsanleg meðöl, en þau reyndust með öllu ófullnægjandi. í þrjá mánuði lá eg í rúminu ög Iþegar eg loklsins komist upp, skreiddist eg um á hækjum. Nú hefi eg notað sjð öskjur af Dodd’s Kidney Pills og er orðinn gersamlega heill heilsu.” Dodd’s Kidneý Pills, eru ekta nýrnameðal. Þær styrkja þau og veita þeim 'mátt til þess að, halda blóðinu hreinu. Heilbrigð nýru skapa ihraustan líkama. Spyrjið nágranna yðar hvort Dodd’s Kidney Pills haldi nýrun- um ekki í lagi. Róm. Ferðasögubrot eftir Fr. Fr. Eg var á ferðalagi mínu um ítalíu á leiðinni til •Rómaborgar. Eg kom frá Napoli (Neapel), þar sem eg hafði dvalið nokkra daga aðallega til þess að sjá Po'mpeí. Hefði að vísu haft gaman af að vera þar lengur, en eg tímdi ekki að taka fleiri dag» frá hinni fyr- irhuguðu dvöl í Róm. í járanbrautarlestinni var eg eins og í hálfgerðum draumi og drakk í mig fjallasýn- og fornar rústir og örnefni úr sögu Róm- verja. En eftir því sem vér komum nær Ró'm, fann eg sársæt- an hroll fara um mig og gagntaka mig smátt og smátt. Eftirvænting kvíði, lotning og óró jcom mér í nokkurskonar helgileiðslu, sem eg get ekki lýst. Myndir frá 773 árum fyrir Krist og niður til vorra daga svifu mér fyrir ihugsjónum eins og á kvikmyndasýning. —■ Útsýnið var stórkostlegt. Hin öldnu fjöll lágu í stórum bogum í kring og niðri á lágum hæðum og sléttu blasti Rómaborg við í fjarska og gnæfði Péturskirkjan upp úr húsahafinu. Nú för lestin á fleygiferð fram hjá mörg- um fornaldarleifum; fram hjá vatnLsleiðslubogunum fornu og brátt rann hún ihn í borgina og nam staðar á járnbrautarstöðinni. í argi og þvargi, ópum og há- reysti á stöðinni ihvarf um stund öll ihelgikend. Burðarmenn þyrpt- ust að og rifust u'm að fá að bera pjönkur mínar og létu svo óðslega að eg v.ísaði þeim öllum frá mér og þáði ekki hjálp þeirra. Af handa- hófi hafði eg valið Hotel Hasler og sent þangað símskeyti frá Na- poli. Ekki vissi eg samt, hvort það var gott eða hvar það lá. Loks kom eg auga á þjón hótelsins og gaf mig fram við hann. Hann hafði vagn handa mér og varð eg feg- inn er eg komst út af járnbraut- arstöðinni og ók af stað. Brátt náði hrifningin tökum á mér aft- ur. — ókum við fram hjá fögrum gosbrunnum og svo upp hæð nokkra, síðan niður í djúpan dal og upp bratta brekku eftir via Sistina. Varð eg mjög glaður í anda, er eg kom auga á stóra töflu greypta inn í hliðina á húsi er við fórum flram hjá. Gat eg séð á henni nafn Alberts Thorvaldsens. Eg tók í skyndi ofan, til þess að heilsa minningu þessa fræga landa. — Að vörmu spori vorum við komniir að hótelinu, og sá eg strax að eg bafði verið heppinn í valinu. Hótelið stóð á einum hin- um fegursta stað í bænu’m. Við hlið þess stóð ein af stóru kirkj- unum í Róm: cthiesa di ss. Trinita dei Mionti. Og fyrir framan lá upphlaðið svæði með afarháum o'beliskum 1 því miðju.— pað lá hátt uppi í íhlíðinni á Monte Pln- cio og ganga þaðan afarbreiðar tröppur 135 niður á sléttuna. Er þar fyrir neðan stórt torg, Piazza di Spagna og ganga þaðan götur í þrjár áttir. Af háa torginu,isem hótelið mitt stóð við, var hin dýr- legasta útsýn yfir alla nýrri borg- ina. Mændu hátt við himinn stðr- hýsi og kirkjuturnar og bar Pét- urskirkjuna hæst. Næsta morgun fór eg snemma ót að skoða borgina. Fór eg leið- sögulaust eitthvað út í bláinn. Reikaði eg víða um og gaf mig & vald ihinni þægilegu einveru í niannstraumnum. Hvergi er mað- Ur ei’us einn eins og á fjölförn- Uni stöðum í ókunnri borg. Brátt rakst eg á Tíberfljótið og nam þar staðar á brú einni og horfði niður á hinn gula straum. Þá skildi eg fyrst, hversvegna Horatíus kall- ar ihann flavum Tiberim. Eg hefl aldrei séð eins mógult vatn. Hér fanst mér eins> og eg hefði rekist á gamlan og góðan vin. Eg drakk í mig strauminn með augunum, og með bylgjum hans bárust ótal myndir frá löngu liðnum öldu'm; hann varð mér isem ímynd sög- unnar með bylgjum <)g sveipum kynslóðalífsins. Eg stóð þar graf- kyr í góðan íhálfan tíma í mikilll andlegri nautn. Loks reif eg mlg með valdi lausan og fór yflr brúna og gekk áfra'm, með fram upphlöðnum bökkunum fram hjá mörgum brúm. Hafði eg Tíber á vinstri hlið en á hægri hlið voru mörg stórhýsi, varð mér einkum starsýnt á Palazzo di Giustizia afarstórt Ihús með mörgum ‘mynda- styttum að framan, og Castello di s. Pietro. Á miðju svæðinu afar- mikill Obeliski og sinn til hvorr- ar hliðar tveir stórir gosbrunnar, er gjósa afarmiklu vatni. En beint fyrir framan mig reis upp fram- hliðin á sjálfri Péturskirkjunni. f fyrstu fanst mér ekki til u'm stærð ihennar, en Iseinna komst eg að raun um, hve mikið það hús er. Eg skal ekki reyna að lýsa henni. Eg læt mér nægja að segja að eg sá fljótt að ekki veitti af nokkrum mánuðum til þesis að skoða ’hana daglega, ef takast ætti að sjá hvað eina til hlýtar. Eg vil heldur ekki reyna að lýsa tilfinningum mínum er eg dvaldi í þessu mikilfenglegasta musteri guðs kristni. í 11 daga var eg í Róm og var mér hver dagurinn öðrum Ijúfari. Eg var eins og í draumi eða leiðslu Eg hagaði mér ekki að neinum *'turista”sið; valdi mér fáa á- kveðna istaði, til þess að skoða, en lét hitt eiga sig. Eg var hér um bil alt af einn og fór mér hægt að öllu, en naut þess betur lífsins. Eg átti hina ágætustu daga á hótelinu; fóllkið var gott og alúð- legt og vildi alt gera manni til hæfis. Hver dagurinn var öðrum unaðslegri. Sólskin næstum því á hverjum degi, aðeins einn dag siðdegiis var stórfeld rigning. Einu vonbrigðin voru þau að hitinn var minni en eg átti von á; hafði eg vonað að fá reglulegt hitabað, en það kom aldrei. Á daginn reikaði eg hugfanginn um gamlar rúistir,' hafðist löngum við í hinum fornu rústum, en mest á Forum Rómanu'm. Eg kom þang- að 5 sinnum og eitt sinn sat eg þar 5 tíma í einu. Eg sat á hinum gamla stað, þar sem Cicero og aðrir mælskumenn Rómverja höfðu staðið og ihaldið ræður sín- ar yfir lýðnum. Eg las þar ræðu Ciceros pro Sexto Rosrio og hefi eg aldrei notið hennar eins vel og þar. Eg ko'm nokkrum sinnum 1 Colosseum og átti þar nautnarík- a rstundir. Eg sat eitt sinn lengi uppi á þriðja palli gegnt keisara- stúkunni og ihorfði niður yfir hið mikla leiksvæði, og sá í anda skilmingamennina fornu; sá hina kristnu píslarvotta, er þeim var kastað fyrir óargadýrin. Stundum gekk eg langan veg út á via Appia, sem lagðuir var árið 312 f. Kr. og má víða sjá enn hina fornu steinllagninga. Þar liggur svo leiðin út að katakomb- unum, og fór eg þangað einn dag ásamt 2 Svíu'm, vinum mínum, er dvöldu á >sama hótelinu og eg. par niðri, djúpt neðanjarðar, voru samkomustaðir og grafhýsi hinna fyrstu kristnu. Ekki varð eg eins 'hrifinn þar niðri einis og eg hafði búist við; líklega af því að eg var ekki einn. Stundum reikaði eg fram og aft- ur á götunum og gætti að siðum og háttum og atferli 'manna. Eg gekk um mjóstu göturnar þar sem íbúðir manna eru eins og hellar inn í gamila rómverska múra, og var he'ldur óvistlegt að líta þar inn enda hefst fólkið lítið þar við nema á nóttunni, en á daginn sit- ur það úti á gahgstéttunum eða götunni og ihagar sér þar eins og það væri heima hjá sér. Bar margt skringilegt fyrir augu. par sá eg 'margt fólk afar ræflalegt til fara, en það bar sig svo vel að mér fanst jafnvel eitthvað fegurðar- bragð vera á sjálfum görmunum, alt öðru vísi en ihjá sams konar fólki t. d. í hafnarbæjum á Eng- landi, eitthvað snyrtilegt innan um allan ræflaskapinn. Yfirleitt gast mér vel að alþýðufólki þar. Eg verð nú að fara fjótt yfir sögu, rúms og tíma vegna. pess vegna vil eg ni snúa mór að því, sem vnér þótti mest um vert og gjörði mér þessa daga í Róm ó- gleymanlega. En það voru kynni þau, er eg hafði af kirkjulífi og klerkadómi í Róm. Alt það átti eg að þakka því, að eg komst í kynni við einn ágætan mann við páfa- hirðina, Það var kammenherra Ohristofer de Paus. Hann var norskur að ætt og aðli og mikill Skandinavavinur. Har.n er einnig mikill íslandsvinur og fylgir með athygli því sem hér gerist. Hann er maður mjög glæsilegur og ment- aður vel. Eg ihafði meðferðis bréf, sem Præfect Meulenberg var svo góður að gefa mér og þar að auki hafði eg kveðju tíl kammerherr- ans frá Sveini sendiherra Björns- syni. Daginn eftir að eg kom til Róm heimsótti eg kammeriherrann og tók hann mér opnum örmum. 1 samtalinu, ispurði :hann mig að, ihvort vnig langaði ekki til að sjá páfann og sagði eg sem var, að mér mundi þykja daufleg Róma- ferðin án þess og spurði hvort þess mundi nokkur kostur. Kammer- herran taldi engin tormerki á þvi að eg fengi “audience generale” (áheyrn ásamt öðrum), en frem- ur ólíklegt að eg fengi einka á- heyrn. Eg sagði að islíkt dýtti mér ekki í thug, þar sem eg auðvitað hefðl ekkert það fraúi að bera, sem rétt- lætt gæti slíka beiðni, en hitt þætti ’rnér bæði merkilegt og fróð- legt að sjá hvernig slík almenn móttaka færi fram, og að isjá yfir- thiirði hinnar katólsku kristni. Feldum við svo það tal niður. Dag- inn eftir fékk eg tilkynningu frá^ yfirkammerherra hiirðarinnar um að mér yrði veitt móttaka næsta mánudag, sem var annar í hvíta- sunnu. Og fylgdi með aðgöngu- teikn og skíirteini. Eftir að eg hafði hjá ka'mmebherra de Paus fengið leiðbeiningar'um það, sem eg ihelst þurfti að vita um fram- göngu og aðra hluti, fór eg svo á tilsettum degi til Vatikanhallar- innar. Mér var leiðbeint inn í af- arstóran biðsal' og þar sendi eg inn skíirteini mitt ásamt nafn- spjaldi kammerherrans, og gerði eg það að undirlagi hans. Að vöi'mu spori kom sá hirðmaður, er tekið hafði á móti skírteininu, aftur til mín og kvaddi mig að fylgja isér. Fór hann með mig í gegnum einá fjóra sali, afarstóra og glæsilega, inn í einn fremur lítinn sal og setti mig þar í röð þeirra, er fyrir voru, en það voru 5 fullorðnir og 17 eða 18 smá- meyjar 8—12 ára að aldri og voru þær allar i fanrihvítuvn búningi. Eg þóttist vita að það mundi vera ■skóli einhver, og voru 4 nunnur (eg Iheld Jósefs isystur) með þeim. Kammerherra de, Paus kom síðan inn og gekk til mín og fagnaði mér hið ljúfmannlegasta, tók hann mig út úr röðinni og vísaði mér til Ihvar eg skyldi vera og var eg þar út af fyrir 'mig. Á gangi um salinn voru . skrautbúnlr kamenherrar og lífvarðarforingj- ar, en við hverjar dyr stóðu varð- menn úr 'Schweiissneska lífverð- inum í miðalda einkennisbúning- um, stóðu þeir þar með brugðn- um sverðum. iMeðan á þessu stó'ð voru isalirnir þeir, er eg hafði gengið í gegnum, áð fýllast af fólki og var raðað upp í hálfhiring en alt fór þetta svo hljóðlega fra'm og með svo mikilli reglu að jafnvel ekki ys heyrðist. Nú er alt var i riöð og reglu, var dauðakyrð yfir öllu iog loftið eins og þrungið af eftirvæntingu. Svo kom Páfinn inn, allir beygðu kné og áheyrnin byrjaði. Páfinn gelck með fram röðinni frá ihægri til vinfetri 'staldraði lítið eitt hjá hverjum'' manni rétti íhonum hönd sína, skreytta hinum stóra em- bættislhring, sem allir kystu á, Oig Sagði fáein blesisunarorð við hvern Meðan Páfinn gekk fram með röðinni Ihafði eg tíma til að virða hann fyrir !nér. Að því er mér virtist er Páfinn gildur meðal- maður á vöxt, noklcuð þrekinn og föngulegur. Hann var í hvítri kápu með gúllfesti um hálsinn og við hana hékk krossmark. í fram- göngu virtist mér hann vera mað- ur mjög blátt áfram og óbrotinn, en mjög virðulegur. Hann er nokk- iuð feitlaginn án þefeis þó til lýta sé. Ennið er hverft og hátt og bogadiregnar augabrúnir, svipur- inn hreinn. Eg tók eftir brosi hans, er hann blesisaði litlu stúlk- urnar, og fanst mér brosið hlýtt og nær því ibarnslegt. En á engu finist vnér eg þekkja menn betur en á brosi þeirra. Hvarf firá mér öll feimni og var eg þá vel undir- búinn til þess að það kæmi ekki flatt upp á mig, er .hann kom til mín og ,hóf samtal, er eg átti ekki von á. Þegar Páfinn kom til min var eg kyntur honum isem pastor Islandicus (hinn íslenski prestur). Hann spurði mig þá, á hvaða máli eg vildi að hann talaði við mlg. Eg kaus þá latínu. Hann spurði því næst hvort sú tunga, er nú væri töluð á íslandi líktist hinni foirnu tungu, sem hinar frægu bókmentir forníslendinga væru skrifaðar á. Eg útskýrði það með því að segja að drengir vorir læsu fornsögurnar næistum því sem nútíðar bókmentir. Og lét. hann að- dáun sina í Hjósi yfir því. Þa spuirði hann um ihag þjóðarinnar á styrjaldarárunum og eftir þau. Svo talaði ihann um fornöld vora, og um kristnitökuna hér á landi, setn vær'i svo einstök í sögunni. Hann minnist á friðartímann og bókmentirnar og endaði með þvi að segja: “Þá voru líka svo marg- ir miklir menn á íslandi.” Sam- sinti eg því auðvitað og nefndi sem dæmi nafn hins heilaga Jóns Ögmundisisonar; virtiist mér að Páfinn ’mundi kannaist við hann, því ihann brosti glaðlega og taeygði ihöfuðið sem til samþykkis. Rétti hann mér svo ihöndina og gaf mér blesisun sína með svo ihljóðandi orðum: “Deus Maximus Optimus benedicat te et familiam tuam, opus tuum, patriaVn et popluum”. Þótti mér vænt um, ekki aðeins orðin, helduir hlýjuna, sem þau voru isögð með. Svo gekk Páfinn inn í næsta ,sal. Nokkru síðar var gefið merki til útgöngu og geng- um vér sömu leið og inn var kom- ið, í gegnum sömu salina, og sá eg hyernig fólkið istóð þar enn I röðum sínum; eg taýst við að það hafi verið um 300 manns í alt. Kammerherra de Paus skrifaði mér síðar að eg ihefði verið sá einasti er Páfinn hefði talað þann- ig við. pað fann eg á öllu að þettu var iheiður, sem Páfinn sýndi ís- landi, en ekki mér persónulega, eg var þar aðeins pastor Islandicus. Mér var sagt er eg kom norður til Danmerkur að sumir hefðu hneykslast á því að eg gekk á fund Páfa, og verið getur að ein- hverjum hér hei'ma ihafi ]iótt það óviðeigandi, en eg sé alls ekki eftir því, og myndi, ef eg kæmi aftur til Rómaborgar, gera það sama, ef eg ætti þess kost. Annað sem gerir dvöl mína í Rómaborg mér ógleymanlega, var viðkynning mín við Kardínála von Rossum, einn af hinuvn Ijúfuistu mönnum, sem eg fyrirhitti á ferð minni. En svo stóð á því isamtali, að Kammerherra de Pauis sagði mér að Kardínáiinn, er hanri heyrði að íslendingur væri í bæn1- um hefði látið í ljósi ósk um að ná tali af þessum íslending, og spurði Ka'xnmenh errann mig hvort eg hefði nokkuð á móti því að heimsækja hann. Eg fór sro nið- ur til Propagandáhallarinnar, þar sem kardinálinn á heima, og með- an eg taeið í biðsalnum, talaði við mig ungur prestur og isagði mér frá því að í ráði væri að kardín- állinn færi til íslands innan skamms, og spurði mig 'margs um veðurlag, og ferðalög til landls- ins og um það. Svo er viðtalsröð- in kom að mér var eg leiddur inn fyrir kardínálinn. Tók ihann mér hið ljúfmannlegaista og bauð mér sæti og settist sjálfur andspænis. Við töluðum saman alllanga 'hríð og var það -alt u'm ísland í fortíð og nútíð. Meðal annars sagði kardinállinn að komið hefði til ta'Is að kanonizera einn af (hinum helgu biskupum íslands til forna og spurði mig hvern eg teldi mest- an og bestan meðal þeirra. Eg * svaraði því eftir minni eigin hyggju, að enginn þætti mér betri né glæsilegri en Jón Ögmundsson Hólabiskup, og sagði eg kardíná!- anum nokkra drætti úr ílífi hans. Eg þykist vita að það sé álitamál, hvor fre'mri isé porlákur helgi eða’ Jón; enda gaf eg ekkert svar því viðvíkjandi hver af vorum helgu bifekupum væri verðiistur til kan- onizeringar, var ekki .heldur spurð- j ur að því, en hitt þótti mér sjálf- sagt að svara í einlægni 'því spurs-j máli, ihvern eg áliti bestan mann., pað tók ekki til min að hvetja eða letja, enda hygg eg það mundi eng-1 in áhrif hafa haft. Enn er hið þriðja, sem mér þótti mest í varið af öllu því er eg sá og heyrði í Rómaborg. Það var það, að mér gafst tækifæri' til að vera við, er 4 nýir kardínálar voru inn settir í tignarstöðu sína. Sendi karlínáli van Rossu'm mér aðgöngumiða til ihátíðarinnar, sem fram ætti að fara í hásætissal Taugarnar voru svo slæmar að hún gat ekki sofið- Mrs. H. N. Tardclh Harrowsmith, Ont., skrifar: “Taugar niínar voru mjög veiklaðar og í næstum sex mán- uði get eg varla sagt, að eg nyti eölilegs svefns eina einustu nótt. Matarlystin var sama og engin og yfir höfuð var eg a'Ö verða mesti aumingi. Þá heyröi eg urri Dr. Chase s Nerve Food, o geftir að hafa notað meöal þaö i nokkra daga, fór eg að geta sofið. Eg fékk aftur matarlystina og hrest- ist óðfluga. Eftir að hafa notað úr þrem öskjum af Dr. Chase’s Nerve Food, var eg orðin heil heilsu. Eg hefi einnig gefið litlu stúlkunni minni Nerve Food með góð- um árangri.” DR. CHASE’S NERVE FOOD <50 cts. askja med 60 pillum. Edniflnson. Batcs & Co., ILtd., Toronto. Loks kom Páfinn sjálfur sitj-|eftir öðrum áð nýju andi í burðarhásæti sínu (Sedia gestatoria), bornu af 8 Schweizz- neskum iheririönnum, en við hlið- pafans. sala di Beatificatione. Sú . . * - x ... r . I ma %ð framanverðu gengu tveir atihofn for fram 25. mai kl. 5 ar-' , , , . , . __ , . . ,, , . kemmenherrar, er banu afarstoia degis. Yar salurmn fullur af folki;, , . , , ,, ,...„___ , , ..... , blævængi ur strutsfjoðrum. Paf- og hafði eg sæti a haum palli, þar . , . ,, 6 , ' mn var í fullu pafaskruði 'meS sem var ihið besta utsyni yfir sal-: ,. , , „„ ,.,. , , mitur a hofði, alt hlaðið gu'lli og mn og heyra matti það sem for ... . , * , , . / ._ , , ' _1 gimisteinum, og sindruðu af þeim fram mm við hasætið. Var a að . , , TT , _ , . „ . T i geislar í ollum litum. líann bless- giska fimtungur salsins afgirtur sem kor 'með gullnu grmdverki. , ,, .,„ T .... , ,, _ meðan a þessu stoð sungið af kori Inni í kornum voru upphækkuð ,. ,., , . „ , • Sixtinsku kapellunnar; var sú sæti til beggja hliða. Salurinn var nú orðinn fullur af fóll^i og mátti j þar sjá marga glæsilega einkennis- búninga. Voru þar komnir sendi- i herrar ýmsra ríkja. Frammi í saln- um fyrir framan kórgirðinguna sátu menn á baklausum bekkjum yfirbreiddum með dúkum. Þar aði fólkið til beggja ihliða. — Var söngsveit J sérstakri aftjaldaðri stúku hægra megin í salnum framanverðum, er inn var gengið. fram fyrir Páfann og meðtóku tignarmerki ísín, setti Páfinn isjálfur á þá kardinalahattinn með ávarpsorðum til hvers þeirra. Voru þau eitthvað á þéssa leið: “Til lofs almáttug- um Guði og til vegsauka 'hins postullega sætis meðtaktu hinn rauða ihatt, hið sérstaka tignar- merki kardinatadómsins, til merk- is um að þér ber að fram'kvæma hann óskelfdrfcr alt til dauðans eða janvel lífláts (ad morte et sanguinis effusionem inllusive)” óg svo eitthvað meira, sem eg gat ekki greint. — Gengu svo hinir nýju kardinalar til sæta sinna. Þá voru karlmenn flestir kjólklædd- pað sem sungið var voru orðin ur j lýsti Páfinn hinhi potullegu bless- Matth. 16, 18—19: Tu es Petrusjun yfir með hárri og hljó’msterkri o. s. frv. Á eftir burðarstólnum' rödd; og var hann ibenhöfðaður á , gekk flokkur patriarka í austur- j meðan. Síðan var mítrið sett á lenskum búningum og þar næst höfuð honum og steig hann að því erkibiiskupar og taiskupar, ábótar ír eða í .ymisum prestabuningum , . ,. , . , . , ,, ,, , ,, og ymsir tignarmenn kirkjunnar. og konur voru allar svartklældar í, hálhálfeuðum og ermalöngum j pega burðarstóllinn var kominn kjólu'm. Alstaðar vo>ru kammer-linn að hásætinu, steig páfinn úr iherrar og hirðmenn, er röðuðu íjhonum í hásætið og settist. Kard- tölumerkt sæti. Fó það alt vel og ' ínálar og aðrir skrúðgöngumenri búnu upp 1 burðarstól sinn, og fðr sú akrúðganga fram með sömu skipan og þá er inn var gengið. Söngsveitin söng aftur: Tu es Petrus, en það druknaði í hyll- ingarópum fólksins. En er fylk- , , ... , „ i ingin var að hverfa ut ur salnum, 'hljoðlega fram. Schweizzneskir gengu þa til sæta sinna. pegar rði, .. .. ... „ T. * .... ,, . ,, . -f,, 'hof songsveitin: Te Deum, hmn hfvarðarmenn stoðu með jofnu var akomin, gekk fram flokkur, , ., , , , .. „ . . . . ,,,, , igamal mikilfenglega lofsong millibih a verði. Fyrir framan i manna fyrir Pafa og letu honum , . . . ., , . , _. !, , _ . ,, . 1 kristninnar. Aldrei hefi eg heyrt bennan sal eru aðrir storir salir, í ljosi hollustu sina. Siðan var ... , , , „ . ,, .. , . „ ,,. _ ,........,, , ,. , svo aðdaanlegan song ne slikar ! sala Regia o. fl. Voru þeir fullir tilkynt að hinir nyvoldu kardinalar ,,. „ - , , _. r f,„v K .. ^ fx. f., IL., f , , „ . , raddir. Eg lokaði augunum, af fólki, er að göngu hafði til j biðu i sixtinsku kapellunni, ogl j þess að sjá skrúðgönguna faraj fóru þá að bendingu Páfa 8 kard-j , fram hjá. pegar nú alt var komið í röð og reglu, þá fór skrúðgang- ! an að nálgast; heyrðist þá dynj- j andi lófaklapp ritan úr firemri sölunum. Nú kom skrúðgangan innj í aðalsálinn. Fyrst ko’mu ýmsir 'háir embættiismenn hirðairinnar og þar næst flokkur manna í rauð- um kápum og bar einn þeiirra gullmítnr Páfanis á svæfli. Svo var taorið fram afarstórt og hátt krossmark, og þar á eftir kom kardínála-skarinn í rauðum ihemp- um og þar yfir fjólubláum káp- um; var það einihver virðulegasta sveit manna, sem eg hefi 'séð. ekkert skyldi draga úr svo athygli inalar út að sækia þá. Að drykk- langri stundu liðinni voru kardin alaefnin leidd inn og gengu tveir kardinalar sinn ihvoru megin við hlið hvers þeirra. Meðan þeir voru leiddir inn söng kórsveitin einhvern fagran söng, en ekki gat eg greint hvaða söngur það var. Þegar kardinalaefnin ko'mu upp að hásætisisköirinni, sýndu þeir Páfa lotningu sína ihver á eftir öðrum. Kystu þeir ihann á fótinn, Ihnéð og kinnina. Síðan meðtóku þeir bróðurkossinn hjá kardialun- um og voru svo leiddir til sæta. Skömmu síðar gengu þeir hver á minni. Streymdu þá yfir mig minn- ingar aldanna, barátta og sigur- von Guðs kriistni jörðinni. Komu þeir fram í hugann Gregoríus 7. og Urbanus, sem dagurinn er kendur við (Urbanusmessa, 25. maí). Og er söngurinn dó út með þessu hughreystingar andvarpi: “In te Domine speravi, non confundar in æternum”, þá istóð eg upp og flýtti 'mér beint út í Péturskirkju, þar sem eg fann afvikinn istað til þe&s að Ihalda mnía eigin bæna- gjörð 1, kyrþey.— Daginn eftir kvaddi eg Róm og hélt leiðar minnar. Iðunn. ♦♦♦ ? T f f T T T T T T T f f f ♦;♦ f f f f f f f ♦!♦ HER FÆST BŒÐI GŒÐIOG MONUSTA! 2* ♦$♦♦}*! \ í okkar 8 Service Stöðum No. i Cor. Portage og Maryland No. 2 Main St. á móti IJnion járn- brautarstöðinni. No, 3 McDermot og Rorie Street á móti Grain Exchange No, 4 Portage Ave. og Kennedy No. 5 Rupert og King, bak við " McLaren Hotel No. 6 Osborne og Stradbrooke St. No, 7 Main St. North & Stella Ave. No. 8 Portage Ave. & Strathcona I Veitið Bílnum Tœkifœri. Byrjið nú þegar og látið oss hreinsa gömlu olíuna og fituna úr bíl yðar. Loftþrýsting ókeypis Fjórar loftlínur á hverri stöð, 150 pd stöðug loftþrýsting. Alemite Service Byssur með 5000 punda þrýstingi, gera oss kleift að hreinsa bíl yðar á fám mínútum, Grease Rack Service Olíunni skift á fáum mínútum, “Distilled” vatn ókeypis alt af við hendina fyrir Batteríið 66 ELECTRO GASOLINE 99 Best by Every Test «n:n:nnn: Praipie City Oil Company Aðal Skrifstofa: 601-6 Somerset Block, WINNIPEG, MAN. fcAA A^A A^A A^A aL a^A J^A A^A J^A A^A A^A A^A A^A A^A A^A A^A A^A A^A T f f f f f ❖ f f f f f f f f ♦;♦ *♦:♦

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.